SERKURINN - SUMAR 2024 -












![]()












Hver sem framtíðarplönin eru skaltu hafa ákveðna hluti á tæru svo þú getir einbeitt þér að því sem þú vilt gera. Þetta er þitt ferðalag og lífið hefur upp á svo margt að bjóða.
Líf- og heilsutryggingar veita þér öryggi, hvert sem leiðin liggur.
Mættu því óvænta




ÞESSI MEÐ GRÆNA TAPPANUM 24 G PRÓTEIN OG GÓÐGERLAR








Í pistli meistaraflokks fyrir sumarið í fyrra slengdi meistaraflokksráð því fram að sumarið 2023 yrði æðisgengið. Á daginn átti eftir að koma að sumarið varð meira en það. Það mun fara í héraðsritin sem eitt það ævintýralegasta sem við höfum upplifað og þó voru sum okkar í Húnaveri '89.
Kormáki Hvöt var spáð falli úr 3. deild 2023 af umfjöllunaraðilum sem kalla knattspyrnu sitt sérsvið. Ekkert óeðlileg svo sem. Árið á undan var erfitt utan vallar sem innan og tryggðum við okkur áframhaldandi veru í deildinni í síðasta leik.
Sumarið fór ekkert sérstaklega af stað. Unnum að vísu fyrsta leik sumarsins á útivelli, en töpuðum svo ansi sannfærandi í Garði í annarri umferð. Þriðji leikur fór fram á plastinu í Skagafirði, þar sem við töpuðum aftur sanngjarnt, en eftir leikinn óskaði Aco þjálfari að fá að hætta með liðið. Hr. Kormákur Hvöt, Ingvi Rafn Ingvarsson, sté þá fram og tók aftur að sér að þjálfa liðið.
Upphófst þá sigurganga deluxe og eftir æsilegan endasprett þá fór það svo að Kormákur Hvöt endaði tímabilið á hinum enda deildartöflunnar og fór upp í 2. deild. Þvert á allar spár, væntingar og villtustu drauma.
Ef sumarið 2023 kenndi liði og stjórn eitthvað, þá er það að í þessu liði er hjarta. Í því eru menn sem gefa ALLT í verkefnið og uppskera eftir því. Þarf að vakna klukkan 6 til að keyra að sunnan í útileik á Grenivík í súld - förum í málið. Þarf útileikmaður að fara í mark - ekkert mál, við græjum það. Þarf stjórnarmaður að skutla fjórum leikmönnum norður um miðja nótt í febrúar - let's go!
Hópurinn sem hefur spilað í sumar er að miklu leiti sá sami og í fyrra. Til baka snúa þeir Goran, Papa, Uros, Mateo og Acai frá síðasta sumri. Lazar hélt á önnur mið, Alberto og Ismael einnig, en þeirra í stað voru fengnir nýjir menn. Artur er pólskur framherji með reynslu úr efstu deild þarlendis, hinn portúgalski varnarklettur Sergio kemur frá Þrótti í Reykjavík hvar hann lék nokkra leiki í fyrra og Jorge kom frá Spáni á miðjuna.
Um mitt sumar sóttist svo Ismael eftir því að fá að koma til baka og var það auðsótt. Jorge þurfti frá að hverfa til Spánar og Uros mun halda heim til Serbíu í ágúst til að taka á móti sínu fyrsta barni. Það er því líf og fjör í þessu og allt breytingum háð eins og Stebbi Hilmars söng um árið.
Kjarni heimamanna snéri aftur í sumar, sem er verkefninu gríðarlega mikilvægt. Blönduósingarnir Atli Þór og Kristinn Bjarni, sem báðir léku með Kormáki Hvöt í fyrra, endurnýjuðu samninga sína við Þór á Akureyri og ákváðu að koma til okkar á láni í sumar. Auk þeirra erum við að fá í gegn mjög öfluga unga heimamenn sem allir eru árinu eldri en í fyrra og frá Tindastóli koma bræðurnir Sigurður og Jón Gísli aftur heim.
Hópurinn telur um 25 leikmenn, sem er bráðnauðsynlegt í þessu langstærsta verkefni sem Kormákur Hvöt hefur ráðist í. Við leikum gegn liðum eins og Selfossi, Haukum og Víkingi frá Ólafsvík, sem öll hafa leikið í Bestu deildinni á undanförnum árum. Ofan á það bætast lið sem hafa daðrað við uppferð úr Inkassó og teljast til kunnuglegri nafna í fótboltaheiminum. Má þar til dæmis nefna Völsunga, Þrótt frá Vogum og Austurlandsúrvalið í KFA sem áður voru Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði.
Ekki er hægt að setja punkt fyrir aftan síðasta orð án þess að minnast á gríðarlega góðar undirtektir sem meistaraflokksráð hefur fengið frá sínum helstu bandamönnum í héraði. Þar eru á ferð bakhjarlar úr röðum millistórra fyrirtækja á Blönduósi og Hvammstanga og svo stærri fyrirtækjum á landsvísu sem hafa verið með okkur um áraraðir. Ekki má gleyma fyrirtækjum og Húnabyggð sem hafa tekið jákvætt í að taka okkar menn í vinnu. Þeir sem eru að koma aftur ganga í sín störf og þeirra er beðið með eftirvæntingu. Það segir okkur að starfræksla knattspyrnuliðs Kormáks Hvatar hefur jákvæð áhrif á bæjarbrag þegar allt er talið og bæjarbragurinn hefur jákvæð áhrif á okkar menn - hið minnsta þá sem hafa flutt alfarið til Íslands og una sér hvergi betur.

