Gæðahandbók útg 3

Page 157

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi-gátlisti

GL 08.01-4 Útlögn malbiks Verkefni Heiti verks: Útlögn malbiks hjá Hlaðbæ-Colas hf. Eftirfarandi gátlisti er ætlaður til að upplýsa tækjamenn, þ.e. stjórnendur malbikunarvéla og brettamenn um helstu atriði sem máli skipta við útlögn malbiks.

Mikilvæg atriði. -

Leytið upplýsinga hjá verkstjóra áður en verk hefst um þykktir og gerð malbiks. Verkstjóri ákveður fyrirhugaðar útlagningarbreiddir og hraða.

-

Ef lagt er út með hæðarskynjurum sem skynja undirlag, streng eða skíði er mikilvægt að fylgjast vel með þeim búnaði og vera ávallt vakandi yfir því sem er að gerast.

3

Mikilvægt er að saga og líma kanta við dagskil eða við gamla malbiks kanta samkvæmt GL 08.01-

-

Mikilvægt er að halda réttri stefnu útlagningarvélar þannig að línur verði beinar og bogar jafnir.

-

Kröfur um sléttleika, þykkt og hæð endanlegs yfirborðs eru mjög miklar. Eftirfarandi atriði eru mjög mikilvægt við stjórnun útlagnarvélar þannig að fullnægjandi árangur náist. - Útlagningarhraði skal vera jafn og ekki má stöðva útlögn í miðri færu til dæmis á milli bíla eða þegar olía er tekin. - Magn malbiks fyrir framan brettið skal halda jöfnu og stöðugu. Til þess gerðir skynjarar skammta oft efnið jafn meðfram sniglunum en stöðugt þarf að fylgjast með að allt sé í lagi. - Lágmarka skal umgang starfsmanna ofan á brettinu meðan á útlögn stendur - Efnið sem rennur undir brettið og þjappast þar myndar mótstöðukraft sem breytist ef eiginleikar efnissins breytast. Því þarf að fylgjast vel með hitastigi brettis og malbiks og tilkynna verkstjóra ef áferð efnisins breytist. - Fylgjast sérstaklega með strekkingu strengs ef lagt er út eftir honum. - Mikilvægt er að ekki falli malbik úr síló fram fyrir vél og fari síðan undir beltagang. - Mikilvægt er að fyrsti valtari sé eins nálægt útleggjara eins mögulegt og hægt er. Hefja skal þjöppun sem fyrst. Kynnið ykkur bæklinginn ,,Leiðbeiningar um útlögn malbiks” gefin út af Hlaðbæ-Colas hf.

-

Hitastig malbiks við útlögn má ekki vera lægra en 135 °C. Við flutning og bið eftir að komast í útlagningarvél geta myndast kögglar aftast á bíl og við skjólborð. Starfsmenn við útlögn verða að vera mjög vakandi vegna hugsanlegra köggla og fjarlægja strax. Verkstjórar skulu taka hitamælingar með reglulegu millibili og skrifa niðurstöður á dagskýrslur EB 08.01-01

-

Aðskilnaður og kólnun malbiks í innmötunarsílói getur verið mikill. Huga skal sérstaklega að þessum þætti í samráði við verkstjóra til að ákveða verklag við þegar skipt er um bíla í vél.

-

Þegar bíll fer úr vél eftir losun er mikilvægt að afgangar falli ekki framan við vélina þannig að hætta sé á að lagt sé yfir kalda malbiksköggla. Starfsmenn við útlögn verða að hreinsa strax allt afgangsefni sem hugsanlega fellur fyrir fram vél.

-

Verkstjóri gefur upplýsingar um hvar hreinsun vélar má fara fram. Vélamenn verða að smyrja tæki eins og leiðbeiningar segja til um og halda þeim hreinum og snyrtilegum. Pantið olíu og gas í tíma.

-

Huga skal sérstaklega að mögulegum glussa eða olíuleka tækja sem skemmt geta malbik eða límingu.

Ritstýrt af: Sigþóri Sigurðssyni

Í gildi frá: 25. apríl 2000

Samþykkt: SÞS

Útgáfa nr.: 5

GL 0801-4 Útlögn malbiks

Síða 1 af 2 Endurskoðuð: 27-09-2006


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.