Árbók 2017 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Page 1

Árbók 2017 BAKVARÐASVEITIN

Ertu bakvörður? Þjóðin treystir björgunarsveitunum sem treysta á dýrmæta liðveislu bakvarðanna. Þeir leggja okkur lið með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Þú getur lagt okkur lið og orðið félagi í Bakvarðasveitinni - stærstu björgunarsveit landsins. Skráðu þig á landsbjorg.is.


ร rbรณk 2017


Efnisyfirlit Ávarp formanns

4

Skýrsla stjórnar

6

Ársreikningar – úrdráttur

16

Björgunarskólinn

18

Slysavarnaskóli sjómanna

24

Unglingastarfið

32

Nefndir og ráð

38

Slysavarnir ferðamanna

42

Málefni sjóbjörgunar

52

Slysavarnir

54

Aðgerðamál

64

Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar

80

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

88

Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

96

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umsjón: Þorsteinn Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Hönnun: Birgir Ómarsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi – Umhverfisvottuð prentsmiðja


Lífstíll eða samfélagsleg skylda? Smári Sigurðsson, formaður Er það lífstíll eða samfélagsleg skylda að starfa í björgunarsveit eða slysavarnadeild? Á stærstu þéttbýlistöðunum hefur verið ásókn í að bætast í hópinn og fjöldi nýrra félaga leggur á sig allt að tveggja ára undirbúningstímabil til að geta gerst fullgildir félagar í björgunarsveit. Víða um land er staðan aftur á móti sú að búið er að munstra flesta „vettlingafæra“ einstaklinga til starfa með björgunarsveitum eða slysavarnadeildum. Í árdaga þegar björgunarsveitir og slysavarnadeildir voru stofnaðar snérust verkefnin að miklu leiti í kringum sjóinn. Í tímans rás hefur orðið breyting til batnaðar, slysum á sjó hefur fækkað og öryggismál sjómanna eru til fyrirmyndar. Þökk sé framsýni og dug þeirra sem komu á fót Slysavarnaskóla sjómanna sem nú uppsker ríkulega. Þar af leiðandi hafa verkefnum á þeim vettvangi fækkað en nýjar áskoranir komið í kjölfarið. Mikilvægi eininga félagsins allt í kringum landið er öllum kunnug. Í dreifbýlinu þar sem langt er í lögreglu og sjúkraflutninga er í raun mikilvægara en nokkru sinni að til staðar sé öflugt viðbragð björgunarsveita. Á þeim stöðum er það ekki sjálfgefið að sjálfboðaliðar velji sér þennan vettvang sem lífstíl. Þeir einfaldlega sitja uppi með verkefnið og þurfa að bregðast við ef í nauðir rekur. Það er því auðveldara að vera hluti af stærri heild með öflugt bakland sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er. Þar sem skipulag, þekking, búnaður og frekari bjargir eru til staðar og geta fylgt í kjölfarið til aðstoðar. Gildi félagsins sem endurnýjuð voru á árinu lýsa heildinni vel, Fagmennska, Samvinna og Frumkvæði. Og kom berlega í ljós í þeim stóru aðgerðum sem Slysavarnafélagið Landbjörg tókst á við á liðnu ári. Þegar okkar fólk fylkir sér undir merki félagsins myndast stór öflug 4 | Árbók 2017


Fagmennska · Samvinna · Frumkvæði og órjúfanleg heild sjálfboðaliða sem leysa sín verkefni af fagmennsku. Þar sem allir hlekkir í keðjunni eru jafn mikilvægir. Með fjölgun ferðamanna eru komnar nýjar áskoranir fyrir félagið. Ein af þeim er að stuðla að miðlun ferðatengdra upplýsinga til að tryggja öryggi ferðafólks. Það er gert í gegnum Saftravel.is sem er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri aðila. Verkefnið hefir vaxið og dafnað frá ári til árs og er nú m.a. komin heilsárs viðvera í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavik þar sem hægt er að leita í sérfræðiþekkingu á öllu sem við kemur öryggi ferðamanna. Vissulega hafa verkefni björgunarsveita aukist með tilkomu fjölgunar ferðamanna. Þó ekki í sama hlutfalli og fjölgun þeirra hefur verið. Í dreifbýlinu hefur víða mætt mikið á einstaka björgunarsveitum við að greiða götu ferðamanna sem strandað hafa og þá oftast í umferðinni. Nú er svo komið að á heitustu stöðunum eru sjálfboðaliðar björgunarsveitanna hættir að sinna hefðbundinni vegaaðstoð þar sem ekkert amar að fólki og aðeins þarf að liðka fyrir að bílar þeirra geti haldið ferð sinni áfram. Í þeim tilfellum sem ekkert amar að fólki eða engin hætta steðjar að eru sérhæfðir verktakar sendir á staðinn til að leysa málin og innheimta gjald fyrir þjónustuna. Hlutverk Slysavarnafélagsins Landbjargar í samfélaginu hefur því vissulega breyst í tímans rás. Félagið hefur aðlagast að breyttum tíma og aðstæðum. Mikilvægi félagsins er síst minna og hlutverk þess í samfélaginu í senn mikilvægt og áberandi. Gerðar eru kröfur á félagið og alla þá einstaklinga sem fylkja sér undir merki þess. Það er því metnaður okkar að standa undir þeirri ábyrgð og því hlutverki sem við höfum. Það gerum við með fagmennsku okkar, því frumkvæði sem við sýnum og búum yfir og síðast en ekki síst samvinnu okkar allra sem félagið skipum. Það þarf meira til en öflugt fólk með hugsjónir og ábyrgðartilfinningu. Það þarf að hlúa að og ala upp unga einstaklinga til að taka við keflinu. Það þarf öflugt hugsjónafólk sem er tilbúið að miðla og taka þátt í að bæta umhverfið með fræðslu og slysavörnum. Það þarf fjölbreyttan hóp einstaklinga til að sinna margvíslegum verkefnum björgunarsveita. Að baki öllum þessum hópum eru fjölskyldur og vinir sem þurfa einnig að gefa af sér og standa að baki þeirra. Það þarf skilningsríka og velviljaða vinnuveitendur og vinnufélaga sem hliðra til ef þurfa þykir. Það þarf stjórnvöld sem láta hug fylgja máli til að gera Slysavarnafélaginu Landsbjörg kleyft að sinna hlutverki sínu. Það þarf öfluga sveit bakvarða, fyrirtækja og einstaklinga sem styðja allt þetta starf. Saman sem öflugt samfélag eru okkur flestir vegir færir!

Ávarp formanns | 5


Skýrsla stjórnar 2016



Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2016

Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn SL árið 2016: Smári Sigurðsson – formaður Þorvaldur F. Hallsson – sat sem varaformaður þar til í júlí Guðjón Guðmundsson – tók við sem varaformaður í júlí Leonard Birgisson – gjaldkeri Andri Guðmundsson – ritari Eiður Ragnarsson Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Valur S. Valgeirsson Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 20 sinnum á árinu 2016.

8 | Árbók 2017


Þetta 18. starfsár Slysavarnafélagsins Landsbjargar var viðburðaríkt líkt og fyrri starfsár. Starfsemi félagsins sem heild gengur með ágætum og vel hefur gengið að snúa við rekstri þess eftir mögur ár í kjölfar fjármálahruns. Það er meðbyr með félaginu í samfélaginu og ímynd þess er sterk Þennan meðbyr hefur okkur tekist á virkja vel á sama tíma og við gætum þess að vernda orðsporið. Ef það er eitthvað sem þetta starfsár skilur sterkt eftir er það mikil og góð samvinna eininga og félaga sem kom bersýnilega í ljós í erfiðum verkefnum sem og á stórum æfingum. Stefnumótunarvinna Stefnumótunarvinna fyrir félaglagði undir stjórn Hauks Inga Jónassonar sem hófst snemma árs 2015 kláraðist á árinu og voru niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á fulltrúaráðsfundi félagsins á haustdögum. Almenn ánægja er með niðurstöður vinnunnar en ein veigamesta breytingin í nýrri stefnu er að orðið „samvinna“ er nú orðið eitt af gildum félagsins í skiptum fyrir „fórnfýsi“. Formannafundur Formennafundur var haldinn á Egilsstöðum í 16. apríl en þar mættu fulltrúar frá 101 einingu félagsins, frá 21 slysavarnadeild og 85 björgunarsveitum. Fundurinn gekk með ágætum en þar var m.a. kynnt ný jafnréttisstefna félagsins, nýjar reglur er varða merkingar á vélsleðum og rætt um framtíð bakvarðaverkefnisins. Ráðstefnan Björgun var haldin venju samkvæmt á haustdögum, 14.-16. október og var þátttaka með besta móti. Yfir þúsund manns sóttu ráðstefnuna og fylgdust með rúmlega 60 fyrirlesurum. Samhliða ráðstefnunni stóð félagið fyrir tækjasýningu á planinu fyrir framan Hörpu. Samhliða ráðstefnunni var skrifað undir samstarfssamning milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Norsku björgunarsamtakana FORF. Á milli jóla og nýárs gekk aftaka veður yfir Færeyjar sem hafði í för með sér mikið eignatjón. Félagið hafði samband við forsvarsmenn þarlendra viðbragðsaðila og bauð fram aðstoð sem reyndar var afþökkuð. Í framhaldinu fóru þó af stað viðræður milli félagana tveggja og svo fór að formenn Björgunarfélagsins í Færeyjum og Slysavarnafélagsins Landsbjargar skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu um samvinnu á sviði leitar og björgunar og fræðslu og þjálfunar björgunarmanna.

Skýrsla stjórnar | 9


10 | ร rbรณk 2017


Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur SL var haldinn í Reykjavík 19. nóvember. Mættir voru um 130 fulltrúar frá einingum félagsins, 32 slysavarnadeildum og 98 björgunarsveitum.

Skýrsla stjórnar | 11



Erlend samskipti og erlendar ráðstefnur Félagar lögðu land undir fót við nokkur tilefni og ber þá helst að nefna hópferð 30 einstaklinga á WASAR ráðstefnuna í Seattle þar sem sérstakelga er fjallað um aðgamál og í fyrsta skipti í þónokkur ár var farið í hópferð með félaga á heimsráðstefnu í slysavörnum í Tempere í Finnlandi. Fjáraflanir Bakvarðasveitin hélt áfram að sanna sig sem ein mikilvægasta fjáröflun félagsins en félagar í henni vorum um áramót orðnir 13.613 Í byrjun árs var fundað um framtíð og stækkunarmöguleika verkefnisins með forsvarsmönnum Miðlunar en þar að auki fengum við aðstoð frá markaðsstjóra Sjóvá. Í þeirri vinnu varð til framtíðarstefna verkefnisins sem kynnt var á fulltrúarráðsfundi. Sendur var póstur á núverandi bakverði þar sem þeim var þakkað fyrir stuðninginn og fylgdi með bílrúðulímmiði með merki bakvarðaverkefnisins. Samningar Aðalstyrktarsamningur við Íslandsbanka rann út á árinu og hófst þá vinna við að nýjan samning en eftir viðræður við bankann var ákveðið að leita á önnur mið. Landsbankinn tók vel í okkar hugmyndir og er nýr aðalstyrktaraðili SL en þar á bæ voru menn strax mjög spenntir fyrir samstarfinu og hafa nú þegar sýnt það í verki með því að tileinka dagatal bankans okkar störfum. Bankakjör eru álíka þeim sem í boði voru áður hjá Íslandsbanka en árleg styrkfjárhæð umtalsvert hærri. Í lok árs rann út aðalstyrktarsamningur við Olís. Ánægja hefur verið með styrktarsamkomulagið hingað til og er því vinna við að endurnýja þessa samninga í fullum gangi. Íslandsspil Rekstur íslandsspila er enn grunnstoð í rekstri félagsins. Undanfarin ár hefur tekist að bæta afkomu Íslandsspila eftir að hún hafði lækkað í kjölfar bankahrunsins 2008. Árið 2016 var engin undantekning þar á en tekjur félagsins af rekstrinum námu 232 milljónum króna á árinu.

Skýrsla stjórnar | 13


Neyðarkall Sala Neyðarkallsins fór fram fyrstu helgina í nóvember venju samkvæmt. Kallinn í ár var í búningi björgunarmanns í óveðursútkalli, með reipi, skóflu og öryggisgleraugu. Salan fór fram með svipuðum hætti og undanfarin ár en einingar félagsins lögðu þó meiri áherslu en áður á sölu stóra kallsins sem seldur hefur verið til fyrirtækja með þeim afleiðingum að birgðir félagsins kláruðust áður en salan hófst formlega og þurfti því að panta auka sendingu af þeim. Flugeldar Flugeldasalan gekk sinn vanagang og voru einingar almennt ánægðar með árangur sölunnar. Það ber þó að nefna að þetta árið bar mun meira á samkeppnisaðilum heldur en áður og þykir líklegt að eitthvað af sölunni hafi tapast yfir til samkeppninnar. Seint á síðasta ári kom í ljós að ný lög um skotelda sem tóku gildi 15. janúar 2017 mundu verða farartálmi í óbreyttri sölu þar sem „flokkur 4“ sem stærstu kökurnar flokkast til muni vera bannaðir frá þeim tíma. Verið er að vinna að nýrri reglugerð í ráðuneytinu sem er í samræmi við Evróputilskipun og ljóst að flugeldar verða seldir áfram á Íslandi.

14 | Árbók 2017


Rýnivinna Starfsemi skrifstofu félagsins er ansi umfangsmikil og oft getur verið gott að setjast yfir málin og taka stöðuna. Þannig var ýtarlega farið í saumana á málum tengdum almennum slysavörnum, slysavörnum ferðamanna og björgunarskólanum og starfsemin rýnd til gagns. Árangur þessarar vinnu fólst helst í betri skilningi á starfseminni bæða meðal starfsfólks og stjórnarmanna. Þorsteinn G. Gunnarsson var ráðinn nýr upplýsingafulltrúi félagsins þegar að Ólöf Snæhólm Baldursdóttir hvarf til annarra starfa. Þorsteinn hefur oft verið félaginu innan handar varðandi upplýsingaráðgjöf og er mikil ánægja að fá hann til liðs við félagið. „Maður ársins“ Árið endaði svo gleðilega þar sem félagið hlaut titilinn maður ársins 2016, valið af hlustendum Rásar 2. Viðurkenningin var veitt formlega í sérstökum áramótaþætti ríkissjónvarpsins 30. desember. Andri Guðmundsson, ritari stjórnar.

Skýrsla stjórnar | 15


Ársreikningur 2016 – úrdráttur


Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Íslandsspil . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ýmsar fjáraflanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðrar tekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Gjöld Vörunotkun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Veittir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðkeypt þjónusta til endursölu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Laun og launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kostnaður vegna starfsmanna, stjórnar og nefnda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Húsnæðiskostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annar rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Afskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fjármagnsgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Tekjur umfram gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

458.863.787 232.034.000 281.200.000 335.957.898 181.709.788 1.489.765.473

347.893.671 303.038.708 49.709.785 269.313.779 80.214.835 36.134.849 311.457.787 25.493.596 1.423.257.010 66.508.463

19.555.695 (9.331.297) 10.224.398 76.732.861

Efnahagsreikningur Eignir Fasteignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarskip . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Bifreiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Innréttingar, áhöld og tæki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vörubirgðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðrar skammtímakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Verðbréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Handbært fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Eignir samtals

101.631.599 77.088.070 8.734.200 1.632.676 48.048.457 348.964.494 8.158.475 202.268.661 153.146.226 949.672.858

Eigið fé og skuldir Varasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Óráðstafað eigið fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Næsta árs afborgun langtímaskulda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðrar skammtímaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Eigið fé og skuldir samtals

202.000.000 312.367.666 42.516.490 392.788.704 949.672.860

Ársreikningur | 17


Bjรถrgunar skรณlinn 2016

18 | ร rbรณk 2017


Björgunarskólinn rekur rætur sínar til ársins 1977 þegar að Landssamband Hjálparsveita skáta stofnaði björgunarskóla og hefur skólinn starfað óslitið síðan. Mikið hefur breyst á þeim tíma og skólin vaxið og dafnað. Skólinn leggur áfram megin áherslu á námskeið fyrir allar einingar félagsins og leggur metnað sinn í að bjóða upp á vel menntaða og hæfa leiðbeinendur á hverju sviði. Með þeim hætti heldur skólinn áfram að vera í fremstu röð þeirra sem þjálfa viðbragðsaðila með námskrá sem er sambærilegt við það besta sem gerist í heiminum. Þetta er gert með því að leita stanslaust að bestu leiðunum í námsefnisvali og uppfæra námsefni reglulega. Með því nær skólinn að viðalda frumkvæði og forystu á faglegum grunni. Starfsemi Björgunarskólans gekk vel árið 2016. Áfram var haldið á þeirri braut að halda kostnaði í lágmarki og ákvörðun var tekin um að hækka ekki námskeiðsgjöld. Fjöldi þátttakenda og námskeiða stóð nokkurn vegin í stað á milli ára. En á síðastliðnum 4 árum eru rúmlega 18.000 þátttakendur á námskeiðum bjögunarskólans.

