Jólablað Vísbendingar

Page 1

Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun 48. tölublað • 38. árgangur • 2020

Stjórnmálamenn eiga að vera í fremstu víglínu í þessari kreppu en ekki seðlabankar

8

Skýr framtíðarsýn stjórnenda er mikilvæg á erfiðum tímum

14

Svo allir fái sitt.

Þegar hálfur heimurinn er í einangrun líta fjárfestar til tækninnar

28

Spænska hagkerfið er í dýpstu niðursveiflu frá borgarastyrjöld

36


KÆRU LESENDUR

EFNISYFIRLIT

E

Efnahagsárið 2020 �������������������������������������������������������4 – yfirlit yfir helstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar á árinu

ftir þriggja ára hlé höfum við hjá Vísbendingu ákveðið að endurvekja gamla hefð og útbúa veglega jólaútgáfu ritsins þar sem litið er yfir árið sem er að líða. Okkur fannst nægt tilefni til þess, enda verður seint sagt að árið 2020 hafi verið viðburðalítið. Hefðir eru mikilvægar, sérstaklega á umbrotatímum sem þessum. Þegar allt fer í skrúfuna er gott að eiga fasta punkta í tilverunni til að týnast ekki í óreiðu. Vísbending hefur verið fastur punktur í lífi margra síðustu 38 árin, með vikulegum greiningum á efnahagsmálum og viðskiptum. Ég tók við sem ritstjóri Vísbendingar í byrjun mars­ mánaðar, tveimur dögum eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma höfðu áhyggjurnar af mögulegum heimsfaraldri vaxið hægt og rólega, þótt fáa grunaði að hann myndi hafa jafnmikil áhrif á samfélag okkar og raun ber vitni. Síðan þá höfum við gefið út 37 tölublöð með yfir 80 greinum sem skrifaðar eru af sérfræðingum úr öllum áttum, en flestar þeirra snúa að þessum áhrifum á einn eða annan hátt. Alls eru tölublöðin orðin 48 og birtar greinar á árinu yfir 100. Árið 2020 hefur verið einstaklega slæmt, það verður ekki orðað öðruvísi. Veiran hefur haldið heimnum í gíslingu, sett daglegt líf úr skorðum og valdið sögulegri efnahagskreppu. Hins vegar virðist árið ætla að enda á bjartari nótum, en búist er við fyrstu bólusetningum gegn veirunni hér á landi um áramótin og að hjarðónæmi myndist gegn henni innan fárra mánaða. Það er við hæfi að fréttirnar um væntanlega bólusetningu komi um það leyti sem daginn tekur að lengja á ný. Loks er hægt að horfa fram á veginn og segja skilið við árið 2020. Vísbending óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, megi það verða margfalt betra en það gamla. Jónas Atli Gunnarsson, ritstjóri.

VERKÍS ÓSKAR VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM, NÆR OG FJÆR, GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI

2

Hagstjórn á krísutímum ������������������������������������������������8 – viðtal við Má Guðmundsson „Þú ert á mute“ ����������������������������������������������������������14 – eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur Ljósið framundan ������������������������������������������������������16 – eftir Gylfa Zoega Spænska veikin og nútíminn ����������������������������������������20 – eftir Gunnar Þór Bjarnason Horfur á viðspyrnu eftir erfitt ár ���������������������������������24 – eftir Birnu Einarsdóttur Kraftmikil uppbygging �����������������������������������������������25 – eftir Benedikt Gíslason Fyrirtæki eru líka fólk ������������������������������������������������26 – eftir Lilju Björk Einarsdóttur Nýr veruleiki á hlutabréfamarkaði ������������������������������28 – eftir Baldur Thorlacius Árið í tölum ��������������������������������������������������������������30 – sjö gröf frá Hagstofunni Litið yfir sérkennilegt ár ���������������������������������������������34 – eftir Svanhildi Hólm Valsdóttur Hvað verður um Spán? ����������������������������������������������36 – eftir Þórunni Helgadóttur Hvað ber að varast á nýju ári? ������������������������������������40 – eftir Jónas Atla Gunnarsson Molar úr Vísbendingu árið 2020 ���������������������������������42

Eigendur og starfsfólk Ísfugls óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári

VÍSBENDING • 2020


Komdu í hóp ánægðustu viðskiptavina í net- og símaþjónustu. Við hjálpum þér að einfalda fjarskiptin á betra verði.

hringdu.is

5377000 3


EFNAHAGSÁRIÐ 2020

- STIKLAÐ Á STÓRU Á SÉRSTÆÐU ÁRI Blaðamannafundir eru þær samkomur sem mest hefur farið fyrir á árinu, þeir hafa verið vinsælasta sjónvarpsefni ársins. Af mörgu er að taka í yfirferð á helstu aðgerðum en hér er stiklað á stóru yfir þær aðgerðir sem hafa haft mest áhrif á efnahagslífið hér á landi. 12. MARS 2020

28. FEBRÚAR 2020 Fyrsta tilvik COVID-19 greint á Íslandi. Daginn áður hafði fyrsti blaðamannafundur sóttvarnalæknis, landlæknis og yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra farið fram og honum streymt beint í sumum fjölmiðlum landsins.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna. Í kjölfarið lokuðu mörg ríki innan Schengen-samstarfsins sínum landamærum, sem áður hafði þótt óhugsandi. Evrópusambandið tilkynnti svo, þegar leið á marsmánuð, um ferðabann innan Schengen­ríkjanna. 13. MARS 2020 Samkomur takmarkaðar á Íslandi í fyrsta sinn vegna faraldursins. Þær takmarkanir voru svo hertar 24. mars

21. MARS 2020 Fyrsti aðgerðapakki stjórnvalda kynntur. Hann var sagður 230 milljarða króna virði og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kallaði hann „stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar“. Skömmu áður var búið að samþykkja lög um hlutabætur en þær voru þó kostnaðarmetnar inn í þennan pakka. Á meðal annarra stórra aðgerða voru að Seðlabankanum var veitt heimild til að veita ábyrgðir fyrir lánum til fyrirtækja upp á tugi milljarða króna, frestun á greiðslum opinberra gjalda var heimilum, gisináttaskattur var afnumin, bankaskattur lækkaður, ferðagjöf kynnt til leiks, endurgreiðsla á virðisaukaskatti hækkuð og samþykkt var að greiða út barnabótaauka. Þá var fólki leyft að nota séreignarsparnað sinn til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Pakkinn hefur enn sem komið er kostað langt undir 230 milljörðum króna.

FEBRÚAR

MARS

Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is 4

VÍSBENDING • 2020


21. APRÍL 2020

28. APRÍL 2020

Annar aðgerðapakki stjórnvalda kynntur: Hann var sagður kosta 60 milljarða króna. Í honum var sér­stakur pakki fyrir lítil fyr­ir­tæki sem fól í sér svokallaða lokunarstyrki til fyrirtækja eða einyrkja sem þurftu að loka starf­ semi sinni vegna lög­boðs stjórn­valda í tengslum við sóttvarnaaðgerðir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Hitt megin úrræðið í aðgerðapakka stjórn­valda fyrir lítil fyr­ir­tæki voru svokölluð stuðn­ ings­­­lán, einnig kölluð sér­stök lán til lít­ illa fyr­ir­tækja. Þá var ákveðið að greiða styrki til einkarekinna fjölmiðla.

APRÍL

Þriðji aðgerðapakkinn kynntur: Einungis vika leið á milli stórra tilkynninga. Það benti til þess að aðdragandi pakka þrjú, sem snerist um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita ákveðnum fyr­ir­­­­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­sent, styrki til að eyða ráðn­­ing­­ar­­sam­­böndum þeirra við starfs­­fólk sitt, hefði borið nokkuð bratt að. Þegar frum­varp um upp­sagn­ar­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­is­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­arðar króna.

31. JÚLÍ 2020 Sóttvarnaaðgerðir voru hertar aftur eftir að slakað hafði verið á þeim yfir sumarið. Á þessum tíma hafði önnur bylgja faraldursins hafist og smitum innanlands var byrjað að fjölga á ný.

MAÍ

JÚNÍ

JÚLÍ

ÁGÚST

Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is.

VÍSBENDING • 2020

5


18. SEPTEMBER 2020 Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu var lokað tímabundið eftir að upp komst um stór hópsmit sem tengdust skemmtanalífinu. Smitin marka upphaf þriðju og stærstu bylgju faraldursins, en skömmu seinna lét ríkisstjórnin loka líkamsræktarstöðvum og sundlaugum að tillögum sóttvarnarlæknis eftir því sem fleiri greindust með veiruna.

3. DESEMBER 2020

1. OKTÓBER 2020 Fjárlög kynnt. Halli á rekstri ríkissjóðs í ár er áætlaður 269,2 milljarðar króna. Upphaflega gerðu fjárlögin ráð fyrir að halli næsta árs yrði 264,2 milljarðar króna, en sú upphæð hefur nú hækkað upp í 320 milljarða króna. Til samanburðar má nefna að að hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs árið 2008, þegar banka­ hrunið varð, nam 194 millj­örðum króna.

SEPTEMBER

OKTÓBER

Heilbrigðisráðuneytið segist stefna að því að hjarðónæmi myndist gegn veirunni á fyrsta fjórðungi næsta árs og að samið yrði um kaup á nægilega mörgum skömmtum til að bólusetja 75 prósent þjóðarinnar á næstu dögum. Viku seinna tilkynnti ráðuneytið að fyrstu skammtarnir berist til landsins um áramót.

NÓVEMBER

DESEMBER

29. SEPTEMBER 2020 20. NÓVEMBER 2020

Fjórði aðgerðapakkinn kynntur: Samtök atvinnulífsins hótuðu að segja upp Lífskjarasamningunum. Verkalýðshreyfingin sagði einboðið að forsendur samningsins stæðust og forysta hennar sagðist ekki trúa því að samstaða væri um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði. Þessi staða endaði á því að ríkisstjórnin sá sig knúna til að höggva á hnútinn og bjóða fram nýjan pakka. Hann var metinn á 25 milljarða króna og innihélt átta aðgerðir. Þær voru helst þær að tryggingagjald var lækkað tímabundið, tekjufallsstyrkir voru kynntir til leiks og framlög til nýsköpunarmála voru aukin um fimm milljarða króna.

Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík Sími: 551 0708  Net­fang: visbending@kjarninn.is Umbrot: Ágústa Kristín Bjarnadóttir Prentun: Umslag ehf. Öll réttindi áskil­in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út­gef­­anda.

Fimmti aðgerðapakkinn kynntur og sagt að hann myndi kosta allt að 70 milljarða króna. Stóra viðbótin þar voru svokallaðir viðspyrnustyrkir upp á allt að 20 milljarða króna fyrir rekstaraðila sem höfðu orðið fyrir allt að 60 prósent tekjufalli. Auk þess var ákveðið að hækka grunnatvinnu­ leysisbætur næsta árs upp í 307.403 krónur og greiða öryrkjum aukaeingreiðslu.

9. NÓVEMBER 2020 Jákvæðar niðurstöður fást úr fyrstu rannsóknarniðurstöðum frá bóluefnaframleiðendunum Pfizer og BioNTech og hlutabréfaverð hækkar víða um heim. Aukna bjartsýni mátti einnig gæta meðal fjárfesta hérlendis, en Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um fimm prósent þennan dag.


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


STJÓRNMÁLAMENN ÆTLAST STUNDUM TIL ÞESS AÐ HAGFRÆÐINGAR „REIKNI ÞÁ INN Í LAUSNINA“ Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri segir að ekki sé hægt að stjórna heims­ faraldrinum með takka og að hafa verði hliðsjón af því við útfærslu sóttvarnaaðgerða. Hann telur að enn sé svigrúm til staðar fyrir hið opinbera til að bregðast við efnahags­ áhrifum kreppunnar og að breytingar í kjölfar fjármálakreppunnar hafi eflt viðnámsþrótt þjóðarbúsins og fjármálakerfisins. Að hans mati geta hagfræðingar ekki gefið einhlítt svar við því hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki.

RÉTT AÐ HJÁLPA ÞEIM SEM VERÐA FYRIR TJÓNI VEGNA SÓTTVARNAAÐGERÐA

Þegar blaðamaður spyr Má um hans álit á efnahagsað­ gerðum ríkisstjórnarinnar finnst honum hún í megin­ atriðum hafa brugðist rétt við og unnið eftir svipaðri uppskrift og ýmis önnur lönd. Til að mynda bendir hann á að rétt sé að veita þeim aðilum bætur sem verða fyrir neikvæðum efnahagsáhrifum vegna sóttvarnaaðgerða sem miða að því að vernda hags­ muni heildarinnar. „Í þeim tilfellum er náttúrulega

8

rétt­lætan­legt að bæta fyrir slíkt tjón. Það er í rauninni beint úr hagfræðibókunum, og er líka það sem hefur verið að gerast hér,“ segir Már. Varðandi almenna hagstjórn bendir hann á að það sé mikilvægt að átta sig á því hvert eðli áfalla er hverju sinni, það er, hvort áföll eru tímabundin, líkt og talið er að núverandi heimsfaraldur sé, eða varanleg. „Þú getur á vissan hátt straujað yfir tímabundin áföll með lántökum, tímabundnum hallarekstri eða með því að færa vexti í einhvern tíma langt niður fyrir lengri tíma jafnvægisvexti. Þegar áföll eru varanleg, þá er ekkert annað í boði heldur en að aðlagast nýjum veruleika með einhverjum hætti.“ HÖFUM HAFT DÝRMÆTT SVIGRÚM TIL AÐGERÐA

Már segir að það skipta miklu máli varðandi efnahags­ aðgerðirnar að hér hafi verið svigrúm til þess að grípa til aðgerða. „Þetta svigrúm felst náttúrulega í því að skuldir ríkissjóðs höfðu lækkað verulega í uppsveiflunni og við­ námsþróttur var byggður upp í þjóðarbúinu og í fjármála­ kerfinu. Gjaldeyrisforðinn og eigið fé bankanna hafði auk­ ist, auk þess sem skuldsetning heimilanna hafði minnkað. Þá sköpuðu þær aðstæður að verðbólguvæntingar voru við markmið mun meira svigrúm til að lækka vexti heldur en ella hefur verið.“ Samkvæmt honum voru ekki öll lönd með þetta svig­ rúm: „Í upphafi faraldursins lentu t.d. ýmis nýmarkaðsríki í miklu fjármagnsútstreymi og markaðsvextir hækkuðu verulega, sem var einmitt ekki það sem þau þurftu, en það

VÍSBENDING • 2020

Ljósmynd: Bára Huld Beck

Þ

egar rætt er um hagstjórn á krísutímum hér á landi er ekki ólíklegt að minnst sé á Má Guð­ mundsson oftar en einu sinni. Í embættistíð Más sem seðlabankastjóra, sem hófst í miðri fjármálakreppu árið 2009 og náði í gegnum eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar, náði bankinn meðal annars að ná verðbólgu nálægt markmiði og treysta kjöl­ festu þess í verðbólguvæntingum auk þess sem fjármagns­ höft voru losuð tiltölulega áfallalaust og viðnámsþróttur fjármálakerfisins var efldur. Nú, þegar ljóst er að önnur efnahagskreppa hefur skollið á vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hefur Már svo fengið annað hlutverk hjá hinu opinbera. Í sept­ ember síðastliðnum skipaði fjármála- og efnahagsráðherra hann í starfshóp sem ætlað er að meta efnahagsáhrif þeirra sóttvarnaaðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar.


VÍSBENDING • 2020

9


var þá illa við það ráðið. Þannig að staðan til að takast á við þetta hefur að vissu leyti verið góð hér á landi, og þetta svigrúm er ekki uppurið en það er sagt með fyrirvara um að áform ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu ár eru enn til afgreiðslu. Sumir myndu segja að það væri aðeins búið að ganga lengra í peningamálum heldur en í ríkisfjármálum, en svo virðist eins og nú horfir að skuldahlutfall hins opinbera muni haldast undir hættumörkum þegar upp verður staðið.“ EKKI HÆGT AÐ STÝRA FARALDRINUM MEÐ TAKKA

Sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið fyrir­ ferðamiklar í umræðunni á síðustu mánuðum. Þær hafa verið gagnrýndar af Samtökum ferðaþjónustunnar fyrir að reynast atvinnugreininni þungur biti og nýstofnaði þrýstihópurinn Út úr kófinu vill meina að þær gætu valdið meiri heildartjóni fyrir samfélagið til lengri tíma, ef allar afleiðingar þeirra eru teknar með í reikninginn. Að mati Más eiga sóttvarnir að byggja á þeirri megin­ reglu að skammtíma fórnirnar sem fylgja þeim séu minni en langtíma ávinningurinn þegar allt er talið með, þ.e. verndun lífs og heilsu og áhrif á efnahag og samfélags­ virkni. Þegar þetta er metið þarf að taka tillit til þess að reynslan sýnir að óheftur faraldur hefur einnig neikvæð áhrif á efnahagsumsvif. Eftir vinnu starfshópsins væri hann nokkuð sannfærður um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar uppfylli í stórum dráttum þessi skilyrði þó svo auðvitað megi sjá eftir á að sumt hefði mátt gera betur. „Það virðist sem sumir telji að það sé hægt að stjórna faraldrinum nokkuð nákvæmlega með einhverjum takka, að það sé hægt að finna einhvern punkt þar sem heil­ brigðiskerfið er nálægt þolmörkum, en ekki fara lengra. En þá gleymist að þetta er farsótt. Þetta er kvikt kerfi með ólínulegum samböndum og faraldurinn getur farið í skyndilegan veldisvöxt. Það er því auðvelt að missa tökin,“ bætir hann við. Til viðbótar bendir hann á að tækin sem við höfum til að stýra farsóttinni virka hvorki fullkomlega né að fullu fyrirsjáanlega þar sem sóttvarnir taka gildi og virka með töfum og breytilegt mannlegt atferli ræður miklu um árangur þeirra. „Þannig er þetta líkt sumu í hagstjórn, eins og stjórn peningamála. Þegar óvissan er mikil þá þarf að grípa til áhættustjórnunar. Þess vegna þarf að sigla undir þennan krítíska punkt. Ekki alveg við hann, heldur lægra og með einhverju áhættuálagi.“ Líkt og þegar Seðlabankinn reynir að koma böndum á verðbólgu sýnir reynslan að það er mikilvægt að bregð­ ast fljótt við, þar sem hætt er við að beita þurfi harðari aðgerðum síðar ef stjórnvöld missa tökin. „Ef þú ert alltaf að reyna að ná í skottið á faraldrinum er hætt við að aðgerðir séu til að byrja með of slakar til að ná honum niður. Þá dregst hann lengur og þú þarft að gera töluvert meira seinna, sem verður enn kostnaðarsamara.“ BER TRAUST TIL KERFISINS

Aðspurður hvað honum finnist um aðgerðir Seðla­ bankans í kjölfar útbreiðslu veirunnar sagði hann það

