Kópavogsblaðið 22. mars 2018

Page 1

KÓPAVOGSBLAÐIÐ Dreift frítt í öll hús í Kópavogi.

22. mars 2018. 89. tbl. 14. árgangur

w

Efnisyfirlit Kópavogskrakkar 2 Pistillinn Pólitík Blikar

6 8 14

kopavogsbladid@kopavogsbladid.is

Þótt ég hafi upplifað mikla eymd og fátækt og séð hluti sem ég grét yfir, þá er reynslan í heild mjög jákvæð.

Söfnuðu fyrir Stígamót og fræddust um líkamsvirðingu /2

Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi /4

Pistillinn/6

Mesta upplifun lífsins Ágústa Mithila Guðmundsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, bjó í fimm ár í Malaví þar sem faðir hennar starfaði við þróunarstörf. Hún segir það líklega taka alla ævina að vinna úr reynslunni sem hún öðlaðist.

Þórunn Hannes Stefán Kristján Vernharð Þorsteinn Lára löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

löggiltur leigumiðlari

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

Ólafur

löggiltur löggiltur fasteignasali fasteignasali

Sveinn

löggiltur fasteignasali

Helga

löggiltur fasteignasali

Magnús

sölufulltrúi

Arna

löggiltur fasteignasali

Bjarni

löggiltur fasteignasali

Sérfræðingar í Kópavogi Hlíðasmári 6, 201 Kópavogur

steinn Lára

ur nasali

Ólafur

löggiltur löggiltur fasteignasali fasteignasali

Sveinn

löggiltur fasteignasali

Helga

löggiltur fasteignasali

Magnús

sölufulltrúi

Arna

löggiltur fasteignasali

Uppspretta ánægjulegra viðskipta löggiltur fasteignasali

Sérfræðingar í Kópavogi

r

Uppspretta ánægjulegra viðskipta

Gunnar Albert

Bjarni

fastlind.is

löggiltur fasteignasali

löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur trúi sölufulltrúi ur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur löggiltursölufulltrúilöggiltur löggiltursölufulltrúi löggiltur sölufulltrúi löggiltur löggiltur löggiltur löggiltur sölufulltrúi löggiltur löggiltur löggiltur löggiltursölufulltrúi sölufulltrúi löggiltur löggiltur sölufulltrúi löggiltur fasteignasali leigumiðlari fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali nasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasali fasteignasalifasteignasali fasteignasali fasteignasali

Þórunn Hannes Stefán Kristján Vernharð Davíð

sölufulltrúi

sölufulltrúi

ðasmári 6, 201 Kópavogur

Harpa löggiltur

löggiltur

löggiltur

sölufulltrúi

sölufulltrúi

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

sölufulltrúi

Arna

sölufulltrúi

Bjarni

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

Gunnar Albert

löggiltur

sölufulltrúi

löggiltur fasteignasali

Harpa sölufulltrúi

löggiltur fasteignasali

Magnús sölufulltrúi

Arna

sölufulltrúi

löggiltur fasteignasali

Kristín

Smiðjuvegur rauð Harpa gata • Sími Bjarni Gunnar 38 Albert Kristín564 löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

510 7900 Auðbrekku 1, Kópavogi

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Opið til kl. 21 alla daga

Margrét Ásta Guðjónsdóttir

Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

RÉTTUM OG SPRAUTUM ALLAR GERÐIR BÍLA

510 7900

síðan 1996

Sverrir Einarsson

0606 • Fax 564 0636 löggiltur sölufulltrúi löggiltur fasteignasali www.bilastod.is bilastod@simnet.is G E RUM •Vfasteignasali I Ð A L L A R T E G UN D I R BÍ L A

sölufulltrúi

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

Kristín Ingólfsdóttir

Kristín

G E RUM VI Ð ALLAR TEGUNDI R BÍ LA

Kristín löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

GÆÐAVOTTAÐ VERKSTÆÐI

fastlind.is fastlind.is Uppspretta ánægjulegra viðskipta

Hlíðasmári 6, 201 Kópavogur

Uppspretta ánægjulegra viðskipta

löggiltur fasteignasali

Harpa

510 7900

löggiltur fasteignasali

510 510 7900 7900510 7900 löggiltur

fastlind.is fastlind.is fastlind.is Uppspretta ánægjulegra viðskipta viðskipta a löggiltur

löggiltur

löggiltur fasteignasali

Kristín

fasteignasali fasteignasali fasteignasali Lára Ólafur Sveinn Helga

510 7900

fasteignasali leigumiðlari fasteignasali Sérfræðingar í Kópavogi fastlind.is avogi Uppspretta Ólafur ánægjulegra Sveinn viðskipta Kristján Vernharð Davíð Lára Helga Magnús Hlíðasmári 6, 201 fasteignasali Kópavogur

ur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

löggiltur fasteignasali

510 7900

steinn Helga Lára Ólafur gnús ga Magnús AlbertMagnús Albert Harpa Arna HarpaBjarni Arna Bjarni Arna Sveinn Bjarni Gunnar Gunnar Kristín KristínGunnar Albert Hrafn Hannes Stefán Kristján Vernharð Davíð Lára Ólafur Sveinn Helga Magnús Arna Bjarni Gunnar Albert Harpa Kristín löggiltur

Harpa

löggiltur fasteignasali

fastlind.is

Gunnar Albert

Loftið þrungið spennu á Skákhátíð MótX 2018 /12

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is


2

Fimmtudagur 22. mars 2018

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

KOSNINGAR

Átta flokkar bjóða fram í Kópavogi

K

ópavogsbúar geta væntanlega valið á milli átta, mögulega níu, framboða í kosningunum í maí. Fjórir flokkar höfðu þegar tilkynnt um framboð í Kópavogi þegar Kópavogsblaðið fór í prentun fyrr í þessari viku. Röðun efstu manna liggur fyrir hjá eftirfarandi flokkum:

Fyrir Kópavog:

1. Ómar Stefánsson 2. Jóna Guðrún Kristinsdóttir 3. Rebekka Þurý Pétursdótir 4. Hlynur Helgason 5. Valgerður María Gunnarsdóttir 6. Guðjón Már Sveinsson

Samfylking:

1. Pétur Hrafn Sigurðsson 2. Bergljót Kristinsdóttir 3. Elvar Páll Sigurðsson 4. Donata H. Bukowska 5. Kristín Sævarsdóttir 6. Steini Þorvaldsson

Sjálfstæðisflokkur

1. Ármann Kr. Ólafsson 2. Margrét Friðriksdóttir 3. Karen Elísabet Halldórsdóttir 4. Hjördís Ýr Johnson 5. Guðmundur Gísli Geirdal 6. Jón Finnbogason

Vinstri hreyfingin Grænt framboð

1. Margrét Júlía Rafnsdóttir 2. Amid Derayat 3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir 4. Pétur Fannberg Víglundsson 5. Ásta Kristín Guðmundsdóttir 6. Hreggviður Norðdahl Tilkynnt hefur verið að Björt framtíð og Viðreisn ætli að bjóða fram sameiginlegan lista. Líklegt má telja að Theodóra S. Þorsteinsdóttir muni leiða þann lista, sem hafði ekki verið birtur áður en Kópavogsblaðið fór í prentun. Listi Framsóknarflokksins var borinn undir fulltrúaráð í vikunni.

Fastlega má búast við að Birkir Jón Jónsson muni leiða lista Framsóknar, sem fyrr. Kópavogsdeild Miðflokksins var stofnuð í liðinni viku en stefnumál listans verða rædd á landsþingi flokksins í lok apríl. Listi

Pírata mun liggja fyrir í næstu viku, að því er heimildir Kópavogsblaðsins herma. Níundi flokkurinn gæti bæst við með framboði Sósíalistaflokksins, ef af því verður.

