ORMSTUNGA LEIKSKRA

Page 1


6. sýning: Umræður eftir sýningu.

7. sýning: Textun á ensku og íslensku.

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Hönnun og uppsetning: Jorri.

Ljósmyndir: Jorri

Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarlengd er um tvær klukkustundir og korter. Eitt hlé.

Sérstakar þakkir: Hampiðjan, Altis, Gunnar Gunnarsson hjá Atendi, Ingimar Jóhannsson og Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir hjá EFLU, Jón í Brettasmiðjunni.

Þjóðleikhúsið 77. leikár, 2025-2026.

Frumsýning á Stóra sviðinu 24. janúar 2026. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

EFTIR

Hafstein

Níelsson og Ólíver Þorsteinsson

HANDRIT

Hafsteinn Níelsson

Ólíver Þorsteinsson

TÓNLIST

Hafsteinn Níelsson

MEÐHÖFUNDUR TÓNLISTAR

Jóhannes Damian R. Patreksson

Aðstoð við sýningarstjórn

María Dís Cilia

Kórútsetningar og kórstjórn

Axel Ingi Árnason

Raddþjálfun

Kristjana Stefánsdóttir

Aðstoðarmaður danshöfundar

Lea Alexandra Gunnarsdóttir

Danskapteinn

Oddur Júlíusson

Dramatúrg sýningar

Matthías Tryggvi Haraldsson

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn

Elísa Sif Hermannsdóttir

Elín Smáradóttir

Búningavörður

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Ása María Guðbrandsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Birna Magnea Sigurðardóttir

Guðbjörg Guðjónsdóttir

Elín Hanna Ríkharðsdóttir

Emilíanna Valdimarsdóttir

Unnur Día Karlsdóttir

Búningadeild

Berglind Einarsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Sólveig Spilliaert

Ljósadeild

Ásta Jónína Arnardóttir

Haraldur Levi Jónsson

Jóhann Bjarni Pálmason

Dramatúrgísk ráðgjöf

Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Teymisstjóri leikmyndadeildar Jasmina Luiza Wojtyla

Yfirsmiður

Arturs Zorģis

Teymisstjóri leikmunadeildar

Bjarni Þór Sigurbjörnsson

Yfirumsjón með leikmunum og leikmyndar- og áferðarmálun

Valur Hreggviðsson

Starfsfólk á sýningum

Sviðstæknistjórn

Alex John George Hatfield

Siobhán Antoinette Henry

Sviðsmenn

Alex John George Hatfield

Siobhán Antoinette Henry

Katie Page

Tómas Sturluson

Kristmundur Elías Baldvinsson

Ljósastjórn

Davíð Þrastarson

Anna Kristín Ýmir Ólafsson

Ljósamaður á gólfi

Gísella Hannesdóttir

Fannar Smári Sindrason

Yfirumsjón með sviði og forritun sviðstækni

Siobhán Antoinette Henry

Yfirmaður sviðstækni og tæknistjóri sýningar

Alex John George Hatfield

Yfirumsjón búninga

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Yfirumsjón leikgerva

Hildur Ingadóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Aðstoðarmaður ljósahönnuðar

Anna Kristín

Eltiljós

Þórey Hjaltadóttir

Birta Dís Gunnarsdóttir

Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir

Þórhallur Arnórsson

Hljóðstjórn

Þóroddur Ingvarsson

Brett Smith

Pétur Gunnar Guðmundsson

Hljóðnemaverðir

Bragi Fannar F. Berglindarson

Jóhannes Sigurðsson

Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving

Annað

starfsfólk við sýninguna

Hljóðdeild

Kristján Sigmundur Einarsson

Aron Þór Arnarsson

Leikmyndadeild

Ingvar Guðni Brynjólfsson

Leikmunadeild

Ásta S. Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Sviðsdeild

Ásdís Þórhallsdóttir

Eglé Sipaviciute

Aðstoð við sviðstæknistjórn Þorsteinn Muni Jakobsson

Umsjón sviðsskiptinga

Sigurður Hólm Lárusson

Leikstjóri

Gísli Örn Garðarsson

Danshöfundur

Liam Steel

Listrænir stjórnendur

Tónlistarstjóri

Jóhannes Damian R. Patreksson

Leikmynd

Ilmur Stefánsdóttir

Búningar

María Th. Ólafsdóttir

Framleiðslu- og sýningarstjórn

Sýningarstjórn

Elísa Sif Hermannsdóttir

Gunnlaugur ormstunga Illugason

Jakob van Oosterhout

Hrafn Önundarson

Kristinn Óli S. Haraldsson

Helga hin fagra Þorsteinsdóttir

Rán Ragnarsdóttir

Hallfreður vandræðaskáld

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir

Þorkell svarti

Ilmur Kristjánsdóttir

Skúli Þorsteinsson

Selma Rán Lima

Aðalráður Englandskonungur

Guðjón Davíð Karlsson

Lýsing

Garðar Borgþórsson

Hljóðhönnun

Brett Smith

Þóroddur Ingvarsson

Framleiðslustjórn

Máni Huginsson

Leikarar

Eiríkur jarl í Noregi

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Ólafur Svíakonungur

Örn Árnason

Hermundur Illugason

Kjartan Darri Kristjánsson

Illugi svarti Hallkelsson

Pálmi Gestsson

Þorsteinn Egilsson á Borg

Hallgrímur Ólafsson

Jófríður Gunnarsdóttir á Borg

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Þórormur o.fl.

Oddur Júlíusson

Hljómsveit

Hljómborð og hljómsveitarstjórn

Baldvin Hlynsson

Gítar

Árni Freyr Jónsson

Sigtryggur silkiskegg konungur í Dyflinni o.fl.

Almar Blær Sigurjónsson

Þorgerður Egilsdóttir, hirðmaður o.fl.

Eygló Hilmarsdóttir

Hirðmaður jarls, draumspakur maður o.fl.

Þröstur Leó Gunnarsson

Féhirðir konungs, hirðmaður o.fl.

Sigurbjartur Sturla Atlason

Hirðmaður o.fl.

Nick Candy

Bassi og rafbassi

Vignir Rafn Hilmarsson

Trommur

Sólrún Mjöll Kjartansdóttir

Gunnlaugs saga ormstungu

Söngleikurinn Ormstunga er byggður á Gunnlaugs sögu ormstungu sem er ein af vinsælustu Íslendingasögunum. Hún er talin rituð á seinni hluta 13. aldar en atburðir hennar gerast nærri árinu 1000. Aðalpersónur sögunnar eru tvö íslensk skáld, þeir Gunnlaugur ormstunga Illugason og Skáld-Hrafn Önundarson, og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir, sonardóttir Egils Skalla-Grímssonar. Þeim er lýst svo í sögunni:

Gunnlaugur: „…hann var snemmendis bráðger, mikill og sterkur, ljósjarpur á hár og fór allvel, svarteygur og nokkuð nefljótur og skapfelligur í andliti, miðmjór og herðimikill, kominn á sig manna best, hávaðamaður mikill í öllu skaplyndi og framgjarn snemmendis og við allt óvæginn og harður og skáld mikið og heldur níðskár og kallaður Gunnlaugur ormstunga.“

Hrafn: „Hann var mikill maður og sterkur, manna sjálegastur og skáld gott og er hann var mjög rosknaður þá fór hann landa á milli og virðist hvervetna vel þar sem hann kom.“

Helga: „Helga var svo fögur að það er sögn fróðra manna að hún hafi fegurst kona verið á Íslandi.