10

vera meginprinsipp að gamlir seðlabankastjórar kvæðu ekki upp nákvæma palladóma um þá sem á eftir koma. „Þegar ég var í bankanum þá var ég með fjölda manns til þess að að kafa ofan í þessi mál og var með allar nýjustu upplýsingar. Þeir sem þar eru inni hafa, að öðru óbreyttu, því náttúrulega mun betri sýn á þetta en aðrir. Samt voru það alltaf einhverjir spekingar úti í bæ sem töldu sig nú vita allt betur en ég kippti mér svo sem lítið upp við það auk þess sem nauðsynlegt er að gefa því gaum hvort í gagnrýni felist gagnlegar ábendingar.“ Einnig bætir hann við að hann beri mikið traust til þess kerfis sem byggt hefur verið upp á síðustu árum varðandi ákvarðanir á sviði peningamála, fjármálastöðugleika og fjármálaeftirlits. Það gangi út á nefndir sem taka ákvarð­ anir á einstökum sviðum eftir gagnasöfnun og fundahald. „Þeir fundir eru alltaf mjög vel undirbúnir af starfsfólki með gögnum og greiningu. Það eru teknir stundum tveir dagar til að velta öllum steinum. Svo þarf að rökstyðja ákvörðunina. Ég hef trú á þessu ferli og mér sýnist það hafi í stórum dráttum virkað vel.“ STJÓRNMÁLAMENN EIGA AÐ VERA Í FREMSTU VÍGLÍNU VIÐ ÞESSAR AЭSTÆÐUR

Már segir þessa kreppu eðlisólíka þeirri sem skall á fyrir tólf árum. Seðlabankar geti stutt við með peningastefnu sinni og með því að vinna gegn hnökrum í fjármálastarfsemi, en þar sem fólki og fyrirtækjum væru settar skorður með sóttvarnaaðgerðum þetta skiptið virkuðu bein útgjöld ríkisins eða jafnvel beinar greiðslur til fólks betur. „Peningastefnan mun virka betur þegar takmörkunum hefur verið lyft. Þá munu vextirnir hafa meiri áhrif, sérstak­ lega á fjárfestingu, sem er dempuð um þessar mundir vegna alls konar óvissu. Þá gætu seðlabankarnir hugsanlega farið í fremstu víglínu. Í þessu ástandi, hins vegar, eiga ríkisfjár­ málin og stjórnmálamennirnir að vera í fyrstu víglínu.“ Heimsbúskapurinn í þessari kreppu býr að því sem gerst hefur á síðustu tólf árum, bæði beinum afleiðingum af síðustu kreppu og aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að styrkja viðnámsþrótt fjármálageirans. „Fjármálakreppan sjálf eyddi í stórum stíl efnahagsreikningum sem voru ósjálf­ bærir. Einnig hvarf alls konar ójafnvægi hjá okkur, til dæmis gjaldmiðlaójafnvægi í efnahagsreikningum heimilanna, vegna þess að það var ekki hægt að fá lán í erlendri mynt. Svo komu til viðbótar allar þær aðgerðir sem ráðist var í eins og meiri kröfur um magn og gæði eigin fjár auk nýrra reglna um laust fé og fjármögnun fjármálafyrirtækja. Þessi kreppa kom ekki innan úr fjármálakerfinu og hefur ekkert að gera með fjármálalegt regluverk en það hefur sýnt sig að þessar aðgerðir hafa hjálpað verulega til að fjármálakerfið sé nú fremur hluti af lausninni en vandamálinu.“ ÓTTAÐIST AFTURHVARF TIL ÓSTÖÐUG­LEIKA

Þessar aðgerðir, auk margra annarra, voru innleiddar á hans vakt sem seðlabankastjóri, þótt bankinn hafi ekki verið einn að verki. Aðgerðirnar voru svo umfangsmiklar að það mætti segja að á embættistíð hans hafi nýtt fjár­ málakerfi orðið til hér á landi. Hvernig finnst honum sjálfum hafa tekist til?

VÍSBENDING • 2020


VÍSBENDING • 2020

11


„Í heildina litið held ég að það sé þegar komið í ljós að nokkuð margt hafi tekist vel. Ég var alla tíð viss um að Ísland myndi ná sér upp úr kreppunni í þeirri merkingu að við myndum aftur fara nálægt fullri atvinnu og að það myndi koma ágætis uppsveifla og allt það. Það sem ég óttaðist var hins vegar að þegar við kæmum að þeim stað myndi hið óstöðuga Ísland frá fyrri tíð birtast aftur, með tilhneigingu til verðbólgu, viðskiptahalla og undirliggjandi fjármálalegum óstöðugleika. Það skiptir mig mjög miklu máli að svo varð ekki.“ Þar hafi tilkoma peningastefnunefndar skipt miklu máli sem og aukið gagnsæi peningastefnunnar auk breyting­ anna á regluverkinu í fjármálakerfinu. Með þeim hefði verið hægt að koma verðbólguvæntingum í markmið og tryggja fjármálastöðugleika. Sá rammi sem skapaður var fyrir opinbera fjármálastefnu hefði einnig hjálpað til og skapað forsendur til að bæta samspilið á milli peninga­ stefnu og ríkisfjármálastefnu. TILHNEIGING FJÖLMIÐLA TIL AÐ PERSÓNU­GERA SAMHERJAMÁLIÐ

Aðgerðir Seðlabankans í stjórnartíð Más voru hins vegar ekki óumdeildar. Bankinn sektaði Samherja hf. vegna meintra brota á gjaldeyrislögum, en sú ákvörðun var ógild af Hæstarétti fyrir tveimur árum síðan. Núna í haust féll svo dómur í héraði þar sem Seðlabankanum var gert að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, bætur vegna rannsóknar bankans á meintum brotum Þorsteins. Aðspurður hvort honum fyndist dómurinn í héraði vera sanngjarn segist Már lítið geta tjáð sig um það, alla vega á þessu stigi málsins. Sama á við um héraðsdóm sem féll á sama tíma þar sem Seðlabankinn var sýknaður í máli þar sem Samherji krafði bankann um bætur vegna aðgerða hans gegn sér. „Ég hef rennt lauslega yfir þessa dóma en ekki fengið neina lögfræðilega greiningu á þeim eins og hefði verið ef ég væri enn í embætti. Það eru töluverðar takmarkanir á því sem þeir sem eru í forsvari fyrir rann­ sóknar- og kæruferlum mega segja um einstök mál og það gildir einnig eftir að þeim er lokið og viðkomandi hefur látið af embætti. Í þessum tilfellum er ekki einu sinni víst að málunum sé lokið því mér vitanlega liggur ekki fyrir hvort málsað­ ilar muni áfrýja til æðra dómsstigs. Auk þess er ég ekki lengur í forsvari fyrir Seðlabankann. Það er auðvitað ákveðin tilhneiging hjá fjölmiðlum að færa mál sem þessi í búning einhvers persónulegs hasars en þannig er það ekki í raun. Ég er ekki málsaðili í þessum málum og því ekki viðeigandi að ég sé að tjá mig um þau eins og svo væri. Síðar meir kemur til greina að ég tjái mig á ný með almennum hætti um rannsóknir Seðlabankans á gjaldeyr­ isbrotamálum meðan ég var í embætti en eðlilegt er að fyrst liggi ljóst fyrir hvort endanleg niðurstaða sé komin í þessi tvö tilteknu mál.“ ERFIÐARA AÐ STUNDA PENINGAÞVÆTTI Í HÖFTUM

Annað mál sem Seðlabankinn var gagnrýndur fyrir í tíð Más var hin svokallaða fjárfestingarleið, sem fól í sér að þeir

12

aðilar sem áttu gjaldeyri sem ekki var háður skilaskyldu gátu skipt honum í krónur í gegnum útboð á gengi sem var hagstæðara en álandsgengi með því skilyrði að krónurnar væru bundnar í fjárfestingu til að a.m.k. fimm ára. Í áætlun íslenskra stjórnvalda um aðgerðir gegn peninga­ þvætti, sem birt var í fyrra, kom fram að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefði skort þekkingu á hættumerkjum og aðferðum gegn peningaþvætti. Sömuleiðis sýndu úttektir Fjármálaeftirlitsins að margháttaðar brotalamir voru í peningaþvættisvörnum viðskiptabankanna á þeim tíma sem höft voru við lýði og fjárfestingarleiðin var í gangi á Íslandi. Már telur þó ekki að fjármagnshöftin hefðu auðveldað peningaþvætti og segir að í mörgum skýrslum hefði verið komist að þveröfugri niðurstöðu: „Það er miklu erfiðara að stunda peningaþvætti þegar það eru fjármagnshöft heldur en þegar þau eru ekki við lýði. Það liggur líka í hlutarins eðli, vegna þess að ýmsar færslur komast ekki í gegn og hinar eru skoðaðar meira en venjulega vegna eftirlitsins sem fylgir höftunum. Svo var það ekki Seðlabankans að fylgjast með og grípa til aðgerða varðandi peningaþvætti. Fyrsti aðilinn eru fjármálastofnanirnar sjálfar sem tilkynntu ekki til Seðlabankans, heldur Fjármálaeftirlitsins eða beint til lögregluyfirvalda. Ef Seðlabankinn hefði farið að beita sér í þessum málum umfram lagalegt umboð sitt, þá hefði nú hvinið í einhvers staðar,“ bætir hann við. STJÓRNMÁLAMENN VILJI STUNDUM LÁTA HAGFRÆÐINGA REIKNA SIG INN Í LAUSNINA

Þrátt fyrir Samherjamálið og gagnrýni á fjárfestingarleið Seðlabankans náði bankinn að losa verulega um fjár­ magnshöftin tiltölulega áfallalaust á meðan Már var seðla­ bankastjóri. Þótt enn séu einhver höft á gjaldeyrisflæði til og frá landinu er ljóst að krónan er frjálsari nú en hún hefur lengst af verið. Seðlabankastjórinn fyrrverandi telur ekki að til sé fyrir­ komulag sem getur komið í veg fyrir sveiflur í hagkerfinu hérlendis. „Hnykkirnir, þeir koma. Hvort sem þeir eru vegna veiru frá útlöndum, að eitthvað gerist í sjónum í kringum okkur, eða að alþjóðlega fjármálakerfið hikstar, þá mun þetta koma. Það mun valda sveiflum, en mis­ jafnt hvar sveiflurnar muni koma fram. Koma þær fram í atvinnustiginu, genginu, verðbólgu eða ríkisfjármálum?“ Engin fullkomin lausn sé til varðandi peningastefnu Íslands. Engin lausn vari að eilífu og sé algjörlega sjálfbær við allar aðstæður, heldur þurfi að gera það sem sé skyn­ samlegast á hverjum tíma. Myntbandalag væri til dæmis alvöru valkostur fyrir Ísland, en það liggi ekki endilega fyrir hvort sá kostur væri fýsilegri við núverandi aðstæður en sá sem þjóðin býr við um þessar mundir. Sú ákvörðun hefði einnig mun víðtækari samfélags­ legar hliðar en hinar efnahagslegu, þar sem eini raunhæfi kosturinn á myntbandalagi felur í sér aðild að Evrópusam­ bandinu, og segir Már að umræða og ákvarðanir um það færu langt út fyrir svið hagfræðinnar: „Mér finnst eins og ýmsir, bæði stjórnmálamenn og aðrir, hafi tilhneigingu til að ætlast til þess að hagfræðingar reikni þá inn í lausnina. En það er ekki þannig og það verður ekki þannig.

VÍSBENDING • 2020


Már Guðmundsson tók við sem Seðlabankastjóri árið 2009 og gegndi því embætti þangað til í fyrra. Ljósmynd: Bára Huld Beck

Ef mál hafa mjög víðtæk þjóðfélagsleg áhrif og pólitískar hliðar, þá verða stjórnmálamennirnir að meta alla kosti og galla slíkra mála taka þá forystu sem þeir vilja taka á hverju sviði og þora að standa með því. Þeir geta þá ekki einungis vísað í að það sé búið að reikna þetta út og það sé það eina rétta. Því að þannig er það ekki. Hagfræðingar geta hins vegar kortlagt efnahagslega kosti og galla slíkra mála og aðstoðað með þeim hætti við stefnumótun.“ SKULUM EKKI AFTUR STEFNA AÐ HEIMSYFIRRÁÐUM

Þar sem myntbandalag er ekki raunhæfur kostur í nærtíma, meðal annars af pólitískum aðstæðum, þá er nauðsynlegt að búa til fyrirkomulag sem sé nægilega gott til að takast á við þá skelli sem valda sveiflum í þjóðarbúinu, samkvæmt Má. Þetta væri markmið þess fyrirkomulags sem komið hefur verið á hér á landi á undanförnum árum og felst í því að byggja upp viðnámsþrótt, beita fleiri tækjum og stilla þau betur saman með það að markmiði að varðveita bæði efna­ hagslegan og fjármálalegan stöðugleika. Sams konar þróun hefur verið að eiga sér stað meðal margra lítilla þjóðarbúa, einkum nýmarkaðsríkja, og á vegum alþjóðastofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru miklar rannsóknir og stefnumótun í gangi varðandi það hvernig þetta sé best gert. Már birti grein í Vísbendingu 22. nóvember sl. þar sem hann lýsir þessu nánar en á þessu ári hefur hann m.a. unnið að þessum málum með samtökum seðlabanka í Suðaustur Asíu (SEACEN). Már segir það vera hluta af þessum ramma að beita við vissar aðstæður tækjum sem setja hömlur við óhóflegum sveiflum í fjármagnshreyfingum. Markmiðið væri eigi að síður að njóta eins og kostur er þess ávinnings sem getur falist í fjármálalegri samþættingu við umheiminn og tilheyrandi fjármagnshreyfingum. „Kosturinn við þennan ramma er að hann er sveigjan­ legur. Þú getur sett hann saman með mismunandi hætti

eftir því sem þú lærir meira um virkni og samspil tækja sem getur svo leitt til þess að nota sum tæki meira en önnur. Þessi tæki eru þau sem peningastefnan og fjár­ málastöðugleikastefnan ráða yfir, ríkisfjármálastefnan, og reglurnar sem sjá til þess að einstök fjármálafyrirtæki og fjármálakerfið í heild fari ekki út fyrir hættumörk. Þess vegna er ekki endilega eitthvað sem segir að besta fyrirkomulagið sé að vera á öllum tímum með algjörlega óheftar fjármagnshreyfingar. Ýmis lönd eru að reyna að koma í veg fyrir of mikla alþjóðavæðingu eigin myntar þar sem þau eru ekki að stefna að heimsyfirráðum. Við reyndum það og skulum aldrei gera það aftur.“ EKKI SPURNING UM ALGJÖRT SJÁLFSTÆÐI SEÐLABANKANS

Aðspurður hvort slíkt náið samstarf milli peningastefn­ unnar og ríkisfjármálastefnunnar vegi ekki að hug­ myndinni um sjálfstæði seðlabanka ssegir hann að sú hugmynd standi enn fyrir sínu með ákveðnum fyrirvörum en vissulega felist í þessu viss áskorun. Sýnt hefði verið fram á að stjórn peningamála væri best í höndum sjálfstæðra seðlabanka, en það þýðir ekki að hann sé algjörlega sjálfstæður í öllum viðfangsefnum. „Seðla­ bankinn er missjálfstæður eftir því hvert viðfangsefnið er, það er hvort það er peningastefna, fjármálastöðugleiki, fjármálaeftirlit eða ýmis verkefni sem Seðlabankinn er með fyrir ríkisvaldið á grundvelli samninga en þar hefur fjármálaráðherrann síðasta orðið.“ Már bætir einnig við að hugmyndin um skilyrt sjálf­ stæði ætti ekki að vera mörgum framandi. „Mjög góður vinur minn, Stanley Fischer, fyrrverandi seðlabankastjóri Ísrael, aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og pró­ fessor við MIT, sagði eitthvað á þá leið að þeir sem fullyrða að það sé ekki hægt að vera hálfsjálfstæður hafa aldrei verið giftir.“

VÍSBENDING • 2020

13


GRÉTA MARÍA GRÉTARSDÓTTIR

verkfræðingur

„ÞÚ ERT Á MUTE“

V

erða þetta orðin sem við munum tengja við árið 2020 eða verða það „fordæmalausir tímar“ og „erfiðar aðstæður í efnahagslífinu“ sem koma upp í hugann þegar fram líða stundir? Þegar við veltum fyrir okkur hvernig árið 2020 var, árið sem margir vildu helst að hefði liðið hraðar og vilja gleyma sem fyrst, þá eru líka jákvæðir hlutir sem koma í ljós. Árið hefur verið ár aðlögunar fyrir einstaklinga og fyrir fyrirtæki og aðlögunarhæfni er mun meiri en við þorðum að vona. Stöðugt hefur þurft að aðlaga sig að þeim takmörkunum sem í gildi hafa verið hverju sinni og fyrir mörg fyrirtæki hefur rekstrarumhverfið einnig verið mjög erfitt. Verkefnin hafa verið mörg og krefjandi sem fyrirtækin hafa þurft að glíma við og stjórnendur standa einnig frammi fyrir nýjum veruleika sem snýr ekki bara að erfiðu efnahagsá­ standi heldur eru einkenni vinnustaða gjörbreytt frá því sem áður var. BREYTT STJÓRNUN

Fjarvinna og fjarfundir eru komin til að vera. Ekkert eitt módel er til sem segir hversu mikla fjarvinnu á að leyfa eða ekki leyfa, heldur mun hver og einn vinnustaður þurfa að finna sinn takt og aðlaga breytt vinnufyrirkomulag að sinni menningu. Fyrir flesta íslenska stjórnendur þá er þetta nýr veruleiki og það er áskorun að hafa ekki fólkið sitt hjá sér í raunheimum og eiga meirihluta samskipta í gegnum samskipta- eða fundarkerfi. Samskiptamynstrið hefur breyst og það mun verða einhver tími þar til það verður jafnt skilvirkt og samskiptamynstrið í raunheimum. Dýnamíkin á fjarfundum er ekki sú sama og í fundarher­ bergjum í raunheimum og eflaust kannast einhverjir við það af fjarfundum að vera búnir að tala í einhvern tíma þangað til þeir heyra loksins „það heyrist ekki í þér, þú ert á mute“. Þrátt fyrir að fjarfundir séu almennt mjög skilvirkir þá henta þeir ekki í öll málefni. Til að mynda er yfirleitt

14

auðveldara að eiga samskipti í raunheimum þegar kemur að ýmsum starfsmannamálum. Það eru dæmi um það að starfsmenn sem voru að hefja störf á nýjum stað á árinu hafa ekki hitt neina samstarfsmenn í raunheimum og móttaka nýrra starfsmanna er eitthvað sem hefur þurft að aðlaga mjög hratt að breyttum aðstæðum. Það er fjár­ festing að ráða nýja starfsmenn og með breyttu vinnufyr­ irkomulagi er mun erfiðara fyrir þá að mynda tengsl við samstarfsmenn. Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð fylgni sé milli frammistöðu starfsmanns og þess að eiga góðan vin í vinnunni. Eins er helgun þeirra starfsmanna sem eiga góðan vin í vinnunni meiri. Því er mikilvægt að finna leiðir til að starfsmenn tengist og finna lausn á því hvernig við getum fengið starfsmenn til að taka „spjallið við kaffivélina“ í umhverfi þar sem allir eru með sína eigin kaffivél. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnandans er að hjálpa starfsmönnunum sínum að vaxa. Til að hægt sé að sinna því hlutverki er mikilvægt að hlusta en það er ekki eins skilvirkt í gegnum skjáinn. 7-38-55 reglan er regla sem lýsir því hvernig við komum tilfinningum til skila í sam­ skiptum og reglan hjálpar okkur að skilja af hverju það er ekki eins skilvirkt að eiga samskipti í gegnum skjá. Reglan segir okkur að 7% tilfinninga sé miðlað með töluðu orði, 38% með raddblæ og 55% prósent með líkamstjáningu. Það er því mun erfiðara að lesa í líðan fólks og meiri líkur á því að stjórnendur taki ekki eftir einhverju merkjum frá starfsmönnum sem þeir tækju eftir í raunheimum. Það er því mikilvægt að byrja að nota fleiri leiðir til styðja við fólkið sitt heldur en samtöl í gegnum skjá. Þessar ofantaldar áskoranir eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu áskorunum sem stjórnendur standa frammi fyrir gagnvart starfsmönnum og ljóst er að enn frekari breytingar munu eiga sér stað. Það er mikilvægt fyrir alla stjórnendur að hafa traust starfsmanna sinna og það hefur ekki breyst að það eykur traust að hafa skýra stefnu og

