24. útgáfa – 30. janúar 2014 – vika 5
Matvælaframleiðendur flytja inn erlent og selja sem íslenskt Margrét Erla Maack vill minna niðurrif og fleiri faðmlög Ragnar Kjartansson gutlaði á gítar og seldi fyrir milljónir
350 ÍBÚÐIR Í EIGU GAMMA Sjóðir á vegum GAMMA stunda stórtæka spákaupmennsku með íbúðarhúsnæði og hafa eignast hátt í fjögur hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Sjóðirnir eru að hluta til fjármagnaðir af lífeyrissjóðum.
24. útgáfa
Efnisyfirlit 30. janúar 2014 – vika 5
Flytja inn útlenskt og selja sem íslenskt Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara eru varðir fyrir samkeppni með tollum og styrkjum.
Æsispennt yfir nýju RuPaul´s Drag Race Dómsmál
Eigendur Vatnsenda telja Kópavog skulda sér tæplega tíu milljarða króna
Margrét Erla Maack, sirkusstjarna og spurningahöfundur, svarar sjö spurningum.
Engifer læknar Hátt í 1.800 rannsóknir finnast á lækningamætti engifers.
Stríðsyfirlýsing gegn vondum auglýsingum Viðtal
fjölmiðlar
Ragnar Kjartansson hefur efni á soðningu
Blaðaljósmyndun er deyjandi fag
Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402
Rætt er við auglýsingamógúlinn Luke Sullivan um hvað einkenni lélegar auglýsingar.
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.
lEiðari
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Vandi sjálfstæðismanna Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar um ástæður þess að sögulega stærsti flokkur landsins stendur ekki vel að vígi
s
jálfstæðismenn, og aðrir áhugamenn um pólitík, velta nú vöngum yfir því hvers vegna flokkurinn stendur ekki betur að vígi en raun ber vitni. Þessi umræða átti sér stað á landsvísu fyrir síðustu alþingiskosningar og hún er hafin aftur í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reyndar bara í Reykjavík. Þróunin er mest áberandi meðal yngri kjósenda og nú er á ýmsum stöðum leitað að svarinu við henni. Hins vegar er engin ein skýring á því hvers vegna svona er komið fyrir þessum áður stærsta flokki landsins og langstærsta flokki borgarinnar. Skýringarnar eru margar og það er aðeins hægt að nota hluta þeirra um bæði landsmál og sveitarstjórnarmál. Kosið út frá eigin högum Að hluta til er skýringin í því að flokkamynstur hefur breyst eftir hrun, hvort sem það verður varanleg þróun. Þar kemur 01/03 lEiðari
að minnsta kosti tvennt til. Í síðustu þingkosningum sást greinilega að fleira fólk kaus þá flokka sem lofuðu því bót á högum þess sjálfs. Fólk sem kannski hafði vanist því að kjósa sama flokkinn, og ungt fólk sem var alls ekkert orðið vant því að kjósa einn ákveðinn flokk, breytti til. Svo eru þeir sem fengu nóg af Sjálfstæðisflokknum eftir hrun og hafa ekki snúið til baka. Sumir höfðu reyndar fengið nóg af flokknum í borginni fyrir hrun. Aðrir þættir spila þó líka inn í í höfuðborginni. Í stöðu Sjálfstæðisflokksins þar kristallast að sumu leyti vandinn sem skapast við það að hafa sömu flokka í landsmálum og sveitarstjórnum. Sér í lagi „Fólk sem kannski hafði vanist í svona litlu landi, og hvað því að kjósa sama flokkinn, og þá þar sem atkvæðavægi ójafnt og sum atkvæði ungt fólk sem var alls ekkert er eru dýrmætari en önnur í orðið vant því að kjósa einn alþingiskosningum. Stundákveðinn flokk, breytti til. “ um eru hagsmunir fólksins í borginni eru ekki þeir sömu og hagsmunir flokkanna á landsvísu. Og það vill stundum verða þannig að síðarnefndu hagsmunirnir lendi ofan á. Sá vandi er síður en svo bundinn við Sjálfstæðisflokkinn. óskyld mál hafa áhrif á stuðning Nýlega kjörinn oddviti flokksins í borginni er skýrt dæmi um óþarfa hagsmunaárekstra. Eitt þeirra atriða sem helst hafa verið fundin honum til foráttu innan raða sjálfstæðismanna sjálfra er sú staðreynd að hann tilheyrir þeim hluta flokksins sem vill ganga í Evrópusambandið. Þessi staðreynd hefur síðan á móti verið talin honum mikið til tekna meðal Evrópusinna innan flokksins. Þannig hefur mál sem hefur ekkert með sveitarstjórnarmál Reykjavíkur að gera haft áhrif á prófkjörið. Annar angi af þessu er sá að meðan sömu flokkarnir eru í landsmálum og sveitarstjórnarmálum verður það alltaf tilhneiging margra metnaðarfullra stjórnmálamanna að nota sveitarstjórnarmálin sem stökkpall yfir í landsmálin. 02/03 lEiðari
Þannig hefur það alltaf verið, eins og fjölmörg dæmi úr öllum flokkum sýna. Með þeirri stefnu undanfarinna ára að flytja fleiri félagsleg verkefni yfir til sveitarstjórnanna hefur líka ýmislegt breyst. Íslendingar vilja upp til hópa, hvar sem þeir staðsetja sig á vinstri-hægri skala, að allir hafi sama aðgengi að skólum og annarri félagslegri þjónustu sem sveitarfélögin hafa umsjón með. Þetta gerir það að verkum að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki nema að takmörkuðu leyti markað sér einhverja hægrisérstöðu í sveitarstjórn og sama gildir um vinstriflokka. Þess vegna hefði verið vel til fundið að velja fjölbreyttara skírskotun meðal almennra borgara. reykvíkingar vilja búa í almennilegri borg Svo er það þannig að sífellt fleiri Reykvíkingar á öllum aldri hafa reynslu af dvöl í stórborgum í öðrum löndum. Á hverjum degi bætist við kjörskrána ungt fólk með einmitt slíka reynslu, fólk sem vill búa í almennilegri borg. Af öllum þessum ástæðum virkuðu samræðustjórnmálin svokölluðu sem voru til skamms tíma stunduð af borgarstjórn allri. Almenningur fékk að sjá að það var hægt að ná samstöðu um mörg mál og um önnur var hægt að vera ósammála á nokkuð málefnalegum nótum. Alvöru borgarmál voru sett á oddinn. Þeir borgarfulltrúar sjálfstæðismanna sem höfðu lagt mestan metnað í raunveruleg borgarmálefni voru hins vegar hraktir burt bæði fyrir og í síðasta prófkjöri þar. Það virtist ákveðið áður en nýi oddvitinn bauð sig fram. Nú virðist eiga að höfða til íhaldssama fólksins: flugvöllinn sem fastast, halda áfram að þenja út borgina en byggja brú á milli borgarhluta svo að fólk geti áfram keyrt um allt – og lækka kannski útsvarið. Samræðustjórnmál eru liðin tíð og með þeim fóru frjálslyndir. Þetta er sérstaðan sem boðið er upp á. Og þetta er ekki nóg.
03/03 lEiðari
01/04 dómsmál
kjarninn 30. janúar 2014
telja Kópavogsbæ skulda 10 milljarða Eigendur Vatnsenda telja Kópavogsbæ skulda þeim tæplega tíu milljarða króna. Deilur um leiguíbúðir í Kópavogi smámál við hlið þessa máls, segir lögmaður.
Dómsmál Magnús Halldórsson
Vatnsendasvæðið Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vatnsendajörðinni á undanförnum árum, þar sem stór hverfi hafa sprottið upp.
f
orsvarmenn Kópavogsbæjar og þar með talinn bæjarstjóri virðast ekki skilja alvarleika þessa máls. Upphæðirnar sem um ræðir eru geggjaðar og hagsmunirnir miklir fyrir alla sem tengjast málinu,“ segir Sigmundur Hannesson hrl., lögmaður erfingja Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966, en Hæstiréttur staðfesti fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness, þess efnis að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar. Sigmundur undrar sig á því að málið sé ekki tekið fastari tökum hjá Kópavogsbæ. „Miðað við þær deilur sem nú standa yfir í stjórnmálunum í Kópavogsbæ, í tengslum við hugsanlega Sigmundur Hannesson uppbyggingu á leiguíbúðum, ætti Vatnsendamálið að njóta mun meiri forgangs hjá bænum enda upphæðirnar sem um ræðir, og þar með hagsmunir bæjarbúa og annarra sem málinu tengjast, mun hærri og meiri,“ segir Sigmundur. Kópavogsbær hefur tekið hluta af Vatnsenda eignarnámi, síðast 864 hektara árið 2007, og greiddi þá fyrir það ríflega tvo milljarða króna, sem jafngildir ríflega 3,5 milljörðum að núvirði. Uppbygging á jörðinni hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum árum. Eignarnámið var ekki rétt framkvæmt,
02/04 Dómsmál
Telur KópaVog eiga landið alVeg óHáð deilum erfingja Kjarninn sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra í Kópavogi fyrirspurn vegna málefna er tengjast Vatnsenda. Hvernig horfir þetta mál við þér, skuldar Kópavogsbær dánarbúinu milljarða, og er samkomulag sem bærinn gerði við Þorstein Hjaltested ekki ólöglegt og marklaust í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í fyrrnefndu ágreiningsmáli? „Það liggur fyrir að Kópavogsbær hefur tekið land úr jörðinni Vatnsenda eignarnámi í fjögur skipti nánar tiltekið árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Jafnframt tók Reykjavíkurborg eignarnámi land úr jörðinni árið 1988 á grundvelli sérstakra laga frá Alþingi. Eðli málsins samkvæmt var eignarnámsbótum í öllum tilvikum ráðstafað til þinglýsts eiganda á hverjum tíma. Sveitarfélögin máttu
„Eignarnámið var ekki rétt framkvæmt, í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem eignarnámsbæturnar runnu til Þorsteins Hjaltested, sem ekki var réttmætur eigandi jarðarinnar samkvæmt dómi Hæstaréttar.“
að sjáfsögðu treysta því að þinglýsingarbók væri rétt um eignarhaldið. Kópavogsbær vill árétta að bærinn er eigandi að því landi sem hann hefur tekið eignarnámi úr Vatnsenda á síðustu tveimur áratugum. Eignarnámin fóru fram samkvæmt eignarnámsheimild ráðherra og beindust að þeim aðila sem þinglýsingarbók tilgreindi sem eiganda. Staðan er vissulega flókin en þó fyrst og fremst milli erfingja dánarbúsins. Til að mynda liggur ekki enn fyrir hvernig eignum búsins verður ráðstafað, þar með talið jörðinni. Lögmenn bæjarins hafa verið í góðum samskiptum við skiptastjóra dánarbúsins og legg ég áherslu á að svo verði áfram.“
í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem eignarnámsbæturnar runnu til Þorsteins Hjaltested, sem ekki var réttmætur eigandi jarðarinnar samkvæmt dómi Hæstaréttar.
