BIKARBLAÐIÐ 2025
Körfuknattleiksdeild KR

BIKARBLAÐIÐ 2025
Körfuknattleiksdeild KR
una þeim til stuðnings. KR er óumflýjanleg staðreynd í fremstu röð íslensks körfubolta og sama hvað bjátar á komum við alltaf aftur. Enginn getur stöðvað oss.
Sjáumst í Smáranum og á Meistaravöllum í vor, strákarnir og stelpurnar þurfa á ykkur að halda.
Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeildar KR
í 1. deild kvenna og svo KR og Höttur í Bónusdeild karla. Allur ágóði af miðasölu sem og ágóði af sölu einstakra góðgerðabola runnu til Einstakra barna. Við viljum þakka öllum sem mættu á Meistaravelli og styrktu þetta mikilvæga málefni.
KR er það félag sem hefur oftast orðið bikarmeistari karla eða 12 sinnum, síðast 2017 en alls hefur félagið leikið 21 bikarúrslitaleik í sögu bikarkeppninnar sem nær aftur til 1970. Félagið er einnig á toppnum yfir flest bikarsilfur. Við fengum tölfræðisnillinginn
Rúnar Birgi Gíslason til að taka saman nokkra punkta, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Án þess að hafa það alveg á hreinu má gefa sér, skv.
Stattnördunum, að KR sé það lið sem leikið hefur flesta bikarleiki í sögunni, hafa verið með frá upphafi og oft komist í úrslit svo
þeir hafa leikið marga leiki í þessari keppni.
KR hefur leikið rúmlega 160 bikarleiki og mætt í þeim 30 mismunandi liðum, oftast hafa andstæðingarnir verið Njarðvík eða 24 sinnum en næstir koma Valsmenn með 15 viðureignir.
Þetta er í fjórða sinn sem KR mætir Stjörnunni í bikarkeppninni og er staðreyndin sú að Garðbæingar hafa alltaf farið með sigur af hólmi, en því breytum við í dag.
Flestir bikarmeistaratitlar karla 1970–2024:
12 KR (1970, 71, 72, 73, 74, 77, 79, 84, 91, 2011, 16 & 17)
9 Njarðvík (1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002, 05, 21)
7 Keflavík (1993, 94, 97, 2003, 04, 2012, 2024)
6 Stjarnan (2009, 2013, 2015, 2019, 2020, 2022)
5 Grindavík (1995, 98, 2000, 06, 14)
4 Valur (1980, 81, 83, 2023)
3 Haukar (1985, 86, 96)
2 Ármann (1975, 76)
2 ÍR (2001, 07)
2 Snæfell (2008, 2010)
1 Tindastóll (2018)
1 ÍS (1978)
1 Fram (1982)
Andstæðingar KR í bikarleikjum, raðað eftir fjölda
viðureigna:
Njarðvík 24
Valur 15
Grindavík 12
Keflavík 12
Tindastóll 9 ÍS 8
Haukar 7 ÍR 7
Breiðablik 5
Hamar 5
Höttur 5
Snæfell 5
Ármann 3
Fram 3
ÍA 3
Laugdælir 3
Skallagrímur 3
Stjarnan 3
Þór Ak. 3
Þór Þ. 3
Hamar / Selfoss 2
Haukar b 2
ÍS b 2
KR b 2
Hrunamenn 1
ÍV 1
Fyrirliðar KR sem hafa lyft bikarnum:
Einar Bollason 3 sinnum (1970, 71, 79)
Kristinn Stefánsson 3 sinnum (1972, 73, 74)
Brynjar Þór Björnsson 2 sinnum (2016, 17)
Kolbeinn Pálsson 1 sinni (1977)
Garðar Jóhannsson 1 sinni (1984)
Guðni Guðnason 1 sinni (1991)
Fannar Ólafsson 1 sinni (2011)
Þjálfarar sem hafa gert KR að bikarmeisturum:
Einar Bollason 3 sinnum (1973, 74, 77)
Finnur Freyr Stefánsson 2 sinnum (2016, 17)
Jón Otti Ólafsson 2 sinnum (1971, 72)
Kolbeinn Pálsson 1 sinni (1970)
Gunnar Gunnarsson 1 sinni (1979)
Jón Sigurðsson 1 sinni (1984)
Páll Kolbeinsson 1 sinni (1991)
Hrafn Kristjánsosn 1 sinni (2011)
Einn leikmaðurinn í núverandi hóp KR hefur orðið bikarmeistari, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, sem varð bikarmeistari með KR 2016 og 2017.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó, er fyrirliði okkar KRinga. Tóti hefur tvívegis orðið bikarmeistari með meistaraflokki KR, árin 2016 og 2017. Tóti lék til úrslita í bikarnum í fyrra með Stólunum, þannig að hann þekkir þessa keppni vel. Við tókum fyrirliðann í lauflétt spjall.