VÍSBENDING • 2020


Ljósmynd: Bára Huld Beck

sýn. Því er mikilvægt að líta einnig á þær áskoranir sem snúa að rekstri fyrirtækja og hvernig eigi að tækla þær þegar efnahagsaðstæður eru erfiðar. Flest fyrirtæki hafa á þessu ári þurft að aðlaga sig að sífelldum breytingum á takmörkunum vegna sóttvarna­ aðgerða. Það hefur gert það að verkum að stöðugt þarf að vera að bregðast við. Jákvæð afleiðing af þessu er að hjá mörgum fyrirtækjum er ákvörðunartaka orðin hraðari. Ekki er bara ákvörðunartakan orðin hraðari heldur hefur upplýsingaflæði til starfsmanna aukist til að framkvæmdin sé hröð. Þannig eru oft fleiri starfsmenn en áður vel upp­ lýstir um ákvarðanir sem teknar eru til að auka líkur á því að þær séu rétt útfærðar. ALGENGU MISTÖKIN

Það eru ekki allir stjórnendur sem telja það réttan tíma­ punkt í erfiðu ástandi að endurskoða stefnuna. Það er þó einmitt á þeim tímapunkti þegar rekstrarumhverfið er krefjandi að endurskoða þarf stefnu og framtíðarsýn því umhverfið er að breytast og oft á meiri hraða en áður. Algeng mistök hjá stjórnendum er að gleyma sér í amstri dagsins þannig að allur fókus og orka fer á verkefni sem eru sífellt að koma upp og verður að „leysa strax“. Stjórnendur verða því oft of seinir að átta sig á breytingum í umhverfinu og hvaða áhrif þær hafa á fyrirtækið. Þeir greina þar af leiðandi ekki hver áhrifin verða á reksturinn til framtíðar. Það að styrkja stoðir tekjumódelsins og sjá tækifæri í erfiðu efnahagsástandi er erfitt. Því er stefnumótun og framtíðarsýn sett til hliðar eða því frestað að taka stórar ákvarðanir. Fyrirtækið fer í varnarstöðu og reynt er að halda í óbreytt ástand með því að lækka kostnað og öll áhersla er á kostnaðarstrúktúr fyrirtækisins. Oft á tíðum er það nauðsynlegt en líka er það oft auðvelda leiðin. Það er auðvelt að hætta við verkefni sem ekki eru byrjuð að skapa tekjur en á sama tíma eru þetta verkefni sem geta skilið á milli þess hvort fyrirtækið lifi eða ekki í framtíð­ inni. Mikilvægt er að greina vel þær ákvarðanir sem snúa

að þróun sem enn er ekki tekjuskapandi en styður við framtíðarvöxt. Það getur haft afdrifarík áhrif að hægja á eða hætta við eitthvað ef til dæmis samkeppnisaðilinn heldur áfram þróun. Mun samkeppnisaðilinn þá hafa forskot sem verður erfitt að brúa þegar ástandið batnar? TILBÚIN Í UPPSVEIFLUNA

Ástandið mun nefnilega batna og þá er eins gott að vera vel undirbúin með skýra stefnu og framtíðarsýn. Mikilvægt er að átta sig á hvernig þær breytingar sem hafa orðið og þær sem munu verða hafi áhrif á viðskiptamódel fyrirtæk­ isins. Hvaða breytingar eru komnar til að vera og hvernig ætlar fyrirtækið að bregðast við? Þetta er mikilvægt fyrir stjórnendur að vera með á hreinu og gera aðlaganir á við­ skiptamódelinu þar sem við á. Hvernig verður séð til þess að fyrirtækið sé fljótt að skala upp aftur? Hvaða tækifæri eru í ástandinu og hvernig ætlum á að nýta þau? Stjórnendur eru misjafnir eins og þeir eru margir. Sumir eru fæddir leiðtogar og eiga auðvelt með að gera aðlaganir á stefn­ unni og koma henni til skila. Það er nefnilega lykilatriði í erfiðu ástandi að sýna starfsmönnum fram á að það sé ljós við enda ganganna, stefnan er skýr, nýta á tækifærin sem ástandið hefur haft í för með sér til að gera betur og aðlaga viðskiptamódelið. Þá er betra að vera með stjórnanda sem er ekki á „mute“ því með skýrri framtíðarsýn fær starfsfólk þá trú sem þarf til að koma því í gegnum erfið tímabilið því það treystir því að stjórnandinn leiði það í rétta átt. Áskoranir stjórnenda þegar efnahagsástandið er erfitt eru því fjölmargar og krefjandi en á sama tíma þá eru þær einnig lærdómsríkar. Þegar fram líða stundir þá munu stjórnendur horfa til ársins 2020, sem ársins þar sem þeir lærðu mikið. Öfluðu sér nýrrar þekkingar og reynslu sem jók hæfni þeirra. Líta þarf á verkefnin sem tækifæri til að þróast og verða öflugri stjórnendur með fleiri verkfæri í kistunni og þá verða þeir betur undirbúnir til að tækla næstu niðursveiflu. Niðursveiflan mun koma, það er bara spurning hvernig og hvenær hún verður.


GYLFI ZOEGA

hagfræðingur

LJÓSIÐ FRAMUNDAN

Á

því ári sem nú er að líða gnæfir COVID-19 farsóttin yfir öðrum þjóðhagslegum og samfé­ lagslegum atburðum. Nú þegar jól og áramót nálgast spyrja margir við hverju megi búast á næsta ári ef fer sem horfir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á vormánuðum. Hér verður stuttlega farið yfir hagfræði farsótta, efnahagsleg áhrif spænsku veikinnar og annarra farsótta í fortíð og fjallað um horfurnar fram undan. EFNAHAGSLEG ÁHRIF

Í ár hafa Íslendingar sem aðrar þjóðir fundið óþægilega fyrir hagfræðilegum afleiðingum farsóttarinnar sem hafa skert lífsgæði ekki síður en sjálf heilsufarsváin. Atvinnu­ greinar hafa lamast og rúmlega tíu þúsund manns misst vinnuna. Til skamms tíma hefur farsótt og sóttvarnaaðgerðir áhrif á bæði eftirspurn og framboð í hagkerfinu. Fram­ boðsáhrifin verða þegar starfsfólki er meinað að mæta til vinnu vegna smithættu; veitingahús mega ekki fullnýta afkastagetu sína, verslanir eiga skv. reglu að vera hálf tómar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurnaráhrif verða þegar viðskiptavinirnir vilja eða mega ekki heldur mæta til þess að kaupa þjónustu; erlendir ferðamenn hverfa af götum borgarinnar og miðbærinn verður líkastur draugabæ. Þjónustugreinarnar verða fyrir miklu höggi vegna þessara framboðs- og eftirspurnaráhrifa en framleiðsla og verslun með vörur heldur áfram og getur jafnvel eflst eins og dæmin sanna þegar fólk notar þá peninga sem hefðu farið í ferðalög til þess að kaupa tómstundavörur eða gera upp heimili sín og sumarbústaði. En lítum nú fram á við. Fyrirsjáanlegt er að bóluefni verði flutt til landsins þegar eftir áramót og þjóðin verði smám saman bólusett þegar líður á vorið. Fólk getur þá

vonandi aftur mætt óttalaust til vinnu, hitt viðskiptavini og ferðast að vild. Framboðs- og eftirspurnaráhrifin munu smám saman hverfa. En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þjóðir eru í þeim sporum að farsótt renni sitt skeið á enda. Farsóttir hafa herjað á mannkyn frá örófi alda. Svo hvað kennir reynslan okkur? REYNSLAN AF FYRRI FARSÓTTUM

Spænska veikin hafði neikvæð en skammvinn áhrif á efnahagslífið. Fyrirtæki og atvinnugreinar urðu fyrir miklu tekjufalli til skamms tíma á meðan önnur, t.d. þau sem seldu lyf , fundu fyrir meiri eftirspurn. Í Bandaríkjunum mælir stofnunin NBER tímasetningu hagsveiflunnar. Skv. mælingum hennar þá varð niðursveifla í hagkerfinu frá ágúst 1918 sem náði botni í mars 1919 þegar þriðja bylgja faraldurins gekk yfir. Spænska veikin er sögð eiga uppruna sinn í Banda­ ríkjunum en breiddist fljótt út um heiminn, m.a. með hermönnum sem sendir voru til Evrópu árið 1918. Á Ítalíu minnkaði framleiðsla um 6,5 prósent meira í þeim héruðum sem hæstu dánartíðnina höfðu í samanburði við þau sem höfðu lægstu dánartíðnina.1 Þegar gögn frá mörgum löndum eru notuð og dauðsföll af völdum spænsku veikinnar aðgreind frá mannfalli í styrjöldinni þá kemur í ljós að farsóttin olli umtalsverðum samdrætti. Alls létust um 2,1% af heildarmannfjölda og verg lands­ framleiðsla (VLF) minnkaði um 6 prósent og einkaneysla dróst saman um 8 prósent á meðan pestin gekk yfir.2 Hagvöxtur lét ekki bíða eftir sér í kjölfar spænsku veik­ innar og í sumum löndum varð spænska veikin til þess að hækka laun þeirra sem áfram lifðu. Þetta stafar af því að skortur á vinnuafli verður vegna mannfalls. Rannsóknir á launabreytingum í borgum og fylkjum Bandaríkjanna

1 Sjá Carillo og Jappelli, 2020. 2 Sjá Barro, Ursúa og Weng, 2020.

16

VÍSBENDING • 2020


MYND 1 VERG LANDSFRAMLEIÐSLA Á MANN Í DANMÖRKU OG SVÍÞJÓÐ

árið 1918 en síðan fylgir myndarlegur hagvöxtur áratugina tvo á eftir. 6,500 Þótt hagkerfin hafi náð Danmörk 6,000 sér fljótt á strik þá lék Svíþjóð spænska veikin einstak­ 5,500 linga grátt. Alls létust um 40 milljónir manna í sam­ 5,000 tals 48 ríkjum (skv. mati 4,500 Barro, Ursúa, og Weng, 2020) og hún hafði var­ 4,000 anleg heilsufarsleg áhrif á aðra. Ein rannsókn sýndi 3,500 fram á að einstaklingar 3,000 sem voru í móðurkviði á meðan á farsóttinni stóð 2,500 urðu fyrir skaðlegum 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 áhrifum.8 Þeir árgangar Ár sem voru rétt ófæddir á Heimild: Jorda-Schularick-Taylor Macrohistory database. meðan faraldurinn gekk yfir í Bandaríkjunum í kjölfar spænsku veikinnar hafa leitt í ljós að aukning hættu að meðaltali fyrr í skóla, tíðni bæklunar var hærri dauðsfalla sem hlutfalls af fólksfjölda um 10% hafi valdið og tekjur síðar á ævinni lægri. Börn mæðra sem sýktust 2-3% hækkun launa. Þannig hafi 4 prósent af saman­ voru 15% minna líkleg til þess að ljúka námi í fram­ lagðri hækkun launa frá 1914 til 1919 stafað af auknum haldsskóla og laun karla sem áttu mæður sem sýktust dauðföllum vegna farsóttarinnar.3 Rannsóknir hafa einnig af spænsku veikinni meðan á meðgöngu stóð höfðu að fundið jákvætt samband á milli tíðni dauðsfalla í hverju meðaltali 5-9 prósent lægri laun. ríki Bandaríkjanna og vaxtar framleiðslu og tekna á mann Spænska veikin felldi m.a. einn frægasta félagsfræðing frá 1921 til 1930.4 Eitt dauðsfall á hverja þúsund íbúa sögunnar, Max Weber og listmálarann Gustav Klimt. skýrði 0,2% meiri hagvöxt á ári hverju næsta áratuginn. Aðrir sýktust en náðu aftur heilsu, svo sem Walt Dis­ Tengslin eru enn sterkari ef dauðsföll fólks á vinnufærum ney, Mahatma Gandhi, Lloyd George forsætisráðherra aldri voru notuð í stað dauðsfalla innan allra aldurshópa.5,6 Breta, Franklin Roosevelt og listmálarinn Edvard Munch. Ein nýleg rannsókn kannaði efnahagslegar afleiðingar Woodrow Wilson, forseti Bandaríkjanna smitaðist af farsótta aftur til 14. aldar.7 Niðurstaðan var sú að far­ spænsku veikinni og sagt er að hann hafi ekki verið heill sóttum sem valda a.m.k. 100 þúsund dauðsföllum fylgi heilsu þegar Versalasamningarnir voru gerðir árið 1919, tímabil hækkandi launa sem geti varað í áratugi. Sú mann­ ef til vill með alvarlegum afleiðingum fyrir frið í Evrópu. skæðasta var svarti dauði (75-100 milljónir), þá spænska ÞÁ OG NÚ veikin og síðan Asíuflensan 1957-58. Launahækkanir verða vegna mannfellis og/eða vegna þess að sparnaður og í Færri dauðsföll hafa fylgt COVID-19 veikinni en spænsku kjölfarið fjárfesting eykst sem veldur því að fjármagnsstofn­ veikinni. Þá létust um 40 milljónir manna en hingað inn verður meiri á hvern vinnandi mann og framleiðni til hafa dauðsföll verið rúmlega 1,5 milljónir í heimin­ vinnuafls meiri. Niðurstöðurnar sýndu að drepsóttir hafi um.9 Dauðsföll eru einnig fá á Íslandi í samanburði við lækkað raunvexti í 30-40 ár en kaupmáttur launa hækki. spænsku veikina en samkvæmt Vísindavefnum létust 484 Þriðji áratugur 20. aldar var mikill uppgangstími í flestum Íslendingar af mannfjölda sem var 91.368 í upphafi árs ríkjum, einkum í Bandaríkjunum. Norðurlöndin voru ekki 1918.10 Til samanburðar var mannfjöldi í upphafi árs þátttakendur í fyrri heimsstyrjöldinni en fóru ekki varhluta 2020 364.134. Ef dánartíðnin væri sú sama og í spænsku af spænsku veikinni. Í Svíþjóð létust um 37 þúsund manns veikinni myndu um 1930 manns látast í stað þeirra 28 og 18 þúsund í Danmörku. Myndin hér til hliðar sýnir sem hafa látist í ár. Einnig lagðist spænska veikin meira vísitölu VLF á mann. Sjá má að VLF á mann fellur aðeins á ungt fólk (15-44 ára) í samanburði við COVID-19. VLF á mann (vísitala)

(vísitala, 2005=100)

3 Sjá Manfred Garrett (2006). 4 Sjá Braunerd og Siegler (2003). Þeir leiðréttu fyrir áhrif tekna á mann í upphafi tímabilsins, hlutdeild landbúnaðar í vinnuafli og fjölda innflytjenda. 5 Hluti af ástæðunni fyrir þessum hagvexti stafar af því að gjaldþrota fyrirtækja voru fleiri í þeim fylkjum sem höfðu fleiri dauðsföll. Þess vegna varð meiri samdráttur þar á meðan á farsóttinni stóð og því meiri hagvöxtur í kjölfarið. 6 Rannsóknir á áhrifum svarta dauða, sem olli dauða um 25% af íbúum Vesturlanda, virtust í fyrstu benda til þess að laun hefðu hækkað á 14. öld en síðari rannsóknir drógu þessar niðurstöður í efa (sjá til. Hirshleifer, 1987). 7 Jordá, Singh og Taylor, 2020. 8 Sjá Almond, 2006. 9 Skv. Barro of fleiri (2020) og Johns Hopkins University, COVID-19 Map - Johns Hopkins Coronavirus Resource Center (jhu.edu). 10 Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands, Vísindavefurinn: Hvað var spánska veikin? (visindavefur.is).

VÍSBENDING • 2020

17


18

Ljósmynd: Bára Huld Beck

VÍSBENDING • 2020


MYND 2 VERG LANDSFRAMLEIÐSLA Á MANN Á ÍSLANDI

En efnahagslegar afleið­ VLF á mann ingar hafa engu að síður (vísitala)(vísitala, 1945=100) verið mjög miklar. Á þriðja 65 ársfjórðungi var VLF 2,9 60 prósent lægri í Bandaríkj­ unum en á sama ársfjórð­ 55 ungi í fyrra, 9,6 prósent lægri í Bretlandi, 9,1 pró­ 50 sent lægri fyrir 20 stærstu 45 hagkerfin og 4,3 prósent lægri á evrusvæðinu. Sam­ 40 bærileg tala er 6,7 prósent á Íslandi.11 35 Skv. tölum Hagstof­ 30 unnar var hagvöxtur árið 1918 neikvæður um 5,16 25 prósent en var svo jákvæður 14 16 18 20 ári 1919 um heil 16,68 pró­ sent. Miklar sveiflur voru á framleiðslu frá ári til árs á þessum tíma. Heimsstyrjöldin hafði áhrif á útflutning og var hagvöxtur neikvæður öll styrjaldarárin, mest árið 1916 (-10,79%) og minnst árið 1917 (-0,71%). En spænska veikin hafði ekki varanleg áhrif á efnahagsstarfsemina hér fremur en annars staðar. Myndin hér að ofan sýnir vísitölu VLF frá 1914 til 1939. Ferillinn svipar til þess sem við sáum á fyrri myndinni fyrir Danmörku og Svíþjóð. Hagvöxtur var góður áratuginn á eftir en heimskreppan á fjórða áratuginum hægði á honum. Vegna þess að COVID farsóttin hefur sem betur fer ekki valdið eins mörgum dauðsföllum og spænska veikin er ekki hægt að búast við því að laun hækki eða arðsemi fjármagns lækki á næstu árum eins og gerðist í kjölfar banvænustu farsóttanna.