Þegar leikskráin "Serkurinn" fyrir sumarið 2024 kemur út er leiktíðin hálfnuð eða svo. Stigasöfnun hefur verið upp og ofan, en aðallega upp (eða er "ofan" betra?), höfum náð í sirka stig per leik. Það ætti að duga til þess að halda sér í deildinni miðað við meðaltöl síðustu ára - en sparkspekingar voru aldeilis ekki á því þegar rýnt var í kristal-kúlur fyrir leiktímabilið.
Meistaraflokksráð hlakkar til að sjá Húnvetninga nær og fjær fjölmenna á heimavelli liðisins og útivelli eins og verið hefur undanfarin ár.
Blásum til sóknar í Húnaþingi - áfram Húnabyggð, áfram Húnaþing og áfram Kormákur Hvöt!













Hér eru okkar menn sem taka slaginn í 2. deild karla í sumar. Römm eðalblanda af heimamönnum og erlendum póstum í lykilstöður eins og undanfarin ár, en æfingahópurinn stækkar stöðugt og gefur þannig yngri leikmönnum félaganna tveggja andrými til að þróa leik sinn og læra af þaulreyndum reynsluboltum í faginu. Á hverju ári sjáum við nýja leikmenn taka stökkið í getu, þori og hæfni til að færast nær meistaraflokksbolta á þessu hærra stigi en við höfum nokkru sinni náð í
Frá síðustu leiktíð hafa nokkir leikmenn haldið á aðrar gresjur eins og gengur. Við þökkum þeim öllum fyrir frábæra tíma og sögulegt tímabil þar sem Kormákur Hvöt tryggði sig upp í síðustu umferð eftirminnilega.
Svo einhverjir séu taldir upp, þá var það Alberto Sanchez sem fór í Reyni Sandgerði, Benjamín Jóhannes
Gunnlaugarson í Tindastól, Hlynur Rikk og José Mariano ögðu báðir skóna á hilluna, Lazar Cordasic fór í Ægi Þorlákshöfn. Ismael Sidibe fór í Reyni Sandgerði en snéri aftur heim á Blönduós um mitt sumar.
Þeirra í stað höfum við fengið góða menn. Bræðurnir Jón Gísli og Sigurður Pétur Stefánssynir komu heim frá Tindastóli, Artur "Prins Póló" Balicki kom frá Orleta í 4. deild Póllands, Emanuel Nikpalj frá Viitorul í rúmensku 2. deildinni, Ernir Guðnason frá K.B. í Breiðholti, Sergio Uolu frá Þrótti í Reykjavík og þeir Nökkvi Hjörvarsson og Pétur Orri Arnarson á láni frá Þór á Akureyri.
Kormákur Hvöt 2024 gerið svo vel!



















