Kópavogsblaðið 12.04.2022

Page 1

KÓPAVOGSBLAÐIÐ Blað allra Kópavogsbúa

12. apríl 2022. 137. tbl. 19. árgangur

w

Efnisyfirlit Fjármálin

2

Viðtalið

6

Stuðboltinn

6

Barnamenning

8

kopavogsbladid@kopavogsbladid.is

„Var með óbragð í munni eftir þessa afgreiðslu“ /6

Tennis fyrir Úkraínu /6

Gleðilega páska

Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára /8

rt

o vildark

Allir kaupendur og seljendur fá

Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt

GÆÐAVOTTAÐ VERKSTÆÐI

hjá eftirfarandi fyrirtækjum

Húsgagnahöllin: 30% afsláttur af öllum vörum. Betra bak: 30% afsláttur af öllum vörum. Dorma: 30% afsláttur af öllum vörum. Flügger: 30% afsláttur af allri innimálningu. S. Helgason: 30% afsláttur af öllum borðplötum. Parki: 30% afsláttur af öllum vörum nema innréttingum. Z brautir og gluggatjöld: 30% afsláttur af öllum vörum. Vídd: 30% afsláttur af öllum vörum. Húsasmiðjan: 30% afsláttur af hreinlætistækjum og ljósum. ATH! Afslátturinn gildir ekki á útsölum.

Bæjarlind 4 Sími: 510 7900 www.fastlind.is

G E RUM VI Ð ALLAR TEGUNDI R BÍ LA Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is G E RUM •Vbilastod@simnet.is I Ð A L L A R T E G UN D I R BÍ L A

RÉTTUM OG SPRAUTUM ALLAR GERÐIR BÍLA

Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is

Ný kjötbúð í Kópavogi

Sérhæfum okkur í réttingum, plastviðgerðum og málun á öllum gerðum bifreiða

Garðaþjónusta Kópavogs Sími: 859 7090 gtk@gtk.is Öll almenn garðvinna

Gerum við fyrir öll tryggingarfélög, einstaklinga og fyrirtæki. Viðurkennt réttingarverkstæði.

Gæði á góðu verði

KJÖTVINNSLA Smiðjuvegi 24-26 (rauð gata) - 200 Kópavogi - sími: 557 8833 kjothusid@kjothusid.is - www.kjothusid.is


2

Þriðjudagur 12. apríl 2022

PÓLITÍK

Sjálfstæðisflokkurinn haltrar í mark -2 af 5 bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins klára ekki kjörtímabilið

K

jörtímabil núverandi 11 bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs rennur út núna í maí þegar gengið verður til kosninga á ný. Tveir af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þau Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal klára ekki kjörtímabilið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Karen Elísabet er gengin til liðs við Miðflokkinn og óháða í Kópavogi og hefur lýst því yfir að hún muni sitja út kjörtímabilið sem óháður bæjarfulltrúi en gegna áfram trúnaðarstörfum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sem hún var kosin til í bæjarstjórn Kópavogs. Guð-

mundur Gísli Geirdal steig nýverið til hliðar sem bæjarfulltrúi og bauð sig ekki fram á ný í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í mars sl. Í stað Guðmundar Gísla þurfti að kalla inn Jón Finnbogason sem varamann í bæjarstjórn.

Situr áfram sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndum og ráðum

Eftir kosningar til Alþingis árið 2013 var Karen Elísabet 1. varamaður Sjálfstæðisflokksins í suð-vestur kjördæmi. Fyrir kosningarnar til Alþingis síðasta haust sóttist hún eftir einu af efstu sætum á lista flokksins en end-

aði í 11. sæti. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 var Karen í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Núna í mars gerði hún atlögu að oddvitasætinu í prófkjöri en endaði í 9. sæti listans. Stuttu síðar tilkynnti hún að hún hefði gengið úr Sjálfstæðisflokknum og þegið oddvitasæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. Ásamt því að víkja sem bæjarfulltrúi þá vék Guðmundur Gísli sem formaður velferðarráðs Kópavogs. Við þeirri formennsku tók Karen Elísabet. Þó hún sitji út kjörtímabilið sem óháður bæjarfulltrúi mun hún sitja áfram sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndum, ráðum

og stjórnum Kópavogsbæjar. Auk þess að sitja fundi bæjarstjórnar sem bæjarfulltrúi situr Karen einnig í bæjarráði. Hún er nú formaður lista- og menningarráðs, formaður velferðarráðs, formaður öldungaráðs og situr í stjórn Strætó fyrir hönd Kópavogsbæjar. Samkvæmt upplýsingum Kópavogsblaðsins hefur það ekki áður tíðkast að sami bæjarfulltrúinn gegni svona mörgum embættum í einu. Trúnaðarstörfum sem þessum er oftast dreift á fleiri hendur. Í samtali við Kópavogsblaðið segist Karen hafa skilning á óánægjuröddum um þetta. Hinsvegar séu einungis rétt rúmar 4 vikur til kosninga og því afar naumur tími til að setja aðra inn í mál sem oft eru flókin til úrlausnar. „Það eru fáir fundir eftir og allt í ákveðnu ferli. Það væri mjög erfitt að taka við því sem ég skil af mér. Þú hleypur ekkert inn í þetta,“ segir Karen og nefnir velferðarmálin sem dæmi en þau eru einn stærsti málaflokkurinn sem við er eiga en oft eru mál þar snúin og viðkvæm. Nánar er rætt við Karen hér í blaðinu á blaðsíðu 6. Fá fordæmi ef nokkur eru fyrir því að sitjandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „hoppi yfir“ í annan flokk áður en kjörtímabilið er liðið en gegni samt áfram trúnaðarstörfum í umboði flokksins. Þrýst hefur verið á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra og núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins, að víkja Karen úr nefndarstörfum í umboði flokksins en hann er sagður treysta henni til að klára kjörtímabilið án þess að efna til átaka.

Tvær blokkir Hluti bæjarstjórnar ásamt nokkrum embættismönnum árið 2014. Þau Karen Elísabet og Guðmundur Gísli eru fremst á myndinni en hvorugt þeirra klára núverandi kjörtímabil fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Heimildir Kópavogsblaðsins herma að strax á kosninganótt 2018 stilltu

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

þau Karen Elísabet, Guðmundur Gísli og Margrét Friðriksdóttir hinum tveimur bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins upp við vegg, þeim Ármanni Kr. Ólafssyni og Hjördísi Johnson og kröfðust þess að samstarfi við BF Viðreisn yrði ekki fram haldið og meirihluti yrði í staðinn myndaður með Framsóknarflokknum. Þetta var gert, þrátt fyrir að í aðdraganda kosninga hafði Ármann lýst því yfir að eðlilegt væri að þáverandi meirihlutaflokkar myndu halda áfram samstarfi ef niðurstaða kosninganna yrði þannig. Farsælu samstarfi, að mati margra áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins, við BF Viðreisn frá fyrra kjörtímabili var þarna fórnað sem síðar setti þungan svip á núverandi kjörtímabil og samstarf milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Til marks um farsældina í samstarfi við BF Viðreisn nefna menn að verkefni sem þá voru sett í farveg, eins og til dæmis lýðheilsumarkmið, spjaldtölvuvæðing og heimsmarkmið voru unnin áfram á núverandi kjörtímabili. Sú sérstaka staða er nú komin upp, nú þegar 4 vikur eru eftir af kjörtímabilinu, að einungis Margrét er eftir af „þremenninga-blokkinni“ svokölluðu innan Sjálfstæðisflokksins þar sem bæði Karen og Guðmundur Gísli eru ekki lengur bæjarfulltrúar flokksins, eins og rakið var að ofan. Margrét gaf ekki kost á sér í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, rétt eins og Ármann bæjarstjóri. Hjördís Ýr Johnson er sú eina af núverandi bæjarfulltrúum flokksins sem er í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir kosningarnar sem verða 14. maí.