Ljósmynd: Bára Huld Beck

ÁRIÐ FRAMUNDAN

Með bólusetningu landsmanna og heimsbyggðarinnar á næsta ári mun efnahagslífið smám saman komast í eðlilegra horf þegar bæði framboðs- og eftirspurnaráhrif farsóttarinnar fjara út. Mikil óvissa er þó um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári hér á landi (sem auka eftirspurn) svo og fjölda utanlandsferða Íslendinga (sem minnka eftirspurn hér á landi). Rannsóknir á afleiðingum SARS farsóttarinnar í Asíu árið 2003 sýna að ferðamönnum getur fjölgað mjög fljótt eftir að farsótt linnir. Hins vegar er breytileiki á milli landa, ferðaþjónusta í sumum löndum nær sér fyrr á strik en í öðrum löndum, og ferðamenn frá sumum löndum koma fyrr aftur en frá öðrum löndum.12 Þegar líður á næsta ár og árin á eftir mun hagkerfið væntanlega ná sér aftur, gisti­hús smám saman fyllast aftur af ferðamönnum og rútuumferð aukast á þjóðvegum, hag­ vöxtur verður þá jákvæður og atvinnu­leysi minnkar. Áhrif farsóttarinnar munu þó sjást í tölum um skuldir ríkissjóðs, sveitarfélaga og margra fyrirtækja auk þess sem veikari fyrir­ tæki í þjónustu munu hafa hætt starfsemi. En skuldastaðan

22

24

26 Ár

28

30

32

34

36

38

Heimild: Hagstofa Íslands.

mun batna árin eftir og ný fyrir­tæki verða stofnuð. Það kemur sér vel nú eins og í fjármálakreppunni árið 2008 að skuldir ríkisins í hlutfalli af VLF voru lágar áður en áfallið varð. Skuldirnar (skv. skuldareglu) voru afar lágar árið 2019 eða rétt undir 30 prósentum af landsframleiðslu. Þetta er mun lægra hlutfall en í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu og jafn­ vel lægra en í Þýskalandi og Hollandi. Það er einungis í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem sambærilegar tölur mátti finna. Vegna aðgerða og tekjufalls ríkisins vegna COVID kreppunnar munu skuldirnar verða 37 prósent á þessu ári. Því er spáð að þær verði orðnar 43 prósent árið 2021 og ná hámarki í um 51 prósent árið 2024. Þetta skuldahlutfall er einnig lágt í alþjóðlegum samanburði. En það er mikil óvissa um þróun skulda vegna óvissu um hversu hagvöxtur verður mikill. Eftir stendur heilsufars­legt tjón þeirra sem eiga mögu­ lega við langvinn áhrif COVID að glíma og sorg þeirra sem sjá á eftir sínum nánustu. Heimildir: Almond, Douglas (2006), „Is the 1918 Influenza Pandemic Over? Long-Term Effects of In Utero Influenza Exposures in the Post-1940 U.S. Population,“ Journal of Political Economy, 114 (4), 672-712. Barro, Robert J., José F. Ursúa, and Joanna Weng (2020), “The Coronavirus and the Great Influenza Pandemic: Lessons from the “Spanish Flu,” for the Coronavirus’s Potential Effects on Mortality and Economic Activity. Technical Report 26866, NBER working paper 26866. Brainer, Elizabeth og Mark Siegler (2003), “The Economic Effects of the 1918 Influenza Epidemic.” Discussion Paper 3791, Centre for Economic Policy Research. Carillo, Mario og Tullio Jappelli (2020), “Pandemics and Local Economic Growth: Evidence from the Great Influenza in Italy,” CEPR Discussion Paper No. DP14849. Garrett, Thomas A. (2006), “War and Pestilence as Labor market Shocks: U.S. Manufacturing Wage Growth 1914-1919,” Working Paper 206-018C, Federal Bank of St. Louis. Hirshleifer, Jack (2987), Economic Behaviour in Adversity, Chicago: University of Chicago Press. Jordá, Óscar, Sanjay R. Singh og Alan M. Taylor (2020), “Longer-Run Economic Consequences of Pandemics,” NBER Working Paper 26934. Mao, Chi-Kuo, Cherng G.Ding og Hsiu-Yu Lee (2009), “Post-SARS Tourist Arrival Recovery Patterns: An Analysis Based on a Catastrophe Theory,” Tourism Management, 31 (6), 855–861.

11 Í Bandaríkjunum hækkaði atvinnuleysi úr 3.5 prósentum í febrúar í 6.70 prósent í nóvember eftir að hafa farið í 14.7 prósentur í apríl. Á meðal aðildarríkja OECD hækkaði meðalatvinnuleysi úr 5.2% í 7.3% á sama tíma. 12 Sjá svo sem Mao og meðhöfunda, 2009. VÍSBENDING • 2020

19


GUNNAR ÞÓR BJARNASON

sagnfræðingur

SPÆNSKA VEIKIN OG NÚTÍMINN

V

erið varkár! Aldrei í gervallri mannkyns­ sögunni hefur farsótt gengið af svo mörgu fólki dauðu á svo skömmum tíma sem spænska veikin gerði á árunum 1918 og 1919. Svarti dauði var að sönnu mannskæðari en hann hafði margir aldir til að vinna sitt verk. Spænska veikin var inflúensa, veirufaldur sem kostaði að minnsta kosti 50 milljónir mannslífa um heim allan, hugsanlega tölu­ vert fleiri, jafnvel allt að 100 milljónum. Árið 1918 var fólksfjöldi í heiminum um 1.8 milljarður, nú nálgast mannfjöldinn óðfluga átta milljarða. Langflest fórnarlömb spænsku veikinnar létust á tímbil­ inu frá því í september og fram í desember 1918. Þá gekk önnur bylgja faraldursins, hin eiginlega spænska veiki eins og oft er sagt. Líkt og títt er um veirufaraldra gekk spænska veikin yfir í bylgjum, þremur að því er oftast er talið – vor og sumar 1918, haust 1918 og fyrri hluta árs 1919. Sumir fræðimenn telja reyndar að inflú­ ensufaraldurinn á fyrri hluta árs 1919 hafi í raun verið eftirhreytur af haustbylgju spænsku veikinnar 1918, þriðja bylgjan svo riðið yfir ári síðar, 1920. Enn aðrir tala um væga fjórðu bylgju árið 1920, jafnvel að veikin hafi á árinu 1921 gengið á svæðum sem höfðu fram til þess sloppið. Veirufaraldurinn sem þjóðir heims kljást við nú hefur af skiljanlegum ástæðum beint sjónum fólks að spænsku veikinni. Og enn er fólk á lífi sem man hörmungarnar fyrir rúmlega einni öld, til dæmis Spánverjinn José Ameal Peña sem í mars á þessu ári fylgdist áhyggjufullur með því hvernig Covid-19 læsti klóm sínum um Spánverja. Hann var fjögurra ára þegar spænska veikin geisaði í þorpinu hans og sagði frá því hvernig kirkjuklukkurnar hringdu án afláts. „Verið varkár,“ sagði hann, „ég vil ekki sjá það sama endurtaka sig. Það kostaði svo mörg mannslíf.“ En fyrst Spánverji er hér nefndur til sögunnar er rétt að minna á að spænska veikin var alls ekki spænsk heldur

20

bandarísk að ætt og uppruna, kom fyrst upp í herbúðum Bandaríkjahers í Funston í Kansas-ríki, ekki langt austur af Kansas-borg, snemma í marsmánuði árið 1918. Fleiri einstaklingar en Spánverjinn José Ameal Peña brúa bilið á milli spænsku veikinnar og Covid-19. Í Bret­ landi var 108 ára gömul kona sem mundi vel hvernig flestir í fjölskyldu hennar veiktust 1918. Systir hennar dó en sjálf náði hún sér, lést svo úr Covid-19. Og vestur í Bolungarvík veiktist Helga Guðmundsdóttir af Covid-19, orðin 103 ára gömul, en hristi veikindin af sér. SÓTTVARNIR

Dánartíðni á Íslandi í spænsku veikinni var svipuð og annars staðar á Norðurlöndum og í öðrum nágrannaríkjum, um eða rétt innan við sex af hverjum þúsund íbúum. Samtals létust hátt í 600 Íslendingar af völdum veikinnar. Haustbylgjan barst fyrst til landsins með skipum frá Danmörku, Englandi og Bandaríkjunum skömmu eftir miðjan október og langflest dauðsföll urðu í nóvember­ mánuði. Veikin lék Reykvíkinga afar grátt, einnig íbúa á öðrum þéttbýlisstöðum sunnan- og vestanlands og víða til sveita. En á Austur- og Norðurlandi og víðar á landinu tókst fólki að verjast veikinni. Ef til vill eru sóttvarnir hér á landi árið 1918 sá partur af sögu spænsku veikinnar haustið og veturinn 1918 sem nútímafólk getur dregið mestan lærdóm af. Þegar haust­ bylgjan barst til landsins voru í fyrstu engar ráðstafanir gerðar til að hefta útbreiðslu inflúensunnar, skipafarþegar frá útlöndum ekki settir í sóttkví né ferðir fólks takmark­ aðar á nokkurn hátt. Því barst sóttin eins og eldur í sinu út frá Reykjavík til nærliggjandi byggða. Þáverandi landlæknir, Guðmundur Björnson, hélt því statt og stöðugt fram að haustbylgjan væri sama veikin og gengið hafði hér á landi um sumarið, til lítils væri að hindra útbreiðslu veiki „sem fyrir væri á staðnum,“ eins og hann komst að orði.

VÍSBENDING • 2020


Bráðabirgðasjúkrahús í Fort Riley í Kansas, Bandaríkjunum, árið 1918.

Ljósmynd: Armed Forces Institute of Pathology/National Museum of Health and Medicine.

Þar að auki hefði hún reynst væg og ekki valdið mann­ tjóni. Það átti heldur betur eftir að breytast. En þrátt fyrir ískyggilegar fréttir af afleiðingum faraldursins erlendis í október hamraði landlæknir engu að síður á því að spænska veikin væri bara inflúensa, ekki illkynjaðri en ýmsir inflúensufaraldrar fyrri ára og áratuga og auk þess ógerlegt að koma í veg fyrir að hún bærist til landsins og breiddist út. Afstaða landlæknis var afar umdeild, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Hann mátti þola vægðarlausa gagnrýni og var sakaður um að bera ábyrgð á því hversu margir létu lífið. Það væri óafsakanleg vanræksla og í raun glæpur að hafa hleypt veikinni inn í landið og leyft henni að leika lausum hala. Í blöðum og á Alþingi var þess krafist að honum yrði vikið frá störfum. En hann sat sem fastast í emb­ ætti og benti í málsvörn sinni á að íslensk sóttvarnarlög hefðu ekki verið samin „með þá fjarstæðu fyrir augum að þeirra ströngu fyrirmæli geti nokkru sinni orðið beitt við öll – öll aðkomuskip, að þau geti reist rönd við farsótt sem gengur um allan heim og hvergi annars staðar verður viðnám veitt“. En slík orð mættu litlum skilningi í fjar­ lægari byggðum þar sem fólk fylltist ótta þegar fréttir tóku að berast af öllum dauðs­ föllunum á suðvesturhorni lands. Heimamenn

á Austur- og Norðurlandi og víðar bjuggust til varna. „Því að fyrir kæruleysi eins og ég tel að átt hafi sér stað syðra ætla ég mér ekki, meðan má, að láta Skaftfellinga verða sótt þessari að bráð,“ sagði til dæmis Gísli Sveinsson, sýslumaður í Vík í Mýrdal.

VÍSBENDING • 2020

21


Á Akureyri, Siglufirði, Seyðisfirði og víðar voru heimamenn staðráðnir í að verjast veikinni og bjuggu sig undir langa baráttu. „Enginn má álíta það að hér sé um örlítið tímabil að ræða heldur má búast við að standa verði vörð fram til vors eða lengur. Menn verða að sætta sig við þau óþægindi sem siglingateppan og samgöngu­ leysið veldur án þess að mögla eða kasta frá sér þeirri meginhugsun að verjast; verjast hvað sem það kostar.“ Þetta mátti lesa í Akureyrarblaðinu Verkamanninum í nóvemberlok 1918. Sóttvarnirnar skiluðu árangri. Stöku sinnum ratar Ísland í erlend yfirlitsrit um spænsku veikina og þykir þá ekki síst frásagnarvert að svo stórum landsvæðum hafi tekist að verjast faraldrinum. Þjóðin var fámenn, landið strjálbýlt og samgöngur erfiðar – allt þetta auðveldaði sóttvarnir úti um landið. KREPPA

Nú er sagt að efnahagskreppan í kjölfar Covid-19 verði sú dýpsta í hundrað ár, sumstaðar er jafnvel talað um mestu efnahagslægð sögunnar. Þegar spænska veikin skall á hafði heimsstríð staðið yfir í nærri fjögur ár með öllum þeim hörmungum og þrengingum sem því fylgdi. Landsframleiðsla á Íslandi dróst saman um 5% á árinu 1918. Öll stríðsárin varð samdráttur hér á landi, mestur árið 1916 eða um 10%. Mikil uppsveifla varð svo árið 1919 en nærri 15% samdráttur árið 1920. Sagnfræðingar hafa notað hugtakið „haglægðin langa“ um þessi ár. Það var ekki fyrr en á árinu 1926 sem landsframleiðsla á mann hérlendis varð meiri en hún hafði verið áður en heimsstyrjöldin skall á. Þetta var dýpsta og lengsta kreppa í sögu þjóðarinnar á 20. öld, mun verri en kreppan mikla á fjórða áratugnum. Spænska veikin bætti ekki úr skák í þeim þrengingum sem styrjöldin olli. Hún setti mark sitt á líf og afkomu fjölmargra einstaklinga til margra ára og ekki má gleyma því að hún fór verst með fólk í blóma lífsins. Flest dauðsföll urðu í aldurshópnum 30 til 34 ára. En í samanburði við núverandi aðstæður er rétt að hafa í huga að spænska veikin var tiltölulega fljót að ljúka sér af. Hún kom, sá og sigraði – og fór svo. Fjöldinn allur veiktist og margir dóu. Í Reykjavík veiktust tveir af hverjum þremur bæjarbúum, að minnsta kosti, héraðs­ læknirinn á Akranesi fullyrti að nærri 90% fólks í sínu læknishéraði hefðu veikst. Þegar önnur bylgja veikinnar var í hámarki lamaðist allt athafnalíf í Reykjavík og víðar þar sem veikin gekk en einungis í fáeinar vikur. Strax í desember 1918 var mannlíf í Reykjavík komið í nokkurn veginn eðlilegt horf. AFLEIÐINGAR

Aðstæður fyrir rúmum hundrað árum voru allt aðrar en þær eru nú. Mörg ár áttu eftir að líða þar til vísinda­ menn höfðu þróað nógu öfluga smásjá til að greina veirur, læknar stóðu í raun ráðþrota andspænis þessum skæða veirufaraldri og gátu engan læknað. Heilbrigðiskerfi hér á landi var afar frumstætt í samanburði við nútímann. Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en 12 árum síðar,

22

Guðmundur Björnsson, landlæknir 1906 til 1931. Mynd fengin af vef Alþingis.

langflest fórnarlömb spænsku veikinnar dóu heima hjá sér. Því er að mörgu leyti erfitt að bera saman Covid-19 og spænsku veikina. En nútímafólk hlýtur að dást að þeirri samhjálp og fórnfýsi sem fólk sýndi andspænis hinum illvíga sjúkdómi. Nágrannar, vinir og ættingjar hjúkruðu og önnuðust veikt fólk þegar og þar sem þess var þörf, konur elduðu handa nágrannafjölskyldum og sinntu börnunum. Svo mætti lengi telja. „Þetta var einstætt tækifæri að kynnast því heilbrigðasta og besta sem í fólkinu bjó,“ skrifaði Sigurður Nordal síðar þegar hann minntist þessara ára. Afleiðingar spænsku veikinnar voru miklar og margvís­ legar. Hún markaði umræður um heilbrigðismál næstu ár, jafnvel áratugi, og flýtti fyrir því að komið var á almennu heilbrigðiskerfi víða um lönd, styrkti einnig vitund fólks um mikilvægi hreinlætis og heilbrigðra lífshátta. Hér á landi voru sóttvarnir hertar og ný sóttvarnarlög sett. Margir áttu um sárt að binda og ótti við nýjan inflúens­ ufaraldur bjó um sig innra með fólki. Saga spænsku veikinnar getur kennt okkur margt, ekki síst það að Covid-19 mun fylgja okkur í mörg ár og sennilega móta varanlega hugmyndir okkar um heil­ brigðismál, líf og lífshætti. Höfundur er sagnfræðingur. Í nóvember síðastliðnum kom út hjá Máli og menningu bók hans Spænska veikin. Meðal annarra verka hans eru Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918 og Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1919.

VÍSBENDING • 2020


NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU? 1. Raðaðu vörunum í körfu

2. Veldu afhendingarmáta og stað

3. Þú sækir eða við sendum

Nú getur þú verslað hvar sem er; Með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni.

Fáðu vörurnar afhentar samdægurs - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.

Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.

NETTO.IS


HORFUR Á VIÐSPYRNU EFTIR ERFITT ÁR

BIRNA EINARSDÓTTIR

bankastjóri Íslandsbanka

24

Árið sem nú er að renna sitt skeið hefur verið mörgum landsmönnum afar erfitt og væntanlega öllum mjög sérkennilegt. Fyrir lítið land með risastóran ferðaþjónustugeira var óhjákvæmilegt að skellurinn vegna COVID-19 faraldursins yrði harður. Nýjustu tölur bera með sér að samdrátturinn í ár er krappur og verður líklega sá mesti á einu ári í nútíma hagsögu landsins. Í rauninni hefur framgangur kreppunnar verið í stórum dráttum í samræmi við þá mynd sem ýmsir drógu upp í vor. Stærstur hluti efnahagsþrenginganna stafar beint af því þunga höggi sem útflutningi landsins var greitt af veirunni skæðu en einnig hafa afleidd áhrif á innlenda eftirspurn aukið á samdráttinn. Það bætir þó talsvert úr skák að heimili og fyrirtæki hafa í auknum mæli beint kaupum sínum á vörum og þjónustu að innlendum aðilum og þannig viðhaldið fleiri störfum og meiri efnahagsumsvifum en ella væri. Ljóst er að yfirstandandi vetur verður harður í efnahagslegu tilliti. Tekjubrestur ferða­ þjónustunnar, hömlur á margvíslega starfsemi vegna sóttvarnaaðgerða og afleidd áhrif á efnahagsstarfsemina alla mun áfram lita íslenskan efnahag sterkum litum næsta kastið. Atvinnuleysi á enn eftir að ná hámarki og fyrirtækin þurfa mörg hver áfram verulegan stuðning til að lifa harðindin af. Sem betur fer er ljóstýran við enda ganganna bæði að verða bjartari og þokast nær okkur. Líkur á að hagkerfið taki kröftuglega við sér þegar lengra líður á næsta ár hafa batnað verulega með tilkomu áhrifaríkra bóluefna. Góðu heilli eru flestar forsendur til staðar fyrir myndarlegri viðspyrnu. Starfskraftar, fasteignir, farartæki og aðrir innviðir ferðaþjónustunnar eru vel í stakk búnir til að taka við myndarlegri fjölgun ferðamanna. Efnahagsreikningar bæði heimila, fyrirtækja og hins opinbera eru enn allsterkir á heildina litið öfugt við upphaf síðasta áratugar og ímynd Íslands með sína hreinu náttúru og víðerni ætti að falla vel að áhuga ferðamanna á að fá sem mesta tilbreytingu eftir innilokunarár en fara á sama tíma að gát hvað varðar smithættu og slíkt. Að mínu mati hefur kórónukreppan staðfest flest það sem við væntum þegar faraldur­ inn fór að geisa síðastliðinn vetur. Sá lærdómur sem við drógum af hruninu hefur til að mynda nýst okkur í aðdraganda skellsins nú. Gengið var hægt um gleðinnar dyr þegar góðærið var mest, safnað í sarpinn bæði hjá einkageiranum og hinu opinbera og þess gætt að búa hagkerfið undir mögru árin. Viðbrögð hins opinbera og Seðlabankans hafa í stórum dráttum verið býsna árangursrík á sama tíma og bankarnir hafa kappkostað að nýta aukið svigrúm eftir tilslakanir á kvöðum og kröfum til þess að styðja við viðskiptavini sína eftir megni. Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað hægar en óttast var, eignamarkaðir haldist fremur stöðugir og kaupmáttur almennings verið varinn á sama tíma og veiking krónu hefur aukið líkur á viðspyrnu útflutningsgreina þegar um hægist. Framundan er það verkefni að koma sem flestum heimilum og fyrirtækjum klakklaust í gegnum efnahagslegan frostavetur og hugsanlega hráslagalegt vor. Takist það eru meiri líkur en minni á að hagkerfið verði aftur farið að blómstra að ári liðnu og kórónukreppan fari í sögubækurnar sem efnahagslegar náttúruhamfarir sem ollu miklum tímabundnum búsifjum en ekki langvinnum skaða.

