Page 1

Kjölur stéttarfélag • Skipagötu 14 • 602 Akureyri • Sími 525 8383 • www.kjolur.is • Mars 2017 • 2 . tölublað • 13. árgangur

Aðalfundur og starfsemi


Mörg verkefni á starfsárinu 2016 Félagsstarfið hefur gengið með ágætum frá síðasta aðalfundi sem haldinn var 17. mars 2016. Stjórn Kjalar hélt sjö fundi á liðnu starfsári, auki vinnufundar með öðrum bæjarstarfsmannafélögum sem getið er hér annars staðar í blaðinu. Félagsfundir voru haldnir í Borgarnesi og á Sauðárkróki síðastliðið vor þar sem m.a. var farið yfir starfsmatið sem er í gildi hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Morgunverðar- og hádegisfundur var haldinn á Akureyri í janúar sl. þar sem rætt var vítt og breitt um félagið og starfsemi þess. Þá hefur formaður fundað með fjölda félagsmanna vegna þeirra mála sem varða veikindarétt, orlofstöku, starfslok og samskipti á vinnustöðum.

Stjórnarfólk á fundi á skrifstofu félagsins á Akureyri. Frá vinstri: Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir, Hulda Magnúsardóttir, Árni Egilsson, Kristín Sigurðardóttir, Arna Jakobína Björnsdóttir, Ingunn Jóhannesdóttir og Bára Garðarsdóttir.

Kjaramálin Í kjarasamningum Kjalar sem gerðir voru í nóvember 2015 er ákvæði sem opnar á endurskoðun þeirra, verði kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sagt upp. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur ákveðið að segja ekki upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að sinni. Því er ljóst að þetta ákvæði verður ekki virkt og samningar Kjalar standa óbreyttir, að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Komi ekki til uppsagna samninga þá gildir kjarasamningur Kjalar til loka marsmánaðar 2019.

Nýja starfsmatið kynnt Arna Jakobína Björnsdóttir og Árni Egilsson, formaður og varaformaður Kjalar, eiga bæði sæti í framkvæmdanefnd um starfsmat sem hefur fundað á hálfsmánaðar fresti í allan vetur. Nefndin hefur að auki farið í ferð um landið til að kynna verkferla og starfsmatskerfið sjálft fyrir sveitarfélögum og stéttarfélögum en allflestir viðsemjendur Sambands íslenskra sveitarfélaga eru aðilar að sama starfsmatskerfinu og mynda sameiginlega nefnd um það. Á starfsárinu var gengið frá kjarasamningi vegna tónlistarkennara á Akureyri en samningaviðræður lágu niðri í nokkurn tíma þar sem hann fylgir í megindráttum kjarasamningagerð Félags tónlistarkennara.

Nýir stofnanasamningar framundan Stofnanasamningar við ríkisstofnanir voru gerðir og gilda frá 1. janúar 2017. Í þeim voru ekki gerðar veigamiklar breytingar

Útgefandi: KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Skipagata 14 Pósthólf 75 602 Akureyri Sími: 525 8383 Fax: 525 8393 kjolur@kjolur.is www.kjolur.is

en þó mismiklar eftir stofnunum. Mesta breyting var í stofnanasamningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem fjórir samningar voru gerðir að einum. Á vormánuðum hefst síðan vinna við nýja stofnanasamninga sem eiga að gilda frá 1. júní 2017. Þar verður tekin upp ný launatafla og allt stokkað upp. Haldin verða námskeið í aðdraganda samningavinnunnar. Formaður Kjalar kemur fram fyrir hönd félagsins í öllum nefndum og með honum starfa trúnaðarmenn á viðkomandi stofnun.

Endurnýjun framundan í stjórn Þetta er síðasta starfsár stjórnarinnar en meirihluti hennar gefur kost á sér til áframhaldandi starfa. Af stjórnarsetu láta Bára Garðarsdóttir sem hefur verið í stjórn frá stofnun Kjalar árið 2004, Hulda Magnúsardóttir sem verið hefur fulltrúi fyrir Siglufjarðardeildina og Jórunn Gunnsteinsdóttir úr Borgarfjarðardeild sem hefur verið varamaður, en þeir eru boðaðir á alla fundi. Báðar komu þær inn í stjórnina árið 2008. Nýr varamaður er Ómar Örn Jónasson úr STAK-deild. Nýir stjórnarmenn eru Elfa Björk Skúladóttir úr FosHún deild og Lilja Rós Aradóttir úr Siglufjarðardeild. Öllu því góða fólki sem gegnt hefur störfum trúnaðarmanna, nefndarmönnum, stjórn og starfsmanni þakka ég innilega fyrir allt samstarfið. Sérstakar þakkir færi ég Báru, Huldu og Jórunni sem hverfa úr stjórninni og óska þeim velfarnaðar á sínum vettvangi. Akureyri 12. mars 2017 Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður

Ritnefnd: Brynja Sigurðardóttir Haraldur Tryggvason Kristín Sigurðardóttir

Umsjón: Athygli - Jóhann Ólafur Halldórsson

Forsíða: Svarfaðardalur Ljósmynd: Friðrik Vilhelmsson

Merking: Fjölsmiðjan á Akureyri

Ábyrgðarrmaður: Arna Jakobína Björnsdóttir

• 2 •

Prentvinnsla: Ásprent

Starfsmenn skrifstofu KJALAR: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður jakobina@kjolur.is Margrét Árnadóttir, fulltrúi margret@kjolur.is


Tillögur til aðalfundar Stjórn Kjalar ákvað á fundi þann 20. mars 2017 að leggja eftirfarandi tillögur fyrir aðalfund félagins þann 29. mars:

Tillaga um félagsgjöld: Stjórn Kjalar stéttarfélags leggur til að félagsgjöld verði óbreytt frá því sem nú er þ.e.a.s. 1% af öllum launum.