REKSTURINN

Góð afkoma og lækkun skuldaviðmiðs hjá Kópavogsbæ Afkoma Kópavogsbæjar 2021 er 1,3 milljarði króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Þar segir einnig að rekstrarafgangur var 588 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 715 milljón króna rekstrarhalla. Munurinn skýrist einkum af því að tekjur eru talsvert hærri en gert hafði verið ráð fyrir en hins vegar hefur fallið til umtalsverður kostnaður vegna áhrifa Covid. Skuldaviðmið hefur aldrei verið lægra, en það var 83% í A-hlutanum en 94% hjá samstæðunni. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði í síðustu viku. „Niðurstaða ársreiknings er ánægjuleg og sýnir enn og aftur árangur af ábyrgri fjármálastjórnun og skilvirkni í rekstri bæjarins. Bæjarstjórn var samtaka um að gæta varkárni í fjárhagsáætlunargerð og það skilar sér. Svo er einkar ánægjulegt að sjá að skuldaviðmið hefur aldrei verið lægra og er komið vel undir 100%,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Ársreikningi var vísað til bæjarstjórnar Kópavogs og verður hún tekin til fyrri umræðu á næsta fundi, þriðjudaginn 12. apríl. Þá verður einnig lögð fram í bæjarstjórn Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 en það verður í fyrsta sinn sem Kópavogur gefur út slíka skýrslu og jafnframt í fyrsta sinn sem sveitarfélag á Íslandi gefur út sjálfbærniskýrslu.

Skírdagur

17:00 Helgistund og heilög kvöldmáltíð Hjónin Rolf Gaedeke og Ulla Nachtnebel leika á hörpu og básúnu. Guðrún Óla Jónsdóttir, söngkona syngur þrjá sálma Sr. Dís Gylfadóttir leiðir stundina.

Föstudagurinn langi

20:00 Helgistund Eggert Kaaber, leikari les píslarsögu Jóhannesarguðspjalls. Baldvin Hlynsson, píanóleikari annast tónlistina. Sr. Dís Gylfadóttir leiðir stundina.

Páskadagur

09:00 Páskaguðsþjónusta Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Félagar úr Kór Lindakirkju syngja undir stjórn Óskars Einarssonar. Páskamorgunverður að lokinni guðsþjónustu. Öllum velkomið að leggja eitthvað til morgunverðarborðsins. 11:00 Sunnudagaskóli með páskaeggjaleit

Skuldaviðmið aldrei lægra

Skuldaviðmið A-hlutans var 83%. Skuldaviðmið A- og B-hluta, samstæðunnar, var 94% í árslok 2021 en var 105% í árslok 2020. Viðmið samkvæmt lögum þarf að vera undir 150%. Skuldaviðmið hefur ekki verið lægra síðan sveitarstjórnarlögin tóku gildi árið 2011, en þá var ákvæði um skuldaviðmið sveitarfélaga sett inn í lögin. Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi fyrir 2021 eru 30,6 milljarðar króna, 564 milljónum lægra en í fyrra. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar hækkuðu hins vegar um 913 milljónir króna árið 2021. Skuldbindingar hækkuðu um 914 milljónir króna en aðrar skuldir standa nánast í stað að teknu tilliti til verðbólgu, sem varð mun meiri en áætlað hafði verið. Hækkun skulda skýrist af lífeyrisskuldbindingum, skuldbindinga vegna Vatnsendamáls og kaupa bæjarins á landi ríkisins á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi. Unnið er að skipulagi í Vatnsendahvarfi sem þýðir að stutt er í úthlutun lóða þar, með tilheyrandi tekjum. Lán voru endurfjármögnuð 2021 þannig að heildar greiðslur lána voru 6 milljarðar en á móti voru teknar 3,9 milljarðar að láni.

Tekjur og eignir

Sem fyrr segir var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt rekstrarreikningi A og B hluta jákvæð um 588 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun með viðaukum

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

var gert ráð fyrir 715 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Rekstrartekjur A-hluta námu 38, 1 milljarði króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 34,9 milljörðum. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 24 milljónir króna en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir um milljarði króna í tap. Eigið fé samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta í árslok 2021 nam 33,5 milljörðum króna en eigið fé á A hluta nam 20,3 milljörðum króna. Veltufé frá rekstri samstæðunnar voru 2,7 milljarðar króna en gert hafði verið ráð fyrir 1,6 milljarði. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.

Fjárfestingar

Fjárfestingar og framkvæmdir í

eignum bæjarins námu um tveimur milljörðum króna. Meðal helstu framkvæmda var bygging íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk við Fossvogsbrún. Þá voru framkvæmt í leik- og grunnskólum fyrir alls 700 milljónir króna. Um 750 milljónum króna var varið í viðhaldverkefni af ýmsum toga. Þá voru gatnaframkvæmdir ýmis konar um 780 milljónir króna.

Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld A og B hluta á árinu námu alls 22,4 milljarði króna. Fjöldi á launaskrá í árslok var 2.917 en meðal stöðugildi á árinu voru 2.094. Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. desember 2021 voru 38.987 og fjölgaði þeim um 278 frá fyrra ári eða um 2%. Ársreikningurinn er aðgengilegur á vef bæjarins, kopavogur.is.

KÓPAVOGSBLAÐIÐ Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Sími: 899 3024 Netfang: audun@kopavogsbladid.is Heimasíða: www.kopavogsbladid.is

Hönnun: Guðmundur Árnason Netfang: kopavogsbladid.gummi@gmail.com Prentun: Landsprent. Dreifing: Póstdreifing

Kópavogsblaðið slf, kt: 620513-1800

Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi: Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.