Hár hennar var svo mikið að það mátti hylja hana alla og svo fagurt sem gull barið og engi kostur þótti þá þvílíkur sem Helga hin fagra í öllum Borgarfirði og víðara annars staðar.“

Höfundar söngleiksins Ormstungu

Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson hafa samið tvo söngleiki í sameiningu, söngleikinn Ormstungu og söngleikinn Þorskasögu sem sýndur var í sumarleikhúsinu Afturámóti, og eru nú með þriðja söngleikinn í smíðum.

Hafsteinn Níelsson útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ vorið 2025. Hann lauk stúdentsprófi af leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hefur stigið á svið í ýmsum uppfærslum áhugafélaga, einkum á söngleikjum. Hann lék meðal annars titilhlutverkið í Hedwig and the Angry Inch í uppsetningu leikhópsins Gnosis og í Ljósku í gegn í uppfærslu Söngskóla Sigurðar Demetz. Hafsteinn starfar einnig sem raddleikari hjá Stúdíó Sýrlandi. Árum saman hefur Hafsteinn sviðsett sjálfan sig á samfélagsmiðlum, bæði á Snapchat og TikTok, og öðlast þar mikið fylgi. Ólíver Þorsteinsson hefur starfað sem útgefandi hjá LEÓ bókaútgáfu í fimm ár og gefið út ólíkar tegundir bóka eftir fjölda rithöfunda. Sjálfur hefur hann skrifað bækur og barnaefni fyrir hlaðvarpið Ingu og Draugsa. Fyrsta bókin hans, Í hjarta mínu, og barnabókin Þegar leikskólakennararnir hurfu hafa verið þýddar á erlend tungumál og hlotið góðar viðtökur víða. Einnig voru bækur hans Langafi minn Supermann og Langafi minn Supermann – jólastund tilnefndar til Storytel-verðlaunanna í flokki barnaog ungmennabókmennta.

Lögin í sýningunni

Fyrri hluti

1. Draumar

2. Kveðast á

3. Þinn tími mun koma

4. Ekki fara í vörn

5. Lífið á Borg

6. Pakkaðu saman

7. Skák og mát

8. Gullna reglan

9. Hvað gerir mann að hetju?

10. Þinn tími er kominn

11. Stormur

12. Gunnlaugur ormstunga

13. Skál í botn

14. Erfitt að vera jarl

15. Sullur á fæti

16. Ljúfa líf

Seinni hluti

17. Þeir djörfustu dansa ekki í takt

18. Íslenskt skáld

19. Þangað til

20. Kraftaverk

21. Tvö skáld í Svíþjóð

22. Yðar hátign

23. Mín ómerkilega tilvera

24. Svona er lífið

25. Alþingi

26. Fjarlægðin

27. Ekkert að gerast á Íslandi

28. Kyrrð

29. Karlmaður grætur ei

30. Þrá

Kveðast á

Gunnlaugur og Hrafn

Flæði mitt er flæðandi

Tal mitt fokking tælandi

Braglínur mínar bræðandi,

skil bitches eftir blæðandi

Þú skalt færa þig

Ég er miskunnarlaus mælandi, með kvæði mín svo ærandi, mun skilja við þig skælandi

Léttur sem fjöður með mjöðinn í hendi ma’r

Tjekkað’essi atkvæð’og hendingar

Mynda þrumur og eldingar

Kvæði mín kveikja eld, svo fljótur að hugsa að ég þarf engan feld hérna

Ertu búinn? Ég mun rista þig í rúnir

Ég hræki betri kvæðum meðan ég kúka, ég er búinn

Ert ekkert nema bólugrafinn góni

Skinnið sem ég skrifa á er fullt eins og róni

Kveðast á

Kveðast á, já

Ég mun mikilmenni mæra, hopp’á milli tækifæra

Mun með engu móti slaka á

Komd’að kveðast á

Kveðast á, já

Áður en að örlögin mín skila sér og allir mig dá

Þar til þá,

skulum við kveðast á

Drekk þig undir borð meðan þú sötrar sull

Liggur á þínu bull’eins og dreki á gulli

Gaur, plís, ert á hálum ís

Ég fíla ísinn minn hálan

Bara kominn púki í snáðann ma’r?

Ekki vera’ð fokka í mér

Veistu hversu marga flokka ég hef til að tortíma þér?

Ég er hetjan fokk Týr

Fötin eru fokdýr

Stýri þessu skip’á meðan þú ert sokkinn

Rímið mitt mun gera þig ruglaðan

Ég mun valda usl’eins víkingatussur í Uppsala

Smábónda sonur bar’í víkingaleik?

Yo, þú ert ekki neitt gaur

Þú átt ekki breik í mig

Ég yrki það sem fólkið vill heyra

Ég spitta svo hart að þú færð dreyra í eyrað

Höfðingjarnir mun’í mér heyra, sjá og dá

Þangað til þá er bara um að gera’að–

Ættartré helstu persóna

Skalla- Grímur

Egill

Þorgerður

Ásgerður

Bera Þorsteinn

Helga Jófríður Skúli

Illugi

Ingibjörg Önundur Geirný

Gunnlaugur Hermundur Hrafn

Skál í botn

Þorkell svarti og Hallfreður vandræðaskáld

Skál í botn

Upp á topp!

Förum brátt

stefnum hátt!

Langt í land

Fáum all’á okkar band

Komnir í gott stand

Úti á sjó

Gefðu sjokk

Stígð’á stokk

Með pomp og prakt, finndu takt

Gript’í stýrið núna Ormstunga!

Ferðir Gunnlaugs ormstungu í söngleiknum

Sagan í stuttu máli

Ísland. Gilsbakki. Gunnlaugur lætur sig dreyma um að öðlast frægð og frama, skapa sér nafn sem skáld og fara til útlanda til að flytja jörlum og konungum kvæði við hirð þeirra. Gunnlaugur kynnist Hrafni Önundarsyni og þeir kveðast á. Illugi neitar Gunnlaugi syni sínum um peninga til ferðalagsins og vill ekki að hann fari.

Ísland. Borg á Mýrum Gunnlaugur nemur lögspeki hjá Þorsteini Egilssyni og kynnist þar dóttur hans, Helgu hinni fögru. Hrafn heldur á undan Gunnlaugi út í hinn stóra heim. Þegar Gunnlaugur fær loksins tækifæri til að sigla til annarra landa heitir Þorsteinn Gunnlaugi því að hann megi kvænast Helgu, ef hann verði ekki lengur í burtu en þrjá vetur. Gunnlaugur ákveður að sigla til útlanda í leit að frægð og frama, ásamt félögum sínum, þótt ást hans á Helgu togi í hann.

Noregur. Þrándheimur Gunnlaugur kemur til Eiríks jarls til að mæra hann, móðgar hann gífurlega en sleppur við að vera líflátinn með hjálp Skúla Þorsteinssonar, bróður Helgu.