Tillaga um gjald í Vinnudeilusjóð: Stjórn Kjalar stéttarfélags leggur til að gjald í Vinnudeilusjóð verði 4% af félagsgjaldi að frádregnum gjöldum til BSRB.

Tillaga um gjald í Áfallasjóð: Stjórn Kjalar stéttarfélags leggur til að gjald í Áfallasjóð verði 0,5% af félagsgjaldi að frádregnum gjöldum til BSRB.

Tillaga um framlag úr Orlofssjóði til félagssjóðs: Stjórn Kjalar stéttarfélag leggur til að Orlofssjóður greiði 7% af orlofssjóðsgjöldum til félagssjóðs til að mæta kostnaði af rekstri orlofssjóðs.

Tillaga um félagsgjald starfsmanna sem starfa á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna: Stjórn Kjalar stéttarfélags leggur til að þeir embættismenn sem starfa á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og eru án kjarasamnings fái aðild að félaginu. Félagsgjald verði 2,11% sem skiptist í alla sjóði félagsins eftir ákvæðum þeirra þar um.

Mannauðssjóður Kjalar 2016

Útgreiddir styrkir tæpar 11 milljónir króna Í mannauðssjóð greiða allir launagreiðendur og viðsemjendur Kjalar. Að auki eru félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem starfa hjá Akraneskaupstað, ýmsar stofnanir og Seltjarnarnes. Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til: a) sveitarfélaga, stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn, b) Kjalar stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar c) verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að. Tekjur Mannauðssjóð námu á síðasta ári kr. 12.886.911 og voru vextir kr. 523.764. Greiddir voru út styrkir að fjárhæð kr. 10.839.105. Umsýslukostnaður var kr. 908.150. Eftirtaldir styrkir voru veittir úr Mannauðssjóði Kjalar á árinu 2016: Akraneskaupstaður Styrkur vegna fræðsluáætlunar fyrir félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar vorið 2016. Bókasafn Akraness, vegna þátttöku í Landsfundi bókasafna dagana 29.-30. sept. 2016. Borgarbyggð Grunnskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi vegna ferðar til Boston 22. til 26. nóvember 2016. Dalvíkurbyggð Styrkur til íþróttamiðstöðvar Dalvíkur-

Skin og skúrir í Borgarfirði.

byggðar vegna náms- og kynnisferðar til Gautaborgar og Kaupmannahafnar dagana 16. til 18. mars 2016. Leikskólarnir Kátakot og Krílakot; námsferð til Minneapolis 30. apríl til 4. maí 2016. Árskógarskóli vegna ferðar til Brighton 4. til 8. maí 2016. Dvalarheimilið Dalbær vegna verkefnisins „fræðslustjóri að láni“ fyrir félagsmenn Kjalar stéttarfélags. Akureyrarbær Náms- og kynnisferð starfsfólks Naustaskóla til Stokkhólms dagana frá 18.-23. apríl 2016. Sundlaug Akureyrar. Styrkur vegna vinnufundar um stefnumótun fyrir vinnustaðinn. Ráðgjafi að láni vegna starfsmanna í grunnskólum Akureyrar til þróunarvinnu á námsleiðinni „Að vera hluti af heild“. Grunnskólar Akureyrar vegna fræðsluáætlunar starfsmanna. Námskeiðin „Að vera hluti af heild“ haldin haustið 2015 til 2016. Öldrunarheimili Akureyrarbæjar. Náms- og kynnisferð til Danmerkur fyrir félagsmenn sem starfa við félagsþjónustu.

• 3 •

Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar. Styrkur vegna heimsóknar á Austurland. Seltjarnarnes Skólaheimsókn til Skotlands. Styrkur vegna félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkur 21. til 26. október 2016. Sveitarfélagið Skagafjörður Styrkur fyrir allar stofnanir vegna námskeiðahalda í kjölfar verkefnisins „Ráðgjafi að láni“. Styrkur til að halda skyndihjálparnámskeið hjá heimaþjónustu og málefnum fatlaðra. Styrkur til leikskólanna Birkilundar og Tröllaborgar vegna ferðar starfsmanna til Brighton 15. til 19. júní 2016. Fjallabyggð Vegna námskeiðs flokksstjóra vinnuskóla, haldið í júní 2016. Húnaþing vestra Styrkur vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna í stjórnsýslu til Bautzen í Þýskalandi 20. apríl til 23. apríl 2016. Skagabyggð Námsferð starfsfólks Höfðaskóla á Skagaströnd til Brighton í Englandi dagana 6. til 10. júní 2016.


