Gæðahandbók útg 3

Page 17

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi

2. kafli : Skipulag og ábyrgð VR 2.01 Stjórnskipulag og starfslýsingar Tilgangur Að skilgreina ábyrgð, vald og samskipti þeirra starfsmanna sem stjórna, framkvæma og hafa eftirlit með starfsemi og þjónustu fyrirtækisins.

Umfang Verklagsreglan nær til skipulags allrar starfsemi MHC

Ábyrgð Framkvæmdastjóri.

Framkvæmd Yfirstjórn fyrirtækisins er í höndum stjórnar sem kjörin er á aðalfundi þess. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir hönd stjórnar um allt er snýr að rekstri fyrirtækisins þ.m.t. gæðakerfi fyrirtækisins. Gæðastjóri er ráðgefandi og eftirlitsaðili fyrir hönd framkvæmdastjóra á sviði gæðamála. Hann er ábyrgur fyrir stjórnun gæðakerfisins þ.m.t. uppfærslu handbóka og skal hann hafa yfirumsjón með að kröfum Gæðakerfis sé fullnægt og kerfinu viðhaldið og það aðlagað að eðlilegri þróun starfseminnar. Starfsemi MHC skiptist í þrjú meginsvið, þjónustu, framkvæmdir og framleiðslu. Sjá nánar skipurit FR 02.01. Samverkan ferlanna innan gæðastjórnunarkerfisins sést í flæðiriti FR 02.02 Samverkan ferlanna. Framkvæmdastjóri getur ákveðið að láta annað skipurit gilda fyrir ákveðin einstök verkefni og gefur þá út sérstakt skipurit FR 02.01-1 merkt því verkefni sem um ræðir og gildistíma þess. Skipulag og ábyrgð samvæmt því skipuriti eru skilgreind í vinnulýsingu fyrir það verkefni VL 2.01-1 Rýni stjórnenda Þjónustusvið samanstendur af nokkrum einingum: Fjármál: Umsjón með fjármálum fyrirtækisins Vélaverkstæði: Umsjón með viðhaldi tækja og búnaðar. Stoðdeild: Umsjón með Gæðadeild (m.a. rannsóknarstofu), öryggis – heilbrigðis –og umhverfismálum, vöruþróun og verkefnisstjórn Framkvæmdasvið samanstendur af nokkrum vinnuflokkum. Vinnuflokkar sinna útlögn malbiks, jarðvinnu, malbiksviðgerðum og öðrum verkefnum sem þeim eru falin. Hver flokkur starfar undir stjórn verkstjóra sem er ábyrgur fyrir vinnu síns flokks. Verkstjórar starfa undir stjórn yfirverkstjóra. Ritstýrt af: Jón S.Sigursteinsson

Í gildi frá: 01.02.2007

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 5

VR0201 Stjórnskipulag og starfslýsingar

Síða 1 af 2 Endurskoðuð: 24.10.2008


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.