Kjarninn - 32. útgáfa

Page 63

sem verksvið, ábyrgð og heimildir einstakra starfsmanna og stjórnenda koma fram og hvort farið sé eftir þessum reglum. Innri endurskoðun kannar einnig hvort aðskilnaður í ósamrýmanlegum störfum sé nægjanlegur, til dæmis hvað varðar meðhöndlun fjármuna og bókhalds, og kannar enn fremur meðferð og varðveislu fjármuna. Þá skoðar innri endurskoðun hvort skráning, meðferð og varðveisla skjala sé í samræmi við verklagsreglur og margt fleira. Á síðasta ári voru unnar tólf sérstakar skýrslur af innri endurskoðun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið var yfir ýmsa þætti í starfsemi embættins. Þar á meðal voru skýrslur um meðferð og vörslu fíkniefna hjá embættinu, stöðu lögreglumála hjá einstaka starfsmönnum, framkvæmd sáttamiðlunar, meðferð haldlagðra fjármuna, afskipti af börnum og meðferð og vörslu haldlagðra muna svo nokkur dæmi séu nefnd. Innri endurskoðun kom einnig að ýmsum öðrum verkefnum, meðal annars ráðgjöf og umsögn um ýmsar verklagsreglur. Er þörf á frekara eftirliti með starfsemi lögreglu? Eins og rakið var í inngangi hér að framan hefur þeim sjónarmiðum verið fleygt að þörf sé á auknu eftirliti með starfsemi lögreglu og slíkt eftirlit þurfi að vera óháð starfsemi hennar, þ.e. ekki í höndum þeirra aðila sem hafi náin tengsl við hana vegna yfirstjórnarhlutverks. Að mínu viti er með engu móti hægt að taka slíkt eftirlitshlutverk alfarið úr höndum þeirra sem ábyrgð bera á tilteknum málaflokkum, þar sem órjúfanlegur þáttur yfirstjórnarhlutverks er að hafa eftirlit með þeirri starfsemi sem viðkomandi ber ábyrgð á og þar með möguleika til að taka til meðferðar kærur, kvartanir og ábendingar um það sem betur má fara. Á það hefur hins vegar verið bent að ríkissaksóknari sé daglega í nánu samstarfi við lögreglu vegna rannsóknar sakamála og því kunni að vera óheppilegt að hann hafi enn fremur það hlutverk að rannsaka meinta refsiverða háttsemi einstakra starfsmanna lögreglu í tengslum við framkvæmd starfa þeirra. Fremur ætti að setja á laggirnar sjálfstæða einingu sem sinnti slíkum 06/07 pistill


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.