England. Lundúnaborg. Gunnlaugur flytur Aðalráði Englandskonungi kvæði og fær að launum nýtt sverð og glæsilega skikkju. Hann gerist hirðmaður Aðalráðs. Gunnlaugur drepur mann í fyrsta sinn í hólmgöngu, Þórorm víking.

Írland. Dyflinni Gunnlaugur flytur Sigtryggi konungi silkiskeggi kvæði.

Skotland. Orkneyjar. Gunnlaugur flytur jarli kvæði, en þarf að hrópa kvæðið yfir ísbreiðu.

Svíþjóð. Gautland Gunnlaugur flytur jarli kvæði og jarl býður honum að vera um veturinn. Á meðan Gunnlaugur ferðast um slóðir víkinga bíður Helga hans heima á Íslandi. Móðir hennar deyr og Þorsteinn faðir hennar segir henni frá draumi sínum um álftina og ernina tvo.

Svíþjóð. Uppsalir Gunnlaugur hittir Hrafn sem dvelst við hirð Ólafs Svíakonungs. Þeir keppa í skáldskaparlist með því að flytja Svíakonungi kveðskap sinn. Gunnlaugur vanvirðir Hrafn frammi fyrir konungi. Hrafn slítur vináttu þeirra og ákveður að halda heim til Íslands. England. Lundúnaborg. Gunnlaugur biður Aðalráð konung um leyfi til að fara aftur til Íslands en hann er skyldaður til að dvelja á Englandi allan veturinn til að vernda Lundúnaborg fyrir víkingum.

Ísland. Borgarfjörður og Þingvellir Hrafn fær leyfi Þorsteins til að kvænast Helgu, á þeim forsendum að fjórir vetur séu liðnir og Gunnlaugur hafi þannig ógilt samninginn. Helga neyðist til að samþykkja ráðahaginn þótt hún sakni Gunnlaugs og þoli ekki Hrafn. Gunnlaugur kemur til Íslands, of seint. Hann gefur Helgu skikkjuna sína. Gunnlaugur skorar Hrafn á hólm. Hólmgöngur eru bannaðar á Íslandi og þeir mega ekki berjast þar.

Skotland. Orkneyjar. Gunnlaugur slátrar nokkrum víkingum til að hita sig upp, eins og hann orðar það.

Noregur. Dinganes. Gunnlaugur og Hrafn berjast. Gunnlaugur vegur Hrafn en deyr sjálfur af sárum sínum þremur dögum síðar. Helga hin fagra stendur eftir ein og syrgir. Hún er gefin nýjum manni en deyr með skikkjuna sem Gunnlaugur gaf henni í örmum sér.

Orðabók

Fornt mál

• Bera út: að skilja nýfætt barn eftir á víðavangi til þess að deyja

• Berserkur: kappi sem gengur berserksgang í bardaga, mjög sterkur maður

• Darraðardans: ólæti, bardagi

• Drápa: dróttkvæði eða helgikvæði með einu stefi eða fleirum sem eru endurtekin með reglulegu millibili

• Dreyri: blóð

• Eira einhverju illa: una einhverju illa, vera ósáttur við

• Fararefni: ferðaútbúnaður, peningar til ferðalags

• Feig/ur: sem senn á að deyja

• Flokkur: stefjalaust kvæði í dróttkvæðum stíl, styttra en drápa og þótti ekki eins virðulegt form

• Goði: goðorðsmaður, höfðingi á þjóðveldisöld sem sat í lögréttu á alþingi

• Hending: braglína í bundnu máli í ljóði

• Heybrók: huglaus og duglaus maður

• Heygja: leggja lík í haug að fornum sið, þá var maðurinn „heygður“

• Hólmganga: vopnaskipti tveggja manna eftir ákveðnum reglum, einvígi

• Jarl: fornt tignar- og valdsmannsheiti

• Knörr: víkingaskip, breitt og borðhátt, til siglinga um úthaf*

• Kveðast á: fara með vísur eða vísuparta til skiptis

• Lögspeki: þekking á lögum, lögfræði

• Niflungur: konungur, þjóðhöfðingi

• Rosti: hroki, yfirlæti

• Rýtingur: langur og mjór, tvíeggjaður hnífur, í lögun eins og stutt sverð

• Skáld: íslensk skáld til forna ortu kvæði, fóru gjarnan utan og fluttu konungum og jörlum kvæði sín og fengu góða gripi að launum

• Skánn: hérað á suðurodda Svíþjóðar

• Steyta görn: rífa kjaft

• Sullur: sullaveiki, vökvafyllt blaðra utan um lirfu sullaveikisbandorms í innyfli hýsils

*Egill Skalla-Grímsson, afi Helgu, kvað t.d.:

Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar fara á brott með víkingum, standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan.

Nýyrði og slettur

• Að fá clout: öðlast góðan orðstír

• Að gefa einhverjum shoutout: minna á jákvæðan hátt á einhvern og/eða afrek hans

• Að hæpa (e. hype): að upphefja eitthvað/einhvern með pompi og prakt

• Að starta: að byrja, hefja

• All in: Leggja allt undir

• Bitch: Tík

• Bon voyage: frönsk kveðja, ósk um góða ferð

• Common: Koma svo

• Easy: létt

• Flow: hrynjandi í rappi, rímnaflæði

• Fokkessushitup: (e. fuck this shit up) að valda ákveðnum usla, einnig titill á lagi eftir tónlistarmanninn Flóna

• Godamn: (e. god damn) upphrópun, gjarnan viðbrögð við miklu magni einhvers eða stærð á einhverju

• Góni: skylt enska orðinu goon, aulalegur náungi

• Hey bro: halló bróðir eða sæll félagi

• Jó!: (e. yo) upphrópun, oftar en ekki hrópað til að fá athygli

• Kulnun: viðvarandi andleg og líkamleg þreyta og doði, oft vegna álags í vinnu

• Let’s go: höldum af stað

• Ma’r: stytting á maður

• Meikaða: (e. make it) að verða frægur, komast á spjöld sögunnar

• Rusty: ryðgaður

• Show: sýning

• Sponsa: (e. sponsor) að styðja við, vera bakhjarl

• Twist: hugtak í dansi, að tvista

• Woop Woop: upphrópun sem líkist sírenu á lögreglubíl

Skák og mát

Helga og Gunnlaugur

Nú skaltu stilla þig strákur minn

Veldu stund og stað og ég skal skák‘og máta þig

Þú skalt kyngj’essum ósigri

Haltu ró þinni, orð bjarga þér ekk’í þetta sinn

Þú ert kraftmikill kappi í kappi við þitt eigið skap

Helga hættum þessu spjalli, common tökum annað round

Sé þig annað kvöld

Búðu þig undir skák og mát

Ég horfi á þig hugsi og einbeittan

Í þínum kolsvörtu augum leynist dagsbirta

Og hún kallar á þig

Ekki leyfa myrkrinu að hrjá þig

Ég sé að þér er illt

Ó, leyfðu mér að sjá það sem þú vilt

Allir heim í bað að lesa Íslendingasögurnar

Höfundar söngleiksins, Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, komu í viðtal skömmu fyrir frumsýningu og ræddu um samstarfið, ferlið við sköpun sýningarinnar, sýninguna sjálfa og einkenni góðra söngleikja. Þeir telja að efnivið í fleiri söngleiki megi sannarlega finna í Íslendingasögunum.

