__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

M á l g ag n ú t s k r i f ta r n e m a S k i p s t j ó r n a r s kó l a n s 1 . t ö l u b l a ð 3 7. á r g a n g u r 2 01 5


Héðinn og Rolls-Royce Marine Sérfræðingar Héðins veita alhliða þjónustu við skip og búnað undir merkjum Rolls-Royce Marine.

Einar Eiríkur Hjálmarsson þjónustumaður

Eðvarð I. Björgvinsson Kristján Sigurðsson

þjónustumaður

þjónustumaður

Sindri Sigurgeirsson

verkstjóri Renniverkstæðis

Þorsteinn Sverrisson

þjónustustjóri Rolls-Royce Marine

Guðfinnur Kristmannsson Júlíus Ívarsson

verkstjóri Véladeildar

þjónustumaður

Gunnar Hauksson

sölustjóri Rolls-Royce Marine

Rolls-Royce Marine

Skipahönnun, búnaður, endurnýjun, viðhald og viðgerðir. Sigurður Ingimundarson Emil Jóhannsson

þjónustumaður

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

þjónustumaður

Heimaey VE1 Rolls-Royce Marine NVC-352

Norðborg KG 689 Rolls-Royce Marine NVC-355

Varðskipið Þór Rolls-Royce Marine UT-512


Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu. Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Nuuk Grænland

Ísafjörður

St. Anthony

Ísland

NL, Kanada

Grundartangi

Akureyri Ísland

Ísland

Reyðarfjörður

REYKJAVÍK

Ísland

Ísland

Portland Maine, Bandaríkin

Halifax NS, Kanada

Argentia NL, Kanada

Boston

Tromsø

Hammerfest

Noregur

Noregur

Sortland

Vestmannaeyjar

MA, Bandaríkin

Båtsfjord

Noregur

Klaksvík

Ísland

Noregur

Færeyjar

TÓRSHAVN

Kirkenes Noregur

Færeyjar

Tvøroyri

Sandnessjoen

Færeyjar

Noregur

Murmansk

Ålesund

Scrabster

Rússland

Noregur

Skotland

Måloy Noregur

Bergen

Aberdeen

Noregur

Skotland

Stavanger Noregur

Fredrikstad Noregur

Grimsby England

Immingham

Helsinki

Halmstad

England

Århus

Finnland

Svíþjóð

Danmörk

Swinoujscie

ROTTERDAM Holland

Vigo Spánn

Porto

Portúgal

Lisbon Portúgal

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Velsen

Pólland

Riga

Holland

Hamburg Þýskaland

Lettland

Szczecin Pólland

Gdynia

Klaipeda

Pólland

Litháen

St. Petersburg Rússland


Margoft hef ég verið spurður þeirrar spurningar, hvað það sé sem heilli mig við sjómennskuna - spurning sem oft reynist erfitt að svara. Hvað er heillandi við það að halda út á sjó í válindum veðrum, dvelja þar dögum, vikum eða sem mánuðum skiptir, umkringdur karlmönnum og fjarri fjölskyldu og vinum? Sem óharnaður 13 ára strákur, lá leið mín í handfæratúr á Hlödda Ve 98 í fyrsta skipti. Í minningunni minntu öldurnar á hæðstu háhýsi Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að um kyrrann sumardag hafi

Endalokin marka upphafið

verið að ræða. Útfyrir borðstokkinn ældi ég, á milli þess sem ég kippti hverjum stórufsanum á fætur öðrum um borð. Ég fann strax að það var eitthvað magnað við þetta umhverfi og þessar aðstæður sem fylgja því að sækja sjóinn og eftir þetta var ekki aftur snúið. Fyrir ungan strák sem þreytir frumraun sína á sjó, er kannski svipað og að sækja Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti. Tilhlökkunin er gríðarleg, en þegar á líður á, gerist eitthvað í líkamanum sem framkallar ógleði. Samt er reynt að halda áfram, því ekki vill maður gefa félögunum skotfæri á sér. Á endanum fær maður nóg og skríður í koju. Þegar vaknað er daginn eftir, hljómar gjarnan setningin “ég ætla aldrei að gera þetta aftur.” Það ristir þó sjaldan dýpra en það, að þegar velgjan er farin, bíður maður spenntur eftir næsta kvöldi í dalnum. Ef þið hafið ekki áttað ykkur á því, þá kem ég sem sagt frá Vest-

Ég fann strax að það var eitthvað magnað við þetta umhverfi og þessar aðstæður sem fylgja því að sækja sjóinn og eftir þetta var ekki aftur snúið..

mannaeyjum. Að yfirgefa landsbyggðina fyrir stórborgina til þess að sækja skóla er stór ákvörðun að taka. Fyrir því eru ótal ástæður, en hvorki tími, né pláss til að útlista þær allar hér. En ákvörðunin stóð og sé ég heldur betur ekki eftir henni í dag. Það tók mig ekki langann tíma að átta mig á því, að samnemendur mínir reyndust allir af sama toga. Flest allt fólk utan af landsbyggðinni, sem bjó yfir sömu gildum og ég sjálfur. Skipstjórnarskólinn er frábær grundvöllur fyrir verðandi stýrimenn og skipstjóra, til þess að læra nýja hluti og kynnast nýju fólki sem mun fylgja manni um ókomin ár. Stjórnendum skólans, kennurum og nemendum þakka ég fyrir skemmtileg og reynslurík ár og óska ég ykkur velfarnaðar í þeim verkefnum sem ykkar bíða í framtíðinni. Sérstakar þakkir vil ég færa Jóhanni Elís Runólfssyni fyrir óeigingjarna vinnu í þágu nemendafélagsins, Kompáss og útskriftarnemenda skólans og ekki síst öllum þeim sem styrktu blaðið og gerðu það að veruleika. Guðni Freyr Sigurðsson Ritstjóri Kompáss

Útgefandi: Útskriftarnemar Skipstjórnarskólans Ritnefnd: Guðni Freyr Sigurðsson Ábyrgðamaður: Jóhann Elís Runólfsson Umbrot og hönnun: J&Co ehf. Prentun: Litróf Prentsmiðja Forsíðumynd: Borgar Björgvinsson Netfang: skolablad2015@gmail.com

4 ko m pá s 2 0 1 5


Útskriftarnemar 2015

6 ko m pá s 2 0 1 5

Axel Már Waltersson

Baldur Ragnars Guðjónsson

Borgar Björgvinsson

Einar Ottó Hallgrímsson

Guðni Freyr Sigurðsson

Guðni Örn Sturluson

Jóhann Elís Runólfsson

Jón Kornilíus Andrésson

Ólafur Jóhann Magnússon

Pascal Pálsson

Róbert Gils Róbertsson

Víðir Jóhannesson


LADDA

100 ÁRA AFMÆLI

FLÖSKUNNAR

© 2015 The Coca-Cola Company. “Coca-Cola”, “Coke”, and the design of the “Coca-Cola Contour Bottle” are registered trademarks of The Coca-Cola Company.

ÉG HEF KYSST


Af stígvélum geta skórnir lært!

H

vað sem stjórnmálin raula og tauta um sjávarútveg þá er það deginum ljósara að það verður að sækja blessaðan sjóinn. Þetta veiðir sig nefnilega ekki sjálft, ef frá er talið þegar blessuð síldin ákvað að ljúka sér í Kolgrafarfirði með eftirminnilegum hætti. Allt of stór hluti þjóðarinnar hefur horn í síðu sjávarútvegs og tengdum störfum. Vissulega má margan skýringarháttinn finna á þessum meinsemdum. Fiskveiðistjórnunarkerfi jakkafatakarlanna á Alþingi, skítlega lág laun fólksins í stígvélunum eða skammarlega há laun stjórnenda í útrásarbrúnum leðurskóm svo dæmu séu tekin. Víða liggur ormur í flaki. Það eru sannarlega gæfuspor að hafa alist upp í sjávarþorpi. Ekki síður að stíga fyrstu skref vinnumarkaðar í virkilega góðum Nokia gúmmístígvélum, sem vissulega báru af í gæðum, öryggi og fagurleika hér áður fyrr (Í raun er það óskiljanlegt að fyrirtækið hafi ekki haldið áfram að þróa þessi stígvél líkt og það gerði með rafeindahluta fyrirtækisins. Ég er þess fullviss að Nokia-snjallstígvél væru leiðandi á markaði í dag ef fyrirtækið hefði hugsað ögn út fyrir rammann sinn). Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þessi vel stígvéluðu gæfuspor virkilega hugguleg. Það er nefnilega huggulegt að geta borið fyrir sig góðum hnífi og flakað rauðsprettu án þess að beygla munnvik. Það er huggulegt að kunna að gella, kinna, fletja þorskinn bæði með höndum og í Baader, saltað og pakkað, stroffað og snúið við rökum hönskunum í lok vinnudags og gert þá klára fyrir þann næsta. Þó er ekki einungis huggulegheitunum fyrir að fara þegar kemur að frystihúsinu. Mikilvægasti lærdómurinn er eflaust hin smurða samvinna stígvéla frystihúsanna, allt byggist upp á samvinnu. Af stígvélunum geta nefnilega skórnir lært. Það eru gæfuspor að öðlast skilning á lykilatriðum samfélagsins í beitningaskúrnum, í góðum Nokia gúmmístígvélum og grænum beitningarhönskum. Þar, eins og víða, leynast freistingar. Þar er vissulega hægt að forðast flækjubjóðið og láta það eftir næsta, sleppa því að bæta á og veigra sér við því að hella upp á könnuna. Þar eins og annarsstaðar er hægt að hámarka hagnað, á kostnað annarra. Beitningaskúrinn hefur hins vegar ekki þolmörk fyrir slíkri hegðun. Þar er hvorki staður né stund til að velja bestu bjóðin, sleppa við uppáhellinguna eða bæta nýjum krókum á línuna. Beitningaskúrinn er staður sem krefst samvinnu og hjálpsemi. Af stígvélunum geta nefnilega skórnir lært. Það eru gæfuspor að hafa upplifað mikilvægi samvinnu, hjálpsemi og liðsanda sjómennskunnar, í góðum Nokia gúmmístígvélum. Sama hvað á dynur þá krefst sjómennskan skilyrðislaust að öll áhöfnin snúi bökum saman í smurðri samvinnu. Í áhöfninni er að finna ólík viðhorf á flestum fletum samfélagsins. Það er ólíkt hvað hverjum finnst um skoðanir jakkafatakarlanna á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það geta verið skoðanaskipti á skammarlega háum launum útrásabrúnu leðurskóa. Það eru skiptar skoðanir um ensku knattspyrnuna í flestum áhöfnum. Þar eru skiptar skoðanir um flest, en vonandi ekki á skítlega lágum launum stígvélanna. Sjómennskan sýnir og hefur alltaf sýnt að hún umber mismunandi skoðanir og getur þrátt fyrir þær borið fyrir sig smurða samvinnu, sýnt sannan liðsanda og virðingu fyrir náunganum. Af stígvélunum geta nefnilega skórnir lært. Ég er við það að fara að gráta hérna, fjandinn, þannig að þetta verður ekki lengra að sinni. Þið vitið hvað ég er að fara með þessu. Verið til fyrirmyndar og sýnið af ykkur bestu hliðar með ykkar mismunandi skoðanir. Ég óska útskriftarnemum til hamingju með áfangann og sendi mínar bestu baráttukveðjur til þeirra sem stíga gæfuspor sjávarútvegsins.

8 ko m pá s 2 0 1 5

- Gunnar Sigurðarson skrifar


HEILDARLAUSN

í siglingatækjum gæðatæki

– ekki sætta þig við annað!

JMA-5300 MK2 RADAR

FREMSTIR Í FJARSKIPTUM Fáanlegur sem X-band og S-band radar. Allar talstöðvar með upptöku á kölluðum skilaboðum. Sónar er eini viðurkenndi söluog þjónustuaðili SAILOR á Íslandi.

Ný TEF tækni bætir virkni á styttri skölum og aðgreiningu endurvarpa.

www.godverk.is

Ný fjarskiptalína sem er einföld í notkun.

Kortaoverlay á radarmynd og sýnir AIS skip. Öllum aðgerðum stjórnað með mús eða lyklaborði. Nýlegur radar sem hefur hlotið mikið lof notenda.

R VIÐ FRÁBÆÍLLEIT! MAKR

Láttu ljós þitt

skína! WASSP FJÖLGEISLA DÝPTARMÆLIR Alger bylting í dýptarmælatækni. Fáanlegur í 80 kHz — meira langdrægi. Sýnir 120° þversnið í rauntíma undir skipinu.

LEITARKASTARAR OG VINNULJÓS

Safnar botnhörku og sýnir í mismunandi lit. Einfaldur í notkun — valmyndir á íslensku.

– af botni og fiskitorfum!

Tranberg er rótgróið fyrirtæki sem hefur framleitt siglingaljós og leitarkastara í yfir 90 ár. Vönduð hágæða vara — byggð til að endast við erfiðustu aðstæður. Leitarkastarar fyrir allar stærðir skipa. Siglinga- og vinnuljós í miklu úrvali.