tæplega tíu milljarðar Erfingjar dánarbúsins telja, á grundvelli dóms Hæstaréttar, að Kópavogsbær skuldi tæplega níu milljarða króna í eignarnámsbætur vegna uppbyggingar á Vatnsenda, að viðbættum vöxtum. Samtals nemur upphæðin um tíu milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Kjarnans er fjárhagsstaða Þorsteins í uppnámi, þar sem hann hefur tapað nær öllu fé sínu og eignum. Þorsteinn hefur oft verið á listum yfir ríkustu menn landsins og var hann meðal annars sá einstaklingur sem var gert að greiða hæst opinber gjöld árið 2010, 162 milljónir. Nú hefur Sýslumaðurinn í Kópavogi gert fjárnám upp á ríflega 550 milljónir króna í eignum 03/04 Dómsmál
Þorsteins, meðal annars vegna vangreiddra opinberra gjalda. Samkvæmt veðbandayfirliti hafa bankastofnanir hagsmuna að gæta, þar á meðal Íslandsbanki upp á 60 milljónir króna ásamt vöxtum og verðbótum. Ekki sýknaður Héraðsdómur Reykjaness vísaði frá dómi máli Þorsteins Hjaltested gegn Kópavogsbæ þar sem hann fór fram á eignarnámsbætur upp á 6,6 milljarða króna. Málinu var vísað frá á þeim forsendum að Þorsteinn væri ekki eigandi Vatnsenda, þar sem beinn eignarréttur að jörðinni væri enn á hendi dánarbúsins og að aðrir hefðu því mögulega hagsmuna að gæta í málinu. Tekið er fram í dómi Héraðsdóms að hvorki sé mögulegt að dæma Þorsteini í hag né sýkna Kópavogsbæ af kröfunum. Deilur við skiptastjóra Erfingjar í dánarbú Sigurðar, sem á Vatnsenda, hafa að undanförnu deilt við skiptastjórann Jón Auðun Jónsson hrl. um ýmislegt er við kemur störfum hans, meðal annars um hverjir hafi rétt til að sitja fundi er varða hagsmuni dánarbúsins. Hefur deilu vegna þess verið vísað til dómstóla og var hún tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða liggur fyrir í því deilumáli.
04/04 Dómsmál
Make it matter
Hraðvirkari, nettari og léttari en áður Stuðningi Windows XP verður hætt 18. apríl 2014. Nú er rétti tíminn til að skipta í nýja HP EliteBook 840 G1 fartölvu með Intel® Core™ i7 örgjörvanum.
Framúrskarandi hönnun, notendavæn og snjöll smáatriði. HP hefur tekist að skapa einstaka fartölvulínu fyrir fyrirtækjaumhver þar sem kröfuhörðustu notendur verða ekki fyrir vonbrigðum. 28% léttari og 40% þynnri. 15 klst. ending rafhlöðu og allt að 33 klst. með stærri rafhlöðu.* UltraSlim tengikví fyrir skrifstofuna.* Nýr valkostur, snertiskjár.* *aukabúnaður
Kynntu þér EliteBook nánar á www.ok.is Allar nánari upplýsingar á www.ok.is. Intel, merki Intel, Intel inside, Intel Core og Core Inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum, Microsoft og Windows eru skráð vörumerki Microsoft Corporation.
Auðvelt er að tengja EliteBook fartölvurnar við búnaðinn á skrifstofunni með UltraSlim tengikví. Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhver .
01/10 Húsnæðismál
kjarninn 30. janúar 2014
spákaupmennska með íbúðarhúsnæði Sjóðir á vegum GAMMA eiga um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. sjóðanna en lífeyrissjóðirnir eru þar fyrirferðarmiklir.
Húsnæðismál Ægir Þór Eysteinsson
g
AM Management hf., eða GAMMA, rekur verðbréfasjóði. Félagið var stofnað í júní 2008 af Gísla Haukssyni og Agnari Tómasi Möller og hefur um 27 milljarða króna í eignastýringu, meðal annars fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög, bankastofnanir, fyrirtæki, erlenda aðila og einstaklinga. GAMMA rekur þrjá verðbréfasjóði, þrjá fjárfestingarsjóði og þrjá fagfjárfestasjóði. Einn þeirra er GAMMA Centrum, lokaður sjóður sem stofnaður var árið 2012 og sérhæfir sig í kaupum á íbúðarhúsnæði. Sjóðstjóri GAMMA Centrum og prókúruhafi er Sölvi Blöndal. Ekki fæst uppgefið hverjir eru raunverulegir eigendur sjóðsins.
stórfelld kaup á íbúðarhúsnæði Stórfelld kaup sjóðsins á fasteignum miðsvæðis í Reykjavík, hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. DV fjallaði talsvert um uppkaup GAMMA á íbúðarhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur, Vesturbænum, Hlíðunum og Norðurmýrinni síðastliðið vor. Þá hafði félagið keypt 140 íbúðir „Kaupin vöktu athygli, á umræddum svæðum fyrir fjóra milljarða enda hafði áhersla félags- króna á nokkrum mánuðum. Þá sagði Gísli Hauksson að fasteignasjóður fyrirtækisins ins fram að því verið á að væri nánast fullfjárfestur. Nokkrum mánuðfjárfesta í íbúðum mið- um síðar sagði DV síðan fréttir af því að svæðis í Reykjavík.“ GAMMA hefði keypt tvær íbúðablokkir á einu bretti í Kópavogi, alls 56 íbúðir. Kaupin vöktu athygli, enda hafði áhersla félagsins fram að því verið á að fjárfesta í íbúðum miðsvæðis í Reykjavík. Í apríl var síðan greint frá því í fjölmiðlum að sjóður á vegum GAMMA hefði keypt húsnæði Landsbankans við Laugaveg 77 fyrir ótilgreint verð, með það fyrir augum að breyta því í lúxushótel. Þeim áformum hefur verið stungið ofan í skúffu en félagið hefur uppi áform um að reisa allt að sex þúsund fermetra húsnæði á lóð bak við fyrrverandi húsnæði Landsbankans, sem fylgdi með í áðurnefndum kaupum. Til stendur að húsnæðið verði blanda af íbúðar- og verslunarhúsnæði. 02/10 Húsnæðismál
miðborgin vinsælust Sjóðir á vegum Gamma hafa sankað að sér íbúðum miðsvæðis í Reykjavík á síðustu misserum, enda gera spár ráð fyrir að þar verði ekkert lát á eftirspurn eftir íbúðum og verð á þeim muni fara ört hækkandi á næstu árum.
Mynd: Birgir Þór
mun umsvifameiri á íbúðamarkaði en talið hefur verið Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu GAMMA Centrum á sjóðurinn um 160 íbúðir sem eru í skamm- og langtímaleigu. Samkvæmt rannsókn Kjarnans er GAMMA mun umsvifameira á íbúðamarkaði en þessi tala gefur til kynna. Kjarninn hefur upplýsingar um að sjóðir GAMMA eigi um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, ríflega 190 fleiri íbúðir en fullyrt er á heimasíðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans á GAMMA Centrum 120 íbúðir, sjóðurinn Eclipse um sextíu íbúðir, sameignarfélagið V2-8 ríflega fimmtíu og LL03, LL04 og LL05 svipaðan fjölda, en það eru sömuleiðis sameignarfélög í eigu sjóða GAMMA eins og V2-8. Restin, um sjötíu íbúðir, er í eigu annarra sjóða á vegum GAMMA. Engir ársreikningar eru til um ofangreinda sjóði og upplýsingar um hluthafa þeirra eru á huldu. Þeir eru allir með heimilisfesti að Klapparstíg 29, þar sem GAMMA er til húsa, en þess má geta að 121 félag er skráð til heimilis þar, þar af 51 virkt. 03/10 Húsnæðismál
Dreifing íbúða í eigu gamma á höfuðborgarsvæðinu
107
101
104
105 aðrar
~70 ÍBúðIR
flestar íbúðirnar eru miðsvæðis í reykjavík GAMMA á um 350 íbúðir víða á höfuðborgarsvæðinu
203
220
04/10 Húsnæðismál
eigendur og STarfSmenn gamma Gísli Hauksson er framkvæmdastjóri GAMMA, en á meðal starfsmanna félagsins auk Agnars Tómasar Möllers má nefna Ásgeir Jónsson, hagfræðing og fyrrverandi forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, Valdimar Ármann, hagfræðing og fjármálaverkfræðing, sem átti sæti í sérfræðingahóp forsætisráðuneytisins um afnám verðtryggingar, Guðmund Björnsson verkfræðing, Sölva Blöndal hagfræðing, kenndan við rapphljómsveitina Quarashi, Jón Sigurðsson, viðskiptafræðing og fyrrverandi forstjóra FL Group, og Lýð Þór Þorgeirsson verkfræðing, en hann starfaði um tíma hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings.