Samkomulag um lífeyrismál svikið Alþingi lögfesti á Þorláksmessu frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það eru vonbrigði að Alþingi hafi kosið að gera ekki þær breytingar sem BSRB kallaði eftir á frumvarpinu heldur breyta lögum um lífeyrisréttindi félagsmanna bandalagsins án þess að ná sátt um þær breytingar. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og nú Alþingi, að standa ekki við þetta grundvallaratriði samkomulagsins. Með lögunum er bakábyrgð launagreiðenda afnumin fyrir þá sem ekki eru orðnir 60 ára. Í þeirri bakábyrgð voru fólgin verðmæti sem ekki eru á nokkurn hátt bætt með þeim lagabreytingum

sem Alþingi hefur samþykkt. Við þetta gerir BSRB alvarlegar athugasemdir. Ein af forsendunum fyrir því að bandalagið tók þátt í þessari vinnu var að öll áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar.

Verkefninu er ekki lokið Alþingi hefur samþykkt þessar veigamiklu breytingar á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna án þess að ná sátt um þær breytingar meðal bandalaga opinberra starfsmanna. Því er ljóst að verkefninu er ekki lokið. BSRB mun því halda áfram að vinna að framgangi þessa máls

„Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður.“

Höfundur er Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

til að tryggja þau réttindi sem Alþingi hefur afnumið með lögum. Þá er augljóst að þetta verklag mun hafa neikvæð áhrif á samskipti bandalagsins við stjórnvöld. Í ljósi niðurstöðu Alþingis mun BSRB, eins og önnur bandalög opinberra starfsmanna, eðlilega kanna réttarstöðu sinna félagsmanna og ákveða hvort tilefni sé til málshöfðunar. Niðurstaðan úr þeirri vinnu liggur ekki fyrir.

Traustið glatað Ein af afleiðingum þess að stjórnvöld ákváðu að standa ekki við það samkomulag sem gert var við opinbera starfsmenn er að traust milli bandalaga opinberra starfsmanna og stjórnvalda er rofið. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Ætli stjórnvöld sér að ná einhverjum árangri í samvinnu með opinberum starfsmönnum er fyrsta skrefið í því að vinna upp glatað traust að standa að fullu við það samkomulag sem gert var um lífeyrismál. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera slíkar breytingar vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann.

• 4 •


Kvöldsól við Húnaflóa.

Fræðslujóður Kjalar 2016

Örnámskeið og stuðningur við starf trúnaðarmanna Hlutverk Fræðslusjóðs Kjalar er að styrkja einstaklinga til náms og starfsþróunar. Alls var úthlutað styrkjum að upphæð kr. 6.699.621 úr sjóðnum á síðasta ári. Þar af var ráðstafað kr. 976.316 vegna ríkisstarfsmanna sem Þróunar- og símenntunarsjóður síðan endurgreiddi til Fræðslusjóðs. Um var að ræða sérstaka starfsþróun félagsmanna sem sá sjóður er að styrkja sérstaklega. Meðal annarra verk-

efna sjóðsins á árinu voru svokölluð örnámskeið fyrir félagsmenn á Norðurlandi vestra og í Borgarnesi. Heildarinnkoma í Fræðslusjóð nam á síðasta ári kr. 15.324.783 en í sjóðinn renna 0,4% af launum. Samþykkt var að taka til hliðar fjórðung heildarinnkomu vegna kostnaður við trúnaðarmenn, eða kr. 3.947.892 þús. Alls voru greiddar út 1.600.000 þús. vegna umbunar og vegna námskeiðs-

kostnaðar 1.159.892 þús. Kostnaður við umsýslu var kr. 1.581.052. Samþykktar voru eftirfarandi reglur um skiptingu sjóðsins: A - Að 40% til 70% verði nýtt til þóknunar og umbunar fyrir trúnaðarmenn. B - 10% til 30% verði nýtt til að greiða kostnað vegna fræðslu fyrir trúnaðarmenn, þar á meðal ferða- og dvalarkostnað. C - 0% til 15% verði nýtt til að mæta kostnaði við trúnaðarmannafundi, þar á meðal ferða- og dvalarkostnað D - 0% til 15 % verði nýtt til að mæta umsýslukostnaði, t.d. kostnaði vegna starfsmanns sem sinnir trúnaðarmönnum. Vegna kosningar nýrra trúnaðarmanna var ákveðið í kjölfarið að þeir fái peysur frá 66N en þeir sem höfðu starfað á fyrra kjörtímabili fái gjafakort að upphæð 32.000 kr. Allan námskeiðskostnað greiðir þessi hluti en veitingar á fundum greiðir félagssjóður.