VÍSBENDING • 2020


KRAFTMIKIL UPPBYGGING Árið 2020 verður vafalaust lengi í minnum haft. Komandi kynslóðir munu lesa í sögu­ bókum um árið sem kórónuveirufaraldurinn skaut heimsbyggðinni skelk í bringu. Faraldurinn sem dreifðist með ógnarhraða um heim allan. Þetta er árið þar sem mannlíf margra landa svo gott sem lamaðist, fólk víða um heim þurfti að halda sig heima vikum og jafnvel mánuðum saman. Þetta er árið sem flest okkar héldu að við myndum aldrei upplifa. Áhrifin hafa verið mikil á fjölmörg svið samfélagsins. Margir hafa unnið heima meiri hluta ársins, aðrir hafa misst vinnuna eða ekki getað sinnt lífsviðurværi sínu. Mennta- og háskólanemar hafa setið heima löngum stundum og þannig farið á mis við mikilvæga og skemmtilega tíma. Alvarlegastar eru þó afleiðingarnar fyrir þá sem hafa veikst alvarlega af veirunni, eru að glíma við langvarandi eftirköst eða hafa misst ástvin. En það er einmitt þegar á móti blæs sem við sýnum hvað í okkur býr, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélög. Það hefur t.a.m. verið ánægjulegt að sjá hið alþjóðlega vísindasamfélag taka höndum saman og þróa bóluefni hraðar en nokkur þorði að vona. Aðilar sem áður tókust á í harðri samkeppni hafa deilt upplýsingum sín á milli til að flýta þróun bóluefnis eins og frekast er unnt. Ef að líkum lætur verður böndum að miklu leyti komið á veiruna á næsta ári, hér á landi og vonandi um heim allan. Hins vegar er risastórt verkefni fram undan: Sjálf uppbyggingin. Stjórnvöld hafa hingað til gripið inn í efnahags- og atvinnulífið í Covid-krísunni af nokkurri festu. Við höfum notið góðs af því hve sterkir innviðir Íslands eru. Innviðir sem voru byggðir upp í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Milljarðar hafa verið veittir til að styðja við þá sem hafa orðið fyrir mestum efnahagslegum áhrifum veirunnar. Nú skiptir mestu að halda áfram á þessari braut til að ná sterkri og hraðri viðspyrnu. Hið jákvæða er að það er svigrúm fyrir hendi til að fara í umfangsmiklar opinberar fjárfestingar og þar blasir við okkur einstakt tækifæri til að leggja áherslu á græna uppbyggingu. Afar mikilvægt er að stjórnvöld dragi ekki að sér hendur of snemma og að allir leggi sitt af mörkum: íslenska ríkið, Seðlabankinn, fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar. Verði efnahagsbatinn of hægur getur það haft alvarlegar langvarandi afleiðingar, takmarkaðan hagvöxt eða áframhaldandi samdrátt og atvinnuleysi. Kröftug viðspyrna er það sem við þurfum. Meðal þess sem stjórnvöld þurfa að gera er að koma á öflugum hvötum til að örva fjárfestingu innan einkageirans og hvötum sem stuðla að hraðri fjárhagslegri endur­ skipulagningu þeirra fyrirtækja sem hafa farið hvað verst út úr niðursveiflunni. Styðja við fyrirtæki sem líklegust eru til að vera hluti af uppbyggingunni með því að skapa störf, skila arðsemi og greiða skatta til samfélagsins. Hér skiptir ekki síst stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki miklu máli. Jafnframt þarf að hlúa að nýjum kröftum sem leysast úr læðingi þegar við endurheimtum frelsið. Einum mannskæðasta heimsfaraldri síðustu aldar, inflúensufaraldrinum árið 1968, fylgdi tímaskeið grósku, sjálfbærni og frelsis á mörgum sviðum. Framundan er nýtt ár sem vonandi verður minnst í sögubókum framtíðarinnar fyrir snöggan viðsnúning, endurreisn og frjálsræði. Við getum og eigum að taka á málum af myndugleika og byggja upp, t.a.m. á sviði ferðaþjónustunnar sem er okkur svo mikilvæg, með sjálfbærni að leiðarljósi. Óskandi er að kraftur einkaframtaksins, hugvitssemi og elja fá notið sín á grunni sterkra innviða þar sem langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi.

VÍSBENDING • 2020

BENEDIKT GÍSLASON

bankastjóri Arion banka

25


FYRIRTÆKI ERU FÓLK

LILJA BJÖRK EINARSDÓTTIR

bankastjóri Landsbankans

Á meðal viðskiptavina Landsbankans eru hjón sem reka vel staðsett, meðalstórt hótel á landsbyggðinni. Þegar Covid-19 skall á reiknuðu þau út að reiðuféð þeirra og yfir­ dráttarheimildin hjá bankanum myndi duga til að þau gætu greitt kokkinum laun, en þó aðeins í lágmarksstarfshlutfalli. Önnur störf myndu þau sjálf taka að sér, launalaust. Þannig gátu þau haldið hótelinu opnu. Annað starfsfólk yrði að fara á hlutabótaleiðina. Um leið og von um bjartari tíma færi að glæðast vildu þau vera tilbúin til að fá fólkið aftur til starfa og geta byrjað að greiða aftur laun, því til að geta tekið á móti ferðamönnum þarf starfsfólk til að undirbúa hótelið, löngu áður en tekjur skila sér í kassann. Þau áttu líka nóg fyrir rimlagjöldunum, þ.e. ýmsum opinberum gjöldum, sem nauðsynlegt var að greiða til að þau gætu haldið fyrirtækinu. Hlutverk Landsbankans var að koma til móts við þau með því að sjá til þess að afborganir af lánum og greiðslur væru tímasettar í takt við breyttan veruleika. Þannig fengju þau ráðrúm til að fá starfsfólkið aftur til starfa, nógu snemma til að geta gripið tækifærin sem gefast þegar ferðaþjónustan tekur aftur við sér. 95% FYRIRTÆKJA ERU LÍTIL

Í hugum sumra eru fyrirtæki einhvers konar ópersónulegar stofnanir. Svo er auðvitað ekki. Það er fólk sem stofnar fyrirtæki, fólk sem hefur ástríðu og hugsjónir og er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu og strit, svo ekki sé talað um fórnir. Sum fyrirtæki eru stór en flest eru lítil. Um 95% fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Landsbankann teljast vera lítil eða pínulítil (e. micro). Það er mikilvægt að hlusta vel á fólkið sem rekur og á þessi fyrirtæki, stór sem smá. Þetta fólk er ómissandi við að halda efnahagslífinu gangandi. Það ræður aðra í vinnu, greiðir laun, skatta og gjöld og býr til verðmæti úr þeirri þekkingu og reynslu sem það hefur aflað sér. MIKLAR BREYTINGAR Á SKÖMMUM TÍMA

Fyrir utan þær efnahagslegu áskoranir sem margir glíma nú við, þá hefur umhverfið allt breyst. Landsbankinn hefur verið á fleygiferð við að breyta þjónustu sinni til að geta áfram veitt einstaklingum og fyrirtækjum bankaþjónustu á tímum samkomutakmarkana. Þegar faraldurinn skall á settum við í hraðgírinn við að rafvæða allt sem áður kallaði á að fólk kæmi í útibú. Við gerðum okkar allra besta til að gera þjónustuna eins aðgengilega og hægt var. Við bættum við fólki sem veitir aðstoð í gegnum síma og flýttum þróun á stafrænum lausnum. Við unnum með fyrirtækjum að því að finna lausnir og með stjórnvöldum að því að meta stöðuna til að hægt væri að mæta þeim miklu áskorunum sem blöstu við – og blasa raunar enn við. VEXTIR HAFA LÆKKAÐ SEX SINNUM

Það skipti miklu máli fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem urðu fyrir tekjufalli að hafa fengið andrými í upphafi faraldursins, s.s. með því að fá greiðslufresti á lánum. Þá hafa lækkandi vextir hjálpað mikið til, en Landsbankinn hefur lækkað vexti hratt og vel, sem hefur skilað sér til þeirra sem eru með lán hjá bankanum. Almennt séð er greiðslubyrði lána sífellt lægri hluti af mánaðarlegum útgjöldum einstaklinga. Nú þegar atvinnuleysi er í hæstu hæðum er ekki von á öðru en að einhverjir lendi í erfiðleikum en þá er mikilvægt að hafa sem fyrst samband við bankann og leita lausna. Hjá þeim sem staðan er betri, er mikilvægt að nýta núverandi vaxtastig, og þar með lægri greiðslubyrði, til að leggja meira fyrir til að geta brugðist við ef og þegar vextir hækka. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þau sem eru með óverðtryggð lán. BJARTSÝNI

Á árinu 2020 höfum við aldrei lánað jafn mikið til einstaklinga og aldrei lækkað vexti jafn títt. Þrátt fyrir miklar áskoranir höfum við getað sinnt viðskiptavinum okkar vel og bæði viðskiptavinir og starfsfólk er ánægt með hvernig tekist hefur til. Við höfum umbreytt þjónustunni hraðar en nokkru sinni fyrr og starfsfólk bankans hefur verið fljótt að tileinka sér ný vinnubrögð. Við erum virkilega bjartsýn fyrir árið 2021 og mætum sterk til leiks. Best af öllu verður að fá að hitta fólk aftur, augliti til auglitis.

26

VÍSBENDING • 2020


Ljรณsmynd: Bรกra Huld Beck


BALDUR THORLACIUS

framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq

NÝR VERULEIKI Á HLUTABRÉFAMARKAÐI

Þ

etta sveiflukennda ár litaðist eðlilega mikið af COVID-19. Verðþróunin á íslenska markaðnum var nánast flöt þar til í seinni hluta febrúar 2020, eða um það leyti sem það rann upp fyrir heim­ inum hversu alvarleg ógn steðjaði af þessari veiru. Markaðir um allan heim tóku dýfu. Þegar mest lét, upp úr miðjum marsmánuði, hafði heildarvísitala Nasdaq Iceland lækkað um 22% frá ársbyrjun. Á Norðurlöndunum lækkaði OMX Nordic 40 vísitalan mest um 26,5% og vestanhafs lækkaði S&P 500 vísitalan um 31%. Veltan jókst til að byrja með en sveiflurnar líka. Fjár­ málafyrirtæki áttu erfitt með að sinna viðskiptavakt við þessar aðstæður, sem ýtti enn fremur undir sveiflur og hækkaði viðskiptakostnað. Enginn vissi hvernig þessi faraldur myndi þróast – og það var að taka sinn toll. TÆKNIN TIL BJARGAR

Markaðurinn sýndi samt ótrúlega seiglu og aðlögunarhæfni við þessar aðstæður, sem og reyndar ansi margar aðrar atvinnugreinar. Borðstofur, bílskúrar og barnaherbergi tóku við af stílhreinum skrifstofum í glerturnum. Gufustrau­ juðum jakkafötum og drögtum var skipt út fyrir kósígalla. Zoom og Teams tóku við af fundarherbergjum með örnefni. Eins og fingri væri smellt var markaðurinn nánast alfarið rek­ inn frá heimilum starfsfólks þeirra fyrirtækja sem að honum standa. Allt gekk meira og minna hnökralaust fyrir sig. Þessi aukna áhersla á tækni var einnig stór áhrifaþáttur á sjálfum markaðnum þetta árið. Þekktasta hlutabréfavísitala heims, bandaríska S&P 500 vísitalan, hækkaði um 11% frá upphafi árs og til loka nóvember, þrátt fyrir að flestar hagtölur bentu til alvarlegrar kreppu. „Er markaðurinn end­ anlega genginn af göflunum?“ – fóru margir að spyrja sig. Undirritaður ætlar hvorki að staðfesta né útiloka það, en telur rétt að benda á að hlutabréfavísitölur endurspegla

28

ekki endilega raunhagkerfið eins og það er í dag. Er það hvorki staðfesting á því að markaðurinn sé á villigötum né að hann sé rétt verðlagður, heldur einfaldlega lýsing á eðli vísitalna og markaða. Hlutabréfaverð ræðst af væntingum um framtíðina. Sem dæmi má nefna geta fyrirtæki sem eru fjarri því að skila hagnaði verið afar verðmæt, eins og á oft við um efnileg fyrirtæki í tækni og nýsköpunargeiranum. Þegar hálfur heimurinn var settur í einangrun beindust augu fjárfesta einmitt að tækninni. Hlutabréf Zoom hækk­ uðu t.d. um 596% frá upphafi árs og til loka nóvember. Hin gríðarstóru og ört vaxandi FAANG tæknifyrirtæki hækkuðu einnig talsvert á sama tímabili, þ.e. Facebook (um 32%), Amazon (um 81%), Apple (um 59%), Netflix (um 49%) og Google/Alphabet (um 28%). Án tæknifyr­ irtækja hefði ávöxtun S&P 500 vísitölunnar væntanlega verið eitthvað hóflegri. Svipaða sögu var að segja af mörgum mörkuðum, en tæknin var aftur á móti ekki eins áberandi á þeim íslenska. Hampiðjan, sem er skráð á First North markaðinn, var hástökkvari ársins á íslenska markaðnum, en hlutabréf félagsins hækkuðu um 58% til loka nóvember. Þar á eftir fylgdu Síminn (42%), Sjóvá (39%), Kvika banki (36%), Origo (34%) og TM (33%). SUMT FÓR SUÐUR

Það kemur líklega fáum á óvart að höggið var þyngst hjá þeim starfsgreinum sem urðu fyrir mestum áhrifum af faraldrinum, eins og ferðaþjónustunni. Á undanförnum árum hefur oft komið upp í umræðunni hversu fá fyrir­ tæki úr ferðaþjónustunni hafi verið skráð á markað, en Icelandair Group stóð þar eitt á báti (eitt í flugvél?) þegar faraldurinn hófst. Hlutabréfaverð Icelandair Group var 82% lægra í lok nóvember en það var í upphafi árs. Svipaða sögu var að

VÍSBENDING • 2020


segja af erlendum mörkuðum, þar sem þekkt félög eins og SAS lækkuðu um tæplega 90% á sama tímabili og Scandic Hotels Group um 56%. Fasteignafélög hér og erlendis fóru mörg hver illa út úr þessu ástandi, en hlutabréfaverð Reita lækkaði t.a.m. um 18% á árinu og Regins um 16%, á meðan Eik hækkaði lítillega (um 4%). ÓVISSA OG UMBREYTINGAR

Af ýmsum ástæðum hafa tækni- og nýsköpunarfyrirtæki ekki sótt á markaðinn í jafn miklum mæli hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Þetta er meðal annars út af sögulega háu vaxtastigi og ákveðnum misskilningi sem virðist ríkja um eðli markaðarins þegar kemur að óvissu og umbreytingum. Sú staðreynd leiðir okkur að einni stærstu áskorun markaðarins á árinu, endurfjármögnun Icelandair Group. Það er fljótt að gleymast, hversu umfangsmiklu verkefni stjórnendur Icelandair Group stóðu frammi fyrir í upp­ hafi faraldursins. Binda þurfti ansi marga lausa hnúta til að það tækist að bólusetja félagið fyrir mestu áhrifunum af COVID-19, en það virðist blessunarlega hafa tekist nokkuð vel – miðað við viðbrögð markaðarins eftir að hlutafjárútboð félagsins kláraðist, í september. Þangað til var eins og hlutabréfamarkaðurinn hefði verið kyrrsettur með flugflota félagsins. Það heyrðist úr mörgum áttum að fjárfestar vildu helst ekki hreyfa sig fyrr en þeir vissu hvað yrði um félagið, hvort þeir myndu fjárfesta í hlutafjárútboði þess og þá fyrir hversu háar fjárhæðir. Margir þeirra vildu að Kauphöllin stöðvaði viðskipti um vorið, þar til úr óvissunni hefði verið skorið. Slík stöðvun hefði þurft að vara í marga mánuði og hefði komið sér afar illa fyrir bæði fjárfesta og félagið. Um allan heim má finna fjölmörg dæmi um almenn­ ingshlutafélög sem standa reglulega frammi fyrir viðlíka óvissu og Icelandair Group hefur gert á þessu ári. Fyrirtæki eru jafnvel skráð á markað án þess að hafa aflað nokkurra tekna – og án þess að nokkur vissa sé fyrir því að forsendur þeirra fyrir framtíðar tekjuöflun munu standast. Sum þeirra vaxa og dafna, önnur dala, þau fara í umbreytingar og jafnvel umbylta starfsemi sinni. Þetta gera þau allt fyrir opnum tjöldum, sem almenningshlutafélög, en það gerir þeim hluthöfum sem vilja síður taka þátt í vegferðinni með þeim kleift að selja og öðrum að kaupa. Til þess er leikurinn gerður. Að liðka fyrir því að frum­ kvöðlar og spennandi fyrirtæki gefi aflað sér fjármagns til að ná metnaðarfullum markmiðum. En markaður fyrir áhættufjármagn mun seint blómstra þegar vextir eru háir og bróðurpartur fjárfestinga kemur frá lífeyrissjóðum, sem eru í eðli sínu nokkuð áhættufælnir. Til þess þarf meiri breidd í fjárfestahópinn – og það fór einmitt að glitta í ákveðna þróun í þá átt þegar líða tók á árið. ENDURKOMA ALMENNINGS

Á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði viðskiptum um 35% miðað við sama tímabil árið 2019, þrátt fyrir að velta hafi dregist saman um 11%. Þróunin var umfram allt áber­ andi í hlutabréfum Icelandair Group, þar sem viðskiptum fjölgaði um 46% þrátt fyrir 60% lækkun í veltu. Fleiri, en

smærri, viðskipti þóttu vera nokkuð skýr vísbending um að einstaklingar væru að verða atkvæðameiri í viðskiptum. Staðfestingin kom svo endanlega um miðjan septem­ ber með niðurstöðum almenns útboðs Icelandair Group, um miðjan september. Alls bárust tilboð frá níu þúsund einstaklingum í útboðinu og hluthöfum fjölgaði um sjö þúsund, sem er frekar sturluð staðreynd í ljósi þess að fyrir útboðið voru ríflega átta þúsund skráðir hluthafar í íslenskum almenningshlutafélögum, samtals! Bendir flest til þess að þetta hafi að megninu til verið nýir fjárfestar, en miðað við nýjustu tölur frá Nasdaq verðbréfamiðstöð er heildarfjöldi einstaklinga sem eiga í íslenskum almenn­ ingshlutafélögum ríflega 16 þúsund. Um tvöföldun frá því sem áður var. Eftir útboðið hefur fjöldi viðskipta á markaðnum haldið áfram að þokast upp á við og hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið, ef litið er til fjölda viðskipta á einum degi frá hruni. Á sama tíma og einstaklingsfjárfestum er að fjölga hefur heyrst að skuldsettir spákaupmenn hafi farið svo illa út úr fyrstu bylgjunni, þegar verð lækkaði hvað mest, að þeir hafi nánast horfið af markaðnum. Vonandi þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þeir sýni sig aftur, en slíkir fjárfestar eru einnig hluti af þeirri mikilvægu breidd sem markaðir þurfa til að geta blómstrað. Við þann lista má svo bæta erlendum fjárfestum, sem eru afar mikilvægur hlekkur í vistkerfi öflugra markaða. Tvennt kom til á árinu sem fyllir mann bjartsýni um aukna aðkomu erlendra fjárfesta á komandi misserum. Í fyrsta lagi var tilkynnt um að íslenski markaðurinn yrði loksins tekinn inn í ákveðnar vísitölur MSCI næsta vor, eftir að hafa verið áður tekinn inn í samskonar vísitölur hjá FTSE. Þetta þýðir í stuttu máli að erlendir sjóðir, sem fjárfesta í samræmi við umræddar vísitölur, eru nú líklegri til þess að bætast við hluthafahóp íslenskra félaga. Í öðru lagi tók Nasdaq verðbréfamiðstöð upp nýtt kerfi og sameinaðist Nasdaq CSD, sem gerði þeim kleift að uppfylla ítrustu gæðakröfur alþjóðlegra fjárfesta. Verð­ bréfamiðstöðvar hafa stundum verið kallaðar pípulagnir markaðarins. Ef þær virka vel tekur fólk ekki mikið eftir þeim. Ef ekki, verða fjárfestar fljótlega varir við skítafýlu. Og erlendir fjárfestar eru eins og grandvarir kaupendur, sem fjárfesta ekki í fasteignum án þess að láta mynda pípulagnirnar fyrst. HORFT TIL FRAMTÍÐAR

Eitt allra stærsta málið á árinu voru svo lækkandi stýrivextir. Lækkanir sem komu ekki af góðu, en gætu þó haft góð áhrif á markaðinn. Ekki er ólíklegt að þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði á árinu megi að einhverju leyti rekja til þessara aðgerða. Ef vel tekst til munu þær vera hvetjandi fyrir fjármögnun á markaði og fjölgun skráðra félaga, sem gæti hvort tveggja skipt sköpum í viðspyrnunni. Mikið hefur gengið á þetta árið og ljóst er að markaður­ inn í dag er allt annar en hann var fyrir ári síðan, af ýmsum ástæðum. Nýr veruleiki blasir við, en tíminn einn mun leiða í ljós hvernig úr honum verður unnið. Það verður því afar fróðlegt að taka stöðuna að ári. Gleðileg jól – og farsælt komandi ár!