4

Þriðjudagur 12. apríl 2022

Skemmuvegi 30, 200 Kópavogi Sími: 557 4540

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

SAMGÖNGUR

Reykjanesbraut verði sett í stokk Hrafnkell Proppé, Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson, arkitekt FAÍ, Anna Margrét Sigmundsdóttir, arkitekt FAÍ, Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

www.lakkskemman.is

Vinnuskóli Kópavogs Opið fyrir umsóknir

Allir Kópavogsbúar á aldrinum 14–17 ára geta sótt um. Nánari upplýsingar á kopavogur.is

kopavogur.is

LEGSTEINAR EYRARTRÖÐ 16, HAFNARFIRÐI Opið: 11-16 alla virka daga Verið velkomin

Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is

T

illagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við Reykjanesbraut auk tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára. Niðurstaða keppninnar var kynnt nýverið og verðlaunahöfum veittar viðurkenningar. Bæjarstjórn Kópavogs átti frumkvæðið að hugmyndasamkeppninni sem samþykkt var einum rómi í bæjarstjórn 11.maí, 2021. Hugmyndasamkeppnin var unnin í samvinnu Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands. Markmið Kópavogsbæjar með samkeppninni var meðal annars að styrkja svæðiskjarnann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan kjarnans fyrir alla ferðamáta. Verðlaunatillögur verða aðgengilegar á vef Kópavogsbæjar. Höfundar verðlaunatillögunnar eru ASK arkitektar ehf., Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson, arkitekt FAÍ, aðstoð veittu: Anna Margrét Sigmundsdóttir, arkitekt FAÍ og Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ. Úr umsögn dómnefndar um verðlaunatillögu: „Í tillögunni er Reykjanesbraut lögð í stokk á nær öllu samkeppnissvæðinu og þannig myndast fjöldi nýrra tenginga fyrir alla samgöngumáta og bætt hljóðvist. Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og verða

hluti nýs gatnanets sem fléttar svæðin saman á áreynslulausan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu meðfram stokki Reykjanesbrautar. Hér er lögð fram hugrökk leið að því marki að skapa nýtt, mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Inngrip í Reykjanesbraut eru mikil og munu gerbreyta öllu yfirbragði svæðisins.“ Dómnefnd var skipuð eftirfarandi aðilum: Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur, formaður dómnefndar, fulltrúi Kópavogsbæjar Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar Birkir Einarsson,

landslagsarkitekt FÍLA og HansOlav Andersen, arkitekt FAÍ, MNA.


Nútímavæðum

Kópavog

Nútímavæðum skipulagsmál og íbúalýðræði í Kópavogi.

Bjóðum sértæk úrræði í velferðarþjónustu.

Sýnum framsýni í öldrunarþjónustu.

Opnum frístund yfir sumartímann fyrir grunnskólabörn.

Byggjum upp framsækna skóla - fyrir börn og starfsfólk. Hugsum í lausnum og leysum dagvistunarvandann.

Nútímavæðum stórnsýslu bæjarins. Bjóðum upp á fjölbreytta búsetumöguleika. Við boðum nýja tíma í Kópavogi.


6

Þriðjudagur 12. apríl 2022

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

V I Ð TA L I Ð

TENNIS

Tennis fyrir Úkraínu „Var með óbragð í munni eftir T þessa afgreiðslu sem ég fékk“ ennisleikarar að móti loknu. Safnað var til styrktar Rauða kross Íslands vegna verkefna fyrir Úkraínu. Tennissamband Íslands – TSÍ, Tennishöllin og allir tennisleikarar sem tóku þátt í tennismóti um helgina söfnuðu 310.000 krónum til styrktar Rauða kross Íslands vegna verkefna fyrir Úkraínu. Keppt var í tvíliðaleik og allir

áttu að vera í bláu og gulu sem eru fánalitir Úkraínu. Keppnin tókst mjög vel og var frábær stemning á mótinu. Sigurvegar voru Jose Pozo og Daniel Pozo. Í öðru sæti voru Arnaldur Gunnarsson og Sigita Vernere. Í þriðja sætið voru Kristín og Paf. Mótstjóri var Diana Ivancheva.

Tennisleikarar að móti loknu. Safnað var til styrktar Rauða kross Íslands vegna verkefna fyrir Úkraínu.

Sigurvegar voru Jose Pozo og Daniel Pozo. Í öðru sæti voru Arnaldur Gunnarsson og Sigita Vernere. Í þriðja sæti voru Kristín og Paf. Mótstjóri var Diana Ivancheva.

Það vakti athygli í liðinni viku að Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gekk úr flokknum og yfir í Miðflokkinn og óháða. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á dögunum laut Karen í lægra haldi fyrir Ásdísi Kristjánsdóttur um kjör í oddvitasæti flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Karen, sem hefur verið bæjarfulltrúið í 8 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þar áður 4 ár sem varabæjarfulltrúi, ætlar sér ekki að sprengja meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur vill klára kjörtímabilið í friði og ró. „Það má segja að ég hafi dembt mér í pólitík rétt eftir bankahrun. Ég fann til mikils áhuga á að taka þátt í að endurræsa okkar samfélag í kjölfar þess að allt hrundi,“ svarar Karen spurð um upphaf pólitískrar þátttöku hennar og áhuga. „Ég er svolítið þannig gerð að í mótlæti þá langar mig mest til þess að berjast. Get orðið löt ef hlutirnir eru of einfaldir og auðveldir. Í Kópavogi hef ég verið svo lánsöm að fá að sitja í mörgun nefndum ráðum, eins og í velferðarráði; lista og menningarráði, öldungaráði og í stjórn Strætó. Einnig hefur verið áhugavert og lærdómsríkt að sitja í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga og taka þátt í að sjá hvernig rekstur annarra sveitafélaga er að þróast. Ljóst er samkvæmt því að sveitafélög eru að eiga við mikla útgjaldaþörf í mikilvægum málaflokkum s.s þjónustu við fatlað fólk sem og hefur skólastarf tekið miklum breytingum undanfarin ár og rífur hressilega í rekstur sveitafélaga.“ Hver var ástæðan fyrir því að þú ákvaðst að skipta yfir í Miðflokkinn og sagðir þig úr Sjálfstæðisflokknum? „Ég hef lengi haft efasemdir um ýmislegt í Sjálfstæðisflokknum, menn og málefni ef svo má segja. Á þessum 12 árum hef ég orðið vitni að ýmsu sem mér hefur fallið illa og átt erfitt með að verja og samþykkja. Ég hef eignast bæði kæra vini og óvildarmenn um leið. Í nýafstöðnu prófkjöri var að mér ráðist á svo ódrengilegan hátt að ekki verður við unað. Í nóvember í fyrra barst mér lögfræðibréf um að einstaklingur krafði mig um fimm milljónir króna vegna ásakana um að ég hafi dreift persónuupplýsingum um hann. Pabbi minn fékk einnig kröfu um aðrar fimm milljónir en hann dvelur núna á hjúkrunarheimili. Við höfnuðum þessum kröfum að sjálfsögðu og ég leit á þetta sem fjárkúgun vegna þess að ég væri í viðkvæmri stöðu sem kjörinn fulltrúi og mögulega að fara að taka þátt í prófkjöri.

og fannst í raun ekki hafa neinu að tapa, sama sagði mitt nánasta fólk. Ég tók því ákvörðun um að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og halda á ný mið. Mér líður ótrúlega vel með þessa ákvörðun og líður eins og ég sé að stjórna núna sjálf hvernig ég yfirgef eða endist í pólitíkinni í Kópavogi. Ég er mjög þakklát fyrir góðar móttökur í Miðflokknum og nýt mín í góðum félagsskap.“

Ein stærstu pólitísku tíðindin fyrir kosningarnar í vor er að Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem var í oddvitakjöri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum vikum er nú gengin yfir í Miðflokkinn og óháða.