• 5 •


Stéttarfélög í heimi breytinga og nýrrar tækni Stéttarfélög þurfa að vera óhrædd við að breyta hlutunum, snúa þeim sér í hag, hafa trú á stafrænu framtíðinni og nota réttu verkfærin. Þetta var meðal áhersluefna sem fram komu á NTR ráðstefnu í Færeyjum í apríl í fyrra en ráðstefnuna sótti Arna Jakobína Björnsdóttir fyrir hönd Kjalar stéttarfélags ásamt þeim Kristínu Sigurðardóttur og Ingunni Jóhannesdóttur stjórnarkonum Kjalar. Ráðstefnuna sóttu stjórnarmenn aðildarfélaga NTR og var umfjöllunarefnið helgað því hvernig stéttarfélög á Norðurlöndunum geti brugðist við áskorunum dagsins í dag og þróað sig til framtíðar. Tækniþróun er ör og hefur hún áhrif á starf stéttarfélaga, líkt og annarra félaga, fyrirtækja og raunar einstaklinga einnig.

Nýja iðnbyltingin Stéttarfélög standa mörg hver frammi

fyrir að berjast fyrir félagslegum breytingum samhliða tölvu- og tæknibyltingunni. Í ávarpi sínu líkti hann tæknibyltingunni við iðnbyltinguna á sínum tíma og sagði stéttarfélögin bæði þurfa að vera opin og þora að opna á breytingar. fyrir fækkun félagsmanna og spyrja sig því þeirrar spurningar hvernig hægt sé að bregðast við. Færri ganga í stéttarfélög í dag en áður, atvinnuleysi er meira en var, samkeppni knýr einnig á um breytingar og útvistun á verkefnum. Tölvu- og tæknivæðing leiðir af sér verulegar breytingar og kom fram á ráðstefnunni að í dag eru um fjórir milljarðar starfa í heiminum og því er spáð að helmingur þeirra hverfi vegna tæknivæðingar fyrir árið 2025! Meðal þeirra sem fluttu ávarp á ráðstefnunni var Bo Dahlbom, prófessor við Háskólann í Gautaborg. Hann er þekktur

Þróuninni snúið við í Svíþjóð Sagt var á ráðstefnunni frá Vision stéttarfélaginu í Svíþjóð sem stóð frammi fyrir samfelldri fækkun félagsmanna sinna í 20 ár. Þeirri þróun náði félagið að snúa við árið 2011 og nú fjölgar félagsmönnum á ný. Meðal þess sem gert hefur verið er að höfða til ungs fólks á vinnustöðum, fá það inn í trúnaðarmannahópana og leita nýrra félaga markvisst meðal háskólamenntaðra og nýrra á vinnumarkaði. Vison lagði einnig áherslu á fjölbreytt tilboð til félagsmanna og á þann hátt tókst að halda félögum betur en áður.

Ég er ekki vél! Framtíðin í atvinnulífinu var umfjöllunarefni Vision samtakanna á ráðstefnu þeirra í Malmö í Svíþjóð dagana 29. september - 2. október sl. Á ráðstefnunni var fjallað um vinnustaðinn og hvernig gera megi hann manneskjulegri, ef svo má að orði komast. Formaður Kjalar stéttarfélags, Arna Jakobína Björnsdóttir

sótti ráðstefnuna fyrir hönd félagsins. Á heimasíðu Vision-samtakanna, vision.de, má meðal annars sjá tónlistarmyndband sem kynnt var á ráðstefnunni en það var unnið út frá slagorðinu „Ég er ekki vél“. Þessi yfirskrift er engin tilviljun því með henni er vísað í að sífellt er verið að tæknivæða störf, þróa vélmenni sem

Fylgst með framsögum og umræðum.

Verðlaun voru veitt á ráðstefnunni til vinnuveitanda í Svíþjóð sem þótti hafa skarað fram úr í mannréttindum á landsvísu.

• 6 •

vinna með fólki og þannig má áfram telja. Með öðrum orðum er tæknivæðingin farin að hafa æ meiri bein áhrif á starfsumhverfi fólks. Þá voru við þetta tækifæri veitt verðlaun til vinnuveitanda í Svíþjóð sem þótti hafa skarað fram úr í mannréttindum á landsvísu. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár til vinnuveitanda sem lagt hefur áherslu á mannréttindi í starfsemi sinni, stuðlað að fjölbreytileika og spornað við mismunun á vinnustað.


Stjórn kosin til næstu þriggja ára Á komandi aðalfundi Kjalar stéttarfélags ber að kjósa stjórn félagsins til næstu þriggja ára. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu láta tveir stjórnarmenn nú af því starfi en aðrir aðalfulltrúar í stjórn gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Í framboði til stjórnar til næstu þriggja ára eru: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður vinnustaður: skrifstofa Kjalar Árni Egilsson, meðstjórnandi, vinnustaður: Skagafjarðarveitur, Skagafjarðardeild Elfa Björk Skúladóttir, meðstjórnandi, vinnustaður: bæjarskrifstofurnar á Blönduósi, FOSHún deild Hólmfríður Jónsdóttir, meðstjórnandi, vinnustaður: Dalbær Dalvík, Dalvíkurbyggðardeild Lilja Rós Aradóttir, meðstjórnandi, vinnustaður: Leikhólar, Fjallabyggð, Siglufjarðardeild Ingunn Jóhannesdóttir, meðstjórnandi, vinnustaður: íþróttamannvirkin í Borgarnesi, Borgarfjarðardeild