VÍSBENDING • 2020

29


ÁRIÐ

2020

Í TÖLUM

1. ERLENDUM RÍKISBORGURUM HELDUR ÁFRAM AÐ FJÖLGA Fjöldi erlendra ríkisborgara 60,000 60,000 50,000 50,000

48,640 48,640

51,120 51,120

40,000 40,000

30,000 30,000 20,000 20,000 10,000 10,000 00

2019 2019

2020 2020

Þrátt fyrir kreppuástand og ferðatak­ markanir hefur erlendum ríkisborg­ urum haldið áfram að fjölga hér á landi það sem af er ári. Í lok september hafði þeim fjölgað um tæplega 2.500 og voru orðnir 51 þúsund talsins. Það jafngildir um 14 prósentum af öllum landsmönnum. Til viðmiðunar fjölgaði erlendum ríkisborgurum nokkuð árið 2008, þrátt fyrir fjármálakreppuna sem hófst í október það ár. Á milli 2009 og 2012 fækkaði þeim þó umtalsvert, en árið 2009 fækkaði erlendum ríkisborg­ urum um 2.700 manns. Á síðustu átta árum hefur þeim svo fjölgað jafnt og þétt en hlutfall erlendra ríkisborgara hefur rúmlega tvöfaldast á þeim tíma.

2. KREPPAN STRAX SJÁANLEG Í RÍKISFJÁRMÁLUM Líkt og við mátti búast Fjárhagur hins opinbera um mitt ár 2019 og 2020 hefur kórónukreppan, ásamt efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að milda áhrif hennar, sett HeildarHeildartekjur sinn svip á fjárhag hins tekjur opinbera. Með gjald­ þrotum fjölda fyrirtækja og greiðslum ríkisins á launum starfsmanna í Heildar­ gegnum hlutabótaleiðina Heildarútgjöld útgjöld minnkaði skattstofn hins opinbera sem hefur leitt til minni tekna. Á fyrstu 0 100 200 300 400 500 600 700 níu mánuðum ársins voru tekjur hins opinbera 59 2020 2019 milljörðum krónum minni en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma kröfðust efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem fólu meðal annars í sér umrædda hlutabótaleið, tekju­ fallsstyrki og ferðagjöf til allra landsmanna, aukinna útgjalda hins opinbera. Því kemur ekki á óvart að heildarútgjöld ríkisins voru 94 milljörðum krónum meiri á fyrstu níu mánuðum ársins heldur en á sama tíma í fyrra. Fjárlagahallinn, sem nam rúmlega 44 milljörðum króna á milli janúar og október í fyrra, hefur því aukist til muna á einu ári, og nam hann 197 milljörðum króna á sama tímabili í ár. Það er rúm fjórföldun.

30

VÍSBENDING • 2020


3. MINNI INNFLUTNINGUR KOM Í VEG FYRIR MIKINN HALLA Á UTANRÍKISVIÐSKIPTUM Eftir ellefu ár af sam­ Verðmæti inn- og útflutnings í milljónum króna fyrstu felldum afgangi af níu mánuði áranna 2019 og 2020 vöru- og þjónustuvið­ skiptum hvarf hann í ár eftir að kórónuveiran ÚtflutnÚtflutningur fór að herja á heim­ ingur inn. Heildarútflutn­ ingstekjur hér á landi á fyrstu níu mánuðum ársins námu um 685 milljörðum króna en InnflutnInnflutningur það er tæplega þriðj­ ingur ungi minna en á sama tímabili í fyrra. Hins vegar leiddi 0 200,000 400,000 600,000 800,000 1,000,000 1,200,000 faraldurinn einnig til 2020 2019 þess að innflutningur á vöru og þjónustu minnkaði til muna, eða úr tæpum 900 milljörðum króna niður í 685 milljarða króna. Því nam hallinn í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd einungis 10 milljörðum króna, en hann hefði getað orðið margfalt meiri ef ekki hefði verið fyrir samdráttinn í innflutningi.

4. VEIKARI KRÓNA HJÁLPAÐI SJÁVARÚTVEGINUM ... Hrunið í ferðaþjónust­ unni sést enn betur þegar tekjur af komu ferða­ 450,000 450,000 manna fyrstu níu mánuði 400,000 400,000 ársins eru skoðaðar en 350,000 350,000 þær voru 71 prósenti minni en á sama tíma­bili 300,000 300,000 í fyrra. Lítinn samdrátt má 250,000 250,000 hins vegar sjá í útflutn­ 200,000 200,000 ingstekjum á áli en þær 150,000 150,000 minnkuðu aðeins um sex prósent á milli ára. 100,000 100,000 Athygli vekur að verð­ 50,000 50,000 mæti útfluttra sjávarafurða 00 jókst um þrjú prósent Sjávarafurðir Ál Erlendir ferðamenn á milli ára þrátt fyrir að 2019 2020 minna hafi verið flutt út af fiski í ár. Hér hefur rúm­ lega 20 prósenta veiking krónunnar í kjölfar kreppunnar hjálpað til en með henni fá sjávarútvegsfyrirtæki fleiri krónur fyrir hvern seldan fisk erlendis ef verð hans í erlendum gjaldmiðlum fellur ekki jafnmikið. Þó er rétt að taka það fram að krónan hefur verið í styrkingarfasa síðustu vikurnar. Útflutningur á völdum vörum og þjónustu í milljónum króna fyrstu níu mánuði áranna 2019 og 2020

VÍSBENDING • 2020

31


5. ... EN JÓK VERÐBÓLGUNA Verðbólga á ársgrundvelli árið 2020 4.0% 4.0%

3.6%

3.5% 3.5% 3.0% 3.0% 2.5% 2.5% 2.0% 2.0% 1.5% 1.5% 1.0% 1.0% 0.5% 0.5% 0.0% 0.0%

3.5%

Önnur afleiðing veikari krónu er þó sú að innflutt vara og þjónusta hækkar í verði. Þar sem stór hluti af neyslu Íslendinga er innfluttur kemur því ekki á óvart að vísitala neysluverðs hafi hækkað tölu­ vert í kjölfar veikingarinnar. Verðbólgan, sem vanalega er mæld sem tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs, jókst úr 1,7 prósenti í byrjun árs og upp í 3,6 prósent í október. Í nóvember minnkaði hún svo nokkuð óvænt niður í 3,5 prósent, en flestir grein­ ingaraðilar höfðu spáð áfram­ haldandi vexti verðbólgunnar fram á næsta ár.

6. SMITBYLGJURNAR SJÁST Í ATVINNULEYSISTÖLUNUM Áhrif kórónuveirufaraldursins og sótt­ varnaaðgerða ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við útbreiðslu hans eru skýr þegar horft er á atvinnuleysistölur á milli mánaða. Samkvæmt vinnumarkaðs­ könnun Hagstofunnar jókst atvinnuleysi hratt í kjölfar fyrstu smitbylgju kórónu­ veirunnar eða úr 2,7 prósentum í mars í 7 prósent í apríl og tæp 10 prósent í maí. Þegar aðgerðunum var aflétt í júní­ mánuði minnkaði svo atvinnuleysið aftur niður í 3,5 prósent og hélst á bilinu á milli 4 og 6 prósent út september. Eftir að sóttvarnarreglur voru hertar enn á ný í þriðju smitbylgjunni í október fór svo atvinnuleysið að aukast aftur á ný og mældist það 6,8 prósent þá.

32

Atvinnuleysi eftir mánuðum árið 2020 12.0% 12.0% 10.0% 10.0% 8.0% 8.0% 6.0% 6.0% 4.0% 4.0% 2.0% 2.0% 0.0% 0.0%

VÍSBENDING • 2020


7. FÁIR ÚTLENDINGAR Á HÓTELUM Hlutfall Íslendinga og útlendinga í gistinóttum hótela það sem af er árinu 2020 100% 100% 90% 90% 80% 80% 70% 70% 60% 60% 50% 50% 40% 40% 30% 30% 20% 20% 10% 10% 0% 0%

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Íslendingar

Júní

Júlí

Ágúst

September

Október

Útlendingar

Fyrir útbreiðslu veirunnar var yfirgnæfandi meirihluti hótelgesta erlendir ferðamenn en um 90 prósent gistinátta voru greiddar af þeim á fyrstu þremur mánuðum ársins. Eftir að heimsfaraldurinn hófst hefur þetta hins vegar gjörbreyst, erlendum gistinóttum hefur fækkað um 70 prósent á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði í sumar sé miðað við árið á undan. Þetta hefur leitt til þess að meiri líkur voru á að hitta íslenska gesti en erlenda á hótelum landsins á milli apríl og október. Hlutdeild erlendra ferðamanna í gistinóttum jókst nokkuð á milli smitbylgna í júlí og ágúst en minnkaði svo snögglega eftir að gerð var krafa um tvöfalda skimun með sóttkví á milli fyrir komufarþega á Keflavíkurflugvelli.

VÍSBENDING • 2020

33


SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

LITIÐ YFIR SÉRKENNILEGT ÁR

F

yrir nokkrum dögum var ég spurð að því hvað mér fyndist eftirminnilegast frá þessu ári. Þetta er klassísk spurning í lok árs, en það er ekkert klassískt við árið 2020. Í það minnsta vona ég að þetta ástand sem brast á í byrjun góu fari í sögubækurnar sem algjörlega einstakt á okkar tímum. Vissulega hefur heimurinn gengið í gegnum farsóttir áður, en nútím­ inn hefur verið blessunarlega laus við faraldra af þessari stærðargráðu. Það leið ekki langur tími frá því að fyrsta tilfellið greindist hér á landi þangað til ljóst var að grípa þyrfti til meiriháttar efnahagsaðgerða. Þarna var ég aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra og fylgdist með þegar fyrstu sviðsmyndirnar voru dregnar upp. Þær svartsýnustu gerðu ráð fyrir að það versta gengi yfir með haustinu og þær bjartsýnustu að sumarið yrði þokkalegt. Fljótlega varð sú versta að þeirri bestu og viðspyrnuferlarnir breyttust úr V-i í U og svo Nikemerkið. Hvar þeir standa akkúrat núna er óvíst, en vonandi bjargar bóluefnið okkur frá W eða L. AÐ GERA MEIRA EN MINNA

Það var algjör eining innan ríkisstjórnar um að draga þyrfti lærdóm af hruninu og gera frekar meira en minna til að efla viðnámsþrótt atvinnulífsins, tryggja framfærslugetu fólks og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði. Fyrsti aðgerðapakkinn leit ljós 21. mars og maður fann hvernig margir vörpuðu öndinni aðeins léttar. Það átti greinilega að stíga fast inn í ástandið. En þetta margumrædda ástand kallaði fljótt á frekari aðgerðir og mánuði síðar voru nýjar kynntar til sögunnar – og svo fylgdu enn fleiri í kjölfarið. Ýmsar þeirra hafa orðið bitbein af mismunandi ástæðum. Mikil umræða varð í upphafi um hlutabætur, brúarlánin þóttu ekki nógu vel útfærð og svo fannst sumum illt að ríkið styddi fyrirtæki til að segja upp fólki. Síðastnefnda úrræðið var samt sem áður talið geta gegnt lykilhlutverki við að forða því að fjöldi

34

fyrirtækja yrði gjaldþrota við það eitt að standa skil á greiðslum á uppsagnarfresti. Afleiðing þess yrði veikari viðspyrna þegar birti til. En það fer enginn í grafgötur með það að þrátt fyrir öll þessi úrræði hefur ýmislegt þurft undan að láta. Atvinnuleysi er í sögulegum hæðum og þvi er spáð að við náum ekki fyrra framleiðslustigi fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Ferðaþjónustan og afleiddar greinar hafa orðið fyrir miklum búsifjum, en eins og Viðskiptaráð benti á í umfjöllun sinni fyrir stuttu nær samdrátturinn til allra atvinnugreina, nema veitustarfsemi og hins opinbera. Vinnumarkaðurinn vó salt um tíma í haust þegar stefndi í uppsögn kjarasamninga, enda töldu vinnuveit­ endur forsendur þeirra brostnar. Stjórnvöld stigu enn á ný inn í aðstæður og lofuðu að lækka tryggingagjald til að mæta launahækkunum á nýju ári og málum var bjargað fyrir horn. Það verður samt ekki litið framhjá því að valið stendur að einhverju leyti á milli fleiri starfa eða hærri launa, en eins og kemur fram í áðurnefndri umfjöllun Viðskiptaráðs hefði mátt halda nærri 15 þúsund manns á launaskrá fyrir þær launahækkanir sem komið hafa til framkvæmda einungis á þessu ári. Til að setja þá tölu í samhengi nemur hún um 75% einstaklinga á almennum atvinnuleysisbótum í nóvember. AÐ FINNA FYRIRSJÁANLEIKA Í ÓVISSUNNI

„Enginn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í gegnum hug manns þetta ár. Vissulega vita ýmsir ýmislegt, en oft hefur verið erfitt að sjá í gegnum kófið. Tölfræðingar og faraldursfræðingar hafa lagst á eitt um að reyna að sjá fyrir þróun farsóttarinnar eins og hægt er og hagfræðingar og aðrir markaðsspekúlantar rýna í efnahagsmálin. Ég held að enginn geri þá kröfu að sett sé fram ófrá­ víkjanleg og tímasett stefna um viðbrögð, en þegar það er ekki hægt að bjóða upp á vissu, má samt sem áður reyna

VÍSBENDING • 2020


við ákveðinn fyrirsjáanleika. Það er það sem atvinnulífið hefur undanfarið beðið um í meira mæli. Þangað til bólu­ setning við veirunni verður almenn, má búast við ýmsum takmörkunum og það er mikil áskorun fólgin í því að reka fyrirtæki við slíkar aðstæður. Skýr og skiljanleg skilaboð, með hæfilegum fyrirvara, eru því nauðsynleg. Nýjustu breytingar svöruðu sem betur fer að ein­ hverju leyti óskum verslunarinnar, á mikilvægum tíma, þar sem tekin voru upp fermetraviðmið í stað algildrar og óskiljanlegrar fjöldatakmörkunar. Mér þótti í það minnsta skrýtið að fara úr lítilli matvörubúð þar sem voru tugir manna yfir í mörghundruð fermetra raftækja­ búð með innan við tuttugu viðskiptavini, í tvískiptu rými. BATINN TEKUR TÍMA

Það má sennilega þakka fyrir að árið 2020 skyldi ekki vera kosningaár í ofanaálag við allt annað, enda skiptir pólitískur stöðugleiki máli í þrengingum sem þessum. En á næsta ári verður kosið og vonandi berum við gæfu til að njóta áfram þeirrar samstöðu sem ríkt hefur frá upphafi faraldursins, um að auka ekki álögur á fólk og fyrirtæki. Það kemur líka að því að ríkisvaldið, sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa varnir, vernd og viðspyrnu, þurfi að stíga til baka. Viðbrögð þess og úrræði hafa skipt miklu við að draga úr skellinum, en þau inngrip eru ekki sjálfbær til langs tíma. Nú þarf að treysta samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, leggja áherslu á sanngjarnt og hvetjandi rekstrarumhverfi og gera landið um leið að spennandi kosti fyrir erlenda fjárfestingu. Fréttir um að fyrstu skammtarnir af bóluefninu komi til landsins strax um áramótin hafa glætt vonir um að

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári

Ljósmynd: Bára Huld Beck

endalok faraldursins nálgist. Um leið er ljóst að höggið sem kórónuveiran hefur veitt okkur er þungt, í margvís­ legum skilningi, og batinn mun taka sinn tíma. Ég leyfi mér samt sem áður að vera bjartsýn á að landið muni rísa um leið og atvinnulífið fær svigrúm til vaxa á ný og skapa störf. Þannig munum við ryðja leiðina út úr kreppunni fyrir íslenskt samfélag.

ÓSKUM SJÓÐFÉLÖGUM OKKAR OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS GILDI-LÍFEYRISSJÓÐUR

VÍSBENDING • 2020

35


ÞÓRUNN HELGADÓTTIR

hagfræðingur

HVAÐ VERÐUR UM SPÁN?