JAFNRÉTTISVIKA Í MK

Laus störf hjá Kópavogsbæ

Söfnuðu fyrir Stígamót og fræddust um líkamsvirðingu

Grunnskólar • Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla • Heimilisfræðikennari í Snælandsskóla • Kennarar í Vatnsendaskóla • Kennari á eldra stigi í Smáraskóla • Kennari í Kópavogsskóla • Kópavogsskóli - kennarar fyrir skólaárið 2018-2019 • Myndmenntakennari óskast í Snælandsskóla • Samfélagsfræðikennari í Salaskóla • Sérkennari í Hörðuvallaskóla • Sérkennari í Snælandsskóla • Starfsfólk í Álfhólsskóla fyrir skólaárið 2018-2019 • Umsjónarkennari í Hörðuvallaskóla • Þroskaþjálfi/sérkennari í Salaskóla Leikskólar • Deildarstjóri í Læk • Leikskólakennari á Grænatúni • Leikskólakennari/leiðbeinandi í sérkennslu í Læk Velferðarsvið • Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólk • Starfsmenn í þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk Annað • Starfsmaður hjá Sundlaug Kópavogs (Karl) Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is, þar sem jafnframt má finna fleiri störf og nánari upplýsingar.

Kópavogur.is

H

in árlega Jafnréttisvika Menntaskólans í Kópavogi var haldin í tólfta sinn vikuna 5. - 8. mars sl. Sem endranær var dagskrá vikunnar fjölbreytt og spennandi og mikið var lagt upp úr að finna umfjöllunarefni sem höfða til nemenda og fjalla um heiminn sem þeir hrærast í og þeirra helstu hugðarefni. Í vikunni kenndi ýmissa grasa en nemendur horfðu meðal annars á

heimildamyndir um líkamsvirðingu, intersex og sögu kvennabaráttunnar á Íslandi. Í sal skólans voru fluttir fyrirlestrar um klámnotkun framhaldsskólanema, hinseginheiminn, karlmennskuímyndir, stöðu kvenna af erlendum uppruna, heimilisofbeldi, heilbrigð og óheilbrigð sambönd, dreifingu nektarmynda og starfsemi UNwomen. Mæting á viðburði vikunnar var góð og dagskráin vakti lukku jafnt nemenda sem kennara.

Á lokahátíð skólans steig svo Hugleikur Dagsson á stokk og skemmti viðstöddum með gríni og glensi eins og hans er von og vísa. Vikan var skipulögð af jafnréttisdaganefnd skólans í samstarfi við nemendafélagið sem sá um pizzusölu til styrktar Stígamótum í tengslum við verkefni þeirra #sjúkást. Alls söfnuðust 150.000 krónur sem fulltrúar nemenda fóru með og afhentu í húsnæði Stígamóta.

VIÐURKENNING

Allt sem tengist tilveru mannsins á nýjum stað

F

yrir skömmu var látlaus athöfn á Bókasafni Kópavogs þar sem brosandi konu var afhent viðurkenningarskjal. Athöfnin var haldin til að fagna mikilvægu starfi sem skilur eftir sig djúp spor. Þarna var verið að veita Soumiu I Georgsdóttur viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs fyrir ráðgjöf sem hún veitir vikulega á Bókasafni Kópavogs. Soumia er fædd í Marokkó en hefur búið á Íslandi síðastliðin 18 ár. Hún talar íslensku, arabísku, ensku og frönsku og getur því liðsinnt mörgum sem búsettir eru í samfélaginu en hafa samt ekki náð fullum tökum á tungumálinu. „Soumia hafði samband við okkur og bauðst til þess að vera með þessa ráðgjöf,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Ég varð mjög þakklát fyrir það, því við erum alltaf glöð þegar fólk úr samfélaginu kýs að nýta aðstöðuna hjá okkur fyrir verkefni eins og þetta. Soumia hefur verið frábær liðsauki og við finnum það vel að það er mikil

Frá afhendingu viðurkenningar jafnrétts og mannréttindaráðs í febrúar sl. Lísa Z. Valdirmarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, Soumia I Georgsdóttir, ráðgjafi, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Ragnheiður Bóasdóttir, formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs.

þörf á ráðgjöfinni sem hún ef þeir komast ekki þegar veitir.“ Lísa segir að ráðSoumia er með sína viðtalsgjöfin sé mjög fjölbreytt. tíma.“ Hún segist sérhæfð í Stundum þarf fólk að fá uppmálefnum barna og foreldra. lýsingar um réttindi sín, „En ég get hjálpað til með allt aðrir vilja hjálp við samsem tengist tilveru mannsins skipti við ýmsar stofnanir á nýjum stað. Ég veit auðvitað ekki allt, en ef ég veit ekki eða fjármálaráðgjöf. Þegar Donata H. ráðgjöf Soumiu hafði verið Bukowska, svarið get ég fundið einhvern í boði í nokkra mánuði var pólskumælandi sem veit það.“ ákveðið að útvíkka verkefnið ráðgjafi. enn frekar og finna ráðgjafa Ráðgjöfin sem gæti liðsinnt pólskumælandi Ráðgjöf Soumiu (á íslensku, arabísku, íbúum. ensku og frönsku): Alla þriðjudaga Donata H. Bukowska, grunnskólakl. 13-16. kennari, er ráðgjafi í málefnum barna af erlendum uppruna í grunnRáðgjöf Donötu (á íslensku, ensku og skólum Kópavogs og býður nú upp pólsku): Alla föstudaga kl. 10-14:30. á vikulega viðtalstíma. „Ég tala Ráðgjöfin fer fram á 2. hæð aðalsafns íslensku, ensku og pólsku. Þó að ég Bókasafns Kópavogs. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram, tímarnir eru hvetji Pólverja sérstaklega til þess að koma eru aðrir því líka velkomnir, ókeypis og fullum trúnaði er heitið.

Kópavogsblaðið slf Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Sími: 899 3024 Netfang: audun@kopavogsbladid.is Heimasíða: www.kopavogsbladid.is Auglýsingar: kopavogsbladid@kopavogsbladid.is Hönnun: Guðmundur Árnason Netfang: kopavogsbladid.gummi@gmail.com Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur

Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi: Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.


ð ó r i F e. Ole Lund Kirkegaard Lög e. Valgeir Skagfjörð Leikstjóri: Örn Alexandersson

Sýningar: Lau. 24. mars Lau. 14. apríl Sun. 15. apríl Fim. 19. apríl Lau. 21. apríl Lau. 28. apríl Sun. 29. apríl

kl. 13:00 kl. 13:00 kl. 13:00 kl. 13:00 kl. 13:00 kl. 13:00 kl. 13:00

Leikfélag Kópavogs 2018

Sýnt í Leikhúsinu,

Funalind 2

255x390.indd 1

Miðasala á

kopleik.is 14/03/2018 10:18


4

Fimmtudagur 22. mars 2018

LESTUR

Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi

N

ói Pétur Á. Guðnason úr Lindaskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Mír Salah Karim, einnig úr Lindaskóla og í þriðja sæti var

Salka Heiður Högnadóttir úr Smáraskóla. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 15. mars sl. Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. sinn í Kópavogi í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin snýst fyrst og fremst um að allir nemendur hafa lagt markvissa

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

rækt við einn þátt móðurmálsins, þ.e. vandaðan upplestur og framburð og tekið þátt í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Í Salnum komu saman tveir fulltrúar frá öllum 9 grunnskólum bæjarins og lásu hluta úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Því næst völdu nemendur eitt af tíu ljóðum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum fluttu þau ljóð að eigin vali.

Salka Heiður Högnadóttir, Mír Salah Karim og Nói Pétur Á. Guðnason.

Ögurhvarfi 8 - 203 Kópavogur - rafmidlun.is

AÐSENT

Að valda ekki nemendum skaða

agsfundir E ðisfélag Kópavogs SMURÞJÓNUSTAN Þegar gæði skipta máli

Skemmuvegur 32 (bleik gata) 200 Kópavogur. Sími 537-1333 gunnar@smurthjonustan.is www.motul.is - www.motulisland.is www.facebook.com/smurthjonustan

f ég væri sálfræðingur þá hefði ég þá megin reglu að valda ekki skjólstæðingi mínum skaða. En ef ég er kennari gildir þá þessi sama regla? Nú er það þekkt staðreynd að þegar nemendur koma upp í framhaldsskóla þá hafa þau mörg þróað með sér alvarlega kvíðaröskun. Þau fæddust ekki með þessa kvíðaröskun, hún var búin til í þeim á