Stærstu eigendur GAMMA eru Gísli Hauksson og Agnar Tómas Möller en aðrir eigendur eru Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar , Volga ehf., í eigu Guðmundar Björnssonar, Valdimar Ármann og Lýður Þór Þorgeirsson. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 10. janúar keyptu helstu hluthafar GAMMA tæplega 27 prósenta hlut MP Banka í félaginu á rúmar 200 milljónir króna, en miðað við það er félagið metið á rúman milljarð króna. Nýr hluthafi bættist þá í hópinn, áðurnefndur Lýður Þór, sem er framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA.
Flestar íbúðir sjóða GAMMA eru í miðbæ Reykjavíkur, í póstnúmeri 101, um sjötíu talsins. Svipaður fjöldi, tæplega sjötíu íbúðir sjóðanna, er í austurhluta borgarinnar, í póstnúmerum 104 og 105, og á þriðja tug íbúða í Vesturbænum. Þá eiga sjóðirnir fjörutíu íbúðir í Hafnarfirði, 55 íbúðir við Vindakór í Kópavogi og á annan tug íbúða annars staðar í Kópavogi. Aðrar íbúðir á vegum sjóða GAMMA eru á víð og dreif um borgina. Engin merki eru um að kaupum GAMMA á íbúðarhúsnæði sé lokið. Sjóðir félagsins hafa keypt hátt í níutíu fasteignir síðan í október, en síðustu kaupsamningar voru undirritaðir í lok desember þegar sjóður á vegum GAMMA keypti sjö íbúðir. spákaupmennska vegna hækkandi íbúðaverðs Stórfelld íbúðakaup GAMMA á eftirsóttum svæðum á höfuðborgarsvæðinu eru í takt við væntingar félagsins til hækkandi íbúðaverðs. Í skýrslu sem unnin var í september árið 2011 af starfsmönnum félagsins og kynnt var á lokuðum fundi fyrir fjárfestum í lok árs 2011, eru væntingar félagsins til hækkandi íbúðaverðs útlistaðar. Þar var gert ráð fyrir að fasteignaverð myndi hækka um 27,5 prósent á næstu tveimur árum. Að kaupa fasteignir á tímum lægðar í hagkerfinu, eins og hefur ríkt hér á landi frá hruni, hefði í sögulegu samhengi skilað mun hærri ávöxtun 05/10 Húsnæðismál
HóTaði að leigja „HySKi“ íbúðir gamma Kjarninn hefur heimildir fyrir því að dæmi séu um að GAMMA hafi keypt íbúðir á eftirsóttum svæðum á yfirverði til að hafa sigur í samkeppni um þær og í nokkrum tilfellum hafi Sölvi Blöndal lagt fram kauptilboð í sínu nafni, en nafn sjóða GAMMA síðar verið ritað á kaupsamninginn. Þá herma heimildir Kjarnans að GAMMA hafi reynst öðrum íbúðareigendum óþægur ljár í þúfu er varðar kostnaðarþátttöku vegna viðhalds húsa og sameigna. Þetta hafi skapað mikil óþægindi fyrir húsfélög og íbúðaeigendur sem deili húsi með GAMMA. Heimildarmaður Kjarnans, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði að fasteignasali hjá ónefndri
fasteignasölu í Reykjavík hefði haft í hótunum við sig ef hann seldi ekki íbúðina sína til GAMMA. Þessi samskipti hefðu átt sér stað í síðustu viku. Í því tilfelli hefði GAMMA keypt allar íbúðir í húsi við Grettisgötu nema umrædda íbúð. Fasteignasalinn tjáði viðkomandi að ef hann seldi ekki myndi GAMMA bara leigja út hinar íbúðirnar í húsinu til „hyskis“, eins og fasteignasalinn orðaði það sjálfur. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans hafði umræddur fasteignasali ekki íbúðir GAMMA til útleigu, en vinnubrögðin gefa mynd af kappinu sem hlaupið er í fasteignasala sökum ágengni GAMMA í íbúðir á ákveðnum svæðum.
en 1,5 prósentum umfram verðlag, sem er meðaltalshækkun fasteignaverðs umfram verðlag síðustu fimmtíu árin á Íslandi. Eftirsóknarverðir staðir hækkuðu í verði eftir því sem fleiri kaupendur væru til staðar, samhliða hækkandi eldsneytisverði og launahækkunum. Svo lengi sem þessir þættir héldu áfram að verka saman hérlendis, hækkun raunlauna og fjölgun á höfuðborgarsvæðinu, myndi fasteignaverð sýna hækkunarviðleitni umfram verðlag. Ekki verður annað séð en að GAMMA veðji hér á réttan hest. Lítið sem ekkert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Íslandi frá hruni og von er á risastórum árgöngum nýrra kaupenda á markað á næstu árum. Jafnvel þótt eitthvað sé til af íbúðum, bæði ókláruðum og fullbúnum, á höfuðborgarsvæðinu mun framboðið hvergi nærri anna eftirspurn nýrra fasteignakaupenda. Aldur þeirra sem ráðast í fasteignakaup í fyrsta skiptið er á bilinu 20-30 ára að meðaltali, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru einstaklingar á því aldursbili liðlega 51 þúsund talsins. Þannig er von á holskeflu nýrra fasteignakaupenda á markaðinn á næstu árum en hvergi nærri er nóg húsnæði fyrir hendi til að anna eftirspurninni, og töluverðan tíma mun taka að uppfylla með nýbyggingum. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans eru flestar íbúðir GAMMA tveggja til þriggja herbergja, sjötíu til hundrað fermetrar að stærð. Það rímar ágætlega við væntingar félagsins um hækkandi fasteignaverð og risavaxinnar eftirspurnar 06/10 Húsnæðismál
marKmiðið að byggja upp öflugT leigufélag Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir í samtali við Kjarnann að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framtíð sjóða félagsins. Hvort og þá hvenær þeim verði slitið hafi ekki verið ákveðið. Þá vill hann ekki upplýsa nákvæmlega um hverjir séu hluthafar sjóðanna en segir lífeyrissjóði fyrirferðarmikla í þeirra hópi. Markmiðið sé að koma á fót öflugu leigufélagi að skandinavískri fyrirmynd, sem nú sé orðið til undir merkjum Leigufélags Íslands ehf. Félagið hafi nú þegar til útleigu áðurnefndar 350 íbúðir í eigu sjóða á vegum GAMMA. Sárafáar
íbúðir hafi nú þegar verið seldar út úr eignasafni félagsins en flestar íbúðanna séu nú í útleigu. Þá eigi sjóðurinn Novus, sem er á vegum GAMMA, lóðir fyrir 850 íbúðir víðs vegar um í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þar sé stefnt á uppbyggingu smárra og meðalstórra íbúða. Gísli segir að heildarfjárfesting sjóða GAMMA í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu nemi um tíu milljörðum króna.
nýrra fasteignakaupenda eftir smærri íbúðum á ákjósanlegum svæðum með tilliti til þjónustu. Þá er engin tilviljun að Sölvi Blöndal hafi verið ráðinn til að stýra fjárfestingarstefnu GAMMA-sjóðanna. Hann lauk B.Sc. prófi frá Háskóla Íslands með áherslu á verðmyndun á fasteignamarkaði og starfaði fyrir Greiningardeild Kaupþings frá 2007 fram í ágúst 2008 við greiningar á íbúða- og húsnæðisverði í Reykjavík. Hann lauk M.Sc. prófi í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi árið 2010 og stundaði rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank ásamt því að sinna fasteignarannsóknum fyrir GAMMA á árunum 2010 til 2011. Frá því í febrúar 2012 hefur hann haft doktorsstöðu við Háskólann í Stokkhólmi sem fjármögnuð er af Handelsbanken og Sveriges Riksbank, með rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu sem viðfangsefni. Eins og áður segir er eignarhald sjóða GAMMA gríðarlega ógagnsætt. Lífeyrissjóðirnir eru þar engu að síður fyrirferðarmiklir, eðli málsins samkvæmt vegna takmarkaðra fjárfestingarmöguleika sökum gjaldeyrishafta. Þegar skoðaðar eru tölur frá Þjóðskrá Íslands yfir viðskipti með fasteignir vestan Kringlumýrarbrautar má sjá hvernig hlutfall viðskipta þar sem einstaklingur selur til fyrirtækis tekur stökk á öðrum ársfjórðungi 2012 og fer úr tveimur prósentum fjórðunginn á undan upp í sex prósent. 07/10 Húsnæðismál
Hlutfallið hækkaði aftur ársfjórðunginn á eftir og fór upp í átta prósent en á fjórða ársfjórðungi var það komið upp í fjórtán prósent. Hlutfallið hélst síðan óbreytt þangað til á þriðja ársfjórðungi 2013, þegar það fór niður í níu prósent, en í lok árs 2013 var það tíu prósent. Breytingar á hlutfallinu eru ekki síst merkilegar að gefnu tilliti til innkomu GAMMA á fasteignamarkaðinn. Ársfjórðungana á undan var hlutfallið á bilinu tvö til fjögur prósent. Hagnaðarvon GAMMA er ekki síst bundin við tækifæri sem félagið sér á leigumarkaðnum. Þau koma fram í áðurnefndri skýrslu sem kynnt var á lokuðum kynningarfundi í lok árs 2011 fyrir fjárfestum. Kaupa grimmt og leigja dýrt Í skýrslunni kemur fram að leiguverð hafi dottið niður í kjölfar efnahagshrunsins, en þrátt fyrir að verðið hafi hækkað um 8,5 prósent frá árinu 2007 að nafnvirði hafi verðlag hækkað um fjörutíu prósent á sama tíma og því sé leiga tuttugu til þrjátíu prósentum lægri að raunvirði en fyrir fjórum árum. Það sama eigi við um launavísitöluna, sem hafi hækkað um rúm þrjátíu prósent á sama tíma, og því hafi leiguverð ekki haldið í við almenna hækkun launa hérlendis á síðustu árum. Því bendi allt til þess að leiguverð muni halda áfram að hækka á næstu misserum þannig að það verði sama hlutfall af launum og það var fyrir hrun, í réttu hlutfalli við annað verðlag. Nú, rúmum tveimur árum eftir að skýrsla GAMMA var kynnt fjárfestum, ríkir ófremdarástand á leigumarkaði. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er margföld á við framboð. Fréttatíminn birti frétt 22. mars síðastliðinn þar sem greint var frá titringi á leigumarkaði vegna innkomu GAMMA. Viðmælendur Fréttatímans voru á einu máli um að innkoma sjóðsins hefði hækkað leiguverð, „skrúfað það upp“ eins og einn viðmælenda blaðsins orðaði það. Þar var haft eftir Svani Guðmundssyni, formanni Félags löggiltra leigumiðlara: „Þeir eru að búa til bólu sem springur eins og graftarkýli á unglingi. Þeir eru líka eins og unglingar á þessum markaði. Þetta 08/10 Húsnæðismál
búist við holskeflu Lítið sem ekkert hefur verið byggt á Íslandi frá hruni. Búist er við ríflega fimmtíu þúsund nýjum fasteignakaupendum inn á markaðinn á næstu árum.