Fáðu rétta heildarmynd

Sónar ehf Hvaleyrarbraut 2 220 Hafnarfjörður Sími 512 8500 sonar@sonar.is www.sonar.is


Sjávarútvegsfræði tilvalið nám S

egir Daníel Guðbjartsson 24 ára nemi við Sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri. Hann kláraði Stýrimannaskólann 2010 eftir fjögurra ára veru þar. Eftir það sótti hann sjóinn í nokkur ár en byrjaði svo í sjávarútvegsfræðinni haustið 2013. Eftir heimsókn Stýrimannaskólans í Háskólann í vetur jókst áhugi nemenda til muna á þessu námi og ákváðum við því í kjölfarið að fá innsýn Daníels á námið með hliðsjón af Stýrimannamenntuninni.

Háskólanám gott fyrir framtíðina Daníel segir sjávarútveginn alltaf hafa heillað. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég ákvað að halda í sjávarútvegsfræðina, en helsta ástæðan var sú að sjávarútvegur hefur alltaf heillað mig, hvort sem það við kemur útgerð, vinnslu eða rekstri. Upphaflega þá var ég að læra Útvegsrekstrarfræði sem Tækniskólinn var að kenna ásamt HR en svo var það nám lagt niður. Þá var ekkert annað í stöðunni en að fara í Sjávarútvegsfræðina. Ég hugsaði mér að það væri líka gott að hafa bæði stýrimannaréttindi og háskólanám uppá framtíðina, ef ég myndi hætta á sjónum og öfugt.”

Þeir sem hafa útskrifast á undanförnum árum hafa farið í allar áttir, hvort sem það er í bankana, fiskeldi, útgerð, fiskvinnslu, nýsköpun o.s.frv.”

Gott stjórnendanám nýtist allstaðar Sjávarútvegsfræðin er þverfaglegt nám sem kemur inná flest svið sem tengjast sjávarútvegi og tengdum greinum. En gagnaðist þekkingin sem þú öðlaðist í Stýrimannaskólanum þessu námi? „Já, ég myndi segja að námið sem er kennt í Stýrimannaskólanum sé virkilega góður grunnur fyrir Sjávarútvegsfræðina. Stýrimannanámið er byggt upp á mörgum fögum sem nýtast mjög vel í sjávarútvegi hvort sem það er í landi eða út á sjó. Þar fyrir utan er námið í Stýrimannaskólanum í raun bara stjórnendanám þar sem þú færð stýrimannaréttindi með. Gott stjórnendanám nýtist allstaðar!” Þeir sem útskrifast fara í allar áttir Þegar Daníel er spurður um störf sem í boði eru fyrir fólk sem hefur bæði stýrimannaréttindi og gráðu í sjávarútvegsfræði segir hann. „Ég held að

1 0 ko m pá s 2 0 1 5

þekkingin sem nemendur fá í Stýrimannaskólanum ásamt réttindunum séu verðmætust. Fólk sem er með stýrimannaréttindi og góða háskólagráðu eru í ágætis málum held ég. Þeir sem hafa útskrifast á undanförnum árum hafa farið í allar áttir, hvort sem það er í bankana, fiskeldi, útgerð, fiskvinnslu, nýsköpun o.s.frv. Það eru engin takmörk. Sem dæmi eru um 10 sjávarútvegsfræðingar starfandi hjá HB Granda, sem gegna stöðu sviðsstjóra, vinnslustjóra, útgerðarstjóra, gæðastjóra, sölustjóra og upplýsingatæknistjóra.“ Þeir möguleikar sem Sjávarútvegsfræðin skapar eru margir. „Sjávarútvegsfræðin hefur opnað ýmsar mjög skemmtilegar dyr. Í dag starfa ég sem gæðastjóri útgerðar hjá HB Granda og stefni á að vera þar enda mjög spennandi tímar framundan í greininni.” Daníel mælir hiklaust með því að þeir sem klára Stýrimannaskólann skoði Sjávarútvegsfræðina í framhaldinu. „Ef að áhuginn er á sjávarútvegi og tengdum greinum þá er Sjávarútvegsfræði tilvalið nám. Á Akureyri er mikil þekking á greininni bæði hjá fyrirtækjum á svæðinu og í skólanum.”


Viðburðir aðra hverja helgi! - Formaður Stjórnarandstöðunnar skrifar

Kvöldið fór vel fram, fyrir utan að mannorð eins stjórnarmanns bar hnekki. Um það verða ekki höfð fleiri orð. Eftir að súpunni og óblandaða gosinu hafði verið skolað niður kynntum við okkur næturlíf Reykjavíkur.

Stýrimannaskólinn í Reykjavík eða Skipstjórnarskóli Tækniskólans, eins og hann heitir nú, hefur löngum verið þekktur fyrir kröftugt félagslíf. Kjörin var ný stjórn Nemendafélags Stýrimannaskólans í upphafi skólaárs og lagði hún upp með að viðhalda þeim stimpli og halda viðburði aðra hverja helgi. ,,Viðburður aðra hverja helgi!” eins og einhver hafði orð á. Líkt og undanfarin ár var fyrsti viðburður skólaársins nýnemasigling. Þar gefst nýnemum færi á að kynnast félagslífinu og öðrum nemendum. Í ár sigldum við með Rósinni, undir stjórn Borgars Björgvinssonar. Siglingin fór vel fram að mestu leiti, þrátt fyrir að sumir hafi orðið „sjóveikir“ um borð og aðrir hafi kastað af sér þvagi í handlaug bátsins. Þegar í land var komið hélt hópurinn í bæinn, eins og venja er. Í fyrstu vísindaferð skólaársins var ferðinni heitið í LÍÚ, Landsamband íslenskra útvegsmanna, sem í dag heitir SFS. Þessi fundur var haldinn í glæsilegum sal Húss atvinnulífsins, sem skartar fallegu útsýni yfir borgina. LÍÚ bauð upp á hlaðborð af snittum og pinnamat. Gula, rauða og hvíta drykki. Starfsmenn þeirra héldu svo ræðu yfir okkur og töldu okkur trú um ágæti samtakanna, sem enginn efast um. Um kvöldið var haldið í teiti til eins starfsmanna þeirra. Eftir það kynntust nemendur starfsmönnum LÍÚ enn betur, og einnig öðrum samnemendum sínum. Um miðja haustönn datt stjórninni það snjallræði í hug að fjármagna sig með sölu á afsláttarkortum. Þau áttu að veita nemendum afslátt af vörum og þjónustu hjá ýmsum fyrirtækjum. Undirritaður og fleiri sáu fram á tugi þúsunda króna sparnað með kaupum á þessum kortum. Væntingarnar voru miklar og urðu menn því undrandi þegar í ljós kom að kortin voru ekki tekin gild á þeim stöðum sem auglýstir voru. Þetta voru gífurleg vonbrigði fyrir félagsmenn. Þetta mál hefur síðar fengið nafnið ,,Stóra kortasvindlið”. Nokkrum vikum síðar var okkur boðið í Brimrúnu. Þar tók Denni á móti okkur og bauð okkur upp á ískalda drykki á meðan hann fræddi okkur um þær vörur sem Brimrún selur. Hin ýmsu siglingatæki, siglingaforrit og fjarskiptabúnað auk spennandi verkefna sem fyrirtækið annast. Eftir heimsóknina til Denna hittum við nokkra nemendur Vélskólans og borðuðum með þeim tómatsúpu, sem var sérstaklega elduð fyrir okkur. Tómatsúpukvöldið, sem var að vísu auglýst sem kjötsúpukvöld, var haldið í flottasta sal Reykjavíkur. Svo flottur var salurinn að ein 2l kókflaska kostaði tvö þúsund krónur á staðnum og það á 50% afslætti. Kvöldið fór vel fram, fyrir utan að mannorð eins stjórnarmanns bar hnekki. Um það verða ekki höfð fleiri orð. Eftir að súpunni og óblandaða gosinu hafði verið skolað niður kynntum við okkur næturlíf Reykjavíkur. Eftir áramót var dauft yfir félagslífinu. Enn er óvíst hvað kom fyrir stjórnina yfir jólin, en hún var óstarfhæf eftir áramót. Engir viðburðir voru haldnir. Þetta tók svo á varaformanninn að hann hreinlega missti hárið. Um miðja önn fengu nokkrir nemendur nóg, settu hnefann í borðið og stofnuðu stjórnarandstöðu. Fyrsta verkefni hennar var að skipuleggja vísindaferð í Ísfell um miðjan apríl. Magnús Eyjólfsson tók á móti okkur ásamt sölumönnum helstu deilda fyrirtækisins. Ísfell er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á flestu sem tengist sjávarútvegi. Þar má nefna alls kyns rekstrarvörur, öryggisbúnað, veiðarfæri eins og flottroll, fiskitroll og bestu rækjutroll á Íslandi. Tókst sú heimsókn með eindæmum vel. Síðasta verkefni andstöðunnar var að hafa samband við Sónar í Hafnarfirði. Þeir voru heldur betur tilbúnir til að taka á móti okkur og buðu upp á glæsilegar veitingar, á meðan þeir kynntu starfsemi sína fyrir okkur, sem felst í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskleitartækjum sem og fjarskiptabúnaði. Að lokum vil ég skrifa nokkur orð til nýnema skólans. Bæði til þeirra sem byrjuðu á síðasta ári, og þeirra sem eru að lesa þetta og ætla sér að hefja nám á næstu önn. Ég vill hvetja ykkur til að taka þátt í félagslífi skólans og einnig láta sjá ykkur á skrifstofu nemendafélagsins. Það er ekki bara góð leið til að kynnast nýju fólki, heldur einnig góð leið til að koma sér á framfæri til starfa á sjó. SNSR “Stjórnarandstaða Nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík” hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fengið styrki eða fjárveitingar á árinu til þess að byggja upp félagslíf skólans. Þess vegna er óvíst með framtíð félagsins. Að því sögðu skilur SNSR sátt við sín störf, og þakkar fyrir sig. Hilmar Örn Kárason Formaður SNSR

1 2 ko m pá s 2 0 1 5


Þetta er engin spurning

e Líf

yri

s

ti rét

nd

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3400 | allianz@allianz.is | allianz.is

i

Viðbótarlífeyrir

Viðbótarlífeyrir er nauðsyn

Lágmarksframfærsla


Kúbuferð útskriftarnema 2013

- Hreiðar Ingi Halldórsson skrifar:

Í

lok árs 2012 kom saman hópur af nemendum í Stýrimannaskólanum sem ætlaði sér að útskrifast vorið 2013. Á þeim fundi var farið yfir málin og útgáfa 35. árgangs Kompáss ákveðin. Strax í upphafi var farið að velta því fyrir sér hvert skyldi farið í útskriftarferð. Allir voru sammála um að ekki ætti að fara á hefðbundinn áfangastað heldur ætti að skoða lönd sem væru spennandi og ekki mikið um ferðir Íslendinga þangað. Hugmyndir sem komu strax voru Thailand og lönd í Suður-Ameríku. Eftir nokkra fundi og góða umræðu vorum við nánast búin að ákveða að fara til Kúbu, aðeins voru nokkur atriði sem átti eftir að úthugsa eins og hvernig er best að fara þangað, hvað er gert þar og hvar er best að vera á Kúbu? Þetta eru hlutir sem hinn almenni Íslendingur er ekki beint með á hreinu og því þurfti að hugsa út fyrir rammann, hvaða Íslendingar vita mikið um Kúbu? Hrafn Gunnlaugsson og Kristján Jökull Aðalsteinsson, vita sennilega eitthvað um Kúbu og líklega hefðu þeir gefið okkur góðar upplýsingar um landið en kannski ekki þær sem við vorum að sækjast eftir. Þá kom einn úr hópnum með þá hugmynd að tala við landsfrægann tónlistarmann sem þekkir Kúbu betur en flestir, en hann hefur líklega eytt þrem árum af lífi sínu og drukkið nokkra drykkina þar. Þessi maður heitir Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca og spurðum við hann hreint út hvort hann vildi taka það að sér að vera fararstjóri fyrir hóp útskriftarnema Stýrimannaskólans. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um og var meira en til í að taka þetta verkefni að sér og fóru hjólin þá að snúast af fullri alvöru. Ég viðurkenni. Það voru drukknir nokkrir drykkirnir á Kúbu. Því reyndist það erfitt að segja frá ferðinni korteri eftir lendingu á Íslandi, það reyndist heldur ekki léttara að skrifa um hana núna, einu og hálfu ári seinna, en ég ætla að reyna að lýsa henni og öllum þeim ævintýrum sem við lentum í. 
 Hópurinn fór út í tvennu lagi. Fyrri hópurinn samanstóð af Erpi farar-

stjóra, Einari Pétri, Hreiðari Inga og Birni Halldórssyni vélstjóra. Björn talaði um að vélstjórar væru svo miklir hænuhausar að það væri einfaldlega leiðinlegt að fá sér í glas með þeim svo hann ákvað að taka frekar snúning með stýrimönnunum. Fyrri hópurinn fór út að morgni nýársdags 2014. Hópurinn hélt af stað frá Reykjavík beint af nýársfögnuði á skemmtistaðnum Prikinu og áður en við vissum af vorum við komnir til London. Þar var stoppað í tæpan sólarhring og í leiðinni kíktum við á leik Arsenal á móti Cardiff, þar sem landsliðsfyrirliði okkar íslendinga Aron Einar Gunnarsson spilaði. Síðan var flogið til Parísar og eftir millilendingu í París og 14 tíma flug þaðan, lentum við í Havana. Þar var komið sér fyrir á hótelinu og strax í kjölfarið var haldið í rannsóknarleiðangur þar sem við fundum út bestu drykkina og bestu vindlana. Allt var þetta vandlega skrásett til þess að vita hvað ætti að panta og hvað ekki í framhaldinu, en þetta þurfti að fara yfir aftur og aftur vegna minnisleysis sem drykkirnir ullu í hvert sinn. Fyrstu dagarnir fóru í það að undirbúa útskriftarferðina áður en seinni hópurinn kæmi.
Farið var í fleiri rannsóknarleiðangra að skoða hvar bestu skemmtistaðirnir og ódýrustu drykkirnir leyndust, en einnig vorum við kynntir fyrir kúbönsku vinum hans Erps. Í seinni hópnum voru, Einar Ingi, Hjálmar, Kristgeir, Óli, Pólski Rússinn Sölvi, Örvar og móðir okkar allra hún Jónína sem sá um okkur allan tímann. En þegar þau lentu á Kúbu var tekið á móti þeim á gömlum amerískum blæjubílum með kúbanskt romm, kúbanska vindla, kúbanska stráhatta og Pedro Odio, óformlegur sendiherra Íslands á Kúbu, bauð alla velkomna að kúbönskum sið. Pedro og Erpur eru miklir vinir, en þeir kynntust á Kúbu árið 1997 og hafa haldið góðu sambandi síðan. Pedro býr í sendiráðshverfinu í Havana, Miramar, sem er mjög viðeigandi sem óformlegur sendiherra Íslands. Hann er einnig virtur fatahönnuður á Kúbu.
 Fyrsta verkefni Erps sem fararstjóra var þríþætt og mátti alls ekki klikka. Þeir þyrstu vildu að hann kynnti þeim fyrir drykkjusiðum Kúbana, þeir

Það var nóg til að selja okkur ferð til Kúbu. Þetta voru engar ýkjur, það er hægt að labba inn á hverja sóðaknæpuna á fætur annarri vitandi að þú fáir góðan drykk.

