Gilwell leiðtogaþjálfun

Page 31

Framkvæmd: Lokaverkefnið (forsendur og stutt verklýsing) Ólíkir þátttakendur í Gilwell-leiðtogaþjálfun Þátttakendur í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni eru á ólíkum aldri og hafa bæði ólíkan bakgrunn og reynsluheim. Sumir hafa starfað sem skátar sem börn eða ungmenni – aðrir eru að kynnast skátahreyfingunni sem fullorðnir einstaklingar. Áhugasviðin eru líka ólík. Sumir hafa áhuga á að vinna beint með börnum eða ungmennum sem sveitarforingjar eða aðstoðarsveitarforingjar – aðrir vilja styðja við uppeldishlutverk skátahreyfingar­innar á óbeinan hátt með því að vinna með öðru fullorðnu fólki að fjölbreyttum stjórn­unarverkefnum (viðburða- og verkefnastjórnun), kennslu- og leiðbeinendaverkefn­um, útgáfumálum o.s.frv. – ýmist innan einstakra skátafélaga eða á landsvísu.

Kjarni skátastarfs Markmið skátahreyfingarinnar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks, á grundvelli siðferðilegs gildakerfis sem byggist á skátaheitinu og skátalög­ unum, til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem einstaklingar og sinna uppbyggjandi hlutverkum í samfélaginu. Þetta er gert með því að beita sérstökum aðferðum sem gera hvern einstakling virkasta áhrifavaldinn í eigin uppeldi og þroskaferli til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Reynsla einstaklinga af þátttöku í sama verkefni er oftast að einhverju leyti ólík. Hin persónulega reynsla hvers einstaklings er lykilhugtak í uppeldiskerfi skátahreyfingar­ innar. Bókin Kjarni skátastarfs er grunnbók Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar.

Ígrundun og reynslunám Reynslunám (experiential learning) er sú aðferð sem gerir skátum mögulegt að verða „leiðtogar í eigin lífi“. Það sama á við um þá fullorðnu einstaklinga sem taka þátt í Gilwell-leiðtogaþjálfun. Reynslunám felst í að ígrunda það sem menn „gera“ – læra af reynslunni - læra af eigin athugunum, gjörningum, uppgvötunum, nýsköpun og tilraunum. Að læra af reynslunni er fyrst og fremst í því fólgið að taka eftir afleiðingum eigin athafna eða annarra og finna orsakatengsl milli athafna og afleiðinga. Algengur misskilningur er að halda að fólk læri af því einu að „gera“. Athöfnin sjálf, það að „gera“, er aðeins hluti reynslunáms. Ígrundunin er bæði aflgjafi reynslunáms og reyndar forsenda þess að við lærum af reynslunni. Það að leggja ofuráherslu á að „gera“ eða „upplifa“ er vísasta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk læri af reynslunni. Ígrundun (reflection) byggist á gagnrýnni hugsun sem beinist bæði að ákveðnum aðstæðum og tengslum viðkomandi einstaklings við þær aðstæður. Ígrundun er því eins konar samtal eða samskipti við sjálfa(n) sig um ákveðna eigin reynslu og er því

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

31


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.