
1 minute read
LESUM Í SUMAR - LESTRARÁSKORUN
Húnabyggð, í samstarfi við Héraðsbókasafn
A-Hún skora á börn til þess að lesa meira í sumar.
Um er að ræða tvískipta lestraráskorun.
Annars vegar fyrir börn á aldrinum 10-17 ára og hins vegar 9 ára og yngri. Í lok sumars verða dregnir út vinningshafar úr hópi þeirra sem ljúka áskoruninni í hvorum flokki fyrir sig.
Áskorunin stendur yfir frá 5. júní til 21. ágúst. Nálgast má þátttökublöð hjá Héraðsbókasafni
A-Hún frá og með 1. júní.
Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og eiga möguleika á því að vinna til verðlauna í kjölfarið.
