Kjarninn - 39. útgáfa

Page 60

góðu móti fyrir nokkrum árum. Þetta aukna aðgengi að grundvallargögnum á sviði lögfræði er ekki bara til hagsbóta fyrir lögfræðinga og aðra sérfræðinga heldur er þetta að sjálfsögðu mikilvægt atriði fyrir alla sem vilja kynna sér réttarstöðu sína á hvaða sviði sem er. öflug upplýsingamiðlun alþingis Mikilvægasta upplýsingaveitan á þessu sviði er heimasíða Alþingis, www.althingi.is. Ég játa það hér með og fúslega að þetta er uppáhaldssíðan mín á netinu öllu. Á „Þær eru ekki síður þessari síðu má finna gríðarlegt magn upplýsinga um allt það sem snýr að verkefnum mikilvægar fyrir Alþingis. Á síðunni eru aðgengileg lagafrumalmenning þannig vörp síðustu áratuga sem og greinargerðir, að hver og einn geti nefndarálit, umsagnir, umræður og annað það sem tengist meðferð einstakra mála á hindrunarlítið kynnt þinginu. Þá er þarna að finna allar þær fyrsér grundvallargögn irspurnir sem lagðar hafa verið fram og svör og eftir atvikum við þeim og fullbúið lagasafn. Lagasafnið ekki einasta lögin sjálf heldur er þar lagt sjálfstætt mat geymir í hverjum og einum lagabálki unnt að finna á réttarstöðu sína í viðeigandi breytingarlög og reglugerðir einstaka tilvikum.“ sem settar hafa verið á grunni umræddra laga auk tengla á það frumvarp sem varð að umræddum lögum og svo framvegis. Þessi mikilvæga upplýsingaveita er án minnsta vafa afar þjóðhagslega hagkvæm, enda sparar hún tíma og stórfé innan stjórnsýslunnar, dómstóla og annars staðar þar sem leyst er úr málum, svo ekki sé talað um mikilvægi slíkrar upplýsingamiðlunar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Rekstur síðunnar er Alþingi til mikils sóma. hæstiréttur og umboðsmaður alþingis Heimasíða Hæstaréttar, www.haestirettur.is, er einnig mikilvæg upplýsingaveita, en þar er að finna alla dóma réttarins frá 1. janúar 1999. Einfalt er að leita að dómum eftir lagagreinum, efnisatriðum og með textaleit ef því er að skipta. Í upphafi hvers dóms sem birtur er á netinu er að finna stutta 46/47 pistill


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.