
1 minute read
SKOTFÉLAGIÐ MARKVISS
Almenn opnun á svæðinu verður á miðvikudagskvöldum kl.19.30-21.00 frá maí til september.
Byrjenda æfingar verða á þriðjudagskvöldum frá kl. 19.30-21.00, maíseptember. Æfingar keppnisfólks verða á fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-21.00, maí-september. Opinn dagur verður á skotsvæðinu 17. júní kl. 13-16.
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Norrænu Trappi verður helgina 3. - 4. Júní. Arctic Coast Open opið mót í Norrænu
Trappi/ Ólympísku Skeet um Húnavöku 15.-16. Júlí. Íslandsmeistaramót í Norrænu Trappi 29.-30. júlí. Rjúpnafjör, árlegt opið mót í Compak Sporting haldið helgina fyrir Rjúpu.

Einnig verður eitthvað um kvöldmót bæði í hagla og riffilgreinum. Áhugasömum er bent á að fylgjast með facebook og heimasíðu Markviss þar sem finna má nánari upplýsingar. https://www.facebook.com/profile. php?id=100063630065411 https://markviss.net/



B Kasafni Bl Ndu Si

Héraðsbókasafn í Austur-Húnavatnssýslu
Opnunartími í sumar: Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13:00-17:00. Þriðjudaga kl. 10:00-16:00. Fyrsti laugardagur í mánuði, kl. 13:00-17:00.
Heimilisfang: Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós.
Héraðsbókasafn í A-Hún er almenningsbókasafn staðsett að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi. Safnið er öllum opið og býður upp á skemmtileg les- og leiksvæði fyrir börn og vinnurými fyrir unglinga. Við tökum á móti leikskólabörnum og skólahópum, bjóðum upp á leiðsögn um safnið, aðstoð við heimildaleit (t.d. vegna ritgerða) og viðburðir (bókabíó, ratleikir og sumarlestur). Árlega er keypt mikið úrval af nýjum bókum og tímaritum. Einnig er úrval af spilum, púslum og hljóðbókum.
Börn að átján ára aldri fá frítt skírteini.
Sjá nánar HÉR



Frj Ls R Ttadeild Hvatar
Starf sumarsins
Æfingar fyrir 7 - 9 ára (2016 - 2014)
Mánudögum og miðvikudögum kl. 8:109:00. Þjálfari er Jóhanna Björk. Byrjum mánudaginn 5. júní. Námskeið stendur yfir í júní og júlí. Verð: 6.000 kr.

Æfingar fyrir 10 - 12 ára (2013 - 2011)
Mánudögum og miðvikudögum kl. 9:0010:00. Þjálfari er Jóhanna Björk. Geisla æfing á fimmtudögum kl 17:15 - 18:30. Þjálfara eru Aðalheiður og Ingvar B. Byrjum mánudaginn 5. júní. Verð: 11.000 kr.
Æfingar fyrir 13 ára og eldri (2010 og eldri)
Mánudögum kl. 17:15 - 18:30. Þjálfarar verða
Ármann, Jóhanna eða Steinunn. Geisla æfing á fimmtudögum kl. 17:15 - 18:30. Þjálfarar eru
Aðalheiður og Ingvar B. Byrjum mánudaginn
5. júní. Verð: 8.000 kr.
Sauðárkróksæfingar fyrir 10 - 16 ára (2011 - 2006)
Nokkrir miðvikudagar í sumar. Æfingin er frá kl. 16:00 - 17:30 á Sauðárkróki. Verður auglýst í byrjun viku þegar farið er. Þjálfarar eru Ásta, Gunnar og þjálfari frá okkur.
Skrá þarf barnið í Sportabler áður en æfingar hefjast





Hittast við gamla vallarskúrinn. Facebook síða frjálsíþróttadeildarinnar er:
Frjálsíþróttadeild Hvatar. Lokaður Facebook hópur fyrir foreldra og iðkendur: Frjálsar íþróttir – Blönduósi.
Stjórn frjálsíþróttadeildar Hvatar:
Formaður: Steinunn Hulda Magnúsdóttir
Varaformaður: Viktoría Björk Erlendsdóttir
Gjaldkeri: Guðmundur Arnar Sigurjónsson
Ritari: Katharina Schneider