Við þessu svari fengum við engin sérstök viðbrögð og ég hélt að málinu væri lokið. Ég tók þátt í prófkjörinu sem gekk ágætlega þar til á fimmtudagskvöld fyrir prófkjörið sjálft sem var á laugardegi. Þá hringir í mig blaðamaður sem greinilega var með upplýsingar um þetta mál sem ég taldi hafa vera lokið árinu á undan. Hann tilkynnti mér að málið væri komið til Persónuverndar sem ég vissi i raun ekki þá um. Blaðamaðurinn bjó til stórfurðulega frétt um að ég hafi verið „kærð“ til Persónuverndar og að pabbi minn væri einhver fúll moggabloggari. Hið rétta er að Persónuvernd fékk kvörtun sem þau vinna úr. Slíkt tekur um 18 mánuði. Í mínum huga var þetta úthugsuð og reiknuð aðferð til að sprengja upp mitt prófkjör, bæði til að meiða mig og skaða mannorð mitt. Hún var byggð á hatri og heift og það innan úr mínum flokki. Ég tapaði þessu prófkjöri með reisn og óskaði sigurvera til lukku en var með óbragð í munni eftir þessa afgreiðslu sem ég fékk. Í framhaldi af þessu öllu hringdu í mig yndislegar konur úr Miðflokknum. Þær sögðu mig hafa yfir að ráða dýrmætri reynslu og þekkingu sem þær vildu koma í not fyrir bæjarbúa. Ég sló til eftir mikla umhugsun

SALURINN

Stórtónleikar Þóris Baldurs heiðurslistamanns Kópavogsbæjar í Salnum Miðvikudaginn 11. maí, á afmælisdegi Kópavogbæjar, efnir Þórir Baldursson, hammond orgel leikari og heiðurslistamaður Kópavogsbæjar, til stórtónleika.

Þ

órir á að baki stórmerkilegan feril og hefur bæði sungið og leikið á ýmis hljóðfæri sem og samið lög og útsett fyrir fjölda listamanna, bæði hér heima og víða erlendis. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit aðeins 12 ára gamall í Keflavík og hefur síðan þá leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Hann á langan feril sem upptökustjóri og útsetjari og hefur starfað meðal annars með Donnu Summer, ABBA, Elton John, Grace Jones og Giorgio Moroder Hljómsveitin sem kemur fram á tónleikunum með Þóri er skipuð Sigurði Flosasyni á altosax, Jóel

Miðflokkurinn hefur ekki riðið feitum hesti hingað til í Kópavogi og náði ekki inn manni í síðustu sveitarstjórnarkosningum, af hverju ætti að vera breyting þar á nú? „Það er rétt. Síðast fékk Miðflokkurinn 933 atkvæði sem dugði ekki til. Píratar náðu þó inn manni á 1080 atkvæðum þannig að það munaði ekki miklu. Ég veit ekki hvort að ég skipti höfuðmáli í þessum kosningum fyrir Miðflokkinn og óháða en ég ætla að taka heiðarlega og skemmtilega kosningabaráttu sem mun koma á óvart. Ég held að Kópavogsbúar muni kjósa einstaklinga í komandi kosningum sem þeir hafa trú á að vinni í þeirra þágu, óháð flokki. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar séu fulltrúar allra bæjarbúa en ekki ákveðinna hagsmunafla innan bæjarins. Það að vera bæjarfulltrúi krefst mikils. Maður verður að vera tilbúin í hvaða umræðu sem er og hafa brennandi áhuga á bænum og málum honum tengdum og reyna í lengstu lög að gera sig ekki vanhæfan í málum sem manni sjálfum tengjast.“ Það er stutt í kosningar, hvernig ætlar þú að kynna áherslur þínar og hvað leggur Miðflokkurinn og óháðir mesta áherslu á? „Núna er framundan málefnavinna hjá okkur og ég er ekki ein í þessu. Mér veitir ekki af ferskum augum og eyrum í þeirri vinnu. Ég er hokin af reynslu en má ekki láta hana hindra aðra í að koma að góðum málum og verkefnum. Við ætlum að gera þetta saman hjá Miðflokknum og óháðum og það verður spennandi fyrir bæjarbúa að fylgjast með því.“ Pálssyni á tenorsax, Stefán S. Stefánsson á baritonesax, Snorri Sigurðarson á trompet, Heimi Inga Guðmundssyni á básúnu, Birni Thoroddsyni á gítar og Einar Scheving á trommur. Sérstakir gestir eru Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari, Una Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson og Geir Ólafsson. Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, 11. maí og hefjast kl. 20:00. Miðasala er á www.salurinn.is.


Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is

Cooper Zeon 4XS Sport • Henta undir jeppann þinn

Vefverslun

• Mjúk og hljóðlát í akstri • Veita afburða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi

Skoða ðu úrvalið og skráðu þig

Cooper Zeon CS8

Cooper AT3 4s

• Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd

• Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum

• Einstaklega orkusparandi

• Hljóðlát og mjúk í akstri

• Hljóðlát með góða vatnslosun

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mánudaga til föstudaga kl. 8–18 Laugardaga kl. 9–13

ALLA LEIÐ


s

8

Þriðjudagur 12. apríl 2022

TÍMAMÓT

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

sýningarleik í leikhléí í úrvalsdeildarleik hjá Blikum á Kópavogsvelli. Andstæðingarnr voru grínistarnir úr Hildibröndum frá Vestmannaeyjum. Hildibrandarnir spiluðu á pungbindinu einu saman á meðan Augnablikar voru í kvenmannssundbolum. Þess má geta að dómarinn í leiknum dæmdi á franskt horn. Margar aðrar uppákomur áttu sér stað bæði innan vallar og utan sem verða vafalaust rifjaðar upp í Smáranum 7. maí n.k.

Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

Björt framtíð

Spiluðu í kvenmannssundbolum

Guðmundur Ólafur Halldórsson (Gummi tvíburi), fyrirliði Augnabliks tekur við lunda sem gjöf frá fyrirliða Hildibranda frá Vestmannaeyjum í skemmtilegum fótboltaleik á Kópavogsvelli árið 1984.

