Page 1

Gilwell leiðtogaþjálfun

 | Giwell leiðtogaþjálfun

1


Gilwell leiðtogaþjálfun © Bandalag íslenskra skáta Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík 2014 Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé Útlitshönnun og umbrot: Guðmundur Pálsson Prentun: Litlaprent Bókin er að hluta til byggð á Welcome to Scouting: Your personal journey through Woodbadge training frá Scouting Ireland. Ljósmyndir: Ljósmyndir eru úr ljósmyndasafni BÍS og er ljósmyndurum þakkað framlag til þessarar bókar. 2. útgáfa janúar 2014. Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilega hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis ritstjóra og útgefanda. ISBN: 978-9979-850-29-8

Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 – 110 Reykjavík Sími: 550 9800 – skatar@skatar.is – www.skatarnir.is

2

Gilwell leiðtogaþjálfun | 


Gilwell leiðtogaþjálfun

Back to Gilwell

I used to be a Owl, and a good old Owl too. But now I’m finished owling, I don’t know what to do. I’m growing old and feeble, and I can owl no more. So I’m going to work my ticket if I can.

Persónuleg vegferð sveitarforingja og annarra leiðtoga í skátastarfi

Viðlag: Back to Gilwell, happy land, I’m going to work my ticket, if I can. (Endurtekið með flokkanöfnunum).

In My Dreams

Bræðralagssöngurinn

When in the glow of a fire burning low There are moments I recall Back to my mind come the days far behind And the time that hold me over all

Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að bræðralag og friðarbönd vér boðum heimi í.

Then the years fade away and again I stray To paths of a brighter hue Where boy’s voice ring, where Youth is King And the skies again are blue.

Nú saman tökum hönd í hönd, og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið. J.O.J.

In my dreams I’m going back to Gilwell To the joys and happiness I’ve found On those grand weekends With my dear old friends To see the training ground. Oh the grass is greener back in Gilwell And to breathe again that Scouting air And in memories, I see B.P. Who never will be far from there.

Velkomin á Gilwell Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun?

Undraland

Leiðarbók fyrirblátt, Gilwell-leiðtogaþjálfun Undraland við Úlfljótsvatnið enginn gleymir þínum töframátt. Inn við eyjar, út við sund öldur hjala um æskudrauma grund. Loftið fyllist ljúfum unaðsóm lækir falla og léttum kveða róm. Engum gleymist undranátt við Úlfljótsvatnið blátt. H.S.

 | Giwell leiðtogaþjálfun

3


Efnisyfirlit Velkomin á Gilwell ...........................................................................................................................5 Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun? . ............................................................................................7 Þitt hlutverk . ........................................................................................................................................7 Þín ábyrgð ............................................................................................................................................8 Þín persónulega Gilwell-leiðtogaþjálfun ................................................................................................9 Heildarskipulag Gilwell-leiðtogaþjálfunar ............................................................................................10 Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun ....................................................................................................13 Kostnaður við Gilwell-leiðtogaþjálfunina .............................................................................................13 Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun .........................................................................................14 Fyrri hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar .....................................................................................................15 Skátaaðferðin - starfsgrunnur skáta......................................................................................................15 Markmið og leiðir í skátastarfi . ...........................................................................................................18 Seinni hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar . .................................................................................................22 Verkefni í skátastarfi ...........................................................................................................................22 Stjórnun og skipulagning skátastarfs ...................................................................................................25 Leiðtogi í eigin lífi ...............................................................................................................................29

4

Gilwell leiðtogaþjálfun | Efnisyfirlit


Velkomin á Gilwell Til hamingju með að hafa ákveðið að taka þátt í Gilwell-leiðtogaþjálfun Bandalags íslenskra skáta. Skátastarf er spennandi ævintýri fyrir börn og ungmenni með skýr uppeldismarkmið. Skátahreyfingin á Íslandi þarf á einstaklingum eins og þér að halda til að hjálpa til við að bjóða gott skátastarf sem víðast um landið. Þakka þér fyrir að vera með. Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi. Þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni færð þú innsýn í hlutverk sjálfboðaliða í skátastarfi og öðlast þekkingu og færni til að leiða starfið og þar með leggja þitt af mörkum til betra samfélags. Þjálfunin mun hjálpa þér að takast á við það starf sem þú hefur kosið að taka þátt í. Hún mun líka gefa þér tækifæri til að efla leiðtogahæfni þína almennt, en það mun gefa þér aukið sjálfstraust og nýtast þér bæði beint og óbeint í einka- og fjölskyldulífi og á vettvangi atvinnulífsins. Gilwell-leiðtogaþjálfun er persónuleg vegferð hins fullorðna skáta til að halda áfram að þroskast og eflast sem „könnuður“. Í hópum fullorðinna skáta er líka að finna fólk sem gaman er að deila geði við, vaxa með og þroskast af skemmtilegri glímu við margs konar viðfangsefni sem svo augljóslega gagnast ungu fólki á þroskaleið þeirra til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Gilwell-leiðtogaþjálfunin er byggð á sömu grundvallaforsendum og samsvarandi þjálfun um allan heim þar sem skátahreyfingin starfar. Hún á rætur aftur til 1919 þegar fyrsta Gilwell-námskeiðið var haldið fyrir skátaforingja í Gilwell Park (í London). Þó að allir sem ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun fái sömu grunnsýn í hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar býðst hverjum og einum að velja um tvær námsleiðir, aðra fyrir þá skátaforingja sem vilja vinna sem sveitarforingjar eða aðstoðar-sveitarforingjar með skátum á aldrinum 7 til 22 ára og hina fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna skátahreyfingunni gagn með því að vinna ýmis stjórnunarstörf innan skátafélags eða á sameiginlegum vettvangi skátastarfs, t.d. á vegum skátasambands eða BÍS. Við köllum þessar tvær námsbrautir sveitarforingjaleið og stjórnunarleið. Þau sem velja sveitarforingjaleiðina geta að sjálfsögðu valið sér tiltekið aldursstig til að vinna með, t.d. dreka-, fálka-, drótt-, rekka- eða róverskáta.

Velkomin á Gilwell | Giwell leiðtogaþjálfun

5


Það er sameiginlegt viðfangsefni allra sem leggja af stað í þá vegferð sem Gilwell-leiðtogaþjálfunin er að vaxa og þroskast sem manneskjur í samvinnu við aðra sem eru á sömu leið. Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“. Sérstakt Gilwell-þjálfunarteymi undir forystu skólastjóra Gilwell-skólans á Íslandi ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunarinnar fyrir hönd Bandalags Íslenskra skáta (BÍS) í samræmi við skipulagsskrá Gilwell-skólans og þá umgjörð sem mörkuð er af Alþjóðabandalagi skátahreyfingar­ innar (WOSM, mars 2012). Ólafur Proppé, skólastjóri Gilwell-skólans á Íslandi

6

Gilwell leiðtogaþjálfun | Velkomin á Gilwell


Hvers vegna Gilwellleiðtogaþjálfun? Þitt hlutverk Hlutverk þitt sem leiðtogi innan skátahreyfingarinnar, hvað viðkemur skátastarfi fyrir ungt fólk, er svipað fyrir öll aldursstigin – enda þótt sjálfstæði unga fólksins vaxi stöðugt frá einu stigi til annars og þroski þeirra aukist með hverju skrefi. Bein aðkoma þín að stjórnun skátastarfsins mun því breytast samfara því að skátarnir verða sjálfstæðari, virkari og ábyrgari og taka í raun smám saman við stjórninni. Verkefni þitt er fyrst og fremst að leiðbeina þeim á þessari mikilvægu þroskabraut. Hlutverk þitt: •

Að eiga jákvæð og góð samskipti við skátana á því aldursstigi sem þú starfar.

Að vera hluti af teymi fullorðinna skáta sem ber sameiginlega ábyrgð.

Að hvetja unga fólkið til virkrar þátttöku í skátastarfinu.

Að beita þekkingu þinni, færni og reynslu og halda áfram að læra af reynslunni með

ígrundun og í samvinnu við aðra.

Að halda áfram á persónulegri þroskabraut leiðtogans.

Til þess að sinna þessu hlutverki sem best veltu þá eftirfarandi fyrir þér: •

Hugmyndum þínum um gildi skátastarfs.

Tilfinningu þinni fyrir persónulegri ábyrgð.

Hæfileikum þínum til að eiga samskipti við unga fólkið sem þú berð ábyrgð á

og til að laða fram jákvæð viðbrögð þeirra.

Skipulagshæfileikum þínum.

Kímnigáfu þinni og sjálfsmynd.

Hæfileikum þínum til að vinna með öðrum fullorðnum.

Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun? | Giwell leiðtogaþjálfun

7


Þú getur þroskað þessa hæfileika með því að lesa þér til, með því að fylgjast vel með hvernig aðrir fara að og með því að læra af þinni eigin reynslu – ígrunda vel hvernig þú ferð að og hvers vegna þú gerir hlutina eins og þú gerir. Leitaðu eftir viðbrögðum annarra, hlustaðu á aðra og lærðu af eigin mistökum og sigrum. Námskeiðin sem eru hluti af Gilwell-leiðtogaþjálfuninni munu vissulega hjálpa þér heilmikið. Leiðbeinendur á þeim munu þó ekki alltaf koma fram sem beinir stjórnendur eða láta sem þeir einir viti svör við öllum spurningum. Þeir munu reyna að stuðla að gagnkvæmu trausti og gagnvirkum samskiptum. Góður leiðtogi reynir að hvetja aðra til að sýna frumkvæði og taka forystu. Fullorðnir leiðtogar í skátastarfi verða að hafa næma tilfinningu fyrir þörfum hvers ungs skáta, tilfinningum og vandamálum sem hann eða hún glímir við hverju sinni. Hverjum skáta þarf að finnast hann vera velkominn og tilheyra hópnum. Hverjum skáta þarf að finnast að þátttaka hans eða hennar sé mikilvæg og að hann eða hún hafi ákveðnu hlutverki að gegna í hópnum. Það er mikilvægt að hver fullorðinn sjálfboðaliði/leiðtogi skapi aðstæður í skátastarfi sem ungi skátinn getur treyst og notið þannig að þátttaka hans eða hennar verði skemmtilegt ævintýri með skýr uppeldismarkmið og þar með jákvæður þroskaferill.

Þín ábyrgð Ábyrgð þín sem leiðtogi í skátastarfi er gagnvart: •

Ungu fólki í skátastarfi: –– Að styðja við og tryggja virkt skátastarf sem er skemmtilegt en jafnframt ögrandi og

þroskandi fyrir hvert aldursstig og hvern skáta.

–– Að tryggja öryggi og vellíðan allra þeirra sem eru í þinni umsjá. –– Að hjálpa ungum skátum að skilja skátaheitið og skátalögin og gera sitt besta til að lifa í

sem mestu samræmi við þau.

–– Að skapa með ungum skátum tilfinningu fyrir að tilheyra vinahópi. –– Að skilja og skynja þarfir, takmarkanir og möguleika ungra skáta í þinni umsjá. –– Að afla þér viðeigandi og nauðsynlegrar þjálfunar, þekkingar og reynslu. •

Foreldrum þeirra: –– Að tryggja öryggi þeirra ungu skáta sem eru í þinni umsjá. –– Að tryggja siðferðilega, andlega og líkamlega velferð barna og ungmenna meðan þau

eru í þinni umsjá.

Bandalagi íslenskra skáta og einstökum skátafélögum: –– Að starfa samkvæmt markmiðum og verklagsreglum BÍS. –– Að vera góður fulltrúi skátahreyfingarinnar alltaf og alls staðar.

8

Gilwell leiðtogaþjálfun | Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun?


Öðrum: –– Að sýna sérstaklega þeim sem styðja skátastarf eða aðstoða við einstök viðfangsefni

vinsemd, viðeigandi kurteisi og þakklæti.

Sjálfum - eða sjálfri þér: –– Að vera meðvitaður eða meðvituð um þinn eigin þroskaferil. –– Að gera þitt besta til að lifa í sem mestu samræmi við skátaheitið og skátalögin. –– Að vera meðvitaður eða meðvituð um þínar eigin takmarkanir og styrk. –– Að viðhalda eðlilegu jafnvægi milli fjölskyldulífs, atvinnu, skátastarfs og annarra

viðfangsefna.

Þín persónulega Gilwell-leiðtogaþjálfun Hvers vegna þjálfun? Árangursríkt skátastarf er algjörlega háð því að nægjanlega margir vel hæfir, áhugasamir og ábyrgir fullorðnir leiðtogar leiði starfið. Með viðeigandi þjálfun og fórnfúsri þátttöku ert þú hluti af þessu mikilvæga teymi fullorðinna skáta. Gilwell-leiðtogaþjálfunin beinist að sjálfsögðu að skátastarfi fyrir ungt fólk, en hún er jafnframt persónuleg þroskabraut fyrir þá einstaklinga sem takast hana á hendur. Gilwell-leiðtogaþjálfunin mun efla þig bæði sem einstakling og leiðtoga í skátastarfi. Hún mun einn­ig gera þér kleift að miðla til annarra nýjum hugmyndum og aðferðum og að styðja við einstaklinga með sérþarfir. Hún mun hjálpa þér að leiða skátastarf og átta þig á þörfum annarra. Og þú munt kynnast margs konar verkefnum og viðfangsefnum, þar á meðal útilífi, umgengni við náttúruna og aðgengi að alþjóðastarfi skáta.

Heildstæð leiðtogaþjálfun Sjálfboðastarf fyrir skátahreyfinguna sem leiðtogi á afar fjölbreyttum sviðum hefur vísanir langt út fyrir skátastarfið sjálft. Þátttaka í teymi fullorðinna leiðtoga og vinna með ungu fólki skapar sjálfsöryggi og kennir fólki ýmis konar færni, bæði hagnýta og á sviði stjórnunar, samskipta og samvinnu. Það gæti verið einhvers virði að geta þess við vinnuveitanda, eða þegar sótt er um starf, hvaða þjálfun þú hefur lokið – hvaða reynslu þú hefur hlotið og hvaða þekkingu og færni aflað þér í starfi fyrir skátahreyfinguna. Mannauðsstjórar fyrirtækja þekkja margir eitthvað til skátastarfs.

Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun? | Giwell leiðtogaþjálfun

9


Heildarskipulag Gilwellleiðtogaþjálfunarinnar Gilwell-þjálfunin samanstendur af fimm „skrefum“ sem eru mislöng og með ólíkar áherslur. Hluti af þjálfuninni eru fimm námskeið. Hverju námskeiði fylgja svo ígrundunarverkefni á vettvangi skátastarfs sem tengja vegferðina við næsta skref. Við köllum þetta fimm skref á persónulegri vegferð fullorðinna leiðtoga í skátastarfi. Gert er ráð fyrir að Gilwell-þjálfunin í heild taki 9 til 24 mánuði frá byrjun til enda, eftir aðstæðum hvers og eins. Hér er einfalt yfirlit yfir heildarskipulag Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar:

Fyrri hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar 1. skref

„Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta“

Í þessu skrefi er þátttakendum kynnt hvað það er sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið og hvernig það er gert. Fjallað er um táknræna umgjörð skátastarfs og mismunandi útfærslu hennar fyrir fyrir ólík aldursstig, þ.e. drekaskáta (7-9 ára), fálkaskáta (10-12 ára), dróttskáta (13-15 ára), rekkaskáta (16-18) ára og róverskáta (19-22 ára). Skátaaðferðin er kynnt fyrir þátttakendum og lögð sérstök áhersla á gildi flokka­ kerfisins við jafningjafræðslu og jafningjamat. Bent er á mikilvægi stigvaxandi áherslu á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna eftir aldri þeirra og þroska. 2. skref

„Markmið og leiðir í skátastarfi“

Í þessu skrefi er lögð áhersla á mikilvægi þess að greina á milli markmiða og leiða í skátastarfi. Þá er lagður grunnur að mati þátttakenda á eigin hæfni og færni á tilteknum sviðum og hvernig unnt er að efla leiðtogahæfni bæði almennt og í tengslum við afmörkuð verkefni. Þetta sjálfsmat hvers þátttakanda er svo lagt sérstaklega til grundvallar í fimmta skrefi sem jafnframt er síðasta skref Gilwell-þjálfunarinnar. Gert er ráð fyrir að þú fáir Gilwell-hnútinn að loknu öðru skrefi á þessari vegferð – til merkis um að þú hafir lokið fyrri hluta Gilwell-þjálfunarinnar.

Seinni hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar 3. skref

„Verkefni í skátastarfi“

Á þessu námskeiði vinna þátttakendur í teymum (flokkum) og kynnast ýmsum verkefnum og viðfangsefnum sem algeng eru í skátastarfi og tengjast ólíkum aldursstigum. Þeir kynnast bæði verkefnum sem unnin eru í skátaflokkum og í stærri heildum (t.d. skátasveitum), t.d. hópleikjum og kvöldvökum. Þá er lögð sérstök áhersla á ígrundun þátttakenda um tengsl markmiða og leiða (verkefna) í skátastarfi.

