__MAIN_TEXT__

Page 1

02. tbl. 03. árg. 27. janúar - 2.febrúar 2021 Strandvegur 47 | 481 1161 | tigull@tigull.is | www.tigull.is

Live heimaþjálfun UltraForm

Fá ekki leyfi til að starfa eftir útskrift

Höfum fengið góðar móttökur

Sigurjón Ernir hóf “Live heimaþjálfun” þegar líkamsræktarstöðvarnar lokuðu í nóvember á síðasta ári.

Talmeinafræðingar fá ekki leyfi til að starfa á stofu í 2 ár eftir útskrift vegna ákvæðis SÍ. Biðlistinn lengist fyrir börnin.

segir Hannes Kristinn Sigurðsson sem hefur unnið á flugvellinum í 18 ár. Við fengum hann til okkar í spjall.

Fallegt fyrir heimilið www.heimadecor.is Strandvegur 39


LIVE HEIMAÞJÁLFUN ULTRAFORM Sigurjón Erni þekkjum við flest sem erum eitthvað kunnug hlaupum en hann er einn fremsti hlaupari landsins þegar kemur að Ultra hlaupum. Sigurjón Ernir var ný búinn að henda sér í djúpu laugina og opna sína eigin líkamsræktarstöð sem heitir UltraForm þegar Covid skalla hart á og allar stöðvar skikkaðar að loka. En okkar maður hugsar út fyrir boxið og byrjaði með Live heimaþjálfun UltraForm sem hefur heldur betur slegið í gegn. Við tókum stöðuna á Sigurjóni. Hvernig byrjaði þetta allt hjá ykkur? Við byrjuðum með þessa þjónustu þegar líkamsræktarstöðvarnar lokuðu núna í nóvember. Hér var hugmyndin einfaldlega að færa UltraForm heim í stofu til okkar iðkenda fyrst og fremst en ákváðum að bjóða öllum landsmönnum uppá þessa þjónustu. Einfaldar æfingar á allra færi þar sem gott er að eiga annaðhvort handlóð, bjöllu eða teygju og svo stól og dýnu/teppi sem allir eiga heima fyrir og þá ertu klár í allar æfingar Við streymum beint til þín í gegnum lokaðan facebook hóp þar sem þú getur tekið æfinguna með mér eða tekið hana seinna þegar þér hentar. Æfingin er: - 6-8 mín upphitun - 25-40 mín aðalþáttur - 4-7 mín styrkur/styrktarsett - 7-10 mín teygjur í lok hvers tíma. Hvað eru þið með marga í þjálfun? Í janúar erum við með 98 virka meðlimi í hópnum og stefnum á

TÍGULL

- 1x langa æfingu þar sem fókus er alltaf á að bæta hraða, styrk og úthald + vinna í lengri vegalengdum fyrir komandi keppnissumar (virkar fyrir fjalla- jafnt sem götuhlaup) Með þessu fyrirkomulagi eru við öll að vinna í samskonar æfingum (mismunandi álag og vegalengdir sem hægt er að velja um). Þetta tel ég vera mun meiri fjölbreytni + skemmtilegra fyrirkomulag þar sem allir í hópnum taka í grunni sömu æfingar og upplifa sömu tilfinningar í hlaupunum + myndar samfélag í UltraForm fjarhlaupaþjálfun. Svo getum við öll jafnvel hist um helgar í löngu æfingunum (á vel völdum stöðum) ef fólk vill/kemst og covid ástand leyfir. að halda áfram með heimaþjálfun samhliða hópaþjálfun í UltraForm, hlaupahóp og hlaupafjarþjálfun UltraForm Fjarhlaupaþjálfun UltraForm: Hugmyndin er að setja alla í hlaupaþjálfun í sama hatt og í raun í mína eigin þjálfun/prógram þar sem ég bíð uppá 2-3 mismunandi skalanir/erfiðleikastig fyrir fólk sem er á mismunandi stað. Ég mun þá setja dagskrá fyrir hverja viku alltaf um helgi með: - 2x Gæðaæfingu (interval og brekkuspretti). Sömu gæðaæfingar og UltraSkokk er að taka (hlaupahópurinn hjá UltraForm). - 1-2x Rólega æfingu (þá t.d. með neföndun).