Fjöldi námskeiða og þátttakenda 2016 6000

450 400

5000

350

4000

300 250

3000

200

2000

150 100

1000

50 0

2010

2011

2012

2013

Fjöldi námskeiða

2014

2015

2016

0

Fjöldi þátttakenda

Starfsmenn Björgunarskóla Nokkrar breytingar urðu á starfsmönnum björgunarskólans á árinu 2016. Arna Björg fór í fæðingarorlof í febrúar og var Edda Björk Gunnarsdóttir ráðin inn til að leysa hana af. Edda Björk hefur verið mjög virkur félagi í Hjálparsveit Skáta Garðabæ í fjölmörg ár ásamt því að vera yfirleiðbeinandi í leitartækni. Þá hætti Andri Már Númason störfum 1. október til þess að sinna frekari menntun í Bretlandi. Í hans stað var Edda Björk fastráðin og Einar Björgunarskólinn | 19


Eysteinsson kom inn tímabundið í afleysingar þar til Arna kom tilbaka úr fæðingarorlofi í febrúar 2016.

4.333 nemendur

Starfsmenn skólans á árinu 2015 voru því:

2016

Dagbjartur Kr. Brynjarsson – Skólastjóri Arna Björg Arnarsdóttir (fæðingarorlof febrúar – desember) Edda Björk Gunnarsdóttir Andri Már Númason (janúar – september) Einar Eysteinsson (afleysingar október – desember)

Námskeiðasókn Björgunarskólinn hefur lagt mestu áherslu á námskeiðin Björgunarmaður 1 og 2. Endurspeglast það í því að stærsti hluti námskeiðasóknar er á þau námskeið eða tæplega 80 % allra þátttakenda sem tóku þátt í námskeiðum skólans. Nokkuð var um að starfsfólk í ferðaþjónustu, annarra viðbragðsaðila og fyrirtækja sóttu námskeið á vegum Björgunarskólans á árinu. Samtals var haldið 31 námskeið með samtals 411 þátttakendum sem voru haldin voru sérstaklega fyrir aðila utan SL. Einnig bættust við mjög margir inn á önnur námskeið sem voru á dagskrá skólans.

Þátttakendur í Björgunarmanni 1 2013 – 2016 600 500 400 300 200 100 0

2013

20 | Árbók 2017

2014

2015

2016


Alls voru 4.335 þátttakendur á öllum námskeiðum skólans 2016. Þátttakendur skiptast þannig: Björgunarmaður 1

1.650

38%

Björgunarmaður 2

1.801

42%

212

5%

Björgunarmaður 3 og leiðbeinandanámskeið

Fjölmennustu námskeiðin innan björgunarmanns 2 eru: •

Tetrafjarskipti (214)

Móttaka þyrlu (195)

Fyrsta hjálp 2 (143)

GPS (142)

Aðkoma að flugslysum (110)

Óveður og björgun verðmæta (98)

Sálræn hjálp (86)

Straumvatnsbjörgun 1 (85)

Snjóflóð 2 (83)

Slöngubátur 1 (77)

10 vinsælustu námskeið í Björgunarmanni 2 250 200 150 100 50 0

Björgunarskólinn | 21


Stærri námskeið Mæting á fagnámskeið og hin ýmsu framhaldsnámskeið var nokkuð góð með samtals 212 þátttakendum. Það er engu að síður ljóst að „Vettvangshjálp í óbyggðum“ er langvinsælasta fagnámskeiðið með um 56% af þátttakendum eða 119 þátttakendur í alls. Þá voru einnig haldin nokkur önnur fagnámskeið og má þar telja upp auk framangreinds námskeiðs; fagnámskeið í aðgerðastjórn, fjallabjörgun (Rigging for rescue), leitartækni, sjúkraflutningar, snjóflóð og straumvatnsbjörgun.

Fjöldi þátttakenda á fag- og leiðbeinandanámskeið 2013 – 2016 350 300 250 200 150 100 50 0

Námsskrá Fyrsta heildstæða námsskrá Björgunarskólans tók gildi 1. Janúar 2013 eftir töluverðan undirbúning. Það var í raun mjög stórt en þarft verkefni þar sem að ramminn í kringum Björgunarskólann er skilgreindur. Við gerð námsskrárnar var horft til starfshátta sem hafa verið notaðir í grunn- og menntaskólum. Fyrir nýtt starfsár skólans á haustmánuðum var klárað að endurskoða námsskránna og sömu leiðis var bætt við töluvert af námskeiðslýsingum í námsvísinn.

22 | Árbók 2017


Rýni Björgunarskóla Á árinu hófst vinna við að rýna starfssemi Björgunarskólans með það fyrir augum að sjá hvað megi gera betur og hvað væri vel gert. Hófst sú vinna á seinni hluta ársins en var ekki lokið í árslok og hélt sú vinna áfram inn I 2017 og er ekki búin þegar þetta er skrifað. Stór hluti af þessari rýni fellst í að haldin verða nokkur málþing þar sem samtal er tekið við grasrótina um framtíð skólans.

Yfirleiðbeinendur Engar breytingar urðu á yfirleiðbeinandahópi skólans á árinu 2016. Eftirfarandi er listi yfir yfirleiðbeinendur í lok árs 2016 og þeirra svið: Aðgerðamál

Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Ferðamennska og Rötun

Sara Ómarsdóttir

Fjallabjörgun

Gunnar Agnar Vilhjálmsson

Fjallamennska

Freyr Ingi Björnsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson

Fjarskipti

Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Fyrsta hjálp

Sigrún Guðný Pétursdóttir / Ármann Höskuldsson

Köfun

Guðjón S. Guðjónsson

Leitartækni

Edda Björk Gunnarsdóttir og Einar Eysteinsson

Rústabjörgun

Magnús Örn Hákonarson

Sjóbjörgun

Kristinn Guðbrandsson

Slysavarnir

Hanna Vilhjálmsdóttir

Snjóflóð

Anton Berg Carrasco

Straumvatnsbjörgun

Halldór Vagn Hreinsson

Vélsleðar

Gísli Páll Hannesson

Björgunarskólinn | 23


24 | ร rbรณk 2017


Ársskýrsla

Slysavarnaskóla sjómanna 2016

Slysavarnaskóli sjómanna | 25


Mikið annríki einkenndi starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna á árinu 2016 sem að stórum hluta má rekja til innleiðingar breytinga á Alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöðu sjómanna (STCW) sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2017. Þá má einnig rekja aukningu milli ára til vaxtar í ferðamannaiðnaðinum. Á árinu voru haldin 210 námskeið sem 3.357 nemendur sóttu sem er um 30% aukning milli ára. Námskeiðsfjöldinn milli ára jókst um 17% og samanlagðir námskeiðsdagar urðu 442 sem er 13% aukning milli ára. Námskeiðin sem skólinn stóð fyrir á árinu má sjá á meðfylgjandi töflu:

2016 Námskeið

2015

Nemendur

Námskeið

Dagar

Nemendur

Námskeið

Dagar

Grunnnámskeið STCW10 A-VI/1

294

18

90

340

20

100

Endurmenntun STCW10 A-VI/1

831

53

106

778

51

102

Framhaldseldvarnir STCW10 A-VI/3

56

5

20

72

7

28

Líf- og léttbátar STCW10 A-VI/2-1

65

6

12

79

7

14

Hraðskreiðir léttbátar STCW10 A-VI/2-2

0

0

0

3

1

3

Endurmenntun STCW10 A-VI/2-1 og 3

143

12

36

80

7

21

Framhaldsskyndihjálp STCW10 A-VI/4-1

74

8

24

30

6

18

Sjúkrahjálp í skipum STCW10 A-VI/4-2

112

8

24

78

8

24

Hóp- og neyðarstjórnun STCW10 A-V/2

241

11

22

146

8

16

Hóp- og neyðarst. STCW10 A-V/2 e.m.

44

3

3

45

4

4

Mannauðsstjórnun STCW10

162

18

54

51

8

24

Verndarskylda STCW10 A-VI/6

88

5

5

68

5

5

Öryggisfræðsla smábáta

95

5

5

76

7

7

Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta

426

16

8

27

5

2,5

Slöngufarþegabátar undir 6m.

6

1

1

5

1

1

2637

169

410

1878

145

369,5

Lokuð rými

13

1

1

24

4

2

Öryggisnámskeið hafna

0

0

0

42

6

6

Öryggisfræðsla flugliða – Grunnnám

2

1

1

2

1

0,5

Samtal skyldunámskeið Sérnámskeið

Öryggisfræðsla flugliða – Triennial

16

3

1,5

14

3

1,5

Öryggisfræðsla flugliða – Wet drill

595

27

13,5

335

9

4,5

Sérnámskeið fyrirtækja

94

9

15

67

7

7

Samtals sérnámskeið

720

41

32

484

30

11

3357

210

442

2362

179

391

Samtals

Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 2.941 námskeið sem 47.811 manns hafa sótt.

26 | Árbók 2017


Eins og áður er getið má rekja aukninguna milli ára til tveggja þátta, breytingar á STCW samþykktinni og fjölgun í tengslum við vaxandi ferðamannaiðnað. Breytingar á STCW samþykktinni, svokölluð Manila ákvæði, taka að mestu til skírteinisbærra sjómanna sem þurftu að endurnýja atvinnuskírteini sín. Nemendum fjölgaði um rétt tæp 1000 manns á milli áranna 2015 og 2016 en aldrei hafa jafn margir nemendur sótt námskeið skólans á einu ári eins og á árinu 2016 en fyrra metið var frá árinu 2011 en þá komu 3112 nemendur á námskeið. Jafnt og þétt hefur dregið úr aðsókn að grunnnámskeiðum en aukning orðið í sérhæfðari námskeiðum. Þá varð gífurleg aukning á námskeiðum fyrir flugliða í notkun björgunarfara sem skólinn hefur annast í rúma tvo áratugi. Haldin voru námskeið víða á landsbyggðinni þrátt fyrir að ekki væri siglt á hafnir landsins. Starfsmenn Slysavarnaskólans héldu námskeið víða um landið í Grindavík, Dalvík, Hornafirði, Reyðarfirði, Þórshöfn, Akureyri, Ólafsvík, Vestmannaeyjum og Jökulsárlóni. Voru haldin á þessum stöðum námskeið fyrir smábátasjómenn og námskeið í hóp- og neyðarstjórnun. Þá voru einnig haldin endurmenntunarnámskeið fyrir áhafnir um borð í skipum á nokkrum þessara staða en þau eru einungis fyrir viðkomandi áhöfn. Breyting varð á hefðbundinni þátttöku skólaskipsins Sæbjargar í hátíðarhöldum í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn. Vegna þynninga í innri byrðing (tanktopp) skipsins

Slysavarnaskóli sjómanna | 27


fékk skipið ekki skoðun til siglinga fyrr en að undangenginni viðgerð. Ekki er á áætlun að leggja í svo viðamikla viðgerð að svo stöddu. Þess í stað var skipið við bryggju á hátíðarsvæðinu þar sem gestir og gangandi komu um borð og gæddu sér á vöflukaffi Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík. Á Sjómannadaginn voru að þessu sinn þrjár áhafnir sem voru heiðraðar fyrir að sýna öðrum fremur góða öryggisvitund við þátttöku í námskeiðum Slysavarnaskóla Var þeim veittur sjómannbikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar en þetta var í 12 sinn sem slík viðurkenning er veitt. Voru það áhafnirnar á Steinunni SH 167(undir skipstjórn Brynjars Kristmundssonar), Agli SH 195 (undir skipstjórn Jens Brynjólfssonar) og Sveinbirni Jakobssyni SH 10 (undir skipstjórn Sigtryggs S. Þráinssonar) en allar þessar þrjár áhafnir voru saman á námskeiði í endurmenntun öryggisfræðslu. Fór námskeiðið að hluta til um borð í skipum þeirra. Slysavarnaskólinn tók þátt í tveimur erlendum verkefnum á árinu. Annað þeirra, FISH platform er hópur áhugasamra aðila sem vinnur að tillögum um lágmarkskröfur til menntunar og fræðslu fiskimanna. Tveir fundir voru haldnir á árinu en þeir voru ekki sóttir af starfsmönnum skólans að þessu sinni. Þá lauk starfsmannaskiptaverkefni á vegum Erasmus+

Slysavarnaskóli sjómanna hlaut viðurkenningu Sjómannasambands Íslands árið 2016 fyrir fórnfúst, óeigingjarnt og krefjandi starf við slysavarnir, fræðslu og þjálfun íslenska sjómannsins. Slysavarnaskóli sjómanna hefur í rúm 30 ár staðið í fararbroddi þegar kemur að slysavörnum íslenskra sjómanna. Árangurinn er mælanlegur með fækkun slysa til sjós og er það mál manna að það megi að stærstum hluta rekja til hins góða starfs skólans. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna veitti viðurkenningunni viðtöku. 28 | Árbók 2017


áætlunar Evrópusambandsins á vordögum en þrír starfsmenn skólans fóru í heimsókn til Sea & Shore Safety Services í Dublin á Írlandi. Í ferðinni báru starfsmenn skólanna saman bækur sínar í menntunarmálum sjómanna með áherslu á eflingu endurmenntunar í öryggismálum. Í tengslum við hátíðarhöld í tilefni dags sjómanna í Klakksvík í Færeyjum flutti skólastjórinn erindi á öryggismálaráðstefnu þar í bæ um árangur af starfi Slysavarnaskóla sjómanna. Þrír starfsmenn sóttu símenntun í sjúkraflutningum og tóku vaktir á sjúkrabifreiðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Einn starfsmaður fór í endurmenntun til reykköfunarframleiðandans Fenzy í Frakklandi en skólinn hefur ávallt haft starfsmann með réttindi til skoðunar á reykköfunartækjum skólans. Starfsemi skólans var kynnt á Skrúfudegi Tækniskólans sem og í Rótarý og Lions klúbbum. Einnig komu fjöldi hópa til að kynna sér starfsemi skólans, bæði leik- og grunnskólar, kvennfélög auk nemenda Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Skipaskoðunarmenn Frumherja komu í heimsókn til að fræðast um skólann og til að ræða sameiginlega sýn á öryggismálin. Erlendir björgunarsveitamenn sem voru þátttakendur í mannaskiptaverkefni Evrópusambandsins á vegum IMRF heimsóttu skólann og tóku þátt í verklegum æfingum. Þá fóru starfsmenn Slysavarnaskólans í kynnisferð í Þjálfunarsetur Icelandair og var sú skoðunarferð endurgoldin af kennurum þess skóla sem tóku þátt í verklegum æfingum í reykköfun og björgun með þyrlu við Slysavarnaskólann. Í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin var í Hörpu kom sú staða upp að aðstöðu þurfti að fá lánaða í skólanum til að halda nokkra fyrirlestra í tengslum við ráðstefnuna sem þá hafði sprengt utan af sér í ráðstefnuhúsinu. Í tilefni að opnun sýningarinnar Iceland Fishing Expo 2016 – Sjávarútvegur 2016 veitti Sjómannasamband Íslands Slysavarnaskóla sjómanna viðurkenningu fyrir fórnfúst, óeigingjarnt og krefjandi starf við slysavarnir, fræðslu og þjálfun íslenska sjómannsins. Hilmar Snorrason skólastjóri tók við viðurkenningunni úr hendi Elizu Jean Reid forsetafrúar. Á vormánuðum komu tveir norðmenn til að skipta út krókum á lífbát skólans. Umræddur lífbátur var keyptur frá Færeyjum, ásamt tveimur öðrum bátum, árið 2010. Tilefni þess að skipta þurfi út viðkomandi krókum voru breytingar á alþjóðakröfum til björgunarfara skipa. Til að unnt væri að framkvæma þessar breytingar þurfti að koma bátnum í hús og nutum við það velvildar Brims hf. sem lánaði aðstöðu í vöruskemmu sinni á Grófarbakka. Samstarf Slysavarnaskólans við tryggingafélögin VÍS, Sjóvá og TM í eflingu öryggismála um borð í skipum var framhaldið á árinu þar sem skip og áhafnir voru heimsóttar. Felast þessar heimsóknir í því að aðstoða áhafnir við að koma á áhættumati og atvikaskráningum um borð í skipum sínum. Slysavarnaskóli sjómanna | 29