ÁF r AM k O r MÁ kur HVÖT OG
GA n G i Y kkur V e L Í su MA r !


















s ÆM un DA r HLÍÐ 550 s A u ÐÁ rkr Ó ki 455-8060 & 860-9800 ELDHUS@FNV.IS


Hér eru leikir sumarsins og áætlaðar dagsetningar á þeim. Að venju reynum við norðanmenn að spila sem mest á grænni gervigrasvöllum í byrjun móts, en neyðumst til að leika minnst okkar fyrsta heimaleik á slíkum velli á Sauðárkróki. Hvað verður um fyrstu heimaleiki í júní verður að sjá til með.
Fylgist með uppfærðum leikdögum og stöðum á ksi.is!
4. MAÍ SELFOSS - KORMÁKUR HVÖT 1:0 SELFOSSVÖLLUR
11. MAÍ KORMÁKUR HVÖT - REYNIR 1:3 DALVÍKURVÖLLUR
17. MAÍ KF - KORMÁKUR HVÖT 0:3 DALVÍKURVÖLLUR
25. MAÍ KORMÁKUR HVÖT - HAUKAR 1:1 BLÖNDUÓSVÖLLUR
1. JÚNÍ HÖTTUR/HUGINN - KORMÁKUR HVÖT 3:1 FELLABÆJARVÖLLUR
8. JÚNÍ KORMÁKUR HVÖT - KFG 1:0 BLÖNDUÓSVÖLLUR
13. JÚNÍ ÆGIR - KORMÁKUR HVÖT 0:0 ÞORLÁKSHAFNARVÖLLUR
23. JÚNÍ ÞRÓTTUR - KORMÁKUR HVÖT 0:1 VOGAVÖLLUR VATNSLEYSUSTRÖND
28. JÚNÍ KORMÁKUR HVÖT - VÖLSUNGUR 1:3 SJÁVARBORGARVÖLLURINN HVAMMSTANGA



3. JÚLÍ KORMÁKUR HVÖT - VÍKINGUR Ó 1:1 BLÖNDUÓSVÖLLUR
7. JÚLÍ KFA - KORMÁKUR HVÖT 3:0 FJARÐABYGGÐARHÖLLIN REYÐARFIRÐI
13. JÚLÍ KORMÁKUR HVÖT - SELFOSS 0:2 SELFOSSVÖLLUR
19. JÚLÍ REYNIR - KORMÁKUR HVÖT 0:1 SANDGERÐISVÖLLUR
27. JÚLÍ KORMÁKUR HVÖT - KF
SJÁVARBORGARVÖLLURINN HVAMMSTANGA
31. JÚLÍ HAUKAR - KORMÁKUR HVÖT HAUKAVÖLLUR HAFNARFIRÐI
ÁGÚST:
10. ÁGÚST KORMÁKUR HVÖT - HÖTTUR/HUGINN SJÁVARBORGARVÖLLURINN
17. ÁGÚST KFG - KORMÁKUR HVÖT SAMSUNGVÖLLURINN GARÐABÆ
21. ÁGÚST KORMÁKUR HVÖT - ÆGIR BLÖNDUÓSVÖLLUR
25. ÁGÚST KORMÁKUR HVÖT - ÞRÓTTUR BLÖNDUÓSVÖLLUR
31. ÁGÚST VÖLSUNGUR - KORMÁKUR HVÖT HÚSAVÍKURVÖLLUR


SEPTEMBER:
8. SEPT KORMÁKUR HVÖT - KFA SJÁVARBORGARVÖLLURINN HVAMMSTANGA
14. SEPT VÍKINGUR Ó - KORMÁKUR HVÖT ÓLAFSVÍKURVÖLLUR





Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ráðist í endurnýjun allra 13 björgunarskipa sinna. Með nýju skipunum batnar aðbúnaður til muna og viðbragðstími styttist um allt að helming.
Sjóvá leggur 142,5 milljónir til kaupa á þremur fyrstu skipunum. Fyrstu tvö skipin eru þegar komin til landsins en það þriðja er væntanlegt í haust.