Kristín Sigurðardóttir, meðstjórnandi, vinnustaður: Fasteignir Akureyrarbæjar, STAK deild Varamenn: Haraldur Tryggvason Ómar Örn Jónsson, nýr Lilja Rós Aradóttir, Elfa Björk Skúladóttir, vinnustaður: Hlíðarfjall varamaður í stjórn. nýr stjórnarmaður. nýr stjórnarmaður. Akureyri, STAK deild Ómar Örn Jónsson Ragnar Jóhann Jónsson, löggiltur vinnustaður: Glerárskóli Akureyri, endurskoðandi Deloitte ehf. STAK deild Guðrún Freysteinsdóttir, STAK deild Einnig ber að kjósa stjórn Átaks- og vinnudeilusjóðs en stjórn hans gefur öll kost á sér til endurkjörs til næstu þriggja ára: Gjaldkeri sjálfkjörinn Kristín Sigurðardóttir, STAK deild Jón Hansen, STAK deild. Til vara: Ingvar Páll Jóhannsson, Dalvíkurbyggðardeild. Loks ber að kjósa endurskoðanda reikninga skoðunarmenn og varamenn til næstu þriggja ára. Gerð er tillaga um eftirtalda:

Jóhanna Sigurðardóttir, STAK deild Guðrún Ottósdóttir, varamaður, Skagafjarðardeild Hörður Þór Hjálmarsson, varamaður, Siglufjarðardeild Tillaga er um eftirtalda í kjörstjórn og varamann til næstu þriggja ára. Guðrún Hrönn Tómasdóttir, Dalvíkurbyggðardeild Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir, STAK deild Engilbert Ingvarsson, STAK deild Inga Birna Tryggvadóttir, varamaður Borgarfjarðardeild

Vel heppnaður landsfundur bæjarstarfsmanna Dagana 27. og 28. október síðastliðinn var haldinn landsfundur bæjarstarfsmannafélaga í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og tóku fulltrúar Kjalar stéttarfélags þátt í fundinum. Alls sátu hann 45 fulltrúar frá 14 stéttarfélögum sem höfðu samflot við gerð kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2015. Eitt af meginviðfangsefnum fundarins var umfjöllun um framkvæmd starfsmatsins en félögin 14 hafa með sér sameiginlega framkvæmdanefnd vegna þess, sem og nefnd um starfsþróun. Í nefndunum eiga sæti fulltrúar félaganna, auk fulltrúa frá Sambandi sveitarfélaga. Fjallað var á fundinum um störf nefndanna, áherslur í starfi þeirra í dag og til framtíðar. Sérstakur gestur fundarins í Hofi var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands og kynnti hann rannsókn-

ir á vinnumarkaði og ræddi um viðhorf til stéttarfélaga. Umrædd stéttarfélög standa sameiginlega að samstarfi við systurfélög þeirra í Danmörku, Noregi,

Svíþjóð og Færeyjum og var á fundinum kynnt nýleg könnun sem gerð var í Danmörku og Svíþjóð á viðhorfi félagsmanna til sinna stéttarfélaga.

Framsögumenn á fundinum. Frá vinstri: Halldór Gunnarsson og Jakobína Þórðardóttir frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur, Gylfi Dalmann Ármannson dósent við Háskóla Íslands, Árni Egilsson, varaformaður Kjalar, Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar, Karl Þórisson frá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og Bragi Bergmann, Fremri kynningarþjónustu, fundarstjóri.

• 7 •


Sameiningin tryggði félagsmönnum öflugri þjónustu „Að mínu mati hefur Kjölur stéttarfélag þróast eins og best verður á kosið,“ segir Bára Garðarsdóttir á Hvammstanga sem lætur á komandi aðalfundi Kjalar af setu í stjórn félagsins. Bára hefur verið stjórnarkona allt frá stofnun Kjalar og var áður formaður FosHún, félags opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslum.

Þátttaka í Kili aldrei spurning „FosHún, eins og félagið hét hjá okkur hér í Húnavatnssýslunum, var á sínum tíma yngsta félagið innan BSRB og meðal þeirra minnstu, með innan við 100 félagsmenn. FosHún var stofnað 30. september árið 1990. Flestir félagsmenn á svæðinu voru, og eru, annars vegar starfsmenn sveitarfélaga og hins vegar heilbrigðisstarfsmenn. Þegar sú umræða kom upp að sameina stéttarfélög opinberra starfsmanna hér á Norðurlandi og í Borgarfirði í Kjöl stéttarfélag var því tekið mjög jákvætt af okkar félagsmönnum og það var að mínu mati rétt skref,“ segir Bára en FosHún hafði á sínum starfstíma komið sér upp orlofshúsi í Munaðarnesi í samstarfi við félag opinberra starfsmanna á Siglufirði en bæði félögin runnu inn í Kjöl. „Með sameiningunni í Kjöl varð mikil breyting á daglegri þjónustu við félagsmenn, í stað þess að reksturinn væri frá eldhúsborðinu hjá formanninum fengu félagsmenn aðgang að skrifstofunni á Akureyri. Aðgangur að orlofshúsum varð miklu fjölbreyttari og þannig má áfram telja. Í okkar huga var aldrei nein spurning að taka þátt í stofnun Kjalar, enda bersýnilegt að félagsmönnum yrði tryggð betri þjónusta með stærra félagi,“ segir Bára.