Allt frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna, árið 1985, hefur verið afar gott samstarf við Landhelgisgæsluna. Einn liður í þessu samstarfi eru reglubundnar þyrluæfingar með nemendum á grunnnámskeiðum skólans. Þann 30. september lét af störfum sem flugstjóri þyrlusveitarinnar, Benóný Ásgrímsson, en skólinn hefur átt afar gott samstarf við hann allt frá stofnun. Benóný valdi að sitt síðasta flug yrði á æfingu með Slysavarnaskólanum sem fram fór í blíðskaparveðri á ytri höfninni í Reykjavík. Færðu starfsmenn skólans Benóný þakklætisvott fyrir farsælt samstarf í gegnum árin. Gjafir hafa ávallt skipt starfsemi skólans miklu máli og þá ekki síst hugur gefenda til starfseminnar. VÍS tryggingafélag færði skólanum 10 björgunarbúninga að gjöf á árinu og hafði þá félagið fært skólanum samtals 70 björgunarbúninga á síðustu sjö árum. Áhafnir nokkurra skipa gáfu skólanum björgunarbúninga sem verið var að skipta út fyrir nýja. Þá færðu nokkrar útgerðir skólanum gúmmíbjörgunarbáta. Sjómannafélag Ólafsfjarðar færði skólanum endurlífgunardúkku. Landstjarnan og Ruthlee gáfu skólanum tvær æfingabrúður til æfinga í reykköfun og björgun manna úr sjó. Hafsport gaf skólanum Jason Cradle börur. Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum gaf skólanum Sigmund 2000 skotgálga til nota við kennslu í skólanum. Víking Björgunarbúnaður í Hafnarfirði færði skólanum björgunarbúninga sem hafa verið teknir úr skipum í kjölfar endurnýjunar búnaðar. Ómetanlegur er stuðningur Faxaflóahafna sem hafa alla tíð dyggilega stutt skólann með niðurfellingu hafnargjalda allar götur frá stofnun. Þá fékk Slysavarnaskólinn arf, í sam30 | Árbók 2017


einingu með tveimur öðrum aðilum, eftir Ragnar Haraldsson sjómann sem lést 11. mars 2016. Ragnar, sem fæddur var 13. maí 1926, starfaði sem háseti á skipum Eimskipafélags Íslands á árunum 1978 til 1997. Mun arfurinn verða notaður til að efla búnað Slysavarnaskólans og þar með menntun sjómanna. Færum við öllum þeim sem hafa styrkt skólann á einn eða annan hátt kærlega fyrir þann hlýhug og stuðning sem þeir hafa veitt skólanum. Skólastjóri sótti fund alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla, IASST, í Helsinki í Finnlandi. Þá sótti hann fund HTW undirnefndar Alþjóðasiglingamálastofnunar í London í febrúar þar sem fjallað var um menntunarkröfur til sjómanna. Í byrjun desember fóru tveir starfsmenn skólans til Lohja í Finnlandi til að kynna sér gasbúnað fyrir slökkviæfingar við skólann. Unnið er að því að festa kaup á slíkum búnaði til skólans. Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna hélt einn fund á árinu en nefndina skipa Gunnar Tómason formaður, Lilja Magnúsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Valmundur Valmundsson og Árni Bjarnason. Í árslok voru átta starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bogi Þorsteinsson kennari, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Jón Snæbjörnsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson gæða- og verkefnastjóri og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Sigrún Anna Stefánsdóttir skrifstofumaður/leiðbeinandi og Sigríður Tómasdóttir voru í hálfu starfi sem og Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri en á móti honum er Ingjaldur S. Hafsteinsson. Tveir starfsmenn létu af störfum á árinu, þeir leiðbeinendurnir Þórarinn Þórarinsson og Jóhann Eyvindsson. Eru þeim þökkuð góð störf við skólann. Þá störfuðu nokkrir stundakennarar við skólann en þeir eru Guðjón Sig. Guðjónsson, Kristinn Guðbrandsson, Benedikt Jón Þórðarson og Magnús Guðjónsson. Rúnar Már Jóhannsson var ráðinn tímabundið til að sinna málningar og viðhaldsstörfum. Læknar og hjúkrunarfólk frá LHS önnuðust kennslu á námskeiðum í Sjúkrahjálp um borð í skipum og starfsmenn LHG fluggæslu sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann. Hilmar Snorrason, skólastjóri

Slysavarnaskóli sjómanna | 31


Unglingastarfiรฐ 2016

32 | ร rbรณk 2017


Í unglingastarfi félagsins starfa mikill fjöldi unglinga og umsjónarmanna sem hafa fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra

892 unglingar í starfi

starfa. Unglingastarfið er mjög öflugt og skráðar eru 54 unglingadeildir á landinu en eru nú 38 virkar unglingadeildir með 892 unglinga og 155 umsjónarmenn. Einhverjar unglingadeildir hafa lagst í dvala að

54 155

unglingadeildir

umsjónarmenn

sökum skorts á umsjónarmönnum og mun starfsmaður unglingamála vinna hörðum höndum í að aðstoða þær einingar í að endurvekja þær unglingadeildir Í starfinu er mikil gróska og voru verkefni ársins 2016 fjölbreytt og skemmtileg. Landshlutamót unglingadeilda Í sumar voru haldin tvö landshlutamót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Annað var haldið á norðurlandinu í maí og hitt á suðvesturlandinu í júní. Landshlutamótið á norðurlandi var haldið á Húsavík, í fyrsta skiptið fór landshlutamót fram að vori til eða á meðan skólarnir eru enn starfandi og líklega í fyrsta sinn sem að snjóar á landshlutamóti. Vorið var komið á Húsavík, grasið byrjað að grænka og brum komin á trén en þegar unglingarnir mættu á föstudagskvöldið byrjaði að snjóa og var um 15 cm lag af snjó yfir öllu þegar dagskrá hófst á laugardagsmorguninn. Mótið fór vel fram, dagskráin var fjölbreytt og mætingin var mjög góð eða um 80 unglingar og umsjónarmenn. Skipulag mótsins var í höndum björgunarsveitarinnar Garðars og unglingadeildarinnar Náttfara og má þakka þeim fyrir vel heppnað mót. Landshlutamótið á suðvesturlandi var haldið í Þorlákshöfn í lok júní. Veðrið var ekki með besta móti því það rigndi eld og brennisteini sem hafði gífurlega mikil áhrif á útiveru unglinganna. Mótið fór samt sem áður vel fram, dagskráin var líka fjölbreytt og mætingin var mjög góð eða um 180 unglingar og umsjónarmenn. Skipulag mótsins var í höndum björgunarsveitarinnar Mannbjörg og unglingadeildarinnar Strumpar og má þakka þeim fyrir vel heppnað mót. Unglingastarfið | 33


Miðnæturíþróttamót Aðra helgina í nóvember var haldið Miðnæturíþróttamót unglingadeilda í Vatnaskógi og var það í sjötta sinn sem mótið var haldið. Skipulagning mótsins var eins og áður í höndum félaga úr Björgunarfélagi Akraness. Metaðsókn var á mótið í ár og eins og hin árin var dagskráin þétt og keppnisgreinarnar fjölbreyttar, margar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar. Unglingadeildin Bruni frá Hveragerði kom, sá og sigraði mótið með snilldarlegum hætti þar sem unglingarnir voru búnir að skipuleggja sig áður en þeir mættu, það er að segja hvernig þeir ætluðu að sigra mótið. Mótið hefur nú fest sig í sessi sem árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar og ávallt haldið helgina eftir að söluhelgin Neyðarkallsins fer fram. Samstarf við erlend björgunarsamtök Árið 2016 var gífurlega mikið um að vera í erlendu samstarfi. Þar má nefna samstarf SL við björgunarsamtökin THW í Þýskalandi og við björgunarsamtökin Norsk folke hjelp í Noregi. Unglingadeildin Vindur frá Flúðum fóru fimm daga ferð til Noregs í maí og heimsóttu unglingadeild frá Norsk folke hjelp. Í þá ferð fóru 17 unglingar ásamt fjórum umsjónarmönnum. Ferðin var mikið ævintýri þar sem þau gistu í fjallaskála, fóru í gönguferðir og margt fl. Heimsóknin heppnaðist gríðarlega vel og mjög gott fyrir íslensku unglingana að kynnast björgunarstarfi annarsstaðar í heiminum. Samstarf félagsins við þýsku björgunarsamtökunum THW fara sívaxandi. Unglingadeildin Klettur hefur hafið samstarf við unglingadeild THW í Hauenstein og fóru út í sumar til þeirra og veru úti í tvær vikur. Hópurinn stóð saman af 10 unglingum og tveimur umsjónarmönnum og komu jafn margir frá hinni unglingadeildinni. Unglingadeildin Klettur fékk tækifæri til þess að kynnast starfi THWsamt því að fá að fara á Landsmót unglingadeilda hjá THW. Ferðin var mikil upplifun fyrir íslensku unglingana og munu þau koma til með að bjóða unglingadeildinni frá Hauenstein að koma til Íslands sumarið 2017. Unglingadeildin Árný hefur hafið samstarf við unglingadeild THW í Bocholt og fóru þau út til þeirra á sama tíma og unglingadeildin Klettur. Hópurinn stóð saman af 10 unglingum og þremur umsjónarmönnum og var ferðin mikið ævintýri íslenska hópinn þar sem þau fengu tækifæri á að læra á stóru tækjabílana hjá THW og vinna með þýsku unglingunum í rústabjörgun ásamt því að fá að kynnast mikið af þýskri menningu. Þau munu síðan koma til með að bjóða unglingadeildinni frá Bocholt að koma til Íslands sumarið 2017.

34 | Árbók 2017


Helena Dögg, starfsmaður unglingamála, Guðjón, stjórnarmaður og Borghildur fjóla, frá nefnd um unglingamál fóru út til THW í Þýskalandi til þess að skoða Landsmót unglingadeildanna þeirra en það er kallað Bundesjugendlager. Það er töluvert stærra að landsmótin sem við þekkjum, þar voru um 3800 ungmenni frá aldrinum 10-18 ára, frá 400 unglingadeildum, 500 umsjónarmenn og leiðbeinendur og um 400 starfsmenn sem vinna í kringum mótið. Í THW-Jugend (sem er unglingadeildahluti THW) eru 668 unglingadeildir eða um 15.000 unglingar. Heimsóknin var mjög góð og fengu þau góða kynningu á skipulagningu mótsins og fengu góða innsýn í framkvæmdarhlutanum. Það er ljóst að margt af því sem þau sáu er hægt að nýta í unglingastarfi SL en það er líka margt sem THW-Jugend geta lært af unglingastarfi félagsins og til þess eru svona milli landa samstarf. Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök geta skipt mikil máli fyrir félagana okkar og ekki síður unglinganna eins og björgunarsveitarfólks. Það eykur þekkingu unglinganna sem og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubanskann sinn. Landsfundur umsjónarmanna Landsfundur umsjónarmanna var þetta árið haldinn á Akureyri helgina 23. – 25. september. Aðsóknin á fundinn var mjög góð eða 72 umsjónarmenn víðvegar af landinu. Dagskrá fundarins var fjölbreytt, skemmtileg og á sama tíma fræðandi. Hlutverk og ábyrgð umsjónarmanna sem og mikilvægi þess að vera fyrirmyndir unglinganna var aðal umfjöllunarefni fundarins. Farið var vel yfir þær reglurgerðir og siðareglur sem snúa að þeim fullorðnu sem vinna í unglingastarfi félagsins. Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann

Unglingastarfið | 35


á Akureyri var gestafyrirlesari og hélt fyrirlesturinn „Að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur“ sem kom inn á ofbeldi og áföll í starfi með ungmennum. Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður félagsins hélt síðan fyrirlesturinn „Hinir mikilvægu aðrir“ sem fjallaði um hlutverk og ábyrgð umsjónarmanna. Það var greinilega mikilvægt var fjalla um þessi malefni á þessum fundi því frábærar umræður sköpuðust á milli umsjónarmanna um fundarefnið. Ljóst er að fundarmenn fóru heim eftir helgina með þekkingu í farteskinu ásamt tengslaneti við aðra umsjónarmenn. Erindrekstur Erindrekstur til unglingadeilda fór á fullt þetta árið þar sem starfmaður unglingamála ásamt nefndarfólki úr Nefnd um unglingamál heimsóttu nokkrar unglingadeildir saman til að hvetja til meiri samvinnu á milli deilda. Erindreksturinn var framkvæmdur þannig að nokkrar unglingadeildir voru kallaðar saman eina kvöldstund eða part úr degi þar sem áherslan með unglingunum var hópefli og á meðan sátu umsjónarmennirnir og funduðu saman og ræddu málin sín á milli. Þau áttu meðal annars að skipuleggja einn sameignlegan viðburð með unglingadeildunum á svæðinu Þetta árið var farið á svæði 1, 2, 9, 10, 11 og 12 og gekk það glimrandi vel. Það var vel sótt bæði af unglingum og umsjónarmönnum og markmiðið er að síðan að klára restina af landinu árið 2017. Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvanginum sem er samstarfsvettvangur Skátanna, KFUM og K og UMFÍ í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi Slysavarnafélagsins. 36 | Árbók 2017


Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til eru sameiginlegar áætlanir og verkferlar um hvernig bregðast eigi við ef grunur er um kynferðislega misnotkun eða einelti. Árið 2017 Ljóst er að mikið hefur verið að gera í unglingamálum félagsins síðastliðið starfsár og mun það næsta ekki verða minna. Landsmót unglingadeilda SL verður á dagskránni og verður það haldið á Ísafirði í lok júní. Landsfundur umsjónarmanna verður svo eins og venjulega seinustu helgina í september eða 29.-30. september. Miðnæturíþróttamótið sem hefur fest sig í sessi og verður haldið 10.-11. nóvember, helgina eftir sölu Neyðarkallsins, Erindrekstur til unglingadeilda sem fór á fullt 2016 mun halda áfram með það að markmiði að ljúka við að heimsækja allar unglingadeildirnar á árinu. Samstarf við erlent björgunarsamtök verða gríðarlega mikil á komandi sumri, Unglingadeildirnar Klettur í Reykjanesbæ, Árný í Reykjavík og Bruni í Hveragerði munu taka á móti þremur unglingadeildum frá THW í Þýskalandi. Þannig að nóg er framundan.