eru bara verðbréfamiðlararar sem eru í öðrum heimi. Það kæmi mér ekki á óvart að leiguverðið þyrfti að hækka um fimmtíu prósent til að standa undir verði eignanna. Þessir menn eru ekki tengdir inn á hinn almenna borgara.“ Leiguverð hækkaði um nær tíu prósent á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Verðbólga síðustu tólf mánuði mældist 3,9 prósent og því hækkaði leiguverð um 5,5 prósent að raunvirði á síðasta ári. Sé litið enn lengra til baka, til 1. janúar 2011, hefur leiguverð hækkað um næstum þrjátíu prósent. Á sama tíma og leiguverð hækkar búa sífellt fleiri í leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands var eitt af hverjum fjórum heimilum landsmanna í leiguhúsnæði árið 2012, og engar vísbendingar eru um annað en að hlutfallið hafi bara hækkað síðan þá. athyglisverð staða Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um sjö prósent mánuðina janúar til nóvember á síðasta ári. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðið eigi enn eftir að hækka um 7-8 prósent á ári næstu tvö árin. Aukin viðskipti með fasteignir leiða óhjákvæmilega til þess fasteignaverð hækkar. Hagsmunir GAMMA eru fyrst og fremst þeir að íbúðaverð hækki sem mest á höfuðborgarsvæðinu. Með hverjum 09/10 Húsnæðismál
viðskiptum GAMMA hækkar þannig íbúðaverð á svæðinu, sem eykur samhliða verðgildi allra eigna sjóða félagsins og þar með ávöxtun sjóðsfélaga. Þá er beinlínis hægt að halda því fram að það hafi verið hagur GAMMA að kaupa einstaka eftirsóttar íbúðir á yfirverði í þessu sambandi, eins og heimildarmenn Kjarnans innan úr fasteignageiranum fullyrða. Velta verður fyrir sér hvort það þyki eðlilegt að stórir aðilar geti haft jafn mikil áhrif á jafn sveiflukenndan markað. Þá má sömuleiðis velta því fyrir sér hvort það sé viðeigandi að lífeyrissjóðirnir séu að fjármagna jafn stórtæk fasteignakaup, með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs og ekki síður verðbólgu sem hefur áhrif á leiguverð og hefur beinar afleiðingar á verðtryggðar eignir lífeyrissjóðanna. Svo ekki sé talað um álitaefnið hvort lífeyrissjóðirnir eigi yfir höfuð að taka þátt í stórtækri spákaupmennsku varðandi íbúðaverð með almannafé, sérstaklega í ljósi þess að stór fasteignafélög fóru halloka í hruninu. Þá er engin lausn í sjónmáli varðandi holskeflu nýrra fasteignakaupenda, hvernig eigi að aðstoða þá við að koma sér þaki yfir höfuðið, sér í lagi vegna ört hækkandi leigu- og fasteignaverðs, og þess hlutfalls sem lánastofnanir krefjast til útborgunar við fasteignakaup. Hvernig á einstaklingur að geta safnað sér milljónum króna til fasteignakaupa þegar það verður bara dýrara og dýrara að draga fram lífið, leigja íbúð eða kaupa, án þess að hafa djúpa vasa til að seilast ofan í?
10/10 Húsnæðismál
kjarninn 30. janúar 2014
01/06 topp 5
topp 5
Íslenskar fyrirmyndir um allan heim
Í
slendingar eru ekki margir. Aðeins ríflega 325 þúsund samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Sumum þeirra hefur tekist að hafa mikil áhrif á heimsvísu með verkum sínum og framkomu, á ýmsum sviðum mannlífsins. Magnús Halldórsson valdi þá fimm einstaklinga sem teljast vera þekktustu núlifandi Íslendingarnar. mh 01/06 topp 5
5 á framtíðina fyrir sér Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Tónleikaferð sveitarinnar um heiminn, sem lauk 31. ágúst í fyrra með tónleikum í heimabæ hljómsveitarmeðlima, Garðabæ, breiddi út gott orðspor sveitarinnar af ógnarhraða. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, My Head Is an Animal, var víða á meðal mest seldu platna á árinu sem hún kom út, 2011. Frá þeim tíma hefur hún haldið áfram að seljast vel. Sú sem mesta athygli hefur fengið í bandinu er hin magnaða söngkona Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Þó að hljómsveitin sé ung að árum hefur Nanna Bryndís heillað fólk um heim allan og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
02/06 topp 5
4 söngurinn sem smýgur í gegn Haustið 2000 sá ég Sigur Rós verða að stórri hljómsveit með berum augum. Þá var hljómsveitin fengin til þess að vera upphitunarhljómsveit Radiohead á tónleikaferð sem nefndist Tour on Tent. Ég horfði á Íslendingana heilla alla viðstadda upp úr skónum með magnaðri frammistöðu. Sumir göptu af undrun og hrifningu. Síðan þetta var hefur mikið 03/06 topp 5
vatn runnið til sjávar og Sigur Rós er fyrir löngu orðin að risastórri hljómsveit á alþjóðavísu. Hingað til Íslands kemur fjöldinn allur af ferðamönnum vegna þess að hljómsveitin hefur vakið áhuga þess með flutningi sínum. Það er ekki síst söngvarinn, Jónsi, sem stelur senunni þegar hljómveitin er annars vegar, með söng sem smýgur í gegnum hvað sem er.
3 ljóshærði víkingurinn Ekki gera sér allir grein fyrir því hversu langt Eiður Smári Guðjohsen hefur náð á glæstum ferli sínum. Þó að nú sé farið á síga seinni hluta hans, þar sem Eiður Smári varð 35 ára í september síðastliðnum, hefur enginn Íslendingur verið á stærsta sviði íþróttanna með jafn afgerandi hætti og Eiður Smári. Hann var í hópi bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar hann var hluti af sigurliði Chelsea tímabilið 2004 til 2005. Enginn annar Íslendingur hefur unnið ensku úrvalsdeildina. Hann spilaði með Lundúnafélaginu frá árinu 2000 og til ársins 2006 þegar hann var keyptur til Barcelona fyrir metfé, þegar íslenskir knattspyrnumenn eru annars 04/06 topp 5
vegar; 12 milljónir evra, um 1,8 milljarða króna að núvirði. Eiður Smári vann meðal annars þrefalt á sama tímabilinu með Barcelona. Vann La Liga-deildarkeppnina, bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu, með stjörnum prýddu liði Katalóníurisans. Það sást vel hversu þekkt nafn hans er á erlendri grundu þegar íslenska landsliðið náði frábærum árangri í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í sumar. Ísland datt út úr keppni eftir umspilsleiki gegn Króatíu og Eiður Smári brast í grát í viðtali eftir leikinn. Í aðdraganda leikjanna voru erlendir fjölmiðlar áhugasamir um litla landsliðið úr norðri, leitt af ljóshærða víkingnum Eiði Smára, eins og hann er gjarnan kallaður.
2 á spjöldum sögunnar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands 1. ágúst 1980 eftir að hafa, fyrst kvenna í heiminum, verið kjörin þjóðhöfðingi í í lýðræðislegum kosningum. Þessi magnaði sigur Vigdísar í forsetakosningum varpaði kastljósi umheimsins á hana og Ísland í leiðinni. Enn fremur Vigdísar hafði hann 05/06 topp 5
djúpstæð áhrif á ímynd Íslands erlendis og ruddi brautina í réttindabaráttu kvenna á heimsvísu. Nafn Vigdísar Finnbogadóttur verður ávallt í mikilvægum kafla í sögu mannkynsins af þessari ástæðu og þar er ekki aðeins Ísland undir heldur heimurinn allur.