10

Gilwell leiðtogaþjálfun | Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun?


4. skref

„Stjórnun og skipulagning skátastarfs“

Fyrir þá sem eru á sveitarforingjaleið er þetta námskeið ætlað til að kenna þeim aðferðir og þjálfa færni við að skipuleggja verkefni og viðburði í samvinnu við skáta á ólíkum aldri. Unnið er meðal annars með dagskrárhringinn sem aðferð til að virkja skátana sjálfa við undirbúning, framkvæmd og mat á starfinu í skátasveitinni. Fyrir þá sem eru á stjórnunarleið er lögð áhersla á mismunandi nálgun við skipulagningu og stjórnun á skátafélögum, stærri viðburðum og verkefnum tengdum skátastarfi, markaðsvinnu, rekstrarmálum, mati á starfi skátafélaga og skýrslugerð. 5. skref

„Leiðtogi í eigin lífi“

Þetta er lokaskrefið í þeirri vegferð sem Gilwell-þjálfuninni er ætlað að vera. Tilgangur þess er að gefa þátttakendum tækifæri til sjálfsmats sem gagnast bæði í skátastarfi og á öðrum sviðum lífsins. Í þessu lokaskrefi meta þátttakendur eigin náms- og þroskaferil í tengslum við Gilwell-þjálfunina. Þátttakendur á báðum leiðum (sveitarforingja- og stjórnunarleið) taka að mestu þátt í sömu dagskrá á þessu námskeiði. Þetta námskeið er lokaskrefið í þeirri vegferð sem Gilwell-þjálfuninni er ætlað að vera. Tilgangur þess er að gefa þátttakendum tækifæri til að meta eigin persónuþroska og tileinka sér félags- og samskiptafærni sem gagnast bæði í skátastarfi og í daglegu lífi. Í þessu lokaskrefi meta þátttakendur eigin náms- og þroskaferil í tengslum við Gilwell-þjálfunina. Að loknu fimmta skrefinu fá þátttakendur Gilwell-klútinn og „skógarperlurnar“ auk formlegrar viðurkenningar til merkis um að þeir hafir á fullnægjandi hátt lokið Gilwell-leiðtogaþjálfuninni sem er alþjóðleg þjálfun fyrir leiðtoga skátahreyfingarinnar. Unnt er að sækja um raunfærnimat fyrir einstök námskeið ef viðkomandi hefur sérstaka og viðeigandi reynslu eða nám að baki.

Persónuleg markmið Í sjálfu þjálfunarferlinu verður þú beðin(n) um að setja sjálfum eða sjálfri þér markmið. Að setja sér markmið er gagnleg leið til að hugsa til framtíðar og til að hvetja sjálfa(n) sig til að raungera eigin framtíðarsýn. Það að setja sér markmið hjálpar einstaklingnum við að ákveða hvert hann eða hún vill stefna í lífinu. Með því að vita nákvæmlega hvaða árangri þú vilt ná, veistu hvar þú þarft að beita kröftum þínum. Þá sérð þú líka fljótt hvað helst veldur truflunum og kemur í veg fyrir að þú náir á leiðarenda. Skynsamlega framsett markmið geta verið ótrúlega hvetjandi. Þegar þér verður tamt að setja þér slík markmið og vinna skipulega að þeim munt þú finna að sjálfsöryggi þitt vex hröðum skrefum. Með því að setja sér nákvæm og skýrt orðuð markmið, getur þú metið árangurinn með stolti.

Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun? | Giwell leiðtogaþjálfun

11


Þú getur þannig greinilega séð framþróun þar sem áður virtist vera löng og stefnulaus vegferð. Sjálfs­traustið vex samfara því að þú staðfestir fyrir sjálfum eða sjálfri þér hæfileika þinn og getu til að ná markmiðum sem þú hefur sett þér. Þetta er sama aðferð og við beitum til að hjálpa ungu fólki í skátastarfi til að verða „leiðtogar í eigin lífi“ – til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar hver í sínu samfélagi.

Nokkur ráð við að setja sér markmið: Eftirfarandi eru nokkur ráð sem geta hjálpað við markmiðssetningu: •

Orðaðu hvert markmið sem jákvæða staðhæfingu.

Beittu nákvæmni: Reyndu að setja þér mælanleg markmið, t.d. með því að setja

dagsetningar og aðra mælikvarða svo að þú getir auðveldlega metið árangurinn.

Ef þú gerir það, veist þú nákvæmlega hvenær þú hefur náð þínum eigin markmiðum og

getur glaðst yfir að hafa náð árangri.

Raðaðu í forgangsröð: Þegar þú hefur skrifað niður nokkur markmið þá skaltu forgangsraða

þeim. Þá er minni hætta á að þér finnist viðfangsefnin vera yfirþyrmandi og það hjálpar þér

við að beina athyglinni fyrst að því sem er mikilvægast.

Skrifaðu markmiðin niður: Það gefur þeim meiri þunga og festu.

Settu þér raunhæf markmið: Það er mikilvægt að að setja sér markmið sem unnt er að ná.

Gættu þess að markmiðin séu SMART: Skýr – Mælanleg – Aðgengileg - Raunhæf og

Tímasett.

Markmiðsetning er mikilvægt hjálpartæki til að: •

Ákveða hvaða árangri þú vilt ná í lífinu.

Aðgreina það sem er mikilvægt frá því sem er óviðkomandi eða truflandi.

Hvetja sjálfa(n) þig.

Byggja upp sjálfsöryggi, sterka og raunhæfa sjálfsmynd, með því að ná þeim árangri

sem þú stefnir að.

Að læra af eigin reynslu Reynslunám er grundvallarþáttur í Skátaaðferðinni. Reynslunám byggist á því að læra og þroskast með því ígrunda það sem menn gera – læra af reynslunni – læra af eigin athöfnum, athugunum, gjörningum, uppgvötunum, nýsköpun og tilraunum. Að læra af reynslunni er fyrst og fremst í því fólgið að taka eftir afleiðingum eigin athafna eða annarra og finna orsakatengsl milli athafna (þar með talið hugsana) og afleiðinga. Reynslunám felur líka í sér breytingu, t.d. í formi nýrrar þekkingar, færni eða gildismats, og birtist m.a. í breyttri hegðun. Gott skátastarf stuðlar að reynslunámi með því að gefa skátunum tækifæri til taka virkan þátt í undirbúningi starfsins og framkvæmdinni ásamt ígrundun og mati á því hvernig til hefur tekist. Undirbúningur, framkvæmd, ígrundun og mat eru samtengd aflhjól í uppeldi skátans til sjálfstæðis, virkni og ábyrgðar – til þess að þeir verði „leiðtogar í eigin lífi“. Það sama á við um leiðtoga­-

12

Gilwell leiðtogaþjálfun | Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun?


þjálf­un fyrir fullorðna skáta. Þess vegna er hverju skrefi í Gilwell-þjálfuninni skipt upp í undirbúning, framkvæmd og ígrundun/mat. •

Undirbúningur höfðar til þess að þátttakendur hugleiði hvaða væntingar þeir hafa til

námskeiðsins sem er framundan og þeirra verkefna því fylgja. Oft getur verið árangursríkt

að skrifa niður væntingar og persónulegar áskoranir sem þeim fylgja.

Framkvæmd er svo námskeiðið sjálft og verkefni sem því tengjast.

Ígrundun/mat er svo eins konar úrvinnsla úr reynslunni af framkvæmdinni. Hvað hef ég

lært sem ég þekkti ekki áður? Hefur það breytt einhverju sem ég taldi mig vita/kunna?

Hefur afstaða mín til umhverfis, annars fólks eða sjálfs míns breyst? Þessi ígrundun verður

svo grunnurinn að undirbúningi fyrir næsta skref.

Þannig tengist reynslunámið í eins konar spíral þar sem eitt leiðir af öðru á sama hátt og hjá ungum skátum í markvissu skátastarfi og við verðum smám saman „leiðtogar í eigin lífi“. Auðu rammarnir í leiðarbókinni eru þátttakendum til hvatningar til að skrifa á blað helstu viðburði og hugleiðingar á vegferðinni. Leiðarbók er í raun eins konar „dagbók“ sem lýsir ferðalagi eða vegferð.

Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun? Nokkur atriði sem gott er að velta fyrir sér áður en vegferðin er hafin: •

Eftir ígrundun um hlutverk fullorðinna með börnum og ungu fólki í skátastarfi þarft þú að

taka ákvörðun um að hefja formlega Gilwell-þjálfunina – þína eigin vegferð til að verða

leiðtogi í skátastarfi.

Þú þarft að taka persónulega afstöðu til þess að nota tíma í þágu skátastarfs.