Frumsýningardagur nálgast og höfundar stórsöngleiksins Ormstungu sækja nánast allar æfingar á verkinu, reiðubúnir að leggja lið hvar sem þess gerist þörf. Hafsteinn er í þann mund að hljóðrita hugmynd að laglínu á símann sinn þegar hann sest niður vegna viðtalsins í Kristalsal Þjóðleikhússins. Ólíver er aftur á móti að glugga í aðra fornsögu, spenntur á svip. Þetta finnst þeim sjálfum lýsa ólíkum hlutverkum sínum vel, Hafsteinn á kafi í tónsmíðum og Ólíver að skoða nýjan efnivið ofan í kjölinn.

Verkið á sér langa sögu, allt frá því að hugmyndin kviknaði fyrst og samstarf höfundanna hófst. Fyrri útgáfa verksins fór á svið í Listaháskólanum, handritið var þróað áfram innan Þjóðleikhússins, nýjum lögum var bætt við og Gísli Örn Garðarsson tók við verkinu sem leikstjóri með hóp leikara og annars listafólks sér við hlið.

Höfundarnir eru á einu máli um að það hafi verið afar ánægjulegt að fylgjast með sýningunni taka á sig mynd innan veggja Þjóðleikhússins. „Manni er oft ráðlagt að hitta ekki hetjurnar sínar,“ segir Hafsteinn og á við listafólkið sem stendur að sýningunni. „En svo reynast hetjurnar okkar bara venjulegt fólk með kaffibolla í hendi og stórt hjarta.“

„Okkur hefur verið sýnt mikið traust og samtalið um verkið er opið,“ segir Ólíver um sköpunarferlið eftir að æfingar hófust. „Leikstjóri, leikarar og listrænir aðstandendur taka því sem við höfum að segja með opnum huga.“

Ferðalag frá skólasýningu til Stóra sviðsins

Söngleikurinn varð fyrst til sem verkefni í sviðslistanámi Hafsteins í Listaháskóla Íslands, þar sem sagan var sviðsett af krafti en án mikillar umgjörðar. „Að sjá verkið lifna við á þessum skala hér í Þjóðleikhúsinu er draumi líkast,“ segir Ólíver um ferðalagið frá skólasýningu til Stóra sviðsins.

Þeir taka fram að þeim hafi báðum þótt vænt um einfaldleikann sem einkenndi sviðsetningu söngleiksins innan Listaháskólans, áður en þeir þróuðu verkið áfram fyrir Þjóðleikhúsið. „Við gerðum okkur auðvitað grein fyrir því að það yrði mikið lagt í búninga og leikmynd í sýningunni í Þjóðleikhúsinu, en sáum aldrei fyrir okkur að umgjörðin yrði í „períódu“, eða sagnfræðilega rétt,“ segir Hafsteinn. „Okkur langaði alltaf að blása nýju lífi í fornritið og segja tímalausa sögu, að nútíminn myndi anda inn í fortíðina í sýningunni,“ bætir Ólíver við. Og þeim finnst útlit sýningarinnar í Þjóðleikhúsinu sannarlega í anda verksins. Það á til dæmis við um leikmyndina en þeir eru mjög ánægðir með að hún skuli ekki vera raunsæisleg. „Leikmyndin er umfangsmikil og snjöll en líka einföld og skilur eftir rými til túlkunar hjá áhorfandanum. Umgjörðin lyftir sögunni upp og kemur ímyndunaraflinu á flug.“

Margt í sýningunni ber vitni um leikgleði og það að aðstandendur hafa gefið sér frelsi til að vísa út fyrir Ísland á miðöldum. Það má greina fjölda ólíkra tónlistarstefna í verkinu en þetta á ekki síður við um búninga og dansa. „Hermundur dansar eins og hann sé í ósviknu „boy bandi“, eða strákahljómsveit, og Aðalráður dansar diskódans,“ nefnir Hafsteinn sem dæmi.

Nota rapp sem tungumál skálda á Íslandi

Við skrif handritsins voru höfundarnir undir sterkum áhrifum frá heimsfræga stórsöngleiknum Hamilton, sem segir sögu frelsisstríðs Bandaríkjanna á nýstárlegan hátt. Það rann upp fyrir Hafsteini að söngleikur af svipaðri gerð gæti hentað Gunnlaugs sögu ormstungu en púslin röðuðust að miklu leyti saman af tilviljun.

„Ég horfði á Hamilton niðri í kjallara hjá mér og var rétt nýbúinn að þerra tárin og jafna mig þegar löngunin til að semja söngleik í svipuðum anda kom yfir mig,“ segir Hafsteinn. „Það vildi svo til að Kamilla systir hans var að lesa Gunnlaugs sögu í skólanum sínum á þessum tíma,“ bætir Ólíver við. „Þetta small saman.“

Í söngleiknum Hamilton er rapp notað sem tungumál nýrrar kynslóðar í Ameríku á þessum tíma, segir Hafsteinn. „Við fáum innblástur úr þeirri hugmynd og notum rapp sem tungumál ungra skálda á Íslandi. Í báðum leikverkunum er það að nota rapp aðferð sem segir meira en orðin í verkinu ein og sér.“

Ólíver nefnir hversu merkilegt það hafi verið að átta sig á að ýmislegt er líkt með sögu þessa byltingarleiðtoga í Ameríku, Alexanders Hamilton, og söguþræðinum í Gunnlaugs sögu ormstungu. „Báðar sögurnar enda til dæmis með einvígi, vináttuslitum og harmi þar sem kvenpersónan stendur ein eftir.“

Ástir, draumar, dramb og

svik

Höfundarnir benda á að finna megi fjölmörg innihaldsefni í góðan söngleik í upprunalegu sögunni um Gunnlaug ormstungu. Þeir nefna ástir, drauma, metnað, dramb, svik og harm en listinn er ekki tæmandi. Aftur á móti þurfti auðvitað víða að fylla í eyðurnar.

„Þegar þú lest Íslendingasögurnar blasa tilfinningar persónanna ekki endilega við,“ segir Ólíver. „Við vildum ljá þessum kalda heimi litbrigði og tilfinningahita.“ Hafsteinn lýsir því hvernig fjarlægð sögunnar frá samtímanum gefi höfundum pláss til að gera einmitt það. „Það er frelsandi að vinna með okkar sagnaarf, fortíðin veitir ákveðið frelsi.“

Skrifin snerust að miklu leyti um að draga fram tilfinningar persónanna og lifa sig inn í þær, lesa í orð persónanna, ferðir og gjörðir. Þannig röðuðust söngnúmerin á rétta staði. „Það var ekki erfitt að finna hvar lögin áttu að vera, hugmyndir að lögunum spruttu upp strax við lestur sögunnar,“ segir Hafsteinn.