1 4 ko m pá s 2 0 1 5


einhleypu vildu kynnast kúbönskum stelpum en spilafíklarnir vildu vaða í fjárhættuspil. Það tók ekki Erp langan tíma að koma okkur inn í drykkjusiði Kúbana, allt var leyfilegt svo lengi sem það innihélt romm. En fyrir hádegi þurftu menn að fá sér afréttara (drepa músina eins og Kúbaninn segir) og voru það hollustuvítamínsdrykkir á borð við Piña Colada og Cubanito sem hentuðu þá best. Erpur sagði okkur áður en við fórum út að það væri hægt að banka á holræsislok á Kúbu, panta drykk og þar kæmi upp firnagóður kokteill í hvívetna. Það var nóg til að selja okkur ferð til Kúbu. Þetta voru engar ýkjur, það er hægt að labba inn á hverja sóðaknæpuna á fætur annarri vitandi að þú fáir góðan drykk. Pedro bauð hópnum í grillveislu heima hjá sér einn daginn, ásamt kúbönskum fyrirsætum, sem sýna gjarnan föt sem hann hannar fyrir tískusýningar. Þeim einhleypu til mikillar gleði. Við buðumst til að borga mat og drykki. Pedro sá um að elda og var boðið upp á kúbanska kjötsúpu, heilgrillaða svínaskanka, kjúkling grillaðan í bananalaufblaði og paella að auki. Mikil veisla sem þetta kvöld var og þurftu menn frá að hverfa í romminnkaupapaferðir til þess að halda veislunni gangandi. Kúbanirnir kenndu okkur að spila Domino, dansa salsa og Erpur brá sér úr hlutverki fararstjóra og tók nokkur lög fyrir liðið. Eftir veisluna var farið á skemmtistað í nágrenninu og haldið áfram. Þá var búið að kynna hópnum fyrir drykkjarsiðum og stelpum og átti þá

2 0 1 5 ko m pá s 1 5


bara eftir að að fara með okkur í spilavíti sem engin eru á Kúbu eftir byltingu. Erpur talaði við Pedro og komst að því að það væri möguleiki að veðja peningum á annaðhvort hunda- eða hanaat. Af tvennu illu var ákveðið að fara frekar á hanaat og fór helmingurinn af hópnum daginn eftir veisluna hjá Pedro upp í bíl og keyrt svo langt upp í sveit að malbikaðir vegir voru hvergi sjáanlegir lengur. Þegar á áfangastað var komið starði fólkið á sveitabænum á okkur. Við komumst seinna að því að þau höfðu aðeins einu sinni séð útlendinga áður og það fyrir mörgum árum, Úkraínumenn. En við borguðum okkur inn og var farið með okkur í hanaat gryfjuna og á meðan við biðum eftir fyrsta slag var farið að drepa músina. 
Fyrsti slagurinn var hvítur hani á móti svörtum hana og veðjuðum við auðvitað á þann hvíta. Eftir 20 mínútur lá sá hvíti í valnum og voru flestir komnir með nóg af þessu og vildu fara koma sér. En ákveðið var að horfa á einn slag í viðbót og fara svo aftur til Havana. Mig minnir að við höfum gefist upp í miðjum slag og farið, enda er þetta alls ekki fyrir alla. Þar sem að þetta var nú útskriftarferð stýrimanna, þá var skylda að fara í siglingu. Það var ákveðið að fara í tvær ferðir, sjóstöng og skútusiglingu. Við byrjuðum á því að fara á sjóstöng og var brottför frá Marina Hemingway þar sem átti að reyna að ná í sverðfisk, en það var ekki dregin sporður inn fyrir í þeirri ferð. Það var í góðu lagi, við vorum í góðu veðri, siglandi um á snekkju þar sem var nóg af bjór og rommi í boði. Nokkrum dögum áður en halda átti heim var farið í skútusiglingu. Ræs var kl. 04:00, rúta sótti okkur á hótelið, fór með okkur beint út á flugvöll og við flugum frá Havana á litla eyju undan suðurströnd Kúbu sem heitir Cayo Largo. Þar beið okkar rúta sem fór með okkur um borð í skútuna en ásamt drykkfelldum Íslendingum var hópur af frændum og frænkum hans Sölva, rússneski maðurinn ætlaði ekki að láta sig vanta og var þetta eins og ættarmót hjá Sölva. Frítt áfengi var um borð og var það fyrstur kemur, fyrstur fær, þannig við þurftum að gera okkar besta til að drekka Rússann undir borðið. Siglt var um eyjar í kringum Cayo Largo og fórum við í land á gríðarlega eðlueyju. Þar næst var stoppað til að kafa, skoða sæskepnur og endaði dagurinn á strönd þar sem við lágum þar til sólin fór að setjast. Þá var siglt aftur til Cayo Largo og flogið til Havana. Fyrir utan þessar ferðir þá var margt annað gert í millitíðinni, Erpur var með dagskrá hvern einasta dag. Farið var um alla Havana og stoppað líklegast á hverjum einasta bar til að smakka af þessu og hinu. Floridita var líklegast oftast fyrir valinu en sá staður gerir að öllum líkind-

1 6 ko m pá s 2 0 1 5

um bestu hanastél í heiminum. Rithöfundurinn Ernest Hemingway hélt mikið uppá þann stað og hefur drukkið svipað marga Daiquiri og Erpur þarna inni. Einnig var var farið á La Bodeguita del Medio, en sagan segir að þar hafi verið fundinn upp Mojito drykkurinn. Farið var á tónleika, markaði, rommsafnið, vindlaverksmiðjur og áður en við vissum af voru 2 vikur liðnar og tími kominn til að snáfa sér aftur til Íslands. Þeir sem hafa áhuga á því að fara til Kúbu og vilja fara í hóp með farastjóra þá mæli ég hiklaust með því að hafa samband við Erp. Ásamt því að skipuleggja og fara í ferðina þurfti að sjálfsögðu að gefa út blaðið sjálft til að fjármagna leiðangurinn. Það gekk mjög vel að fá fyrirtæki til að kynna starfsemi sína og auglýsa í blaðinu. Við reyndum að hafa blaðið sem fjölbreyttast þannig að það liti ekki út eins og auglýsingarpésarnir sem fylla alla póstkassa og gera alla brjálaða. Í blaðinu voru ýmsar greinar t.d. viðtal við Steingrím Þorvaldsson (Steingrím á Vigra) sem fékk góðar viðtökur. Viljum við þakka öllum þeim sem auglýstu í blaðinu eða komu að því á annan hátt. Bestu þakkir Fyrir hönd útskriftarhóps Stýrimannaskólans í Reykjavík árið 2013 Hreiðar Ingi Halldórsson


Næsta kynslóð

Flexicut vinnslulína fyrir hvítfisk

HJÁ MAREL Á ÍSLANDI S TA R FA Y F I R 1 0 0 S TA R F S M E N N Í VÖRUÞRÓUN

MAREL LAGÐI 8 MILL JARÐA KRÓNA Í NÝSKÖPUN ÁRIÐ 2014

Í FYRRA KYNNTI M A R E L 48 NÝJAR VÖRUR O G S Ó T T I U M 24 EINKALEYFI

Nýsköpun sprettur úr samstarfi marel.is

2 0 1 5 ko m pá s 1 7


Hugsaði út fyrir kassann - Breytti bókhaldsforriti í hleðslu- og stöðugleikaforrit

V

isiCalc var sennilega hugsað sem bókhaldsforrit í upphafi. Það var kynnt sem slíkt hér á landi. En þeir sem unnu við aðra reiknivinnu sáu fljótt ýmsa möguleika til notkunar forritsins. Þarna var komið forrit sam mögulegt var að setja tölur inní og það reiknaði niðurstöður jafnóðum.

Áður þurftu notendur í flestum tilvikum að skrifa forritin sjálfir til að geta unnið verk sín með tölvunni. Nemendum í framhaldsskóla var t.d. kennd undirstaða forritunar og gjarnan var notast við forritið BASIC til þess. Þá voru reyndar allir að læra og reyndu kennararnir að vera skrefinu á undan nemendunum við námið. Stýrimannaskólinn í Reykjavík keypti Apple II og Apple IIE tölvur um 1982-83. Við skólann starfaði þá Jón Þór Bjarnason kennari, sem var mikill áhugamaður um tölvur strax er þær komu á markað. Jón var maður sem fór nú ekki alltaf troðnar slóðir, hann “hugsaði út fyrir kassann“ og því sá hann strax möguleikana sem fólgnir voru í notkun tölvunnar við margskonar vinnu og kennslu við Stýrmannaskólann. Jón Þór hófst þegar handa við notkun tölvunnar. Sú námsgrein sem best lá við notkun tölvunnar í upphafi var og er til hleðslu- og stöðugleika útreikninga. Jón bauð mér strax að taka þátt í þessu með sér og sagði hann við mig “þú getur orðið að liði, því þú ert svo góður í vélritun!” Tölvan með VisiCalc forritinu var mjög heppileg til útreikninga á stöðugleikaútreikningum fyrir skip sem lestað var frá grunni, því þá var um mikla útreikninga að ræða. Næsta skref var að breyta hleðslutöflunum og upplýsinga-línuritunum, sem skipaverkfræðingarnir höfðu búið til fyrir skipstjórnarmennina til að þeir gætu reiknað stöðugleika skipsins við lestun, í tölvutækt form. Það þurfti að setja þær töflur sem fyrir voru inn í tölvuna og þær upplýsingar sem voru í línuritsformi þurfti að setja í töfluformi inní tölvuna. Fyrst var búið til tilraunaforrit og var notað til þess skip úr kennslubókinni fyrir stöðugleikakennslu. Virtist forritð skila sínu og því var tekið næsta skref. Haft var samband við Matthías Matthíasson skipstjóra, en hann var þá skipstjóri á Mánafossi skipi Eimskipafélags Íslands. Matthías var mikill áhugamaður um tölvur og hann gerði sér grein fyrir þeim tímasparnaði og möguleikum sem fólust í notkun tölvunnar við stöðugleikaútreikninga. Við fengum þá lánuð stöðugleikagögn skipsins og byrjuðum að vinna að nýju forriti. Eftir að það var komið saman var það prófað með mörgum verkefnum sem borin voru saman við handreiknuð hleðslutilfelli og athugað hvort niðurstöðurnar væru þær sömu. Þegar það varð ljóst var haldið áfram.

Ekki voru allir jafn ánægðir með þetta framtak og töldu fráleitt að menn sem ekkert kynnu til verka gerðu þetta. En það er önnur saga. Með þessu forriti var aðeins verið að vinna sömu verk og skipstjórnarmenn þurftu að vinna af og til eftir atvikum, með handreikningi. Fljótlega fóru að koma fram forrit sem boðin voru til kaups þar sem að höfðu komið kunnáttumenn um tölvur, lestun og losun og stöðugleikaútreikninga. Notkun á slíkum sérsniðnum forritum minnkaði líkurnar á misreikningi og flýtti fyrir útreikningum og leiðréttingum ef nauðsyn krafði. Það blasir við okkur i dag að allt rekstrarbókhald skipanna var fljótunnara og öruggara eftir að tölvurnar voru teknar í notkun á öllum sviðum skiparekstursins. Skrifstofur skipafélaganna hafa eflaust tekið tölvunni fagnandi og verið glaðir þegar þeir fengu uppgjör hinna ýmsu deilda skipsins í tölvutæku formi. Það hlýtur að hafa verið fljótlegra og öruggara að fara yfir og gera sér grein fyrir rekstri skipsins enn áður. Ég ætla ekki að fara lengra en þetta út í upphafið. Við vitum hvað má gera til að koma efni og upplýsingum á milli staða til vinnslu. Af þessu má sjá að aðferðin við stöðugleikaútreikninga með töflureikni og notkun tölvu er meira en 30 ára gömul. Hér á Íslandi var Jón Þór upphafsmaðurinn. Vilmundur Víðir Sigurðsson

Tölvan með VisiCalc forritinu var mjög heppileg til útreikninga á stöðugleikaútreikningum fyrir skip sem lestað var frá grunni...