Þú þarft líka að hugleiða og taka afstöðu til þess fyrir hvaða aldurstig í skátastarfi þú vilt

hefja þitt foringjastarf, ef það á við, eða á hvaða annan hátt þú villt styðja skátahreyfinguna

í verki.

Þú ættir að kynna þér Skátaaðferðina (og tengsl hennar við eigið skátalíf ef þú hefur áður

verið skáti.

Kostnaður við Gilwell-leiðtogaþjálfunina Kostnaði við Gilwell-leiðtogaþjálfunina er haldið í lágmarki. BÍS getur vegna sameiginlegs átaks leiðbeinenda Gilwell-teymisins og stuðningsaðila veitt hverjum þátttakanda umtalsverðan styrk til lækkunar á raunverulegu námskeiðsgjaldi. Hvert námskeið fyrir sig er þannig aðeins verðlagt til að standa undir lágmarkskostnaði vegna námsgagna, fæði, gistingu (skref 5) og Gilwell-einkenna. Öll kennsla og leiðsögn er unnin af sjálfboðaliðum úr Gilwell-teyminu. Gera má ráð fyrir að flestir þátttakendur hafi aðgang að styrkjum frá eigin skátafélagi, starfsmennta- eða tómstundasjóðum verkalýðsfélaga sinna, námssjóðum Æskulýðssjóðs eða leiðtoga­ styrkjum sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um námskostnað er að finna á vefsvæði Gilwell-leiðtoga­ þjálfunar á skatamal.is.

Hvers vegna Gilwell-leiðtogaþjálfun? | Giwell leiðtogaþjálfun

13


Leiðarbók fyrir Gilwellleiðtogaþjálfun Gilwell-leiðtogaþjálfunin er leiðtogaþjálfun Bandalags íslenskra skáta fyrir fullorðna sjálfboðaliða í skátastarfi – bæði fyrir þá sem starfa sem skátaforingjar með börnum og ungmennum og aðra sem vinna skátahreyfingunni annars konar gagn á vettvangi skátafélaga eða landssamtaka skáta. Þjálfun­inni er ætlað að aðstoða þátttakendur við að marka sér stefnu og setja sér markmið til þroska, átaka og sigra í skátastarfi og í lífinu almennt. Gilwell-leiðtogaþjálfunin veitir innsýn í ólík hlutverk fullorðinna í skátastarfi. Þátttakendur öðlast þekkingu og færni til að leiða skátastarf og þar með leggja sitt af mörkum til betra samfélags. Gilwell-leiðtogaþjálfunin samanstendur af fimm námskeiðum og ígrundunarverkefnum þeim tengdum. Auk þeirra ljúka þátttakendur „Gilwell-verkefni“ (sjá lýsingu síðar) og gerð er krafa um að þeir sem fá Gilwell-einkennin og útskrifast sem Gilwell-skátar hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp og barnavernd (t.d. „Verndum þau“). Það er mögulegt að skrá sig og taka þátt í einstökum námskeiðum þó að viðkomandi hafi ekki áhuga á að ljúka allri Gilwell-leiðtogaþjálfuninni eða hafi áður lokið Gilwell-þjálfun. Gilwell-leiðtogaþjálfuninni er skipt í fyrri og seinni hluta. Stefnt er að því að halda hvert námskeið/ skref fjórum sinnum á ári. Það fer þó eftir eftirspurn hverju sinni. Æskilegt er að ljúka fyrri hlutanum innan 6 mánaða og allri þjálfuninni á 9 til 18 mánuðum.

14

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


VEGFERÐIN ÞÍN

Þegar þú hefur ákveðið að hefja Gilwell-vegferðina þarftu að skrá þig til þátttöku í fyrsta námskeiðið (skref 1). Þú getur leitað eftir upplýsingum hjá fulltrúa Gilwellskólans í Skátamiðstöðinni (Hraunbæ 123 í Reykjavík – sími: 550 9800 – skatar@ skatar.is ). Þegar umsókn þín um að hefja Gilwell-leiðtogaþjálfunina hefur verið samþykkt af BÍS færðu staðfestingu með upplýsingum um framhaldið. Þegar þú hefur lokið fyrri hluta (skrefum 1 og 2) verður í samráði við þig tilnefndur reyndur skátaforingi sem tengiliður (ráðgjafi) þér til stuðnings, einkum í tengslum við lokaverkefni sem tengist skrefi 5. Þetta hlutverk tengiliðs milli þín og Gilwell-teymisins er mikilvægt til að tryggja samfellu á þeirri vegferð sem Gilwell-leiðtoga-þjálfuninni er ætlað að vera. Ef þú hefur þegar tekið námskeiðið „Verndum þau“ þarftu að tryggja að það sé skráð í Félagatal BÍS. Ef þú hefur ekki lokið þessu námskeiði eða öðru sambærilegu, þarftu í samráði við fulltrúa Gilwell-skólans, að skrá þig á slíkt námskeið, en þau eru haldin þátttakendum að kostnaðarlausu oft á hverju ári í samvinnu við menntamálráðuneytið og önnur æskulýðssamtök (Æskulýðsvettvanginn). Þessu námskeiði, sem tengist m.a. barnavernd, þarft þú að ljúka í síðasta lagi áður en lokanámskeiðið (skref 5) hefst og þú útskrifast sem Gilwell-skáti. Til þess að ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun þarf hver þátttakandi einnig að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp frá viðurkenndum aðila (t.d. Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu eða Rauða krossi Íslands). Þú þarft að hafa samband við fulltrúa BÍS til að staðfesta það í síðasta lagi áður en þú hefur skref 5.

Fyrri hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta Fyrsta skref af fimm. Einn dagur, alls átta klukkustundir; jafnvel hægt að halda á tveimur eða þremur kvöldum. Námskeiðið er hægt að halda t.d. í skátaheimili, Skátamiðstöðinni í Reykjavík eða þar sem viðeigandi námskeiðsaðstaða er í boði. Þátttakendur á báðum leiðum (sveitarforingja- og stjórnunarleið) taka þátt í sömu dagskrá á þessu námskeiði og enginn munur er á ígrundunarverkefnum hópanna. Markmið: •

Að þátttakendur þekki samfélagsleg, siðferðileg og aðferðafræðileg gildi

skátahreyfingarinnar og öðlist skilning á Skátaaðferðinni sem uppeldisaðferð í skátastarfi.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

15


Innihald: •

Upphaf og saga skátahreyfingarinnar.

Skipulag skátastarfs á Íslandi.

Skátaaðferðin og mismunandi útfærsla hennar fyrir aldursstigin fimm (drekaskáta,

fálkaskáta, dróttskáta, rekkaskáta og róverskáta). Athyglinni er sérstaklega beint að

flokkakerfinu og táknrænni umgjörð skátastarfs.

Notkun Kjarna skátastarfs og handbóka fyrir sveitarforingja.

Hvað er það sem gerir skátaverkefni og skátaviðburði árangursríka?

Hvernig virkjum við ungt fólk með því að efla sjálfstæði þeirra og sjálfsmenntun?

Ígrundun og endurmat.

Vinnubrögð: Fyrirlestrar, hópvinna, verkefni. Námsgögn: Kjarni skátastarfs og Handbækur sveitarforingja.

Undirbúningur: Notaðu þennan ramma til að undirbúa þig fyrir fyrsta skref: • Hverjar eru væntingar þínar til Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar?

16

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Framkvæmd: Að loknu námskeiðinu Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta og hefst undirbúningur þinn fyrir annað skref Gilwell-þjálfunarinnar. Hér eru nokkur verkefni sem þú þarft helst að ljúka áður en annað skref hefst: 1.

Lestu bókina Kjarni skátastarfs og kynntu þér vel handbók fyrir sveitarforingja (einhverja af

handbókunum)

2.

Veldu lítið atvik sem þú verður vitni að og vekur athygli þína þar sem þú sérð börn eða

unglinga í leik eða starfi og túlkaðu út frá Skátaaðferðinni.

3.

Skrifaðu í dagbókina þína nokkrar setningar um hugleiðingar þínar um eftirfarandi

fullyrðingu og spurningu: a. Skátastarf er persónuleg vegferð hvers skáta. b. Hvað er að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur?

Ígrundun/mat: Notaðu þennan ramma til að endurskoða og meta eigin vegferð. Hvað hefur þú lært um skátastarf? Hvað hefur þú lært um sjálfa(n) þig? Hvað hefði betur mátt fara?