F

á lönd hafa orðið jafnilla fyrir barðinu á kórónu­ veirunni og Spánn. Meira en ein og hálf milljón Spánverja hefur sýkst af veirunni og 45 þúsund látist af völdum hennar. Á sama tíma hafa sóttvarnaaðgerðir í landinu, sem er eitt helsta ferðamannaland heims í heimi, verið með þeim harkalegustu í álfunni. Þessar aðgerðir valda því að Spánverjar eru að ganga í gegnum dýpstu efnahagslægð sem þjóðin hefur fundið fyrir í tæpa öld. Spánverjar eru alls ekki ókunnugir efnahagskreppum og frelsistakmörkunum. Saga þeirra og menning gæti gefið betri innsýn og aukið skilning á því hvers vegna veiran dreifðist svona hratt þar í landi og hvers vegna útbreiðslu hennar var mætt með svo hörðum aðgerðum. EINRÆÐISRÍKI SEM VARÐ AÐ FERÐAMANNAPARADÍS

Árið 1936 hófst borgarastyrjöld á Spáni með uppreisn þjóðernissinna gegn þáverandi ríkisstjórn. Þjóðernis­ sinnar undir forystu Francisco Franco nutu stuðnings fasistabræðra sinna í Þýskalandi og á Ítalíu en Sovét­ ríkin sáu lýðræðissinnum fyrir vopnum. Stríðið varð að æfingabúðum fyrir seinni heimsstyrjöldina þar sem Hitler prófaði vopn sín á herjum lýðræðissinna sem voru skipaðir sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum. Franco leit upp til Hitlers og lét sem dæmi færa klukkuna þannig að Madríd væri á sama tíma og Berlín. Þetta hefur ekki verið leiðrétt og er klukkan á Spáni því röng miðað við landfræðilega legu. Lýðveldi Spánar er fremur ungt samanborið við nágrannaþjóðirnar en því var komið á fyrir um 40 árum. Stór hluti þjóðarinnar man því vel eftir tímum einræðis­ stjórnar sem hefur eflaust mótað viðhorf og stefnur í landinu. Í nýlegri könnun um stjórnarfyrirkomulag

sögðust tæplega 40% Spánverja myndu kjósa sterkan leiðtoga fram yfir lýðræði.1 Arfleifð einræðisherrans Francisco Franco eru enn merkjanleg en hann skipaði arftaka sinn Juan Carlos konung yfir landinu. Sonur hans Felipe tók nýverið við krúnunni eftir að upp komst um ýmis hneykslismál föður hans. Einræðisherrann á sér enn þann dag í dag yfirlýsta stuðningsmenn sem margir hafa fundið nýja rödd innan öfgahægriflokksins Vox en hann náði 52 þingsætum í síðustu kosningum. Það var lítil stemning fyrir fasískum sjónarmiðum í lok síðari heimsstyrjaldar en sú hugarfarsbreyting ásamt efnahagslegri stöðnun Spánar varð til þess að Franco tók að færa sig frá einangrunarstefnu sem hafði einkennt stjórnarfar hans framan af. Markaðir voru opnaðir og sólþyrstir Evrópubúar tóku að flykkjast á strendur Spánar. Hagvöxtur tók kipp með innflæði erlends gjaldmiðils en með vestrænum ferðamönnum komu einnig önnur menn­ ingarleg gildi sem samræmdust illa einræðisstjórninni.

Einræðisherrarnir Adolf Hitler og Francisco Franco árið 1940. Ljósmynd: Wikimedia Commons

1 World Values Survey 2010-2014 https://www.worldvaluessurvey.org/WVSDocumentationWV6.jsp

36

VÍSBENDING • 2020


Franco lést árið 1975 sem markaði endalok fasistaveld­ isins. Hann var grafinn í dal hinna föllnu (Valle de los caídos) innan um tugþúsundir fórnarlamba borgarastyrj­ aldarinnar. Þangað flykktust stuðningsmenn Francos til að minnast hans allt til ársins 2019 þegar vinstri stjórn­ inni tókst loks að flytja gröfina og verða þannig við ósk aðstandenda þeirra sem féllu í borgarastyrjöldinni. Eftir dauða Francos var lýðræði komið á og nýir tímar blöstu við Spánverjum. Einræðisstjórnin barðist gegn öllum hugmyndum um sjálfstæði ríkja innan Spánar og lagði áherslu á að Spánn væri eitt, öflugt og frjálst ríki (¡Una, Grande y Libre!). Í dag skiptist Spánn upp í 17 sjálfstjórnarhéruð sem lúta þó öll stjórnvöldum í Madríd. Opinber tungumál eru fimm talsins og ljóst að hugmyndir Francos um sameiningu þjóðarinnar undir einni tungu, spænsku, urðu ekki að veruleika. Sjálfstæðisbarátta Katalóna hefur verið mikið í umræðunni en árið 2017 var haldin umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníuhéraðs. Á síðasta ári féllu þungir dómar í málum kata­ lónskra stjórnmálaleiðtoga en sama ár voru almennar kosningar á Spáni þar sem sjálf­ stæðissinnar fengu meirihluta í Katalóníu. Það er því ljóst að sjálfstæðisbaráttunni er hvergi nærri lokið. Pólitískar deilur milli sjálfstjórnarhéraða, einkum milli stjórnvalda í Madríd og Kata­ lóníu, fengu nýjan vettvang þegar kór­ ónuveiran braust út á fyrri hluta þessa árs. Margir hafa bent á pólitíska sundrung sem eina helstu ástæðuna fyrir því hve illa stjórnvöldum hefur tekist að ná sam­ stöðu um aðgerðir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. LÍFIÐ ER UTANDYRA Í SÓLRÍKASTA LANDI EVRÓPU

Í stærstu borgum landsins, Madrid og Barcelona, býr fólk við þröngan húsakost enda er fermetraverðið hátt. Það kemur ekki að sök þar sem lífinu er að mestu leyti varið utandyra. Loftslagið í Madrid er þurrt og sólríkt en sveiflukennt, svalir vetrarmánuðir á spænskan mæli­ kvarða og mikill hiti á sumrin. Loftslagið í Barcelona er ólíkt enda staðsett við Miðjarðarhafið, veturinn mildur og rakur hiti á sumrin. Báðar borgirnar eru sólríkar allan ársins hring og eyða íbúar flestum frístundum sínum utandyra. Vinnudagarnir eru langir en mikil virðing er borin fyrir hádegishlénu, heilaga ,,siestan“ milli 14:00 og 16:00, þar sem veitingastaðirnir bjóða upp á þriggja rétta matseðil á 10 evrur (Menú del día)

sem er iðulega skolað niður með litlum bjór. Þvert á steríótýpuna sem gerir ráð fyrir því að Spánverjar leggi sig að máltíð lokinni, endurræsa flestir vélina með kaffibolla eftir mat og vinna langt fram á kvöld. Eftir vinnu fyllast barir og veitingastaðir þar sem deginum lýkur með kvöldmáltíð á tíma sem fæstum Norður­ landabúum þætti kristilegur. Hvað með börnin, velta eflaust einhverjir fyrir sér. Spánverjum er að fækka en fæðingartíðni þar er ein sú lægsta í Evrópu, eða 1,26 barn á hverja konu2. Sá lífstíll sem hér hefur verið lýst er ekki fjölskylduvænn en fleiri þættir spila þó inn í hvers vegna Spánverjar bæði fresta barneignum, en spænskar konur eru að meðaltali 32 ára þegar þær eignast sitt fyrsta barn3 og eignast færri börn.

MYND 1 ATVINNULEYSI 25 ÁRA OG YNGRI EFTIR HÉRÖÐUM4

Atvinnuleysi og þá einkum atvinnuleysi ungs fólks á Spáni hefur lengi verið í umræðunni. Offramboð er á háskólamenntuðu fólki og leigu- og fasteignaverð í stórborgunum þangað sem háskólamenntaðir flykkjast er hátt samanborið við launin. Staðan er misalvarleg eftir svæðum líkt og mynd 1 sýnir. Ástandið er verst í suðri þar sem íbúar reiða sig á ferðaþjónustu, en atvinnuleysi ungs fólks í Andalúsíu mældist um 50% á þriðja ársfjórðungi 2020 og um 60% á Kanaríeyjum. Í Madrid og Katalóníu þar sem framboð sérhæfðra starfa er mest er atvinnuleysi ungs fólks rúmlega 30%. Atvinnuleysi jókst í kjölfar fjármálahrunsins líkt og mynd 2 sýnir og hefur tekið á rás á ný í kjölfar kór­ ónuveirufaraldursins.

2 https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/tps00199/default/bar?lang=en 3 Instituto Nacional de Estadística https://www.ine.es/jaxiT3/Datos.htm?t=1579#!tabs-tabla 4 Instituto Nacional de Estadística

VÍSBENDING • 2020

37


Höfuðborg Spánar, Madríd, varð miðpunktur faraldursins þar í landi.

BÖRN INNILOKUÐ Í 45 DAGA

MYND 2 ÞRÓUN ATVINNULEYSIS Á SPÁNI5 % 30 25 20 15 10 5 0 2020Q1

2018Q1

2016Q1

2014Q1

2012Q1

2010Q1

2008Q1

2006Q1

2004Q1

2002Q1

Launum er líka misskipt eftir svæðum en meðallaun eru einna hæst í Madrid og Katalóníu eða rúmlega 2.100 evrur á mánuði.6 Fasteignaverðið þar er líka hátt og ungt fólk leigir frekar herbergi og deilir íbúð með 3-4 öðrum í svipaðri stöðu. Slík húsakynni eru dæmigerð fyrir vinnandi fólk í stórborgum, þar sem annars ótengdir aðilar búa saman, vinna á ólíkum stöðum, eiga hver sína fjölskyldu og vinahópa utan heimilisins. Það ætti því ekki að koma á óvart að faraldurinn fór eins og eldur í sinu um bæði Madrid og Barcelona þegar aðbúnaður fólks er hafður í huga. 5 6 7 8

Ljósmynd: Pexels.

Útbreiðsla og afleiðingar faraldursins á Spáni er margþætt og ræðst að einhverju leyti af tilviljunum. Tilviljun að faraldurinn breiddist fyrst út hjá nágrannaþjóð þeirra, Ítölum, þar sem samgangur er mikill. Einnig má benda á að aldurssamsetning þjóðarinnar gerir hana útsettari fyrir alvarlegum tilfellum sjúkdómsins en fimmtungur þjóðarinnar er eldri en 65 ára.7 Þá má velta fyrir sér hvort menningarlegir þættir gætu haft áhrif á útbreiðslu. Suður-Evrópubúar eru þekktir fyrir að heilsast með 2-3 kossum og eru Spánverjar þar engin undantekning. Mikil áhersla er á fjölskylduna og stórir hópar ættingja koma reglulega saman. Um helgar hittast stórfjölskyldurnar gjarnan í hádegismat sem varir fram á kvöld og algengt er að stórir vinahópar hittist með fjölskyldum sínum í almenningsgörðunum eða á ströndinni og eyði þar deg­ inum saman. Spænska heilbrigðisráðuneytið gaf nýlega út samantekt yfir hópsýkingar þar sem kemur fram að rekja má rúmlega 40% þeirra til vina- og fjölskyldusamvista.8 Útgöngubannið sem tók gildi um miðjan mars 2020 risti spænsku þjóðina djúpt. Á einni nóttu voru Spánverjar hnepptir í eins konar stofufangelsi þar sem aðeins einn af hverju heimili mátti sækja vistir í næstu matvöruverslun og apótek. Allt í einu var staðsetning kaupmannsins á horninu ekki lengur heppileg því hún svipti þig eina réttinum til gönguferðar. Almenningsgörðum var lokað með lögregluborða líkt og um glæpavettvang væri að ræða, hjólreiðamenn og hlauparar voru sektaðir, öllum

Instituto Nacional de Estadística Instituto Nacional de Estadística Instituto Nacional de Estadística https://www.ine.es/jaxi/Datos.htm?path=/t20/e245/p04/provi/l0/&file=0ccaa003.px#!tabs-tabla Ministerio de Sanidad https://www.mscbs.gob.es/profesionales/saludPublica/ccayes/alertasActual/nCov/documentos/Actualizacion_265_COVID-19.pdf

38

VÍSBENDING • 2020


r re gu No

Sv íþ jó

ð

k Da nm ör

Sv is s

la nd Ho l

an d Ís l

Þý sk al an d

Íta lía

la nd Fr ak k

Br et la nd

% 0

Sp án n

MYND 3 HAGVÖXTUR Á 2. OG 3. ÁRSFJÓRÐUNGI (% BREYTING FRÁ FYRRA ÁRI)

-5

-10

-15

-20

2020 Q2 2020 Q3

-25

börum, veitingastöðum og verslunum öðrum en þeim sem seldu nauðsynjavöru var gert að loka. Á meðan fullorðnir máttu fara út til þess að sækja nauðsynjar voru spænsk börn hneppt í algjört stofufang­ elsi. Athygli vakti að hundaeigendur fengu undanþágu frá útgöngubanninu til þess að viðra dýrin sín. Gönguferðin átti þó að vera stutt og aðeins til þess að fullnægja grund­ vallarhreyfiþörf hundsins. Ekki var minnst á hreyfiþörf barna í reglugerðinni. Af þeim sóttvarnaaðgerðum sem beinast að börnum eru þessar aðgerðir þær hörðustu í Evrópu en spænsk börn máttu ekki yfirgefa heimili sín í 45 daga. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif sem það hefur á börn að vera innilokuð svo vikum skiptir í litlum íbúðum sem eru ekki hannaðar til þess að dvelja þar löngum stundum. FRAMTÍÐARHORFUR

Árið hefur einkennst af miklum samdrætti hjá vestrænum ríkjum en á öðrum ársfjórðungi fór spænska hagkerfið í dýpstu niðursveiflu frá því í borgarastyrjöldinni. Mynd 3 sýnir breytingu á hagvexti valinna Evrópuríkja miðað við sama tímabil árið á undan. Samdráttur á öðrum ársfjórðungi var mestur á Spáni eða 21,5%. Þriðji ársfjórðungur leit betur út hjá flestum Evrópuþjóðum, að Íslandi undanskildu, en hagvöxtur mældist þá neikvæður um 8.7% á Spáni.9 Efnahagslegar afleiðingar faraldursins eru mismiklar eftir löndum. Ástæður fyrir því eru margþættar en þau Evrópuríki sem hafa upplifað mestan efnahagslegan sam­ drátt eiga það sameiginlegt að hafa ráðist í harðar sóttvarna­ aðgerðir. Samkvæmt vísitölu um umfang sóttvarna10 gengu stjórnvöld harðar fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar í stærstu hagkerfum Evrópu samanborið við Norðurlöndin.

Ferðatakmarkanir hafa einnig sett stórt strik í reikninginn hjá þeim löndum sem reiða sig á komu ferðamanna en þar eru Spánverjar efstir á lista en hlutur ferðaþjónustu er um 12% af landsframleiðslu samanborið við 8% á Íslandi. Í nýútgefinni skýrslu OECD kemur fram að það muni taka nokkur ár fyrir spænskt efnahagslíf að ná bata en spáin gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi verði áfram mikið. Sóttvarnaraðgerðir og ferðatakmarkanir muni fresta efnahagsbatanum fram að dreifingu bólu­ efnis en spáð er töluverðu bakslagi í efnahagslífinu, eða 12,6% samdrætti á síðasta ársfjórðungi 2020. Það er þó líklegt að hagkerfið taki fljótt við sér þegar ferðatak­ mörkunum verður aflétt. Framleiðsluþættirnir eru til staðar og lítinn undirbúning þarf til þess að Spánn geti tekið við milljónum ferðamanna árlega að nýju. Hins vegar er atvinnuleysi ungs fólks, hækkandi fasteignaverð og pólitísk ólga ekki nýtt af nálinni sem einhverjar stærstu áskoranir sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það er spurning hvort Spánverjar nái með endurskipulagningu í kjölfar faraldursins að leggja meiri áherslu á að leysa framangreind vandamál og þannig tryggja betri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Heimildir: 1. Instituto Nacional de Estadística (talnaefni) 2. Ministerio de Sanidad: Actualizacion 265 COVID-19 https://www.mscbs.gob.es/profesionales/saludPublica/ccayes/alertasActual/nCov/documentos/Actualizacion_265_COVID-19.pdf 3. OECD (talnaefni) 4. Oxford COVID-19 Government Response Tracker https://www.bsg.ox.ac.uk/research/research-projects/coronavirus-government-response-tracker 5. Seðlabanki Íslands: Peningamál 2020/3 (talnaefni) 6. World Values Survey 2010-2014 https://www.worldvaluessurvey.org/WVSDocumentationWV6.jsp

9 Seðlabanki Íslands og OECD 10 Vísitalan um umfang sóttvarna er gefin út af Oxford en hún vegur saman níu ólíka mælikvarða á aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr útbreiðslu veirunnar og hverstu harkalega þeim er beitt. Heimild: Oxford COVID-19 Government Response Tracker.

VÍSBENDING • 2020

39


JÓNAS ATLI GUNNARSSON

hagfræðingur

HVAÐ BER AÐ VARAST Á NÝJU ÁRI?

Þ

ótt heimsfaraldrinum ljúki líklega á næsta ári leynast ýmsar hættur í hagkerfinu sem stjórnmála­ menn ættu að vera á varðbergi fyrir. Verðhækkanir á fasteigna- og hlutabréfamarkaði gætu orðið varasamar, auk þess sem samkeppni við láglaunalönd um komu ferðamanna gætu aukið ójöfnuð, sem nú þegar hefur aukist töluvert. Nægar ástæður eru fyrir því að líta björtum augum á næsta ár. COVID-19-draugurinn mun að öllum líkindum verða kveðinn í kútinn eftir að bólusetningar hefjast af krafti og heimurinn mun opnast hægt og rólega á ný. Við tekur bataskeið í hagkerfinu, þar sem atvinnuleysi mun minnka, neysla aukast og framleiðsla vonandi komast aftur í fyrra horf. Aftur á móti hafa mörg viðvörunarljós kviknað í hagkerf­ inu vegna kreppunnar og efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar gegn henni. Ýmsir greinarhöfundar í Vísbendingu hafa bent á þessa þróun á síðustu mánuðum, en hugsanlegt væri að næsta ár fæli einnig í sér miklar verðhækkanir og aukinn ójöfnuð ef ekkert verður að gert. Hér fyrir neðan eru fjögur atriði sem hafa ætti auga á í efnahagsmálum á næstu misserum. MEIRI VERÐHÆKKANIR Á FASTEIGNAMARKAÐI

Eins og rakið hefur verið ítarlega í Vísbendingu á árinu hafa miklar og hraðar vaxtalækkanir aukið virkni á fasteigna­ markaði í miðri kreppu. Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru innlán heimila í bankakerfinu 10 prósentum meiri heldur en á sama tímabili í fyrra. Húsnæðisverð hafði einnig hækkað töluvert í október, eða um sex prósent á tólf mánuðum. Ýmsar vísbendingar eru uppi um að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka. Samkvæmt nóvemberskýrslu Hús­ næðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) eru stórir árgangar að fara að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum á næstu árum. Um 47 þúsund manns eru á aldrinum 22-29 ára, sem er rúm fjórðungsaukning á fólki á þessu aldursbili á átta árum. Meðalaldur fyrstu kaupenda er 30 ár, svo búast má við því að fjölga muni í þeim hópi um nær 10 þúsund á næstu átta árum, miðað við árin á undan. Með lægri húsnæðisvöxtum og fleiri Íslendingum á

40

þrítugsaldri má því búast við að eftirspurnin haldist mikil á fasteignamarkaðnum í náinni framtíð. Hins vegar, þrátt fyrir aukinn áhuga á nýjum íbúðum hefur orðið verulegur samdráttur á byggingamarkaðnum, eins og októberskýrsla HMS greinir frá. Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á fyrri helmingi ársins og reiknar Hagstofan með að samdrátturinn hafi haldist svipaður út árið. Einnig er búist við áframhaldandi samdrætti í íbúðafjár­ festingu á næsta ári. Samdráttinn má einnig sjá þegar velta í byggingariðnaði er skoðuð, en hún dróst saman um tæp 16 prósent á fyrri helmingi ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Minni fjárfestingar í íbúðum munu leiða til minna fram­ boðs af fullkláruðum íbúðum þegar fram í sækir. Þetta sést í nýjustu talningu Samtaka iðnaðarins (SI), þar sem íbúðir á fyrstu byggingarstigum í haust voru helmingi færri en á árunum á undan. Samkvæmt HMS þarf að byggja talsvert mikið af nýjum íbúðum til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf, en stofnunin vonar að útgáfa svokallaðra hlutdeildarlána muni hjálpa til við að auka íbúðafjárfestingu aftur. Gangi það ekki upp má búast við áframhaldandi verð­ hækkunum á fasteignamarkaði, þar sem fjöldi kaupenda eykst á meðan fjöldi lausra íbúða dregst saman. Þetta gæti sérstaklega orðið vandamál fyrir þá allra tekjulægstu sem geta ekki sótt sér hlutdeildarlán, en með miklum verðhækk­ unum aukast líkurnar á að þeir festist á leigumarkaðnum. EIGNABÓLA Á HLUTABRÉFAMARKAÐI?