Páskaeggjaleit rat volor am et estem aturendio Sjálfstæðisfélagsins m exíet omni cusciatur aut Kópavogi

grunnskólaaldrinum. Með það stanslaust að ef hún endalausu, stundum tilstæði sig ekki í þessgangslausu, prófahaldi. um prófum þá væri líf Prófkvíði og ýmis önnhennar búið. Þvílík della. ur kvíðaröskun er töluvert Það er eitthvað mikið vandamál í framhaldsað. Við getum ekki haldskólum. Það er sem sagt ið svona áfram. Við verðbúin til kvíðaröskun í um að hætta þessu. Það hefur enginn leyfi til að krökkum í grunnskólanum og síðan þarf framskaða börn. Förum að haldsskólinn að kaupa inn fara vel með börnin okksálfræðinga til að reyna að ar. Leggjum áherslu á að laga vandann aftur og það Baldvin Björgvinsson þau séu heilbrigð, hamframhaldsskólatekst ekkert allt of vel. ingjusöm og með menntkennari í FB. Það er eitthvað mjög un fyrir framtíðina. Losbogið við þetta. Samræmd próf, PISA um okkur við allt sem veldur því próf og öll hin prófin sem segja þér að börnum kvíðir fyrir því að fara hvort þú ert snillingur eða fáviti. í skólann, ofbeldið, eineltið og Þannig var það þegar dóttir mín var líka prófkvíðann. Förum að skoða finnsku leiðina af fullri alvöru. á þessum aldri. Hún fékk að heyra

upictur volut ariam liquiae Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður til páskaeggjaleitar í Guðmundarlundi aio illabo am24.alit aut utatquam es laugardaginn mars kl. 14:00. Barnafjölskyldur velkomnar í Guðmundarlund. n consequi odis sanduciusam. Eftir leitina verður boðið upp á heitt kakó og grillaðar pylsur.

Stelpur frá Gerplu sjá um leiki.

Með páskakveðju kurinn Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs

www.xdkop.is


Brandenburg | sía

. R K 0 0 9 . 39

D N U S & T K Æ R S M A K Í L Í Á RS KO RT ING ENGIN BIND

STINGDU ÞÉR TIL SUNDS Í KÓPAVOGI Kortin fást í afgreiðslum sundlauga Kópavogs. Salalaug · Kópavogslaug · reebokfitness.is


6

Fimmtudagur 22. mars 2018

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

fleiri trúarbrögð. Það var gaman að kynnast ólíkri menningu og trúarbrögðum.

Gefandi sjálfboðaliðastarf

PISTILLINN

Mesta upplifun lífsins Ágústa Mithila Guðmundsdóttir er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi, fædd 1998. Hún bjó í fimm ár í Malaví

Fyrir fimm árum flutti ég til lands sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Það eru meira en 195 lönd í heiminum og af þeim öllum fluttum við til Malaví. Landið er í Suðaustur-Afríku, liggur hvergi að sjó en á landamæri að Mósambik, Zambíu og Tanzaníu. Þar búa á bilinu 15-18 milljónir manns. Landið er mjög friðsælt og íbúarnir glaðværir og vingjarnlegir. Dýralífið er ekki ósvipað því sem við þekkjum frá öðrum Afríkulöndum; flóðhestar, sebrahestar, apar og fílar, en villtum dýrum hefur fækkað mjög eftir því sem mannfólkinu hefur fjölgað. Þar eru samt nokkrir þjóðgarðar og þar er verið að reyna að ala aftur upp stofn af dýrum sem voru horfin frá Malaví, eins og ljónum.

M

alaví er fallegt land, ekki síst við vatnið og þar eru fallegar baðstrendur. Malavívatn er þriðja stærsta stöðuvatn í Afríku, í kringum 29 þúsund ferkílómetrar. Það er mikið líf í vatn-

inu, yfir 1000 tegundir af fiskum og þá ekki síst skrautfiskar eins og við erum vön að sjá í fiskabúrum hérlendis. Það er óskaplega gaman að kafa í vatninu, ég fór á námskeið og náði mér í köfunarréttindi.

GÓÐ

ÞJÓNUSTA Í HLÍÐASMÁRA 8

Malaví er ekki eina landið sem á landamæri að vatninu, því Mósambík og Tanzanía liggja að því að hluta austan megin. Ástæðan fyrir því að við fluttum til Malaví var sú að pabbi minn var ráðinn til starfa við þróunarverkefni í sendiráði Íslands í Lilongwe, sem er höfuðborg landsins. Ég og yngri systir mín fórum í alþjóðlegan skóla, Bishop Mackenzie International School. Malaví var áður bresk nýlenda en fékk sjálfstæði fyrir meira en 50 árum. Höfuðborg landsins meðan Bretar stýrðu var Zomba, hún stendur hærra og þar er ekki alveg eins heitt. Nú er næstum öll stjórnsýsla í Lilongwe, en höfuðborg viðskipta er samt ekki síður Blantyre.

Mikil fátækt og erfiðleikar

Mörg tungumál eru töluð í Malaví en þau opinberu eru enska og Chichewa. Íbúafjöldinn er ekki nákvæmur, allar skráningar eru óöruggar og erfiðar í framkvæmd, því mörg þorp eru mjög afskekkt og

erfitt að komast þangað. Það er þó eitt þéttbýlasta landið í Afríku. HIV smit er mjög algengt. Það er talið að um tíundi hver íbúi sé smitaður og hlutfallið er um tuttugu prósent í héraðinu þar sem Ísland er með verkefni, í lýðheilsu, vatnsöflun og menntamálum. Aðgangur að HIV lyfjum er góður og það hefur dregið úr nýjum smitum á undanförnum árum, þannig að kannski næst að stöðva útbreiðsluna á næstu árum. Malaría er landlægur sjúkdómur og mjög margir deyja úr malaríu á hverju ári. Samt er frekar auðvelt að lækna malaríu ef lyf fást nógu snemma og það dregur mikið úr smithættu ef maður sefur undir moskítóneti á nóttunni. Mikill meirihluti Malava er kristinnar trúar, eða um 70%. Stærstur hluti hinna er Múhameðstrúar. Síðan blandast oft allskonar galdratrú saman við hefðbundnu trúarbrögðin og stundum verður úr því skrítin blanda. Í skólanum mínum voru krakkar frá meira en 50 löndum og þar blönduðust saman enn

Síðasta árið mitt í Malaví tók ég mér hlé frá náminu til þess að sinna verkefnum í þorpum og hjálpa fólki. Eitt af þessum verkefnum var í framhaldsskóla í þorpinu Chowe í Mangochihéraði, en það er um 260 kílómetra frá höfuðborginni, við suðurodda Malavívatns. Nemendur í Setbergsskóla í Hafnarfirði höfðu safnað peningum í verkefni í Chowe og þau báðu mig um að finna út hvað væri skynsamlegt að gera. Ég fór í nokkrar heimsóknir, hitti kennarana og nemendur og höfðingjann í þorpinu, sem er mikill vinur pabba míns. Eftir nokkra fundi var ákveðið að nota peningana til að byggja upp bókasafn í framhaldsskólanum, þar sem nemendur gætu lært eftir skóla og hægt væri að setja bækurnar í hillur, en fram að því höfðu þær legið á gólfinu þar sem termítar fóru í þær og skemmdu. Þetta verkefni tók marga mánuði að klárast. Allt tekur tíma í Malaví. Það tók tíma að finna nógu góðan smið, og í rauninni var bara einn smiður í þorpinu sem var nógu hæfur til að sinna verkinu. Í Chowe sem er uppi í fjöllum í Mangochihéraðinu búa um 5000 manns. Þar eru næstum allir Múhameðstrúar. Fólkið lifir á maís sem það ræktar sjálft, býr til úr því maísköku og graut eftir að maísinn hefur verið malaður í duft. Síðan borðar fólk baunir með og stundum kjöt eða fisk, en aðallega á hátíðum, því það er dýrt. Lífið er fábreytt. Fólk vaknar snemma, fer á akurinn, konurnar hugsa um börnin, sækja vatn og eldivið, þvo og hugsa um matinn. Oft fær maður á tilfinninguna að skyldustörf kvennanna séu miklu erfiðari en störf karlanna. Skólinn er staðsettur innst inn í þorpinu. Í honum eru 109 nemendur, aðallega strákar um og yfir 17 ára. Stelpurnar á þeirra aldri verða flestar ófrískar og sumar löngu fyrr. Það er eitt af stærstu vandamálunum í landinu, Malavar byrja að eiga börn alltof snemma. Stundum eru stelpur á mínum aldri búnar að eignast þrjú börn. Í undirbúningnum fór ég í margar heimsóknir í þorpið. Ég fór oft til höfðingjans, oftast með pabba, en hann og höfðinginn hafa þekkst í a.m.k. fjögur ár og eru mjög góðir vinir. Þeir halda enn góðu sambandi. Ég fór á fund með nemendaráðinu í skólanum til að fá hugmyndir. Þær voru endalausar. Það vantar næstum allt og það litla sem er til er gamalt og úr sér gengið. Eftir langar umræður var samþykkt að breyta einu stóru herbergi sem var lítið notað í bókasafn. Það þurfti að laga þakið, eitra fyrir termítum, kalka veggi og margt fleira. Allt var þetta gert með peningunum sem Setbergsskólinn safnaði. Það voru smíðaðar hillur, vinnuborð fyrir nemendur og afgreiðsluborð. Þegar þessu var lokið fékk ég þau fallegustu bros sem hægt er að ímynda sér til að fara með til krakkanna í Setbergsskóla, en fyrir jól flutti ég fyrirlestur með glærum í skólanum, þar sem ég lýsti verkefninu fyrir þeim frá upphafi til enda. Ég tók þátt í ýmsum öðrum verkefnum. Vinur okkar á Íslandi fjármagnaði heilt mæðraskýli við fæðingardeildina í Chowe. Svoleiðis bygging kostar líkt og nýr fjölskyldubíll á Íslandi, þannig að það var enginn smáræðis stuðningur frá einum einstaklingi. Pabbi minn sá um peningana og að allt gengi vel eftir - og höfðinginn vinur okkar var byggingastjóri. Það er mikil reynsla að fá tækifæri til að búa í svona framandi landi. Ég verð örugglega alla ævina að vinna úr henni. Þótt ég hafi upplifað mikla eymd og fátækt og séð hluti sem ég grét yfir, þá er reynslan í heild mjög jákvæð. Það er gott að fá tækifæri til að kynnast því hvernig fólk býr annars staðar í heiminum, því þá lærir maður betur að meta það sem maður hefur. Ég hefði að minnsta kosti ekki viljað missa af þessari reynslu.