Hvernig er að vera kominn aftur með KR í bikarhelgi?
Það er mjög spennandi að vera kominn aftur í bikarhelgi með KR. Við strákarnir erum vel gíraðir og það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum á miðvikudaginn.
Áttu einhverja sérstaklega góða bikarminningu með KR?
Bikarhelgin 2017 stendur uppúr. Þegar við unnum titilinn í meistaraflokki annað árið í röð og síðan unnum við í unglingaflokk bikarinn daginn eftir líka.
Hvernig finnst þér tímabilið hafa spilast hingað til?
Tímabilið hefur spilast fínt hjá okkur núna, höfum átt smá erfitt með að tengja saman frammistöður en gæðin eru klárlega til staðar og okkur finnst við geta borið okkur saman við hvaða lið sem er í deildinni. Mjög mikilvægir leikir framundan og þá er skemmtilegast að vera í þessu. Við ætlum að gefa allt í þetta og stefnum langt.
Hvað þarf KR að gera til að vinna Stjörnuna í undanúrslitum?
Við þurfum að vera einbeittir og agaðir. Höfum spilað tvo hörkuleiki við þá í vetur. Þeir spila hratt og eru með marga góða leikmenn. Síðan þurfum við líka að vera óhræddir og keyra á þetta.
Eitthvað að lokum?
Allir á völlinn og áfram KR!
Jakob Sigurðarson, er KRingum vel kunnugur. Jakob spilaði sinn fyrsta
meistaraflokksleik með KR árið 1999
áður en hann hélt utan í atvinnumennsku.
Spilaði hann í 13 ár í Evrópu áður en hann snéri aftur til að spila á Meistaravöllum árið
2019. Að auki spilaði Jakob 92 landsleiki á ferli sínum. 2021 lét hann skóna á hilluna en hefur verið í þjálfun síðan.
Jakob, nú tókstu við sem þjálfari meistaraflokks
KR karla 2023 þegar liðið var í fyrsta sinn í þeirri stöðu að vera í fyrstu deild. Hvernig var að taka við liðinu á þeim tímapunkti?
Það var bæði krefjandi og skemmtilegt. Margir uppaldir KRingar komu aftur í liðið sem gerði móralinn og stemninguna í liðinu mjög skemmtilega. En svo var að sjálfsögðu krafa um að fara beint aftur upp í efstu deild sem gerði tímabilið krefjandi og lítið mátti út af bregða. Ég er mjög stoltur af liðinu í fyrra þar sem allir bjuggust við því að við myndum vinna deildina og þá getur verið erfitt að spila. Í raun búið að afhenda okkur titilinn og við að verja hann án þess að vera búnir að vinna deildina. Liðið gerði mjög vel í því að halda í gleðina og spila til þess að vinna!
Ásamt því að vera þjálfari meistaraflokks karla ertu framkvæmdastjóri KR körfu. Hvernig gengur starfið í KR körfu?
Starfið gengur vel og erum við með mjög marga iðkendur í KR körfu og hefur þeim verið að fjölga sem er frábært. Við erum að reyna að fá til okkar hæfa þjálfara ásamt því að aðstoða og hvetja fólk innan félagsins til að taka að sér þjálfun og þannig reyna að móta okkar eigin þjálfara sem er mjög dýrmætt að eiga. Svo vonandi mun aðstaða okkar batna á næstu árum þannig að við getum boðið upp á fleiri æfingar og hentugri æfingatíma fyrir okkar iðkendur.
Nú er KR komið aftur upp í deild þeirra bestu?
Hvernig hefur gengið að móta liðið og vera í deild þeirra bestu?
Mér finnst hafa gengið vel að setja saman liðið og erum við með góða blöndu af leikmönnum sem henta hvor öðrum. Deildin í vetur er mjög sterk og því hefur verið erfitt að setja marga góða sigurleiki saman og mörg lið í vetur lent í því að vera að sigra og tapa til skiptis sem útskýrir hversu jöfn deildin er.