1 Kunnuglegir tónar úr stofunni Björk Guðmundsdóttir er frægasti Íslendingurinn. Hún er ekki aðeins stærsta stjarna sem Ísland hefur eignast heldur er hún virt á meðal listafólks um allan heim fyrir hugmyndaflug sitt, fjölbreytta tónlist og einstaka framkomu. Hún hefur líka stolið senunni á stærsta sviðinu – svo til alls staðar – oftar en einu sinni. Nærtækast er að nefna þegar hún mætti í Svanakjólnum á Óskarsverðlaunahátíðina 25. mars 2001 en líka þegar hún flutti lag sitt Declare Independence í Kína árið 2008 og lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Tíbeta. Tíbet, Tíbet! sagði hún endurtekið í uppklappslagi sínu. Kínversk stjórnvöld urðu æf, enda er ritskoðun óhugnanlega mikil í Kína samhliða öllum hinum augljósu mannréttindabrotunum. Í alþjóðasamfélaginu uppskar Björk virðingu fyrir kjarkinn. Hún þorði meðan næstum allir aðrir listamenn sem koma til Kína þegja um sjálfstæðisbaráttu Tíbet. Á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 var hún stærsta stjarna opnunarhátíðarinnar sem stór hluti íbúa heimsins horfði á. Þá fékk Björk Gullpálmann í Cannes fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars Von Trier. Hún sagði aðeins „takk“ þegar hún tók við verðlaunum sínum og yfirgaf síðan 06/06 topp 5
salinn við dynjandi lófatak helstu kvikmyndastjarna heimsins. Árangur hennar mældur í seldum plötum er ótrúlegur, ekki síst í ljósi þess að tónlist hennar er ekki meginstraumstónlist sem hljómar ótt og títt á útvarpsstöðvum. Plöturnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og tónleikar hennar fá iðulega frábæra umsögn. Ég man sterkt eftir því þegar ég var skiptinemi við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 2003 til 2004 og gekk um ganga skólabyggingar heimspekideildarinnar út á Amager. Innan úr einni stofunni bárust kunnuglegir tónar; djassmeistaraverkið Gling gló sem Björk gaf út með tríói Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara. Það voru að mestu franskir skiptinemar sem sátu í stofunni, töluðu saman og drukku bjór. Sumir þeirra sungu með og kunnu íslenska textann upp á hár. Þarna blasti við hvað Björk Guðmundsdóttir er þekkt og hefur haft mikinn áhrif um allan heim.
01/05 neytendamál
kjarninn 30. janúar 2014
Ísland best í heimi... stundum
Innlendir framleiðendur matvæla njóta niðurgreiðslna, tollaverndar og
nEytEnDamál Þórður Snær Júlíusson
Í
slenskur landbúnaður er einn sá verndaðasti í heimi. Hér er sala mjólkurafurða til að mynda undanskilin samkeppnislögum, niðurgreidd um milljarða króna árlega og varin með ofurtollum á innfluttar vörur. Himinháar tollagirðingar eru einnig notaðar til að veita íslenskum framleiðendum svína-, kjúklinga-, nauta- og lambakjöts samkeppnisforskot sem erfitt er að skilgreina öðruvísi en sem einhvers konar einokunarstöðu. Þessi kostnaðarsama vernd er rökstudd með ýmsum hætti. Hér þurfi að halda uppi fæðuöryggi ef upp komi aðstæður þar sem innflutningur stöðvist. Einnig þurfi að tryggja að erlendir smitsjúkdómar berist ekki í hreinu íslensku afurðirnar. Þá sé landbúnaður sem atvinnugrein menningararfur sem þurfi að vernda. En sú skýring sem oftast er notuð af hagsmunaaðilum í landbúnaði er sú að íslensku vörurnar séu einfaldlega miklu, miklu betri og hreinni en hinar erlendu. Fyrir það eigi þjóðin að vera þakklát, þrátt fyrir alla skattpeninganna sem fara í að greiða niður framleiðsluna og hærra verð sem neytendur þurfa að greiða fyrir hana.
beiKon og KjúKlingabringur fluTT inn og Seld Sem íSlenSKT Undir lok árs 2013 og í byrjun þessa árs var víða greint frá því í fjölmiðlum að bæði alífuglakjöt, aðallega kjúklingakjöt, og svínakjöt væri flutt inn til Íslands af íslenskum framleiðendum unninna matvara og selt sem íslenskar vörur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi meðal annars frá því í þinginu í nóvember að um 1.400 tonn af alífugla-, nauta- og svínakjöti hefðu verið flutt inn á því ári. Á svipuðum tíma var greint frá því að íslenskir kjúklingaframleiðendur væru að flytja inn frosna kjúklinga og seldu þá síðan sem íslenska vöru. Í janúar greindi Kastljós loks frá því að mikið af því beikoni sem væri selt í íslenskum verslunum, 02/05 nEytEnDamál
merkt íslenskum framleiðendum, væri alls ekki íslenskt. Innflutningur á því hefur tvöfaldast, farið úr 217 tonnum í 445 tonn á milli áranna 2012 og 2013. Þessi aukning kemur í kjölfar aukinna tilslakana stjórnvalda í innflutningi vegna skorts á hráefni hjá íslenskum framleiðendum. Stærstu innflytjendurnir eru enda kjötvinnslur og sumar þeirra hafa ekki viljað segja í hvaða vörur erlenda svínakjötinu sé blandað. Það er því ekki skrýtið að margir velti því fyrir sér hvað valdi að innflutningur á alífugla- og svínakjöti sé ekki gefinn frjáls og tollar á hann afnumdir eða lækkaðir, þegar kjötvinnslurnar sem innflutningsbannið á að vernda eru sjálfar að flytja inn þessa vöru og selja sem íslenska.
Írsku smjöri blandað í íslenskar vörur Það vakti því mikla athygli þegar spurðist út að Mjólkursamsalan (MS), sem samkvæmt Samkeppniseftirlitinu er í einokunarstöðu á íslenskum mjólkurmarkaði sem er samkeppnishamlandi og andstæð markmiðum samkeppnislaga, hefði flutt inn um 80 tonn af írsku smjöri til að drýgja vörur hjá sér fyrir síðustu jól. Ástæðan var að ekki var nægjanlegt hráefni til að anna eftirspurn sem varð eftir vörum fyrirtækisins. Írska smjörið var notað í rifosta, rjómaosta, kökur og smurosta. Þær vörur sem því var blandað í voru ekki merktar sérstaklega, en þær eru meðal annars mikið notaðar til matargerðar. Því var ógjörningur fyrir landann að vita hvort hann væri að neyta vara sem drýgðar „Auk þess greiðir ríkissjóður höfðu verið með írska smjörinu. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, himinháar fjárhæðir í styrki til segir að þetta hafi verið nauðsynleg mjólkurframleiðslu á hverju ári. aðgerð vegna þess að sala hafi aukist Samkvæmt fjárlagafrumvarpi og framleiðsla minnkað. „Í upphafi árs ársins 2014 fara 6.465 millj- 2013 mátum við það svo að framleiðsla yrði um átta milljónum lítra yfir þörf ónir króna í þá á þessu ári. “ á innanlandsmarkaði. Þess vegna seldum við nokkuð af smjörbirgðum í upphafi ársins. Salan fyrstu þrjá mánuði ársins benti ekki til annars en að þessi spá myndi ganga eftir. Eftir það fór sala á fituríkari afurðum að aukast og upp úr miðju ári for sala á feitari mjólkurvörum eins og smjöri, rjóma og ostum á mikið flug. Upp úr miðju ári jókst svo samdráttur í framleiðslu. Þegar upp var staðið hafði salan aukist sem nam sex milljónum lítra og framleiðslan minnkað milli ára um 2,5 milljónir lítra. Til viðbótar kom svo salan á smjórbirgðunum í upphafi árs. Smjörinnflutningurinn var 0,06 prósent af hráefni síðasta árs.“ eSa Segir innfluTningSbann andSTæTT eeS Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, komst að þeirri niðurstöðu í október síðastliðnum að innflutningsbann stjórnvalda á mjólk, fersku kjöti og eggjum gengi gegn ákvæðum EES-samningsins, sem Ísland er 03/05 nEytEnDamál
fullgildur aðili að. Þetta kom fram í formlegu áminningarbréfi sem stofnunin sendi til íslenskra yfirvalda. Bregðist þau ekki við innan nokkurra mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
mjólkurframleiðsla niðurgreidd um 6,5 milljarða á ári Innfluttar landbúnaðarvörur bera mjög háa tolla. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum verslunar og þjónustu eru þeir tollar til dæmis um 30 prósent á innfluttum ostum auk þess sem allt að 500 króna gjald er lagt á hvert kíló. Auk þess greiðir ríkissjóður himinháar fjárhæðir í styrki til mjólkurframleiðslu á hverju ári. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2014 fara 6.465 milljónir króna í þá á þessu ári. Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum býðst hins vegar að flytja inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur undir svokölluðum tollkvótum. Þeir eru tvenns konar; annars vegar er um Evrópusambandskvóti og hins vegar WTO(Alþjóða viðskiptastofnunin)-kvóti sem íslenskum stjórnvöldum er skylt að úthluta vegna gerðra viðskiptasamninga. Innflutningur innan þessara kvóta er undanskilinn greiðslu á þeim háu tollum sem annars eru á innflutning á landbúnaðarvörum. Kvótarnir eru hins vegar boðnir út. Þeir sem „fá“ þá þurfa því að greiða fyrir að flytja inn tollfrjálst og sú greiðsla skilar sér út í verð til neytenda. Í lok nóvember síðastliðins sendu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem sjá MS fyrir hráefni, bréf til landbúnaðarráðuneytisins og óskuðu eftir auknum tolkvóta á smjör til að mæta þeim skorti sem blasti við fyrir jólin. Beiðnin var síðan afturkölluð tveimur dögum síðar og þess í stað ákvað MS að flytja inn írska smjörið og greiða af því tolla og gjöld. Þeir námu um 50 milljónum króna. Vilja afnema Tolla á SVín og KjúKling að fullu Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi, sem skipaður er formönnum allra stjórnmálaflokka og helstu hagsmunasamtaka og fulltrúum háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnenda fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum, hefur verið starfandi frá því snemma á síðasta ári. Í tillögum sem verkefnastjórn hans lagði fram eru lagðar til breytingar á íslenska landbúnaðarkerfinu. Þar er meðal annars lagt til að tollar á svína- og alífuglakjöt, sem er aðallega kjúklingakjöt, verði afnumdir að fullu og að aðrir almennir tollar verði lækkaðir um 50 04/05 nEytEnDamál
prósent. Þá lagði verkefnastjórnin til að lagðir yrðu af tollar af öllum vörum sem keppa ekki við innlenda framleiðslu, til dæmis andakjöti, dádýrakjöti og parmesanosti. Við þessar breytingar var reiknað með að innfluttar vörur myndu skapa aukið samkeppnislegt aðhald gagnvart innlendri framleiðslu, neytendum til góða, enda myndi verð til neytenda lækka til muna. Afnám tolla á svína- og alífuglakjöt myndi til að mynda lækka um 20 til 50 prósent, samkvæmt útreikningum verkefnastjórnarinnar.