Páskar í kirkjum Kópavogs Ljósmynd: Lasse Olson

Digraneskirkja

Hjallakirkja

Frá Skírdegi til Páskasólar

Skírdagur:

Trúarlegt ferðalag í helgihaldi Digraneskirkju.

Skírdagur

Skírdagur er dagur seinustu kvöldmáltíðarinnar og því tilhlýðilegt að söfnuðurinn komi saman um kvöldið kl. 20 til þess að eiga samfélag um borð Guðs. Altarissakramentið verður fram borið með sérbökuðu ósýrðu brauði og bergt af sameiginlegum kaleik. Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson

Föstudagurinn langi

Um kvöldið kl. 20 er passíuguðsþjónusta. Lesnir eru ritningartextar passíunnar og tónlist eða söngur milli lestra. Passíuguðsþjónustunni lýkur með því að kirkjan verður myrkvuð og íhugun þagnarinnar tekur við. Prestur: sr. Bára Friðriksdóttir

Aðfangadag páska kl. 22 er Páskavaka

Hátíðahöld páskanna eru elsta kristna guðsþjónustugerð sem þekkt er í kirkjunni og á uppruna sinn í Jerúsalem á 1. öld, í kirkju postulanna. Textar vökunnar eru þá að mestu leyti fullmótaðir en vakan í heild sinni fullmótuð á 2. öldinni. Hún er því ein elsta kristna guðsþjónustugjörð sem þekkt er. Páskavakan hefst kl. 22 við eldstæði fyrir utan Digraneskirkju. Páskavakan skiptist í fjóra meginþætti: 1. Þjónusta ljóssins – blessun hins nýja elds 2. Þjónusta orðsins – ritningarlestrar 3. Heilög skírn (endurnýjun skírnarheitsins) 4. Messan

Páskahátíðin hefst að morgni páskadags kl. 9 Ath. breytta tímasetningu.

Sungin verður hátíðarmessa sr. Bjarna Þorsteinssonar. Eftir messu verður morgunmatur í safnaðarsal og er mælst til þess að safnaðarfólk komi með eitthvað meðlæti með sér. Húsmóðir kirkjunnar hitar kaffi, te og heitt súkkulaði og býður rúnnstykki þar að auki.

Helgistund kl. 12.00. Altarisganga. Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Prestur er sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

Föstudagurinn langi:

Helgistund kl. 12.00. Altarisganga. Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Prestur er sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

Föstudagurinn langi:

Tónleikar í kirkjunni kl. 20.00. Flutt verður verkið Stabat Mater eftir Pergolesi. Það eru söngkonurnar Hannar Dóra Sturludóttir og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sem flytja verkið ásamt kammerhópnum ReykjavíkBarokk.

Páskadagur:

Hátíðarmessa kl. 09.00. Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Kaffi og páskaegg í safnaðarheimili eftir messu. Verið velkomin í Hjallakirkju á páskum.

Kópavogskirkja 25. mars: Pálmasunnudagur kl.11:00 Ferming

Lindakirkja Skírdagur

29. mars: Skírdagur kl.11:00 Ferming

20:00 Máltíð Drottins í kapellu Lindakirkju. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Matthías Baldursson annast tónlistarflutning.

29. mars: Skírdagur kl.13:15, Altaris-

Föstudagurinn langi

ganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð

30. mars: Föstudagurinn langi, guðsþjónusta kl.11:00

30. mars: Föstudagurinn langi,

kl.13:00-16:00, Passíusálmalestur og föstutónlist flutt af Lenku Mátéová og Þórunn Elínu Pétursdóttur.

1. apríl: Páskadagur, Hátíðarguðsþjónusta kl. 08:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Páskadagskaffi í umsjón Kórs Kópavogskirkju og í boði sóknarnefndar á eftir í safnaðarheimilinu Borgum. Staðarstaðskoðun á eftir í umsjón Sögufélags Kópavogs.

20:00 Í myrkri við mæddumst. Henning Emil Magnússon, guðfræðingur og kennari fjallar um tengsl Jobsbókar og píslarsögunnar við texta nóbelsverðlaunahafann Bob Dylan. Tónlist verður í höndum Baldvins Snæs Hlynssonar píanóleikara, sem nýlega hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem bjartasta vonin. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir stundina.

Páskadagur

8:00 Jesús er upprisinn. Messa í Lindakirkju. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Að messu lokinni verður boðið til morgunverðar og er öllum velkomið að leggja til veitingar á morgunverðarborðið. 11:00 Sunnudagaskóli. Páskaeggjaleit að honum loknum.


8

Fimmtudagur 22. mars 2018

AÐSENT

MARBAKKI

Börnin fegra umhverfið

M

ikilvægt er að er að styrkja viðhorf barna til náttúru og umhverfis. Það sem gert er þarf að vera jákvæð upplifun. Liður í að efla virðingu fyrir náttúru er að fara út og fegra umhverfið. Börnin á Marbakka tóku til hendinni í vikunni og tíndu mikið rusl. Þeirra hugsun var að fegra umhverfið í kringum skólann, passa upp á plast fyki ekki út á haf

og að dýr myndu ekki slasa sig á rusli. Þau fundu ýmislegt áhugavert. Mikil umræða skapast við þessar aðstæður og er mikilvægt að hlusta á það sem þau hafa fram að færa. Einni áhugasamri stelpu í hópnum fannst merkilegast að finna hárteygju. Henni fannst gaman að tína ruslið og vill gera það aftur.

SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS

Árlegir vortónleikar

K

ópavogsbúar fjölmenntu í Háskólabíó þann 4. mars og fylltu húsið af eftirvæntingarfullum áheyrendum og tónlistarflytjendum. Þar fóru fram árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs og skein gleðin úr hverju andliti. Nemendur SK komu á svið í þremur hljómsveitum og léku hressi-lega efnisskrá fyrir tónleikagesti undir stjórn Össurar Geirssonar og Þórðar Magnússonar. Tónlistin var úr ýmsum áttum og mjög fjölbreytt. Þar mátti meðal annars heyra gamla slagara eins og We Will Rock You, æsispennandi tónlist úr Star Wars myndunum og meira að segja fékk meistari Megas að hljóma. Á tónleikunum, sem öðrum þræði eru uppskeruhátíð hljómsveitarinnar fengu tveir elstu nemendurnir, þau Harpa Friðriksdóttir og Matthías

Birgisson afhenta sérstaka viðurkenningu fyrir að vera búin að spila með hljómsveitinni í tíu ár og vera burðarásar í hljómsveitinni undanfarin misseri. Nemendur stóðu sig annars öll mjög vel og var þeim mikið og ákaft fagnað í lok tónleika. Öruggar heimildir eru fyrir því að allir hafi farið glaðir út í fallegan en kaldan sunnudag að tónleikunum loknum.