Það var ekki bara árangurinn á knattspyrnuvellinum sem vakti mest athygli á liðinu. Liðsmenn Augnabliks höfðu mikla sýniþörf og alls konar uppákomur utan vallar vöktu umtal og hrifningu. Þar má til dæmis nefna samvinnu við Trabantklúbbinn Skynsemin ræður. Þá hlupu Augnabliksmenn í halarófu með um 20 Trabantbílum sem upphitun fyrir einn heimaleikinn. Fyrir annan heimaleik fengu Augnabliksmenn lögregluna til að mæta og handtaka fyrirliða liðsins í þann mund er hann var að heilsa dómara leiksins. Augnablik lék einu sinni

Augnblik lifir enn góðu lífi. Strákarnir náðu loksins að koma sér upp úr neðstu deild fyrir nokkrum árum og spila nú í 3. deildinni. Meðal frægra knattspyrnumanna sem hafa stigið sín fyrstu skref í Augnabliksbúningnunum eru meðal annars landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Sverrir Ingi Ingason. Fyrir nokkrum árum ákvað Breiðablik að nýta sér félagið til að senda lið í keppni í meistaraflokki kvenna. Ungar og efnilegar stúlkur hafa margar stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki með Augnabliksliðinu. Augnabliksliðið spilar nú í næst-efstu deild og hefur með mikilli seiglu náð að halda sæti sínu þar undanfarin ár. Framtíðin er því björt og ljóst að augnablikið hefur náð að lifa mun lengur en frumkvöðlarnir sáu fyrir.

Í

ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum sumarbústað í Digraneshlíðinni og stofnuðu knattspyrnufélagið Augnablik. Eins og nafnið gefur til kynna voru allir þessir stofnfélagar tengdir Blikunum sterkum böndum og vildu halda þeim tengslum áfram. Á þeim tíma voru að koma upp mjög sterkir árgangar í meistaraflokkinn hjá Blikum og eins og oft áður var ekki pláss fyrir alla þessa leikmenn í meistaraflokki Breiðabliks. Til að halda upp á þessi tímamót verður haldin afmælishátíð í Smáranum laugardaginn 7. maí. Þar verður einkum horft til fyrsta áratugarins í starfi félagsins.

Keppnismenn sem nenntu ekki að æfa

Augnablik tók þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu karla árið 1982 í fyrsta skipti. Liðið tók þátt í Íslandsmótinu innanhúss um veturinn og rauk strax upp um deild. Fyrsti opinberi leikur Augnabliks utanhúss var í bikarkeppni KSÍ 26. maí og var andstæðingurinn Reynir frá Hellissandi. Sigur vannst 0:5 og lagði þessi sigur grunninn að góðum árangri liðsins á komandi árum. Þrátt fyrir að vera skipað mörgum fyrrverandi unglingalandsliðsmönnum og öðrum mjög frambærilegum knattspyrnumönnum þá fór liðið aldrei upp um deild á upphafsárunum. Ein flökkusaga sagði að í reglum félagsins væri klásúla sem bannaði

Leikskýrslan úr fyrsta leik Augnabliks. Þarna eru nokkur „legends“ í boltanum eins og markvörðurinn Jón Ólafur Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

félaginu að fara upp um deild. Það var algjört bull því flestir leikmenn liðsins voru mikilir keppnismenn sem þoldu illa að tapa. Líklegasta skýringin var sú að menn nenntu ekki að æfa nógu mikið til að komast upp um deild, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Kópavogsblaðsins. Þar að auki fóru lykilmenn oft í sumarfrí þegar komið var fram í úrslitakeppnina og þá féllu úrslitin ekki með Augnabliksmönnum. Þess má geta að mörg sterk lið voru í deild með Augnablik á þessum árum og má þar meðal annars nefna Stjörnuna, Gróttu og ÍR.

Veiðitímabilið er byrjað!

VIÐBURÐUR

Barnamenning í Kópavogi

B Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?

Frelsi til að veiða! 8.900 kr

Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is

arnamenningarhátíð í Kópavogi var haldin vikuna 5. – 9. apríl. Hátíðin var sett þriðjudaginn 5.apríl á Bókasafni Kópavogs en þá opnaði falleg sýning í fjölnotasal á 1. hæð með litríkum teikningum 120 leikskólabarna úr sex leikskólum í Kópavogi. Margrét Eir söngkona og Davíð Sigurgeirsson gítarleikari tóku á móti börnunum og öðrum gestum opnunarinnar með ljúfum tónum. Alls 120 leikskólabörn, þ.á.m. listamenn sýningarinnar mættu á opnunina og tóku vel undir í samsöngnum en börnin komu frá leikskólunum Álfaheiði, Álfatún, Baugur, Marbakki, Núpur og Urðarhóll. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og einn fulltrúi frá hverjum leikskóla klipptu svo á

borða til að opna formlega sýninguna og barnamenningarhátíðina í Kópavogi við mikinn fögnuð gesta. Barnamenningarhátíð náði hápunkti sínum laugardaginn 9. apríl þegar fjölbreytt barnamenningardagskrá var í Bókasafni Kópa-

vogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og Gerðarsafni. Aðsókn fór fram úr öllum væntingum og var mikil gleði á viðburðum hátíðarinnar en meðal viðburða var uppákoma með Leikhópnum Lotta, vísindaspjall með StjörnuSævari, danspartý, kórtónleikar, grafíksmiðja og tónlistarævintýrið Búkolla eftir Gunnar Andreas Krisinsson.


Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi


10

Þriðjudagur 12. apríl 2022

AÐSENT

Fyrir hverja byggir Sjálfstæðisflokkurinn?

M

ikil uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi undangengin 30 ár. Hvert hverfið af öðru var skipulagt frá grunni á mettíma. Hjallahverfi, Smárahverfi og Lindahverfi byggðust fyrir síðustu aldamót og síðan tóku við Sala-, Kóra-, Vatnsenda- og Þingahverfi fram til u.þ.b. 2018 með hrunvanda sem hægði á uppbyggingunni. Eftir það byggðust upp þéttingarreitir á Kópavogstúni, í Naustavör, á Glaðheimasvæðinu, í 201 Smára og nú síðast vestast á Kársnesi. Meðfram þessari upp-

byggingu hafa stórar lóðir með úr sér gengnum litlum húsum gengið í endurnýjun lífdaga með nýjum og stærri byggingum.