En af hverju ákvað MS frekar að borga 50 milljónir króna en að fá aukningu á tollfrjálsum kvóta? Innan smásölugeirans telja menn að það sé vegna þess að ef MS verður uppvíst að því að geta ekki annað eftirspurn á smjöri og öðrum mjólkurafurðum mega aðrir innflutningsaðilar, til dæmis stórar matvörukeðjur, óska eftir því að fá að flytja inn erlendar vörur til að geta annað eftirspurn. Með því að flytja inn tollað írskt smjör, og greiða 50 milljónir króna, var komist hjá því að keppinautarnir gætu flutt inn vörur.
blandað í smurosta Írska smjörið var notað í rifosta, rjómaosta, kökur og smurosta. Þær vörur sem því var blandað í voru ekki merktar sérstaklega, en þær eru meðal annars mikið notaðar til matargerðar.
Hafa áður notað erlent hráefni í „íslenska“ vöru MS flytur inn um 220 tonn á ári af erlendum sérostum undir ofangreindum tollkvótum. Einar segir að MS hafi að meðaltali verið úthlutað um tólf prósentum þessara kvóta á ári. Félagið taki þátt í þessum innflutningi til að þjóna minni verslunum og veitingastöðum, sem telji ekki hagkvæmt að sækja um kvóta en vilji gjarnan fá osta úr þessum flokkum til endursölu. Spurður hvort félagið hafi flutt inn hráefni til að drýgja vörur MS áður segir Einar að það hafi gerst í hruninu. Þá hrundi sala á sérvörum sem fluttar eru inn undir tollkvótum hrunið. „MS tók á þessum tíma um 7,7 tonn af innfluttum osti til bræðslu. Það hefur ekki verið gert síðan og verður ekki gert aftur. Félagið lítur svo á að þetta hafi verið misráðið. Þetta er eina dæmið sem við þekkjum um nýtingu á erlendu mjólkurhráefni fyrir utan smjörinnflutninginn í fyrra.“ Um hollenska gæðaosta var að ræða sem voru settir í smurosta og aðrar vörur sem merktar eru vörumerkjum MS. Sá ostur sem var bræddur var um helmingur þeirra sérvara sem MS flutti inn undir tollkvótum árið 2009. 05/05 nEytEnDamál
01/06 alþjóðamál
kjarninn 30. janúar 2014
lentu milli steins og sleggju Kjarninn fjallar í tveimur greinum um sýrlenska
alÞjóðamál Arnhildur Hálfdánardóttir
s
víþjóð hefur vakið athygli fyrir tiltölulega umburðarlynda stefnu gagnvart flóttamönnum. Hinn 3. september síðastliðinn tilkynnti sænska ríkisstjórnin að vegna þess alvarlega ástands sem ríkti í Sýrlandi yrði öllum sýrlenskum ríkisborgurum sem sæktu um hæli veitt langtíma dvalarleyfi. Á síðasta ári fengu alls 10.379 sýrlenskir ríkisborgarar hæli í Svíþjóð. Blaðamaður fór til Svíþjóðar í október og ræddi við Palestínumenn sem áður bjuggu í Yarmouk-flóttamannabúðunum í Damaskus í Sýrlandi. Þeir segja aðstæður Palestínumanna á vissan hátt ólíkar aðstæðum Sýrlendinga. frá yarmouk til gautaborgar Mohammad Almawed flutti til Gautaborgar til að læra leikmyndahönnun haustið 1979 og hefur búið þar síðan. Hann, Mona Abbas, kona hans, og dóttir þeirra, Magdalena Almawed, voru vön að heimsækja Sýrland á hverju ári en hafa ekki farið síðan 2010. Það sama ár opnuðu Mohammad og Mona Palestínska húsið í Gautaborg, sem þjónar þeim tilgangi að vera félagsmiðstöð fyrir Palestínumenn í borginni og fræða almenning um málefni Palestínu. Í húsinu hitti blaðamaður Mohammad, Monu og fleiri Palestínumenn sem áður bjuggu í Sýrlandi. Þau bjóða upp á kaffi og svo er sest niður við stórt hringborð. Blaðamaður biður fólkið að segja sér frá aðstæðum Palestínumanna í Sýrlandi. Allir þegja um stund. Svo ríður Jehad Haifawi, karlmaður um sextugt, á vaðið. Það var engin aðskilnaðarstefna í sýrlandi „Foreldrar mínir voru flóttamenn frá Palestínu en ég fæddist í Sýrlandi. Ég fór í háskóla þar og giftist sýrlenskri konu. Á vissan hátt er ég því Sýrlendingur. Það var engin aðskilnaðarstefna í Sýrlandi, það skipti engu máli hver var hvaðan,“ segir Jehad, sem bjó áður í Yarmouk. Búðirnar voru stofnaðar árið 1957 og eru í dag hverfi í borginni. Fólk býr í steyptum húsum, ekki tjöldum. Hverfið er þó kallað 02/06 alÞjóðamál
flóttamenn Mohammad, Bisan, Mona og Malak ásamt frænda sínum.
Yarmouk-búðirnar. Fyrir stríð bjuggu þar nær eingöngu Palestínumenn en nú er uppruni íbúanna fjölbreyttari því margir Sýrlendingar sem flúið hafa aðra borgarhluta hafa sest þar að. Samkvæmt fréttaflutningi líbanska vefritsins The Daily Star hefur Yarmouk-hverfið verið á valdi stjórnarhersins frá því í febrúar. Í júlí var eina hliðinu út úr hverfinu lokað. Síðan hefur borgurum verið meinuð útganga og matur, lyf og aðrar nauðsynjar hafa ekki borist. Börn hafa látist úr vannæringu og fólk neyðst til að borða gras og lauf. Reynt hefur verið að semja um vopnahlé þannig að hægt sé að flytja almenna borgara út úr hverfinu en það hefur ekki tekist. Þegar átökin í Sýrlandi brutust út árið 2011 var Jehad kominn til Svíþjóðar. Hann segir Palestínumenn hafa farið sérstaklega illa út úr stríðinu. „Þegar uppreisnin hófst vildum við Palestínumennirnir halda okkur utan við átökin en við lentum í staðinn á milli steins og sleggju. Ég á marga vini í Yarmouk. Þegar ég hringi í þá segja þeir við mig að meirihluti Palestínumannanna sé farinn þaðan. Þeir segja að þeir hafi þurft að þola mikið, meira en þeir þurftu að þola árið 1948.“ „Ég spyr bara um manneskjur“ Tveir unglingsstrákar, 13 og 17 ára, sitja hljóðir við borðið og fylgjast með umræðunum. Systur þeirra, Bisan, 7 ára, og Malak, 9 ára, sitja við hlið Monu og spjalla saman á arabísku. Börnin eru skyld Mohammad Almawed og komu til Svíþjóðar í júní. Þau eru í hópi 3.490 barna sem komið hafa fylgdarlaust frá Sýrlandi til Svíþjóðar á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá Migrationsverket. Foreldrar þeirra hafa flúið Sýrland og eru nú í Egyptalandi. Mohammad og Mona vinna að því að útvega 03/06 alÞjóðamál
Hópurinn Hópurinn sem blaðamaður ræddi við um ástandið í Sýrlandi.