Bjart framundan í úrgangsmálum Urðun á lífrænum úrgangi verður hætt með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar höfuðborgarsvæðisins

F

ramundan eru verulega breyttir tímar hvað varðar meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu en ráðgert er að hefja byggingu á nýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í vor. Reykjavíkurborg hefur úthlutað Sorpu lóð undir stöðina í Álfsnesi og er hún yfir 82 þúsund fermetrar að stærð. Gólfflötur bygginga er áætlaður 12.800 fermetrar en gert er ráð fyrir að hægt verði að tvöfalda stærð stöðvarinnar í framtíðinni ef þörf krefur. Stöðin samanstendur af móttöku fyrir úrgang, vinnslusal og þrjátíu þroskunarklefum fyrir lífrænan úrgang, auk tanka til gasgerðar. Stöðin mun anna allt að 35.000 tonnum af lífrænum heimilisúrgangi og er áætlað að framleiðslan verði annars vegar um 3 milljónir Nm3 af metangasi, sem hægt er að nýta sem eldsneyti á ökutæki, og hins vegar 10-12.000 tonn af jarðvegsbæti á ári, sem hentar vel til landgræðslu. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs og sérstök samþykkt stjórnar Sorpu felur í sér ákvörðun um að hætta að urða lífrænan og brennanlegan úrgang árið 2020 og er bygging gas- og jarðgerðarstöðvar mikilvægur áfangi á þeirri vegferð. Eigendasmkomulagið frá árinu 2013 gerir ráð fyrir að umrædd gas- og jarðgerðarstöð vinni á lífrænum heimilisúrgangi.

Guðmundur Geirdal bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sorpu bs.

stöðvarinnar verði náð seinni hluta árs 2019. Í undirbúningi er einnig uppsetning vélbúnaðar í móttökuog flokkunarstöð SORPU sem mun auka verulega flokkun plasts frá öðrum heimilisúrgangi og þar með endurvinnslu á plasti. Þegar stöðin verður að fullu komin í gagnið er ráðgert að yfir 95% heimilisúrgangs verði endurnýttur með einum eða öðrum hætti. Vinnsla lífræns úrgangs í gasog jarðgerðarstöðinni krefst forvinnslu á öllum heimilisúrgangi, þar sem málmar og plast verður flokkað vélrænt frá öðrum efnum,

Yfir 95% endurnýting heimilisúrgangs

Gert er ráð fyrir að bygging geti hafist á vordögum 2018, prufukeyrsla hefjist vorið 2019 og fullum afköstum

GÓÐ ÞJÓNUSTA

Á NÝBÝLAVEGI

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

m.a. með seglum og pokaskilju sem blæs léttum pokum með plasti frá öðrum úrgangi. Það sem eftir stendur er síðan flokkað eftir stærð í tvo flokka, þar sem annar er að megninu til lífrænt efni, s.s. matarleifar, gæludýraúrgangur o.s.frv. Til að byrja með munu báðir flokkar fara til vinnslu í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi en búast má við að annar vinnslufarvegur verði fyrir valinu fyrir grófari hlutann síðar meir. Markmiðið er að nýta sem best allan þann lífræna úrgang sem til fellur á heimilum á höfuðborgarsvæðinu og meðhöndlun á efninu bæði fyrir og eftir niðurbrot tryggir að plast, málmar og önnur efni fari í réttan farveg. Íbúar verða áfram hvattir til að flokka og skila pappír, textíl, gleri, öðrum endurvinnsluefnum og spilliefnum í þar til gerða farvegi, s.s. blátunnu, grenndargáma og á endurvinnslustöðvar. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að íbúar flokki betur lyf, raftæki, spilliefni og gler. Þannig má tryggja sem besta nýtingu þeirra hráefna sem felast í úrgangi, með sem minnstum tilkostnaði fyrir samfélagið

60 % af úrgangi kemur frá fyrirtækjum

Nokkuð góður árangur hefur náðst meðal íbúa höfuðborgarsvæðisinns í flokkun, en því miður er árangurinn ekki alveg jafn góður meðal sumra fyrirtækja hér. Alltof mikill pappi og annarskonar verðmæti eru að fara óflokkuð með miklum tilkostnaði fyrir samfélagið og fyrirtækin sjálf sem gætu sparað sér miklar fjárhæðir með betri flokkun.



10

Fimmtudagur 22. mars 2018

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

KY NN IN G

Fannar Karvel, íþróttastjóri hjá Spörtu heilsurækt.

Íþróttakrakkar eru of stirðir – Missa eðlilega getu líkamans Í Spörtu heilsurækt við Nýbýlaveg (gamla Toyota húsinu) fer fram fjölbreytt starfsemi. Þar er til dæmis boðið upp á þjálfun fyrir einstaklinga á aldrinum 11–100 ára. Fagmennska er það sem einkennir starf Spörtu hvert sem litið er. Stöðin býr að því að eiga gríðarlega öfluga þjálfara sem hafa mikinn metnað fyrir starfinu og eru með toppmenntun, hver á sínu sviði. Íþróttaþjálfun barna- og unglinga er það sem vaxið hefur hvað hraðast í húsakynnum Spörtu. Það er því ekki að undra að þegar kom að vali samstarfsaðila til að auka þjónustu og fjölbreyttni íþróttatíma í íþróttahúsinu Kórnum að HK valdi Spörtu heilsurækt til samstarfs. Of mikil sérhæfð þjálfun barna er vandamál

Starfsemi Spörtu hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum. Þar má helst nefna þjálfun íþróttabarna og ungmenna sem velja að stunda sína styrktarþjálfun í Spörtu. Fannar Karvel, íþróttastjóri Spörtu, segir að börn og unglingar sem stunda íþróttir af miklum krafti hafi mögulega verið að fá of mikla sérhæfða þjálfun of snemma. „Í raun er ekki hollt fyrir börn að fara of snemma í mjög sérhæfða íþróttaþjálfun eins og hún er kennd víða í dag,“ segir Fannar. „Börn eru oft að missa niður eðlilega getu líkamans til að takast á við allar hreyfingar og viðhalda náttúrulegri hreyfigetu líkamans. Ég tók eftir þessu með drenginn minn, sem er 9 ára gamall og hefur æft fótbolta í núna fimm ár að hann er orðinn

allt of stífur og stirður. Líkami hans ræður ekki við allar þessar náttúrulegu hreyfingar sem hann á annars að ráða við. Við fengum því Guðrúnu Höllu Guðnadóttur mastersnema í sjúkraþjálfun og yfirþjálfara þjálfunarstöðvar Spörtu til að aðstoða okkur við að finna leið til að leiðrétta þessa þróun. Við bjuggum til Sparta Elite námskeið sem er styrktar- og liðleikaþjálfun fyrir 11-16 ára íþróttakrakka. Þar vinnum við að því að auka liðleikann og búa til styrkt og kraft hjá þessum krökkum. Þau eru gríðarlega áhugasöm, skemmta sér konunglega og eru að sýna svakalega mikinn árangur. Hvert námskeið eru 12 vikur og eru mælingar gerðar í upphafi og lok hvers námskeiðs þannig að við sjáum svart á hvítu hverju þetta skilar.“ Fannar bætir því við að með þessum

námskeiðum er markvisst verið að vinna að þvi að minnka líkur á meiðslum hjá krökkum þegar þau fara út í hinn harða heim íþróttanna.

Samstarf við HK

SpartaElite tímarnir fara fram hjá Spörtu og nú einnig í íþróttahúsinu Kórinn í Kórahverfi fyrir HK-inga. „Forsvarsmenn HK höfðu samband við okkur um áramótin og spurðu hvort við hefðum áhuga á að bjóða upp á styrktarþjálfun fyrir íþróttakrakka HK í Kórnum,“ segir Fannar. „Við sáum ekkert því til fyrirstöðu að mæta þangað með SpartaElite námskeiðið. Við höfum fengið frábærar móttökur en uppselt er í hópinn fyrir 11-13 ára og plássin langt komin í eldri hópnum, 14-16 ára. Ásamt þessum tímum erum við að prófa að bjóða upp á Meta-

bolic tíma en það eru hóptímar fyrir almenning og það geta allir Jónar og allar Gunnur stundað þessa tíma, nánast sama hvernig líkamsástandið er.”

