djúpt í virkni fleiri kraftaverkatóla, en vert er að nefna segul sem „raðar“ kolefniskeðjum í bensíninu á hagkvæmari hátt, jónunartæki sem tengir saman kertaþræði og á óútskýranlegan hátt eykur bruna og „raftúrbínu“, viftu sem á að auka loftflæði til vélarinnar. Þá er óupptalið gríðarlegt úrval af alls kyns bætiefnum sem laga öll mein sem ímyndunaraflið býður upp á. „Sannanirnar“ sem væntanlegum kaupendum er boðið upp á eru venjulega reynslusögur annarra kaupenda. Rannsóknir sem sýna ekki fram á neinn sparnað af notkun kraftaverkabúnaðarins eru annaðhvort gallaðar, eiga ekki við eða eru framkvæmdar af einhverjum ógeðslega vondum olíurisa. en það virkar samt! Reynsla kaupenda virðist af einhverjum ástæðum ekki lúta sömu lögmálum og vandaðar rannsóknir. Það er ástæðulaust að efast um alla þá sem segjast hafa náð fram sparnaði með því að fjárfesta í áðurnefndum búnaði. Setjum okkur í þeirra spor: Ég er á leiðinni út á lífið. Skelli mér fyrst í herrafataverslun og dressa mig upp. Lít í spegilinn, er ánægður með kaupin, þó að þau hafi kostað sitt. Svo dembi ég mér á galeiðuna, ánægður með mig. Ég tek eftir því að dömurnar horfa á eftir mér og aðrir karlmenn verða örvæntingarfullir í návist minni. Ég er flottastur á svæðinu, ég veit það bara. Það kostaði að vísu dágóða summu en sannanirnar blasa við. Það er sumsé gráa gumsið í hattastandinum sem gerir þetta kleift. Bensínfóturinn léttist ómeðvitað þegar athyglin er á eyðslunni. Eyðslan minnkar – í alvörunni! En var ekki óþarfi að létta veskið í leiðinni? einfalt er best Það eru ótal leiðir til að ná fram raunverulegum eldsneytissparnaði en þær eru því miður allar frekar leiðinlegar og óspennandi. Reyndar hefur þú ábyggilega heyrt um þær allar áður. Það breytir því ekki að þær virka og kosta þig venjulega engin fjárútlát. 04/05 Bílar