Fyrir uppgefið hönnunargildi á þakull (þéttull) frá Steinull hf sem er 0,037 W/mK og fyrir dæmigert létt þak, einangrað milli sperra er nauðsynleg einangrunarþykkt á milli sperra 220 mm af þakull (þéttull), sem gefur U-gildi 0,19 W/m2K.
Gert með fyrirvara um kuldabrýr og áhrif þeirra á heildarorkutap byggingar sem taka þarf tillit til í útreikningi á heildarleiðnitapi og setja fram í greinargerð.

Gildistaka ÍST 66:2016 og breyting á byggingarreglugerð nr. 112/2012 þar sem krafist er að útreikningur U-gilda byggingarhluta skal gerður í samræmi við ÍST EN ISO 6946 og ÍST 66, krefst aukinnar einangrunar í byggingarhluta.

Önnur deildin inniheldur ögn fleiri kunnugleg nöfn en sú þriðja, með fullri virðingu fyrir þeim liðum sem þar dvelja. Stærsti munurinn er að í 3. deild er ógnarfjöldi af venslaliðum stærri klúbba, sem hafa aðgang að ungum og sprækum peyjum sem eru ekki alveg tilbúnir í meginstraumsárnar.
Í 2. deild er aðeins eitt slíkt lið, KFG úr Garðabæ, sem venslar sig við Stjörnuna og þá óþrjótandi keldu sem yngriflokkastarf þeirra er. Önnur lið hafa verið að spila Lengjudeildinni undanfarin ár og dýft tánum niður í 2. deild á milli. Án ábyrgðar má segja að rúmur helmingur liðanna telji sig eiga heima deild ofar, einhver í efstu deild, en restin rær hinn margfræga lífróður þriðju efstu deildar.
Hér eru liðin sem við keppum við í sumar, spá þjálfara og fyrirliða fyrir sumarið og fyrri viðureignir liðanna (miðað við viku 30, 2024):
HAUKAR FRÁ HAFNARFIRÐI (spá: 3. sæti)
Íbúafjöldi: 30.616 manns
Efst spilað í: A-deild (2010)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Með liðinu leika Oliver Kelaart, fyrrum leikmaður
Kormáks Hvatar og Djorde, sonur Mihajlo Biberdzic, fyrrum þjálfara Kormáks Hvatar.
Okkar Viktor Ingi lék um hríð með Haukum fyrir nokkrum árum!
Árangur Hauka gegn Kormáki Hvöt: Unnir 1 - Jafnir 1 - Tapaðir 0

HÖTTUR/HUGINN FRÁ EGILSSTÖÐUM OG SEYÐISFIRÐI (spá: 7. sæti)
Íbúafjöldi: 2.632+648=3.280 manns
Efst spilað í: C-deild (2024)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Eini leikmaðurinn sem okkur dettur í hug og hefur spilað með Kormáki Hvöt og liði fyrir austan er Björgvin Karl Gunnarsson, sem í dag þjálfar kvennalið fjórðungins. Hann klukkaði inn 14 leiki með okkur og eitthvað mikið meira með austanmönnum!
Árangur Hattar/Hugins gegn Kormáki Hvöt: Unnir 1 - Jafnir 0 - Tapaðir 0
K.F. FRÁ SIGLUFIRÐI OG ÓLAFSFIRÐI (spá: 11. sæti)
Íbúafjöldi: 1.165+762=1.927 manns
Efst spilað í: B-deild (2013)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: KF er það næsta sem við komumst nágrannaslag í deildinni, en aðeins 180 kílómetrar eru frá Héðinsfirði að Jörfa í Víðidal, sem eru miðjupunktar bæjarfélaga liðanna tveggja!
Árangur K.F. gegn Kormáki Hvöt: Unnir 1 - Jafnir 1 - Tapaðir 1

