Kópavogsblaðið 22. mars 2018

Page 12

12

Fimmtudagur 22. mars 2018

SKÁK

KYNNING

Loftið þrungið spennu Reebok Fitness í sundlaugum Kópavogs á Skákhátíð MótX 2018 og í Ögurhvarfi

R

eebok Fitness býður upp á skemmtilegar, snyrtilegar og vel búnar líkamsræktarstöðvar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Jafnframt hafa korthafar Reebok Fitness aðgang að Kópavogslaug, Salalaug og Ásvallarlaug. Reebok Fitness býður það besta sem er í boði í líkamsrækt á lágu verði og algjörlega án bindingar.

Frábær aðstaða

Auk þess að vera með stóran og fullbúinn tækjasal og frábæra æfingaaðstöðu er boðið upp á alla vinsælustu hóptímana og marga af bestu hóptímakennurunum. Þá eru salirnir hannaðir til að fullnægja ströngustu kröfum hvað varðar búnað, æfingatæki, hljóðkerfi og loftræstingu. Tækjasalurinn er mjög rúmgóður og með fullkomnum tækjabúnaði frá StarTrac. Upphitunartæki, lyftingartæki, laus lóð, fit boltar, medicin boltar, foamrúllur, ketilbjöllur, rúmgott teygjusvæði og allt þetta helsta sem þarf til að taka vel á því, auk u.þ.b. 70m2 „Functional Zone“ gólfi sem er sérstaklega gert fyrir ýmsar æfingar með líkamsþyngd. Hreint og gott loft er mjög mikilvægt og því er mikið lagt upp úr öflugu loftræstikerfi sem skiptir um loft inni á stöðinni á 10 mínútna fresti.

Hóptímar fyrir 60 ára og eldri

Fjölbreytt þjálfun, fyrir alla aldurshópa, er í boði hjá Reebok Fitness. Hóptímar eru fyrir eldri borgara, 60 ára og eldri, í Kópavogslaug sem mælst hafa vel fyrir. Fjölmörg ný námskeið eru á boðstólnum, eins og til dæmis 360 Total Body og Unglingahreysti sem kennd eru í Urðahvarfi. Úrval af opnum hóptímum standa viðskiptavinum til boða eins og til dæmis Hot Body, Hot Yoga, Cardio Fit Tabata, Pump FX, Hjól, Body Pump, GRIT og

Sigurvegarinn.

Unnur Pálmarsdóttir, mannauðsog markaðsstjóri.

Trigger Point Pilates. Það er nóg um að velja og velkomið að kíkja í prufutíma í Reebok Fitness.

Opnunartímar Reebok Fitness Mánudaga - fimmtudaga 05:45-22:00 Föstudaga: 05:45-21:00 Laugardaga: 8-17/ 20* Sunnudaga: 9-16/20* * Opið til kl 20 um helgar í Holtagörðum /Opið 10-15 á sunnudögum í Urðarhvarfi og Faxafeni / Opið 8-16 á laugardögum í Faxafeni

Opnunartímar sundlauga Mánudaga - fimmtudaga 06:30-22/21* Föstudaga: 06:30-22/21* Laugardaga: 8-18 Sunnudaga: 8-18* * Opið til kl 21 í Ásvallalaug á virkum dögum og til kl 17 á sunnudögum.

Við höfum langa reynslu af skipulagningu og fararstjórn víða um álfur þótt Austur Evrópa sé í uppáhaldi. Pólland hefur þar sérstakan sess. Saga þjóðarinnar er dramatísk, menning litrík, landið fagurt og fólkið elskulegt. Við aðstoðum hópa við undirbúning skipulagðra ferða og veitum fararstjórn sé þess óskað. Ef Pólland er ekki nógu framandi, hvað þá með að skella sér í ævintýr til Azerbejan, Chile, Bólivíu og Páskaeyja, Nepal og Bútan, í kúltúrferð til Hvíta-Rússlands eða í ógleymanlegt ævintýr í Kína og Norður-Kóreu? Hvernig væri að láta sína viltustu drauma rætast, á þessu ári, næsta eða bara einhvern tíma? Nánari upplýsingar gefur Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, Sími: 564-3031, 611-4797 Netfang: soguferdir@soguferdir.is Heimasíða: www.soguferdir.is

