Kompás 2015

Page 36

Eflum Þyrlusjóð! U

m árið 1990 voru hér á landi talsverðar umræður um að kaupa nýrri og öflugri björgunarþyrlu til Landhelgisgæslunnar. Gengust þá forystumenn sjómannasamtaka og stéttarfélaga sjómanna fyrir því að vinna þessu máli fylgi og afla fjár til kaupa á nýrri þyrlu. Frábær þjónusta og færni þyrlusveitar ameríska sjóhersins sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli og fór björgunarleiðangra allt í kringum landið, má segja í hvernig veðri sem var, vakti mikla athygli og sannfærði alla sem fylgdust með öryggismálum sjómanna að mikil nauðsyn væri á að kaupa nýja og öfluga björgunarþyrlu fyrir Landhelgishelgisgæsluna. Störf þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, með frábæran mannskap í hverju rúmi, hafa bjargað mörgum mannslífum. Hefur sveitin veitt íslenskum sjómönnum mikið öryggi um áratugaskeið. Nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík fylgdust að sjálfsögðu ávallt mjög vel með þessum málum og fengu ágæta þjálfun við sömu aðstæður og úti á sjó í umsjá Slysavarnaskóla sjómanna. Stjórn skólafélags skólans ákvað því að söfnun til þyrlukaupa og stofnun björgunarsveitar yrði efld og voru sölulaun merkjasölu, sem var allgóður sjóður, látinn renna til kaupa á tækjum í nýrri þyrlu sem brýnast væri á að fá þar um borð. Sjóðurinn fékk nafnið Björgunarsjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík. Stofnun björgunarsjóðs Stýrimannaskólans í Reyjavík – Þyrlusjóðs, fór fram á árlegum kynningardegi skólans hinn 16. apríl 1988 og með tilliti til meginmarkmiðs sjóðsins, stuðningur við kaup á fullkomnri björgunarþyrlu og útbúnaði þyrlunnar hefur sjóðurinn í daglegu tali verið nefndur þyrlusjóður. Í stjórn þyrlusjóðs skólans voru skólameistari, formaður skólanefndar og formaður skólafélags skólans. Á skólaslitum Stýrimannaskólans árið 1993 var eign þyrlusjóðs skólans langt innan við 500.000 krónur, sem segja má að hafi verið lágmarksfjárhæð til kaupa á dýrum tækjum. Mjög jákvæðar umræðRannveig Tryggvadóttir. ur urðu í lok skólaslita 1998 um stofnun Björgunarsjóðs Stýrimannskólans, sem síðar var nefndur Þyrlusjóður. Ég man vel þegar Rannveig heitin Tryggvadóttir fékk orðið þá var hún einna síðust á mælendaskrá, en þegar Rannveig í lok ræðu sinnar, þar sem hún ræddi um sjómannsbörn og álag á heimili og fjölskyldur sjómanna vegna fjarvista heimilisföður, tilkynnti um 500.000 króna framlag sitt til Þyrlusjóðsins, fór þytur um hátíðarsal Sjómannaskólans. En sjálf var hún dóttir eins af aflasælustu og sóknarhörðustu skipstjórum íslenska togaraflotans, Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns og skipstjóra. Þetta var þvílíkt heiðursframlag að einstakt var og réði öllu um framtíð sjóðsins. Rannveig og maður hennar Örnólfur Thorlacius, skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð, áttu síðan eftir að styðja þyrlusjóðinn með ráð og dáð. Rannveig Tryggvadóttir andaðist hér í Reykjavík 5. febrúar sl. Blessuð sé minning hennar. Hún var stór glæsileg kona sem átti mikla hjartahlýju og vildi öllum vel. Á árunum 1993 til 2003 efldist Þyrlusjóðurinn mikið og gat hann styrkt mörg mikil tækjakaup fyrir þyrlu Landhelgisgæsluna, sem gerðu hana að

Á skólaslitum Stýrimannaskólans árið 1993 var eign þyrlusjóðs skólans langt innan við 500.000 krónur, sem segja má að hafi verið lágmarksfjárhæð til kaupa á dýrum tækjum.

3 6 ko m pá s 2 0 1 5

margfalt öflugra björgunartæki en ella hefði orðið. Ég læt hér fylgja með yfirlit yfir framlög Björgunarsjóðs Stýrimannaskólans í Reykjavík – Þyrlusjóðs til tækjakaupa fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, samtals eru þetta framlög að fjárhæð kr. 32.659.605. Eins og sjá má af yfirlitinu styrkti Björgunarsjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík einnig Slysavarnarskóla sjómanna árið 2001 um kr. 1.500.000. Við söfnun fjár til þessara tækjakaupa sýndu nemendur mikinn dugnað og oft útsjónarsemi. Það er von mín að starf Björgunarsjóðs Stýrimannaskólans í Reykjavík – Þyrlusjóðs- haldi áfram og verði sjóðurinn efldur í framtíðinni. Það er einnig von mín og þeirra sem af alvöru hugsa um öryggi sjómanna á Íslandsmiðum að Björgunarsjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík – Þyrlusjóður verði hér eftir sem hingað til mikilsvert tæki til að efla öryggi sjómanna og þeirra sem starfa að öryggismálum þeirra. Framlag fyrrum nemenda Stýrimannaskólans og þeirra sem stutt hafa sjóðinn er öðrum hvatning til þess að efla sjóðinn til góðra verka og þar með treysta öryggi íslenskra sjómanna í framtíðinni. Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrv. skólameistari Stýrimannskólans í Reykjavík.

P.S.: Ég læt hér fylgja með hluta úr grein vinar míns og fyrrverandi nemanda, Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar, um afrek þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Sigmar gaf góðfúslegt leyfi að greinin verði birt hér ásamt mínu innleggi. Framhald á næstu opnu


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.