Hrafn og Gunnlaugur hljóta að hafa þekkst

Frelsið til að vinna með sagnaarfinn og fjarlæga fortíð er nýtt víða til að þjóna sögunni á leiksviðinu, segja höfundarnir, ýmist til að einfalda eða auka við.

„Ákveðnar breytingar sem við gerum á sögunni um vináttu Hrafns og Gunnlaugs eru dæmi um þetta, og einnig hvernig þeir deila sama draumi um að sigra heiminn,“ segir Ólíver. „Í söngleikjum er oft talað um „ég-vil-lag“ þar sem hetjan syngur um sín æðstu markmið. Hér kynnum við þá tvo inn sem vini og látum þá deila sama draumi.“

Hafsteinn og Ólíver taka fram að þar sem Hrafn og Gunnlaugur hafi samkvæmt Gunnlaugs sögu búið nálægt hvor öðrum, hljóti þeir að hafa þekkst þegar þeir voru yngri. Þetta nýti þeir höfundarnir sér og láti kynni þessara tveggja persóna hefjast fyrr í söngleiknum en í Gunnlaugs sögu sjálfri.

„Við bætum líka ýmsu inn í ástarsöguna og fyllum í eyðurnar,“ segir Ólíver. „Helga, Gunnlaugur og Hrafn mynda einn frægasta ástarþríhyrning okkar sagnaarfs.“ Augnablikið þegar Gunnlaugur ákveður að fara frá Helgu er í söngleiknum litað harmi. „Við látum Gunnlaug taka þá ákvörðun að fara, og valið þarf að vera átakanlegt,“ segir Hafsteinn.

Leikaraval getur líka breytt sögunni á sinn hátt, segja höfundarnir. Þeir fagna kynuslanum sem birtist þegar leikkonur við Þjóðleikhúsið túlka persónur á borð við Þorkel svarta, Eirík jarl, Skúla Þorsteinsson og Hallfreð vandræðaskáld.

Við erum heppin þjóð

„Okkur datt ekki í hug í upphafi að verkið myndi ná svona langt,“ segir Hafsteinn um ferðalagið sem hefur set svip sinn á störf þeirra beggja síðustu fimm ár.

„Við vonum að unga fólkið sjái sýninguna, hrífist og vilji í framhaldinu kynna sér Gunnlaugs sögu,“ segir Ólíver um sínar helstu óskir varðandi verkið. „Við viljum heiðra söguna og varðveita þennan menningararf.“

Á sama tíma hlakkar Hafsteinn til að vita hvernig eldra fólk sem þekkir söguna betur upplifir hana í þessum búningi. „Kannski fara allar kynslóðir heim í bað að lesa Íslendingasögur,“ segir hann.

„Við eigum svo magnaðan sagnaarf sem er frjór efniviður fyrir sköpun af fjölmörgu tagi, hvort sem það er fyrir leikhús eða önnur listform,“ segir Hafsteinn að lokum. „Við erum heppin þjóð.“

Matthías Tryggvi Haraldsson tók viðtalið.

Ljúfa líf

Aðalráður

Svona er lífið

Svon’er ljúfa lífið

Mundu að njóta ekki þjót’í þessu ljúfa lífi

Svona er lífið

Ljóta ljúfa lífið

Að gef’engum grið er mikil byrði

En já, svon’er hirðin

Þú ert ekki í fríi

Þú ert alls ekk’í fríi

Ef þú vilt vera hérna verður þú að sanna þig

Ljúfa líf

Hann er kominn í gírinn

Gulli er kominn í gírinn

Fyrst þarf að brjóta til að njóta

Í þessu ljúfa lífi

Þú þarft að venjast því að þurf’að berjast fyrir því

Þessu ljúfa lífi

Til að halda lífi

Haltu þér á lífi

Fjarlægðin

Helga

Ég beið þín vongóð

Ég beið þín trygg og trú

Ég treysti þér

Ég umbar kvöldin

Ég taldi hvern einasta dag

Ég minn tím’ og traust þér gaf

Og í staðinn gafst þú

Fjögur ár af angist

Fjögur ár af von

Fjögur ár til einskis

Því þú aldrei komst

Fjarvera þín er draugur sem ásækir mig

Nú ræst hefur þinn draumur, en hvað með minn?

Ef fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla

Hvað gerir hún fyrir mig?

Gunnlaugur ormstunga

Gunnlaugur

Ég mun ganga minn veg!

Hefst þrautagangan langa

Ég hef þol, ég hef þrek, því mun ég mynda mitt orðspor við hvert fótspor er ég tek

Enginn tími til að bíða Í tæka tíð mun’orð mín taka loks sitt flug og ferðast víða, rétt eins og ég!

Og ef ég borga þarf með blóði, mun ég bjóða það í flóði, og með flow’i

Mín ljóð munu lifa lengur en ég

Örlög mín hér, óumflýjanleg

Því að ég eeeeeeeeer

Gunnlaugur ormstunga!

Lífið á Borg Borgarbúar

Svon’er lífið á Borg, á Borg, á Borg

Lífið á Borg, á Borg, á Borg

Hér gilda stífar siðareglur

Hér sprett’upp mikilvægir menn

Hér öðlast þú þolinmæði, vinnuþol

Og háttvísi, allt í senn

Jakob van Oosterhout útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2024. Hann leikur Tomma í Línu Langsokk hér í Þjóðleikhúsinu í vetur. Á síðasta leikári lék hann í Stormi, og tók við hlutverkum í Frosti og Láru og Ljónsa. Hann lék m.a. í sjónvarpsþáttaröðinni Felix og Klöru.

Kristinn Óli S. Haraldsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2025. Hann leikur í Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu í vetur og samdi hér tónlist ásamt Jóa P. fyrir Orra óstöðvandi. Hann lék í ýmsum leiksýningum og kvikmyndum fyrir útskrift og er einn af eigendum sumarleikhússins Afturámóti. Hann hefur jafnframt getið sér orð sem tónlistarmaður undir nafninu Króli.

Rán Ragnarsdóttir stundar leikaranám við LHÍ. Hún er með framhaldspróf í rytmískum jazzsöng frá FÍH og lærði söng við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Rán lék í ýmsum söngleikjum áður en hún hóf leiklistarnám, m.a. í Eitraðri lítilli pillu í Borgarleikhúsinu en hún hlaut Grímutilnefningu fyrir hlutverk sitt í því verki. Hún lék í kvikmyndinni Hjartasteini.

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2024 og lauk áður diplómanámi í söng við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Hún fer með titilhlutverkið í Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér í söngleiknum

Stormi og tók við hlutverkum í Yermu og Frosti. Hún lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar.

Ilmur Kristjánsdóttir útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2003. Hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsþátta og kvikmynda og samið leikið efni fyrir sjónvarp og leikhús. Hún leikur í Eltum veðrið, Nýju eldhúsi eftir máli og Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikstýrði Elskan, er ég heima? hjá LA.

Selma Rán Lima útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2024. Hún lék í Heim og Orra óstöðvandi í Þjóðleikhúsinu á liðnum vetri, og tók við hlutverkum í Frosti. Hún leikur hér í Línu Langsokk í vetur.