Lítið óbrotið land er eftir

Þessu uppbyggingartímabili Kópavogs er að mestu lokið. Við eigum eftir óbrotið land í Glaðheimum, í Vatnsendahvarfi (þar sem útvarpsmöstrin voru) og Vatnsendahlíð ofan við svæði hestamannafélagsins Spretts og mögulega hluta af landi Vatnsenda þegar dómsmál um eignarrétt

AÐSENT

Þess vegna kýs ég Viðreisn

N

ú er ljóst að átta framboð keppa um hylli kjósenda í Kópavogi. Margt frambærilegt fólk býður fram krafta sína þannig að íbúar Kópavogs hafa

um nokkra ágæta kosti að velja. Ég mun hins vegar setja X-C á kjörseðilinn til að styðja Viðreisn til áhrifa í Kópavogi. Ástæðan er sú að ég treysti oddvitum flokks-

klárast. Að öðru leiti er um að ræða þéttingu byggðar á eldri svæðum. Uppland Kópavogs er að mestu lagt undir vatnsvernd og óráð að fara með byggð þangað. Hver hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið í þessari uppbyggingu? Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið nær óslitið við völd í Kópavogi frá árinu 1990. Á þeim tíma hafa verktakar hafa fengið úthlutað lóðum til uppbyggingar án kvaða um að ákveðið hlutfall íbúða sé eyrnamerkt fyrstu kaupendum sem geta fengið ívilnanir sem slíkir ef íbúðir eru nógu ódýrar. Engar lóðaúthlutanir hafa verið til óhagnaðardrifinna leigufélaga eða stúdentaíbúða og fjöldi íbúða í félagslega kerfinu hefur nánast staðið í stað í 2 ár. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt sóma sinn í að sinna þessum

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

hópum og þá sérstaklega Reykjavík sem hefur ákveðið að fjórðungur allrar húsnæðisuppbyggingar verði á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Hvaða áhrif hefur þetta á íbúasamsetningu í Kópavogi? Hlutfall íbúa 68 og eldri í Kópavogi er 12,95% á meðan sama hlutfall er 11,4% í Reykjavík og 11,65% á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þetta segir okkur að þeir sem hafa nægar tekjur hafa gengið fyrir um íbúðakaup í Kópavogi. Unga fólkið hefur ekki efni á að búa í Kópavogi og þeir sem lægstar hafa tekjurnar en komast ekki inn í félagslega kerfið eiga enga möguleika í Kópavogi. Þetta er sárt að horfa upp á og enn sárara geta ekki haft áhrif á, þrátt fyrir að sitja í Bæjarstjórn Kópavogs. Þessu þurfum við að breyta. Samfylkingin í Kópavogi vill fara sömu leið og Reykjavík og taka sinn skerf af

ins þeim Theodóru S. Þorsteinsdóttur og Einar Þorvarðarsyni og öðrum frambjóðendum Viðreisnar best til að leiða Kópavog inn í framtíðina með almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni að leiðarljósi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir hefur sýnt það og sannað undanfarin tvö kjörtímabil að hún er stjórnmálamaður með sýn fyrir Kópavog. Hún er óhrædd að takast á við erfið verkefni og vílar sér ekki við að taka slaginn þegar þess er þörf. Á sama Andrés Pétursson.

tíma hefur Theodóra sýnt að hún kann að miðla málum og leysa verkefni sem hafa verið komin í mikinn hnút. Þar má til dæmis nefna deilur á síðasta kjörtímabili á milli íbúa og byggingaverktaka í Furugrund og GERUM VI Ð GALLAR ERUM VIÐ TEG UNDIR ALLAR BÍLA TEG UNDIR BÍLA Nónhæð sem höfðu reyndar verið G E RUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR B ÍLA bitbein í langan tíma. Theodóra lagði Smiðjuvegur 38 rauð Smiðjuvegur gata • Sími38 564 rauð 0606 gata • Fax • Sími 564564 0636 0606 • Fax 564 mikla 0636 vinnu í leiða saman deiluaðila og eftir mikið jaml, japl og www.bilastod.is • bilastod@simnet.is Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 www.bilastod.is • Fax 564 0636 • bilastod@simnet.is fuður náðist samkomulag á báðum

GÆÐAVOTTAÐ VERKSTÆÐI

www.bilastod.is • bilastod@simnet.is

Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Við þurfum að nýta það land sem við eigum eftir á sanngjarnari hátt. Við erum ekki öll í þeim sporum að geta valið okkur húsnæði. Stærstur hluti íbúa þarf að horfa í hverja krónu og því þurfum við sem samfélag að bjóða upp á mismunandi úrræði í húsnæðismálum fyrir alla. stöðum þar sem flestir gátu nokkuð vel við unað. Núverandi bæjaryfirvöld hefðu betur fengið Theodóru til að stýra málum í þeim fjölmörgu skipulagsdeilum sem einkennt hafa núverandi kjörtímabil. Einar Þorvarðarson er maður sátta og samlyndis. Hann hefur unnið mikið og gott starf í þeim málaflokkum sem hann hefur komið að á kjörtímabilinu. Þar má nefna íþrótta- og æskulýðsmál og einnig málefni eldri borgara innan Velferðarráðs. Einnig hefur Einar átt sæti í skipulagsráði og haldið uppi öflugri umræðu um þau fjölmörgu deilumál sem einkennt hafa kjörtímabilið meðal annars uppbyggingu í Fannborginni, á Kársnesinu og í efri byggðum Kópavogs. Í næstu sætum er fjölbreyttur hópur öflugra Kópavogsbúa. Þau þekkja Kópavog út og inn og vita hvaða mál brenna á bæjarbúum. Það er því með góðri samvisku sem ég ætla að kjósa Viðreisn í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.

G ERUM V IÐ ALLA R T E G U N D I R B Í L A

miðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is

Vá hvað mig langar í heitan pott!

Hvernig væri að láta drauminn um heitan pott rætast? Allir okkar pottar til á lager!

Íslensk framleiðsla í 40 ár! NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogi Sími 565-8899 normx@normx.is


Fram koma: Þórir Baldursson, hammond-orgel Sigurður Flosason, altosax Jóel Pálsson, tenórsax Stefán S. Stefánsson, baritonesax

MENNING Í KÓPAVOGI

Snorri Sigurðsson, trompet Heimir Ingi Guðmundsson, básúna Björn Thoroddsen, gítar Einar Scheving, trommur

Sérstakir gestir: Sigrún Eðvaldsdóttir Una Stefánsdóttir Kristján Jóhannsson Geir Ólafsson

Miðasala 44 17 500 Opið þri - fös kl 12-16

SALURINN.IS


12

Þriðjudagur 12. apríl 2022

AÐSENT

AÐSENT

Tækifærum klúðrað – fjárfestum hyglað

V

inir Kópavogs vilja mannvænan bæ, sem horfir til framtíðar og sýnir komandi kynslóðum virðingu. Stjórnendur vinna í umboði íbúanna og ber að hlusta á þá og svara erindum þeirra. Vinir Kópavogs munu vinna með Kópavogsbúum að skipulagi í samræmi við þarfir þeirra og óskir og fara að leikreglum. Bæjaryfirvöld kynntu deiliskipulag miðbæjar og Traðarreita. Í engu var tekið tillit til alvarlegra og vel rökstuddra ábendinga nágranna um alvarlega vankanta. Tækifæri til þess að byggja upp miðbæ sem hlúir að mannlífi og tengir Hamraborgarsvæðið við menningarbyggingarnar, kirkjuna og Borgarholtið hinumegin gjárinnar blasir við. Bæjaryfirvöld ætla að láta það renna sér úr greipum. Við viljum nýta tækifærið, bænum og þeim sem hann byggja til heilla. Íbúum á Kársnesi voru kynntar „vinnslutillögur“ fjárfesta að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið. Gert er ráð fyrir óheyrilega þéttri og hárri byggð samtengdra húsa fram á sjávarbakkann án samhengis við fyrra yfirbragð strandlengjunnar. Uppbyggingin myndi skerða útsýni og takmarka gönguleiðir við sjóinn.