KFA FRÁ NORÐFIRÐI, ESKIFIRÐI, REYÐARFIRÐI OG FÁSKRÚÐSFIRÐI (spá: 1. sæti)
Íbúafjöldi: 1.460+1.089+1.368+735=4.652 manns
Efst spilað í: C-deild (2024)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: KFA er lengsta ferðalag sumarsins (takk Sindri Hornafirði), heilir 455 kílómetrar, en það er rúmlega helmingurinn af leiðinni sem skoska hljómsveitin Proclaimers voru tilbúnir að labba í laginu "I'm gonna be (500 miles)"!
Árangur KFA gegn Kormáki Hvöt: Unnir 2 - Jafnir 0 - Tapaðir 0
KFG FRÁ GARÐABÆ (spá: 8. sæti)
Íbúafjöldi: 16.544 manns
Efst spilað í: C-deild (2024)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Forveri KFG, Skínandi, var fyrsta liðið sem Kormákur
Hvöt lék gegn í deildarkeppni KSÍ. Mómentið kom í maí 2013 og leikurinn fór 4-0 ekki fyrir
okkur, en Hámundur Örn Helgason fékk fyrsta gula spjald í deildarsögu félagsins í leiknum!
Árangur KFG gegn Kormáki Hvöt: Unnir 4 - Jafnir 1 - Tapaðir 1
REYNIR FRÁ SANDGERÐI (spá: 10. sæti)
Íbúafjöldi: 1.990 manns
Efst spilað í: B-deild (2007)

Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Fjölmargir leikmenn hafa leikið með báðum liðum. Bjarki Árnason, Akil DeFreitas, Alberto Montilla, Ismael Sidibe og eflaust fleiri. Geggjað!
Árangur Reynis gegn Kormáki Hvöt: Unnir 2 - Jafnir 1 - Tapaðir 1
SELFOSS FRÁ SELFOSSI (spá: 2. sæti)
Íbúafjöldi: 9.812 manns
Efst spilað í: A-deild (2012)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Einn eftirminnilegasti leikur í sögu Kormáks
Hvatar var gegn stórliði Selfoss í mjólkurbikarnum 2017. Þeir þá lið sem var spáð góðu gengi í Inkassó deildinni, en við saklaust sveitalið í 4. riðli neðstu deildar. Bein
útsending á Aðdáendasíðu Kormáks, við 3-0 undir eftir ÁTTA mínútur og leiknum næstum aflýst vegna aftakahríðar!
Árangur Selfoss gegn Kormáki Hvöt: Unnir 3 - Jafnir 0 - Tapaðir 0
VÍKINGUR FRÁ ÓLAFSVÍK (spá: 4. sæti)
Íbúafjöldi: 960 manns
Efst spilað í: A-deild (2017)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Aðalritari Aðdáendaklúbbs Kormáks Hvatar á Suðurlandi, Alfreð Elías Jóhannsson, lék með Víkingi frá Ólafsvík í fyrndinni, en í dag er Arnór Sigurgeirsson sem fór með Kormáki Hvöt upp úr 4. deildinni 2021 fyrirliði Ólsara!
Árangur Víkings gegn Kormáki Hvöt: Unnir 0 - Jafnir 1 - Tapaðir 0
VÖLSUNGUR FRÁ HÚSAVÍK (spá: 9. sæti)
Íbúafjöldi: 2.449 manns
Efst spilað í: A-deild (1988)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Völsungur er það lið sem hefur unnið C-deildina oftast (sex sinnum) á meðan Kormákur Hvöt er það lið sem hefur unnið hana sjaldnast (aldrei).
Árangur Völsungs gegn Kormáki Hvöt: Unnir 1 - Jafnir 1 - Tapaðir 0
ÞRÓTTUR FRÁ VOGUM (spá: 5. sæti)
Íbúafjöldi: 1.388 manns
Efst spilað í: B-deild (2022)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Hér erum við lens, dettur bara akkúrat ekkert í hug sem tengir Húnaþing við Voga á Vatnsleysuströnd!
Árangur Þróttar gegn Kormáki Hvöt: Unnir 0 - Jafnir 0 - Tapaðir 1
ÆGIR FRÁ ÞORLÁKSHÖFN (spá: 6. sæti)
Íbúafjöldi: 2.037 manns
Efst spilað í: B-deild (2023)
Áhugaverð tenging við Kormák Hvöt: Annað lið sem hefur deilt mörgum leikmönnum. Í okkar herbúðum eru nú fyrrum Ægismennirnir Goran og Emanuel, ásamt Aco þjálfara.
Hjá þeim spilar nú Lazar, sem var með okkur í fyrra!
Árangur Ægis gegn Kormáki Hvöt: Unnir 1 - Jafnir 2 - Tapaðir 0