1 8 ko m pá s 2 0 1 5


ENNEMM / SÍA / NM61307

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.com

Saman náum við árangri


Snýst allt um DP búnaðinn S

egir Einar Ingi Reynisson (40), sem hélt til Ítalíu á sérstakt námskeið fyrir Dynamic Position kerfi, sem er hugsað til að auðvelda stjórnun skipa við erfiðar og flóknar aðgerðir. Stuttu seinna fékk hann atvinnutilboð í Brasilíu þar sem hann starfar í dag sem 2nd officer á Offshore Supply skipi, sem ber nafnið World Sapphire. Við fengum Einar Inga til þess að segja okkur aðeins frá hans tíma í skólanum og þessu ferðalagi sem leiddi hann til Brasilíu.

Byrjaði á sjó ‘92 Einar Ingi byrjaði á sjó 17 ára gamall og segir að umhverfið í kringum sig hafi smitað þegar kom að því að halda út í sjómennskuna. ,,Ef ég á að vera nákvæmur, þá byrjaði ég á sjó 19. janúar, 1992, á balalínu um borð í Ljósfara GK. Það var jafnframt daginn fyrir 17 ára afmælisdaginn minn og hélt ég að hann yrði sá allra síðasti vegna sjóveiki. Ég ólst upp á Hellissandi þar sem pabbi minn var skipstjóri, þar voru sjómenn allsstaðar í kringum mig sem hafði vafalaust áhrif á val mitt. Eftir að hafa verið á sjónum í nokkur ár sá ég fram á að það væri betra fyrir mig að mennta mig í einhverju sem tengdist sjómennskunni og þá varð Stýrimannaskólinn fyrir valinu.” Taldi þriðja stigið fyrir sápukúlusjómenn. ,,Ég kláraði 2. stigið árið 1999 og á þeim tíma taldi ég þau réttindi nægja mér þar sem að ég taldi að sjómennskan næði ekki út fyrir 200 sjómílurnar og að 3. stigið væri einungis fyrir sápukúlusjómenn. Sú hugsun að fara að sigla út í þennan stóra heim var mér víðs fjarri. Eftir útskrift réði ég mig sem 2. stýrimann á Tjald SH-270, ég varð svo seinna 1. stýrimaður þar og var á

2 0 ko m pá s 2 0 1 5

honum til 2003. Þaðan fór ég á Ingunni AK-150 og var þar til ársloka 2006. Eftir veruna á Ingunni ákváð ég að taka mér pásu frá sjómennsku. Stuttu eftir að ég kláraði farmanninn 2013, fór ég sem 2. stýrimaður á þjónustu- og rannsóknarskipinu Neptune með smá viðkomu á Hval 8. Síðan lá leiðin á World Sapphire, þar sem ég hef verið síðan í september á síðasta ári.” Fengum reynslu við raunverulegar aðstæður. Þegar Einar er spurður um hvort námið hafið gagnast honum mikið við það sem hann starfar við í dag og hvort skólinn ætti að auka þekkingu nemenda á svokölluðum „Offshore” bransa segir hann: ,,Það er ekkert óeðlilegt við það að skólinn sé svolítið að einblína á fiskveiðar þar sem íslenski flotinn er að lang stærstum hluta byggður á fiskiskipum, en ég er þeirrar skoðunnar að það sé kominn tími til að hugsa út fyrir kassann. Ég man það þegar ég var á 2. stiginu í skólanum, einhverntímann á síðustu öld, þá stóð okkur til boða að fara einn túr með varðskipinu Tý og þeir sem voru á 3. stiginu fóru með fraktskipi einn túr í fylgd kennara. Þar fengum við reynslu við notkun á siglingareglum, siglingafræði, stöðugleika, fjarskiptum og á siglingatækjum í sínu rétta umhverfi. Þessi kennsla stóð yfir í nokkra daga, þar


sem við sáum alla þessa hluti notaða við raunverulegar aðstæður á sjó og tel ég að þetta sé eitthvað sem ætti að taka upp aftur.”

Það er ekkert óeðlilegt við það að skólinn sé svolítið að einblína á fiskveiðar þar sem íslenski flotinn er að lang stærstum hluta byggður á fiskiskipum, en ég er þeirrar skoðunnar að það sé kominn tími til að hugsa út fyrir kassann.

Þörf á kennslu í norsku Einar telur að skólinn þurfi að kynna nemendum betur þann möguleika á að sækja vinnu erlendis. ,,Þeir sem hafa áhuga á að vinna erlendis á t.d. farm-, tank-, farþega-, þjónustu- eða rannsóknarskipum þurfa leiðbeiningar um hvernig sé best að komast í svoleiðis stöður, hvaða auka námskeið þeir þurfa að taka o.s.frv. Annars var dvöl mín í skólanum virkilega góð og sú menntun sem ég hlaut hefur reynst mér vel í því sem ég er að gera úti í dag. En fyrir mér eru þetta hlutir sem skólinn mætti bæta og ef ég væri alráður í einn dag þá myndi ég leggja niður dönsku kennsluna í skólanum og taka upp kennslu í norsku í staðinn. Ég tel að íslenskir skipstjórnarmenn væru betur settir með að læra norsku, sérstak-

lega í ljósi þess að að norðmenn státa sig af 7. stærsta kaupskipaflota í heiminum á meðan hin norðurlöndin eru langt fyrir neðan á þeim lista. Norðmenn eru einnig víðamiklir þegar kemur að farþegaskipum sem og skipum í kringum olíuiðnaðinn, en síðast en ekki síst eru þeir ein stærsta fiskveiðiþjóð í heiminum í dag .”

Sá ekki fram á að komast í hólinn næsta áratuginn Aðspurður hvers vegna hann valdi að halda erlendis í stað þess að sækja sjóinn hér heima segir Einar: ,,Það atvikaðist þannig að ég var í mjög góðu plássi hér heima, en sá ekki fram á að komast í hólinn næsta áratuginn og fór því hægt og rólega að missa metnaðinn fyrir þessu. Árið 2007 sagði ég skilið við sjómennskuna, skellti mér í píparann og kláraði sveinspróf frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 2010. Í framhaldi af því fór ég til Stavanger sem oft er kennd við höfuðborg olíuiðnaðarins, til þess að vinna. Þar sá ég þjónustu-

2 0 1 5 ko m pá s 2 1


skipin í öllum stærðum og gerðum. Í kjölfarið vaknaði áhuginn aftur og ég setti mig í samband við Vigni Jónsson sem var á einu slíku skipi og spurði hann hvað ég þyrfti að gera til þess að komast á svona skip. Hann taldi upp fyrir mig þau réttindi sem hann var með og eftir stutta umhugsun sló ég til og bætti við því sem til þurfti.”

Ég lagði því strax leið mína á næsta elliheimili og athugaði hvort ég gæti fengið að vera þar einungis til þess að blanda geði við gamla fólkið sem myndi þjálfa mig í norskunni í leiðinni. Því miður var það ekki hægt og hafa stjórnendurnir þar eflaust hugsað hvaða rugludallur þetta væri.

Lagði leið mína á næsta elliheimili Þegar Einar er spurður um aðdragandann að því er hann fékk þetta starf segir hann: ,,Ég setti mig í samband við nokkra í “offshore” bransanum á facebook. Þeir voru allir að vilja gerðir við að aðstoða mig og eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir það. Ég gerði mína ferilskrá ásamt því að skrá mig á linkedin.com sem er nokkurskonar facebook síða fyrir atvinnulífið. Ég hélt svo til Noregs eftir útskrift og bankaði þar uppá hjá nokkrum fyrirtækjum með ferilskránna undir hendinni. Margir höfðu ekki séð hvernig stýrimenn litu út, þar sem allar ráðningar fóru fram í gegnum internetið. Hjá einu fyrirtæki hefði ég fengið vinnu á staðnum, en eina fyrirstaðan var sú að ég talaði ekki nægilega góða norsku. Ég lagði því strax leið mína á næsta elliheimili og athugaði hvort ég gæti fengið að vera þar einungis til þess að blanda geði við gamla fólkið sem myndi þjálfa mig í norskunni í leiðinni. Því miður var það ekki hægt og hafa stjórnendurnir þar eflaust hugsað hvaða rugludallur þetta væri.

2 2 ko m pá s 2 0 1 5

Í framhaldi af þessu sótti ég DP námsskeið á Ítalíu og snéri svo aftur til Noregs. Þegar ég var við það að gefast upp á atvinnuleitinni fékk ég símtal frá vini mínum sem bauð mér vinnu í jarðgangnafyrirtæki í Osló. Ég sló til og eftir að hafa verið inni í göngunum í fjóra tíma, þá hringja Neptune menn og bjóða mér vinnu hjá þeim, við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Þau fólu m.a. í sér að rannsaka sjávarbotninn fyrir undirstöður sem og lagnaleiðslur fyrir vindmillur á austurströnd Englands og að taka þátt í sprengjuleit út af ströndum Liverpool. Ég játaði því og í framhaldinu fóru DP dagarnir að tikka inn. Einn daginn var ég svo í fríi á Neptune og var að græja vegabréfsáritun til Rússlands fyrir næsta verkefni, þegar ég fékk símtal frá ráðningarstjóra World Wide Supply og bauð hann mér vinnu sem 2. stýrimaður á World Sapphire við að þjónusta olíuborpalla í Brasilíu, ég gat lítið annað en sagt já við því á og starfa ég þar í dag.

Þetta snýst allt um DP búnaðinn Einar segir að litla reynslu sé að fá á Íslandi ef menn ætli sér að halda út, en ef að stefnan er tekin út fyrir landsteinana er nauðsynlegt að vera með alla pappíra handbæra. ,,Ef einhver í kaupskipaflotanum væri að reyna að komast að á fiskiskip á Íslandi og væri með margra ára reynslu á sjó, en hefði aldrei verið á fiskiskipi, þá væri hann nánast á byrjunarreit. Sama gildir ef maður á fiskiskipi á Íslandi myndi vilja fara út á kaupskipin. Þetta snýst í rauninni allt saman um DP búnaðinn sem nærri engin skip á Íslandi hafa. Þess-


vegna er erfitt að afla sér reynslu hér, en einhversstaðar verða menn að byrja og þá er best að vera með helstu pappíra tilbúna, þ.e.a.s sem sýna fram á öll öryggisnámsskeið, ECTIS og BRM, læknis-, saka-, bólusettningaog fæðingavottorð, sjóferðabók sem og góða ferilskrá. Ég get ekki sagt að það sé auðvelt fyrir skipstjórnarmenn að komast í svona stöður, en það er heldur ekki ómögulegt. Það hefur verið samdráttur í olíuiðnaðnum sem gæti gert mönnum erfiðara fyrir, en slíkt ástand gengur yfirleitt fljótt yfir. En eins og með allt, kemur regluleg endurnýjun í þessum iðnaði og það væri ekki leiðinlegt ef að fleiri Íslendingar yrðu með í þeim pakka.” Aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér Einar Ingi segist vera ánægður þar sem hann er staddur í dag og hugi ekki að breytingum í náinni framtíð. ,,Ég er gríðarlega sáttur þar sem ég er í dag og sé ekki fram á að fara á sjóinn heima á næstunni, en auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.” Kompás þakkar Einari Inga kærlega fyrir spjallið og óskum við honum velfarnaðar í þessu sem og öðrum verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur.

2 0 1 5 ko m pá s 2 3


Okkar rannsóknir, ykkar hagsmunir - Jón Arilíus Ingólfsson skrifar

V

erksvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa - sjóatvik (RNSA) er að kanna orsakir allra sjóslysa sem verða um borð í íslenskum skipum. Hlutverk RNSA sé að rannsaka orsakir sjóslysa og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. RNSA leggur fram tillögur í öryggisátt til úrbóta og aukins öryggis sem við skilum til Samgöngustofu (Áður til Siglingastofnunnar Íslands). Frá árinu 2000 hefur RNSA skilað 162 tillögum í öryggisátt í 92 málum.

Lagaumhverfi Árið 2000 varð fyrst sú mikilvæga breyting með nýjum lögum að nú eru rannsóknir RNSA á sjóslysum algjörlega sjálfstæðar rannsóknir og nefndin óháð stjórnvöldum, öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Nefndin annast sjálf rannsóknir sínar þó frumrannsókn fari oft fram í samvinnu við lögreglu. Nú er ekki heldur skylt að halda sjópróf en slíkt er heimilt í vissum tilvikum en RNSA hefur aldrei farið fram á þau.

Nefndin hvetur sjómenn og útgerðaraðila að virða skyldur sínar um tilkynningu atvika til RNSA og hjálpa okkur við að auka öryggi.