Helga Jónsdóttir oddviti framboðs Vina Kópavogs - Y-listans.

Almannarými við höfnina fyrir hverskyns mannlíf víkur fyrir steypu. Öðru tækifæri til metnaðarfullrar uppbyggingar fyrir alla er klúðrað. Hvar eiga Kópavogsbúar að njóta lífsins? Sýnt var fram á að hvorki tillagan sjálf né málsmeðferð stenst lögbundnar kröfur. Bæjaryfirvöld blessa hana samt. Deiliskipulag er á ábyrgð bæjarstjórnar og hún á að jafnaði að annast það. Bæjaryfirvöld hunsa það ítrekað og framselja fjárfestum, sem keypt hafa einstök mannvirki, deiliskipulagsvaldið. Með sinni tillögu móta þeir sýnina. Framhaldið verður tilbrigði við stefið þeirra. Þess vegna á ekki að framselja deiliskipulagsvaldið. Ekki er hægt að ætlast til þess að fjárfestar hafi heildarsýn mótaða af almannahagsmunum. Þeirra leiðarstef er að byggja sem mest þeir mega -bærinn geti séð um almannarýmin. Vandinn er sá að svæði framselt fjárfesti til skipulags verður ekki einnig nýtt í almannaþágu. Framboð Vina Kópavogs er viðbragð við ólíðandi ábyrgðarleysi þeirra sem fara með skipulagsvaldið.

Orlofsferðir húsmæðra 2022 Nokkur sæti laus í flestar ferðir og Tenerife í haust Ferðalýsingar verð og bókanir á heimasíðu húsmæðraorlofs Kópavogs:

www.orlofkop.is Orlofsnefndin

er nefnilega fyllilega treystandi til að hafa áhrif á mikilvægari mál, með fullri virðingu fyrir ærslabelgjum. Íbúar eru fullkomlega færir um að setja mark sitt á skóla-, velferðarog skipulagsmál, sem og forgangsröðun viðhaldsverkefna og framkvæmda í hverfunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því óneitanlega dapurlegt að í Kópavogsbæ, næststærsta sveitarfélagi landsins með um 39 þúsund íbúa, skulu ekki vera starfrækt íbúaráð á vegum stjórnsýslunnar. Píratar í Kópavogi vilja bæta úr því. Við viljum auka samráð við bæjarbúa. Við viljum efla bæði lýðræðislega þátttöku íbúa sem og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar og koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig. Þannig væri hægt að tryggja samráð við Kópavogsbúa á öllum stigum, valdefla íbúa og gefa okkur öllum þá tilfinningu að við skiptum einhverju máli í bænum okkar. Fyrir utan það auðvitað að stjórnmálafólk veit ekkert alltaf best og því er mikilvægt að bæjarbúar geti veitt almennilegt aðhald, oftar en á fjögurra ára fresti.

Hversu löng eru fjögur ár? M ig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Ef að vika er langur tími í pólitík, hversu löng eru þá fjögur ár í lífi bæjarbúa? Við Píratar störfum eftir skýrri grunnstefnu. Þar segir meðal annars að öll eigi að hafa rétt á aðkomu að ákvarðanatöku um málefni sem varða þau sjálf. Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Ef stjórnmálafólk er að taka ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks þá á fólk að geta haft bein áhrif á þær ákvarðanir. Þetta teljum við vera sérstaklega mikilvægt í sveitarfélögum, enda veita sveitarfélögin margvíslega þjónustu sem stendur íbúum nærri. Ákvarðanir bæjar-

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi.

stjórnar geta haft margvísleg áhrif á líf bæjarbúa og ekkert nema eðlilegt að bæjarbúar fái að hafa áhrif á þær. Í þessu samhengi erum ekki aðeins að tala um að leyfa fólki að ákveða hvar setja eigi upp næsta ærslabelg eða róluvöll. Bæjarbúum

AÐSENT

Í

Kópavogi eru þrjár félagsmiðstöðvar sem reka öflugt félagsstarf eldri borgara. Tvær dagþjálfanir fyrir eldri borgara og ein dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Félagsþjónusta Kópavogs þar sem hægt er að fá aðstoð við heimilishald, heimsendan mat, félagslegan stuðning og hvatningu, aðstoð við innkaup og ráðgjöf frá félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rekur svo heimahjúkrun og endurhæfingarteymi í heimahúsi í Kraganum.

Við viljum að eldra fólk geti búið heima eins lengi og það vill og getur. Notendur ættu að geta leitað að þjónustu á einum stað. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu er einn grunnur þess að

Stefna bæjarstjórnar er skýr: „Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“ Þetta er því bara spurning um að framkvæma. Það ætlum við Píratar að gera. stuðnings meiri. Mikilvægt er að dagþjálfanir anni eftirspurn plássa en oft eru biðlistar langir. Félagsleg samvera, hreyfing og reglulegar máltíðir skipta miklu fyrir alla, því ber að auðvelda fólki sem það vill að komast að í dagþjálfun. Mikilvægt er einnig að mæta fólki þar sem það er statt, því væri mikill hagur í því að dagþjálfanir væru opnar lengur en nú er, en flestar dagþjálfanir eru opnar virka daga milli 8-16, það hentar ekki öllum sem myndu vilja sækja þær.

Eldri borgarar í Kópavogi

Samfella í stuðningi milli kerfa

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

Sýn Vinstri grænna á samþættingu stuðningskerfa

Ásta Kristín Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Hún skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi.

stuðningur inn á heimili aldraðra gangi vel fyrir sig. Einnig verður þverfagleg samvinna meiri og gæði

GÓÐ ÞJÓNUSTA

VG vilja sjá sameiningu félagslegrar þjónustu og heimahjúkrunar, að dagþjálfanir séu opnar milli 8-20 ásamt því að stórbæta aðstöðu fyrir hreyfingu eldri borgara. VG vilja vinna með eldri borgurum að nýjum hugmyndum svo hægt sé að mæta þeim á þeirra forsendum, eða eins og kemur fram í velferðarstefnu Vinstri grænna: „Mikilvægt er að ný hugsun í þjónustu við eldra fólk festi rætur og að hinn eðlilegi þjónustuvettvangur sé þar sem hinn aldraði kýs, en ekki á forsendum þjónustuaðila eða stofnana.“

í Kópavogi Smiðjuvegi 14 Græn gata, 200 Kópavogi www.bilrudan.is S: 552 5755

Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sími: 571 0888, www.gluggavinir.is

Flutningsþjónusta Mikaels Smiðjuvegi 24-26 (rauð gata) - 200 Kópavogi sími: 557 8833 - kjothusid@kjothusid.is www.kjothusid.is

Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dalvegi 18, 201 Kópavogur S: 5711133

Flytjum það sem þú vilt flytja Kársnesbraut 87, 200 Kópavogur S: 894 4560, www.flytja.is

Dalvegi 24, 201 Kópavogur S: 571 7030, www.car-med.is


KÓPAVOGSBLAÐIÐ

13

Þriðjudagur 12. apríl 2022

Gulur #EFA903

Skuggi #B88402

Grár #5b6670

Grár #5b6670

Frí tjónaskoðun Gerum við fyrir öll tryggingafélög

Rétting I Málning I Plastviðgerðir Smiðjuvegur 40 (gul gata) I 200 Kópavogur I S: 557-6333 I rettingathjonustan@itn.is I rettingathjonustan.is

OPINN FUNDUR - ALLIR VELKOMNIR


14

Þriðjudagur 12. apríl 2022

KÓPAVOGSBLAÐIÐ

K A R AT E

Sigrún Eva Íslandsmeistari

Í PÓLITÍK

Píratar í Kópavogi hafa skilað framboðsgögnum sínum Sigurbjörg Erla og Indriði að skila framboðsgögnum til skrifstofu Kópavogsbæjar.

O

ddviti listans er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir en hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Pírata í Kópavogi undanfarin fjögur ár. Annað sæti skipar Indriði Ingi Stefánsson, hann hefur starfað í nefndum bæjarins á liðnu tímabili og er varaþingmaður fyrir suðvesturkjördæmi. Þriðja sæti skipar Eva Sjöfn Helgadóttir sálfræðingur en hún er einnig varaþingkona fyrir suðvesturkjördæmi. Píratar í Kópavogi munu meðal annars leggja áherslu á valdeflingu bæjarbúa, umhverfis- og loftslagsmál, bættar samgöngur auk húsnæðismála. Félagið hefur lagt mikinn metnað í gerð stefnumála undanfarna mánuði og munu þau vera kynnt í heild sinni á næstu vikum, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum í Kópavogi.

Hér má sjá listann í heild sinni: 1. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, sálfræðingur 2. Indriði Ingi Stefánsson, tölvunarfræðingur 3. Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur 4. Matthias Hjartarson, verkfræðingur 5. Margrét Ásta Arnarsdóttir, stuðningsfulltrúi 6. Árni Pétur Árnason, nemi 7. Kjartan Sveinn Guðmundsson, nemi 8. Elín Kona Eddudóttir, mastersnemi 9. Salóme Mist Kristjánsdóttir, öryrki 10. Sigurður Karl Pétursson, nemi 11. Sophie Marie Schoonjans, tónlistarkennari

12. Þröstur Jónasson, gagnasmali 13. Anna C. Worthington de Matos, framkvæmdastýra 14. Ögmundur Þorgrímsson, rafvirki 15. Ásmundur Alma Guðjónsson, forritari 16. Halldór Rúnar Hafliðason, tæknistjóri 17. Sara Rós Þórðardóttir, sölufulltrúi 18. Hákon Jóhannensson, Matvælafræðingur 19. Arnþór Stefánsson, kokkur 20. Ásta Marteinsdóttir, eftirlaunaþegi 21. Egill H. Bjarnason, vélfræðingur 22. Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur

Ný kjötbúð í Kópavogi

Gæði á góðu verði

KJÖTVINNSLA

Smiðjuvegi 24-26 (rauð gata) - 200 Kópavogi - sími: 557 8833 kjothusid@kjothusid.is - www.kjothusid.is

slandsmót barna og unglinga í karate fór fram um nýlega í Smáranum. Keppendur voru tæplega 190 frá 10 liðum og var aðsókn mjög góð og ekki má gleyma á þriðja tug dómara og sjálboðaliða sem stóðu vaktina á mótinu. Fjölmargir sjálfboðaliðar aðstoðuðu við uppsetningu og frágang að móti loknu. Liðsstjórarnir Móey María, Guðbjörg Birta, Natalía og Tómas Aron sáu um keppendur alla helgina og stóðu sig afskaplega vel. Fjáröflunarsjoppan var á sínum stað og reiddi Bergdís fram rjúkandi vöfflur og pizzusnúða af hennar alkunnu snilld. Margir Blikar mættu til leiks, sumir að keppa á sínum fyrstu mótum. Bestum árangri náði Sigrún Eva Magnúsdóttir Þór en hún varð Íslandsmeistari í kata 14-15 ára. Önnur verðlaun voru þessi: • Elísabet Inga Helgadóttir, silfur í 16 og 17 ára flokki. • Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, silfur í flokki 14 ára stúlkna. • Samúel Týr, Róbert Dennis og Þorgeir, silfur í liðakeppni 16 og 17 ára. • Arna Kristín Arnarsdóttir, silfur í flokki 13 ára stúlkna. • Arey Amalía, Elísabet Inga og Sigrún Eva, brons í liðakeppni 16 og 17 ára. • Róbert Dennis Solomon, brons í flokki 16 og 17 ára pilta. • Samúel Týr Sigþórsson McClure, brons í í flokki 16 og 17 ára pilta.

Sigrún Eva á pallinum með bikarinn.

• Aron Páll, Viktor og Vilhjálmur, brons í liðakeppni 14 og 15 ára. • Brynja Mjöll Gautadóttir, brons í flokki 13 ára stúlkna. • Anna Lilja Bjarnadóttir, brons í flokki 13 ára stúlkna. • Anna Lilja, Brynja Mjöll og Arna Kristín, silfur í liðakeppni 12 og 13 ára. • Vilhjálmur H Vilhjálmsson, brons í flokki 12 ára pilta. • Alex Þór Ólafsson, brons í flokki 10 ára pilta. • Linda Pálmadóttir, brons í flokki 10 ára stúlkna. • Henry Trausti, VIktor Hugi og Úlfur Þór, BRONS í liðakeppni 9 ára og yngri. • Þórdís Jóna Bogadóttir, brons í flokki 8 ára stúlkna. • Ísey Mist Magnúsdóttir Þór, brons í flokki 8 ára stúlkna. Karatedeild Breiðablik varð svo í öðru sæti í samanlögðum stigum á unglingamótinu.


Pipar\TBWA \ SÍA

Fjölskyldan saman í sund um páskana Um páskana er opið sem hér segir: Kópavogslaug

Salalaug

Skírdagur

08:00–18:00

08:00–18:00

Föstudagurinn langi

10:00–18:00

10:00–18:00

Laugardagur fyrir páska

08:00–18:00

08:00–18:00

Lokað

10:00–18:00

Annar í páskum

08:00–18:00

Lokað

Sumardagurinn fyrsti

08:00–18:00

08:00–18:00

Páskadagur

kopavogur.is


Sigurbjörg Erla Egilsdóttir 1. sæti | Píratar í Kópavogi

Eflum lýðræðislega þátttöku íbúa og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar. Ekkert um okkur án okkar!

r a t a r í P Við öll xP


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.