Unglingastarfið | 37


Nefndir og rรกรฐ


Á síðasta landsþingi var kosið í milliþinganefndir félagsins. Nánar er kveðið á um hlutverk þeirra í 12 grein laganna: 12. gr. Milliþinganefndir Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í nefnd um skiptingu fjármagns skal kjósa formann, auk þriggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en 1. apríl það ár sem landsþing er haldið. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skipar í aðrar nefndir og ráð. Félagslegir skoðunarmenn

Borgþór Hjörvarsson

reikninga

Lilja Magnúsdóttir

Garðar Eiríksson

Þorsteinn G. Gunnarsson, starfsmaður

Margét Þóra Baldursdóttir Vilhjálmur Halldórsson, til vara

Almannavarna- og öryggisráð Smári Sigurðsson

Fjárveitinganefnd Ingimar Eydal – formaður

Fjarskiptaráð björgunarsveita

Guðlaugur Jónsson

Hörður Már Harðarson, formaður

Gunnar Örn Jakobsson

Bragi Reynisson

Kristbjörg Gunnarsdóttir

Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Vigdís Pála Halldórsdóttir

Helgi Reynisson

Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður

Jón Hermannsson Valur Sæþór Valgeirsson

Laganefnd Björn Guðmundsson – formaður

Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður

Gerður Guðmundsdóttir

Flugeldanefnd

Jóhann Bæring Pálmason

Leonard Birgisson, formaður

Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður

Andri Guðmundsson Þorvaldur Friðrik Hallsson

Uppstillingarnefnd

Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður

Adolf Þórsson – formaður

Nefndir og ráð | 39


Framkvæmdastjórn

Landsstjórn björgunarsveita

björgunarbátasjóðs SL

Anna Filbert

Guðjón Guðmundsson, formaður

Ásgeir Kristinsson

Heiðar Hrafn Eiríksson

Bjarni Kristófer Kristjánsson

Oddur A. Halldórsson

Björk Guðnadóttir

Gunnar Stefánsson, starfsmaður

Elva Tryggvadóttir

Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður

Friðfinnur Freyr Guðmundsson Friðrik Jónas Friðriksson

Faghópur um sjóbjörgun

Guðjón Guðmundsson

Valur Sæþór Valgeirsson, formaður

Hjálmar Örn Guðmarsson

Eiríkur Aðalsteinsson

Jón Hermannsson

Elíza Lífdís Óskarsdóttir

Jón Sigurðarson

Guðjón Guðmundsson

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

Guðni Grímsson

Pálmi Árnason

Hafþór B. Helgason

Rúnar Jónsson

Kristinn Guðbrandsson

Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður

Ómar Örn Sigmundsson Sigurður Guðmundsson

Nefnd um slysvarnamál

Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður

Gísli Vigfús Sigurðsson, formaður Andri Guðmundsson

Framkvæmdastjórn Íslensku

Anna Kristjánsdóttir

alþjóðabjörgunarsveitarinnar

Guðmundur Ögmundsson

Þorvaldur Friðrik Hallsson, formaður

Halldóra B. Skúladóttir

Bragi Reynisson

Hildur Sigfúsdóttir

Friðfinnur F. Guðmundsson

Kristján Steingrímsson

Hjálmar Örn Guðmarsson

Maria Jóhanna Van Dijk

Sólveig Þorvaldsdóttir

Ólafur Atli Sigurðsson

Gunnar Stefánsson, starfsmaður

Sigrún I. Sveinbjörnsdóttir Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir

Fulltrúar SL í SST Gunnar Stefánsson Guðbrandur Örn Arnarson, varamaður

40 | Árbók 2017

Sólrún Ólafsdóttir Svanfríður Anna Lárusdóttir Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Jónas Guðmundsson, starfsmaður


Nefnd um fjáraflanir SL

Jóna Margrét Jónsdóttir

Leonard Birgisson, formaður

Margrét L. Laxdal

Andri Guðmundsson

Dagbjartur Kr. Brynjarsson, starfsmaður

Magnús Viðar Sigurðsson

Skólanefnd Slysvarnaskóla

Nefnd um unglingamál

sjómanna

Eiður Ragnarsson, formaður

Gunnar Tómasson

Arnór Arnórsson

Jón Svanberg Hjartarson

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

Lilja Magnúsdóttir

Erling Pétursson Halldóra Hjörleifsdóttir

Skyndihjálparráð

Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

Sigrún Guðný Pétursdóttir

Otti Rafn Sigmarsson Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

Stjórn Íslandsspila Leonard Birgisson

Rannsóknarnefnd

Jón Svanberg Hjartarson

björgunarsveitaslysa

Andri Guðmundsson, varamaður

Skúli Berg, formaður

Eiður Ragnarsson, varamaður

Kolbeinn Guðmundsson Magnús Viðar Arnarsson

Stjórn Æskulýðsvettvangsins

Óskar Þór Guðmundsson

Gunnar Stefánsson

Íris Marelsdóttir Vigdís Agnarsdóttir

Stjórnendur Íslensku

Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

alþjóðabjörgunarsveitarinnar

Samgöngustofa Dagbjört H. Kristinsdóttir

Bragi Reynisson Friðfinnur Freyr Guðmundsson Hjálmar Örn Guðmarsson Sólveig Þorvaldsóttir

Skólaráð Hallgrímur Óli Guðmundsson , formaður

Viðurkenninganefnd

Eiður Ragnarsson

Hörður Már Harðarson

Alma Guðnadóttir

Petrea Jónsdóttir

Edda Björk Gunnarsdóttir

Sigurgeir Guðmundsson

Haukur Ingi Jónasson

Gunnar Stefánsson, starfsmaður

Inga Birna Pálsdóttir Nefndir og ráð | 41


Slysavarnir ferðamanna 2016 Það er hálfankannalegt að hefja ætíð ársskýrslu á því að fjalla um mikla fjölgun ferðamanna en það er þó staðreynd enn eitt árið. Á árinu 2016 komu til landsins hartnær tvær milljónir ferðamanna séu farþegar skemmtiferðaskipa taldnir með. Þessa hlutfallslega aukning ár eftir ár er einsdæmi í alþjóðlegri ferðaþjónustu og eðlilega fylgja vaxtaverkir aukningu sem þessari. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, hið opinbera og aðrir hagaðilar gera sér grein fyrir þessu og þá um leið mikilvægi þess að ástunda öflugar slysavarnir til ferðamanna til að fækka atvikum, óhöppum og slysum. Sterkar vísbendingar eru uppi um að sú vinna skili árangri en þær má sjá í tölfræði slysa. Brýnt er þó að halda vöku sinni og slá aldrei af í slysavörnum þótt jákvæð teikn séu á lofti. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur alla tíð haldið úti miklu frumkvöðlastarfi í slysavörnum og grunnur félagsins legið þar. Engar áætlanir eru um annað en að halda þeirri vinnu áfram af fullum krafti. Vefmál Vefsíðan www.safetravel.is hefur frá fyrstu dögum verkefnsins verið eitt stærsta líffæri þess. Hún var uppfærð á árinu 2016 og er það fjórða uppfærslan á um sex árum. Síðan er

42 | Árbók 2017


nú hraðvirkari en áður og gengur enn betur á snjallsímatæki þ.e. er fyllilega skalanleg. Á árinu var bætt við þriðja tungumálinu, frönsku og stefnan er að bæta þýsku við fljótlega. Ferðaáætlunum fjölgar sífellt og er aukningin hátt í 30% frá fyrra ári. Fyrirspurnum af vefsíðunni fjölgar einnig umtalsvert. Á árinu var enn og aftur farið yfir texta vefsíðunnar og unnið í að gera hann enn betri. Við þá vinnu eru nýttar ábendingar frá ferðaþjónustu og ferðamönnum, aðferðir leitarvélabestunar og síðast en ekki síst hegðun notenda sem má skoða í Google Analytics. Aðvaranir eru sem fyrr settar inn á vefsíðuna og nú á þremur tungumálum en unnið hefur verið með franska sendiráðinu að því að móta texta, sniðmát til að auðvelda þá vinnu varðandi franska hluta síðunnar. Skjáupplýsingakerfi ferðamanna Þegar fyrsti skjárinn var settur upp fyrir um tveimur árum síðan óraði líklega engan fyrir því að örfáum misserum síðar stefndi fjölda skjáa hratt í eitt hundrað. Að mestu er nú búið að setja upp skjái á helstu viðkomustöðum ferðamanna við hringveginn. Fjöldi bílaleiga eru með skjáina í afgreiðslum sínum og flestar landshlutamiðstöðvar, upplýsingamiðstöðvar ferðamanna hafa Safetravel skjái. Á árinu var bætt við skjá í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en settur var upp 80“ skjár við bílaleigurnar í komusal flugstöðvarinnar. Var þetta unnið í góðu samstarfi við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Isavia og fá báðir aðilar þakkir fyrir góðan stuðning. Unnið hefur verið með bæði Veðurstofu og Vegagerð að því að gera þær upplýsingar enn betri sem streymt er frá þeim á skjáina. Þannig er Vegagerðin búin að útbúa ný færðarkort sem eru mikil framför frá þeim fyrr en voru þau kort um tuttugu ára gömul. Framundan er að „loka hringnum“ þ.e. afla fjármagns til að setja upp skjái á þeim stöðum við þjóðveg eitt og aðra helstu þjóðvegi landsins en gróft má áætla að þetta séu um fimm til tíu staðir. Safetravel öryggismiðstöð Sem fyrr var starfsstöð verkefnisins í upplýsingamiðstöð ferðamanna hjá Höfuðborgarstofu rekin af fullum krafti í sumar. Á haustdögum var tekin sú ákvörðun að gera tilraun með

Slysavarnarnir ferðamanna | 43


að hafa hana opna yfir veturinn einnig. Skemmst er frá að segja að það lukkaðist afar vel enda mikill fjöldi ferðamanna á ferð og aðstæður oft erfiðari að vetrarlagi en sumarlagi. Þegar þetta er skrifað er áhugi á því að gera þetta til framtíðar og finna fjármagn til þess. Ekki má gleyma því að starfsfólk öryggismiðstöðvarinnar sinnir ekki síður ferðaþjónustu en ferðamönnum en í stað þess að fjöldi starfsmanna fyrirtækja og upplýsingamiðstöðva um land allt sé að afla sömu upplýsinga er þeirra aflað á einum stað, dreift þaðan út eða hægt að sækja þangað. Þannig hefst hver vinnudagur á því að starfsmenn hafa samband við nokkra tugi staða til að afla upplýsinga um aðstæður. Hringt er í starfsmenn veitingastaðarins við Reynisfjöru, lögregluumdæmi á völdum stöðum, landverði, starfsmenn veitingastaða við Gullfoss og Goðafoss og fleiri mætti telja upp. Þannig fæst á nokkuð skömmum tíma þokkaleg yfirsýn yfir aðstæður á helstu ferðamannastöðum og svæðum. Hálendisvakt Alls tóku 19 einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar þátt í hálendisvaktinni sumarið 2016 en auk þess voru félagar úr nokkrum einingum til sem stóðu vaktina með öðrum í fjórum vaktavikum. Hálendisvaktin hófst 1. júlí og að þessu sinni var fært á öll svæði á fyrsta degi sem er frekar óvenjulegt sé horft til síðustu ára. Fimm námskeið voru haldin í aðdraganda hálendisvaktar og voru þau örlítið breytt frá fyrra ári. Mæting var ágæt en vilji er fyrir því að þátttakendur mæti á námskeið a.m.k. á tveggja ára fresti. Það hefur sýnt sig að gæði aukast í skráningu og framkvæmd verkefna hjá þeim sem mæta reglulega á námskeið. Stórt skref var stigið í aðstöðumálum en keyptir voru tveir gámar sem voru innréttaðir, málaðir og merktir. Fóru þeir til notkunar á Sprengisand og að Fjallabaki. Fyrir var gámur sem notaður var á svæðinu norðan Vatnajökuls og var hann innréttaður enn betur, málaður og merktur. Var mikil ánægja hjá þátttakendum með þessa framkvæmd. Tölfræðin þetta sumarið er að mörgu leyti áhugaverð en má sjá breytingar sem horfa verður til í tölfræði næstu ára og sjá hvort bregðast þurfi við á einhvern hátt eða vekja athygli á hjá stjórnvöldum eða öðrum þartilbærum aðilum. Þetta sumarið óku einingar sem tóku þátt rétt rúmlega 35.000 kílómetra sem er nokkuð minna en fyrri ár. Kann það að skýrast að einhverju leyti af því að inn vantar akstur þriggja eininga en þó ekki að öllu leyti.

44 | Árbók 2017


Heildarakstur 70,000 60,000 50,000

62,568

59,074 48,063

46,803

41,517 35,103

40,000 30,000 20,000 10,000 0

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Einnig má velta fyrir sér hvort minni akstur stafi af meiri önnum á stöðunum sjálfum en fleiri skýringar gætu einnig komið til greina.

Fjöldi verkefna 2500

2171 1917

2000

1716

1500 1000

2313 2047

1204

622

500 0

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Frá því hálendisvaktin hófst fyrir góðum áratug hafa aldrei komið fleiri verkefni inn á borð þátttakenda hálendisvaktar. Að einhverju leyti skýrist þetta af fjölgun ferðamanna en einnig má reikna með að ný aðstaða þ.e. merkingar og hversu áberandi hún er fái fleiri til að óska eftir aðstoð og að síðustu hefur t.d. slysum fjölgað verulega eins og sjá má hér neðar. Ljóst er að greina þarf verkefnin enn frekar ef þróun í fjölda verkefna verður á þessa leið.

Slysavarnarnir ferðamanna | 45


Ef horft er til fjölda F1,F2 og F3 útkalla innan heildarverkefna má sjá að þau standa nokkuð í stað miðað við síðasta ár en ekki er fyllilega sambærilegt lengra aftur í tímann vegna breytingar á skráningu með nýjum aðgerðargrunni.

Fjöldi útkalla (F1,F2,F3) 600

524 461

500

457

400 273

300

326

320

2015

2016

244

200 100 0

2010

2011

2012

2013

2014

Fjöldi F1,F2,F3 útkalla stendur nokkuð í stað og ef horft er til fjölda vikna/daga sem hálendisvakt var sinnt sumarið 2015 á móti 2016 má segja að örlítil fækkun sé á þeim en þó varla tölfræðilega marktæk breyting.

Útköll eftir forgangi 418

450

372

400 350 300

217

250 200

142

150 100

50

0

9

34 2013

31

63

54 3 2014

2015 F1

46 | Árbók 2017

F2

F3

F4

118

90 13 2016

220


Ef F4 útköll eru tekin með má sjá að aukningin er nokkur en F4 útköll teljast útköll þar sem leitað er til eininga á staðnum en ólíklegt að kallað hefði verið út björgunarsveit úr byggð vegna atviksins. Athyglisvert er að horfa til F3 og F4 útkalla og ekki síður F2 útkalla en öllum tilfellum er um verulega hækkun að ræða frá árinu 2015. Ef við horfum á F1,F2 og F3 útköll eftir svæðum má sjá að Fjallabak ber höfuð og herðar yfir önnur svæði. Minnkun er á fjölda á svæðinu norðan Vatnajökuls. Kann það að skýrast af því að sumarið 2015 var mikill áhugi á svæðinu í kjölfar eldgoss í Holuhrauni og því mögulega meiri fjöldi þar en í hefðbundnu sumri. Að öðru leyti eru tölurnar nokkur áþekkar síðasta sumri þ.e. ekki er marktækur munur.

Fjöldi útkalla (F1,F2,F3) eftir svæðum 350

326

288

300

246

250 150 100

101

71

106 50

34

50 0

196

183

200

2010

2011

91 43

2012 Fjallabak

65

68 52

2013 Sprengisandur

68 63

2014

50 91

2015

56 68

2016

N-Vatnajökuls

Fjöldi ferðamanna sem liðsinnt er í þeim verkefnum sem hér eru skráð fækkar nokkuð á milli ára. Venjan er að skrá fjölda í hópnum sem liðsinnt er svo í raun er þessi tölfræði fyrst og fremst til lengri tíma marktæk. Líklegt er að fjöldinn væri áþekkur síðasta sumri.

Slysavarnarnir ferðamanna | 47


Fjöldi ferðamanna sem liðsinnt var 6000

5219

5000 4000

3958

3531

3209

3000 2000 1000 0

2013

2014

2015

2016

Þegar horft er á tölfræðina vegna tegunda atvika vekur margt athygli. Þrátt fyrir að hlutfallslega séu atvikin svipuð segir það ekki alla söguna. Þannig voru til dæmis 52 slys skráð sumarið 2015 en eru 96 sumarið 2016 eða um 1,5 á dag. Mikil aukning er einnig í öðrum flokkum en veikindum fjölgar um 50% í tilfellum talið og fastir bílar eru einnig með mikla aukningu.