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

17


Markmið og leiðir í skátastarfi Annað skref af fimm. Einn dagur, alls átta klukkustundir; jafnvel hægt að halda á tveimur eða þremur kvöldum. Námskeiðið er hægt að halda t.d. í skátaheimili, Skátamiðstöðinni í Reykjavík eða þar sem viðeigandi námskeiðsaðstaða er í boði. Þátttakendur á báðum leiðum (sveitarforingja- og stjórnunarleið) taka þátt í sömu dagskrá á þessu námskeiði og enginn munur er á ígrundunarverkefnum hópanna. Markmið: •

Að þátttakendur skilji tengslin á milli markmiða skátahreyfingarinnar, ólíkra þroskasviða og

verkefna í skátastarfi.

Að hver þátttakandi geri sér grein fyrir eigin styrk og veikleikum og nýti til að eflast sem

leiðtogi.

Innihald: •

Hvar stöndum við? Sameiginleg ígrundun þátttakenda.

Persónuleg vegferð hvers skáta í skátastarfinu.

Lokamarkmið, áfangamarkmið og persónulegar áskoranir skátans.

Notkun leiðarbóka fyrir dreka-, fálka- og dróttskáta.

Stigvaxandi áhersla á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna eftir aldri þeirra og þroska.

Skáti er könnuður - góður leiðtogi er könnuður - góður skáti er góður leiðtogi.

Leiðtogahæfileikar og ólíkar leiðir til að ná árangri.

Leiðtogi í eigin lífi - leiðtogi í hópi jafningja - leiðtogi barna, unglinga og ungmenna.

Ígrundun og endurmat.

Vinnubrögð: Fyrirlestrar, hópvinna, verkefni. Námsgögn: Kjarni skátastarfs og Handbækur sveitarforingja. Á þessu námskeiði er lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að greina á milli markmiða og leiða í skátastarfi. Þá er lagður grunnur að mati þátttakenda á eigin hæfni og færni á tilteknum sviðum og hvernig unnt er að efla leiðtogahæfni bæði almennt og í tengslum við afmörkuð verkefni. Þetta sjálfsmat hvers þátttakanda er svo lagt sérstaklega til grundvallar í lokaskrefi Gilwellþjálfunar­innar – námskeiðinu Leiðtogi í eigin lífi. Þátttakendur fá Gilwell-hnútinn ásamt formlegri viðurkenningu í lok þessa námskeiðs. Í lok þessa námskeiðs velja þátttakendur á milli sveitarforingja- og stjórnunarleiðar eftir því hvert hugur þeirra stefnir í skátastarfi.

18

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Undirbúningur: Notaðu þennan ramma til að undirbúa þig fyrir næsta skref

Framkvæmd: Að loknu námskeiðinu Markmið og leiðir í skátastarfi hefst undirbúningur þinn undir þriðja skref Gilwell-þjálfunarinnar. Hér eru nokkur verkefni sem þú þarft að ljúka áður en þriðja skref hefst: 1.

Lestu bókina Kjarni skátastarfs og kynntu þér vel Handbók fyrir sveitarforingja (einhverja af

nýju handbókunum)

2.

Skrifaðu í dagbókina þína stutta hugleiðingu um hvernig þátttaka í skátastarfi getur hjálpað

ungum skátum að verða „leiðtogar í eigin lífi“.

3.

Skrifaðu í dagbókina þína nokkrar setningar um hugleiðingar þínar um hverja af eftirfarandi

fullyrðingum: a. Skátastarf er persónuleg vegferð hvers skáta. Hafa skoðanir þínar á þessari fullyrðingu

breyst frá fyrsta skrefi?

b. Skátastarf er leiðtogaþjálfun. c. Gilwell-þjálfunin er persónuleg vegferð leiðtoga í skátastarfi.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

19


4.

Skrifaðu í dagbókina þína nokkur atriði sem þú telur vera styrk þinn og veikleika til að vera

leiðtogi í skátastarfi.

5.

Skrifaðu í dagbókina þína þrjú færniatriði sem þú telur að þú þurfir að ná betra valdi á til að

rækja hlutverk þitt sem leiðtogi í skátastarfi - og gerðu áætlun um hvernig úr verði bætt.

Ígrundun/mat: Notaðu þennan ramma til að endurskoða og meta eigin vegferð. Hvað hefur þú lært um skátastarf? Hvað hefur þú lært um sjálfa(n) þig? Hvað hefði betur mátt fara?

20

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


VEGFERÐIN ÞÍN

Gert er ráð fyrir að þú fáir Gilwell-hnútinn að loknu öðru skrefi á þessari vegferð til merkis um að þú hafir lokið fyrri hluta Gilwell-þjálfunarinnar. Nú er gert ráð fyrir að þú ákveðir hvort þú velur sveitarforingjaleið eða stjórn­ unarleið til að ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfuninni. • Sveitarforingjaleiðin er fyrir þátttakendur sem stefna að því að starfa sem

sveitarforingjar eða aðstoðarsveitarforingjar með drekaskátum, fálkaskátum,

dróttskátum, rekkaskátum eða róverskátum.

• Stjórnunarleiðin er fyrir þá sem vilja styðja við skátastarf með því að starfa í

stjórnum skátafélaga, skátasambanda, Bandalags íslenskra skáta (BÍS) eða

annarra landsfélaga skáta, að vinna á vettvangi fullorðinna skáta - eða styðja

við skátastarf með því að sinna verkefnum eins og leiðtogaþjálfun eða annarri

fræðslustarfsemi skátahreyfingarinnar, einstökum rekstrarverkefnum, innlendum

og erlendum skátamótum eða ýmis konar dagskrárviðburðum fyrir skáta á ólíkum

aldursstigum.

Aðgreining í sveitarforingjaleið og stjórnunarleið er ekki hugsuð í þeim tilgangi að takmarka þátttöku einstaklinga innan skátahreyfingarinnar heldur eingöngu til að koma betur til móts við áhuga hvers og eins. Báðar leiðir eru jafngildar. Mögulegt verður fyrir skátaforingja sem lokið hafa Gilwell-leiðtogaþjálfun að taka síðar þátt í Gilwell-framhaldsþjálfun á ýmsum sviðum til að breikka leiðtoga­ þjálfun sína og undirbúa sig undir víðara starfssvið innan skátahreyfingarinnar.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

21


Seinni hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar Verkefni í skátastarfi Þriðja skref af fimm. Einn langur dagur, alls 11 klukkustundir, sem endar á útieldun (ef aðstæður leyfa) og stuttum varðeldi eða kvöldvöku. Námskeiðið er hægt að halda t.d. í skátaskála eða skátaheimili með góðri útiaðstöðu. Þátttakendur á báðum leiðum (sveitarforingja- og stjórnunarleið) taka að mestu þátt í sömu dagskrá á þessu námskeiði. Markmið: •

Að þátttakendur fái innsýn í ýmis verkefni sem unnin eru í skátastarfi á ólíkum aldursstigum,

bæði í skátaflokkum og stærri hópum.

Að þátttakendur fái tækifæri til að setja sig í spor skátanna og að vinna saman í litlum og

stærri hópum við lausn verkefna.

Að þátttakendur fái tækifæri til að ræða um tengsl markmiða og verkefna í skátastarfi.

Innihald: Þátttakendur fá innsýn í hvernig megi nota verkefni á eftirfarandi sviðum með skátum á ólíkum aldri: •

Útilíf og umhverfisvernd.

Íþróttir og heilsurækt.

Hjálpsemi og samfélagsþátttaka.

Tækni og vísindi.

Listir og menning.

Vinnubrögð: Á þessu námskeiði vinna þátttakendur í teymum (flokkum) og kynnast ýmsum verkefnum og viðfangsefnum sem algeng eru í skátastarfi og tengjast ólíkum aldursstigum. Þeir kynnast bæði verkefnum sem unnin eru í skátaflokkum og í stærri heildum, t.d. hópleikjum og kvöldvökum. Þá er lögð sérstök áhersla á ígrundun þátttakenda um tengsl markmiða og leiða (verkefna) í skátastarfi. Námskeiðið er byggt upp sem „póstaleikur“ með sýnishornum (20-30 mín. hver) af skátastarfi flokka, sveita, sveitarráða og foringjaflokka. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur læri að fram­kvæma einstök verkefni, en fái að reyna sjálfir og sjá að verkefnin eru framkvæmanleg við fjölbreytilegar aðstæður og skemmtileg fyrir börn og ungt fólk. Auk þess er gert ráð fyrir sameiginlegri útieldun ásamt kvöldvöku eða varðeldi. Þegar aðstæður leyfa er reynt að fá skátahópa á ólíkum aldri og skátaforingja þeirra til að taka þátt í verkefnum. Námsgögn: Um verkefni í skátastarfi er að öðru leyti vísað í Handbækur sveitarforingja fyrir drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta. Lýsingar á fjölmörgum verkefnum í skátastarfi er svo að finna á verkefna­ vefnum á heimasíðu Skátanna og í ýmsum bókum, íslenskum og erlendum, um „skátaverkefni“.