þeim vegabréf þannig að þau geti komist löglega til Svíþjóðar. Strákarnir vilja ekki segja til nafns, þar sem þeir óttast um fjölskyldu sína, en þeir fallast á að segja sögu sína. Sá eldri talar. „Við lifðum góðu lífi í Yarmouk áður en allt byrjaði. Við upplifðum okkur alltaf sem Sýrlendinga, ekki flóttamenn. Við vorum öruggir og ég man að við fórum oft út klukkan þrjú eða fjögur á morgnana, bara að leika okkur. Nú er ekkert öryggi í landinu lengur. Okkur var hótað, þess vegna urðum við að fara.“ Vinir þeirra senda þeim myndir af svæðinu í gegnum farsíma, mörg húsanna eru hrunin. Þeir sýna líka þriggja daga gamlar myndir frá miðborg Damaskus. Á þeim má sjá fallegar, heilar byggingar. Það er ekki að sjá á þeim að stríðsástand ríki í landinu. Þegar þeir fóru voru húsin í hverfinu enn heil. Drengurinn vissi ekki hvernig ástatt var fyrir húsinu þeirra núna. „Ég spyr ekki um slíkt þegar ég hringi í vini mína og frændfólk, ég spyr bara um manneskjur.“ Foreldrar systkinanna náðu að safna nægu fé til að fjármagna ferð þeirra til Svíþjóðar. Smyglarar fluttu þau til Tyrklands og útveguðu þeim fölsk skilríki, en þaðan flugu þau til Svíþjóðar. Bisan og Malak sakna foreldra sinna mikið. Mona segir að þær hafi hætt að sækja skóla úti í Sýrlandi þegar átökin hófust. „Í tvö ár voru þær mestmegnis innandyra. Þær eru nýbyrjaðar í sænskum skóla,“ segir Mona. 04/06 alÞjóðamál
smyglararnir eru tækifærissinnar Talið berst að því hvernig hægt sé að komast frá Sýrlandi til Svíþjóðar. „Sumir fara til Tyrklands og taka þaðan flug eða fara með vörubíl. Sumir fara með skipi eða bát frá Egyptalandi til Ítalíu og keyra þaðan eða fara með lest,“ segir Mona. Hún segir þetta hættulegt ferðalag, sérstaklega ef fólk fer sjóleiðina. „Bátarnir eru oft bara litlir fiskibátar,“ segir hún. Lampedusa-slysið er öllum í fersku minni og þau segja að það sé langt frá því að öll slysin rati „Fólk þarf að borga smyglurunum í fréttirnar. Magdalena segir fólk í bátunum. „Það tekur 8.000 evrur,“ segir Mohammad. varnarlaust sjö daga að komast til Ítalíu og þau Smyglararnir koma frá mörgum eru nánast matarlaus. Það var kona löndum „Það fer eftir því hvaðan þú á mínum aldri sem var sykursjúk en vilt fara; ef þú ert í Egyptalandi eru smyglararnir hentu farangrinum hennar fyrir borð þannig að hún var þeir egypskir og svo framvegis.“ án lyfja. Hún lést á þriðja degi.“ Þau hafa einnig heyrt sögur af fólki sem var skotið eða neytt til að kasta veikum börnum fyrir borð. Þau segja kostnaðinn gríðarlegan. „Fólk þarf að borga smyglurunum 8.000 evrur,“ segir Mohammad. Smyglararnir koma frá mörgum löndum „Það fer eftir því hvaðan þú vilt fara; ef þú ert í Egyptalandi eru þeir egypskir og svo framvegis,“ segir Mona. Þau segja smyglarana ekki gera þetta af gæsku. „Þetta eru tækifærissinnar, líklega væri best að kalla þá glæpamenn.“ frekar til líbanon en jórdaníu Þau segja marga Palestínumenn sem flýja Sýrland reyna að komast til Líbanon. Margir eigi ættingja þar eða þekki Sýrlendinga sem eigi ættingja þar. Þá séu þar palestínskar flóttamannabúðir á borð við Barajneh, sem margir hafi sest að í tímabundið. Jehad segir ástandið í þeim vera orðið óboðlegt. „Í mörgum húsum sem hönnuð voru fyrir eina fjölskyldu búa nú þrjár.“ Þau segja mun erfiðara að fara í gegnum Jórdaníu. Færri eigi ættingja þar og áhættan sé mikil. „Það streyma þangað menn frá Sádi-Arabíu, Katar og Sameinuðu arabísku 05/06 alÞjóðamál
furstadæmunum einungis í þeim tilgangi að kaupa ungar stelpur. Hver og einn kaupir kannski tíu stelpur undir 15 ára aldri. Sameinuðu þjóðirnar verða að opna augun og berjast gegn þessu,“ segir Jehad og bætir við að fólk geri þetta í neyð. „Fólk á hvorki peninga né mat. Þetta er síðasta úrræðið til að reyna að komast til Evrópu og bjarga öðrum fjölskyldumeðlimum.“ stjórnmálin lítið rædd Stjórnmál eru lítið til umræðu í Palestínska húsinu í Gautaborg. Öll eru þau þó sammála um að engin lausn sé í sjónmáli í Sýrlandi. „Kannski eftir tíu ár,“ segir Mona.
06/06 alÞjóðamál
kjarninn 30. janúar 2014
01/01 sjö sPURNINGAR
sjö spUrningar
margrét Erla maack sirkusstjarna og spurningahöfundur
Hvað á að gera um helgina? Fyrsta keppni í átta liða úrslitum Gettu betur er á föstudagskvöldið í sjónvarpinu, þar sem ég og Steinþór Helgi semjum spurningar. Eftir það er fundur hjá leynifélaginu KKM og svo upp úr 1 spilum við Hits & Tits fyrir dansi og sleik á Harlem. Á laugardaginn er ég að kenna í tveimur gæsapartíum, dansa á árshátíð og spurningasköpun. Hvaða bók eða bækur ertu að lesa núna? Er að lesa memoir eftir Brendan Sullivan vin minn sem heitir The Rivington Was Ours. Sagan gerist á þeim tíma sem ég bjó í New York og þarna poppa upp alls konar vinir og partí sem maður man eftir. Gengur hægt að lesa, því ég get bara svona 4-5 síður í
einu því ég græt æsku mína og borgina mína. Hvaða hljómplötur eru í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana? The Very Best of Burlesque, safnplata sem Maísól vinkona mín gaf mér. Hvaða sjónvarpsþættir eru í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana? og svo er ég æsispennt yfir nýju seríunni af RuPaul’s Drag Race sem byrjar í febrúar. Hvaða lið er líklegast til að vinna Gettu betur? Við þessari spurningu er bara eitt rétt svar, og það er: PASS!
01/01 sjö spUrningar
Hvernig líst þér á ráðningu Magnúsar Geirs Þórðarsonar í stöðu útvarpsstjóra? Mjög vel. Ég vann með honum á menntaskólaárum í skemmtilegum uppsetningum. Hann er kröfuharður og hann kann að taka til, hrósa og stýra. Hann er nó búllsjitt gæi. (Ég er samt smá foj að hann kom ekki í Þrándarpartíið hjá mér um daginn) Af hverju í samfélaginu hefur þú mestar áhyggjur í dag, og hvers vegna? Hvað það eru margir sem er nákvæmlega sama um það sem skiptir máli. Og fólk er meira í því að rífa niður og segja ljótt en að peppa og faðma þá sem eiga það skilið.
ErlEnt
gallerí
kjarninn 30. janúar 2014
KVÍÐI, ÁLAG EÐA ORKULEYSI?
Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Sigþrúður Jónasdóttir
BURNIRÓTIN er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi, getuleysi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
www.annarosa.is
01/07 Viðtal
ViðmælanDi ViKUnnar Ragnar Kjartansson myndlistarmaður
milljónir koma og milljónir fara
kjarninn 30. janúar 2014
Viðtal Dagur Gunnarsson
t
he Visitors heitir vídeólistaverk sem nú er til sýnis í Gallerí Kling & Bang við Hverfisgötu í Reykjavík. Aðsóknin hefur slegið öll met og því hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna. Verkið og höfundur þess komust í blöðin nýlega vegna þess að það seldist í 6 eintökum til safna úti um heim allan fyrir marga tugi milljóna. „Daginn eftir fór ég út í fiskbúð og fékk strax komment eins og að ég hefði nú aldeilis efni á soðningunni, ég sem er maður sem á ekki einu sinni bíl sem startar í frosti!“ sagði Ragnar í viðtali við Kjarnann. gutlað saman á gítar The Visitors er unnið upp úr tónlist sem Ragnar, eins og hann orðar það sjálfur, „gutlaði saman á gítarinn sinn í samvinnu við Davíð Þór Jónsson“ utan um texta Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur myndlistarkonu. „Þetta voru lög sem ég átti í kassagítarnum, þetta tengdi ég saman við aðra hugmynd sem ég var með, það er að segja að gera eitthvað í þessu húsi.“ Húsið sem leikur stórt hlutverk í verkinu er óðalssetrið Rokeby í Barrytown í New York-ríki, sem hefur verið í eigu Astor-fjölskyldunnar frá því snemma á nítjándu öld. Ragnar segir óðalssetrið vera eins og lifandi safn. Þar sé að finna gripi sem tengist sögu Bandaríkjanna, flautu sem leikið var á í frelsisstríðinu (1775-1783), grammófón sem Edison kom með og skildi eftir í húsinu, litla kínverska fallbyssu frá 12. öld sem amma núverandi húsráðenda tók með sem herfang frá boxarauppreisninni í Kína þar sem hún hafði verið hjúkrunarkona. Mahler dvaldi þarna í eitt sumar og þar fram eftir götunum. Ákafur áhugi Ragnars á öllu sem tengist þessu húsi hefur smitandi áhrif sem skila sér vel í The Visitors. Áhugi hans á húsinu og sögu þess er augljós og undirritaður getur ekki orða bundist. „Og í þessu sögufræga húsi ferð þú bara í bað með kassagítar eins og ekkert sé sjálfsagðara?“ Svar hans kom eins og leiftur: „Að sjálfsögðu, það kom ekkert annað til greina! Meira að segja pípulagnirnar í þessu húsi eru upphaflegar og áhugaverðar,“ sagði Ragnar og hér fórum 02/07 Viðtal
við á flug í spjalli um þessar flóknu og fornu pípulagnir sem eru í forgrunninn á einum af níu skjám sem verkið The Visitors samanstendur af, þar sem Ragnar liggur í baði og raular blús með gítarinn sinn.
baðgítar Ragnar með baðgítarinn sinn í The Visitors.