Tegund aðstoðar

Flutt á tjaldsv/skála 7%

Leit 3%

Annað 11%

Bílatengd aðstoð 32%

Fastur bíll 25%

Bráðaveikindi 4% Slys 18%

Bílatengd aðstoð

Bráðaveikindi

Slys

Fastur bíll

Flutt á tjaldsv/skála

Leit

Annað

Bílatengdum atvikum fjölgar gríðarlega mikið á milli ára og skýrist það að einhverju leyti af því að bílaleigum hefur fjölgað mikið og gæði þjónustu er afar misjöfn. Atvikum sem snerta eldri, stærri leigur hefur fækkað mikið síðustu ár en fjölgað er varðar minni, nýrri leigur. Í mörgum tugum atvika náðist aldrei í bílaleigu og neyddust björgunarmenn því til

48 | Árbók 2017


þess að skilja bíl eftir, aka ferðalöngum í skála eða á tjaldsvæði þar sem þau gátu náð rútu til byggða. Fastir bílar í ám eru fastur liður í starfi hálendisvaktar og er oft um erfið atvik að ræða. Ferðalangar sem ekki þekkja betur til aka vitlaust yfir árnar, drepa á bílnum og reyna eðlilega að starta bílnum aftur. Oft leiðir þetta til mikils tjóns fyrir viðkomandi og hafa björgunarmenn hreinlega þurft að hugga fólk í áfalli eftir að það hefur þurft að greiða tryggingu upp á hundruðir þúsunda króna til að fá annan bíl. Það er löngu orðið tímabært og í raun til skammar að ekki sé hægt að standa betur að merkingu á vöðum en þriðjungur þessara atvika á sér stað í örfáum vöðum á hálendi Íslands. Á hverju ári sannar viðvera sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar á hálendisvakt sig. Atvik þar sem líf liggur við er árlegt og sá tími sem styttist með viðveru björgunarmanna á hálendinu bjargar mannslífum. Sá tími sem sjálfboðaliðar félagsins leggja í verkefnið er ómetanlegur þjóðfélaginu en gróft á litið má áætla að um 10 heilsárs stöðugildi séu lögð í verkefnið. Samstarf félagsins og þátttakenda við lögreglu, Neyðarlínu, land- og skálaverði, starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu, sjúkraflutninga og marga fleiri tryggir að þegar nauðsyn þarf fá skjólstæðingar bestu fáanlegu þjónustu sem hægt er að veita. Aukning ferðamanna hingað til lands er einstakur á heimsvísu í sögu alþjóðlegrar ferðaþjónustu. Að sjálfboðaliðar félagasamtaka sinni á tveimur mánuðum hátt í 4.000 manns til fjalla er líka einstakt. Af báðum þessum orsökum þarf að fylgjast vel með fjölda og tegundum atvika næstu ára og bregðast skjótt við ef þróun verður á þann veg að óásættanlegt sé.

Slysavarnarnir ferðamanna | 49


Ýmis verkefni Fjölda annara verkefna var sinnt á árinu. Verkefnastjóri sat í vinnuhópum á vegum Innanríkisráðuneytis og Stjórnstöðvar ferðamála svo eitthvað sé nefnt. Snemma á árinu var sett upp fyrsta Ortovox snjóflóðagátskiltið og var það við Kaldbak, við Grenivík. Á skiltinu má finna fróðleik um snjóflóðaþrenninguna, ýli, stöng og skóflu og nauðsyn þess að hún sé alltaf með í för. Á því er einnig móttakari sem nemur merki frá snjóflóðaýlum og gefur með ljósi og hljóði til kynna hvort ýlir er rétt stilltur. Skilti sem þessi eru þekkt við skíðasvæði og „inngöngu“ á fjallasvæði og nýtist því vel fjallaskíðafólki, göngufólki og vélsleðafólki á ferðalögum sínum. Þegar þetta er skrifað er markmiðið að bæta við skiltum sem þessum á nokkrum stöðum. Á haustdögum voru félagar sem mættir voru á fulltrúaráðsfund fengnir til að fara yfir kort þau sem notuð eru í GPS tæki bílaleiga. Merktu þeir við þá slóða og vegi sem mega fara út af þessum kortum en horft var til tíðni útkalla og fleiri þátta í þeirri vinnu. Kvöldið fyrir fulltrúaráðsfund var haldin slysavarnakvöld í Gróubúð. Þar mættu félagar slysavarnadeilda og björgunarsveita, fræddust og spjölluðu um slysavarnir og hvernig við getum gert enn betur á þeim vettvangi. Á árinu voru einnig haldnar nokkrar vinnusmiðjur slysavarnadeilda þar sem slysavarnir ferðamanna voru stór þáttur. Ljóst er að deildir eru sífellt meira að horfa til málaflokksins enda næg verkefni til staðar. Á árinu tók félagið þátt í vinnu við að endurgera stýrisspjöld í bílaleigubíla og eru þau nú mun myndrænni en áður og því líklegri til að koma þeim skilaboðum til skila sem á þeim eru. Verkefnið er á forræði Samgöngustofu en auk félagsins tóku þátt aðilar frá Vegagerð, Samtökum ferðaþjónustunnar og fleirum. Í upphafi vetrar var lagt af stað í rýnivinnu málaflokksins að beiðni stjórnar félagsins. Hluti slysavarnanefndar tók vinnuna að sér og í lok árs var búið að funda nokkrum sinnum vegna verkefnisins sem var vel komið af stað. Vonast er til að niðurstöður liggi fyrir á vordögum 2017. Sem fyrr voru samskipti við fjölmiðla mikil á árinu og þá sérstaklega þegar slys eða óhöpp áttu sér stað. Má áætla að um 5% af starfstíma verkefnastjóra fari í samskipti við fjölmiðla, erlenda sem innlenda. Haldin voru erindi á um 30 stöðum á árinu 2016 um öryggismál. Má þar nefna ráðstefnuna Björgun, félagsfund Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem fjallað var um málefni hópferðabifreiða, fræðslufund hjá Sjóvá þar sem talað var um stýringu ferðamanna, afmælisráðstefnu Háskólans á Hólum, hjá Ferðamálaskólanum, á opnum fundi Samtaka ferðaþjónustunnar, hjá Ferðafélagi Íslands og margt fleira mætti telja upp. 50 | Árbók 2017


Kortlagning sprungusvæða á jöklum fór af stað aftur á árinu með tilkomu nýs sérfræðings í þá vinnu. Snævarr Guðmundsson er fluttur á Höfn og hefur því færri tækifæri en fékk til liðs við sig Ágúst Þór Gunnlaugsson. Ný útgáfa korta leit því dagsins ljós við árslok og að þessu sinni bæði á ensku og íslensku auk þess sem verið er að útbúa kort í nokkra fjallaskála sem sýna nálæg sprungusvæði og þekktar hættuminni ferðaleiðir. Á síðasta ári fór Ferðamálastofa í vinnu vegna upplýsingaveitna á landsvísu, svokallað kjarnaveituverkefni. Í lok ársins kom út niðurstöður í skýrsluformi og var Safetravel skilgreint þar sem kjarnaveita á landsvísu, ein af átta slíkum. Hlutverkið er að miðla upplýsingum og fræðslu er varðar öryggismál og aðstæður þvert á aðra fyrir ferðamenn og starfsmenn ferðaþjónustu. Í lok árs fékkst fjárstyrkur frá Ferðamálastofu í grunngreiningu og óhætt er að segja að verkefnið lofi góðu og sér stórt og mikilvægt skref í upplýsingaveitu til ferðamanna. Árangur Safetravel síðustu misserin er góður, má þakka það góðu starfi sjálfboðaliða félagsins í hinu ýmsu verkefnum en ekki síður samstarfsaðilum. Ekki eingöngu má þakka fyrir fjárstuðning heldur frekar samstarf. Þannig hefur verið virk þátttaka flestra samstarfsaðila við að þróa og gera verkefnið enn betra. Í þessu samhengi má minnast á Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, Samtök ferðaþjónustunnar, flestar helstu bílaleigur landsins, Sjóvá, Neyðarlínuna, Vegagerðina og Veðurstofuna auk fjölmarga fleiri aðila sem hér eru ekki taldnir upp.

Slysavarnarnir ferðamanna | 51


Málefni sjóbjörgunar 2016

Vel heppnuð áhafnaskipti Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur 13 björgunarskip hringinn í kring um landið í samvinnu við björgunarbátasjóði. Rekstur skipanna hefur gengið ágætlega en samningur við Innanríkisráðuneytið um aukið fjármagn til viðhalds og endurbóta hefur auðveldað mjög stærstu kostnaðarliðina. Björgunarskipin Vörður II á Patreksfirði og Sigurvin á Siglufirði fóru í meiriháttar viðhaldsvinnu á árinu þar sem skipin voru heilmáluð og stjórn- og vélbúnaður yfirfarinn. Stór sjóbjörgunaræfing var haldin á Norðfirði um miðjan september sem heimamenn með dyggri aðstoð nágrannasveita skipulögðu. Æfingin heppnaðist mjög vel og undirbúningur og framkvæmd hennar í alla staði til mikillar fyrirmyndar. Um mánaðarmótin september/október kom átta manna hópur frá áhafnaskiptaverkefni alþjóðlegu sjóbjörgunarsamtakanna IMRF til landsins og á sama tíma fóru sjö manns frá félaginu erlendis í sömu erindagjörðum. Áhafnaskiptaverkefnið heppnaðist einstaklega vel og er komið til að vera. Sjóbjörgunarhópar á höfuðborgarsvæðinu skipulögðu mikla æfingu með erlendu gestum okkar sem lauk með þyrluæfingu með LHG um kvöldið. Slysavarnaskóli sjómanna kynnti þeim starfssemi sína og hélt stuttar öryggisæfingar m.a. brunaæfingar og meðferð gúmmíbjörgunarbáta. Björgunarsveitir á vestfjörðum tóku svo á móti hópnum og héldu með þeim æfingar ásamt því að kynna fyrir þeim starfssemi sína. Hópurinn endaði svo á því að fara á safnið á Hnjóti þar sem þeir horfðu á heimildarmyndina um björgunarafrekið undir Látrabjargi.

52 | Árbók 2017


13 björgunarskip Þrír fulltrúar félagsins sóttu Evrópufund IMRF sem haldin var í Portúgal síðla árs. Fundurinn var afar gagnlegur en IMRF hefur í síðustu árum lagt mikla áherslu á aukið samstarf aðildarfélaga sinna. Meðal þess hafa verið stofnaðir umræðuhópar um tæknimál sjóbjörgunar frá ýmsum hliðum og fjármögnun og fjáraflanir. Fulltrúar félagsins áttu fundi með stjórnendum systursamtaka okkar varðandi hvaða möguleika félagið hefði á að kaupa notuð björgunarskip frá þeim. Björgunarsveitin Suðurnes keypti notaðan Atlantic 75 harðbotna björgunarbát frá RNLI á árinu og Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði fékk afhentan nýjan bát að gerðinni Leiftur 1100 frá skipasmíðastöðinni Rafnar í Kópavogi. Björgunarskipið Jón Oddgeir (sknr. 2310) var selt til einkaaðila en það var fyrsti björgunarbáturinn að svokallaðri Arun gerð sem keyptur var hingað til lands árið 1998 og staðsettur í Grindavík (Oddur V. Gíslason) og síðar í Sandgerði (Hannes Þ. Hafstein).

Málefni sjóbjörgunar | 53


Slysavarnir 2016


Nýr starfsmaður Jónína Kristín Snorradóttir tók til starfa í almennum slysavörnum og tók hún við af Dagbjörtu H. Kristinsdóttur sem nú sinnir sjúkrakassaþjónustu félagsins. Árið 2016 störfuðu 37 Slysavarnadeildir víðsvegar um landið með 3108 skráðum félögum. 112 dagurinn 112-dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land þann 11. febrúar. Slysavarnadeildir víðsvegar um land taka þátt í deginum með öðrum viðbragðsaðilum og kynna meðal annars starfsemi sína. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Árið 2016 voru 20 ár liðin frá því að Neyðarlínan tók upp neyðarnúmerið 112 og leysti þar með að hólmi 146 mismunandi símanúmer viðbragðsaðila. Kanntu að hjóla? Örugglega Átakið Kanntu að hjóla? Örugglega, í samvinnu við var haldið víðsvegar um land þar sem einingar félagsins buðu bæjarbúum að taka þátt í hjóladegi með áherslu á öryggi. Fræðsluefni var dreift til á hjólapóstum til hjólreiðamanna Áhersla átaksins var að vekja hjólreiðafólk til umhugsunar um rétta hegðun á götum og stígum, sýna tillitssemi, taka mið af aðstæðum og vera rétt útbúið. Dreift var um land allt fræðslu Hjólapóstar voru víðsvegar um höfuðborgina þar sem félagar afhendu hjólandi vegfarendum fræðsluefni. Einingar dreifðu fræðsluefni buðu bæjarbúum víða um landa að taka þátt í hjóladegi þar sem áhersla var lögð á öryggisbúnað hjólreiðamanna og fræðsluefni dreift. Hjálmaskoðun Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár Víðsvegar um land var efnt til forvarnardags þar sem slysavarnadeildir skoða og stilla hjálma barna, setja upp þrautabraut fyrir hjólin sem börnin spreytta sig á og svara spurningum um öryggisatriði sem tengjast hjólreiðum. Hjólum til framtíðar 2016 Starfsmaður slysavarnamála sótti ráðstefnu Hjólafærni og Landsamtaka hjólreiðamanna sem haldin var í sjötta skipti. Áhersla ráðstefnunnar var hjólreiðar og náttúran. Mikilvægt er fyrir starfsmann slysavarna að sækja slíkar ráðstefnur til að skoða stefnur og strauma þeirra sem eru að vinna í þessum málaflokki. Þannig er hægt að kanna hvar þörfin liggur í slysavörnum tengt hjólreiðum. Slysavarnir | 55


Göngum í skólann Árlega átakið Göngum í skólann var sett í tíunda skiptið í Akurskóla í Reykjanesbæ og alls voru 67 skólar skráðir. Meginmarkmiðið er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan og öruggan hátt til og frá skóla. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþróttaog Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Endurskinsmerki Skrifstofa félagsins seldi glæsileg endurskinsmerki til eininga félagsins á kostnaðarverði. Í boði eru kringlótt merki með logoi félagsins. Staðreyndin

Fimm sinnum fyrr

er nefnilega sú að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða. Gerður var hagstæður samningur við íslenska fyrirtækið Funshine sem flytur inn gæða endurskinsmerki sem eru CE-vottuð frá Svíþjóð og er hvert endurskinsmerki innpakkað í plast og með íslenskum leiðbeiningum. Einingar félagsins gáfu um 7000 endurskinsmerki á árinu.

56 | Árbók 2017


Flugeldaforvarnir Í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá, Odda og Póstinn sendi félagið þrettánda árið í röð gjafabréf fyrir flugeldagleraugum til allra barna 10 til 15 ára á landinu sem hægt var að innleysa á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Tekinn var upp forvarnaþátturinn Fólk og flugeldar í samstarfi við Sjóvá og sjónvarpstöðinni Hringbraut. Þar var farið yfir hvernig á að umgangast flugelda til að fyrirbyggja slys og farið yfir fyrstu viðbrögð við slysum. Farið var yfir sögu og þróun flugeldasölu á íslandi. Var þátturinn sýndur í heild og einnig í stuttum myndbrotum á milli jóla og nýárs. Auk þess voru myndbrotin sett á samfélagssíðuna Youtube. Vodafone Live fylgdi starfsmanni almennra slysavarna og var Gróubúð heimsótt, litið var inn til slysavarnafélaga sem voru að undirbúa hádegismat fyrir um 200 félaga í flugeldasölu víða um höfuðborgasvæðið. Einnig var litið inn í flugeldasöluna hjá Ársæli og farið var yfir mikilvægi öryggisbúnaðar í tengslum við flugelda. Starfsmaður almennra slysavarna var beðinn um að útbúa fræðslumyndband fyrir börn um flugeldaforvarnir sem var sýnt á Krakka RÚV.