Allir í hlaupaþjálfuninni geta svo fengið 50% afslátt í Live heimaþjálfun UltraForm sem eru frábærar styrktaræfingar samhliða hlaupum. Með þessu erum við að færa hlaupaog styrktarþjálfun UltraForm til allra landsmanna. Eina sem þú þarft eru skó í hlaupaþjálfunina og ein bjalla og stól í styrktarþjálfunina. Skráning í hlaupafjarþjálfunina er hafin. Fyrir frekari upplýsingar og skráningu er hægt að fara inn á vefsíðuna ultraform.is

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

STÓLL HEIMAEY

FLASKA MÁLVERK

KERTI SJÓNVARP VEGGLJÓS TÁSUR

KÖTTUR HÁTALARI


KARRÝ & KÓKOS GRÆNMETISSÚPA - Uppskrift vikunnar -

Grænmetissúpa uppskrift fyrir 4 Hráefni: 1 msk kókosolía 1 tsk tandoori krydd eða önnur góð kryddblanda 4 dl bakað grænmeti (sellerírót, sætar kartöflur og gulrætur í aðalhlutverki) 6-7 dl vatn 1/2 rauð paprika í litlum bitum 1 dl kókosmjólk 1 grænmetiskraftur væn lúka steinselja salt og pipar

Aðferð: Hitið kókosolíu í potti. Setjið kryddið í pottinn og leyfið því að malla aðeins í olíunni. Setjið bakaða grænmetið saman við og veltið upp úr kryddblöndunni. Bætið við vatni, kókosmjólk og grænmetiskrafti. Bætið paprikunni og steinseljunni saman við. Leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur en svo er gott að leyfi henni að standa aðeins, hún verður enn betri þannig.

Það er langbest að eiga til afgang af bökuðu grænmeti því þá tekur matseldin mjög stuttan tíma. Það má líka brytja grænmeti niður og sjóða með súpunni en það kemur bara sérstaklega gott bragð ef notað er bakað grænmeti. Ef þið eigið ekki til afgang af bökuðu grænmeti, skerið þá niður 1/2 sellerírót, 1/2 sæta kartöflu og 2 gulrætur og bakið í ofni í 25 mín v/ 200°c.


BJÓRSKÓLI Á NETINU SLÆR Í GEGN Laufey líka á góðri leið, segir Sveinn Waage

Tígull heyrði í Eyjapeyjanum Sveini Waage og vildi forvitnast um bjórskólann hans á netinu sem var mjög vinsæll í haust og verður nú framhaldið a.m.k. fram á vor. “Já, þetta hefur gengið lyginni líkast. Er búinn að vera viðrinn bjór nánast frá því að afi minn Svenni Tomm byrjaði sinn fyrsta dag í ríkinu á Strandveginum 1.mars 1989. En svo seinna þegar maður færði sig upp á Norðurey þá byrjaði þetta Bjórskóla- og námskeiðastand fyrir c.a. 15 árum síðan. Fyrst snérist þetta um að fá fólk sem gat stjórnað hópum sem gátu orðið mjög hressir. Maður þurfi að vera barþjónn, sögumaður og helst útkastari líka allt í einu. Ölgerðin bauð mér og seinna fleirum að taka þátt. Og hérna er maður enn, þó eiginlegur Bjórskóli Ölgerðarinnar sé nú í pásu eftir 11 ára keyrslu og freyðandi fjör” En þetta netdæmi? Hvernig kom það til? “Fyrst var ég spurður út í þetta

af fyrirtækjum sem ég hef verið reglulega hjá í jóla-bjórasmakki í nóvember og desember. Ég var hikandi fyrst en svo tjaslaði ég saman ramma í kringum þatta sem virtist virka vel. Sögustund og fíflarí í byrjun, smökkun á bjór sem ég valdi með hverjum hóp og svo góð ráð, spurningar og spjall. Og viðbrögðin maður minn lifandi. Ég var tárvotur í heilan mánuð.” Hefur þú verið með Bjórskóla hér í Eyjum? “Já, kom tvisvar með námskeið hingað fyrir nokkrum árum og bæði skiptin fullt og súrrandihúrrandi fjör á meðan og á eftir þegar kennarinn reyndi að ná nemendum sínum í lærdómnum,” segir Sveinn og hlær. “En ég hef ekki verið með hóp frá Eyjum í netskólanum ennþá en það hafa leynst nokkrir Eyjamenn í hópunum í haust og komið undanfarin 3-4 ár á Sæta Svínið í 11 rétta Bjór og matarpörun. Það er

alltaf skemmtilegt að fá Eyjamenn, við erum jú sjaldan að fela það að við séum frá Eyjum ekki satt?” En hvað er að frétta af Laufey á Bakka? “Já, þú meinar dagvinnan? (Sveinn hlær) Allt gott að frétta þar. Síðasta ár búið að vera soldið erfitt, út af smá covid, en þessu miðar alltaf áfram. Tesla hefur undirritað samning við okkur og verða á Bakka og fleiri stöðum. Við eigum Bakkalandið og erum búnir að tryggja okkur 10 frábærar lóðir um allt land. Minn fókus er að klára Bakka, út af sottlu sko, og ég vona að fundur með jarðverktökum í næstu viku svari hvenær gröfurnar byrja. Ég hlakka mikið til” Áhugasamir um bjórskóla og netinu og slíkt fjör geta farið inná https:// www.facebook.com/Skemmtikraftur


