Gæðahandbók útg 3

Page 47

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi

3. kafli : Uppbygging gæðakerfisins VR 3.05 Ábendingar og kvartanir Tilgangur Að tryggja skjóta og örugga meðhöndlun kvartana, ábendinga eða annarra upplýsinga sem berast frá starfsmönnum, viðskiptavinum, yfirvöldum eða öðrum hagsmunaaðilum.

Umfang Verklagsregla þessi nær til allra kvartana, ábendinga eða annarra upplýsinga sem berast til fyrirtækisins sem og innan fyrirtækisins.

Ábyrgð Gæðastjórn

Framkvæmd Til þess að uppfylla framangreind markmið er lögð áhersla á eftirfarandi: Ábendingar og/eða kvartanir sem berast starfsfólki fyrirtækisins skulu skráðar á EB 03.05.01 Ábendingar og kvartanir. Þar skal koma fram m.a. nafn þess sem kvartar eða gefur ábendingu og lýsing á viðkomandi kvörtun eða ábendingu. Útfylltu eyðublaði skal komið til gæðastjórnar. Sviðstjóri kynnir sér málið og lýkur því í samráði við viðkomandi máls- og ábyrgðaraðila innan fyrirtækisins, t.d. Yfirverkstjóri eftir því sem við á, innan þriggja vikna. Reynist ábending eða kvörtun á rökum reist skal samkomulagi náð um lausn. Ef ástæða er til skal gæðastjórn sjá til þess að úrbótaferli samkvæmt VR 03.06 Úrbætur eða forvarnarverkefni skv. VR 03.09 Forvarnir fari af stað til þess að koma í veg fyrir endurtekningu viðkomandi atviks eða til að uppræta orsakir hugsanlegra frábrigða. Öll samskipti við aðila sem sett hefur fram kvörtun eða ábendingu skulu skráðar á EB 03.05.01. Sviðstjóri gengur frá útfyllingu þess og skráir m.a. dagsetningu lausnar og þann kostnað sem fyrirtækið verður fyrir, svo og allan annan kostnað eftir því sem við á. Ef ástæða þykir til skal sviðstjóri sjá til þess að aðili sem setti fram kvörtun eða ábendingu fái skriflegt svar við ábendingum sínum. Ef ábending leiðir til aðgerða innan fyrirtækisins skulu þær aðgerðir taldar upp í viðkomandi svari. Gæðastjórn flokkar ábendingar og kvartanir, skráir og birtir á reglulegum fundi gæðastjórnar.

Ritstýrt af:Jón S.Sigursteinsson

Í gildi frá: 15. jan. 2000

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 2

VR0305 Ábendingar og kvartanir

Síða 1 af 2 Endurskoðuð: 03.11.2008


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.