22

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Lokaverkefni og ráðgjafar: Á þessu námskeiði er lokaverkefnið (sjá síðar) kynnt og hver þátttakandi fær ráðgjafa sem hann getur leitað til um það verkefni og annað sem snertir Gilwell-leiðtogaþjálfunina.

Undirbúningur: Notaðu þennan ramma til að undirbúa þig fyrir næsta skref:

Framkvæmd: Að loknu námskeiðinu Verkefni í skátastarfi hefst undirbúningur þinn undir fjórða skref Gilwellþjálfunarinnar. Hér eru nokkur verkefni sem þú ættir að ljúka áður en fjórða skrefið hefst: 1.

Ef þú ert á sveitarforingjaleið: a. Farðu í eina eða tvær dagsferðir eða dveldu a.m.k. eina nótt í tjaldi eða skátaskála með

skátum á viðkomandi aldursstigi.

b. Ígrundaðu reynslu þína af þessum verkefnum og skrifaðu í dagbókina þína stutta

hugleiðingu um það sem þú hefur lært bæði um skátastarf og sjálfa(n) þig sem leiðtoga.

3.

Ef þú ert á stjórnunarleið:

4.

Vertu virk(ur) í a.m.k. einum skátaviðburði þar sem margar skátaveitir eða skátar frá mörgum

skátafélögum taka þátt.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

23


5.

Ígrundaðu reynslu þína af þessum verkefnum og skrifaðu í dagbókina þína stutta

hugleiðingu um það sem þú hefur lært bæði um skátastarf og sjálfa(n) þig sem leiðtoga.

6.

Skrifaðu í dagbókina þína þrjú færniatriði sem þú telur að þú þurfir að ná betra valdi á til að

rækja hlutverk þitt sem leiðtogi í skátastarfi - og gerðu áætlun um hvernig úr verði bætt.

Ígrundun/mat: Notaðu þennan ramma til að endurskoða og meta eigin vegferð. Hvað hefur þú lært um skátastarf? Hvað hefur þú lært um sjálfa(n) þig? Hvað hefði betur mátt fara?

24

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Stjórnun og skipulagning skátastarfs Fjórða skref af fimm. Einn dagur, alls átta klukkustundir; jafnvel hægt að halda á tveimur til þremur kvöldum. Námskeiðið er hægt að halda t.d. í skátaheimili, Skátamiðstöðinni í Reykjavík eða þar sem viðeigandi námskeiðsaðstaða er í boði. Þátttakendur á hvorri leið fyrir sig (sveitarforingja- og stjórnunarleið) taka að mestu þátt í aðgreindri dagskrá á þessu námskeiði. Þátttakendur sérhæfa sig eftir því hvort þeir eru á sveitarforingjaleið eða stjórnunarleið. Markmið fyrir sveitarforingjaleið: •

Að þátttakendur fái innsýn í sveitarforingjastörf með ólíkum aldursstigum skáta.

Að þátttakendur skilji hvernig sveitarráð og dagskrárhringur eru notuð í skátasveitum til að

kenna skátunum lýðræðisleg vinnubrögð við skipulagningu skátastarfsins (undirbúning,

framkvæmd og mat á verkefnum).

Að þátttakendur geti skipulagt sveitarfundi, sveitarútilegur og dagsferðir.

Að þátttakendur þekki og viðurkenni ábyrgð fullorðinna í skátastarfi varðandi öryggi

skátanna og þekki fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir ofbeldi, einelti eða annað

sem kann að skaða einstaka skáta eða skátahóp.

Að þátttakendur þekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, æskulýðslög og aðra löggjöf

sem varðar skátastarf s.s. barnaverndarlög, lög um útivist og lögreglusamþykktir.

Markmið fyrir stjórnunarleið: •

Að þátttakendur fái innsýn í störf félagsstjórna í skátafélögum.

Að þátttakendur öðlist innsýn og skilning á því hvernig unnt er að meta starfið í

skátafélögum – húsnæði og aðra aðstöðu, rekstur, vinnubrögð stjórnar og foringjaráðs auk

starfsins með skátunum í skátasveitum og skátadeildum.

Að þátttakendur öðlist þekkingu á „mannauðskerfi BÍS“, fjölgun fullorðinna í skátastarfi og

störfum fyrirliða sjálfboðastarfs í hverju skátafélagi.

Að þátttakendur þekki og viðurkenni ábyrgð fullorðinna í skátastarfi varðandi öryggi

skátanna og þekki fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir ofbeldi, einelti eða annað

sem kann að skaða einstaka skáta eða skátahóp.

Að þátttakendur þekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, æskulýðslög og aðra löggjöf

sem varðar skátastarf s.s. barnaverndarlög, lög um útivist og lögreglusamþykktir.

Innihald: Sveitarforingjaleið •

Hvar stöndum við? Sameiginleg ígrundun þátttakenda.

Dagskrárhringur og sveitarráð sem „stjórntæki“ í skátastarfi.

Undirbúningur, framkvæmd og mat á sveitarfundum, sveitarútilegum og dagsferðum.

Hlutverk og ábyrgð sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja.

Gott verklag í skátastarfi.

Ígrundun og endurmat.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

25


Stjórnunarleið •

Hvar stöndum við? Sameiginleg ígrundun þátttakenda.

Stjórnun skátafélaga, samstarf við foreldra, önnur skátafélög og samtök skáta.

Viðburða- og verkefnastjórnun – undirbúningur, framkvæmd og mat.

Hlutverk og ábyrgð fullorðinna sjálfboðaliða í skátastarfi innan og utan skátafélaga.

Gott verklag í skátastarfi.

Ígrundun og endurmat.

Vinnubrögð: Fyrirlestrar, hópvinna, verkefni. Námsgögn: •

Fyrir sveitarforingjaleið: Kjarni skátastarfs og Handbækur fyrir sveitarforingja.

Fyrir stjórnunarleið: Kjarni skátastarfs og annað ítarefni tilgreint á vefsvæði Gilwell-

leiðtogaþjálfunar á skatamal.is á hverjum tíma.

Fyrir þá sem eru á sveitarforingjaleið er þetta námskeið hugsað til að kenna þeim aðferðir og þjálfa færni við að skipuleggja verkefni og viðburði í samvinnu við skáta á ólíkum aldri. Unnið er meðal annars með dagskrárhringinn sem aðferð til að virkja skátana sjálfa við undirbúning, framkvæmd og mat á starfinu í skátasveitinni. Fyrir þá sem eru á stjórnunarleið er lögð áhersla á mismunandi nálgun við skipulagningu og stjórnun á skátafélögum, stærri viðburðum og verkefnum tengdum skátastarfi, markaðsvinnu, rekstrarmálum, mati á starfi skátafélaga og skýrslugerð.

Undirbúningur: Notaðu þennan ramma til að undirbúa þig fyrir næsta skref:

26

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Framkvæmd: Að loknu námskeiðinu Stjórnun og skipulagning skátastarf hefst undirbúningur þinn undir fimmta og síðasta skref Gilwell-þjálfunarinnar. Hér eru verkefni sem þú ættir að ljúka áður en fimmta skrefið hefst: Sveitarforingjaleið: 1.

Taktu á virkan og ábyrgan hátt sem leiðtogi (sveitarforingi eða aðstoðarsveitarforingi) þátt í

heilum dagsskrárhring með a.m.k. einni dagsferð eða útilegu.

2.

Taktu á virkan og ábyrgan hátt sem leiðtogi þátt í a.m.k. einum foringjafundi innan

skátafélagsins.

3.

Kynntu þér vel lög og reglur og þau gögn sem BÍS hefur gefið út um samskipti, einelti og

hvers kyns ofbeldi og áreitni sem fyrir kann að koma í skátastarfi. Kannaðu hvernig þessum

reglum er fylgt eftir í þínu skátafélagi.

4.

Skrifaðu stutta hugleiðingu („fimm mínútur foringjans“) sem hægt væri að halda t.d. á

sveitarfundi eða foreldrafundi um markmið skátahreyfingarinnar.

5.

Skrifaðu stutta hugleiðingu í Gilwell-dagbókina þína á grundvelli ígrundunar um reynslu þína

af skátastarfinu og um það sem þú hefur lært um sjálfa(n) þig sem leiðtoga.

Stjórnunarleið: 1.