Gleðin er stór þáttur heilsuræktar

Alls konar þjálfun er í boði hjá Spörtu. „Metabolic tímarnir eru tímar fyrir nánast alla, þá meina ég nánast alla. Þar vinnur fólk á sínum hraða og með sinni ákefð og því hentar þessi þjálfun langflestum. Það er mikið fjör og mikið gaman hjá okkur í þessum tímum og reynum við að hafa andrúmsloftið alltaf þannig því við trúum því að gleðin sé stór þáttur í því að stunda heilsurækt og alla þjálfun yfirhöfuð. Einnig erum við með #teamSparta fyrir 16-20 ára íþróttakrakka sem ætlar sér langt í íþróttabransanum. Þetta er samskonar þjálfun og SpartaElite nema með aukinni ákefð og sérhæfingu sem hentar hverjum einstakling. Þarna erum við líka að vinna með markmið og framtíðarsýn hvers og eins og er frábært að fylgjast með öllu því flotta og harðduglega íþróttafólki sem við eigum.”

Öflugt þjálfunarteymi

Mikill uppgangur hefur verið hjá Spörtu undanfarið í þjálfun íþróttafólks og Fannar er fljótur til svars þegar hann er spurður um ástæður fyrir því. „Fyrst og síðast vil ég þakka öllu því gríðarlega flotta þjálfunarteymi sem starfar í Spörtu. Það hefur verið stefna okkar frá fyrsta degi að fá eingöngu bestu, metnaðarfyllstu og faglegustu þjálfarana með okkur í lið. Fagmennska er okkar helsti gæðastimpill. Við munum seint gefa afslátt af honum enda hafa landslið Íslands í handbolta, fjöldi fótbolta-, handbolta- og körfuboltaliða á landinu öllu, KSÍ dómarar og tugir atvinnuíþróttafólks valið að sækja sína þjálfun í Spörtu eða til þjálfara er starfa í Spörtu. Þessir iðkendur setja metnaðinn hátt ásamt öllum þeim Spartverjum sem velja að æfa í Spörtu,“ segir Fannar Karvel íþróttastjóri Spörtu heilsuræktar. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með starfsemi Spörtu á samfélagsmiðlum; facebook.com/spartakopavogi, á Instagram og Sparta.is.


Er tu að flytja?

Vantar þig

sEndibíl?

Þú leigir hjá okkur sendibíl í stærð sem hentar fyrir þig, með eða án lyftu, og keyrir sjálfur. Hafðu samband í síma 566 5030 – Cargobilar.is


12

Fimmtudagur 22. mars 2018

SKÁK

KYNNING

Loftið þrungið spennu Reebok Fitness í sundlaugum Kópavogs á Skákhátíð MótX 2018 og í Ögurhvarfi

R

eebok Fitness býður upp á skemmtilegar, snyrtilegar og vel búnar líkamsræktarstöðvar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Jafnframt hafa korthafar Reebok Fitness aðgang að Kópavogslaug, Salalaug og Ásvallarlaug. Reebok Fitness býður það besta sem er í boði í líkamsrækt á lágu verði og algjörlega án bindingar.

Frábær aðstaða

Auk þess að vera með stóran og fullbúinn tækjasal og frábæra æfingaaðstöðu er boðið upp á alla vinsælustu hóptímana og marga af bestu hóptímakennurunum. Þá eru salirnir hannaðir til að fullnægja ströngustu kröfum hvað varðar búnað, æfingatæki, hljóðkerfi og loftræstingu. Tækjasalurinn er mjög rúmgóður og með fullkomnum tækjabúnaði frá StarTrac. Upphitunartæki, lyftingartæki, laus lóð, fit boltar, medicin boltar, foamrúllur, ketilbjöllur, rúmgott teygjusvæði og allt þetta helsta sem þarf til að taka vel á því, auk u.þ.b. 70m2 „Functional Zone“ gólfi sem er sérstaklega gert fyrir ýmsar æfingar með líkamsþyngd. Hreint og gott loft er mjög mikilvægt og því er mikið lagt upp úr öflugu loftræstikerfi sem skiptir um loft inni á stöðinni á 10 mínútna fresti.

Hóptímar fyrir 60 ára og eldri

Fjölbreytt þjálfun, fyrir alla aldurshópa, er í boði hjá Reebok Fitness. Hóptímar eru fyrir eldri borgara, 60 ára og eldri, í Kópavogslaug sem mælst hafa vel fyrir. Fjölmörg ný námskeið eru á boðstólnum, eins og til dæmis 360 Total Body og Unglingahreysti sem kennd eru í Urðahvarfi. Úrval af opnum hóptímum standa viðskiptavinum til boða eins og til dæmis Hot Body, Hot Yoga, Cardio Fit Tabata, Pump FX, Hjól, Body Pump, GRIT og

Sigurvegarinn.

Unnur Pálmarsdóttir, mannauðsog markaðsstjóri.

Trigger Point Pilates. Það er nóg um að velja og velkomið að kíkja í prufutíma í Reebok Fitness.

Opnunartímar Reebok Fitness Mánudaga - fimmtudaga 05:45-22:00 Föstudaga: 05:45-21:00 Laugardaga: 8-17/ 20* Sunnudaga: 9-16/20* * Opið til kl 20 um helgar í Holtagörðum /Opið 10-15 á sunnudögum í Urðarhvarfi og Faxafeni / Opið 8-16 á laugardögum í Faxafeni

Opnunartímar sundlauga Mánudaga - fimmtudaga 06:30-22/21* Föstudaga: 06:30-22/21* Laugardaga: 8-18 Sunnudaga: 8-18* * Opið til kl 21 í Ásvallalaug á virkum dögum og til kl 17 á sunnudögum.

Við höfum langa reynslu af skipulagningu og fararstjórn víða um álfur þótt Austur Evrópa sé í uppáhaldi. Pólland hefur þar sérstakan sess. Saga þjóðarinnar er dramatísk, menning litrík, landið fagurt og fólkið elskulegt. Við aðstoðum hópa við undirbúning skipulagðra ferða og veitum fararstjórn sé þess óskað. Ef Pólland er ekki nógu framandi, hvað þá með að skella sér í ævintýr til Azerbejan, Chile, Bólivíu og Páskaeyja, Nepal og Bútan, í kúltúrferð til Hvíta-Rússlands eða í ógleymanlegt ævintýr í Kína og Norður-Kóreu? Hvernig væri að láta sína viltustu drauma rætast, á þessu ári, næsta eða bara einhvern tíma? Nánari upplýsingar gefur Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur, Sími: 564-3031, 611-4797 Netfang: soguferdir@soguferdir.is Heimasíða: www.soguferdir.is

N

ú er nýlokið hinni geysisterku og vel skipuðu Skákhátíð MótX, sem var haldin af Skákfélaginu Hugin og Skákdeild Breiðabliks. Frísklega var teflt í stúkunni við Kópavogsvöll og margar bráðskemmtilegar skákir glöddu augað. Í björtum sal glerstúkunnar var loftið þrungið dæmigerðri spennu lokaumferðar. Aðstæður voru þó óvenjulegar að því leyti að úrslitaskák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Áss Grétarssonar í Aflokknum var ekki tefld á staðnum heldur sýnd á skjá að keppendum fjarstöddum. Ástæðan var sú að Jóhann þurfti af landi brott og skákin því tefld fyrir fram og úrslitum haldið leyndum. Voru leikir stórmeistaranna leiknir jafnóðum í réttri tímaröð til að tryggja að úrslitin hefðu ekki óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku annarra keppenda í toppbaráttunni. Við þessar aðstæður var ekki síður spennandi að fylgjast með skák þeirra Jóhanns og Helga en þó að þeir hefðu verið á staðnum í eigin persónu. Þeir Jóhann og Helgi, sem voru efstir og jafnir fyrir lokaumferðina, sættust loks á skiptan hlut eftir langa og stranga vörn Helga. Sá síðarnefndi lét reyndar svo um mælt eftir skákina að sér liði yfirleitt best í afleitum stöðum og hann hefði því vísvitandi komið sér í vandræði til

Birkir Ísak Jóhannsson, unglingameistari Breiðabliks.