Guðjón Davíð Karlsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2005. Hann hefur leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt í leikhúsi og sjónvarpi. Hann lék í Eltum veðrið og leikstýrði Jólagjöf Skruggu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lék nýlega í sjónvarpsþáttaröðinni Reykjavík

Fusion. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir barnaefni ársins.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1987. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum og komið fram sem tónlistarmaður. Meðal nýlegra verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Yerma, Jólaboðið og Frost. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Heimsljós og Pétur Gaut og hefur verið tilnefnd tíu sinnum. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og Íslensku sjónvarpsverðlaunin fyrir Svörtu sanda II.

Örn Árnason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1982. Hann hefur starfað sem leikari, framleiðandi, leikstjóri og höfundur við fjölda verkefna. Hann hefur talsett fjölda teiknimynda og unnið við sjónvarpsþáttagerð, m.a. við þættina um Afa og Spaugstofuna. Í vetur leikur hann í Þjóðleikhúsinu í Harrý og Heimi – Morð skulu standa, Jólagjöf Skruggu og Blómunum á þakinu.

Kjartan Darri Kristjánsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2015. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga og unnið í ýmsum sýningum sem myndbands-, hljóðog ljósahönnuður. Hann leikur í Línu Langsokk og Sundi í Þjóðleikhúsinu í vetur og meðal nýlegra sýninga eru Frost, Stormur og Eltum veðrið, sem hann leikstýrði í samstarfi við leikhópinn. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Kafbát og hefur verið tilnefndur þrisvar sinnum, bæði fyrir leik og lýsingu.

Pálmi Gestsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og hefur leikið í fjölda leiksýninga, kvikmynda og sjónvarpsþátta, m.a. í Spaugstofunni. Hann leikur í Sundi í Þjóðleikhúsinu í vetur en meðal nýlegra verkefna hans er Verkið. Hann lék nýlega í sjónvarpsþáttaröðunum Svörtu söndum II og Heima er best. Pálmi hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna. Hann hlaut Íslensku sjónvarpsverðlaunin fyrir Svörtu sanda II.

Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölda leiksýninga, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann leikur í Eltum veðrið og Jólagjöf Skruggu í Þjóðleikhúsinu í vetur en meðal nýlegra verkefna hans eru Jólaboðið og Stormur. Hann lék m.a. í kvikmyndinni Gullregni. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og hefur fjórum sinnum verið tilnefndur.

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Sigga Eyrún) útskrifaðist frá söngleikjadeild

Guildford School of Acting í Bretlandi. Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík, FÍH og CVI og er með listkennsluréttindi frá LHÍ. Hún leikur í Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið í fjölda söngleikja, talsett teiknimyndir, komið víða fram sem söngkona og gefið út tvær sólóplötur.

Oddur Júlíusson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2013. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann leikur í Línu Langsokk og Nýju eldhúsi eftir máli í Þjóðleikhúsinu í vetur en meðal nýlegra verkefna hans eru Frost, Jólaboðið og Mútta Courage. Hann lék m.a. nýlega í sjónvarpsþáttaröðunum Ráðherranum og Heima er best. Hann hefur tvívegis verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna.

Almar Blær Sigurjónsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2021. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann leikur í Línu Langsokk og söngleiknum Kabarett í Þjóðleikhúsinu í vetur, en meðal nýlegra verkefna hans eru Heim, Orri óstöðvandi og Frost. Hann lék m.a. nýlega í kvikmyndinni Eldunum og sjónvarpsþáttunum Vigdísi. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ást og upplýsingar.

Eygló Hilmarsdóttir útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2018 og hefur starfað við fjölmörg verkefni sem leikkona og höfundur, í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún leikur í Línu Langsokk og Sundi í Þjóðleikhúsinu í vetur og meðal nýlegra verkefna hennar eru Eltum veðrið og Frost. Hún er handritshöfundur og leikkona í sketsasýningum Kanarí og sketsaþáttum hópsins á RÚV.

Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2016. Hann lék titilhlutverkið í Hamlet í Borgarleikhúsinu í vetur. Meðal verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Rómeó og Júlía og Ást Fedru. Hann lék m.a. í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð 2. Hann hefur einnig getið sér orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Sturla Atlas. Hann hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna, fyrir leik og tónlist.

Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum. Hann leikur í Íbúð 10B og Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lék nýlega í sjónvarpsþáttaröðinni Reykjavík Fusion. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda Grímuverðlauna og hlaut þau fyrir Ást Fedru, Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.

Nick Candy útskrifaðist frá leiklistarskólanum WAAPA í Ástralíu 2004. Hann hefur starfað sem leikari og sirkuslistamaður í Ástralíu, Japan og á Íslandi. Nick leikur í Línu

Langsokk í Þjóðleikhúsinu í vetur og er aðstoðarmaður leikstjóra í Hreiðrinu. Hann er einn af stofnendum Hringleiks Sirkuslistafélags sem hefur m.a. unnið til Grímuverðlauna fyrir sviðshreyfingar. Hann er einn af spítalatrúðunum á Barnaspítala Hringsins.

Baldvin Hlynsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, unnið bæði á sviði og í hljóðveri með fjölda listamanna. Hann er menntaður í djasspíanóleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og MÍT, og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem bjartasta vonin í flokki djass og blús árið 2017. Hann hefur komið að fjölda hljómplatna sem upptökustjóri, lagahöfundur og hljóðfæraleikari bæði hérlendis og erlendis. Baldvin spilaði í söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu.

Árni Freyr Jónsson

útskrifaðist með burtfararpróf í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla FÍH árið 2016 og með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur leikið með fjölmörgum listamönnum og hljómsveitum bæði sem sessjónleikari og sem fullgildur meðlimur. Samhliða starfi sínu sem hljóðfæraleikari starfar Árni sem einkakennari í gítarleik við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Sólrún Mjöll Kjartansdóttir útskrifaðist úr MÍT með framhaldspróf í rytmískum trommuleik árið 2021. Hún starfar sem sessjónleikari bæði á hljómleikum og í upptökuverum og hefur komið að ýmsum verkefnum með ólíku listafólki. Hún spilaði í Frosti og Stormi í Þjóðleikhúsinu og tók upp trommuleik og slagverksleik fyrir Eltum veðrið og Taktu flugið, beibí!

Vignir Rafn Hilmarsson útskrifaðist með burtfararpróf í jazzbassaleik og kennarapróf frá Tónlistarskóla FÍH árið 2010. Hann hefur spilað með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina, m.a. Agent Fresco. Vignir starfar sem grunnskólakennari í tónmennt ásamt því að kenna einkatíma á ýmis hljóðfæri. Þá kennir hann einnig bassaleik við Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hann hefur helgað störf sín eflingu tónlistarnáms barna og unglinga síðastliðin 15 ár. Vignir hefur áður komið fram í söngleikjum, m.a. í Stormi í Þjóðleikhúsinu.

Gísli Örn Garðarsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2001. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi og víða um heim. Hann leikur í Íbúð 10B í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann leikstýrði hér síðast Yermu, Frosti og Jólaboðinu. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur þrívegis hlotið Edduverðlaunin og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum, leikurum, handritshöfundum og framleiðendum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, og leikstýrði tveimur þáttum af sjónvarpsþáttunum Exit.