Nú var leið liðsins í undanúrslit bikarsins ekki bein og greið. Sigur á Hetti í 16 liða úrslitum með minnsta mögulega mun en síðan stórsigur á liði Njarðvíkur með 49 stiga mun í 8 liða úrslitum. Fáum við aftur að sjá það KR lið í undanúrslitunum sem spilaði á móti Njarðvík í janúar sl.í Smáranum? Það var einn besti leikur okkar á tímabilinu og virkilega gaman að sjá strákana í þeim leik! Óraunhæft væri að ætlast eftir eins stórum sigri en vonandi náum við að sýna svipaða frammistöðu þar sem við erum að fara að spila við mjög gott lið Stjörnunnar.
En aftur að undanúrslitum bikarsins. Er undirbúningi liðsins háttað öðruvísi þegar um bikarleiki er að ræða? Og hvað skiptir mestu máli í svona leikjum þar sem allt er undir?
Undirbúningur er mjög svipaður þegar um bikarleiki er að ræða eins og aðra leiki enda trúi ég því að við sem manneskjur virkum best í góðri rútínu. Það sem við endurtökum oft er það sem okkur líður vel með og verðum góð í. Spennustig og jafnvægi milli þess að hafa góða orku og ró skiptir máli í þessum leikjum. Það má ekki gleyma því að þetta er körfubolti og það þarf að njóta þess að spila þessa stóru leiki.
KR-Stjarnan mætast og í húfi er leikur um bikarmeistaratitilinn. Hvernig líst þér á viðureignina og hver verður lykill okkar KR-inga að sigri í þessum leik?
Við höfum spilað tvo hörkuleiki við Stjörnuna í vetur og hafa þeir verið eitt besta liðið í deildinni í vetur. Þetta er lið sem spilar mjög aggressívt, af mikilli ákefð og er með marga gæðaleikmenn, landsliðsmenn og atvinnumenn. Við þurfum að ráða við boltapressu þeirra og ekki verða passívir. Oft í svona leikjum geta fráköst og tapaðir boltar skipt miklu máli þannig við verðum að gera vel þar og vinna þær baráttur.
KR hefur orðið tólf sinnum bikarmeistari karla og tíu sinnum bikarmeistari kvenna. Hildur Sigurðardóttir, sem er KRingum góðu kunn, kom að síðustu þremur sigrunum, 2001, 2002 og 2009. Það ár hafði KR betur gegn liði Keflavíkur, 76-60. Hildur var þá fyrirliði liðsins, skoraði 17 stig og tók 11 fráköst.
Nú átt þú sex titla með KR á þínum farsæla ferli, þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu og Íslandsmeistari 2001, 2002 og 2010. Að auki áttu svo tvo Íslandsmeistaratitla með þínu uppeldisfélagi, Snæfelli 2014 og 2015. Eiga bikarmeistaratitlarnir sérstakan sess í þínum huga? Árin mín í KR eiga alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Þegar ég kom fyrst til félagsins var ég ung og efnileg körfuboltastúlka sem fékk einstakt tækifæri til að spila með stórkostlegu liði. Þessar konur vissu nákvæmlega hvernig á að vinna titla og tóku mér og Gunnu systur minni opnum örmum. Það sem heldur hvað mest í KR stoltið er fólkið í kringum liðið og leikmennirnir sem ég vann þessa titla með.
Nú hljóta þessi ár sigursælu ár í KR að eiga stað í hjarta þínu. Við KR-ingar erum í það minnsta stolt af þessum sigursælu árum kvennakörfunnar og finnst gaman að sjá ykkur liðið mæta á þorrablótið ár hvert með bikarinn í för. Fylgistu með kvennakörfunni í KR? Hvað finnst þér um starfið og möguleika okkar á að komast aftur í
Bónus-deildina?
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið nógu dugleg undanfarið að fylgjast með en hef séð nokkra leiki og sé að KR er með mjög góða unga leikmenn. Vonandi er hægt að halda vel utan um þessa leikmenn og byggja aftur upp lið sem berst á meðal þeirra bestu. Saga KR í kvennakörfunni er sterk, og það væri gaman að sjá liðið klifra upp í Bónusdeildina á ný.
En nú að undanúrslitum í bikarkeppni karla, KR mætir Stjörnunni. Staða liðanna í deildinni er nokkuð ólík. Hvernig líst þér á þessa viðureign?