Viðvarandi verkefni að upplýsa félagsmenn Viðvarandi verkefni er að mati Báru að hvetja félagsmenn Kjalar til vitundar um þau réttindi sem félagsaðildin gefur þeim, t.d. hvað varðar sjúkrasjóði og ýmsa styrki í daglegu lífi og starfi.

Bára Garðarsdóttir hefur setið í stjórn Kjalar frá stofnun stéttarfélagsins en lætur nú af því starfi.

„Þetta á almennt við um alla félagsmenn stéttarfélaga. Alltof stór hópur fólks hefur of litla meðvitund um sín réttindi. Starfsfólk skrifstofu Kjalar hefur verið mjög duglegt að benda félagsmönnum á þeirra réttindi og Jakobína formaður hefur einnig heimsótt vinnustaði hér á svæðinu reglulega og það skiptir miklu. En ég held að það verði viðvarandi verkefni að minna félagsmenn á þeirra réttindi, líkt og verið hefur,” segir Bára.

• 8 •

Hlakkaði til starfslokanna Bára starfaði sem læknaritari á Hvammstanga og fór á eftirlaun þann 1. júní síðastliðinn. „Á þeim tímapunkti voru 50 ár síðan ég byrjaði að vinna hjá heilbrigðisstofnuninni og þá þótti mér tímabært að hætta. Ég er mjög ánægð með þessi tímamót og hafði hlakkað til þeirra í heilt ár. Og ég kvíði því alls ekki að hafa ekki nóg fyrir stafni næstu árin. Ég hafði líka velt þessum tímamótum talsvert fyrir mér áður en ég hætti og þannig undirbúið mig fyrir þau.“


Fjölbreyttir möguleikar hjá Starfsmennt Starfsemi Fræðslusetursins Starfsmenntar gekk vel á árinu 2016 og jókst aðsókn í nám og námskeið til muna, auk þess sem rekstur komst í fastari skorður eftir flutninga og kerfisbreytingar. Skráningar í nám voru 3776 sem er 88% aukning frá fyrra ári en fjöldi skráninga var þá 2011. Þessi munur sýnir að nýr vefur Starfsmenntar og skráningarkerfi sem tekið var í notkun 2014 hefur skilað tilætluðum árangri. Rafræn sjálfsafgreiðsla hefur fengið jákvæð viðbrögð og þótt auðveld og aðgengileg. Þátttaka jókst í stofnananám en dróst lítillega saman í almennum opnum námskeiðum sem voru mörg hver endurskoðuð.

Vaxtarsprotar til framtíðar Heildarútgjöld ársins lækkuðu á milli ára og voru um 112 milljónir en árið á undan ríflega 117 milljónir. Til samanburðar má geta þess að Starfsmennt var stærst árið 2014 með útgjöld rúmlega 135 milljónir og rekstur í jafnvægi. Rekstrarafgangur var á árinu og sértekjur vegna náms aldrei hærri eða um 28 milljónir. Fleiri þátttakendur koma nú en áður frá sveitarfélögum og stéttarfélögum utan aðildar að Starfsmennt, en aðsókn SFR félagsmanna heldur áfram að minnka eða úr 46% árið 2015 í 41% árið 2016. Árið 2016 felur því í sér marga

vaxtarsprota þar sem ný verkefni voru gangsett, önnur verkefni endurskoðuð og samstarf aukið við ytra umhverfi m.a. vegna skipulagsbreytinga á framsetningu náms fyrir fullorðna.

Fleiri vilja samstarf um nám Þátttaka í stofnananám jókst á árinu og fleiri stofnanir sóttust eftir að setja upp nám í samstarfi við Starfsmennt. Þáttur starfstengds náms af heildarútgjöldum þjónustuliða hækkar hlutfallslega úr 42% í 50% milli ára. Starfsmennt kynnti vefinn og námsframboð víða og það skilaði sér í aukningu á svokölluðum farandfyrirlestrum sem eru sérsniðnir að þörfum stofnana sem styttri fræðsla. Lengra stofnananám var haldið hjá Isavia, Fríhöfninni, Tollstjóra og Járnsíða var endurvakin. Nám fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja var sett upp í samstarfi við þrjú sveitarfélög og námsleiðin kynnt á sameiginlegum fundi forstöðumanna.

Mjög góð þátttaka var í félagsliðabrú og launaskólann en nánast engin á skrifstofubraut. Ný verkefni voru undirbúin eins og nám fyrir vaktavinnufólk, bókara, atvinnubílstjóra ásamt verðandi læknariturum og stutt var við innleiðingu jafnlaunastaðalsins með námskeiðum, ráðgjöf og þátttöku í tilraunaverkefni.

Fjarkennsla eykst Mörg almenn námskeið sem haldin eru í samstarfi við aðra fræðsluaðila voru endurskoðuð s.s. mannauðstjórnunarnám, nám fyrir stuðningsfulltrúa, verkefnastjóra og þjónustunámskeið fyrir framlínustarfsmenn. Aðsókn í fjarkennt tölvunám jókst ásamt starfstengdum tungumálanámskeiðum og námi fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum. Vegur fjarkennslu jókst til muna og þróaðar voru leiðir til að bjóða upp á fjarkennslu og vefnám sem víðast.