Jóhannes Damian R. Patreksson útskrifaðist af tónsmíðabraut nýmiðla við LHÍ 2023. Bakgrunnur hans í tónlist er hip-hop en hann hefur undanfarið einbeitt sér í auknum mæli að leikhús- og sjónvarpstónlist. Hann var tónlistarstjóri og annar tónlistarhöfunda í Orra óstöðvandi í Þjóðleikhússinu og tónlistarstjóri og einn af tónlistarhöfundum

Jóla-Lólu hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann samdi tónlist fyrir þættina Krautz in Seltjarnarnes á RÚV. Jóhannes er einnig þekktur undir listamannsnafninu JóiPé, og er annar helmingur tvíeykisins JóiPé x Króli. JóiPé og Króli hafa gefið út fimm plötur, hlotið Hlustendaverðlaunin sjö sinnum og Íslensku tónlistarverðlaunin fjórum sinnum.

Liam Steel er margverðlaunaður breskur danshöfundur og leikstjóri sem hefur starfað í leikhúsi, óperum og kvikmyndum víða um heim. Hann hefur m.a. starfað fyrir Breska þjóðleikhúsið, Royal Shakespeare Company, Birmingham Rep, Shakespeare’s Globe, Leeds Playhouse, Royal Court Theatre, Lyric Hammersmith, Chichester Festival Theatre og unnið að tólf sýningum í Regent‘s Park Open Air Theatre. Meðal nýlegra söngleikja sem hann hefur unnið að eru Elf (West End og Broadway) og Company (West End og Broadway) sem hlaut Olivier-verðlaunin og Tony-verðlaunin í flokknum Best Musical Revival. Hann hefur leikstýrt óperum fyrir Royal Opera House, Opera Holland Park og sex sýningum hjá English Touring Opera. Hann var danshöfundur og sá um sviðsetningu í söngleikjakvikmyndinni Les Misérables og hann hlaut International Dance Film Festival-verðlaunin í flokknum Best Dance Sequence in a Series or Feature Film fyrir Giri/Haji (BBC/Netflix).

Ilmur Stefánsdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins. Hún gerir leikmynd fyrir Íbúð 10B hér í vetur. Hún leikstýrði hér sýningunni Taktu flugið, beibí! sem hún gerði einnig leikmynd fyrir. Hún er einn stofnenda CommonNonsense. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndlist og störf í leikhúsi, m.a. Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð lll, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun.

María Th. Ólafsdóttir lauk BFA-námi frá Parsons School of Design árið 1991.

Hún hefur gert búninga fyrir fjölda verkefna á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Jólagjöf Skruggu og Stormur. Hún hefur einnig gert búninga fyrir fjölda verkefna hjá Borgarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Sumaróperunni, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Loftkastalanum og víðar.

María var búningahöfundur fyrir 85 Lazytown sjónvarpsþætti. María hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut verðlaunin fyrir Kardemommubæinn og Gosa.

Garðar Borgþórsson er deildarstjóri í ljósadeild Þjóðleikhússins. Hann hefur hannað lýsingu, séð um hljóðhönnun og samið tónlist fyrir fjölda sýninga, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu. Garðar hefur einnig unnið ýmsa tæknivinnu og séð um tæknikeyrslu fyrir tugi sýninga. Nýjasta verkefni hans er Þetta er gjöf í Þjóðleikhúsinu.

Brett Smith er tónskáld, hljóðhönnuður og þverfaglegur listamaður frá Perth í Ástralíu, nú búsettur í Reykjavík. Hann starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og meðal nýlegra verkefna hans hér eru Lína Langsokkur, Orri óstöðvandi, Yerma og Frost. Hann stundaði nám í jazztónlist við West Australian Academy of Performing Arts og lauk MFA gráðu í sviðslistum við Listaháskóla Íslands árið 2020. Brett hefur starfað við listsköpun víða um heim, og komið fram á fjölda listahátíða. Brett hefur hlotið fjölda styrkja og verðlauna fyrir verk sín og var tilnefndur til Performing Arts Western Australia Awards fyrir hljóðhönnun.

Þóroddur Ingvarsson hefur starfað sem hljóðmaður í leikhúsi í rúm fimmtán ár, þar af tvö ár sem tæknistjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og tvö ár sem hljóðmaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Þóroddur bjó og starfaði í Berlín um tíma og hlaut þar BA-gráðu í hljóðvinnslu. Hann starfar nú í hljóðdeild Þjóðleikhússins og meðal nýlegra verkefna hans hér eru Lína Langsokkur, Jólagjöf Skruggu, Stormur og Frost. Þóroddur hefur undanfarin ár séð um hljóðstjórn fyrir Daða Frey og farið í tónleikaferðir með honum um Evrópu og Bandaríkin.

Elísa Sif Hermannsdóttir lauk BA-prófi í sýningarstjórn frá Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2020. Hún starfar sem sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og hefur meðal annars verið sýningarstjóri í Línu Langsokk, Eltum veðrið, Stormi, Frosti, Ellen B., Ex, Múttu Courage, Framúrskarandi vinkonu og Kardemommubænum. Elísa hefur sinnt ýmsum verkefnum á sviði lista og menningar, bæði hérlendis og í London, m.a. hjá Sadler‘s Wells Theatre og Norwich Playhouse.

Máni Huginsson er framleiðslustjóri Þjóðleikhússins og sinnir jafnframt sýningarstjórn á Stóra sviðinu. Máni lauk námi í viðskiptafræði og verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur lokið fjölda námskeiða, m.a. í sýningarstjórn við Guildhall School of Music and Drama í London. Hann starfaði áður í Borgarleikhúsinu sem framleiðslu- og sýningarstjóri Stóra sviðsins. Einnig hefur Máni séð um framleiðslu- og sýningarstjórn fyrir ýmsa sjálfstæða leikhópa og hann er skipulagsog framleiðslustjóri sumarleikhússins Afturámóti sviðslistahúss.

Ekki er mark að draumum

Úr Gunnlaugs sögu ormstungu:

Austmaður spurði hvað hann hefði dreymt er hann lét svo illa í svefni. Þorsteinn svaraði: „Ekki er mark að draumum.“ Og er þeir riðu heim um kveldið þá spyr Austmaður hvað Þorstein hefði dreymt. Þorsteinn svarar: „Ef eg segi þér drauminn þá skaltu ráða hann sem hann er til.“ Austmaður kveðst á það hætta mundu.