S U M A R O P N U N /
S U M M E R O P E N I N G H O U R S
V i r k a d a g a / M o n d a y - F r i d a y 0 8 : 0 0 - 2 1 : 0 0
L a u g a r d a g a o g S u n n u d a g a / S a t u r d a y a n d s u n d a y 1 0 : 0 0 – 2 0 : 0 0


















ingvi rafn ingvarsson er sennilega pund fyrir pund sigursælasti knattspyrnuþjálfari á Íslandi, enda ekkert smá afrek að þjálfa lið sem hefur ekki aðstöðu til að taka undirbúningstímabil, er ekki fullsamsett fyrr en í rútunni á leið í fyrsta leik og
Þjálfari árins í 3. deild 2023, þar sem hann leiddi lið Kormáks Hvatar upp um deild í ef til vill óvæntasta knattspyrnuviðburði landsins það árið. Leiddi Kormák Hvöt upp úr 4. deildinni árið 2021 sem þjálfari. Markahæsti leikmaður Kormáks Hvatar frá upphafi og nú í sumar tók hann framúr Hlyn Rikk og varð einnig sá leikjahæsti í sögu liðsins.

Jæja Ingvi. Kormákur Hvöt er ofar en spámenn töldu fyrir mót og erum í fínni stöðu eftir fyrri umferðina. Hvað hefur nú komið þér mest á óvart í þessari deild? - Það sem hefur kannski komið mér mest á óvart er hversu jöfn þessi deild er. Þrjú lið efst sem eru með kannski ákveðið forskot en svo stutt á milli liðanna sem koma þar á eftir. Óvænt úrslit í hverri umferð. En svo höfum við örugglega komið mörgum á óvart kannski, en við höfum svo sannarlega ekki komið sjálfum okkur á óvart því við teljum okkur vera með lið til að gera góða hluti í þessari deild.

Ef þú mættir bæta við tveimur leikmönnum úr sögu Kormáks Hvatar sem ekki eru með liðinu í dag, hverja myndir þú ná í? -Af þeim íslensku myndi ég sennilega velja Hilmar Þór Kárason (mynd til vinstri) af því að hann kann að skora mörg og við náðum mjög vel saman. Það voru svona 90% líkur þegar Hilmar steig inn á völlinn að hann myndi skora. Af þeim erlendu sem hafa spilað með Kormáki Hvöt myndi ég sennilega taka Jose Mariano (mynd til hægri). Bæði frábær fótboltamaður og svo enn betri manneskja - einn af mínum uppáhalds leikmönnum sem ég hef spilað með og þjálfað. Hann átti stóran hlut í því í fyrra að við fórum upp um deild, þegar hann kom á miðju tímabili og spilaði með okkur nokkra leiki.
Hvaða leiks hlakkar þú mest til í seinni umferðinni, svona miðað við hvernig fyrri umferðin fór?

-Það er sennilega Höttur Huginn, þar var einhver hiti í gangi eftir fyrri leikinn í Fellabæ, svo það má gera ráð fyrir að seinni leikurinn á móti þeim á Sjávarborgarvellinum á Hvammstanga verði líflegur.
Mörg eftirminnileg móment eru komin í sumar - hvað stendur upp úr hjá þér?
Eftirminnilegasta mómentið í sumar var sennilega þegar Artur skoraði undir blálokin gegn Þrótti Vogum á útivelli og tryggði verulega sætan og eftirminnilegan sigur. Mestu vonbrigðin voru sennilega fyrsti leikurinn á móti Selfossi, þar sem við fengum ekkert en áttum allavega eitt og jafnvel þrjú stig með okkur heim. Haukarnir þegar þeir komu í heimsókn á Blönduósvöll og tóku stig af okkur. Áttu það alls ekki skilið.