Skráð slys á sjómönnum hjá Sjúkratryggingum Íslands

árinu 1987 til ársins 2014. Meðaltal tímabilsins áranna á undan eru 398 slys á ári og er því árið 2014 vel undir því meðaltali og sýnir ánægjulega þróun um fækkun bótaskyldra slysa. Dregið hefur verulega úr banaslysum undanfarin ár enda búið að gera verulega mikið og gott átak til að draga úr þeim. Tilkoma Slysavarnarskóla sjómanna á verulega stóran þátt í því hversu vel hefur tekist til og full ástæða til að hrósa starfseminni þar. Fyrir utan að kenna mönnum rétt viðbrögð hefur skólinn einnig vakið menn til vitundar um eigið öryggi og það skiptir ekki síst máli. Tilkynningar til RNSA RNSA leggur mikla áherslu á að sjómenn tilkynni um öll atvik svo að hægt vinna tillögur til úrbóta. Á undanförnum árum hefur RNSA tekið saman hvernig skipting tilkynninga á atvikum sem koma til umfjöllunar hjá nefndinni frá árinu 2005. Á myndinni hér að neðan sést hvernig þetta skiptist á milli aðila frá þeim tíma og til 2014. Hlutfall upplýsinga um atvik sem fengnar eru úr fjölmiðlum 2014 er um 13% en var um 18% á árinu 2013. Tilkynningar hjá aðilum sem tengjast sjávarútvegnum þ.e.a.s. útgerðum, skipstjórum og slösuðum er um 24% en voru um 21% á árinu á undan. Um 20% kom frá lögregluembættum landsins en voru um 10% á árinu áður og Vaktstöð siglinga er með um 41% tilkynninga en var um 48% á síðasta ári. Nefndin hvetur sjómenn og útgerðaraðila að virða skyldur sínar um tilkynningu atvika til RNSA og hjálpa okkur við að auka öryggi. Þó atvik séu í huga manna lítilfjörleg og telji það ekki tilefni til séstakrar rannsóknar þá er skráning þeirra mikilvæg því tölulegar upplýsingar geta verið mjög gagnlegar í baráttunni við að auka öryggi á sjó. OKKAR RANNSÓKNIR, YKKAR HAGSMUNIR.

Tilkynningar +l  RNSA  

Hér má einnig nefna að óheimilt að nota skýrslur RNSA sem sönnunargagn í dómsmáli og er það m.a. gert til þess að tryggja trúnað á milli þeirra aðila sem gefa skýrslur fyrir nefndinni. RNSA vinnur í dag samvæmt lögum nr. 18/2013 um rannsóknir samgönguslysa. Alvarlegum slysum hefur fækkað Erfitt að gera sér grein fyrir hver þróun slysa til sjós hafi verið undanfarinn ár samkvæmt þeim tilkynningum sem berast nefndinni. Alvarlegum slysum hefur þó greinilega fækkað. Menn hafa tilhneigingu til að tilkynna RNSA ekki um minniháttar slys þar sem þeir telja þau ekki nóg alvarleg. Þetta á til dæmis við þegar um ýmiskonar fallslys er að ræða auk skurða og stungna o.s.fr.v. Bætt réttarstaða sjómanna hefur orðið til þess að tilkynningar um slys til Sjúkratrygginga Íslands hefur batnað mikið. Á súluritinu sést hvernig þróun tilkynntra slysa á sjómönnum er frá

2 4 ko m pá s 2 0 1 5

100 90   80   70   60   50   40   30   20   10   0  

Tilkynningar til RNSA 40 20  

13

11

13 1  

0 Fjölmiðlar  

Lögreglan

Útgerðir

Vaktstöð siglinga  

Skipstjóri

Slasaði

Aðrir

2005

45

54

33

15

14

1

3

2006

54

49

35

17

10

1

6

2007

95

27

16

11

1

1

20

2008

63

45

21

24

7

3

9

2009

55

31

14

22

16

1

12

2010

49

22

16

35

30

2

5

2011

48

30

17

14

30

2

13

2012

48

26

25

21

10

1

6

2013

31

17

24

83

10

1

4

2014

13

20

11

40

13

0

1

Hlutfall upplýsinga um atvik sem fengnar eru úr fjölmiðlum 2014 er um 13% en var um 18% á árinu 2013. Tilkynningar hjá aðilum sem tengjast sjávarútvegnum þ.e.a.s. útgerðum, skipstjórum og slösuðum er um 24% en voru um 21% á árinu á undan.


Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI

Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsgreinar sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum J?LBQGLQȧCLȧ PȧCPSȧQHıT?PņRTCEQDP¹G ȧҨńJKG¹J?DP¹G ȧ JļȓILG ȧG¹HS HıJDSL?PDP¹G ȧLņRļK?DP¹GȧMEȧDĸJ?EQTļQGLBG

Heilbrigðisvísindasvið

Hug- og félagsvísindasvið

Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði

Félagsvísindi Fjölmiðlafræði )CLL?P?DP¹GȧJCGI ȧMEȧEPSLLQIŁJ?QRGE Lögfræði Nútímafræði Sálfræði

Viðskipta- og raunvísindasvið *ļȓILG Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði

&ȧ@ʼn¹SPȧCGLLGEȧSNNȧıȧ?JJRȧLıKȧļȧҨ?PLıKGȧ?¹ȧSLB?LQIGJGLLGȧJńEDP¹G

SL?I GQ


Segulskekkja og misvísun - Formaður Sjómannasambands Íslands skrifar

S

týrimannaskóli, hvur andskotinn er nú það? Jú þar læra verðandi stýrimenn og skipstjórar að sigla skipi þannig að sómi sé að. Með tilliti til góðrar sjómennsku og allt það. Ég var einn þeirra sem var í síðasta árganginum sem kláraði Stýrimannskólann í Vestmannaeyjum vorið 2000. Haustið 1998 settist ég á skólabekk í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja ásamt 15 öðrum nemendum. Þetta var stór ákvörðun fyrir mig, orðinn 38 ára gamall. Fjölskyldan tók þessu fagnandi í fyrstu en þegar líða tók á veturinn var blásið til ráðstefnu á heimilinu og ég vinsamlegast látinn vita af því að mínum afskiptum af heimilisrekstrinum væri ekki óskað lengur. “Búinn að vera á sjó frá 16 ára aldri og kemur svo í land 20 árum seinna og vilt ráða öllu!” Nei það gengur ekki sögðu fjölskyldumeðlimirnir við mig, bæði konan og börnin. Auðvitað hlýddi ég og hætti að skipta mér af uppeldinu og heimilisrekstrinum. Að sjálfsögðu mátti ég elda og vaska upp, það var sjálfsagt mál í þeirra augum. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum var virðuleg stofnun og gamalgróin í vitund flestra landsmanna held ég, allavega þeirra sem eitthvað höfðu komið nálægt sjósókn. Friðrik Ásmundsson var skólastjóri og fórst það vel úr hendi. Strangur karlinn og gerði miklar kröfur til nemenda sinna, en eins og hann sagði svo oft, þið eigið eftir að vinna undir miklu álagi piltar mínir og skuluð venjast því hér líka. Mér þótti Friðrik alltaf góður kennari og alltaf hægt að leita til hans ef þörf krafði. Sumir af yngri mönnunum voru ekki ánægðir með hann og hve mikið var sett fyrir í heimanáminu. Þeir vildu frekar vera í bíó eða á pöbbanum á kvöldin, heldur en að læra. Eftir á að hyggja held ég að flestir hafi haft nokkuð gott af þeim aga sem þurfti til að klára sig af náminu. Við hjálpuðumst mikið að í náminu og allir voru boðnir og búnir að hjálpa næsta manni. Eins og á sjónum auðvitað og Friðrik hrósaði okkur mikið ef hann varð var við að við værum að læra saman og hjálpa hver öðrum. Við vorum þannig í sveit settir að þeir sem höfðu eitthvað nám að baki í framhaldsskóla, stúdentspróf eða álíka, þurftu ekki að sækja kjaftafögin, ensku, dönsku, stærðfræði o.s.frv. Við hinir aularnir með grunnskólann sóttum tíma með 16 ára krökkum í kjaftafögunum og stundum var stutt í að þolinmæðina brysti. Þegar átti að fara að busa okkur sjóarana brast á flótti hjá efstu bekkingum í FÍVE og lofuðu þeir uppá æru sína og trú að láta okkur í friði! En þetta var skemmtilegur tími með allskonar uppákomum og skemmtilegheitum sem lifa alla tíð í minningunni. Nokkur hugtök sem tengjast náminu eru landkröbbunum nokkuð framandi eins og t.d. meðalbreidd, ætli það sé reiknað í Hressó? Hafsbrúnarfjarlægð, stórbaugssigling, samansettur stórbaugur, segulskekkja, kompásmisvísun og öll þessi nöfn sem sum hver vöfðust fyrir mönnum. En með góðri ástundun og innprentun kennaranna lærðist þetta allt saman á endanum. Eftir námið beið eftir mér 2. stýrimannspláss á Frá VE 78. Þar réð ríkjum Óskar Þórarinsson formaður, sem kominn var í land. Sindri sonur hans var skipstjóri og Gústi Lása 1. stýrimaður. Óskar á Háeyri var öllum ógleymanlegur sem kynntust honum. Ég var stýrimaður hjá honum nokkrum sinnum og það var skemmtilegur tími. Óskar hafði þá fágætu hæfileika þegar hann sagði sögur að maður sá þær ljóslifandi fyrir sér. Leiftrandi húmorinn og hugsunin var einhvern veginn svo öðruvísi

Eftir á að hyggja held ég að flestir hafi haft nokkuð gott af þeim aga sem þurfti til að klára sig af náminu. Við hjálpuðumst mikið að í náminu og allir voru boðnir og búnir að hjálpa næsta manni.

2 6 ko m pá s 2 0 1 5

en hjá öðrum að engu lagi var líkt. Stressið var ekki að drepa Óskar. Hann sagði oft að þolinmæði væri dyggð. En einu sinni klikkaði þolinmæðin. Síðasti túr fyrir jól 1999. Óskar var formaður og ég stýrimaður. Við reyndum fyrir okkur víða, í góðu veðri allan tímann. Lönduðum 21 desember eftir sex daga túr, 7 körum. Þegar við komum í land sagði kallinn við okkur að nú mættum við ekkert hirða í soðið svo útgerðin fengi nú eitthvað í sinn hlut. Og bætti við að ef við hefðum tekið einu holi færra væri ekki í sjö körum. Húmorinn alltaf á sínum stað. Eftir nokkur ár sem 2. stýrimaður varð ég yfir stýrimaður hjá Sindra og leysti hann svo af sem skipstjóri. Ég byrjaði mína sjómennsku á Siglufirði þar sem ég er uppalinn á Stálvík SI 1 haustið 1976. Var síðan mest á Sigluvík SI 2 með Budda Jó, Helga Jó og Jónasi Sumarliða. Einnig á Sigurey og Siglfirðing á frystingu. Flutti síðan til Eyja 1989 og var með Magna Jó á Frigg Ve í tvö ár. Fór síðan á Þórunni Sveins nýja bæði á ísfisk og frystingu með Sigurjóni. 1992 byrjaði ég á Frá Ve og endaði þar mína sjómennsku


Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað

SU90 Lágtíðnisónar Langdrægni og góð aðgreining 360°hringleit, 60° sneiðmynd Lóðréttur og láréttur geisli Veltistýring á geisla

Xenon Ískastarar og LED flóðljós

Þrívíddar plotter Botnharka 3D mynd af botni Sneiðmynd Siglingaleiðir Straumgögn Vindupplýsingar Sjávarhiti

SIMRAD PX

Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 552 2111 - www.faj.is

Siglinga, fiskileitar og rafeindatæki


Flest allir gerast launþegar hjá öðrum og verða auðvitað að standa sig til að klífa metorðastigann og komast í hólinn.

þann 1. júní 2009. Síðan hef ég að vísu dútlað sem hafnsögumaður hér í Eyjunum og þannig haldið við kunnáttunni og skírteininu. Ég hef verið formaður Jötuns sjómannafélags frá því 2007 og er nú formaður Sjómannasambands Íslands. Það sem nú bíður nýrra stýrimanna- og skipstjóraefna er barátta og aftur barátta. Nú fara menn ekki beint úr skólanum og fjárfesta í skipi og búnaði og halda til veiða. Flest allir gerast launþegar hjá öðrum og verða auðvitað að standa sig til að klífa metorðastigann og komast í hólinn. Hin síðari ár hefur skipum og þar með stýrimönnum fækkað í flotanum eins og öðrum sjómönnum. Standið vörð um réttindi ykkar og látið ekki traðka á ykkur. Stéttvísi hefur hrakað nokkuð á Íslandi í seinni tíð. Nú er mál til komið að snúa þeirri þróun við og taka höndum saman og vinna saman að bættum hag sjómanna á Íslandi.  Valmundur Valmundsson

Skipahönnun Ráðgjöf Eftirlit Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík navis@navis.is www.navis.is 2 8 ko m pá s 2 0 1 5


CAPTO

IT´S LY REAL HY CATC

FOR MIDWATER TRAWLS

CAPTO is a new net twine, which VÓNIN has developed for midwater trawls. CAPTO has great abrasion properties and a good stiffness, which results in easier handling and a long lifetime. Contact us today to get more information.