Þorsteinn mælti þá: „Það dreymdi mig að eg þóttist heima vera að Borg og úti fyrir karldyrum og sá eg upp á húsin og á mæninum álft eina væna og fagra og þóttist eg eiga og þótti mér allgóð. Þá sá eg fljúga ofan frá fjöllunum örn mikinn. Hann fló hingað og settist hjá álftinni og klakaði við hana blíðlega og hún þótti mér það vel þekkjast. Þá sá eg að örninn var svarteygur og járnklær voru á honum. Vasklegur sýndist mér hann. Því næst sá eg fljúga annan fugl af suðurátt. Sá fló hingað til Borgar og settist á húsin hjá álftinni og vildi þýðast hana. Það var og örn mikill. Brátt þótti mér sá örninn er fyrir var ýfast mjög er hinn kom til og þeir börðust snarplega og lengi og það sá eg að hvorumtveggja blæddi. Og svo lauk þeirra leik að sinn veg hné hvor þeirra af húsmæninum og voru þá báðir dauðir en álftin sat eftir hnipin mjög og dapurleg. Og þá sá eg fljúga fugl úr vestri. Það var valur. Hann settist hjá álftinni og lét blítt við hana og síðan flugu þau í brott bæði samt í sömu átt og þá vaknaði eg. Og er draumur þessi ómerkilegur,“ segir hann, „og mun vera fyrir veðrum að þau mætast í lofti úr þeim áttum er mér þóttu fuglarnir fljúga.“

Austmaður segir: „Ekki er það mín ætlan,“ segir hann, „að svo sé.“ Þorsteinn mælti: „Ger af drauminum slíkt er þér sýnist líklegast og lát mig heyra.“ Austmaður mælti: „Fuglar þeir munu vera stórra manna fylgjur en húsfreyja þín er eigi heil og mun hún fæða meybarn frítt og fagurt og munt þú unna því mikið. En göfgir menn munu biðja dóttur þinnar úr þeim áttum sem þér þóttu ernirnir fljúga að og leggja á hana ofurást og berjast of hana og látast báðir af því efni. Og því næst mun hinn þriðji maður biðja hennar úr þeirri átt er valurinn fló að og þeim mun hún gift vera. Nú hefi eg þýddan draum þinn. Eg hygg eftir mun ganga.“

Úr söngleiknum Ormstungu:

Mig dreymdi draum er þú varst í móðurkviði

Hann ásótti mig og hélt mér niðri

Mig dreymdi fallega álft, fegurri en sólsetrið sjálft

Svo komu tveir ernir, þeir börðust um hana

Urðu hvor öðrum að bana

Ég man að það rignd’yfir blóði

þar sem hún stóð

Svo kom valur sem veitt’enni skjól

þar til hún dó

Mig dreymdi á hverri nóttu

Er ég reið heim af þingi rétti móðir þín mér dóttur

Þá spratt óttinn, eymdin

Það var spámaður sem réð í það sem mig dreymdi

Hann sagði mér allt, þitt líf myndi bæta gráu ofan á svart

Íslenskt skáld

Föruneyti Gunnlaugs

Íslenskt skáld

Sá sem selur sig dýrt

Hann fær það sem hann vill Hátt og skýrt bitch Íslenskt skáld

Kemur að efninu snarpur, með kjark, Leikur sér smá að matnum

Góður í hin’og þessu

Vinnur vel undir pressu

Kveður kónginn í klessu

Þett’er ekkert mál

Þett’er Gunnlaugur Ormstunga Íslenskt skáld

Íslenskt skáld

Töff frá toppi til táar

Já fólk er að þrá að fá að hitta Íslenskt skáld

Hann er í sínu essi

Núll stress í geggjuðu dressi

Íslenskt skáld

Hann kann á þennan geira og fleira

Kóngar sperrið nú eyra Íslenskt skáld

Yrkir það sem fólkið vill heyra

Svo þau vilja bara meira og meira

Erfitt að vera jarl

Eiríkur jarl

Það er bara svo erfitt að vera ég

Ég sver

Ótal ómannúðlegar gjörðir á herðum mér

Hvar byrja ég?

Tja, í fyrsta lagi er ég ekki kóngur

Ég er bara jarl

Þriggja rétta máltíð á meðan ég er bara smá snarl

Ég er kristinn, en í heiðna trú mig enn þyrstir

Má eingöngu klæðast silki, það eina sem fer mér ekki, það er silki

Og ég missti föður minn

Hann var algjör höfðingi

En þeir skáru hann á háls

Ég var aðeins þrjátíu ára’og hálfs

Og nú þarf ég að hefna hans …

Andskotans

Veistu hvað þetta tekur mikið á?

Það er ekkert smá að vera jarl

Starfsfólk Þjóðleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Tinna Lind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu og skipulags

Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri samskipta og upplifunar

Þóra Gréta Þórisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar

Finnur Bjarnason, óperustjóri

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur

Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur

Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi

Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála

Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri

Hans Kragh, þjónustustjóri

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður

Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson

Atli Rafn Sigurðarson

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir

Björn Thors

Ebba Katrín Finnsdóttir

Edda Arnljótsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir

Guðjón Davíð Karlsson

Hallgrímur Ólafsson

Hilmar Guðjónsson

Ilmur Kristjánsdóttir

Jakob van Oosterhout

Kjartan Darri Kristjánsson

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Kristinn ÓIi S. Haraldsson

Nína Dögg Filippusdóttir

Oddur Júlíusson

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Pálmi Gestsson

Selma Rán Lima

Sigurbjartur Sturla Atlason

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - í leyfi

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Vigdís Hrefna Pálsdóttir - í leyfi

Þröstur Leó Gunnarsson

Örn Árnason

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir

Elísa Sif Hermannsdóttir

María Dís Cilia

Máni Huginsson, framleiðslustjórn

Hljóð

Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri

Aron Þór Arnarsson

Þóroddur Ingvarsson

Brett Smith

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri

Áshildur María Guðbrandsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Hildur Ingadóttir

Búningar

Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Ljós

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.

Garðar Borgþórsson, deildarstjóri

Ásta Jónína Arnardóttir

Haraldur Levy Jónsson

Jóhann Bjarni Pálmason

Ýmir Ólafsson

Leikmyndaframleiðsla

Jasmina Wojtyla, teymisstjóri

Arturs Zorģis, yfirsmiður

Leikmunaframleiðsla

Bjarni Þór Sigurbjörnsson, teymisstjóri

Valur Hreggviðsson, yfirmálari

Ásta Sigríður Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri

Anna Karen Eyjólfsdóttir

Halla Eide Kristínardóttir

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri

Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða

Eglé Sipaviciute, umsjón Litla sviðsins

Alexander John George Hatfield, yfirmaður sviðstækni

Siobhán Antoinette Henry, yfirumsjón á Stóra sviðinu Jón Stefán Sigurðsson - í leyfi

Tómas Sturluson

Sigurður Hólm Lárusson

Bókhald og laun

Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari

Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús

Marian Chmelar, matreiðslumaður

Karolina Zielaskowska, aðstoð í eldhúsi

Umsjón fasteigna

Sveinbjörn Helgason, húsvörður

Ina Selevska, ræsting

Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting

Margarita Albina, ræsting

Riina Kaunio, bakdyravörður

Björn Jónsson, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður

Þóra Einarsdóttir, varaformaður

Erling Jóhannesson

Katrín Gunnarsdóttir

Kristinn Sigmundsson

Valgerður G. Halldórsdóttir

Vigdís Jakobsdóttir

Hvað gerir mann að hetju?

Helga

Trúð’á þína getu

Sorgin hún þig étur

Ef þú gætir séð það sem ég sé myndi þér líða betur

Þú aðdáun mína vekur

Ég þarf enga hetju

Byrjað’á því að bjarga sjálfum þér

Þá munt þú kunna við þig hvar sem er

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.