A N F E F L GÓ

A L A ÚTS % 0 7 20

*AFSLÁTTUR

listaverði *Gildir frá

Strandvegur 30 / 481 1475 / www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is


A J K Æ T S I T HREINLÆ

A L A ÚTS % 5 2 15

*AFSLÁTTUR

Opið alla virka daga 08:00 - 18:00 og laugardaga 10:00 - 14:00


ÁKVÆÐI Í SAMNINGUM VIÐ SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LENGIR BIÐ BARNA AÐ KOMAST AÐ Í TALÞJÁLFUN

Tinna Tómasdóttir talmeinafræðingur.

Þessa stundina standa viðræður milli Félags talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um rammasamninga um þjónustu talmeinafræðinga. Í nóvember 2017 setti SÍ inn ákvæði varðandi skilyrði fyrir tveggja ára starfsreynslu fullgilds talmeinafræðings til að komast á samning hjá SÍ. Uppgefin ástæða af hálfu SÍ fyrir þessari tveggja ára reglu er að auka gæðakröfur til þjónustunnar. Með þessu myndast langir biðlistar og getur þetta því haft slæm áhrif á þau börn sem þurfa að bíða í 17-36 mánuði eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Tígull heyrði í Tinnu Tómasdóttur eina talmeinafræðingnum í Eyjum og Lovísu Jóhannsdóttur Eyjamær sem útskrifast sem talmeinafræðingur í sumar.

Verða að starfa við fagið í tvö ár til að komast á samning hjá SÍ Framkvæmd þessa ákvæðis hefur hins vegar verið á þann veg að nýútskrifuðum talmeinafræðingi, sem hefur starfsleyfi frá Landlækni er meinað að vinna sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur, en það sem verra er að honum er einnig meinað að vinna hjá öðrum reyndum sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi á stofu.

halda aftur heim til að vinna í sínu fagi, erfiðara fyrir að gera slíkt. Því er það ljóst að framkvæmd SÍ á þessari tveggja ára starfsreynslu vinnur beinlínis gegn þeim markmiðum sem það á að tryggja, þ.e. auka gæði og fagmennsku til þjónustuþega. Gæði og fagmennska verða auðvitað best tryggð á þann hátt að talmeinafræðingar með reynslu miðli sinni þekkingu og reynslu til nýliða í faginu.

Síðastliðinn þrjú ár hafa einungis átta nýútskrifaðir talmeinafræðingar farið að vinna eftir samningi við SÍ Sérstaklega hefur nýliðun talmeinafræðinga á landsbyggðinni verið takmörkuð undanfarin ár og með þessari framkvæmd er verið að gera nýútskrifuðum talmeinafræðingum, sem t.d. hafa rætur eða tengingu út á land og vilja

Með þessu ákvæði er verið að skerða þjónustu við mjög viðkvæman hóp Um leið og þetta ákvæði var sett inn í rammasamningana árið 2017 kom það skýrt fram af hálfu Félags talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) að þessu ákvæði hafi verið mótmælt af félaginu vegna fáliðunar stéttarinnar en ekki var hlustað á þessi sjónarmið talmeinafræðinga.


Það er sorgleg staðreynd að með þessu ákvæði er verið að skerða þjónustu við mjög svo viðkvæman hóp en skjólstæðingar sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga eru að mestu leyti börn og unglingar með málþroskaraskanir, framburðarfrávik, þroskaskerðingu, stam ofl. en einnig hafa þeir þjónustað einstaklinga með sjúkdóma eins og Parkinsons, eftir heilablóðfall eða heilaskaða, kyngingatregðu, raddvandamál og svo mætti áfram telja. Biðtími hjá talmeinafræðing getur verið allt að 3 ár í dag Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Íslandi eru 40-50 talsins á landsvísu. Biðtími eftir talþjálfun barna á stofu er að meðaltali 17 mánuðir en getur farið lengst í 36 mánuði, skv. rannsókn sem nýútskrifaður talmeinafræðingur skrifaði sl. vor.