Það skemmtilega við bikarleiki er að allt getur gerst – staða í deildinni tryggir engum titil!
Það er eins og þessi leikir kveiki einhverja auka skvettu af baráttuanda í leikmönnum. Það má því búast við hörkuleik þar sem bæði lið mæta vel stemmd til leiks.
KR á þrjú lið í úrslitum yngri flokka VÍS bikarins. 10. flokkur stúlkna mun mæta Haukum í úrslitum 20. mars kl. 17.30. Áður vann KR lið Ármanns 70-57 eftir hafa unnið ÍR í átta liða úrslitum. Þjálfari liðsins er Hörður Unnsteinsson.
10. flokkur drengja mun mæta Stjörnunni, 21. mars kl. 19.45. Áður vann liðið Val 91-52 í undanúrslitum eftir að hafa lagt Fylki í sextán liða úrslitum og svo Breiðablik í átta liða úrslitum. Þjálfari liðsins er Bojan Desnica.
Þá vann 12. flokkur kvenna sameiginlegt lið Breiðabliks og Grindavíkur 93-70 eftir að hafa lagt ÍR í átta liða úrslitum. KR mun mæta Njarðvík í úrslitaleik bikarsins 23. mars kl. 14.15. Þjálfari liðsins er Hörður Unnsteinsson. Allir leikirnir fara fram í Smáranum, Kópavogi, og við hvetjum alla KRinga til að fjölmenna og styðja við bakið á þessum ungu og upprennandi leikmönnum KR.
Við erum afar stolt af þessum liðum okkar og óskum þeim góðs gengis í úrslitunum. Áfram KR!
Ár hvert stendur KR fyrir Alvotech mótinu.
Um minniboltamót er að ræða þar sem 6 til 9 ára börn taka mörg hver þátt í sínu fyrsta móti. Í október sl. öttu tæplega 150 lið kappi í tæplega 300 leikjum á Meistaravöllum.
Mikil leikgleði, frábærir taktar leikmanna og barátta einkennir spilamennsku liðanna.
Og allir á hliðarlínunni eru til fyrirmyndar.
Við þökkum styrktaraðila mótsins, Alvotech, og öllum sjálfboðaliðum félagsins fyrir þeirra ómetanlega framlag.
Páll Kolbeinsson er öllum KRingum og körfuknattleiksunnendum kunnur. Palli hóf að leika með meistaraflokki KR árið 1981, þá aðeins 17 ára gamall. Palli varð Íslandsmeistari með KR árið 1990 og tvívegis varð hann bikarmeistari með KR, 1984 og 1991, seinna skiptið sem spilandi þjálfari. Palli lék 43 landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1986 til 1992. Palli þekkir vel til KR en hann var í stjórn körfuknattleiksdeildar um árabil en einnig hefur Palli setið í afreksnefnd KKÍ. Við fengum Palla í létt spjall á dögunum.
Nú ert þú fyrrverandi leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður í KR körfu, og þekkir því bikarkeppnina frá ýmsum hliðum. Hvað skiptir máli í undirbúningi á svona stórum leikjum þegar allt er undir?
Ég spilaði minn fyrsta úrslitaleik árið 1982 þá 17 ára gamall og brenndi af vítum í lok leiksins sem tapaðist. Það var mikill lærdómur fyrir ungan leikmann en við unnum bikarinn tveimur árum síðar þá reynslunni ríkari. Þú mætir í alla bikarleiki sem úrslitaleiki og þegar lið er komið í fjögurra liða úrslit þá verða menn að fyllast sjálfstrausti og láta vaða. Ekkert stress, njóta augnabliksins og spila til sigurs. Það gilda önnur lögmál í úrslitakeppninni þar sem þú hefur tækifæri til að bæta fyrir tap í næsta leik. Í stjórnartíð minni var KR liðið ávallt talið sigurstranglegra og setti það pressu á okkar leikmenn og þjálfarateymi. Náðum ekki að stilla saman strengi en bættum það upp í deildinni með að vinna 9 Íslandsmeistaratitla á 12 árum.