Að lokum - hvert er þitt faglega mat - mun VEO vélin ákveða að vinna með okkur og við ná að senda út einhvern leik í beinni í sumar?
-Eigum við ekki að segja að við náum að sýna allavega síðasta leikinn, en vonandi fleiri leiki. Þetta hlýtur að fara að detta í gang hjá okkur!

Þökkum Ingva fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með komandi leikjum í 2. deildinni 2024 - Áfram Kormákur Hvöt!




Á vefsetri Knattspyrnusambands Íslands er hægt að sjá tölfræði yfir næstum allt í heimi sem kemur fótbolta við. Við dýfðum í súpuna og fundum nokkra mola. Allar tölur miðað við sunnudaginn 21. júlí, skáletraðir hafa lagt skóna á hilluna:
Leikjahæstir frá upphafi:
1. Ingvi Rafn Ingvarsson - 157 leikir
2. Hlynur Rikk - 152 leikir
3. Sigurður Bjarni Aadnegard - 135 leikir
4. Viktor Ingi Jónsson - 109 leikir
5. Hámundur Örn Helgason - 73 leikir
6. Ágúst Friðjónsson - 68 leikir
7. Acai Nauset Elvira Rodriguez - 64 leikir
8. Hörður Gylfason - 64 leikir
9. Hilmar Þór Kárason - 64 leikir
10. Heimir Hrafn Garðarsson - 62 leikir


Markahæstir frá upphafi:
1. Ingvi Rafn Ingvarsson - 67 mörk
2. Hilmar Þór Kárason - 39 mörk
3. Sigurður Bjarni Aadnegard - 27 mörk
4. Diego "Marka-Minguez" - 25 mörk
5. Ismael Sidibe - 21 mark
6. Viktor Ingi Jónsson - 17 mörk
7. George Razvan - 14 mörk
8. Akil DeFreitas - 12 mörk
9. Arnar Ingi Ingvarsson - 11 mörk
10. Oliver Kelaart - 11 mörk
Spjaldakóngar frá upphafi:
1. Sigurður Bjarni Aadnegard - 47 gul / 3 rauð
2. Hámundur Örn Helgason - 24 gul / 1 rautt
3. Papa Diounkou - 23 gul / 0 rauð
4. Goran Potkozarac - 20 gul / 0 rauð
5. Acai Nauset Elvira Rodriguez - 19 gul / 0 rauð
Prúðastir frá upphafi*:
1. Óskar Snær Vignisson - 24 leikir, engin spjöld
1. Jón Gísli Stefánsson - 24 leikir, engin spjöld
1. Daníel Ingi Sigþórsson - 24 leikir, engin spjöld
4. Elmar Baldursson - 20 leikir, engin spjöld
5. Bibbi í Eyjanesi - 16 leikir, engin spjöld

*= flestir leikir án spjalda, bara útispilarar (sorrý markmenn!)




Við tökum vel á móti ykkur í
glæsilegri aðstöðu
Sundlaug
Heitir pottar
Vaðlaug
Kalt kar
Vatnsrennibraut
Gufa
Íþróttasalur
Þrektækjasalur
Sumaropnunartími
Virka daga 07:00-21:00
Helgar 10:00-18:00

Verið hjartanlega velkomin í
Íþróttamiðstöðina
Hlíðarvegi 6 á Hvammstanga




Knattspyrnu- og körfuboltaakademía FNV - Fyrir þá sem vilja ná lengra
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á fjölbreytt bók- og iðnnám við bestu aðstæður. Íþróttaakademían er fyrir þá sem vilja stunda nám og ná lengra í íþróttagrein sinni. Nemendur vinna sér inn námseiningar og fá markvissa þjálfun. Í FNV starfa úrvals kennarar og þjálfarar.