Kjolfesta 2 tbl 2017

Page 11

Sérhæfðum námskeiðum fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja á Akureyri að ljúka

Veðurfræðin kom skemmtilega á óvart! „Námskeiðin hafa verið mjög fjölbreytt, lærdómsrík og skemmtileg. Þau hafa eflt öryggi starfsfólks hvað varðar framkomu við viðskiptavini og úrlausnir í þjónustu við þá,“ segir Helen Gunnarsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar í Sundlaug Akureyrar en nú er að ljúka námskeiðum undir nafninu Þróttur námsleið fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar en þau hafa staðið frá árinu 2012. Að námskeiðahaldinu standa Kjölur stéttarfélag, Akureyrarbær og Starfsmennt, sem hefur umsjón með framkvæmd og kennslu.

„Erum upplýstari og meðvitaðri“ „Á námskeiðunum hefur verið tekið á ýmsum þáttum sem snerta vinnuna okkar með beinum hætti, t.d. þjónustu og samskipti, tölvunotkun, ensku og þannig mætti áfram telja. Við förum því líka út fyrir það svið sem beinlínis tilheyrir okkar daglega starfi,“ segir Helen en viðurkennir að aukinn ferðamannastraumur árið um kring hafi breytt starfi sundlaugarfólks. „Þegar ég byrjaði að vinna hér í

námskeiðinu. „Veðurfræðin var stórskemmtileg og kom okkur verulega á óvart,“ bætir hún við. „Námskeiðin voru gagnleg og full ástæða er til að þakka Kili, Akureyrarbæ og Starfsmennt fyrir hversu vel þau mættu grunnþörfum starfsmanna til að þeir gætu skilað af sér faglegu og góðu starfi.“

Námskeið á vinnutíma

Helen Gunnarsdóttir, trúnaðarmaður Kjalar í Sundlaug Akureyrar.

sundlauginni fyrir 11 árum komu erlendir gestir bara yfir sumartímann en svo sáum við þá varla yfir vetrarmánuðina. Núna líður varla dagur án þess að við afgreiðum erlenda gesti og þeir eru oft meirihluti þeirra sem kaupa sig inn á veturna. Það er engin spurning að við erum bæði upplýstari og meðvitaðri að öllu leyti um faglegar áherslur sem snúa að starfinu okkar að námskeiðunum loknum,“ segir Helen og nefnir veðurfræði sem dæmi um skemmtilegan áfanga á

Bergþóra Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Starfsmennt, segir undanfara námskeiðanna hafa verið þarfagreiningu meðal starfsfólks en námskeiðin hafa staðið frá árinu 2012 og þeim síðustu að ljúka nú á fyrri hluta ársins. Starfsfólk hafi þannig haft áhrif á val námsefnis. „Hver starfsmaður ákveður hvaða námskeið hann sækir og við höfum keyrt 4-6 námskeið á ári. Í allt eru þetta um 150 stundir í námskeiðahald og þau eru keyrð á vinnutíma. Bæði er um að ræða almenn grunnnámskeið og sérhæfð áhersluefni sem hæfa þeim vinnustað sem við erum með hverju sinni. Fjölbreytnin er því mikil,“ segir Bergþóra.

Kennsluefni í Þrótti námsleið Samskipti og sjálfstyrking • • • • • • • •

Starfið og starfsumhverfið

Sjálfsstyrking og starfsánægja (8 kst) Að efla liðsheild og hópavinnu (4 kst) Ég og bærinn - ímyndarnámskeið (4 kst) Að eiga við erfiða gesti (8 kst) Þjónustustjórnun (6 kst) Að takast á við breytingar (4 kst) Einelti á vinnustað (4 kst) Fjölmenning og siðir (4 kst)

• • • • •

Vinnuumhverfi – Starfsleiði og áhrif vaktavinnu (8 kst) Ábyrgð og sérstaða starfsins (6 kst) Tímastjórnun og forgangsröðun (4 kst) Viðburðastjórnun – Námskeið fyrir stjórnendur (4 kst) Öryggi og áföll – Viðbrögð við áföllum á vinnustað (4 kst) • Frístundir og afþreying (6 kst)

Önnur námskeið

Samskipti við skóla • Samskipti við skóla - Hvar liggja mörkin? (8 kst) • Agastjórnun- frávik, greiningar og sérþarfir (8 kst) • Samskipti við ólíka hópa – börn, unglinga, aldraða og fatlaða (8 kst) • Einelti í skólum (4 kst)

• Veðurfræði – örnámskeið (4 kst) • Tungumál – Enska fyrir atvinnulífið, talmál (12 kst) • Hreinsitækni – snyrtilegt umhverfi og ræsting – meðhöndlun efna (6 kst) • Tölvur og tölvuvinnsla (26 kst) • Sjálfsvörn – Grunnatriði í líkamlegri sjálfsvörn (4 kst)

• 11 •


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.