Slysavarnir | 57


Kvennaþing 2016

58 | Árbók 2017


Dagana 9. – 11. september 2016 stóð Slysavarnadeildin Hafdís Fáskrúðsfirði fyrir tólfta kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á þingið mættu um 170 konur frá 17 deildum. Haldinn var formannafundur í hádeginu á föstudeginum á Fosshótel. Slysavarnadeildin Hafdís fékk fyrirtæki í bænum til að taka á móti gestum þingsins yfir daginn og var víðsvegar boðið upp á veglegar veitingar. Boðið var til kvöldverðar í Félagsheimilinu Skrúð þar sem þingið var sett. Eftir hana var farið í létta gönguferð og var búið að skipuleggja óvænta viðburði á leiðinni, en vegna mikillar úrkomu var ferðin stytt og Loðnuvinnsla Fáskrúðsfjarðar bauð til veglegrar móttöku í Norðurljósahúsi Íslands. Fræðslufyrirlestrar þingsins voru um Nauðsýn góðra Fundagerða, skyndihjálp og Að lifa í núinu. Í hádegishléi kom stjórn Slysavarnafélags Landsbjargar og heilsaði upp á gesti þingsins og ávarpaði Smári Sigurðsson formaður gestina. Mun næsta Kvennaþing vera haldið á Snæfellsnesi í september 2018. Slysavarnir | 59


Veggspjöld og útgefið efni Félagið heldur áfram að bjóða upp á veggspjöld tengt stillingu reiðhjólahjálma og viðbrögð við drukknum. Tekin var sú ákvörðun að yfirfara og endurútgefa fræðsluefni félagsins og mun bæklingurinn Örugg efri ár verða endurnýjaður og tilbúinn til dreifingar á haustdögum. Eldvarnabandalagið Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Þetta árið voru þrjú áhersluverkefni hjá bandalaginu. Í fyrsta lagi að vinna að úrbótum á eldvörnum á heimilum og var lögð áhersla á ungt fólk og leigjendur. Í öðru lagi var unnið áfram með verkefnið „Eigið eldvarnaeftirlit“ og unnið að innleiðingu hjá þremur sveitafélögum. Í þriðja lagi var unnið að því að auka öryggi og eldvarnir vegna loga- og hitavinnu. Hópurinn stendur fyrir degi reykskynjarans sem er 1.des ár hvert þegar aðventan gengur í garð, mikil aukning á kertanotkun og mikilvægt að minna á. Slysavarnarráðstefna Safety 2016 Í september fóru 10 fulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg til Tampere í Finnlandi á heimsráðstefnuna Safety 2016. Átta fulltrúar frá slysavarnadeildunum Dagbjörgu, Hafdísi og Reykjavík, einn starfsmaður skrifstofu sem farastjóri og fulltrúi stjórnar. Þar voru samankomnir 1200 gestir alls staðar af úr heiminum sem vinna að slysa og forvörnum. Hópurinn var ánægður með ferðina og upplifði hversu mikilvægt er að fulltrúar félagsins fari reglulega á ráðstefnur hérlendis og erlendis til að skapa og efla tengsl við aðra sem vinna að slysavörnum. Félagar þurfa að afla sér nýrrar þekkingar og fá nýja sýn á starfið sitt. Þessi ráðstefna undirstrikar að sú þekking og reynsla sem hefur skapast í sjálfboðastarfi SL á fullt erindi inn á slíka ráðstefnu og gefur hljómgrunn til að senda fulltrúa frá félaginu til að deilda og miðla árangri félagsins í slysavörnum. Það var augljóst að við erum mjög framarlega á mörgum sviðum og má þar nefna þann ávinning sem hefur hlotist af forvarnastarfi félagsins tengt hjálma og bílbeltanotkun barna.

60 | Árbók 2017


Einnig er mikilvægt fyrir Slysavarnaráðstefnu félagsins að geta boðið til okkar erlenda gesti sem skara fram úr í slysavörnum. Þetta er mikilvægur liður í að fræða og mennta félagsmenn okkar og þá sem koma að þessum málaflokki í samfélaginu. Félagar í slysavarnadeildum Á facebook er lokaður hópur fyrir félaga í slysavarnadeildum og þar eru skráðir 410 félaga. Þetta er vettvangur þar sem félagar geta skipst á hugmyndum, komið með fyrirspurnir, birt myndir og sagt frá þeim verkefnum sem verið er að vinna að. Töluverð aukning hefur verið á notkun síðunnar á síðasta ári. Slysavarnaráðstefna Tekin var ákvörðun um að félagið haldi ráðstefnu um slysavarnir annað hvert ár í október og mun hún verða byggð upp á svipaðan hátt og Björgun. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna hófst á haustdögum og verður hún haldin á Grand Hótel dagana 20.-21. október 2017. Rýni á verkefnum almennra slysavarna Ákveðið var að rýna verkefni almennra slysavarna og var hópur úr Slysavarnanefnd valinn og hófst sú vinna í október.

Slysavarnir | 61


Verkefni slysavarnadeilda Slysavarnadeildir félagsins vinna mörg góð verkefni og í töflunni hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um þau verkefni.

Slysavarnaverkefni Fjáröflunarverkefni Gjafir Skemmtanir

62 | Árbók 2017


Slysavarnaverkefni

Fjáröflunarverkefni

Öryggisheimsóknir til aldraðra

Veisluþjónusta

Slysavarnaganga

Mærudagar

Hjóladagar/ hjálmaskoðun

Föndur / Handverksmarkaður / Jólaföndur

Aðhald við unga ökumenn

Basar

Gjafir

Skemmtanir

Gefa 7 og 8. bekk fyrstu hjálpar námskeið

Kósíkvöld Félagsvist

Björgunarvesti við hafnir

Prjónakaffi

Hjartastuðtæki

Opið hús

Kaffihlaðborð / kökusala

Endurlífgunardúkka í sundlaugina

Kökusam-keppni

Hálendisvakt

Sjómannadagurinn

Heimsóknir á elliheimili / spila

Niðurgreiða námskeið fyrir verðandi barnapíur

Sjómannadagsmerkið

Safetravel dagurinn

Vaktir og gæsla

Skoða leiktæki á leikskólanum

Erfidrykkjur

Fiskidagurinn

Happadrætti

Landshlutaþing

Endurskinsmerki

Árshátíðir

Næturljós

Matreiðslu-námskeið

Bingó

Gefa reiðhjólahjálma

Endurskinsvesti

Selja reykskynjara

Nýburagjafir

Gátlistar

Elda fyrir viðbragðsaðila t.d. á Menningarnótt

Styrktarsjóður

Veggspjöld / bæklingar Endurskinsmerki Eldvarnir á heimilum

Selja Candyfloss Blómasala

Heimsóknir til deilda

Reykskynjarar handa fermingarbörnum

Ýmiskonar fræðsla

Öryggi barna á heimilum

Kvennaþing

Greiða niður reiðhjólahjálma Endurskinsvesti

Skeyta og kortaþjónusta Sjúkrakassasala

Flugeldaforvarnir

Útseld vinna / þrif / talning/ pakka vöru

Skíðaforvarnir

Glervörur

Trampolín

Leiðisgreinar Félagsvist Pennasala Laufabrauð Flóamarkaður

Slysavarnir | 63


Aรฐgerรฐamรกl 64 | ร rbรณk 2017


922

Árið 2016 var heilt yfir meðalár hjá björgunarsveitum. Tíðarfar var í betra lagi og því minna um ófærðar- og óveðursútköll en oft áður.

aðgerðir 2016

Alls sinntu björgunarsveitir 922 aðgerðum að frátöldum verkefnum hálendisvaktar og er ljóst að veðurfar hefur verið björgunarsveitum hliðhollt þetta árið. Gerð er sérstök grein fyrir þeim málaflokki á í annarri grein í

árbókinni. Í sögulegu samhengi eru verkefni björgunarsveita árið 2016 á meðaltali áranna 2005 til 2015. 2014 og 2015 voru óvenjuannasöm ár og var tíðafar þar stærsti áhrifaþátturinn. Yfirlit yfir útköll björgunarsveita eru afar áreiðanleg enda er tölfræðin tekin útúr aðgerðagrunni félagsins sem er stjórntækið sem er notað til að halda utanum framgang aðgerða. Mikið aðhald er að björgunarsveitum að boða útköll með formlegum hætti með sms og er stjórnkerfi aðgerðamála því vel upplýst um stöðu mála og tekið er eftir ef gleymist að skrá aðgerðir.

Aðgerðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005-2016 (F3-F1) 2000 1800 1600

Fjöldi aðgerða

1400 1200 1000 800 600 400 200 0

2005

2006

2007

2008

2009

2010

Aðgerðir (F3-F1)

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Meðaltal

Grafið hér fyrir ofan sýnir fjölda útkalla björgunarsveita þar sem kallað var út á forgangi F3 til F1 og teljast til hefðbundinna verkefna björgunarsveita. Starfssemi björgunarsveita er umfangsmeiri en þetta graf sýnir og munar þar helst um þjónustuverkefni ýmiskonar sem oft eru fjáröflunarverkefni og síðan æfingar björgunarsveita. Hér eftirfarandi er graf yfir öll verkefni björgunarsveita að meðtaldri hálendisvakt björgunarsveita sem er að hluta til viðbragð við atburðum sem að óbreyttu hefðu getað leitt til útkalls björgunarsveita og hluta til fræðslu og forvarnarverkefni. Ljóst er að þjónustuverkefni björgunanrsveita sérstaklega lokunarverkefni í ófærð fyrir Vegagerðina eru mikilvæg forvarnarverkefni og draga úr fjölda útkalla. Betra hefur reynst að loka erfiðustu vegspottum á þjóðvegum landsins sem liggja sumir yfir heiðar þar sem fyrirséð er að vegfarendur lendi í vandræðum verði ekkert að gert. Aðgerðamál | 65


Hraði

Umfang

Aðgerð byrjaði

Aðgerð lauk

Klst

Svæði

Fjöldi

Leit að rjúpnaskyttu á Héraði.

Nafn

F2

Rauður

18.11.16 – 19:47

21.11.16 – 01:15

53,5

13

467

Leit að rjúpnaskyttum við Slitvindastaði á Snæfellsnesi

F2

Rauður

05.11.16 – 22:23

06.11.16 – 20:00

21,6

5

254

Maður týndur í á Sveinsgil

F1

Gulur

12.07.16 – 18:00

14.07.16 – 05:00

35

16

239

Leit við Sveifluháls

F2

Rauður

19.06.16 – 16:37

20.06.16 – 00:50

8,2

1

167

Leit að manni á Patreksfirði

F3

Rauður

20.09.16 – 11:08

21.09.16 – 22:54

35,8

6

164

Leit á Höfuðborgarsvæðinu kk '82

F2

Gulur

14.12.16 – 20:10

15.12.16 – 00:45

4,6

1

141

235 F2-Hættustig – Rauður Keflavíkurflugvöllur

F2

Rauður

10.09.16 – 13:06

11.09.16 – 17:22

28,3

2

133

Leit að telpu í Hafnarfirði

F2

Gulur

29.08.16 – 17:30

29.08.16 – 19:30

2

1

132

Maður villtur á Fimmvörðuhálsi

F2

Rauður

08.03.16 – 13:46

08.03.16 – 23:26

9,7

16

111

Leit að manni við Öxarárdal

F2

Grænn

05.11.16 – 16:18

05.11.16 – 19:40

3,4

1

105

Rútuslys við Skálafellsafleggjara

F1

Rauður

25.10.16 – 10:45

25.10.16 – 14:40

3,9

1

105

Leit við Úlfarsfell

F2

Gulur

06.10.16 – 22:24

07.10.16 – 00:45

2,4

1

103

Innanbæjarleit í Reykjavík

F2

Gulur

09.02.16 – 00:36

09.02.16 – 03:50

3,2

1

100

Leit í Þorvaldsdal sv11

F2

Gulur

02.07.16 – 18:00

02.07.16 – 23:30

5,5

11

94

Eftirgrennslan ung stúlka

F3

Grænn

13.08.16 – 14:30

14.08.16 – 10:40

20,2

1

89

Týndur maður á Vatnsnesi

F2

Rauður

23.11.16 – 19:51

24.11.16 – 02:30

6,7

9

86

Sjálfhelda við Míganda

F2

Rauður

06.11.16 – 15:50

07.11.16 – 11:39

19,8

12

85

Leit í Esju

F2

Gulur

27.09.16 – 23:31

28.09.16 – 01:44

2,2

1

84

Maður féll í klettum í Njarðvík, Borgarfirði Eystri

F1

Gulur

20.05.16 – 16:33

20.05.16 – 16:33

0

13

79

Leit að manni við Akureyri

F2

Gulur

22.11.16 – 08:21

22.11.16 – 12:12

3,9

11

72

Leit í Grafarholti í Reykjavík

F2

Gulur

21.12.16 – 22:09

21.12.16 – 22:32

0,4

1

68

Hrafnista, týndur maður

F2

Gulur

14.09.16 – 22:29

14.09.16 – 22:50

0,4

1

64

Týndur ferðamaður við Löngufjörur

F2

Rauður

03.01.16 – 16:38

03.01.16 – 22:04

5,4

5

64

Týndur maður í grennd við Búrfellsvirkjun

F2

Gulur

30.10.16 – 21:25

31.10.16 – 23:00

25,6

3

61

Flugvél til lendingar á Keflavíkurflugvelli

F2

Rauður

26.05.16 – 00:54

26.05.16 – 01:34

0,7

2

59

Leit að manni í Fossvogi

F2

Gulur

31.05.16 – 10:25

31.05.16 – 13:51

3,4

1

56

Meðvitundarskerðing Raufarhólshellir

F2

Rauður

04.09.16 – 10:24

04.09.16 – 11:49

1,4

3

55

Nesjavallaleið, fastir bílar

F3

Gulur

25.10.16 – 12:50

25.10.16 – 14:00

1,2

1

54

Sv.3-4-9-10 Neyðarsendir í flugvél

F2

Rauður

28.08.16 – 17:37

28.08.16 – 18:34

1

3

54

Leit að týndum veiðimanni

F2

Rauður

23.06.16 – 20:00

23.06.16 – 22:10

2,2

4

52

Togari í vanda við dyrhólaey

F1

Rauður

14.10.16 – 09:19

14.10.16 – 10:51

1,5

16

51

Leit að 13 ára dreng í RVK

F2

Gulur

20.09.16 – 22:47

20.09.16 – 23:53

1,1

1

50

Þyrluslys í fjalllendi við Hengil

F1

Rauður

22.05.16 – 19:57

23.05.16 – 02:29

6,5

3

50

Maður í sjónum við Flateyri

F1

Gulur

26.07.16 – 23:27

27.07.16 – 03:10

3,7

7

48

Slasaður einstaklingur fyrir ofan flugvöll

F2

Gulur

19.05.16 – 20:29

20.05.16 – 01:45

5,3

7

48

66 | Árbók 2017


Hraði

Umfang

Aðgerð byrjaði

Aðgerð lauk

Klst

Svæði

Fjöldi

Leit að tveim konum við Helgafell

Nafn

F2

Gulur

23.04.16 – 13:55

23.04.16 – 15:15

1,3

1

47

Leit í Svarfaðardalsá

F2

Gulur

07.08.16 – 01:06

07.08.16 – 03:58

2,9

11

47

Handleggsbrotin stúlka í Fossdal Látraströnd

F2

Gulur

21.07.16 – 16:28

22.07.16 – 01:06

8,6

11

46

Leit að bát við Gletting

F2

Gulur

17.10.16 – 08:55

17.10.16 – 10:03

1,1

13

46

Leit að manni innanbæjar á Ísafirði

F2

Gulur

31.12.16 – 15:55

31.12.16 – 17:18

1,4

7

45

Neyðarsendir í gangi á Ófeigsfjarðarheiði

F2

Rauður

09.07.16 – 12:55

09.07.16 – 16:44

3,8

8

45

Leit við Hólaskjól

F2

Rauður

30.08.16 – 12:25

30.08.16 – 13:37

1,2

16

45

Týnd rjúpnaskytta á Þorskafjarðarheiði

F2

Gulur

30.10.16 – 19:36

30.10.16 – 23:00

3,4

8

44

Franskir fjallamenn í sjálfheldu – Eyjafjallajökull

F3

Rauður

08.09.16 – 14:03

08.09.16 – 18:27

4,4

16

44

Leit við Heklu.