Tinna Tómasdóttir eini talmeinafræðingurinn í Eyjum Frá því í byrjun ársins 2013 hefur Tinna Tómasdóttir starfað sem eini talmeinafræðingurinn í Vestmannaeyjum og opnaði hún stofuna sína, Talmál slf. í byrjun ársins 2014 sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur á rammasamningi við SÍ. Fram að þeim tíma voru 2-3 talmeinafræðingar, sem komu til Eyja 1-2x á ári og sinntu greiningu og ráðgjöf en engri þjálfun.

Ein nær hún ekki að sinna 4300 manna samfélagi Að sögn Tinnu er biðlisti eftir talþjálfun í Vestmannaeyjum nú að minnsta kosti 12-14 mánuðir og 3-4 mánaða bið í greiningu og/eða ráðgjöf. Það hefur tekið langan tíma að vinna upp áralangt þjálfunarleysi margra skjólstæðinga, sem fengu litla sem enga þjónustu áður. Einn starfandi talmeinafræðingur í rúmlega 4300 manna sveitafélagi nær ekki að anna eftirspurn því þörfin er mikil og biðin er löng, bæði hjá börnum og fullorðnum einstaklingum.

hefur á okkur sem erum hér í Vestmanneyjum eru ekki góð og sér ekki fyrir að hægt sé að auka þjónustuna með því að stytta biðlista og hafa betra og meira flæði í þjónustunni. Þetta bitnar því allra mest á þeim viðkvæma hópi sem talmeinafræðingar vinna með því svona langur biðtími er krítískur á fyrstu æviskeiðum barnsins. Til lengri tíma litið er það klárlega hagur allra að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. Tveggja ára ákvæði SÍ er því algerlega á skjön við þá þörf sem er á þjónustu á landinu öllu. Þessi langa bið eftir þjónustu talmeinafræðings er einfaldlega ekki boðleg og þessu þarf að breyta. Staðan í dag: greinist 3 ára fær aðstoð 4-6 ára Það má gera ráð fyrir að 1 af hverjum 14 börnum eigi við málþroskaröskun (DLD) að stríða. Barn sem greinist við 3ja ára aldur með málþroskaröskun þarf því að bíða þar til það verður 4-6 ára eftir þjónustunni og gefur það auga leið að sú bið er afar slæm og getur haft mjög slæm áhrif fyrir þroska og getu barnsins síðar meir.

Lovísa Jóhannsdóttir útskrifast í sumar sem talmeinafræðingur en fær ekki leyfi til að starfa á stofu vegna ákvæðis SÍ næstu tvö árin Í júlí 2020 flutti talmeinafræðikandídat, Lovísa Jóhannsdóttir aftur heim en hún er fædd og uppalin hér. Lovísa er að ljúka meistaraprófsritgerð, en vegna þessa tveggja ára starfsreynsluákvæðis SÍ fær hún ekki leyfi til að grynnka á álagi núverandi talmeinafræðings og styttingu á biðlistum með því að ráða sig til starfa á stofunni. Hún hefur því ekki möguleika á að starfa sjálfstætt við hlið og undir leiðsögn starfandi talmeinafræðings með reynslu. Þetta ákvæði SÍ hefur slæm áhrif hér í Vestmannaeyjum Þau áhrif sem þetta ákvæði


FLUG TIL OG FRÁ EYJUM Hannes Kristinn Sigurðsson er 36 ára eyjapeyi. Hann er giftur Fanney Finnbogadóttur og saman eiga þau Elías Agnar Hannesson 6 ára. Hannes hóf störf sín á flugvellinum 1. Maí árið 2002. Þá hjá Flugfélagi Íslands sem sá um afgreiðslu hjá Íslandsflugi, Landsflugi og svo síðar City Star Airlines þar til Flugfélag Íslands hófu sig til flugs 2006 til ársins 2010. En á því ári hætti Flugfélag Íslands flugi til Vestmannaeyja og við tók Flugfélagið Ernir sem ég starfaði hjá til loka árs 2020 og má því segja að ég er komin aftur til baka. Hvernig var að upplifa það að ekkert flug var í boði til Eyja? Það var því miður erfitt ár fyrir ferðaþjónustu og því mjög sérstakt að horfa uppá þetta eftir að vera búin að starfa í þessu í meira og minna 18 ár, það fyrsta sem kemur auðvita upp hjá manni er núna finn ég mér eitthvað annað að gera en alltaf endar maður hérna aftur, enda er þetta gert meira af ástríðu en atvinnu. Nú er flug komið aftur á, hvaða daga er flogið? Eins og staðan er núna erum við með lágmarks áætlun eða 2 ferðir í viku á mánudögum og föstudögum, en við erum líka að skoða að geta boðið alla vega einn dag uppá flug fram og til baka, en það er erfitt að standa í áætlunarflugi á tímum Covid-19 þar sem fólk er beðið um að vera heima hjá sér og ferðast í lágmarki. Það verður boðið upp á meira flug í framtíðinni (fleiri daga). Frá og með 28. apríl munum við bjóða uppá ferðir fram og til baka 4 daga vikunnar, mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum eða samtals 8 ferðir á viku. Hvernig hefur fólk tekið við sér með að flug sé komið á aftur ?

