Kjarninn - 44. útgáfa

Page 52

aldrei búið Allt eru þetta verkefni sem eru aldrei alveg búin. Flestir gætu gert meira heima við, klárað að koma þessu eða hinu í lag, leikið meira við börnin, lagt meira í eldamennskuna og unnið meira í sjálfum sér. Sjálfur hef ég aldrei upplifað augnablik þar sem fullkomnu jafnvægi er náð og ekkert frekar þarf að gera. Þó að þetta geti verið þreytandi held ég að þetta sé samt heilbrigt ástand. Það á að vera álag, hæfilega mikið drasl og ekki of mikill svefn á þessum árum ævinnar. Sennilega er það sem okkur finnst vera álag ekkert miðað við hvernig þetta var áður fyrr. Amma mín eignaðist ellefu börn á um 25 árum og vann lengst af fyrir heimilinu „Það á að vera sem fiskverkakona. Lítill tími til að vera á Facebook þar en samt hafðist þetta einhvern álag, hæfilega veginn.

mikið drasl og ekki of mikill svefn á þessum árum ævinnar. “

óhversdagslegar myndir Það er ákveðin fegurð í hversdagsleikanum. En samt er það þannig að á tímum þar sem allir eiga að vera eins og þeir eru og enginn á að fela neitt virðist það sama ekki eiga við um hversdagslífið. Við reynum að láta líta út fyrir að það sé alltaf allt tandurhreint hjá okkur. Óvæntar heimsóknir eru t.d. illa séðar nú til dags því þá gefst húsráðendum ekki tóm til að framkvæma hraðtiltekt heima fyrir og fela hversdagslífernið. Í hversdagsmyndaáskoruninni á Facebook birti enginn myndir af ósamanbrotnum þvotti, grátandi börnum og uppvaski. Annað hvort lifa vinir mínir miklu meira spennandi lífi en ég gerði mér grein fyrir eða þá að þeir ákváðu að setja sig í einhverjar stellingar, því hversdagsmyndirnar voru meira eða minna allar af fólki í fjallgöngum, kajakróðri, útihlaupum, dansi og garðrækt. Í grunninn er þetta ekki skrýtið. Í fjölmiðlum og víðar er aldrei fjallað um hversdaginn. Það er engin sérstök hetjudáð að koma krökkunum í rúmið, vaska upp og brjóta saman þvottinn fyrir klukkan tíu á kvöldin. Enginn hefur fengið 02/03 pistill


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kjarninn - 44. útgáfa by Sameinaða útgáfufélagið - Issuu