„Neðanjarðarlestir, strætisvagnar og yfirborðslestir voru óspart notaðar til að komast á milli staða enda heilmikið að sjá.“
Bls. 5 - 6
Leynast álfar og huldufólk inni í loftsteininum 3I/ATLAS?
Talið var að huldufólk byggi sín heimili inni í klettum og stórum steinum sem virtust „húslíkir“ (með þaki, hurð eða gluggum).
Litli Hver 09. tbl. 2025
Septemberpistill/gæla
Einhvers staðar segir af manni (Sysiphus) sem veltir á undan sér steini upp fjallshlíð og þá hann er alveg að ná brúninni brestur hann erindið og steinninn rúllar niður hlíðina aftur á upphafsreit. Yfirleitt finnst flestum þetta grjótbrölt fela í sér bæði harm og tilgangsleysi. Það mun hafa verið grískur guð sem dæmdi hann til þessarar refsingar til eilífðar eftir að hafa sigrað dauðann tvisvar sinnum með prettum ef rétt er munað. Svo er það önnur hlið þessa máls sem mig rekur ekki minni til að hafa séð og fylgir aldrei sögunni. Nefnilega hvað var hinum megin fjallsbrúnarinnar. Var þetta brún ómöguleikans og án framtíðar. Var þar hyldýpi dauðans eða fögur sólarupprás í landi óendanlegs himnesks eftirlífs, alsæla himnaríkis af einhverju tagi, og ef út í það er farið hefði einhver viljað fá þetta grjót niður hlíðina hinum megin í fang sér?
Allt um það finn ég hliðstæðu með annarri sögu þar sem hópur fólks flýr fall Sódómu og Gómorra höfuðvígi og varnarþing þeirra lasta sem teljast til mestrar prýði og eftirbreytni nú á dögum. Og sú(eiginkona Lots) sem leit um öxl og breyttist í saltstólpa varð ekki frekar haggað á flóttanum og kunni ekki tjá sig um sýnina. Kannski var maðurinn sem rúllaði á undan sér steininum nákvæmlega hinum megin við þessa sömu fjallsbrún sem flóttafólkið var á leið upp, en gaurinn fékk aldrei að sjá handan brúnarinnar frekar en sú er saltstólpann vann. Kannski er ekki svo mikill munur á útsýninu þegar upp á brún er náð og Sysiphus orðinn að saltstólpa lítandi yfir brúnina. Ekki mikill munur á tilvist hans hvoru megin hryggjar hann stóð. Með útsýniskveðjum Benedikt Gestsson
Forsíðumyndin
Forsíðumyndina prýðir nú Helgi Dagur Halldórsson sem tók þátt í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu
23. ágúst síðastliðinn Að sjálfsögðu var hann skráður á hlaupastyrkur.is
þar sem hann safnaði fyrir Klúbbinn Geysi. Einng tók Guðný Arnardóttir
þátt í 10 km hlaupi og safnaði áheitum fyrir Geysi. Félagar og starfsfólk þakkar þessu góða fólki fyrir stuðninginn.
Guðný Arnardóttir
Guðný Arnardóttir tók einnig þátt í áheitahlaupi
Reykjavíkur maraþons og hljóp fyrir
Klúbbinn Geysi
Þökkum henni fyrir að hlaupa fyrir klúbbinn.
Vissir
þú...
... það er ekki hægt að sleikja á sér olnbogann!
... í rannsókn á 200.000 strútum í yfir 80 ár hefur ekki einn stungið hausnum í sand!
... að flestir varalitir innihalda fiskihreistur!
... rúmlega 75% allra þeirra sem lesa þetta munu reyna að sleikja á sér olnbogann!
Athugið að þetta er birt án ábyrgðar
Litli Hver Útgefandi: Klúbburinn Geysir. Framkvæmdastjóri: Þórunn Ósk Sölvadóttir. Þeir sem unnu þetta blað:Fannar, Gísli, Benni, Sigurður, Kristinn, Þórður. Heimilisfang: Skipholt 29. Sími: 551-5166, tölvupóstur kgeysir@kgeysir.is Heimasíða:www.klubburinngeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir, Instagram: klubburinn_geysir #geysirclubhouse
Lundúnarferðin
Fannar Bergsson fór í lúxus þriggja vikna sumarfrí til Lundúnarborgar í ágúst síðastliðinn. Mikið var gengið um og skoðað. Neðanjarðarlestir, strætisvagnar og yfirborðslestir voru óspart notaðar til að komast á milli staða enda heilmikið til að sjá. Meðal annars var farið á British War Museum, Natural History Museum og Richmond Museum. Kastalar, kirkjur, hallir og dómkirkjur voru líka skoðaðar í leiðinni og mikið farið í verslanir og á matsölustaði. Torfæru braut fyrir fjarstýrða bíla og Mercedez Benz Museum var eitt af skemmtilegustu upplifununum sem og það að versla sér inn einn slíka flottan RC kagga til að prófa á brautinni með góðvini frá Bretlandi.