þess að fá eitthvað út úr skákinni. Á öðru borði kom Hannes Hlífar Stefánsson Björgvini Jónssyni á óvart í byrjun og eftir að kóngssókn Suðurnesjamannsins rann út í sandinn náði Hannes smám saman frumkvæðinu og knésetti Björgvin í vel útfærðri skák. Á þriðja borði tókust

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunnarsson á í hörkuskák þar sem lengi var óljóst hvor stæði betur. Úr varð tímahrak þar sem Þröstur tefldi til vinnings en misreiknaði sig aðeins í endataflinu og varð að leggja niður vopnin.

Úrslit

Úrslitin í A flokki Skákhátíðar MótX 2018 urðu því þau að þeir Jóhann Hjartarson, Helgi Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson komu jafnir í mark með 5 vinninga af 7 möguleikum, en Jóhann varð efstur á stigum. Sjónarmun þar á eftir varð svo Hjörvar Steinn Grétarsson með 4,5 vinninga. Keppni í flokki Hvítra hrafna var afar jöfn allt frá fyrstu umferð. Í lokaumferðinni hjá þessum gömlu kempum sem eru enn ungir í anda, sömdu þeir Jón Þorvaldsson og Jónas Þorvaldsson fljótlega um skiptan hlut en Júlíus Friðjónsson sigraði Braga Halldórsson eftir nokkrar sviptingar. Bragi stóð lengst af betur í skákinni en lék af sér drottningunni í tímahraki og því fór sem fór. Friðrik Ólafsson, sem átti að tefla við Björn Halldórsson, forfallaðist og varð því miður að gefa síðustu skák sína í mótinu. Friðrik setti afar sterkan og skemmtilegan svip á Skákhátíðina og er þessum heiðursmanni og stafnbúa íslenskrar skáksögu þökkuð þátttakan sérstaklega. Hlutskarpastur í flokki Hvítra hrafna 2018 varð Júlíus Friðjónsson með 3,5 vinninga af 5 mögulegum, annar varð Jón Þorvaldsson með 3 vinninga en þeir Júlíus voru taplausir á mótinu. Í þriðja sæti varð Bragi Halldórsson. Í B-flokknum tefldu flestir efnilegustu skákmenn landsins í bland við eldri og reyndari skákmenn. Hart var barist í lokaumferðinni í flokknum. Siguringi Sigurjónsson tefldi mjög vel í mótinu og endaði í efsta sæti þar sem hann varð hærri á stigum en Hilmir Freyr Heimisson sem var jafn honum með 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Þeir tveir unnu sér rétt til taflmennsku í A-flokknum á næsta ári. Aron Þór Mai tók 3ja sætið með 5 vinninga. Baráttan um nafnbótina Unglingameistari Breiðabliks var spennandi. Birkir Ísak Jóhannsson stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikning.

Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dalvegi 18 201 Kópavogi Sími: 5711133

Dalvegi 24, 201 Kópavogi, Sími: 571 7030, www.car-med.is


KÓPAVOGSBLAÐIÐ

13

Fimmtudagur 22. mars 2018

TÓNLEIKAFERÐALAG

Þjóðlagasveitin Þula á leið til Kína

Þ

jóðlagasveitin Þula úr Tónlistarskóla Kópavogs hefur verið valin til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 25.-31. júlí. Það er mikill heiður að vera valin til þátttöku í hátíðinni og tilhlökkun í hópnum, en þetta er í annað sinn sem Kínversk-íslenska menningarfélagið

hefur milligöngu um að senda íslenska fulltrúa á hátíðina. Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Kínverska þjóðarráðinu er vinnur að vináttusamböndum við erlend ríki, Kínverska menningarráðinu og borgarstjórn Tianjin borgar, en þema hátíðarinnar er friður, vinátta og fram-

tíð. Hátíðin er gríðar stór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína. Þjóðlagasveitin Þula er skipuð 8 fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 16-18 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs. Þula er eina þjóðlagasveitin sinnar tegundar þar sem ungmenni iðka flutning á íslenskri þjóðlagatónlist með söng, hljóðfæraleik og dansi sér og öðrum til gleði. Hægt er að kynnast Þulu betur á Facebook og styrkja sveitina til Kínaferðarinnar með að panta sveitina til skemmtana með skilaboðum þar.

HEIMILISAUÐKENNI

Rafrænt heimaþjónustukerfi hjá Kópavogsbæ

H

eimilisauðkenni fyrir heimaþjónustu í Kópavogsbæ var formlega tekin í notkun í vikunni. Heimilisauðkennið er hluti af rafrænu heimaþjónustukerfi sem er nýjung í velferðartækni. Það er þróað af hugbúnaðarfyrirtækinu Curron en fulltrúar þess voru viðstaddir afhendinguna ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, Theodóru S. Þorsteinsdóttur formanni bæjarráðs og starfsmönnum Kópavogsbæjar. Auðkennið, sem kallast á við símtæki heimaliða, hefur meðal annars að geyma upplýsingar um nauðsynlega þjónustu og fylgist með komu heimaliðanna og lengd þjónustunnar. Í því felst mikið hag-

ræði og einföldun á allri umsýslu. Heimaþjónustukerfið er notað til tímaskráningar, og þjónustustýringar og heldur kerfið jafnframt utan um alla samninga heimaþjónustunnar. Kópavogsbær vonast til að með þessari tækni verði öll framkvæmd heimaþjónustu við bæjarbúa markvissari. Næstu skref í kerfinu, sem verður í áframhaldandi þróun, eru að veita aðstandendum, með leyfi þeirra sem nota heimaþjónustu, aðgang að kerfinu. Með því móti geta þeir fylgst með þjónustunni og verið í gagnkvæmdum samskiptum sín á milli og við þjónustunotendur, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Fagnaðir

PINNAMATUR

Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.

Veislur e

okkar l

ru

Bjóðum

ist!

uppá fjöld a tegund pinnama a ts og tap asrétta

Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið.

Skútan

Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is


14

Fimmtudagur 22. mars 2018

BLIKAFRÉTTIR

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

WWW.BREIDABLIK.IS

HEILSAN

Leikfimihópur eldri borgara í Breiðabliki

F

yrir 20 árum óskuðu nokkrir eldri Blikar eftir því að stofnaður yrði hópur karla og kvenna Jón Sævar Þórðarson, til þess að íþróttakennari koma saman og hreyfa sig. Kristján Jónatansson kom þessu á legg og fenginn var leiðbeinandi. Fyrir rúmum 10 árum hefur Jón Sævar Þóðarson íþróttakennari stjórnað æfingum sem eru alla þriðjudaga og föstudaga kl 9.30 – 12.00 í salum sem er uppi í Smáranum og í Fífunni. Flestir eru á aldrinum 70 – 90 ára og er þetta mikil heilsubót fyrir þá sem taka þátt í þessu virka lýðheilsustarfi sem spara gríðarleg útgjöld fyrir hið opinbera fyrir utan lífsgæðin sem felast í betri heilsu. Eftir æfingar er drukkið kaffi og með því og sagðar sögur.

Kraftmikill leikfimihópur eldri Blika.