Taktu á virkan og ábyrgan hátt sem leiðtogi þátt í stjórn/nefnd/vinnuteymi á vegum

skátafélags, skátasambands, BÍS eða annarra samtaka skáta.

2.

Kannaðu stöðu jafnréttismála á þínu sviði og kynntu þér vel þau gögn sem BÍS hefur gefið út

um samskipti, einelti og hvers kyns ofbeldi og áreitni sem fyrir kann að koma í skátastarfi.

3.

Kannaðu upplýsingar um ofbeldi og einelti í hópi fullorðinna einstaklinga t.d. í félagsstarfi og

á vinnustöðum.

4.

Skrifaðu stutta grein sem hægt væri að birta t.d. í fjölmiðlum eða á heimasíðu skátafélags

eða BÍS um hvernig ákveðin viðburður í skátastarfi tengist markmiðum skátahreyfingarinnar.

5.

Skrifaðu stutta hugleiðingu í Gilwell-dagbókina þína á grundvelli ígrundunar um reynslu þína

af skátastarfinu og um það sem þú hefur lært um sjálfa(n) þig sem leiðtoga.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

27


Ígrundun/mat: Notaðu þennan ramma til að endurskoða og meta eigin vegferð. Hvað hefur þú lært um skátastarf? Hvað hefur þú lært um sjálfa(n) þig? Hvað hefði betur mátt fara?

VEGFERÐIN ÞÍN

Þú þarft að vera í góðu sambandi við tengilið/ráðgjafa þinn áður en þú tekur lokaskrefið (skref 5). Lýsingin á lokaverkefni Gilwell-þjálfunarinnar er að finna hér á eftir. Nú er einungis lokaskrefið á þessari vegferð eftir – þú sérð „til lands“.

28

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Leiðtogi í eigin lífi Fimmta skref af fimm (helgarnámskeið). Ein helgi frá laugardagsmorgni til eftirmiðdags á sunnu­degi. Námskeiðið endar með formlegri brautskráningu úr Gilwell-leiðtogaþjálfuninni. Námskeiðið er hægt að halda t.d. í skátaheimili, Skátamiðstöðinni í Reykjavík, Gilwell-skálanum á Úlfljótsvatni eða þar sem viðeigandi námskeiðsaðstaða er í boði. Þátttakendur á báðum leiðum (sveitarforingja- og stjórnunarleið) taka að mestu þátt í sömu dagskrá á þessu námskeiði. Þetta námskeið er lokaskrefið í þeirri vegferð sem Gilwell-þjálfuninni er ætlað að vera. Tilgangur þess er að gefa þátttakendum tækifæri til að meta eigin persónuþroska og tileinka sér félags- og samskiptafærni sem gagnast bæði í skátastarfi og í daglegu lífi. Í þessu lokaskrefi meta þátttak­ endur eigin náms- og þroskaferil í tengslum við Gilwell-þjálfunina. Að loknu þessu námskeiði hefur þátttakandinn: •

Tekið virkan þátt í sameiginlegu mati þátttakenda á Gilwell-þjálfuninni.

Kynnst að gagni aðferðum við tímastjórnun.

Kynnst mikilvægi samvinnu og teymisvinnu.

Metið eigin leiðtogahæfileika og stjórnunarstíl.

Hafið eigin tileinkun á samningsvilja og samningstækni.

Velt fyrir sér nokkrum aðferðum til að hafa samskipti við aðra fullorðna.

Kynnt sér eigin menningu og nokkra aðra menningarkima sem finna má í íslensku samfélagi.

Kannað ólíka afstöðu fólks til heilbrigðs lífernis og sjálfbærni.

Tekið afstöðu til skátastarfs sem lífstíls.

Innihald: •

Gilwell-þjálfunin – persónuleg vegferð.

Persónuleg tímastjórnun.

Efling teymisvinnu.

Sjálfsmynd, sjálfsmat, sjálfsþekking.

Eigin styrkur – veikleikar.

Stjórnunarstílar.

Leiðtoga-og samskiptahæfni.

Grunngildi – grunnviðhorf.

Að leysa árekstra og deilur.

Lífsgildi – lífssýn.

Fjölmenning – umburðarlyndi.

Heilbrigt líferni.

Gilwell-verkefni.

Setja sér ný markmið.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

29


Vinnubrögð: Fyrirlestrar, hópvinna, verkefni. Námsgögn: Kjarni skátastarfs og annað ítarefni tilgreint á vefsvæði Gilwell-leiðtogaþjálfunar á skatamal.is á hverjum tíma. Þátttakendur ljúka „Gilwell-verkefninu“ (sjá skilgreiningu hér á eftir) áður en þetta lokanámskeið hefst og gera grein fyrir því á námskeiðinu í litlum hópi jafningja til frekari umræðu og ígrundunar. Þátttakendur útskrifast svo í lok námskeiðsins sem Gilwell-skátar og fá því til staðfestingar Gilwell-einkennin (leðurreim með tveimur skógarperlum og Gilwell-klútinn) ásamt formlegri viðurkenningu. Sjá nánar lýsingu á lokaverkefni.

Undirbúningur: Notaðu þennan ramma til að undirbúa þig fyrir lokaskrefið:

30

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Framkvæmd: Lokaverkefnið (forsendur og stutt verklýsing) Ólíkir þátttakendur í Gilwell-leiðtogaþjálfun Þátttakendur í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni eru á ólíkum aldri og hafa bæði ólíkan bakgrunn og reynsluheim. Sumir hafa starfað sem skátar sem börn eða ungmenni – aðrir eru að kynnast skátahreyfingunni sem fullorðnir einstaklingar. Áhugasviðin eru líka ólík. Sumir hafa áhuga á að vinna beint með börnum eða ungmennum sem sveitarforingjar eða aðstoðarsveitarforingjar – aðrir vilja styðja við uppeldishlutverk skátahreyfingar­innar á óbeinan hátt með því að vinna með öðru fullorðnu fólki að fjölbreyttum stjórn­unarverkefnum (viðburða- og verkefnastjórnun), kennslu- og leiðbeinendaverkefn­um, útgáfumálum o.s.frv. – ýmist innan einstakra skátafélaga eða á landsvísu.

Kjarni skátastarfs Markmið skátahreyfingarinnar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks, á grundvelli siðferðilegs gildakerfis sem byggist á skátaheitinu og skátalög­ unum, til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem einstaklingar og sinna uppbyggjandi hlutverkum í samfélaginu. Þetta er gert með því að beita sérstökum aðferðum sem gera hvern einstakling virkasta áhrifavaldinn í eigin uppeldi og þroskaferli til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Reynsla einstaklinga af þátttöku í sama verkefni er oftast að einhverju leyti ólík. Hin persónulega reynsla hvers einstaklings er lykilhugtak í uppeldiskerfi skátahreyfingar­ innar. Bókin Kjarni skátastarfs er grunnbók Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar.

Ígrundun og reynslunám Reynslunám (experiential learning) er sú aðferð sem gerir skátum mögulegt að verða „leiðtogar í eigin lífi“. Það sama á við um þá fullorðnu einstaklinga sem taka þátt í Gilwell-leiðtogaþjálfun. Reynslunám felst í að ígrunda það sem menn „gera“ – læra af reynslunni - læra af eigin athugunum, gjörningum, uppgvötunum, nýsköpun og tilraunum. Að læra af reynslunni er fyrst og fremst í því fólgið að taka eftir afleiðingum eigin athafna eða annarra og finna orsakatengsl milli athafna og afleiðinga. Algengur misskilningur er að halda að fólk læri af því einu að „gera“. Athöfnin sjálf, það að „gera“, er aðeins hluti reynslunáms. Ígrundunin er bæði aflgjafi reynslunáms og reyndar forsenda þess að við lærum af reynslunni. Það að leggja ofuráherslu á að „gera“ eða „upplifa“ er vísasta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk læri af reynslunni. Ígrundun (reflection) byggist á gagnrýnni hugsun sem beinist bæði að ákveðnum aðstæðum og tengslum viðkomandi einstaklings við þær aðstæður. Ígrundun er því eins konar samtal eða samskipti við sjálfa(n) sig um ákveðna eigin reynslu og er því

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

31


forsenda fyrir reynslunámi sem breytir fyrri þekkingu, skoðunum og jafnvel grundvall­ arsjónarmiðum þess sem ígrundar. Reynslunám getur verið fólgið í að skilja eitthvað nýjum skilningi eða jafnvel í afnámi sjónarmiða, t.d. fordóma, sem áður giltu og þar með breytt fyrri „þekkingu“ eða skoðunum.