F2

Rauður

10.08.16 – 23:31

11.08.16 – 01:30

2

16

42

Slasaður reiðhjólamaður við Bláfjallaveg

F2

Gulur

02.08.16 – 20:21

02.08.16 – 23:30

3,2

1

41

3 einstaklingar í Holtsós

F1

Gulur

10.04.16 – 16:53

10.04.16 – 18:38

1,8

16

41

Leit í Þórsmörk

F2

Gulur

22.06.16 – 18:21

22.06.16 – 22:47

4,4

16

41

Leit við Granda

F2

Gulur

21.07.16 – 00:36

21.07.16 – 03:45

3,2

1

40

Þyrla LHG hugsanlega í sjónum

F1

Rauður

28.03.16 – 16:28

28.03.16 – 17:08

0,7

3

39

Neyðarsendir við Selatanga

F3

Grænn

26.10.16 – 07:41

30.10.16 – 22:58

111,3

2

38

Bíll í höfnina á Hvammstanga

F1

Rauður

24.08.16 – 16:44

24.08.16 – 21:41

5

9

38

Kona örmagna á fjalli við Siglufjörð

F2

Gulur

31.05.16 – 23:52

01.06.16 – 05:06

5,2

10

38

Vélsleðaslys innan við Laugar

F2

Gulur

09.04.16 – 17:59

09.04.16 – 19:22

1,4

16

38

Óveður Vestfjörðum Sv7

F2

Grænn

13.03.16 – 17:17

14.03.16 – 02:35

9,3

7

38

Vélsleðaslys í Jökulgili

F1

Gulur

04.06.16 – 17:52

04.06.16 – 19:10

1,3

16

36

Bátsstrand við Álftanes

F1

Gulur

25.02.16 – 15:58

25.02.16 – 17:39

1,7

1

36

Flugvél á Keflavíkurflugvelli

F2

Gulur

31.10.16 – 23:17

01.11.16 – 00:40

1,4

2

35

Leit að manni í Vesturárdal

F2

Rauður

26.02.16 – 19:21

26.02.16 – 23:20

4

9

35

Bátur dottinn úr skyldu

F2

Rauður

11.05.16 – 09:02

12.05.16 – 03:28

18,4

7

35

Vélsleðaslys Jarlhettur

F1

Gulur

27.03.16 – 15:37

27.03.16 – 17:12

1,6

3

35

Slösuð kona á Fimmvörðuháls.

F2

Rauður

13.08.16 – 17:32

13.08.16 – 21:35

4,1

16

34

Leit að týndum einhverfum dreng

F1

Gulur

24.04.16 – 15:35

24.04.16 – 16:36

1

13

34

Slys í Skarðsheiði

F1

Gulur

06.02.16 – 13:50

06.02.16 – 17:34

3,7

4

34

Rútuslys og fastir bílar á Mosfellsheiði

F2

Gulur

20.12.16 – 16:41

20.12.16 – 19:09

2,5

1

33

Maður datt af hesti í Önundarfirði

F2

Gulur

02.10.16 – 13:45

02.10.16 – 15:28

1,7

7

33

Viltir menn á Fimmvörðuhálsi

F2

Gulur

17.08.16 – 19:50

17.08.16 – 22:30

2,7

16

33

Slasaður maður á Sólheimajökli

F1

Gulur

15.07.16 – 13:58

15.07.16 – 16:18

2,3

16

32

Óveðursaðstoð á Höfuðborgarsvæðinu

F3

Gulur

20.12.16 – 16:44

20.12.16 – 21:13

4,5

1

31

Lærbrot á Bergárdalsheiði

F2

Gulur

26.12.16 – 16:02

26.12.16 – 18:01

2

15

30

Leit við Múlakollu Ólafsfirði

F2

Gulur

27.02.16 – 16:39

27.02.16 – 17:59

1,3

11

30

Aðgerðamál | 67


Öll verkefni björgunarsveita 2013-2016 600 500 400 300 200 100 0

Jan

Feb

Mar

Apr

2013

May

Jun

2014

Jul

2015

Aug

Sep

2016

Oct

Nov

Dec

Meðaltal 2001-2012

Eins og sjá má á grafinu hér fyrir varð talsverð fækkun aðgerða samanborið við fyrri ár í flestum mánuðum ársins og er tíðni útkalla á eða undir meðaltali áranna 2001–2012. Þessar sveiflur sjást enn betur þegar skiptingin er skoðuð eftir ársfjórðungum.

Skipting aðgerða eftir ársfjórðungum 700 600

Fjöldi aðgerða

500 400 300 200 100 0

Q1

Q2 2014

Q3 2015

Q4

2016

Nánara niðurbrot má sjá á hvernig þróun útkalla hefur verið eftir landshlutaskiptingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

68 | Árbók 2017


F1-F3 aðgerðir 2016

12.79%

54.00%

33.21%

F3

F2

F1

Fjöldi aðgerða

Skipting aðgerða eftir svæðum SL (án hálendisvaktar) 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0

F3

F2

F1

Áhugavert er að sjá hversu miklar sveiflur eru á milli ára eftir landssvæðum. Þar kemur tíðarfarið inn og er klárlega stærsti áhrifaþátturinn.

Aðgerðamál | 69


Fjöldi aðgerða- breyting frá fyrra ári eftir svæðum SL 100% 80% 60% 40% 20% 0% -20%

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

15

16

18

-40% -60% 2015

2016

Áhugavert er að skoða umfang aðgerða eftir árum. Mjög erfitt er að taka saman fjölda klukkustunda sem fara í aðgerðir enda er sá mælikvarði aðeins brot af þeim tíma sem félagfólk ver í starfið. Algengt er að skipting þess tíma sem varið er í starf björgunarsveita sé eftirfarandi: Útköll

10%

Æfingar og námskeið

20%

Vinna og fjáraflarnir

50%

Fundir og félagsstarf

20%

Hér má sjá hvernig hlutfallsleg mæting í útköll er milli ára.

70 | Árbók 2017


Meðalfjöldi útkalla á einstakling 4,250

4.0

3.7

4,200 4,150

3.5

3.1

4,100

3.0

2.8

4,050

2.5

4,000

2.0

Einstaklingar (vinstri ás)

3,950

1.5

Meðaltalsmæting (hægri ás)

3,900

1.0

3,850

0.5

3,800 3,750

2014

2015

0.0

2016

Nánara niðurbrot eftir landshlutaskiptingu félagsins sýnir að talsverðar sveiflur eru milli ára. Athugið að mikil samvinna er milli landshluta þannig að þegar manna þarf stórar og umsvifamiklar aðgerðir þá leggst félagið allt á sveifarnar og létta undir með fámennum landshlutum. Í raun og veru er enginn byggðakjarni á landinu svo stór að ekki þurfi utanaðkomandi aðstoð þegar mikið liggur við.

Meðaltals mæting sjálfboðaliðans í útköll 6.00 5.00 4.00 2014

3.00

2015 2016

2.00 1.00 0.00

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

15

16

18

Aðgerðamál | 71


467

Leitaraðgerðir

í stærstu aðgerðinn

Alls voru 52 leitaraðgerð á landi á árinu 2016.

Leitaraðgerðir 2016 30 25 20 15 10 5 0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

Eftirgrennslan

10

11

12

13

15

16

18

Leit

Í tíu stærstu leitaraðgerðunum tóku 1727 félagar þátt. Tíu umfangsmestu aðgerðirnar eftir þátttöku björgunarfólks var eftirfarandi: Nafn

Aðgerð byrjaði

Klst

Svæði

Fjöldi

Leit að rjúpnaskyttu á Héraði.

18.11.16 – 19:47 21.11.16 – 01:15

Aðgerð lauk

53,5

13

467

Leit að rjúpnaskyttum við Slitvindastaði á Snæfellsnesi

05.11.16 – 22:23 06.11.16 – 20:00

21,6

5

254

Leit við Sveifluháls

19.06.16 – 16:37 20.06.16 – 00:50

8,2

1

167

Leit að manni á Patreksfirði

20.09.16 – 11:08 21.09.16 – 22:54

35,8

6

164

Leit á Höfuðborgarsvæðinu kk '82

14.12.16 – 20:10 15.12.16 – 00:45

4,6

1

141

Leit að telpu í Hafnarfirði

29.08.16 – 17:30 29.08.16 – 19:30

2

1

132

Leit að manni við Öxarárdal

05.11.16 – 16:18 05.11.16 – 19:40

3,4

1

105

Leit við Úlfarsfell

06.10.16 – 22:24 07.10.16 – 00:45

2,4

1

103

Innanbæjarleit í Reykjavík

09.02.16 – 00:36 09.02.16 – 03:50

3,2

1

100

Leit í Þorvaldsdal sv11

02.07.16 – 18:00 02.07.16 – 23:30

5,5

11

94

Svæðisstjórnir björgunarsveita og stöku sinnum einn eða tveir hópar frá björgunarsveitum fóru einnig 18 sinnum í eftirgrennslan vegna fólks sem óttast var um án þess að sú eftirgrennslan leiddi til þess að kallað væri út í umfangsmeiri leit. Í þeim tilfellum kom í ljós að ekkert amaði að þeim sem óttast var um eða að ferðamenn höfðu gleymt að láta aðstandendur vita að þeir væru komnir á áfangastað heilir á húfi. Sex sinnum voru björgunarsveitir

72 | Árbók 2017


ræstar út í eftirgrennslan vegna neyðarsólar sem sást yfir sjó. Í öllum tilfellum var um villuljós að ræða. Í sex tilfellum voru björgunarsveitir sendar til leitar vegna neyðarsenda. Í öllum tilvikum var um að ræða einstaklinga í hrakningum nema í einu tilviki þar sem sjálfvirkur neyðarsendir fór í gang þar sem skúta sem hafði horfið við Asóreyjar í júní strandaði við Selártanga á Suðurnesjum eftir að hafa verið rúma þrjá mánuði á reki. Þrjár leitaraðgerðir voru öðrum erfiðari og kölluðu á samtakamátt félagsins þannig að kalla þurfti til bjargir frá landinu öllu. Leitin að rjúpnaskyttum við Slitvindastaði Tvær rjúpnaskyttur lentu í hrakningum á veiðislóð í fjallendinu fyrir ofan Slitvindastaði á Snæfellsnesi. Afar vont veður gerði með miklu slagviðri og þoku. Þurftu mennirnir tveir að berast fyrir á berangri yfir nótt og áttu björgunarmenn afar erfitt með að komast að mönnunum. Illa var stætt í fjallgarðinum vegna mikilla sviptivinda og skipti engu hvort sótt var að norðan eða sunnan megin frá. Vann björgunarfólk mikið þrekvirki við þessar aðstæður. Einn björgunarmaður slasaðist í aðgerðinni en með samstilltu átaki eininga á vettvangi tókst að koma öllum örugglega til byggða. Alls tóku 254 manns þátt í aðgerðinni frá 41 björgunarsveit frá Hellu að Eyjafirði þátt í aðgerðinni. Leitin að rjúpnaskyttu á Hérað Tveimur vikum eftir leitina við Slitvindastaði mættu björgunarsveitir öðru krefjandi verkefni þegar rjúpnaskytta varð viðskila við veiðifélagana á Ketilsstaðahálsi á Héraði. Mikil snjókoma og nær ekkert skyggni gerðu björgunarfólki afar erfitt fyrir. Leitarsvæðið var torfært vegna fannfergis og þurfti komst leitarfólk helst áfram á þrúgum, skíðum og vélsleðum. Maðurinn hafðist við í tvo sólarhringa á fjalli og gróf sig í fönn þar til hann fannst heill á húfi um tveimur sólarhringum eftir að leit hófst. Alls tóku 467 manns frá 50 björgunarsveitum frá nær öllu landinu þátt í aðgerðinni. Leitin á Patreksfirði Í september var leitað að 54 ára karlmanni sam ættingjar voru farnir að óttast um. Bifreið mannsins fannst undir Raknadalshlíð um fimm kílómetra suðaustan við Patreksfjörð. Í fyrstu viðbrögðum var óskað eftir björgum frá landinu öllu. Maðurinn fannst látinn daginn eftir. Alls tóku 132 manns þátt í aðgerðinni frá 32 björgunarsveitum sem komu af svæðinu frá Hellu að Eyjafirði.

Aðgerðamál | 73


Slys Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 202 slys og bráðaveikindi á F1 og F2 forgangi á árinu. Björgunarsveitir komu að aðgerðum þar sem rútur höfðu oltið eða lent utan vegar og 23 slysum þar sem bílar höfðu lent í árekstrum eða lent utan vegar. 180 160

Alvarleiki aðgerða 2016 (án hálendisvaktar)

140 120 100 80 60 40 20 0

F3

F2

F1

Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins við björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi þar sem meðlimir björgunarsveitarinnar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Á árinu 2016 sinnti Kjölur alls 20 aðgerðum bæði slysum og bráðaveikindum á F1 og 30 aðgerðum á F2. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 25 aðgerðum á árinu á F1 bæði slysum og bráðaveikindum og 14 á F2. Þessar tvær björgunarsveitir sinna rétt tæpum helmingi F1 aðgerða á landsvísu.

74 | Árbók 2017


Útköll á sjó 120

Aðgerðir á landi og sjó 2016

100 80 60 40

105 64

20 0

19 4

5

35 1

32 23 2

12 3

21 05

Sjór

21

19 1

14 0

6

1

13 2

25 1

10

15 0

1

42

Land

Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 116 aðgerðir á sjó á árinu miðað við 160 á árinu 2015. Talsvert var um vélarvana báta eða um 30 talsins á árinu.

Alvarleiki aðgerða á sjó 2016 20 18 16 14 12 10

8 6 4 2 0

F4

F3

F2

F1

Aðgerðamál | 75


0

Þórður Kristjánsson 7738 Gróa Pétursdóttir Stefnir 7633 Fiskaklettur Þorbjörn Árni í Tungu Njörður Garðarsson (7673) Ægir Gunnjón Þorsteinn Gaui Páls Margrét Guðbrandsdóttir Einar Guðbjartsson Sæbjörg 2 Klakkur Reynir Berserkir Guðfinna Sig Ósk bátur Lómur bátur Kópur bátur Dýri bátur Sæbjörg Bátur Gísli Gúmm Ernir Gísli Helga Páls Björg Pólsstjarnan Birna Aðalbjörg SKB901 Hrísey bátur Súlur bátur Garðar Jón Kjartansson Núpur bátur Hafliði Jón Kr Pólsstjarnan harðbotna Ísólfur bátur Gerpir Glæsir Brimrún bátur Ársól bátur Geisli Hafdís Geisli Sædís Bára-Dröfn BJÖRGVIN 7766 Hella skip Eykyndill

Einar Sigurjónsson Hannes Þ Hafstein TFSL Oddur V. Gíslason TFNF Bs Björg TFPP Bj Vörður II TFPT Gunnar Friðriksson TFIO Bs Húnabjörg TFSA Sigurvin Gunnbjörg TFRF Bs Sveinbjörn Sveinsson TFVN BS Hafbjörg TFTS Bs Ingibjörg TFHE Bs Þór

0 Bs Ásgrímur S. Björnsson TFPE

Útköll björgunarskipa

30

25

2014

10

9

1

76 | Árbók 2017

2

3

4

5

6

2015

2014

7

2016

20

15

10

5

1 1 2 2 5 6 7 9 10 12 13 13 13 18

Útköll harðbotnabáta

2015 2016

8

7

6

5

4

3

2

1

8

9

11

12

13

15 16 18


Sex bátar og skip strönduðu á árinu við strendur landsins og var lífbjörg í öllum tilvikum. Engin stór skip strönduðu á árinu. Fyrsta strand ársins var þegar bátur strandaði í janúarmánuði á skeri við innsiglingu í Kokkálsvík sem er lífhöfn Drangsness. Í Febrúar steytti lítill plastbátur á skeri út undan Álftanesi. Í Maí strandaði bátur við Engey og kom það útkall ofaní annað útkall þar sem björgunarsveitir höfðu verið kallaðar út til að aðstoða vélarvana bát 11,4 sjómílur vestur af Akranesi. Lítill skemmtibátur strandaði í Siglufirði í Júlí með fjórum innanborðs. Í ágúsr strandaði bátur undir Króksbjargi á SkagaÍ október strandaði annar bátur um 40m frá hafnarbryggjunni. Í Október strandaði togari með27 manns innanborðs við Dyrhólaey

Alvarleiki í aðgerðum á sjó eftir svæðum 2016 20 18 16 14 12 10

8 6 4

Vestmannaeyjar

Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýsla

Hornafjörður, Öræfi

Austfirðir

F1

Þingeyjarsýslur

F2

Eyjafjörður

Skagafjörður

F3

Húnavatnssýsla

F4

Strandasýsla

Vestfirðir Norður

Vestfirðir Suður

Akranes og Borgarfjörður

Árnessýsla

Suðurnes

Höfuðborgarsvæðið

0

Snæfellsnes, Mýrar- og Dalasýsla

2

Æfingar – Landsæfing á sjó Landsæfing á sjó er haldin annað hvert ár og er mikilvægur þáttur í að þjálfa björgunarsveitir í samhæfingu í stærri aðgerðum. Þetta árið var æfingin haldin á austfjörðum nánar til tekið á Norðfirði og björgunarsveitir á austfjörðum veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd æfingarinnar. Björgunarskip og bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Aðgerðamál | 77


glímdu við ýmis verkefni innan Norðfjarðar. Verkefnin voru að venju af ýmsum toga og var leitast við að þjálfa áhafnir í helstu þáttum sjóbjörgunar t.d. að bjarga manni úr sjó, sjódælingu, slökkvistarfi, fyrstu hjálp, leit og björgun á sjó, meðferð fluglínutækja og fleiru sem sjóbjörgunarfólk þarf að kunna. Hvenær eru björgunarsveitir kallaðar út? Til gamans má skoða hvenær sólarhrings björgunarsveitir mega eiga von á því að vera kallaðar út. Útköll virðast dreifast nokkuð jafnt á virkum dögum nema hvað miðvikudagar virðast vera rólegastir og síðan má sjá nokkra aukningu um helgar.