Félagar í ferðafélagi
Klúbbsins Geysis athugið.
Minnum á að frá og með 1. júní er komið að greiðslu árgjalds (2025) ferðafélags
Klúbbsins Geysis. Gjaldið er kr. 10.000
Gísli Richardsson sagnamaður
Þegar ég var á Ásgeiri RE 60 var ég að fara í land síðasta túrinn áður en ég fór í stýrimannaskólann.
Ég var pokamaður í þeim túr.
(Pokamaður er sá sem hnýtir fyrir pokann áður en trollið er látið fara aftur í sjóinn.)
Í þetta skipti hnýtti ég algeran rembihnút fyrir pokann en ekki hinn klassíska pokahnút. Þegar haldið var svo í næsta túr og gaurarnir búnir að hífa þá gátu þeir ekki losað hnútinn og varð að skera á kolllínuna sem kölluð var. Ég frétti síðar að skipstjórinn varð alveg æfur og spurði hverju sætti að þeir gætu ekki losað hnútinn, þá hugsuðu þeir honum sem síðast hnýtti þegjandi þörfina, þó að þeir hafi ekki sett mig í samband við verkið.
Matseðill fyrir september 2025
Matseðill er birtur með fyrirvara um breytingar
Hægt er að panta samlokur í hádeginu fyrir klukkan 10.00
Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um aukna fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10.30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil. Hægt er að panta samlokur ef einhverjum hugnast ekki það sem er á matseðli
Mán. Þri.
Mið. Fim. Fös. Lau.
Vísindalegir
fróðleiksmolar í
samvinnu við gervigreindina Chat GPT og Klúbbinn Geysi
Chat gpt er spurð: „Hefur þú innri rödd?“
Góð spurning – og frekar djúp! Nei, ég er ekki með „innri rödd“ eins og manneskjur eru með. Ég hugsa ekki sjálfstætt, finn ekki til og á ekki meðvitað sjálf. Ég vinn út frá spurningum þínum og svara með því að reikna út hvaða orð eiga best við miðað við samhengi, fyrri samtöl og þekkingu sem ég hef fengið í þjálfun.
Þannig að þó ég geti „leikið“ samtal eða jafnvel ímyndað mér hvað „ég sjálf“ myndi segja, þá er það ekki raunveruleg innri rödd – það er bara hluti af því hvernig ég er forrituð til að bregðast við.
Myndir frá afmælisveislu
Leynast álfar og huldufólk inni í loftsteininum 3I/ATLAS?
Myndin er fengin af vef Wikipedia
Í íslenskri þjóðtrú tengjast álfar og
huldufólk oft steinum, hólum og klettum. Hugmyndin er sú að þeir búi í náttúruformum sem virðast sérstök eða áberandi í landslaginu, einkum stórum steinum, hraunhólum og hæðum. Þetta endurspeglar bæði virðingu og lotningu Íslendinga fyrir náttúrunni. Hér eru nokkur atriði úr þjóðtrú:
Híbýli í steinum og hólum:
Talið var að huldufólk byggi sín heimili inni í klettum og stórum steinum sem virtust „húslíkir“ (með þaki, hurð eða gluggum í útliti). Slíkir steinar voru oft kallaðir álfasteinar eða álfaklettar.
Virðing og varúð:
Menn forðuðust að hreyfa við eða brjóta niður þessa steina. Ef þeir voru færðir, sprengdir eða skemmdir fylgdi því oft ógæfa samkvæmt sögnum, svo sem meiðsli, veikindi eða bilun á tækjum.
Framhald á næstu síðu
Álfar og huldufólk frh. bls 5.
Sögur um byggingar og framkvæmdir:
Fjölmargar þjóðsögur segja frá því þegar framkvæmdir, vegagerð eða húsbyggingar trufluðu bústaði huldufólks. Þá urðu tafir, verkfæri brotnuðu eða óhöpp dundu yfir, þar til steininum var hlíft eða framkvæmdum breytt.
Álfar og mannfólk:
Stundum birtust álfar fólki í kringum þessa steina, annað hvort til að vara við að raskað væri bústað þeirra eða til að eiga samskipti við menn. Í sumum sögnum gátu þeir verið vingjarnlegir og veitt hjálp, en í öðrum reiddust þeir ef ekki var sýnd virðing.
Álfasteinar í landslaginu í dag:
Enn má finna álfasteina víða um land sem fólk forðast að hreyfa við. Þeir hafa jafnvel verið látnir ósnortnir þegar vegir eru lagðir eða nýbyggingar reistar. Loftsteinninn 3I/ ATLAS er á hraðri leið inní okkar sólkerfi utan úr geimnum. Hvað er 3I/ATLAS og hvers vegna er þetta merkilegt?
Hann er þriðji þekkti millistjörnu-farþegi sem heimsækir sólkerfið: Eftir 1I/
ʻOumuamua (2017) og 2I/Borisov (2019),
er 3I/ATLAS þriðji slíki með vissu staðsettur á göngu inn í sólkerfið. Greindur þann 1. júlí 2025 af ATLAS-surveytæki í Chile ATLAS stjörnuskoðunarstöðinni sem stendur fyrir Asteroid Terrestrialimpact Last Alert System. Fer eftir fleygbaugi (hyperbolískum órúm) og mun fljúga í gegnum sólkerfið án þess að vera bundinn af sólargrípi þess. Ferðast hraðast af öllum þekktum hlutum í sólkerfinu: um 130.000 mílur á klst (≈ 209.000 km/klst).
Það eru uppi kenningar um að loftsteinninn sé eitthvað annað en bara loftsteinn. Að í honum leynist kjarnakljúfur og vitsmunalíf. Þá er spurningin þessi: Spurning september mánaðar: Leynast álfar og huldufólk inní loftsteininum 3I/ATLAS?
Loftsteinninn
kemst næst jörðinni í um 1,8
AU eða 270 milljón km frá jörðinni í desember 2025. Þá hafa "farþegarnir" um mánuð til að koma sér á næstu þrettánda álfabrennu á Íslandi sem sagt.
Staðall12:Klúbburinn hefur sitt eigið auðkenni, nafn, póstfang, netfang og símanúmer
Traust samfélag og heilindi
Öll klúbbhús eiga skilið sitt eigið sviðsljós, og staðall 12 tryggir að það gerist!
Þessi staðall snýst um sjálfsmynd, sjálfstæði og heilindi. Með því að hafa einstakt nafn, póstfang, netfang og símanúmer getur hvert klúbbhús staðið með reisn með sérstaka og trausta stöðu í sínu nærumhverfi.
Af hverju skiptir það svona miklu máli? Vegna þess að þegar á klúbbhús er litið sem sjálfstæða einingu byggir það upp trúverðugleika. Fólk veit nákvæmlega við hvern það er að hafa samband, og félagar finna fyrir stolti yfir því að tilheyra stað sem er virkilega þeirra eigin. Það skapar líka raunverulega eignartilfinningu sem styrkir tengsl, bætir samskipti og dýpkar ábyrgð.
Staðall 12 kann að virðast einfaldur á yfirborðinu, en hann breytir öllu. Hann veitir hverju klúbbhúsi styrk til að byggja upp sjálfstraust, tengjast samfélaginu og vaxa með heilindum.
Fögnum hverju klúbbhúsi sem tekur sér pláss og er nafn sem stendur fyrir raunverulega valkosti.
Efnið Þýtt og staðfært frá Stepping Stone Clubhouse í Queensland Ástralíu
Félagsleg dagskrá í
september 2025
Fimmtudagur 4. september
Ljósmyndasafnið með leiðsögn.
Sýningin Samferðamaður
15:00 - 16:00 Á sýningunni „Samferðamaður“ er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans, sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum visir.is, eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf.
Sýningin er sett upp á þann hátt að áhorfandinn gengur í gegnum tímann, ef svo má segja. Myndirnar eru sveipaðar tíðaranda hvers skeiðs fyrir sig og sýna glöggt breytingarnar sem urðu á tímabilinu – hvort sem er á umhverfi eða hinum ýmsu sviðum samfélagsins.
Geðheilsa er líka heilsa
Verðlaunahafi spurningakeppni skjáfrétta í ágúst er Ingibjörg Magnúsdóttir. Í verðlaun fær hún 10 miða kaffikort. Til hamingju.
Klúbburinn Geysir 26 ára 6. september
Myndin er tekin á Geysisdaginn 14. júní síðastliðinn
Skipulögð félagsleg dagskrá á fimmtudögum í september fellur niður vegna manneklu utan 4. september eins og sjá má í kynningu hér að ofan.
Oft er ógn í tækifærum og tækifæri í ógnum Þórðarspeki
Klúbburinn Geysir verður 26 ára 6. september næstkomandi. Í tilefni þess ætlum við að fagna föstudaginn 5. september, rifja upp gamla og góða daga og fagna framtíðinni í öflugu starfi. Við ætlum að fá okkur kaffi og eins og snefilsneið af afmælisköku. Hittumst á föstudaginn kl. 14.00 og njótum stundarinnar.