Vónin // Bakkavegur 22 // P.O.Box 19 // FO-530 Fuglafjørður // Faroe Islands // Tel. +298 474 200 // info@vonin.com // vonin.com Vónin Ísland // Skútuvogur 12c // IS-104 Reykjavík // Iceland // Tel. +354 517 6565 // info@voninisland.is // voninisland.is


Guðni Þór Ólafsson, skipstjórnarnemi 1. Ekkert sem við eigum ekki að vita. 2. 50m eða lengra. 3. 1973. 4. 63°58,0’ N 5. 6.500 daga. 6. Veðurfræði hugtak. 7. Ekki hugmynd. 8. Örfirisey. 9. WGS-84 10. Miðleiðardufl

Spurningar 1. Hvað kemur á prófunum hans Kjartans? 2. Hvers konar skip sýna þessi ljós? 3. Hvaða ár var landhelgin færð út í 200 sjómílur? 4. Á hvaða breiddargráðu liggur Reykjavík?

Jens Kristinn Elíasson, vélstjórnarnemi 1. Spurningar. 2. Nótabátar / Fjölveiðiskip 3. 1974. 4. PASS 5. Miðað við sögurnar, þá eru þeir fleiri heldur en færri. 6. Veit ekki. 7. Til að mæla út ? 8. Varðskipið Þór. 9. Greiðslukortaviðmið. 10. Hafnarbauja.

5. Hvað er Björgvin kennari með marga lögskráða daga á sjó? 6. Hvað er Landsynningur? 7. Hvað táknar þetta merki? 8. Hvaða skip hefur skipaskránúmerið 2769? 9. Hvaða kortaviðmiðun er helst notast við á Íslandi í dag? 10. Hvaða bauja er þetta?

Rétt svör við spurningunum 10. Miðleiðardufl. 9.

WGS – 84

8. Varðskipið Þór. 7. Flak. Minnsta dýpi óþekkt, gæti verið hættulegt siglingum. 6. Suðaustan átt. +/- 20,000.

5.

64°08,0’ N

4.

3. Árið 1975 2. Vélskip, sennilega lengra en 50 metrar, stefnir beint á áhorfenda. 1.

Ekkert sem þú átt ekki að vita. 3 0 ko m pá s 2 0 1 5

Þorleifur Ottó Jóhannsson, skipstjórnarnemi 1. Ekkert sem þú átt ekki að vita. 2. Lengri en 50m. 3. 1974. 4. 63°00,0’ N 5. 9.674 6. S-A átt. 7. Eitthvað grynningar dæmi. 8. Vigri. 9. Datum – 184 10. Örugg Siglingaleið.

Arngrímur Þorri Gylfason vélstjórnarnemi 1. Spurningarnar við svörunum. 2. Rautt ljós er bakborðsmegin. 3. 1972 eða eitthvað. 4. 64° 5. Alla daga, nema fjóra eitt árið. 6. Þegar það þarf ekkert að gera í löndun og þú drekkur of mikið. 7. Illa teiknuð strik með punktahring. 8. Eitthvað skip í Reykjavík. 9. Hrísey 55. 10. Tvíkúlubauja á milli stóru tánna.


Ísak Örn Guðmundsson, skipstjórnarnemi 1. Allt sem við höfum lært á önninni. 2. Skip yfir 50 metra. 3. 1984, segjum það. 4. 64°21,0´ N 5. 9.999 daga. 6. S-A átt. 7. Hleðslumerki. 8. Helga María. 9. WGS – 84 10. Miðleiðardufl.

Sandra Sjöfn Helgadóttir, skipstjórnarnemi 1. Fullt af einhverju sniðugu. 2. Æ CRAP, skip á veiðum. 3. 1975 ! 4. 64°00,0’ N 5. 30 ár yfir ævina. 6. Inn um eitt og út um hitt. 7. Eitthvað svæði sem má ekki fara inn á. 8. Ég er ljóshærð !!! 9. Vissi það fyrir fimm árum. 10. Örugg sigling, Miðleiðardufl.

Kristinn Már Jónsson, skipstjórnarnemi 1. Klukkan hvað eru veðurfréttir á Rás 1 ? 2. Skip yfir 50m á ferð. 3. Fyrir mína tíð. 4. 63°43,0’ N 5. Hvað eru margir dagar í árinu ? 6. Þegar blæs inn að landi ? 7. Halli Hákarl. 8. Sæbjörgin. 9. W og endar á einhverju ? 10. Miðleiðarbauja.

Bjarni Sigfússon, vélstjórnarnemi 1. Siglingafræði, Siglingareglur og Stöðugleiki. – Bónusspurning um byssur. 2. 50m eða lengra. 3. Kringum 1976. 4. 018° - Ég veit það ekki. 5. Ég fylgist ekki nægilega vel með í tímum. 6. Ekki hugmynd. 7. Staðbundin Segulskekkja. 8. Ingunn AK. 9. GWS – 84 10. Leiðarmerki. Pétur Gauti Ottesen, skipstjórnarnemi 1. Allt sem var í prófunum í fyrra og Halli Hákarl. 2. Vélskip á ferð, séð framan á það. 50m eða lengra. 3. 1979 eða ‘80 eða ‘78 eða ‘77 4. 62° N 5. Hann var með 370 daga eitt árið, en í heildina um 10.000 6. Grynning. 7. Klettur eða steinn. 8. Árni Friðriks, Bjarni Sæm eða Þór. 9. Ekki Hjörsey. 10. Miðleiðarbauja, örugg sigling. Arnmundur Marinósson, skipstjórnarnemi 1. Hvenær dánarfregnir eru og Halli Hákarl. 2. Skip á siglingu, vélskip lengra en 50 metrar. 3. 1975. 4. 64°34,5’ N 5. 9.000 6. Vindur sem kemur að landi. 7. Boði. 8. Ottó N 9. 1:15000 10. Bakborðsbauja í Innsiglingu. 2 0 1 5 ko m pá s 3 1


Vísindaferð til Akureyrar S

íðastliðin ár hefur það tíðkast að fara vísindaferð til Vestmannaeyja. En nú varð breyting á. Helgin 26. febrúar til 1. mars var örlagarík helgi fyrir nemendur Stýrimannaskólans, en þá var haldið norður til Akureyrar í vísindaferð, í fyrsta skipti í mörg ár. Slegist var um þau 16 lausu sæti sem í boði voru og ofan á það bættist við langur biðlisti. Gist var í Ytri Vík, mitt á milli Dalvíkur og Akureyrar. Vísindaferðin samanstóð af heimsóknum í Bruggsmiðju Kalda og Háskólann á Akureyri með einstaka innliti á Pósthúsbarinn á kvöldin. Vikan fyrir ferðina einkenndist af miklum spenningi og gæsahúð hjá strákunum og þá sérstaklega hjá þeim sem búa svo vel að eiga konu og börn og komust því sjaldnar í kynni við bakkus en þeir sem einhleypir voru. Við komuna í skólann á fimmtudagsmorgninum mátti sjá stórt bros á 16 einstaklingum, en hjá hinum sem eftir voru, mátti greina smá afbrýðisemi. Þeir virtust hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir væru ekki að fara að sækja eina skemmtilegustu ferð sem farin hefur verið “á vegum skólans”. Eftir hádegi skiptum við hópnum í þrjá bíla sem héldu af stað norður. Þegar við mættum í Borgarnes fengum við þær fréttir að Holtavörðuheiðin væri lokuð sökum ófærðar. Þá var tvennt í stöðunni; taka Laxnadalsheiðina og bæta tveimur tímum við ferðalagið norður, eða taka herbergi í Borgarnesi og halda áfram snemma morguninn eftir. Þriðji möguleikinn var auðvitað að snúa við, halda til Reykjavíkur og hætta við ferðina. Skemmst er frá því að segja að þessi möguleiki kom aldrei til greina. Þetta var svo rætt yfir einum bjór á Hótel Borgarnesi og þar var snögglega ákveðið að halda áfram, keyra Laxnadalsheiðina og vera mættir norður undir kvöldið. Áfram var haldið og reyndist ferðalagið norður hin mesta skemmtun. Við komum í Ytri Vík um klukkan 23:00 á staðartíma og löbbuðu menn mishaltir úr bílunum og inn í hús. Kvöldinu var eytt í pottaspjalli og þambi, sem stóð langt fram undir morgun. Fljótlega upp úr hádegi skriðu menn fram úr, skelltu sér í pottinn og undirbjuggu sig fyrir vísindaferð í Kalda Brugghús. Þar fengu strákarnir höfðinglegar móttökur frá Gunnu og Agnesi en Agnes er jafnframt annar eigandi fyrirtækisins. Gunna fór með okkur í gegnum sögu bjórsins, sem bruggaður er eftir tékkneskri hefð. En þeirra markmið er að búa til vandaðann bjór með miklu bragði, sem frábrugðinn er hefðbundnum bjór. Kaldi er talinn hollur bjór, ógerilsneyddur, án viðbætts sykurs og með engum rotvarnarefnum. En, ritgerð um frábærann bjór Kalda verður að bíða betri tíma. Á meðan Gunna fór í gegnum söguna og verkferlið þeirra hjá Kalda var hún dugleg að tappa á glösin hjá okkur. Það má með sanni segja að jökulkaldur bjórinn, beint af tankinum, hafi runnið vel niður. Þegar stelpurnar sáu fram á að við myndum klára af einum tankinum ef við fengjum að leika lausum hala mikið lengur, vorum við vinsamlegast beðnir um að yfirgefa lóðina sem fyrst. Við héldum aftur í bústaðinn þar sem menn skiptust á skoðunum um ágæti bjóranna sem Kaldi hafði upp á að bjóða, en allir sammæltust um það að heimsóknin hefði verið frábær í alla staði og að Agnes og Gunna hefðu sig frábærlega sem gestgjafar. Þrátt fyrir að vísindaferð í Kalda myndi að öllum líkindum granda meðalmanninum, þá var nóg eftir fyrir verðandi stýrimennina. Við fengum tveggja tíma pásu uppi í bústað og héldum við svo rakleiðis í Háskólann á Akureyri, þar sem Hreiðar Þór (lektor) og Hörður Sævaldsson (aðjúnkt),

Ég tel það öruggt að enginn okkar hefði fengið vinnu á skipum Samherja í náinni framtíð ef við hefðum mætt þangað, í þriðju vísindaferðina þann daginn.

3 2 ko m pá s 2 0 1 5

tóku á móti okkur. Ég efa það ekki að hausinn á ykkur sé hringsólandi eftir að hafa lesið síðustu setningu, en “aðjúnkt” þýðir stundarkennari samkvæmt vísindavefnum. Já, ég gáði. Stjórnendur skólans voru ekki þeir einu sem að tóku á móti okkur, heldur voru nemendur sem stunda nám við sjávarútvegsfræði einnig á staðnum. Þeir gáfu okkur innsýn í námið frá þeirra augum, og ásamt því fengum við flottann fyrirlestur frá Herði og Hreiðari. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þennan hóp gera eitthvað annað en að sitja, drekka bjór og kinka kolli í vísindaferð. Hreiðar og Hörður voru gersamlega kaffærðir í spurningum um námið, þeir fengu varla að klára svörin áður en næsta spurning barst. Þeir höfðu svo á orði hversu ánægðir þeir væru með áhugann sem við sýndum náminu þeirra og vonuðust þeir eftir að fá að sjá okkur fljótt aftur. Matur og drykkur var ekki af skornum skammti á meðan þessari vísindaferð stóð, en í þetta skipti fengum við að smakka á Víking Lager sem kom sér virkilega vel, eftir að hafa verið að drekka þunga og dökka bjóra hjá vinkonum okkar í Kalda. Eftir kynninguna ráku flestir upp stór augu þegar þeir horfðu á hvern pizza sendilinn á fætur öðrum labba inn í Háskólann. Það hafði nefnilega verið farin hópferð í hádeginu sama dag á Greifann til þess að næra sig fyrir allt bjórþambið sem framundan var. Við létum okkur þó hafa það að borða pizzu í annað skiptið þann daginn, en yfir henni sátum við saman og spjölluðum um hitt og þetta, þangað til að birgðir kláruðust. Þarna var fyrst farið að sjá vín á mannskapnum. Við getum þó prísað okkur sæla, því samkvæmt plani átti þriðja vísindaferðin að fara fram hjá


Samherja eftir vísindaferðina í Háskólann, en af óviðráðanlegum orsökum þurfti að hætta við hana. Ég tel það öruggt að enginn okkar hefði fengið vinnu á skipum Samherja í náinni framtíð ef við hefðum mætt þangað, í þriðju vísindaferðina þann daginn. Saklausi stýrimaðurinn, með kurteisislega brosið, fallega greitt aftur og allar tölur áfastar skyrtunni hafði tekið töluverðum stakkabreytingum frá því að hann labbaði út úr bústaðnum í hádeginu. Því ber þó að halda til haga að þrátt fyrir ýktar lýsingar undirritaða, þá hagaði hópurinn sér virkilega vel alla ferðina. En eftir að við komum aftur upp í bústað, hélt fjörið áfram. Frábæri 16+ manna potturinn hélt á okkur öllum hita í týpísku Akureyraveðri á þessum tíma. Þegar kom að því að ferja mannskapinn 30 kílómetra til Akureyrar til þess að fara á fyllerí, kom það í hlut dyggu bílstjórana okkar, Arnmundar og Hauks. Þeir eiga allt hrós skilið fyrir að nenna að vera edrú og skutla okkur á Akureyri, umgangast okkur á pöbbunum og skutla okkur svo aðeins meira fullum heim. Reyndar ákvað