N

ú er nýlokið hinni geysisterku og vel skipuðu Skákhátíð MótX, sem var haldin af Skákfélaginu Hugin og Skákdeild Breiðabliks. Frísklega var teflt í stúkunni við Kópavogsvöll og margar bráðskemmtilegar skákir glöddu augað. Í björtum sal glerstúkunnar var loftið þrungið dæmigerðri spennu lokaumferðar. Aðstæður voru þó óvenjulegar að því leyti að úrslitaskák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Áss Grétarssonar í Aflokknum var ekki tefld á staðnum heldur sýnd á skjá að keppendum fjarstöddum. Ástæðan var sú að Jóhann þurfti af landi brott og skákin því tefld fyrir fram og úrslitum haldið leyndum. Voru leikir stórmeistaranna leiknir jafnóðum í réttri tímaröð til að tryggja að úrslitin hefðu ekki óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku annarra keppenda í toppbaráttunni. Við þessar aðstæður var ekki síður spennandi að fylgjast með skák þeirra Jóhanns og Helga en þó að þeir hefðu verið á staðnum í eigin persónu. Þeir Jóhann og Helgi, sem voru efstir og jafnir fyrir lokaumferðina, sættust loks á skiptan hlut eftir langa og stranga vörn Helga. Sá síðarnefndi lét reyndar svo um mælt eftir skákina að sér liði yfirleitt best í afleitum stöðum og hann hefði því vísvitandi komið sér í vandræði til

Birkir Ísak Jóhannsson, unglingameistari Breiðabliks.

þess að fá eitthvað út úr skákinni. Á öðru borði kom Hannes Hlífar Stefánsson Björgvini Jónssyni á óvart í byrjun og eftir að kóngssókn Suðurnesjamannsins rann út í sandinn náði Hannes smám saman frumkvæðinu og knésetti Björgvin í vel útfærðri skák. Á þriðja borði tókust

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunnarsson á í hörkuskák þar sem lengi var óljóst hvor stæði betur. Úr varð tímahrak þar sem Þröstur tefldi til vinnings en misreiknaði sig aðeins í endataflinu og varð að leggja niður vopnin.

Úrslit

Úrslitin í A flokki Skákhátíðar MótX 2018 urðu því þau að þeir Jóhann Hjartarson, Helgi Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson komu jafnir í mark með 5 vinninga af 7 möguleikum, en Jóhann varð efstur á stigum. Sjónarmun þar á eftir varð svo Hjörvar Steinn Grétarsson með 4,5 vinninga. Keppni í flokki Hvítra hrafna var afar jöfn allt frá fyrstu umferð. Í lokaumferðinni hjá þessum gömlu kempum sem eru enn ungir í anda, sömdu þeir Jón Þorvaldsson og Jónas Þorvaldsson fljótlega um skiptan hlut en Júlíus Friðjónsson sigraði Braga Halldórsson eftir nokkrar sviptingar. Bragi stóð lengst af betur í skákinni en lék af sér drottningunni í tímahraki og því fór sem fór. Friðrik Ólafsson, sem átti að tefla við Björn Halldórsson, forfallaðist og varð því miður að gefa síðustu skák sína í mótinu. Friðrik setti afar sterkan og skemmtilegan svip á Skákhátíðina og er þessum heiðursmanni og stafnbúa íslenskrar skáksögu þökkuð þátttakan sérstaklega. Hlutskarpastur í flokki Hvítra hrafna 2018 varð Júlíus Friðjónsson með 3,5 vinninga af 5 mögulegum, annar varð Jón Þorvaldsson með 3 vinninga en þeir Júlíus voru taplausir á mótinu. Í þriðja sæti varð Bragi Halldórsson. Í B-flokknum tefldu flestir efnilegustu skákmenn landsins í bland við eldri og reyndari skákmenn. Hart var barist í lokaumferðinni í flokknum. Siguringi Sigurjónsson tefldi mjög vel í mótinu og endaði í efsta sæti þar sem hann varð hærri á stigum en Hilmir Freyr Heimisson sem var jafn honum með 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Þeir tveir unnu sér rétt til taflmennsku í A-flokknum á næsta ári. Aron Þór Mai tók 3ja sætið með 5 vinninga. Baráttan um nafnbótina Unglingameistari Breiðabliks var spennandi. Birkir Ísak Jóhannsson stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning.

Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dalvegi 18 201 Kópavogi Sími: 5711133

Dalvegi 24, 201 Kópavogi, Sími: 571 7030, www.car-med.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.