„ „Á ég að gera það … fræðsludagur starfsmanna íþróttamannvirkja

Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu stendur fyrir fræðsludegi fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja innan félagsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þriðjudaginn 30. maí kl. 11-15. Jafnframt er öðrum sem starfa við íþróttamannvirki, sem og yfirmönnum, boðið að skrá sig til þátttöku. Tímasetning þessi miðar að því að þeir sem þurfa um lengri veg að fara hafi möguleika á að sækja viðburðinn. Fyrirlestrar verða um þjónustu og þjónustulund, öryggisgæslu og hvernig sér ferðamaðurinn sundstaði og útvistarsvæðin með augum sínum.

Skráning er á heimasíðu Kjalar www.kjolur.is.

• 9 •


Nýr hópur trúnaðarmanna kominn til starfa Kjör trúnaðarmanna fór fram í september og október 2016 og eru þeir kjörnir til tveggja ára í senn. Haldinn var samstarfsfundur trúnaðarmanna í nóvember og þeir sem ekki höfðu lokið lotu eitt sátu hana dagana 20.-22. febrúar sl. Jafnframt því hefur verið boðað til vinnufundar trúnaðarmanna Kjalar í tengslum við aðalfund félagsins og starf þeirra er því komið í fullan gang.

Borgarfjarðardeild Eiður Sigurðsson, Íþróttamannvirki Borgarbyggð Halldóra Harðardóttir, Leikskólinn Klettaborg Borgarnesi Hrefna Ásgeirsdóttir, Leikskólinn Ugluklettur Borgarnesi Kolbrún Alma Rafnsdóttir, Grunnskóli Borgarnesi Kristín Kristjánsdóttir, Grunnskóli Borgarfjarðar Varmalandi

Eftirtaldir gegna nú stöðum trúnaðarmanna, skipt niður eftir deildum félagsins.

STAK deild Áslaug Kristjánsdóttir, Verkmenntaskólinn á Akureyri Björk Guðmundsdóttir, SAk Kristnesi Engilbert Ingvarsson, Umhverfismiðstöð Eva Jónína Ásmundsdóttir, SAk vesturhluti Guðrún Jóhannesdóttir, SAk læknaritarar Helen Gunnarsdóttir, Sundlaug Akureyrar Helga I. Jóhannsdóttir, Öldrunarh. Hlíð og Lögmannshlíð H. Brynja Sigurðardóttir, AKB húsverðir og ritarar Hólmfríður S. Friðjónsdóttir, Hlíðarfjall Ívar Aðalsteinsson, Tónlistarskólakennarar Kristín Sigurðardóttir, Ráðhús Lára Ólafsdóttir, HSN Akureyri Ólöf Mattíasdóttir, SAk barnadeild, slysadeild o. fl. Páll Eyþór Jóhannsson, Norðurorka hf. Sigríður María Bragadóttir, Strætisvagnar Akureyrar Svana H. Kristinsdóttir, HSN Akureyri sjúkraliðar Vilhjálmur Bergsson, Íþróttamannvirki Þuríður Jóna Steinsdóttir, Amtsbókasafnið

Frá fundi trúnaðarmanna 30. nóvember 2016.

Dalvíkurbyggðardeild Arnar Símonarson, Dalbær Arnheiður Hallgrímsdóttir, Ráðhús Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir, Leikskólinn Krílakot

FOSHÚN deild Guðrún Soffía Pétursdóttir, Félagsstarf aldraðra Helga Jónína Andrésdóttir, HSN Blönduósi Hafdís Fanndal Þorvaldsdóttir, Sæborg

Siglufjarðardeild Sigurbjörg Björnsdóttir, HSN Fjallabyggð

Skagafjarðardeild

Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, kynnir trúnaðarmönnum Kjalar starfsemi bandalagsins.

• 10 •

Einar Andri Gíslason, Ráðhús Erna Nielsen, Leikskólinn Ársalir Friðrik Þór Jónsson, Varmahlíðarskóli Halla Steinunn Tómasdóttir, Sundlaug Sauðárkróks Selma Dröfn Guðjónsdóttir, Leikskólinn Birkilundur Sonja Sif Sigurðardóttir, Árskóli Sauðarkróki Valgerður Einarsdóttir, HSN Sauðárkróki


Sérhæfðum námskeiðum fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja á Akureyri að ljúka

Veðurfræðin kom skemmtilega á óvart! „Námskeiðin hafa verið mjög fjölbreytt, lærdómsrík og skemmtileg. Þau hafa eflt öryggi starfsfólks hvað varðar framkomu við viðskiptavini og úrlausnir í þjónustu við þá,“ segir Helen Gunnarsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar í Sundlaug Akureyrar en nú er að ljúka námskeiðum undir nafninu Þróttur námsleið fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar en þau hafa staðið frá árinu 2012. Að námskeiðahaldinu standa Kjölur stéttarfélag, Akureyrarbær og Starfsmennt, sem hefur umsjón með framkvæmd og kennslu.