Vestmannabraut 23

Arnmundur að detta í það eitt kvöldið og hefur ekki séð til sólar síðan, en það er efni í aðra bók. Þetta kvöld var frábært og skemmtu sér allir konunglega. Ég tók þann pól í hæðina að fara ekkert ítarlega út í það sem gerðist eftir miðnætti, en til að gefa einhverja heildarmynd af því, þá var yfirleitt flakkað á milli Pósthúsbarsins, Götubarsins og Kaffi Akureyri. Á laugardagsmorgninum var vaknað í kringum 11:00. Sem fyrr var skellt sér í pottinn góða og teknir nokkrir baukar með. Flestir héldu svo til Akureyrar til þess að fá sér að borða. Kemur á óvart, aftur var endað á Greifanum. Þetta pizzublæti virtist engann endi ætla að taka. Eftir það skiptist hópurinn aðeins upp, Eyjamennirnir fóru í heimahús til þess að horfa á ÍBV tryggja sér Bikarmeistaratitilinn í handabolta, á meðan aðrir fóru í heimsókn á Dalvík og restin skellti sér að öllum líkindum aftur í pottinn. Ferð undirritaða tók snögglega U-beygju eftir að ÍBV hafði lyft dollunni, en þá fór hann í það að faðma dolluna í þessu sama heima-

9 0 0 V e s t m a n n a e yj u m

w w w. 9 0 0 g r i l l h u s . i s 2 0 1 5 ko m pá s 3 3


Ákveðinn stýrimaður hringdi í neyðarlínuna úr heita pottinum, til þess að kvarta yfir nöldrinu í tengdamömmu sinni, hinum strákunum til mikillar gleði.

húsi. Deginum og kvöldinu var eytt í það, svo að ekki runnu fleiri bjórar niður þá ferðina, sem endaði þarna á laugardeginum. Strákarnir létu þetta ekki á sig fá, þeir bjuggu um undirritaða og héldu svo áfram sínu striki. Restinni af laugardeginum var svo meira og minna eytt upp í bústað, eftir að hafa tekið allar vísindaferðirnar á einu bretti daginn áður. Það er svosem lítið annað sem ég get skrifað um þennan dag, þar sem ég tók ekki þátt í neinu sem gert var! Strákarnir fóru sem fyrr, út á lífið eftir miðnætti og voru þeir að týnast til baka allt frá klukkan fjögur um nóttina, til klukkan átta um morguninn. Daginn eftir þrifum við húsið og létum okkur hverfa frá Akureyri. Frábærri vísindaferð var lokið, sem heppnaðist vel í alla staði. Sú fleyga setning “Hverjum er ekki drullusama?” reyndist vera einkennisorð þessarar ferðar. Hver lét hana fyrst frá sér breytir svosem litlu, en hún var notuð til þess að svara hinum ýmsu vangaveltum sem litu dagsins ljós eins og t.d. “Það á eftir að þrífa eftir gærdaginn” og “Við misstum af bílunum, við þurfum að taka leigubíl til baka” - Við þessu, sem og öðrum vangaveltum kom yfirleitt alltaf svarið “Hverjum er ekki drullusama?” Atvik ferðarinnar var svo án nokkurs vafa þegar ákveðinn stýrimaður hringdi í neyðarlínuna úr heita pottinum, til þess að kvarta yfir nöldrinu í tengdamömmu sinni, hinum strákunum til mikillar gleði. Það liggur þó beinast við að neyðarlínan tók ekki jafn vel í þetta.

Organic bistro

Tryggvagata 11,Volcano house 511-1118 Mán-Sun 12:00-21:00/ www.fishandchips.is

3 4 ko m pá s 2 0 1 5

Við þökkum Guðrúnu Önnu Snorradóttur, Agnesi Önnu Sigurðardóttur og góða fólkinu frá Kalda sem tók á móti okkur og sáu til þess að við vorum álíka vel smurðir að innan og Volvo Penta vélin út í vélasal. Einnig þökkum við Herði Sævaldssyni, Hreiðari Þór og þeirra nemendum, fyrir frábærann kynningu á Sjávarútvegsfræðinni og möguleikunum sem hún hefur í för með sér. Einnig þakka ég strákunum fyrir frábæra síðustu vísindaferðina mína í þessum skóla. Guðni Freyr Sigurðsson


Eflum Þyrlusjóð! U

m árið 1990 voru hér á landi talsverðar umræður um að kaupa nýrri og öflugri björgunarþyrlu til Landhelgisgæslunnar. Gengust þá forystumenn sjómannasamtaka og stéttarfélaga sjómanna fyrir því að vinna þessu máli fylgi og afla fjár til kaupa á nýrri þyrlu. Frábær þjónusta og færni þyrlusveitar ameríska sjóhersins sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli og fór björgunarleiðangra allt í kringum landið, má segja í hvernig veðri sem var, vakti mikla athygli og sannfærði alla sem fylgdust með öryggismálum sjómanna að mikil nauðsyn væri á að kaupa nýja og öfluga björgunarþyrlu fyrir Landhelgishelgisgæsluna. Störf þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, með frábæran mannskap í hverju rúmi, hafa bjargað mörgum mannslífum. Hefur sveitin veitt íslenskum sjómönnum mikið öryggi um áratugaskeið. Nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík fylgdust að sjálfsögðu ávallt mjög vel með þessum málum og fengu ágæta þjálfun við sömu aðstæður og úti á sjó í umsjá Slysavarnaskóla sjómanna. Stjórn skólafélags skólans ákvað því að söfnun til þyrlukaupa og stofnun björgunarsveitar yrði efld og voru sölulaun merkjasölu, sem var allgóður sjóður, látinn renna til kaupa á tækjum í nýrri þyrlu sem brýnast væri á að fá þar um borð. Sjóðurinn fékk nafnið Björgunarsjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík. Stofnun björgunarsjóðs Stýrimannaskólans í Reyjavík – Þyrlusjóðs, fór fram á árlegum kynningardegi skólans hinn 16. apríl 1988 og með tilliti til meginmarkmiðs sjóðsins, stuðningur við kaup á fullkomnri björgunarþyrlu og útbúnaði þyrlunnar hefur sjóðurinn í daglegu tali verið nefndur þyrlusjóður. Í stjórn þyrlusjóðs skólans voru skólameistari, formaður skólanefndar og formaður skólafélags skólans. Á skólaslitum Stýrimannaskólans árið 1993 var eign þyrlusjóðs skólans langt innan við 500.000 krónur, sem segja má að hafi verið lágmarksfjárhæð til kaupa á dýrum tækjum. Mjög jákvæðar umræðRannveig Tryggvadóttir. ur urðu í lok skólaslita 1998 um stofnun Björgunarsjóðs Stýrimannskólans, sem síðar var nefndur Þyrlusjóður. Ég man vel þegar Rannveig heitin Tryggvadóttir fékk orðið þá var hún einna síðust á mælendaskrá, en þegar Rannveig í lok ræðu sinnar, þar sem hún ræddi um sjómannsbörn og álag á heimili og fjölskyldur sjómanna vegna fjarvista heimilisföður, tilkynnti um 500.000 króna framlag sitt til Þyrlusjóðsins, fór þytur um hátíðarsal Sjómannaskólans. En sjálf var hún dóttir eins af aflasælustu og sóknarhörðustu skipstjórum íslenska togaraflotans, Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns og skipstjóra. Þetta var þvílíkt heiðursframlag að einstakt var og réði öllu um framtíð sjóðsins. Rannveig og maður hennar Örnólfur Thorlacius, skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð, áttu síðan eftir að styðja þyrlusjóðinn með ráð og dáð. Rannveig Tryggvadóttir andaðist hér í Reykjavík 5. febrúar sl. Blessuð sé minning hennar. Hún var stór glæsileg kona sem átti mikla hjartahlýju og vildi öllum vel. Á árunum 1993 til 2003 efldist Þyrlusjóðurinn mikið og gat hann styrkt mörg mikil tækjakaup fyrir þyrlu Landhelgisgæsluna, sem gerðu hana að

Á skólaslitum Stýrimannaskólans árið 1993 var eign þyrlusjóðs skólans langt innan við 500.000 krónur, sem segja má að hafi verið lágmarksfjárhæð til kaupa á dýrum tækjum.

3 6 ko m pá s 2 0 1 5

margfalt öflugra björgunartæki en ella hefði orðið. Ég læt hér fylgja með yfirlit yfir framlög Björgunarsjóðs Stýrimannaskólans í Reykjavík – Þyrlusjóðs til tækjakaupa fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, samtals eru þetta framlög að fjárhæð kr. 32.659.605. Eins og sjá má af yfirlitinu styrkti Björgunarsjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík einnig Slysavarnarskóla sjómanna árið 2001 um kr. 1.500.000. Við söfnun fjár til þessara tækjakaupa sýndu nemendur mikinn dugnað og oft útsjónarsemi. Það er von mín að starf Björgunarsjóðs Stýrimannaskólans í Reykjavík – Þyrlusjóðs- haldi áfram og verði sjóðurinn efldur í framtíðinni. Það er einnig von mín og þeirra sem af alvöru hugsa um öryggi sjómanna á Íslandsmiðum að Björgunarsjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík – Þyrlusjóður verði hér eftir sem hingað til mikilsvert tæki til að efla öryggi sjómanna og þeirra sem starfa að öryggismálum þeirra. Framlag fyrrum nemenda Stýrimannaskólans og þeirra sem stutt hafa sjóðinn er öðrum hvatning til þess að efla sjóðinn til góðra verka og þar með treysta öryggi íslenskra sjómanna í framtíðinni. Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrv. skólameistari Stýrimannskólans í Reykjavík.

P.S.: Ég læt hér fylgja með hluta úr grein vinar míns og fyrrverandi nemanda, Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar, um afrek þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Sigmar gaf góðfúslegt leyfi að greinin verði birt hér ásamt mínu innleggi. Framhald á næstu opnu


Gildi Vinnslustöðvarinnar eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfseminni til að skapa fyrirtækinu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.

Gildin eru ekki orðin tóm heldur raunverulegur leiðarvísir í daglegu starfi. Þau birtast líka út á við með því til dæmis að VSV stuðlaði að því að galopna dyr að sjávarríkinu við Ísland á Vefnum.

Athygli - Effekt

VSV styrkti Erlend Bogason kafara til kaupa á fullkomnum búnaði til myndbandsupptöku í sjó í framhaldi af því að hann myndaði neðansjávar á vegum fyrirtækisins á humarslóð við Eyjar árið 2005. Í framhaldinu notaði Erlendur nýja upptökutækni í tengslum við doktorsverkefni skoska líffræðingsins Heather Philp þegar Vinnslustöðin og Háskóli Íslands sameinuðust haustið 2006 um rannsóknir á atferli, veiðum og vinnslu humars. Heather varði doktorsritgerð sína við HÍ í október 2014.

Hafnargata 2

900 Vestmannaeyjar

sími 488 8000

vsv@vsv.is

vsv.is

Bergur Ve óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann

2 0 1 5 ko m pá s 3 7


Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar Landhelgisgæslan hefur ekki gert mikið til að koma á framfæri afrekum sinna manna undanfarinna ár en í samantekt hjá flugdeild gæslunnar kemur fram að frá árunum 1999 til 2008 eða í 10 ár hafa þyrlurnar bjargað 203 sjómönnum úr sjó eða frá skipum og eru þá meðtaldir þeir sem sóttir hafa verið veikir eða slasaðir um borð í skip á hafi úti.

3 8 ko m pá s 2 0 1 5


Þ

egar fækkun dauðaslysa á sjó ber á góma kemur fyrst upp í hugann Landhelgisgæslan. Landhelgisgæslan á mjög stóran þátt í að bjarga sjómönnum frá alvarlegum slysum og dauða enda hefur hún haft á að skipa frábærum sjómönnum, flugmönnum og flugliðum. Þyrlusveit Landhelgisgæslan hefur unnið ótrúleg björgunarafrek og hefur hróður þyrluáhafna aukist til muna eftir að Landhelgisgæslan fékk stærri og kraftmeiri þyrlur eins TF-LÍF en hún kom til landsins 1995. Landhelgisgæslan hefur ekki gert mikið til að koma á framfæri afrekum sinna manna undanfarinna ár en í samantekt hjá flugdeild gæslunnar kemur fram að frá árunum 1999 til 2008 eða í 10 ár hafa þyrlurnar bjargað 203 sjómönnum úr sjó eða frá skipum og eru þá meðtaldir þeir sem sóttir hafa verið veikir eða slasaðir um borð í skip á hafi úti. Þyrlusveitir gæslunnar hafa því bjargað að meðaltali rúmulega 23 mönnum á ári síðustu 10 árin. Til fróðleiks má nefna að í mars 2004 strandaði Baldvin Þorsteinsson EA á Meðallandssandi, var vindur þá um 50 metrar á sekúndu. Púmaþyrla gæslunnar bjargaði þar 16 sjómönnum við mjög erfiðar aðstæður. Fram kom í blaðaviðtölum við áhöfn þyrlunnar að þótt aðstæður hafi verið mjög erfiðar hafi gengið vel að bjarga mönnunum vegna þess hve góða þjálfun sjómennirnir höfðu fengið í Slysavarnarskóla sjómanna það hafi skipt sköpum. Þá kom einnig fram að nætursjónauki hafi komið að miklum notum í þessari björgun því niðamyrkur var á strandstað. Hér ber að þakka þeim mörgu sem börðust fyrir að fá nætursjónauka í þyrlurnar og að sjálfsögðu þeim sem það styrktu. Einnig sönnuðu þyrlurnar og þau tæki sem þær hafa til umráða ágæti sitt þegar flutningaskipið Wilson Muga strandaði skammt suður af Sand-

