
2 minute read
TEXTÍLLAB
Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi, TextílLab á vegum Textílmiðstöðvarinnar, var formlega opnuð á Þverbraut 1 á Blönduósi þann 21. maí 2021. Umsjónarmaður TextílLabs er: Magrét Katrín Guttormsdóttir.
Opnunartími í sumar: Þriðjudaga kl. 10:00-16:00. Einnig er hægt að panta tíma í einstakt tæki eða fyrir ákveðið verkefni í gegnum tölvupóst: margret.katrin@textilmidstod.is
Opnar helgar í TextílLabinu í sumar: 27.-28. maí: kl. 11:00-16:00 báða dagana.
27. maí: kl. 13:00-16:00 verður haldið námskeið í stafrænni útsaumsvél.
15.-16. júlí: kl. 11:00-16:00 báða dagana.
15. júlí: kl. 13:00-16:00 verður haldið námskeið í tuftbyssu tækni. Nánari upplýsingar um námskeið eru á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands, textilmidstod.is
Um TextílLab
TextílLab er rými sem er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. TextílLab býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna.
TextílLab er opið öllum og ekki þarf sérstaka reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðuna. TextílLab hentar því handavinnufólki, völundur, fræðimönnum, listamönnum, nemendum, eða bara öllum sem hafa áhuga á að þróa verkefni eða vöru, gera til- raunir með efni. TextílLab er fyrst og fremst hugsað sem rými fyrir þróun hugmynda eða frumgerða. Ekki er hægt að vera með fjöldaframleiðslu. Greiða þarf sérstaklega fyrir efni.





Knattspyrnudeild Hvatar

Knattspyrnudeild Hvatar stendur fyrir öflugu barna- og æskulýðsstarfi, en hjá deildinni eru um 100 iðkendur alla jafna en fer þó aðeins eftir árstíðum.
Deildin heldur úti knattspyrnuæfingum fyrir
8. - 3. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring. Mikið og gott starf er unnið á vegum deildarinnar og reynt er að fara með flokkana á hin ýmsu fótboltamót víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í Íslandsmóti í

5. - 3. flokki, oft í samstarfi við Fram, Kormák og Tindastól. Æfingar yfir sumartímann fara fram á æfingasvæðinu við Blönduósvöll.
Sumaráætlun hefst 1. júní og lýkur þegar grunnskólarnir byrja
Hápunktur knattspyrnudeildarinnar eru Smábæjaleikarnir sem verða haldnir
17.-18. júní n.k. á Blönduósi.
Stjórn knattspyrnudeildar skipa: Sigurgeir Þór Jónasson
Einar Árni Sigurðsson
Guðmundur Arnar Sigurjónsson
Ingibjörg Signý Aadnegard
Sigurður Bjarni Aadnegard
Knattspyrnudeildin heldur úti tveimur Facebook síðum:
Facebook síða Knattspyrnudeildar Hvatar
Foreldrahópur á Facebook
Mikilvægt er að allir séu skráðir á Sportabler í upphafi anna. Ef einhver lendir í vandræðum með Sportabler má senda póst á hvot@simnet.is.

Sportabler - https://www.sportabler.com/ shop/umfhvot/fotbolti.



Golfkl Bburinn S
Vatnahverfisvöllur
Golfklúbburinn Ós var stofnaður árið

1985. Völlurinn fékk nafnið Vatnahverfisvöllur og er staðsettur í fallegu umhverfi í Vatnahverfi rétt utan við Blönduós. Völlurinn er 9 holur, par 35. Félagar eru í kringum sextíu.
Vallargjald:
Fullt gjald: 3.000
Ungmenni: 1.500
Paragjald: 5.000
Árgjald:
Fullorðnir: 49.500
Eldri borgarar og nýliðagjald fullorðinna: 24.750
Ungmenni : 17 – 21 árs 24.750
Börn : 6 – 16 ára 10.000
Fjaraðild: 30.000
Golfsumarið 2023
Atli Freyr Rafnsson verður með golfkennslu í sumar fyrir börn og unglinga og er kennslan innifalin í árgjaldi ásamt aðgengi að vellinum. Tíma- setningar verða auglýstar síðar. Skráningar á æfingar barna berist á netfangið golfklúbburinn.os@gmail.com. Skráning í klúbbinn berist í sama netfang. GÓS hefur gert vinavallasamninga við ýmsa klúbba frá öllum lands- hornum og njóta félagar afsláttarkjara. Allar upplýsingar verða settar inn á Facebooksíðuna „Golfklúbburinn Ós á Blönduósi“ (facebook.com/golfgos).