Það er alltaf ákveðin rómantík við bikarkeppnina og margar góðar minningar henni tengdri fyrir okkur KR-inga. Þú leiddir KR til sigurs í bikarúrslitum árið 1991, þá sem spilandi þjálfari. Rifjaðu aðeins upp með okkur þann leik. Ég var heppinn að hafa Birgi Guðbjörnsson með mér seinni hluta tímabilsins. Við höfðum innleitt fyrstu sókn frá Dean Smith þjálfara North Carolina
sem smellpassaði liðinu. Fengum auðveldar körfu og átti Jonathan Bow stórleik, hann gat skotið þriggja og kláraði vel í kringum körfuna. Ég fékk fimm villur en Lalli Árna vinur minn kláraði leikinn með glæsibrag á móti ógnarsterku liði Keflavíkur.
Hefuru fylgst með Bónusdeild karla í vetur?
Hvernig finnst þér KR-liðið hafa staðið sig?
Já, ég hef horft meira á körfubolta í vetur en oftast áður. Deildin er óútreiknanleg og mikil samkeppni.
KR er á pari við það sem ég bjóst við en það hefði verið ljúft að vinna ÍR um daginn og ná innbyrðis stöðu. En tveir leikir eftir og þeir þurfa að vinnast til að komast í úrslitakeppnina.
Þá að leiknum sjálfum, KR gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Hvernig líst þér á þessa viðureign? Hverjir eru styrkleikar og veikleikar þessara liða?
Ég met það þannig að KRliðið sé sterkara undir körfunni en Stjarnan með stærri hóp sem stjórnað er af einum besta leikmanni deildarinnar. Ægir spilaði með okkur KRingum og áður en hann yfirgaf okkur fyrir atvinnumennsku var KRliðið illviðráðanlegt. Það er sama upp á teningnum í dag, ef Ægir fær að stjórna hraðanum þá verður þetta erfitt.
Við tókum Nimrod Hilliard IV tali og fengum hann til þess að deila með okkur rútínunni sinni á leikdegi. Nim hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en virðist vera að nálgast sitt besta form aftur og er klár í slaginn gegn Stjörnunni.
Rútínan mín á leikdegi er mér heilög. Ég elska þessa daga og held mig alltaf við mína rútínu. Venjulega vakna ég snemma og fæ mér léttan morgunmat. Eftir það fer ég út í KR til að taka léttar teygjur og lyfti aðeins. Að því loknu nota ég skotvélina og er þá með R&B tónlist í gangi og tek fullt af skotum. Þetta er uppáhaldshluti dagsins. Mér líður virkilega eins og ég sé að stilla skotið fyrir leikinn um kvöldið. Svo fer ég að borða á öðrum af tveimur bestu stöðunum á Íslandi, annað hvort í Fornubúðum hjá henni Ellu eða á Kaffivagninum hjá Axel Ó. Ég elska þessa tvo staði, maturinn er frábær og þau koma fram við mig eins og fjölskyldumeðlim.
Eftir góða máltíð nota ég recovery stígvélin í um 30 mínútur áður en ég legg mig fyrir leikinn. Þessi blundur er nauðsynlegur, og ef ég næ ekki að sofna, ligg ég bara og slaka á líkamanum fyrir leikinn sem framundan er. Á leiðinni út í KR hringi ég alltaf í fjölskylduna mína fyrir hvern einasta leik og við biðjum saman. Þetta hefur verið hefð allan minn feril. Að lokum, áður en liðið hittist í sameiginlegri rútínu, finnst mér best að mæta snemma í húsið, ég er yfirleitt fyrstur, til að teygja og virkja líkamann aftur. Nú er kominn tími til að vinna!
Bikarblað KR heyrði í nokkrum
úr KR körfuboltafjölskyldunni og bað þau um spá fyrir bikarleikina.
Hörður Unnsteinsson
þjálfari meistaraflokks kvenna í KR og sjónvarpsmaður
Keflavík–Valur. Deild og bikar eru mismunandi hlutir í eðli sínu eins og oft hefur sannast. Form Keflvíkinga í deildinni hefur verið afleitt og þetta gæti verið einn af þeirra síðustu leikjum í vetur. Þetta lið sem svo mikils var ætlast af. Ef ég ætti að velja lið sem Keflavík matchar ágætlega upp á móti þá er það Valur. Það mun þó þurfa afburðarskotdag hjá keflvískum skyttum til að eiga von. Ég segi að Valur vinni naumlega í hörkuleik og við fáum algjöran drauma úrslitaleik. KR - Valur fyrir framan kjaftfullan Smára.
verði spennuleikir þar sem úrslit leikja ráðast á síðustu körfu leikjanna, mögulega á síðustu sekúndu leiktímans. Alvöru skemmtun. Okkar menn fara með sigur af hólmi í undanúrslitum á móti Stjörnunni, tvö stig munu skilja liðin að. Úrslitaleikurinn verður svo viðureign KR og Keflavíkur og ekki verður minni spenningur á ferðinni þar … Unnið bikarinn oftast… Áfram KR!