Skipting útkalla eftir vikudögum 20.0% 18.0% 16.0% 14.0% 12.0% 10.0% 8.0% 6.0% 4.0% 2.0% 0.0%

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur 2014

2015

Fimmtudagur 2016

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

Meðaltal

Almennt séð eru verkefni björgunarsveita nokkuð dreifð yfir daginn. Útköll að næturlagi eru ekki algeng en þó ekki óþekkt.

78 | Árbók 2017


Tímar dags 10.0% 9.0% 8.0% 7.0% 6.0% 5.0% 4.0% 3.0% 2.0% 1.0% 0.0%

1

2

3

4

5

6

7

8

2014

9

10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 2015

2016

0

Meðaltal

Verkefnin byrja upp úr klukkan 8.00 á morgnana, ná ákveðnum topp uppúr 14.00 og toppa síðan aftur milli 16.00 og 17.00 og hjaðna síðan niður eftir því sem líður á kvöldið.

Aðgerðamál | 79


Einingar 2016 80 | ร rbรณk 2017


Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar Undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa þúsundir sjálfboðaliða, í 94 björgunarsveitum, 33 slysavarna- og kvennadeildum og 54 unglingadeildum. Þessir hópar mynda þéttriðið öryggisnet um land allt og eru tilbúnar að bregðast við þegar áföll dynja yfir og óhöpp gerast. Leitar- og björgunarstarf á Íslandi byggir á sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Yfir 4.000 sjálfboðaliðar, konur og karlar eru á útkallslista félagsins, sérhæft björgunarfólk sem er reiðubúið til að leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður!

Einingar SL | 81


Svæði 7 Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarsveit Mýrarhrepps

Svæði 6

Björgunarsveitin Björg Suðureyri

Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Kópur

Björgunarsveitin Dýri Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Kofri

Björgunarsveitin Tálkni

Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri

Hjálparsveitin Lómfell

Björgunarsveitin Tindar

Svæði 9 Björgunarfélagið Blanda Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Strönd

Svæði 5 Björgunarsveitin Berserkir

Svæði 8

Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ

Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Dagrenning – Hólmavík Björgunarsveitin Strandasól

Björgunarsveitin Ósk Svæði 1 Alþjóðabjörgunarsveit ICE-SAR Björgunarhundasveit Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunar sv

Björgunarsveitin Ársæll

Svæði 4 Björgunarfélag Akraness Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Ok

Björgunarsveitin Kjölur Björgunarsveitin Kyndill – Mosf. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjavík Leitarhundar SL

Svæði 2

Svæði 3 Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Sigurgeir

Björgunarsveitin Ægir Garði

Hjálparsveit skáta Hveragerði

Björgunarsveitin Sigurvon

Hjálparsveitin Tintron

Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Þorbjörn

Svæði 18 Björgunarfélag Vestmannaeyja

82 | Árbók 2017


da

ar

nd

Svæði 11

Svæði 12

Björgunarsveit Árskógsstrandar

Björgunarsveitin Garðar

Björgunarsveitin Ægir Grenivík

Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitin Dalvík

Björgunarsveitin Núpar

Björgunarsveitin Jörundur

Björgunarsveitin Pólstjarnan

Björgunarsveitin Sæþór

Björgunarsveitin Stefán

Björgunarsveitin Tindur

Björgunarsveitin Þingey

Björgunarsveitin Týr

Hjálparsveit skáta Aðaldal

Hjálparsveitin Dalbjörg

Hjálparsveit skáta Reykjadal

Súlur – Björgunarsveitin á Akureyri Svæði 13

Svæði 10

Björgunarsveitin Gerpir

Björgunarsveitin Grettir

Björgunarsveitin Ársól

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Björgunarsveitin Bára

Björgunarsveitin Strákar

Björgunarsveitin Brimrún

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð

Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Hérað

ar sveitir 2016

a

Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Vopni Hjálparsveit skáta á Fjöllum

Svæði 15 Svæði 16 Björgunarsveit Landeyja

Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveitin Kári

Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning – Hvolsvöllur Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Víkverji Flugbjörgunarsveitin A-Eyjafjöllum Flugbjörgunarsveitin Hellu Einingar SL | 83


Svæði 7 Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík – Bolungarvík Slysavarnadeild Hnífsdals – Hnífsdal Slysavarnadeildin Hjálp – Bolungarvík Slysavarnadeildin Iðunn – Ísafjörður Svæði 10

Svæði 6 Slysavarnadeildin Gyða – Bíldudal Slysavarnadeildin Unnur – Patreksfjörður

Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar – Sauðárkrókur Slysavarnadeildin Harpa – Hofsós Slysavarnadeildin Vörn – Siglufirði Svæði 9

Svæði 5 Slysavarnadeild Dalasýslu – Búðardalur Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir – Hellissandur Slysavarnadeildin Sumargjöf – Ólafsvík Slysavarnadeildin Snæbjörg – Grundarfjörður

Slysavarnadeildin Káraborg – Hvammstangi

Slysavarna de

Svæði 4 Slysavarnadeildin Líf – Akranes Svæði 1 Slysavarnadeildin í Reykjavík – Reykjavík Slysavarnadeildin Hraunprýði – Hafnarfjörður Slysavarnadeildin Varðan – Seltjarnarnes Slysavarnadeild Kópavogs – Kópavogur Svæði 2 Slysavarnadeildin Dagbjörg – Reykjanesbær Slysavarnadeildin Þórkatla – Grindavík Slysavarnadeildin Una – Garði Svæði 3 Slysavarnadeildin Björg – Eyrarbakka Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson – Selfoss 84 | Árbók 2017


Svæði 12 Slysavarnadeild kvenna Húsavík – Húsavík Slysavarnadeildin Hringur – Mývatn

Svæði 11 Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði – Ólafsfjörður Slysavarnadeildin á Akureyri – Akureyri Slysavarnadeildin Dalvík – Dalvík

Svæði 13

na deildir 2016

Slysavarnadeildin Ársól – Reyðarfjörður Slysavarnadeildin Hafdís – Fáskrúðsfjörður Slysavarnadeildin Hafrún – Eskifjörður Slysavarnadeildin Rán – Seyðisfjörður Slysavarnadeildin Sjöfn – Vopnafjörður

Svæði 15 Slysavarnadeildin Framtíðin – Höfn

Svæði 18 Slysavarnadeildin Eykyndill – Vestmannaeyjar Einingar SL | 85


Svæði 7 Svæði 6

Unglingadeildin Björg

Unglingadeildin Bjarmi

Unglingadeildin Ernir

Unglingadeildin Kópur

Unglingadeildin Hafstjarnan

Unglingadeildin Vestri

Unglingadeildin Kofri Unglingadeildin Sæunn

Svæði 9

Unglingadeildin Tindar

Unglingadeildin Blanda Unglingadeildin Skjöldur Unglingadeildin Strönd

Svæði 5 Unglingadeildin Dreki

Svæði 8

Unglingadeildin Heimalingar

Unglingadeildin Sigfús

Unglingadeildin Hólmverjar Unglingadeildin Óskar Unglingadeildin Pjakkur

Unglinga de

Svæði 1 Unglingadeild HSG Unglingadeildin Árný Svæði 4

Unglingadeildin Björgúlfur

Unglingadeildin Arnes

Unglingadeildin Kyndill

Unglingadeildin Litla Brák

Unglingadeildin Stormur Unglingadeildin Ugla

Svæði 3 Unglingadeild Tintron Unglingadeildin Bogga Unglingadeildin Bruni Unglingadeildin Greipur Unglingadeildin Ingunn Unglingadeildin Strumpur

Svæði 2 Unglingadeildin Hafbjörg

Unglingadeildin Ungar Unglingadeildin Vindur

Unglingadeildin Klettur Unglingadeildin Rán Unglingadeildin Tígull Unglingadeildin Von 86 | Árbók 2017

Svæði 18 Unglingadeildin Eyjar


Svæði 11

Svæði 12

Unglingadeild Árskógsstrandar

Unglingadeildin Goði

Unglingadeildin Bangsar

Unglingadeildin Mývargar

Unglingadeildin Dasar

Unglingadeildin Náttfari

Unglingadeildin Djarfur

Unglingadeildin Núpar

Unglingadeildin Týr

Unglingadeildin Þór

ur

Svæði 10 Unglingadeildin Glaumur Unglingadeildin Smástrákar Unglingadeildin Trölli

Svæði 13 Unglingadeildin Ársól Unglingadeildin Efling Unglingadeildin Gerpir Unglingadeildin Helga Unglingadeildin Héraðsstubbar Unglingadeildin Jökull

ga deildir 2016

Unglingadeildin Logi Unglingadeildin Særún Unglingadeildin Vopni

Svæði 15 Svæði 16

Unglingadeildin Brandur

Unglingadeild Landeyja Unglingadeildin Hellingur Unglingadeildin Ýmir

Einingar SL | 87


Lรถg


Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr.

Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr.

Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr.

Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins. 4. gr.

Skipulag Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum. 5. gr.

Aðild Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunar- og/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við Bandalag íslenskra skáta og önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar og félagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefnd skilyrði, inngöngu með fyrirvara um samþykki þings. Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með tveggja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Lög SL | 89


6. gr.

Réttindi og skyldur félagseininga Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar. Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. *Reglugerð nr. 1/2009 7. gr.

Fjármál Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins. 8. gr.

Landsþing Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef 3/4 virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.

90 | Árbók 2017


Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 3) Skýrslur stjórnar og reikningar. 4) Inntaka nýrra félagseininga. 5) Niðurstöður milliþinganefnda. 6) Ýmis þingmál. 7) Lagabreytingar. 8) Kosning: a) formanns, b) átta stjórnarmanna, c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar, e) annarra nefnda. 9) Önnur mál. Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. 9. gr.

Réttindi á landsþingi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi. Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr.

Lög SL | 91


10. gr.

Stjórn Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir lögráða menn. Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda. Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins. 11. gr.

Skýrsla stjórnar Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 12. gr.

Milliþinganefndir Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna: a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög. c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan 92 | Árbók 2017


stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. 13. gr.

Varasjóður Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ætlað: a) að mæta hugsanlegum samdrætti í tekjum; b) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir; c) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða. Fé er lagt í varasjóð í samræmi við samþykktir fulltrúaráðsfunda og landsþinga. Varasjóð skal byggja upp að því marki að upphæð hans nemi um það bil heildarlaunagreiðslum félagsins í sex mánuði og beinum framlögum aðildareininga í 12 mánuði. Þar til því marki er náð skal ávöxtun varasjóðs bætt við höfuðstól hans. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings. Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. 14. gr.

Fulltrúaráð Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi og hver stjórnarmaður félagsins hefur eitt atkvæði. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins. 15. gr.

Formannafundir Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

Lög SL | 93


16. gr.

Endurskoðun Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir landsþingi félagsins, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli landsþing reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhaldsþings sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 17. gr.

Reglur – reglugerðir Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins. 18. gr.

Lagabreytingar og framboðsfrestur Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr.

Gildistaka Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 25. maí 2013.

94 | Árbók 2017


Slysavarnir | 95


Siรฐareglur 96 | ร rbรณk 2017


Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. Siðareglurnar koma m.a. að gagni á eftirfarandi hátt: • Gefa skýrt til kynna hvaða gildi eru mikilvæg fyrir menningu félagsins. • Hvetja til faglegra vinnubragða. • Auka samkennd og samheldni. • Upplýsa um þau atriði sem félagið leggur áherslu á í samskiptum við almenning. • Minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum. • Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins; fórnfýsi, forystu og fagmennsku. • Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða merki. • Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. • Við virðum lög og reglugerðir. • Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. • Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. • Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni.

Siðareglur | 97


• Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. • Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. • Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir mannorð okkar og félagsins. • Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum. • Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. • Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verkefnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. • Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða starfið til að varðveita hæfni okkar. • Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. • Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. • Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim. • Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar. • Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. • Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. • Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. • Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. • Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. • Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu.

Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framangreindar reglur séu hluti þeirra. Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.

98 | Árbók 2017


ร rbรณk 2017 | 99


Við styðjum Slysavarnafélagið Landsbjörg Afl starfsgreinafélag

Frár ehf.

Akureyrarbær

Freydís sf.

Alþýðusamband Íslands

Gjögur hf.

Baader Ísland ehf.

Grundarfjarðarbær

Hafbáran ehf.

Grundarfjarðarhöfn

Beitir ehf.

Gullberg ehf

Bolungavíkurhöfn

Gúmmísteypa Þ. Lárussonar

Brunavarnir Suðurnesja

Hafnarfjarðarhöfn

Dalvíkurhafnir Dalvík – Árskógsströnd – Hauganes

Hafnarsamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar

Djúpavogshöfn Hafnarsjóður Þorlákshafnar Farmanna-og fiskimannasamband Íslands

Hafnir Ísafjarðarbæjar

Félag Skipstjórnarmanna

Hita-og vatnsveita Mosfellsbæjar

Fisk Seafood

Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ

Fiskm. Bolungarvíkur og Suðureyrar

Hjálmar ehf.

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Hlaðbær-Colas hf.

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf.

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.

Fiskmarkaður Austurlands hf.

Húsavíkurhöfn

Fiskvinnslan Íslandssaga

Raufarhöfn, Kópasker

100 | Árbók 2017


Ísfélag Vestmannaeyja hf.

Stegla ehf. Tálknafirði

Klúka ehf.

Steinunn ehf.

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Súðavíkurhöfn

Listmunasala Fold

Sveitarfélagið Garður

Löndun ehf.

Tækniþjónusta

Pétursey Reykjanesbær Reykjaneshöfn Samvinnufélag Útgerðarmanna Segull ehf. Seyðisfjarðarkaupstaður Sigurbjörn ehf. Sigurður Ólafsson ehf. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

Vestfjarða ehf. Valberg ehf. Verkalýðsfélagið Hlíf Verslunarmannafélag Suðurnesja Vestmannaeyjahöfn Vesturbyggð Vélsmiðjan Foss ehf. Vopnafjarðarhöfn Vörður tryggingar Þórsberg ehf. Fjallabyggðarhafnir Siglufjarðarhöfn og Ólafsfjarðarhöfn Kópavogshöfn

Árbók 2017 | 101


Við styðjum Slysavarnafélagið Landsbjörg

Hvalur hf.

www.lvf.is

102 | Árbók 2017


ร rbรณk 2017


Árbók 2017 BAKVARÐASVEITIN

Ertu bakvörður? Þjóðin treystir björgunarsveitunum sem treysta á dýrmæta liðveislu bakvarðanna. Þeir leggja okkur lið með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Þú getur lagt okkur lið og orðið félagi í Bakvarðasveitinni - stærstu björgunarsveit landsins. Skráðu þig á landsbjorg.is.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.