Til viðbótar við verðhækkanir á fasteignamarkaðnum væri ekki ósennilegt að hlutabréfaverð hækki líka á næsta ári, sam­kvæmt grein sem Eggert Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu, skrifaði í Vísbendingu fyrr í mánuðinum. Í greininni fer Eggert yfir helstu áhrifaþætti verðhækk­ ana í Kauphöllinni á árinu, og nefnir þar helst vaxtalækk­ anir Seðlabankans og aukinn áhuga fjárfesta á hlutabréfa­ markaðnum í kjölfar hlutafjárútboðs Icelandair í haust. Samkvæmt honum leiddu vaxtalækkanirnar til hækk­ unar hlutabréfaverðs á tvenna vegu. Annars vegar jókst

VÍSBENDING • 2020


virði fyrirtækja með lægri vöxtum, þar sem lánsfé þeirra varð ódýrara og frjálst sjóðsstreymi þeirra því verðmætara. Hins vegar telur Eggert að vaxtalækkanirnar hafi einnig aukið ásókn í áhættusamari fjárfestingar, þar sem fjármagns­ eigendur þyrftu í auknum mæli að leita til hlutabréfamark­ aðarins til að halda uppi svipaðri ávöxtun á fé sínu og áður. Til viðbótar við lægri vexti eru einnig uppi áform um sam­ runa og afskráningar í Kauphöllinni. Í nóvemberbyrjun gerði hópur tíu fjárfesta yfirtökutilboð í Skeljung, en samkvæmt Eggerti hefur hópurinn í hyggju að taka félagið af markaði. Einnig bárust fréttir í síðasta mánuði um að Kvika og TM muni sameinast, að því gefnu að hluthafar, Fjármálaeftirlit Seðlabankans og Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann. Verði af afskráningu Skeljungs og samruna Kviku og TM myndi skráðum félögum á markaði fækka um rúmlega 10 prósent, á sama tíma og aukinn áhugi hefur myndast á fjárfestingum vegna lágra vaxta. Því er hér sömu sögu að segja eins og á fasteignamarkaðnum, þ.e. að hugsanlegum kaupendum fjölgar á meðan útgefendum fækkar. Ekki er ósennilegt að þessi staða hækki hluta­ bréfaverð enn frekar, en Eggert segir í grein sinni að slík hækkun gæti hæglega leitt til eignabólu.

eflaust fjölga töluvert mun samkeppni Íslands við önnur ferðaþjónustulönd, sem geta greitt mun lægri laun fyrir störf í greininni, harðna ef keppst verður um að lokka þá til landsins. ÓJÖFNUÐUR EYKST EF EKKERT ER AÐ GERT

Þar sem megnið af störfunum sem ferðaþjónustan skapaði á síðustu árum kröfðust lítillar sérhæfingar leiddi hún til þess að tekjumöguleikar ómenntaðra vænkuðust hér á landi, en það hafði jákvæð áhrif á tekjujöfnuð. Þetta sést ef svokallaður Gini-stuðull, sem mælir ójöfnuð, er skoðaður á árunum 2010-2018, en hann hélst nokkuð stöðugur á tímabilinu á meðan hann hækkaði á hinum Norðurlöndunum, líkt og mynd 1 sýnir. MYND 1 GINI-STUÐULLINN Á NORÐURLÖNDUNUM 2010-2018

FERÐAÞJÓNUSTAN SNÝR LÍKLEGA AFTUR – Í BILI

Mikil óvissa ríkir um það hversu hraður batinn verður í ferðaþjónustunni. Þótt ríkisstjórnin stefni á að ná hjarð­ ónæmi gegn kórónuveirunni hér á landi á næstu þremur mánuðum gæti liðið nokkur tími þar til fólk getur ferðast á milli landa án mikilla hindrana, auk þess sem enn lengri tími gæti liðið þangað til að það treystir sér til þess. Hins vegar býst Seðlabankinn við að viðsnúningur ferðaþjónustunnar verði tiltölulega skjótur þegar ferða­ takmörkunum er aflétt og hættan af veirunni er liðin hjá, líkt og fram kemur í nýjasta hefti Peningamála, þar sem atvinnugreinin hafi viðhaldið framleiðslugetu sinni að mestu leyti. Hótelin standa enn og ekki er skortur á hugsanlegu starfsfólki í greininni. Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri var einnig sama sinnis í grein sem hann skrifaði í Vísbendingu í október. Í greininni sagði hann að aukin virkni ferða­ þjónustunnar yrði fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu, einmitt vegna þess að framleiðsluþættir hennar væru ennþá til staðar. Óvíst er þó hvað ferðaþjónustan verður lengi arðbær hér á landi, ef marka má skrif Gylfa Zoega hagfræðiprófessors í Vísbendingu í sumar. Samkvæmt Gylfa var atvinnugreinin komin í vandræði áður en heimsfaraldurinn hófst, þar sem hún byggði á láglaunastörfum í hálaunalandi. Því til stuðnings sýndi hann fram á að hlutfall launakostnaðar af heildarkostnaði í greininni væri hærra hér á landi heldur en í öðrum ferðaþjónustulöndum, sem benti til þess að Ísland stæði illa að vígi í samkeppni við þau. Hann segir enn fremur að vöxtur greinarinnar hafi verið ósjálfbær, þar sem störfin sem hún bjó til voru að stórum hluta mönnuð af innfluttu verkafólki á meðan fjöldi Íslendinga sem leitaði að betri atvinnutækifærum erlendis jókst. Því er sennilegt að endurreisn ferðaþjónustunnar á næsta ári verði skammgóður vermir. Þótt ferðamönnum muni

Með hruni ferðaþjónustunnar og annarra ósérhæfðra þjónustustarfa er því líklegt að ójöfnuður hafi aukist hér á landi á árinu. Nýjustu tölur frá Hagstofunni sýna að launin í gisti- og veitingaþjónustu, sem eru töluvert lægri en með­ allaun, lækkuðu að raungildi á öðrum fjórðungi þessa árs, á meðan þau hækkuðu í öðrum atvinnugreinum. Þannig virðist sem láglaunastéttir séu að missa af þeirri kaupmáttar­ aukningu sem aðrar stéttir upplifa þessa stundina. Ef spá Gylfa um harða samkeppni við önnur ferða­ þjónustulönd verður að veruleika mætti heldur ekki búast við stórfelldum launahækkunum í greininni, sem myndi auka ójöfnuð enn frekar. Ójöfn tekjuskipting er þó aðeins ein birtingamynd vax­ andi ójafnaðar, en hana má líka sjá í vinnumarkaðstölum Hagstofu. Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor benti á þetta í grein sem hann skrifaði í Vísbendingu í október, en samkvæmt honum kemur kórónukreppan verr niður á ungu fólki, sem hafi að jafnaði minni tekjur en þeir sem eldri eru. Innflytjendur finna einnig mun meira fyrir kreppunni heldur en aðrir Íslendingar, en á þriðja fjórðungi þessa árs fækkaði starfandi innflytjendum um 17 prósent, miðað við sama tíma í fyrra. Til viðmiðunar fækkaði starfsfólki með íslenskan bakgrunn einungis um 3 prósent á sama tímabili. Þessi þróun er áhyggjuefni, þar sem hún bendir til þess að viðkvæmir þjóðfélagshópar muni eiga erfiðara uppdráttar en aðrir. Slæmar horfur í láglaunastörfum, aukið atvinnuleysi ungra og stórfelld fækkun í störfum innflytjenda gætu stuðlað að auknu bili milli ríkra og fátækra á komandi misserum, verði ekkert að gert.

VÍSBENDING • 2020

41


MOLAR ÚR VÍSBENDINGU Á ÁRINU

2020

TIL SKAMMS TÍMA GETUR hagkerfið orðið fyrir skell ef farsótt tekur að breiðast út um Evrópu. En slíkur skellur krefst annars konar viðbragða en þeirra sem felast í hefð­ bundinni peningastefnu og fjármálastefnu ríkisins. Þá verður að tryggja að fyrirtæki geti staðið í skilum þótt starfsemi sé í lágmarki og að nauðsynjum sé komið til almennings. Það þarf ekki einungis að gera áætlanir um viðbrögð heilbrigðiskerfisins heldur einnig efnahagsleg viðbrögð. Gylfi Zoega, Vísbending 14. febrúar 2020. NAUÐSYNLEGT ER AÐ GRÍPA til sérsniðinna tilslakana í

ríkisfjármálum og innspýtingar opinbers fjár undir þessum kringumstæðum. Aðstoða þarf bæði heimili og fyrirtæki við að standa við skuldbindingar og halda rekstri gangandi. Þar þurfa að koma bætur vegna tapaðra tekna, þeirra sem ekki eiga veikindadaga, atvinnuleysisbætur til handa þeim sem missa vinnu, eða hafa haft tekjur í svarta hagkerfinu. Guðrún Johnsen, Vísbending 13. mars 2020. HAGKERFI HEIMSINS ERU SAMOFIN, þau eru háð við­

skiptum hvort við annað svo efnahagsskellur í einu ríki hefur í för með sér margföldunaráhrif. Stjórnvöld þurfa að bregðast við þeim efnahagslegu áhrifum sem viðbragðs­ aðgerðir hér á landi og erlendis hafa í för með sér. Þórunn Helgadóttir, Vísbending 3. apríl 2020.

ÞEGAR Á REYNDI ÞÁ reyndust nauðsynlegustu störfin

vera þau störf sem heilbrigðisstéttirnar vinna. Störfin sem hreingerningarfólk innir af hendi og störfin sem kennarar vinna. Ef til vill er kominn tími til að endur­ meta virði starfa í þessu ljósi. Getum við án þessara starfa verið? Katrín Ólafsdóttir, Vísbending 29. maí 2020. ÞAÐ ER MIKLUM MUN ódýrara að koma í veg fyrir atvinnu­

leysi frekar en að bregðast við því. Þetta gildir á mörgum sviðum, t.d. almennu heilbrigði (viðhald á heilbrigðri sál og líkama er ódýrara en dýr læknismeðferð) og þegar kemur að tryggingum (oft er ódýrara fyrir tryggingafélög að koma í veg fyrir skaða frekar en að borga trygginguna vegna skaðans). Það er betra að byrgja brunninn áður en barnið fellur ofan í hann. Ólafur Margeirsson, Vísbending 7. ágúst 2020. ENGIN HANDBÓK ER TIL um rétt viðbrögð við heims­

faraldri, en ljóst er að yfirvöld munu ekki leysa þennan vanda ein. Móta þarf stefnur í sátt og sameiningu með gagnkvæmum skilningi á þeim erfiðu kringumstæðum sem launamenn jafnt sem atvinnurekendur standa nú frammi fyrir. Anna Hrefna Ingimundardóttir, Vísbending 28. ágúst 2020.

AÐ LOKUM ER RÉTT að minna á að heilbrigðiskerfið okkar

hefur sýnt fram á það í faraldrinum að hægt er að beita mikilli nýsköpun á undraverðum hraða með snjöllum úrræðum til að bregðast við ógninni. Helstu seðlabankar heims hafa gert slíkt hið sama á sínum sviðum. Þannig hefur það afhjúpast að verðmætin sem rekstur hins opin­ bera skapar geta verið mun meiri en kostnaðurinn. Ásgeir Brynjar Torfason, Vísbending 24. apríl 2020. Í KREPPUM OG NIÐURSVEIFLUM síðustu áratuga hafa

karlmenn yfirleitt orðið verr úti á vinnumarkaði en konur. Til að mynda jókst atvinnuleysi mun meira á meðal karla en kvenna í kjölfar hrunsins. … Ýmsar vísbendingar benda þó til þess að áhrif þeirrar kreppu sem við göngum inn í nú verði ólík fyrri kreppum, og að í þetta sinn verði áhrifin meiri meðal kvenna. Herdís Steingrímsdóttir, Vísbending 1. maí 2020.

42

VÍSBENDING • 2020

Ljósmynd: Bára Huld Beck


ÁRANGURSRÍKAR SÓTTVARNIR FELA Í sér skamm­

tímafórn fyrir stærri langtímaávinning. Við mat á hreinum ávinningi þarf í þessu sambandi að telja með allan ávinning og kostnað og taka með í reikninginn hvernig hann fellur til yfir tíma. Efnahagsstarfsemin og heilbrigðiskerfið eru hlutar af þessu heildarmati en ekki allt mengið. Einnig þarf að taka með þann ávinning og kostnað sem er að hluta til óáþreifanlegur og hefur ekki markaðsverð. Már Guðmundsson, Vísbending 18. september 2020. ENGIN TÖFRALAUSN ER TIL á þessari togstreitu milli

hagsmuna kynslóðanna. En rétt og skylt er að hafa það í huga í opinberri stefnumótun á næstunni að unga fólkið færir nú fórnir fyrir okkur sem eldri erum. Það ber að taka tillit til þess og forgangsraða í þágu yngra fólks, t.d. þegar kemur að skattlagningu, opinberum fjárfestingum og útgjöldum hins opinbera almennt. Friðrik Már Baldursson, Vísbending 2. október 2020. ÖFLUN LÁNSFJÁR FYRIR RÍKISSJÓÐ verður talsverð

áskorun næstu árin. Hún er þó alls ekki ókleifur veggur eins og farið hefur verið yfir hér að framan. Hins vegar má ekki mikið út af bregða svo lánsfjármögnunin verði ekki talsvert snúnari og eftir því dýrari fyrir ríkissjóð. Því er áríðandi að ekki sé vikið að ráði frá fyrirætlan um að ná tökum á ríkisrekstrinum að nýju eftir kórónukreppuna og helst leitast við að ná jafnvægi fyrr en áætlað er. Jón Bjarki Bentsson, Vísbending 30. október 2020.

EINKAGEIRINN HEFUR BÆTT VIÐ sig 200 ma. kr. í

skuldum frá upphafi COVID-faraldursins (110 heimilin, 90 fyrirtækin) og ríkissjóður 220 ma. kr. Við fórum inn í núverandi ástand með einkageira sem var jafnskuld­ settur og í flestum þróuðum löndum, á meðan ríkissjóður Íslands var með eina lægstu skuldastöðuna á heimsvísu. Við lendum í náttúruhamförum sem leggjast á lítinn hluta kerfisins og þarfnast mjög markvissra og miðstýrðra viðbragða. Samt hafa aðgerðirnar fram að þessu leitt af sér jafn mikla aukningu í skuldum ríkissjóðs og einkageirans. Kristrún Frostadóttir, Vísbending 13. nóvember 2020. EINS EINKENNILEGA OG ÞAÐ kann að hljóma má

færa ýmis rök fyrir því eftir á að faraldurinn hafi reynst jákvæður á þróun eignaverðs og aukið áhuga fjárfesta á innlendum hlutabréfamarkaði. En hver eru þessi jákvæðu áhrif? Væntingar um bóluefni, lækkandi vaxtastig, aukinn áhugi almennra fjárfesta á hlutabréfum ásamt yfirtöku­ áformum og samrunum eru nokkrir þættir sem hafa hreyft við markaðnum á árinu 2020. Eggert Aðalsteinsson, Vísbending 4. desember 2020. Á ÍSLANDI SJÁUM VIÐ aukningu í framboði á sjálfbærum

fjárfestingakostum, sérstaklega á skuldabréfamarkaði. Í hlutabréfum er það okkar hluthafanna að kalla eftir upp­ lýsingum sem nýtast við okkar mat á því hvort fjárfestingin sé í samræmi við þá aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga sem við kjósum að fylgja. Kristbjörg M. Kristinsdóttir, Vísbending 11. desember 2020.

HAGFRÆÐINGUR SEGIR … Á þessum orðum byrja margar fréttir, enda eru hagfræðingar gjarnan kallaðir til af fjölmiðlum þegar leggja þarf mat á ýmis efnahagsleg álitaefni. Hagfræðingar og annað fagfólk sem er tilbúið að miðla af þekkingu sinni á efnahagsmálum og viðskiptalífi er eftirsótt af fjölmiðlum og hefur á árinu gjarnan verið fengið til að skýra út þær miklu vendingar í efnahagsmálum sem kórónukreppan hefur borið með sér. Vísbending er það rit á Íslandi sem fjallar ítarlegast um hagfræðileg mál. Þegar frétt í fjölmiðli hefst á orðunum „Hagfræðingur segir …“ þá eru miklar líkur á því að vitnað sé til skrifa í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun. Í Vísbendingu er kafað dýpra í málin, kenningar settar fram og stundum jafnvel tekist á. Áhugi annarra fjölmiðla á því sem skrifað er í Vísbendingu er síst minni en áskrifenda blaðsins. Að ofan er stiklað á stóru úr greinum ársins í Vísbendingu. Aðaláherslan er að vandað sé til verka í skrifum og framsetningu efnis. Vísbending er hugsuð fyrir kröfuharða lesendur. Á nýju ári verður Vísbending efld enn frekar og jólahefti Vísbendingar kemur aftur út að ári. Fyrir þá sem vilja tryggja sér áskrift eða fá tilboð í fyrirtækjaáskrift má hafa samband við visbending@kjarninn.is.

VÍSBENDING • 2020

43


Pacta lögmenn bjóða upp á alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Við veitum viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu á þrettán starfsstöðvum víðsvegar um land, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika sem skilar sér í faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum. Með samræmdu upplýsingakerfi og samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta sem og viðskiptavinir okkar, einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu.

Akranes Akureyri Blönduós

Dalvík Egilsstaðir Húsavík

Ísafjörður Keflavík Reyðarfjörður

Reykjavík Sauðárkrókur

Selfoss Siglufjörður

Símanúmer okkar er 440 7900 . pacta@pacta.is . www.pacta.is

THE PARLEX GROUP Pacta er virkur aðili að THE PARLEX GROUP og hefur byggt upp traust viðskiptasamband og persónulegt tengslanet við virtar lögmannsstofur víða um heim. www.parlex.org


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.