Perla Jóhannsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna
Ég held að margir væru til í alvöru Reykjavíkurslag í úrslitum bikarkeppninnar og ég er ein af þeim. Ég spái því að Valur vinni Keflavík nokkuð þægilega í undanúrslitum og það verður lítið skorað. KR–Stjarnan verður hraður leikur, mikið skorað og KR vinnur leikinn með 5 stigum. Úrslitaleikurinn verður því KR-Valur, alvöru slagur þar sem KR nær að vinna Val með naumum mun og tryggja sér bikarmeistaratitilinn!
Sigrún Skarphéðinsdóttir fyrrum leikmaður meistaraflokks KR
Ég tel að í leik Vals og Keflavíkur þá eiga Valsarar eftir að taka þá viðreign. En ef ég þekki lið Keflavíkur rétt þá munu þeir ekki gefa tommu eftir. Valsarar munu á endanum vinna með meira en tíu stiga mun og komast áfram í úrslitaleikinn. Leikur KR og Stjörnurnar verður góð skemmtun. KRingar verða að girða sig í brók ef þeir eiga að ná að stoppa þessa hröðu stráka. Við vonum að það verði stjörnuhrap og KR mæti Val í úrslitaleiknum. Þegar kemur að Reykjavíkurslagnum þá munu vesturbæingarnir taka á honum stóra sínum og vinna nauman sigur á annars sterku Valsliði. Áfram KR!
Sigurður Hjörleifsson legend
KR vs. Stjarnan. Tvö lið sem vilja keyra upp hraðann. Ef KR nær að frákasta vel og keyra vel hraðaupphlaupin eiga þeir góða möguleika á sigri. En ef Ægir hjá Stjörnunni fær að spila á sínum ofurhraða og skyttur liðsins fá mikið af opnum skotum verður erfitt fyrir KR að vinna. KR vinnur með 5. Keflavík vs Valur. Íslenska breiddin í Val gegn útlendingaliði Keflavíkur ætti að skapa Valssigur. Valur vinnur með 8. Úrslit. KR vs Valur. Framlenging.
Einar Gylfi Jónsson stuðningsmaður KR körfu og meðlimur í Jakkafatagenginu
Ég efast stórlega um að Útlendingaherdeildin úr Keflavík nái vopnum sínum gegn Íslandsmeistaraefnunum frá Hlíðarenda. KRingarnir Kristó og Finnur komnir aftur og fátt getur stöðvað fasteignafélagið. Að okkar leik, annað hvort verður þetta hörkuleikur sem KR vinnur … eða ekki. Ég sé fyrir mér að okkar drengir muni sýna sínar bestu hliðar og reki af sér það slyðruorð að þeir hafi ekki það sem þarf til að vinna jafna leiki. Og endurtaki svo leikinn í úrslitunum gegn fasteignafélaginu. — Við eigum Styrká við Kvaðafoss!
Rósa Hrönn Árnadóttir, gjaldkeri aðalstjórnar KR og varaformaður barna- og unglingaráðs KR körfu
Það er heldur betur körfuboltaveisla framundan og einhver rómantík yfir bikarleikjum þar sem allt er mögulegt og ótrúlegir hlutir gerast. Fjögur frábær lið í undanúrslitum og hef ég væntingar til þess að allir leikir
Salvör Ísberg stuðningsmaður KR, tölfræðiséní og sjálfboðaliði í KR körfu
Stjarnan er ofboðslega vel mannað lið en þegar KRingar spila sinn leik þá getur fátt stoppað þá. Þetta verður krefjandi verkefni en hef trú á okkar strákum og held þeir sigri með 4 stigum, 87-83. Valur Keflavík: Ríkjandi bikarmeistarar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum. Tel að Keflavík setji í bikargírinn og taki þetta 102-93. Í úrslitum mætast KR og Keflavík, það er langt síðan við unnum síðast bikarinn þannig ég segi KRsigur, 83-71.
www.juris.is