FÉLAGSAÐSTAÐA HK OPNUÐ LIÐ ÁRSINS Í KÓPAVOGI ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ HK HK OPNUÐ FÉLAGSAÐSTAÐA HK FULLLORIÐINNA ÁTÍÐ ÍÞRÓTTAH KÓPAVOGI LIÐ ÁRSINS ÍÍSLANDSMEISTARAR BREIÐABLIK FÉLAGA Í KATA SVANA KATLA Í 7. SÆTI Á SWEDISH KATA THROPHY LEIKFIMIHÓPUR ELDIR BORGARA Í BREIÐABLIK KARATE

Breiðablik Íslandsmeistarar félaga í kata fullorðinna

L

augardaginn 3.mars var Íslandsmeistaramót fullorðinna haldið í Fylkissetrinu í umsjón Karatefélagsins Þórshamars. Keppt var í einstaklingsflokkum og í liðakeppni (Hópkata). Góð mæting var á mótinu, bæði í einstaklingsflokkum og í hópkata. Breiðablik átti góðan hóp keppenda sem kepptu í öllum flokkum. Breiðablik átti titil að verja í kvennaflokki og stefnan var á að ná aftur titli í hópkata. Í kvennaflokki vann Svana Katla Þorsteinsdóttir og varð því Íslandsmeistari í kata kvenna 4 árið í röð, vann alla sína andstæðinga. Í úrslitum mætti hún liðsfélaga sínum úr Breiðablik, Örnu Katrínu Kristinsdóttur, og fékk Breiðablik því tvenn verðlaun í kvennaflokki. Þær tvær ásamt Móey Maríu Sigþórsdóttur McClure voru svo í kvennaliði Breiðabliks sem vann hópkata kvenna, er þetta í 6 skiptið á síðustu 7 árum sem Breiðablik vinnur hópkata kvenna. Svana Katla endaði því sem tvöfaldur meistari í dag í 3ja skiptið. Í karlaflokki fengum við ein verðlaun þegar Elís Þór Traustason náði 3ja sæti eftir að hann vann liðsfélaga sinn Ólaf Briem, auk þess beið Ögmundur Albertsson lægri hlut í sinni viðureign um 3ja sætið. Í hópkata karla fékk Breiðablik tvenn verðlaun, silfur hlutu þeir Jóhannes Felix, Elís Þór og Ólafur Jóhann,

KARATE

Svana Katla í 7. sæti á Swedish Kata Throphy Hópkatalið Breiðabliks.

Svana Katla með verðlaun sín.

Keppnishópur Breiðabliks.

bronsverðlaun fengu svo Ögmundur, Ólafur og Gunnar. Þegar uppi var staðið var árangur 2 gull, 2 silfur og 2 brons, Breiðablik var því stigahæsta félagið með 18 stig og varð því Íslandsmeistari félaga í kata. Verðlaun Breiðabliks: Kata Kvenna 1. sæti: Svana Katla Þorsteinsdóttir 2. sæti: Arna Katrín Kristinsdóttir

Kata karla 3. sæti: Elís Þór Traustason Hópkata Kvenna 1. sæti: Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Móey María Sigþórsdóttir McClure Hópkata karla 2. sæti: Jóhannes Felix Jóhannesson, Elís Þór Traustason og Ólafur Jóhann Briem 3. sæti: Ögmundur Albertssson, Ólafur Briem og Gunnar S. Arnarson

L

augardaginn 10.mars, fór fram mjög sterkt sænskt katamót „Swedish Kata Trophy“ í Stokkhólmi Svíþjóð. Karatesamband Íslands var með helsta landsliðsfólk sitt í kata á mótið og í liðinu voru þrír félagar úr Breiðablik, þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Tómas Pálmar Tómasson sem er nýliði í landsliðinu. Af okkar fólki keppti Tómas Pálmar fyrst í flokki 14-15 ára pilta en 25 keppendur voru skráðir til keppni. Tómas fékk mjög sterkan andstæðing í fyrstu umferð, Alvin Karlstrand frá Svíðþjóð, Alvin vann Tómas naumlega 3-2. Alvin endaði sem sigurvegari í flokknum og því fékk Tómas uppreisn og rétt til að keppa um 3ja sætið. Í uppreisn mætti hann Janni Hämäläinen frá Finnlandi, Tómas missti jafnvægið í lendingu úr stökki í sinni kata og tapaði viðureigninni naumlega 2-3, Janni endaði svo í 3ja sæti. Tómas Pálmar endaði í 9.sæti í

flokknum sem er mjög gott fyrir hann í sinni fyrstu landsliðsferð. Í kvennaflokki byrjaði Arna Katrín á að keppa. Hún mætti Emilie Le Karlskoga frá Svíþjóð í fyrstu umferð þar sem Arna beið lægri hlut. Emilie tapaði í næstu umferð fyrir sigurvegara flokksins og því fékk Arna ekki neina uppreisn. Þess má geta að Emilie vann unglingaflokkinn fyrr um daginn. Svana Katla mætti Tilda Horvath í fyrstu umferð og vann hana örugglega 5-0. Í annarri umferð mætti Svana sænsku landsliðs konunni Smilla Hagman, Smilla lagði Svönu 5-0 sem og endaði Smilla í 2.sæti í þessum flokki. Svana fékk því uppreisn um réttinn á að keppa um 3ja sætið. Í fyrstu umferð uppreisn-ar mætti Svana Elena Kim sem hún vann 5-0, svo í 2.umferð uppreisnar mætti Svana Emma Tran og beið þar lægri hlut 2-3. Svana Katla endaði því í 7.sæti í þessum flokki þar sem um 30 keppendur mætti til leiks. Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000

Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000

Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050

Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050


KÓPAVOGSBLAÐIÐ

15

Fimmtudagur 22. mars 2018

Í KÓPAVOGI

Hamraborg 14a, Sími: 680-6662, blackkrosstattoo@gmail.com Black Kross Tattoo blackkrosstattoo black-kross

Til hamingju skákmeistarar á skákhátíð MótX


KÓPAVOGSBLAÐIÐ

Skemmuvegi 30, 200 Kópavogi Sími: 557 4540, www.lakkskemman.is

Flutningsþjónusta Mikaels

PIPAR\TBWA

SÍA

Kársnesbraut 100, 200 Kópavogur Sími: 554 0040 Sími: 554 6144

161657

PIPAR\TBWA

SÍA

161657

kopavogsbladid@kopavogsbladid.is

Flytjum það sem þú vilt flytja Kársnesbraut 87 200 Kópavogi Sími: 894 4560 www.flytja.is

Fjölskyldan saman í sund um páskana Hefur þú áhuga á sumarvinnu í Gerplu? Íþróttafélagið Gerpla leitar eftir vinnusömum og metnaðarfullum einstaklingum sem hafa gaman af því að vinna með börnum á sumarnámskeiðum sumarið 2018 Vinnutímabilið er frá 4. júní til 29. júní og aftur 30. júlí til 23. ágúst • Umsjónamenn sumarnámskeið, 18 ára og eldri • Aðstoðarmenn sumarnámskeiðs,

14-18 ára (2001-2004)

Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2018 á netfangið stefanlaey@gerpla.is en fylla þarf út eyðublað sem hægt er að finna á heimasíðu Gerplu www.gerpla.is Sumarvinnan er unnin í samstarfi við Kópavogsbæ og því þurfa umsækjendur að hafa lögheimili í Kópavogi. Umsækjendum utan Kópavogs er þó velkomið að sækja um líka.

Fjölskyldan saman Um páskana er opið sem hér segir: sunder opið umsempáskana Umípáskana hér segir: Sundlaug Kópavogs

24. mars, skírdag 25. mars, föstudaginn langa 26. mars, laugardag

Sundlaugin Versölum

Borgarholtsbraut 17–19

Versölum 3

Sími 570 0470

Sími 570 0480

08:00–18:00 Sundlaug Kópavogs

Borgarholtsbraut 17-19 10:00–18:00 Sími 570 0470 08:00–18:00

08:00–18:00 Sundlaug Versölum

Versölum 3 10:00–18:00

Sími 570 0480

08:00–18:00

27. mars, páskadag LOKAÐ 10:00–18:00 Um páskana er opið sem hér segir: 08:00-18:00 08:00-18:00 08:00–18:00 LOKAÐ

29. mars, skírdag 28. mars, annan í páskum 30. mars, föstudaginn langa Annars er opið: 31. mars, laugardagur virka daga 1. apríl, páskadag umannan helgar í páskum 2. apríl, 24. mars, skírdag

Annars er opið: 25. mars, föstudaginn langa virka daga 26. mars, laugardag um helgar 27. mars, páskadag

28. mars, annan í páskum

10:00-18:00

10:00-18:00

08:00-18:00 Sundlaug Kópavogs

08:00-18:00 Sundlaugin Versölum

Sími 570 0470 08:00–18:00 08:00-18:00

Sími 570 0480 08:00–18:00 LOKAÐ

08:00–18:00

08:00–18:00

10:00–18:00

10:00–18:00

Borgarholtsbraut 06:30–22:00 LOKAÐ 17–19

Versölum 3 06:30–22:00 10:00-18:00

06:30-22:00 08:00–18:00 08:00-18:00

08:00–18:00

06:30-22:00 08:00-18:00

LOKAÐ

10:00–18:00

08:00–18:00

LOKAÐ

kopavogur.is

Annars er opið: virka daga

06:30–22:00

06:30–22:00

um helgar

08:00–18:00

08:00–18:00

kopavogur.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.