Lýsing á lokaverkefni Lokaverkefni Gilwell-þjálfunarinnar er stutt samantekt hvers þátttakanda þar sem hann eða hún lýsir því hvers konar vegferð þjálfunarferlið hefur verið fyrir viðkomandi einstakling og hvernig hann eða hún sér sig sem leiðtoga í skátastarfi og í eigin lífi. Lokaverkefnið á fyrst og fremst að vera fólgið í ígrundun. Lengd verkefnisins í tíma eða fjölda blaðsíðna er ekki það sem skiptir meginmáli. Lokaverkefnið snýst fyrst og fremst um að hver og einn finni dæmi um tilteknar aðstæður í skátastarfi eða í tengslum við skátastarf sem við nánari umhugsun og ígrundun hefur orðið til þess að hann eða hún hafi lært eitthvað mikilvægt, eitthvað sem hefur breytt hugmyndum um mikilvægi eða breytt eigin skoðunum – hafi lært af reynslunni. Þessar „aðstæður“ geta verið allt mögulegt: • Eitthvað sem gerðist í skátastarfi með ungum skátum. • Viðræður við annað fullorðið fólk um skátastarf, forsendur þess eða útfærslu. • Lestur bókar sem opnaði augun fyrir nýjum skilningi á skátastarfi. • Endurmat á viðburði eða verkefni sem beint eða óbeint tengist skátastarfi. • … Verkefnið getur verið einstaklingsverkefni eða unnið í samvinnu. Verkefnaskil geta verið skrifleg, munnleg eða með öðrum miðlum (t.d. ljósmyndum, teikningum, myndböndum). Ef fleiri en einn vinna saman að verkefninu þarf hver fyrir sig að gera grein fyrir því hvað hann eða hún hefur „lært“. Ekki er gert ráð fyrir að vinna við verkefnið taki meiri tíma en tíu klst. Ef skrifuð er skýrsla er ekki gert ráð fyrir að hún sé lengri en 3-5 textasíður.

Tengiliðar/ráðgjafar Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi hafi „tengilið“ eða „ráðgjafa“ frá Gilwell-skólanum sem hann eða hún getur ráðfært sig við eftir þörfum í seinni hluta þjálfunarinnar (skref 3-5). Æskilegast er að ráðgjafi og þátttakandi hafi samskipti öðru hverju – hittist, skiptist á tölvupóstum eða tali saman í síma – í þeim tilgangi meðal annars að koma í veg fyrir að verkefnið gleymist, til að hvetja til dáða eða til að ræða vandamál og/eða hugmyndir sem upp koma. Verkefni ráðgjafans er ekki að segja þátttakanum nákvæmlega hvað „á að gera“ heldur fyrst og fremst að hvetja til ígrundunar og aðstoða ef viðkomandi ber af leið eða ætlar t.d. að takast of mikið í fang. Það er oft í samtali (samskiptum) ráðgjafa og þátttakanda sem aðstæður skapast fyrir fólk til að læra af eigin reynslu og reynslu annarra.

32

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Skil á lokaverkefni Hver ráðgjafi skilar örstuttri skriflegri umsögn til Gilwell-skólans þegar hann eða hún telur að viðkomandi þátttakandi hafi lokið við verkefnið. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið Gilwell-verkefni sínu áður en lokanámskeið (fimmta skref) hefst og geri grein fyrir því á námskeiðinu í litlum hópi jafningja úr hópi þátttakenda til frekari umræðu og ígrundunar.

Ígrundun/mat: Notaðu þennan ramma til að endurskoða og meta eigin vegferð. Hvað hefur þú lært um skátastarf? Hvað hefur þú lært um sjálfa(n) þig? Hvað hefði betur mátt fara?

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

33


VEGFERÐIN ÞÍN

Að loknu fimmta skrefinu færðu Gilwell-klútinn og „skógarperlurnar“ auk formlegrar viðurkenningar til merkis um að þú hafir á fullnægjandi hátt lokið Gilwell-leiðtogaþjálfuninni sem er alþjóðleg þjálfun fyrir leiðtoga skátahreyfingarinnar. Þú ert þá orðin(n) félagi í stærstu skátasveit í heiminum – Gilwell-sveitinni. Í henni eru allir skátar sem lokið hafa Gilwell-leiðtogaþjálfun hvar sem er í heiminum. Hún var stofnuð af Baden-Powell eftir fyrsta Gilwell-námskeiðið sem var haldið í Gilwell Park 1919. „Gilwell-hringurinn“ er fulltrúi alþjóðlegu Gilwell-sveitarinnar á Íslandi. Allir íslenskir Gilwell-skátar eru sjálfkrafa félagar í „Gilwell-hringnum“. Til hamingju!

Gilwell-framhaldsþjálfun: Stefnt er að því að bjóða eftir þörfum framhaldsnámskeið með viðeigandi verkefnum á ýmsum sviðum fyrir Gilwell-skáta sem sinna leiðtogastörfum innan skátahreyfingarinnar. Eftirfarandi svið koma til greina: Mannauðsstjórnun, nám og kennsla, viðburða- og verkefnastjórnun, rekstur og rekstraráætlanir, fjölmenning í íslensku samfélagi, börn og unglingar með sérþarfir, saga og þróun skátahreyfingarinnar í heila öld, skátahreyfingin er alþjóðleg friðarhreyfing, einelti, ofbeldi og barnavernd. Með því að ljúka á fullnægjandi hátt tveimur slíkum námskeiðum og viðeigandi

Gilwell verkefnumleiðtogaþjálfun samkvæmt persónulegum námssamningi fær viðkomandi Gilwellskáti © Bandalag íslenskra skáta Nánari upplýsingar eru á vefsvæði Gilwell-leiðtogaþjálfunar þriðju „skógar­ perluna“. Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík 2014 á skatamal.is Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé Útlitshönnun og umbrot: Guðmundur Pálsson Prentun: Litlaprent Bókin er að hluta til byggð á Welcome to Scouting: Your personal journey through Woodbadge training frá Scouting Ireland. Ljósmyndir: Ljósmyndir eru úr ljósmyndasafni BÍS og er ljósmyndurum þakkað framlag til þessarar bókar. 2. útgáfa janúar 2014. Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilega hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis ritstjóra og útgefanda. ISBN: 978-9979-850-29-8

Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 – 110 Reykjavík Sími: 550 9800 – skatar@skatar.is – www.skatarnir.is

34

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun


Back to Gilwell I used to be a Owl, and a good old Owl too. But now I’m finished owling, I don’t know what to do. I’m growing old and feeble, and I can owl no more. So I’m going to work my ticket if I can. Viðlag: Back to Gilwell, happy land, I’m going to work my ticket, if I can. (Endurtekið með flokkanöfnunum).

In My Dreams

Bræðralagssöngurinn

When in the glow of a fire burning low There are moments I recall Back to my mind come the days far behind And the time that hold me over all

Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að bræðralag og friðarbönd vér boðum heimi í.

Then the years fade away and again I stray To paths of a brighter hue Where boy’s voice ring, where Youth is King And the skies again are blue.

Nú saman tökum hönd í hönd, og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið. J.O.J.

In my dreams I’m going back to Gilwell To the joys and happiness I’ve found On those grand weekends With my dear old friends To see the training ground. Oh the grass is greener back in Gilwell And to breathe again that Scouting air And in memories, I see B.P. Who never will be far from there.

Undraland Undraland við Úlfljótsvatnið blátt, enginn gleymir þínum töframátt. Inn við eyjar, út við sund öldur hjala um æskudrauma grund. Loftið fyllist ljúfum unaðsóm lækir falla og léttum kveða róm. Engum gleymist undranátt við Úlfljótsvatnið blátt. H.S.

Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun | Giwell leiðtogaþjálfun

35


Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem hefur það markmið að veita ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi, þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Gilwell-leiðtogaþjálfuninni er ætlað að byggja ofan á reynslu fullorðinna sjálfboðaliða og gera þeim kleift að marka sér stefnu og setja sér markmið til enn frekari þroska, átaka og sigra í skátastarfi og í lífinu yfirleitt. Í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni fá þeir innsýn í hlutverk leiðtoga í skátastarfi og öðlast þekkingu og færni til að leiða starfið og þar með leggja sitt af mörkum til betra samfélags. Þjálfunin veitir þátttakendum líka tækifæri til að efla leiðtogahæfni sína almennt, en það veitir einstaklingum aukið sjálfstraust og nýtist bæði beint og óbeint í einka- og fjölskyldulífi og á vettvangi atvinnulífsins.

36

Gilwell leiðtogaþjálfun | Leiðarbók fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfun

Gilwell leiðtogaþjálfun  
Gilwell leiðtogaþjálfun  

Leiðarbók fyrir Gilwell leiðtogaþjálfun

Advertisement