„Erum upplýstari og meðvitaðri“ „Á námskeiðunum hefur verið tekið á ýmsum þáttum sem snerta vinnuna okkar með beinum hætti, t.d. þjónustu og samskipti, tölvunotkun, ensku og þannig mætti áfram telja. Við förum því líka út fyrir það svið sem beinlínis tilheyrir okkar daglega starfi,“ segir Helen en viðurkennir að aukinn ferðamannastraumur árið um kring hafi breytt starfi sundlaugarfólks. „Þegar ég byrjaði að vinna hér í

námskeiðinu. „Veðurfræðin var stórskemmtileg og kom okkur verulega á óvart,“ bætir hún við. „Námskeiðin voru gagnleg og full ástæða er til að þakka Kili, Akureyrarbæ og Starfsmennt fyrir hversu vel þau mættu grunnþörfum starfsmanna til að þeir gætu skilað af sér faglegu og góðu starfi.“

Námskeið á vinnutíma

Helen Gunnarsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar í Sundlaug Akureyrar.

sundlauginni fyrir 11 árum komu erlendir gestir bara yfir sumartímann en svo sáum við þá varla yfir vetrarmánuðina. Núna líður varla dagur án þess að við afgreiðum erlenda gesti og þeir eru oft meirihluti þeirra sem kaupa sig inn á veturna. Það er engin spurning að við erum bæði upplýstari og meðvitaðri að öllu leyti um faglegar áherslur sem snúa að starfinu okkar að námskeiðunum loknum,“ segir Helen og nefnir veðurfræði sem dæmi um skemmtilegan áfanga á

Bergþóra Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Starfsmennt, segir undanfara námskeiðanna hafa verið þarfagreiningu meðal starfsfólks en námskeiðin hafa staðið frá árinu 2012 og þeim síðustu að ljúka nú á fyrri hluta ársins. Starfsfólk hafi þannig haft áhrif á val námsefnis. „Hver starfsmaður ákveður hvaða námskeið hann sækir og við höfum keyrt 4-6 námskeið á ári. Í allt eru þetta um 150 stundir í námskeiðahald og þau eru keyrð á vinnutíma. Bæði er um að ræða almenn grunnnámskeið og sérhæfð áhersluefni sem hæfa þeim vinnustað sem við erum með hverju sinni. Fjölbreytnin er því mikil,“ segir Bergþóra.

Kennsluefni í Þrótti námsleið Samskipti og sjálfstyrking • • • • • • • •

Starfið og starfsumhverfið

Sjálfsstyrking og starfsánægja (8 kst) Að efla liðsheild og hópavinnu (4 kst) Ég og bærinn - ímyndarnámskeið (4 kst) Að eiga við erfiða gesti (8 kst) Þjónustustjórnun (6 kst) Að takast á við breytingar (4 kst) Einelti á vinnustað (4 kst) Fjölmenning og siðir (4 kst)

• • • • •

Vinnuumhverfi – Starfsleiði og áhrif vaktavinnu (8 kst) Ábyrgð og sérstaða starfsins (6 kst) Tímastjórnun og forgangsröðun (4 kst) Viðburðastjórnun – Námskeið fyrir stjórnendur (4 kst) Öryggi og áföll – Viðbrögð við áföllum á vinnustað (4 kst) • Frístundir og afþreying (6 kst)

Önnur námskeið

Samskipti við skóla • Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin? (8 kst) • Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir (8 kst) • Samskipti við ólíka hópa – börn, unglinga, aldraða og fatlaða (8 kst) • Einelti í skólum (4 kst)

• Veðurfræði – örnámskeið (4 kst) • Tungumál – Enska fyrir atvinnulífið, talmál (12 kst) • Hreinsitækni – snyrtilegt umhverfi og ræsting – meðhöndlun efna (6 kst) • Tölvur og tölvuvinnsla (26 kst) • Sjálfsvörn – Grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn (4 kst)

• 11 •


Aðalfundur

Kjalar Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn 29. mars 2017 kl. 16:30 í Hofi Akureyri Vandræðaskáld flyta: Útför - Saga ambáttar og skattsvikara

Dagskrá: 1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári. 2. Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár. 3. Kosningar a. Stjórnarkjör kynnt b. Kosinn löggiltur endurskoðandi félagsreikninga, tveir skoðunarmenn og tveir til vara c. Kosnir þrír menn í kjörstjórn og jafnmargir til vara d. Kosning í stjórn Átaks- og vinnudeilusjóð 4. Ákveðið árgjald félagsmanna og skipting þess milli sjóða. 5. Tekin fyrir málefni Fræðslusjóðs skv. reglum sjóðsins. 6. Tekin fyrir málefni Átaks og vinnudeilusjóðs, skv. reglum sjóðsins. 7. Samþykkt fjárhagsáætlun næsta árs. 8. Önnur mál.

Veitingar og happdrætti. Fundurinn er pappírslaus en öll gögn hans er að finna á heimasíðu Kjalar www.kjolur.is Akureyri 8. mars 2016 Stjórn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu

Kjolfesta 2 tbl 2017  

Fréttabréf Kjalar stéttarfélags, 2 tbl. 2017

Kjolfesta 2 tbl 2017  

Fréttabréf Kjalar stéttarfélags, 2 tbl. 2017

Advertisement