Við höfum fengið góðar móttökur en eins og gefur að skilja erum við að byrja á tímum sem manni óraði ekki fyrir að upplifa og því fólk almennt ekki mikið að ferðast. Er fólk að nýta sér flugið eins og þið hélduð? Það er því miður ekki hægt að draga upp stóra mynd af þessum fáu flugum sem við höfum farið til þessa. Með betri tíð koma betri tímar og höldum við fast í þá trú að heimamenn, gestir og fyrirtæki muni koma til með að nýta þessu þjónustu sem flugið er. Nú hefur maður heyrt að það eigi jafnvel að fljúga til Eyja frá öðrum löndum er það rétt? Það væri auðvita frábært að geta boðið uppá slíkar ferðir en hefur ekki komið til tals Nú ertu að leita að starfkraft til ykkar, í hverju felst það starf ? Almenn afgreiðslustörf, innritun farþega, símsvörun, hleðsla og afhleðsla og önnur tilfallandi störf svo eitthvað sé nefnt, þetta eru auðvitað

mikil fjölbreytni og skemmtilegt starf, þarna byrjaði maður og er enn að. Hvað taka vélarnar marga farþega? Við erum að nota tvær gerðir af flugvélum. Bombardier Q200 sem tekur 37 farþega og Bombardier Q400 sem tekur 72-76 farþega. Hvað kostar að fljúga? Erum með fargjöld frá 6500 kr. og svo hafa allir sem hafa lögheimili í Vestmannaeyjum rétt á loftbrú sem gefur 40% aflsátt af flugi allt að 6 flugleggi á ári. Það er því hægt að komast fram og til baka á frá 70008000. kr. Maður einfaldlega fer inná www. loftbru.is og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, þar fær maður kóða sem hægt er að nota á vefsíðu okkar og gefur 40% afslátt að þeim fargjöldum sem í boði eru. Ég tel það mjög mikilvægt að fólk horfi á flugið sem raunhæfan kost og nýti sinn rétt á loftbrú svo flugið geti vaxið og dafnað hér um ókominn tíma.


OPIÐ ALLA DAGA 17:00 - 20:30 FISKUR & FRANSKAR 1.990 KR.

KJÚKLINGABITATILBOÐ Föstudag - sunnudags

8 bitar, stór skammtur af frönskum, salat, sósa og 2L gos.

4.990 KR. PÖNTUNARSÍMI:

481 1930

Pósturinn óskar eftir að ráða einstakling í tímabundið starf sem fulltrúi á pósthúsinu í Vestmannaeyjum. Fulltrúi sér um uppgjör, flokkun, vörumóttöku, birgðahald, afgreiðslu pantana, almenna afgreiðslu og önnur tilfallandi verkefni. Um er að ræða fullt starf og vinnutími er á bilinu 09:00 til 17:00, alla virka daga. Óskað er eftir því að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Hæfniskröfur: - Góð almenn tölvukunnáttu og ritfærni - Góð íslensku- og enskukunnátta - Sjálfstæð og öguð vinnubrögð - Færni til að leysa úr vandamálum Umsóknarfrestur er til og með 31.janúar 2021. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Pósturinn er með Jafnlaunavottun og leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingimar Sveinn Andrésson stöðvarstjóri í netfanginu ingimara@postur.is.


pítsa madness allar pítsur af matseðli á 1.790 kr *

* gildir þegar sótt er

#PITSUGERDIN /PÍTSUGERÐIN

pantaðu í síma 551 0055 Gildir 27.01.21 - 31.01.21

PÍTSUGERÐIN / BÁRUSTÍG 1 / PITSUGERDIN@GMAIL.COM

Profile for Leturstofan

Tígull 02.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 02.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...