gerði í desember 2006 en þar björguðu þyrlur Landhelgisgæslunnar við mjög erfiðar aðstæður 19 sjómönnum úr sjávarháska og þar af sjö sjómönnum af dönsku varðskipi. Í sömu viku, 5. til 10. mars 1997, bjargaði þyrlan TF LÍF hvorki meira né minna en 39 sjómönnum af þremur skipum. Flutningaskipið Víkartindur strandaði við Þjórsárósa 5 mars 1997 en þar bjargaði þyrlan 19 mönnum af skipinu við erfiðar aðstæður og lélegt skyggni. Skömmu áður hafði varðskipið Ægir gert tvær árangurslausar tilraunir til að koma dráttartaug í skipið þar sem það lá vélarvana fyrir akkerum tvo kílómetra frá landi. Varðskipið varð fyrir broti í seinni tilrauninni með þeim afleiðingum að einn skipverji af Ægi fór fyrir borð og drukknaði. Flutningaskipið Dísarfelli fórst 9. mars 1997 er það var statt 100 sjómílur suðaustur af Hornafirði í kolvitlausu veðri og 8 til 10 metra ölduhæð. Þar bjargaði þyrlan 10 sjómönnum en tveir menn fórust. Þann 10 mars 1997 bjargaði þyrlan 10 manna áhöfn netabátsins Þorsteins GK þegar skipið rak vélarvana að landi undir Krýsuvíkurbergi þar sem það síðan strandaði upp í klettunum. Þann 14. Mars 1987 strandaði Barðinn GK norðurundir Dritvík á Snæfellsnesi þar sem hann skorðaðist milli klettana og hallaði 70 til 80° á stjórnborða. Skipbrotsmenn voru allir í þvögu inni í kortaklefa sem er inn af stýrishúsi. Stýrishúsið var opið og gekk sjór þar í gegn og voru mennirnir meira og minna í sjó. Ekki reyndist mögulegt að bjarga mönnunum frá landi þó skipið væri mjög stutt frá björgunarmönnum sem komnir voru á strandstað. Eini möguleiki skipverja var að komast með þyrlu frá borði og sá möguleiki varð sem betur fer að veruleika. Þegar Þyrlan TF- SIF kom á vettvang sást engin hreyfing á mönnum um borð enda gaf sjó yfir allt skipið. Eftir nokkra stund sáust menn í stýrishúsi Barðans. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst áhöfn þyrlunnar að

2 0 1 5 ko m pá s 3 9


Skipið lenti þarna í stórgrýttri urð. Þyrlan kom á vettvang og bjargaði mönnunum en á meðan á björgun stóð gekk sjór yfir skipið þar sem það veltist í fjörunni. Illmögulegt hefði verið að bjarga mönnunum á annan hátt en með þyrlunni.

slaka línu niður að brúardyrum og þannig hífði hún mennina einn í einu upp í þyrluna. Þarna bjargaði áhöfn TF-SIF allri áhöfn skipsins sem töldu níu menn úr bráðum lífsháska þegar ekkert annað gat komið þeim til hjálpar. Þann 20. febrúar 1991 strandaði Steindór GK 101 undir Krísuvíkurbergi. Skipið lenti þarna í stórgrýttri urð. Þyrlan kom á vettvang og bjargaði mönnunum en á meðan á björgun stóð gekk sjór yfir skipið þar sem það veltist í fjörunni. Illmögulegt hefði verið að bjarga mönnunum á annan hátt en með þyrlunni. Þetta eru örfá dæmi um afrek starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Það er verðugt verkefni að taka saman allar bjarganir sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa unnið bæði af sjó og úr lofti. Það eru ekki fá mannslíf sem þessir menn hafa bjargað og oft á tíðum sett sig í lífshættu til þess. Það er rétt að minnast þess að Landhelgisgæslan hefur misst 10 starfsmenn frá 1960 þar af fjóra í flugslysi í nóvember 1983 þegar Þyrlan TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum. Sex hafa látist við skyldustörf á skipunum. Ekki er vafi á því að Landhelgisgæslan og þyrlusveit hennar á mjög stóran þátt í að dauðaslysum á sjómönnum hefur fækkað á síðustu 20 til 30 árum. Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins kom til landsins árið 1971 og hélt af landi brott til Bretlands í september 2006. Þegar hún kvaddi landið kom fram í blaðagreinum að á þeim 35 árum sem hún starfaði hér á landi hafi hún bjargað 300 mannslífum. Ekki er vitað hvað mikið af þeim mönnum

sem bjargað var voru sjómenn en eitt er víst að björgunarsveitin bjargaði mjög mörgum sjómönnum sem voru í bráðri lífshættu. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, fyrrum skipstjóri, stýrimaður og skipaeftirlitsmaður.

SEAFOOD 4 0 ko m pá s 2 0 1 5


Allt til togveiða Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi www.isfell.is • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

2 0 1 5 ko m pá s 4 1


Wftuvswfhvs!21

Trefjar Hafró Ögurvík Kristinn J Friðþjófsson Lloyds Register Fræðslumiðstöð Vestfjarðar 4 2 ko m pá s 2 0 1 5

Faxaflóahafnir Skipstjórafélagið Vísir Aflamark Atlantic fresh Vestmannaeyjabær Net ehf.

Búhamar ehf. Bergur Huginn Godthaab í Nöf Skipalyftan Dodda ehf. Jötunn Sjómannafélag


Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441

Bananar ehf. Launaafl Fjarðanet Sún hf. Brúin Marínó Jónsson ehf. Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Fornubúðir 3 Hafnarfjörður Sími 555 6677 Fax 555 6678

Rammi Geir ehf. Sjómannafélag Eyjafjarðar Fjallabyggð Fiskverkunin Valafell Vélsmiðjan Foss Sólrún ehf. fiskverkun

Ísfélag Þorlákshafnar Veidafaeri.is Samtök dragnótarmanna Potturinn og Pannan Sjávariðjan Fiskmarkaður Íslands Hvalur hf 2 0 1 5 ko m pá s 4 3


Skólakynningar Sjávarklasans

Í

slenski sjávarklasinn hefur undanfarna þrjá vetur heimsótt fjölda skóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og kynnt nemendum 10.bekkjar íslenskan sjávarútveg. Það eru þau Heiðdís Skarphéðinsóttir og Sigfús Ólafur Guðmundsson sem hafa veg og vanda að kynningunum sem hafa mælst sérstaklega vel fyrir enda vilja skólarnir fá þessar heimsóknir ár eftir ár, að sögn Heiðdísar. ,,Markmið kynninganna er að efla áhuga unga fólksins á sjávarútvegnum og sýna þeim hvernig hinar ýmsu náms- og starfsleiðir tengjast þessari spennandi grein. Einnig er farið stuttlega yfir sögu og tækniþróun, helstu fiskitegundir við Ísland og lífverur ásamt því að kynna fyrir þeim hinn nýja sjávarútveg með áherslu á nýsköpun” segir Heiðdís. Kynningarnar eru skólunum að kostnaðarlausu en AVS ranssóknarsjóður í sjávarútvegi og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi styrkja verkefnið. Nú hafa alls um 2.500 nemendur á þremur árum fengið kynninguna og vonir standa til að hægt verði að fara með þær í skóla í öðrum landshlutum von bráðar.

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa úr skipum.

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi einkenna þá þjónustu sem við veitum Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - londun@londun.is 4 4 ko m pá s 2 0 1 5


Goldfinger STEAMING HOT ATMOSPHERE EVERY NIGHT FROM 21:00

The only fully licenced Gentelmens Club in Iceland

Smi冒juvegi Smi冒juvegi 14, 14, 200 200 K贸pavogur K贸pavogur Tel. Tel. 354-571 354-571 8000 8000 -- www.goldfinger.is www.goldfinger.is


Fjarðanet hf Áhersla á þróun nýrra og betri veiðarfæra

S

ífellt er unnið að þróunarstarfi hjá Fjarðaneti og reynt að betrumbæta þau veiðarfæri sem eru í notkun. Fjarðanet hefur undanfarið framleitt nýja gerð af pokum þar sem notaðar eru nýjar línur sem kallast „Quick Line“ sem framleiddar eru af Hampiðjunni. Línurnar eru með lykkjum sem hægt er að nota til að fella á poka og troll. Fyrsti pokinn var framleiddur af Hampiðjunni fyrir Sturlaug H Böðvarsson í samstarfi við Eirík Jónsson skipstjóra og hans menn. Fjarðanet hefur lagt áherslu á að nýta „Quick Line“ línurnar í sína fram- „Quick Line“ línunum á öllu trollinu og var Sturlaugur H Böðvarsson fyrsti leiðslu og framleitt átta poka með þessum línum fyrir sjö íslenska togara togarinn til að nota slíkt troll. T90 tæknin ásamt nýju Quick Line línunum og hafa pokarnir reynst vel. Net- frá Hampiðjunni, fela í sér nýja hugsun og nýja möguleika í hönnun á veiðinu í pokanum er snúið um 90° og arfærum. Fjarðanet hefur lagt áherslu á þróun og nýtingu á T90 tækninni það síðan fellt á þessar nýju línur. og náð þar góðum árangri. Fjarðanet þróaði fyrir nokkrum árum þvernetÚt úr þessu kemur ný gerð af poka stroll, Hemmer T90, þar sem netinu í trollinu er snúið um 90° í öllu trollinu. sem hefur ýmsa kosti í för með sér. Helstu kostirnir eru að minna net fer í trollið, möskvarnir eru opnari og þar Möskvarnir opnast betur sem gefur með betra gegnumstreymi og togmótstaða og olíueyðsla minnkar. betra gegnumstreymi og þar með Þó Fjarðanet sé fyrst og fremst veiðarfæraframleiðandi með alhliða minni togmótstöðu. Pokinn heldur veiðarfæraþjónustu á þremur stöðum í kringum landið (Ísafirði, Akureyri betur lögun sinni og ekki þrengir og Neskaupsstað), rekur Fjarðanet einnig ýmsa aðra þjónustu. Fjarðanet að fiskinum eins og í hefðbundnum er með þjónustu við fiskeldi með rekstri á þvottastöð fyrir fiskeldispoka pokum. Fiskurinn syndir rólegur í og sölu á vörum til fiskeldis. Í Neskaupstað og á Ísafirði rekur Fjarðanet pokanum þegar togað er og kemur skoðunarstöðvar fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Fjarðanet er með þjónustu ferskur og spriklandi inn á dekk. Stærðin á fiskinum er jafnari og minni við verktaka og framkvæmdaaðila með sölu og þjónustu á hífibúnaði og meðafli af smáfiski. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að gæðin á fiskinum tengdum vörum. Á Ísafirði og í Neskaupstað eru saumaverkstæði þar sem aukast, sem er mjög mikilvægt því allt snýst þetta um að koma með sem saumaðar eru yfirbreiðslur og fleira úr PVC segldúk. Að lokum má nefna að verðmætastan afla að landi. Pokinn hefur vakið athygli og er kominn í á Ísafirði er útleiga á veislutjöldum, ásamt borðum og bekkjum. Þjónusta notkun á mörgum skipum. Fjarðanets er því mjög víðtæk. Fjarðanet er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar Fjarðanet hefur síðan tekið skrefið lengra og hannað T90 troll með nýju og vinnur náið með Hampiðjunni.

ROTEX Ágústsson

Vinnslulausnir í allar stærðir skipa Því gæðin skipta máli!

Nýsmíði frá Seiglu

- Aukið geymsluþol í allt að 7 daga - Mun fallegri blær á fiskholdi - Tegunda- og stærðarflokkun - Íslaus lest - Sjálfvirkt lestarkerfi - Mjög góð vinnuaðstaða og meiri sjálfvirkni

4 6 ko m pá s 2 0 1 5

HB Grandi 3 togarar nýsmíði


Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur Bygginatækniskólinn Lotubundið kvöld-og helgarnám (dreifnám) í húsasmíði

Skipstjórnarskólinn Smáskiparéttindi Skipstjórnarnám

Upplýsingatækniskólinn Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Tölvubraut

Meistaraskólinn Allar iðngreinar

Lýsingarfræði Tveggja anna nám

Rekstur og stjórnun Rekstur og fjármál Stjórnun 1

Véltækniskólinn Vélstjórn 750 kW réttindi Rafvirkjun fyrir vélfræðinga

Nánari upplýsingar og innritun á tskoli.is/dreifnam

www.tskoli.is


5ára

*

ábyrgð

Nýr SS4 hleranemi frá Scanmar

Vertu í góðu sambandi! Rafhlöðuending í allt að 700 klst.* Þú ert alltaf í góðu sambandi við nýja SS4 hleranemann frá Scanmar. SS4 gefur þér upplýsingar um marga mismunandi þætti samtímis m.a. • Fjarlægð • Halla (pits og roll) • Dýpi • Hita Stuttur hleðslutími, aðeins 1,5 klst. Stillanlegur sendistyrkur – hefur áhrif á rafhlöðuendingu* Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: scanmar@scanmar.is

www.scanmar.no

thorrisig.12og3.is 450.014

*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu

Profile for Kompás 2015

Kompás 2015  

Kompás 2015  

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded