Kjolfesta 2 tbl 2017

Page 9

Fjölbreyttir möguleikar hjá Starfsmennt Starfsemi Fræðslusetursins Starfsmenntar gekk vel á árinu 2016 og jókst aðsókn í nám og námskeið til muna, auk þess sem rekstur komst í fastari skorður eftir flutninga og kerfisbreytingar. Skráningar í nám voru 3776 sem er 88% aukning frá fyrra ári en fjöldi skráninga var þá 2011. Þessi munur sýnir að nýr vefur Starfsmenntar og skráningarkerfi sem tekið var í notkun 2014 hefur skilað tilætluðum árangri. Rafræn sjálfsafgreiðsla hefur fengið jákvæð viðbrögð og þótt auðveld og aðgengileg. Þátttaka jókst í stofnananám en dróst lítillega saman í almennum opnum námskeiðum sem voru mörg hver endurskoðuð.

Vaxtarsprotar til framtíðar Heildarútgjöld ársins lækkuðu á milli ára og voru um 112 milljónir en árið á undan ríflega 117 milljónir. Til samanburðar má geta þess að Starfsmennt var stærst árið 2014 með útgjöld rúmlega 135 milljónir og rekstur í jafnvægi. Rekstrarafgangur var á árinu og sértekjur vegna náms aldrei hærri eða um 28 milljónir. Fleiri þátttakendur koma nú en áður frá sveitarfélögum og stéttarfélögum utan aðildar að Starfsmennt, en aðsókn SFR félagsmanna heldur áfram að minnka eða úr 46% árið 2015 í 41% árið 2016. Árið 2016 felur því í sér marga

vaxtarsprota þar sem ný verkefni voru gangsett, önnur verkefni endurskoðuð og samstarf aukið við ytra umhverfi m.a. vegna skipulagsbreytinga á framsetningu náms fyrir fullorðna.

Fleiri vilja samstarf um nám Þátttaka í stofnananám jókst á árinu og fleiri stofnanir sóttust eftir að setja upp nám í samstarfi við Starfsmennt. Þáttur starfstengds náms af heildarútgjöldum þjónustuliða hækkar hlutfallslega úr 42% í 50% milli ára. Starfsmennt kynnti vefinn og námsframboð víða og það skilaði sér í aukningu á svokölluðum farandfyrirlestrum sem eru sérsniðnir að þörfum stofnana sem styttri fræðsla. Lengra stofnananám var haldið hjá Isavia, Fríhöfninni, Tollstjóra og Járnsíða var endurvakin. Nám fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja var sett upp í samstarfi við þrjú sveitarfélög og námsleiðin kynnt á sameiginlegum fundi forstöðumanna.

Mjög góð þátttaka var í félagsliðabrú og launaskólann en nánast engin á skrifstofubraut. Ný verkefni voru undirbúin eins og nám fyrir vaktavinnufólk, bókara, atvinnubílstjóra ásamt verðandi læknariturum og stutt var við innleiðingu jafnlaunastaðalsins með námskeiðum, ráðgjöf og þátttöku í tilraunaverkefni.

Fjarkennsla eykst Mörg almenn námskeið sem haldin eru í samstarfi við aðra fræðsluaðila voru endurskoðuð s.s. mannauðstjórnunarnám, nám fyrir stuðningsfulltrúa, verkefnastjóra og þjónustunámskeið fyrir framlínustarfsmenn. Aðsókn í fjarkennt tölvunám jókst ásamt starfstengdum tungumálanámskeiðum og námi fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum. Vegur fjarkennslu jókst til muna og þróaðar voru leiðir til að bjóða upp á fjarkennslu og vefnám sem víðast.

„ „Á ég að gera það … fræðsludagur starfsmanna íþróttamannvirkja

Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu stendur fyrir fræðsludegi fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja innan félagsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þriðjudaginn 30. maí kl. 11-15. Jafnframt er öðrum sem starfa við íþróttamannvirki, sem og yfirmönnum, boðið að skrá sig til þátttöku. Tímasetning þessi miðar að því að þeir sem þurfa um lengri veg að fara hafi möguleika á að sækja viðburðinn. Fyrirlestrar verða um þjónustu og þjónustulund, öryggisgæslu og hvernig sér ferðamaðurinn sundstaði og útvistarsvæðin með augum sínum.

Skráning er á heimasíðu Kjalar www.kjolur.is.

• 9 •


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.