Mynd: Elísabet Davíðsdóttir
plasthúðaður baðgítar Ég spurði Ragnar hvort það væri ekki slæmt fyrir gítarinn að taka hann með í baðið? „Þetta er baðgítarinn minn, Little Martin. Hann þolir þetta alveg, hann er úr plasti eða, formæka eða hvað það nú heitir, mjög hentugur til baðferða,“ segir Ragnar. Hins vegar var óhentugt var að baðið var framleitt áður en menn höfðu áttað sig á nauðsyn þess að hafa yfirfall á slíkum körum. „Ég gleymdi mér við undirbúninginn og vatnið flæddi út úr baðkarinu og allt í einu byrjaði að leka úr loftinu á hæðinni fyrir neðan. Það var ömurlegt, í þessu húsi. Ég var að tékka á einhverjum hlutum í stressi og því fór sem fór.“ Það kom mér ögn á óvart að maðurinn sem lítur út fyrir að vera sultuslakur syngjandi í baði í verki sem hefur jafn hægan hrynjanda og raun ber vitni skyldi vera stressaður. „Ég er yfirleitt mjög stressaður fyrir svona viðburði en svo kemur að ákveðnum punkti í ferlinu og þá getur maður
03/07 Viðtal
ekkert gert annað en að njóta þess. Núna er ég til dæmis með tvö verk í pípunum og hef miklar áhyggjur af því að þau séu ömurleg. Annað er í Berlín og hitt í Vín og þau verða kanski bæði ömurleg,“ segir Ragnar og hlær við með sínum dillandi hlátri. „Ég er alltaf svona stressaður af því að ég fer alltaf inn á einhverja línu sem er svo rosalega banal og ég vona að rati rétta leið en svo getur þetta bara orðið einhver Richard Clayderman.“ myndlistin er frjálsari Ég spurði hann hvernig hann hefði þróast frá popptónlistarmanni yfir í myndlistarmann. „Sko, ég lærði mikið í hljómsveitinni en tónlistarbransinn var svo óheillandi. Formið er svo niðurnjörvað. Þú semur lög. Æfir þau og tekur svo upp, gefur út og ferð svo og túrar. Það er alveg „Myndlistin er meira í því að sama hvort þú ert í bílskúrnum eða í U2, stoppa hlutina og ég vinn þetta er alltaf sama rútínan þó að lúxusinn sé meiri hjá U2. En það sem er svo mikið við það að breyta tón- skemmtilegt við myndlist er hvað hún er list og leiklist í myndlist.“ ofboðslega frjáls. Ég held að það sé ekkert starf sem er frjósamara, þar sem þú getur gert hvað sem er, eins og Curver vinur minn sem er allsber á Akureyri að flokka draslið sitt.“ Ragnar segir myndlistina líka hafa það umfram tónlist og leikhús að hún gangi mjög mikið út á að frysta augnablikið. „Performans líður svo hratt hjá. Þú ferð á tónleika og svo kemur uppáhaldslagið þitt og svo er það bara búið. Sama gerist í leiksýningu, þú upplifir eitthvað augnablik og svo er það bara farið. Myndlistin er meira í því að stoppa hlutina og ég vinn mikið við það að breyta tónlist og leiklist í myndlist.“ mikil velta í myndlistinni Ragnar er mjög hrifinn af bandarískri menningu. „Ég held að það sé vegna þess að ég var alinn upp af góðum allaböllum sem voru á móti öllu sem var amerískt. Þá varð það svo heillandi. Pabbi var svo duglegur kommi þegar hann var lítill að hann fílaði ekki Elvis heldur Cliff Richard, sem er 04/07 Viðtal
poppari sem varð listamaður Ragnari fannst tónlistarsköpun heldur niðurnjörvuð fyrir sinn smekk. Hann segist upplifa meira frelsi í myndlistinni.
05/07 Viðtal
Þarf að móta hugmyndirnar Ragnar Kjartansson segir verk sín ekki detta í kollinn á honum alsköpuð.
náttúrulega bráðfyndið.“ Hvað með fréttaflutning af öllum milljónunum sem Ragnar græddi við söluna á The Visitors? „Það er náttúrulega smá bömmer þegar það kemur í fréttunum að maður sé ógeðslega ríkur þegar maður á ekki einu sinni bíl sem startar í frosti. Hið góða er að það kemur í ljós að þessi verk búa til svona mikla veltu. Þetta er eins og kvikmyndamenn sem velta háum upphæðum en sjálfir eru þeir sjaldnast mjög ríkir. En þetta eru sem sagt ágæt rök í umræðunni um hið hagræna gildi listarinnar.“ En hvað með galleríið, það fær helminginn, ekki satt? „Jú, í mínu tilfelli eru galleríin reyndar tvö en fimmtíu prósent er í raun sanngjarnt þegar maður hugsar út í öll þau verk sem þau fjárfesta í en sem seljast ekki. Þetta fyrirkomulag er ástæðan fyrir því að þetta gengur upp. Ég er alltaf feginn þegar eitthvað selst. Ég og galleristinn höfum oft sett peninga í verk sem er ekki hægt að selja. Þannig að þetta virðist jafnast út á einhvern hátt.“ Hættirðu einhvern tímann við hugmyndir eða verk sem eru langt komin? „Nei, eiginlega ekki. Ég fæ svo fáar hugmyndir, ég þarf að halda í þær. Ég er alltaf með skissubækur og fylli þær af alls konar misnothæfum hugmyndum. Mér finnst ég í raun aldrei fá stakar hugmyndir; þetta er meira
06/07 Viðtal
samsett. Eins og The Visitors, þetta eru hlutir úr lífi mínu sem ég raða saman. Ég gutlaði saman kassagítarlagi úr textunum hennar Ásdísar og svo finnst mér gaman að vera í þessu húsi. Hvernig væri að fá vini mína sem eru flottir tónlistarmenn í þetta verkefni … og mér finnst gott að spila á gítar í baðinu og svona kemur þetta smátt og smátt saman. Allt sem sést í þessu verki er satt en það lítur samt ekki út fyrir það. Þetta hús er eitthvað svo út úr kú.“ Eintakið af The Visitors sem nú er til sýnis í Kling & Bang var fengið að láni hjá TBA21 (Thyssen-Bornemisza Art Contemporary) og eru aðstandendur gallerísins sérstaklega ánægðir með að geta boðið upp gestum sínum upp á þessa sýningu þar sem Ragnar Kjartansson hélt fyrstu einkasýningu sína einmitt á þessum stað árið 2003. Sýningin hefur verið framlengd til 23. febrúar.
07/07 Viðtal
álit
Kári Hólmar ragnarsson lögmaður
kjarninn 30. janúar 2014
Húsnæðismál eru mannréttindamál Kári Hólmar Ragnarsson hdl. skrifar um húsnæðismál og rétt fólks til þess að koma yfir sig þaki
H
úsnæðismál eru í brennidepli. Það hefur nefnilega komið fólki óþægilega á óvart að fjöldi manns hér á landinu góða notar nær allar tekjur sínar til þess að leigja nokkra fermetra í iðnaðarhúsnæði. Hvorki með baði né eldhúskróki en þeir heppnari fá kytrur sem eru jafnvel alveg lausar við myglusveppi. Þetta er reyndar ekkert nýtt. Nákvæmlega sama staða var uppi fyrir tíu árum. Og líklega tíu árum fyrir það. Og þrjátíu árum fyrir það bjó fólk í míglekum bröggum enda ekkert annað húsnæði í boði. Varla getur þessi kyrrstaða orsakast af því að fyrst og fremst er um fátækt fólk að ræða og jafnvel útlendinga? Fólk sem ekki tilheyrir millistéttinni frægu? Auðvitað hafa ríki og sveitarfélög ýmis úrræði í boði og mikil áhersla hefur verið á málaflokkinn undanfarið. Margt er vel gert og annað stendur til bóta. En það er þó ljóst að 01/05 álit
úrræðin hafa ekki dugað til. Ekki virðist vera til staðar félagslegt húsnæði sem fullnægir þörfinni. Biðlistar eru langir og lágtekjufólk er í erfiðri stöðu bæði gagnvart leigu og kaupum á fasteignum. Þótt margir hafi rætt um húsnæðismál undanfarið hefur ekki mikið farið fyrir þeirri staðreynd að húsnæði er ekki bara praktískt eða pólitískt vandamál heldur beinlínis mannréttindamál. réttur til húsnæðis Í 76. grein stjórnarskrárinnar er tryggður réttur manna til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Við setningu ákvæðisins árið 1995 var litið sérstaklega til alþjóða„Einn þessara samninga um mannréttindi sem Ísland er aðili að. Einn þessara samninga er alþjóðasamninga er samn- samningurinn um efnahagsleg, félagsleg ingurinn um efna- og menningarleg réttindi frá 1966 sem er hagsleg, félagsleg annar af tveimur grundvallarsamningum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi. Samog menningarleg kvæmt 11. grein samningsins, sem stjórnarréttindi frá 1966.“ skráin byggir sérstaklega á, á sérhver maður rétt til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða. Í alþjóðlega mannréttindakerfinu er iðulega rætt um réttinn til húsnæðis (e. right to housing) og með samlestri fyrrnefndra ákvæða er ljóst að rétturinn til húsnæðis er verndaður af stjórnarskrá Íslands, a.m.k. að einhverju leyti. En hvað felst í þessum rétti? Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hefur skýrt inntak réttarins til húsnæðis verulega, en í nefndinni sitja alþjóðlegir sérfræðingar á sviði mannréttinda. Nefndin telur að ekki megi túlka réttinn svo þröngt að einungis sé átt við að fólk verði að hafa skjól fyrir veðri og vindum. Rétturinn sé nátengdur öðrum mannréttindum og þeirri grunnforsendu að öll ríki SÞ viðurkenni meðfædda göfgi mannsins 02/05 álit
(e. inherent digity of the human person). Skilgreining á réttinum til húsnæðis þarf því að taka mið af mannlegri reisn og virðingu. Og það þarf sérstaklega að hafa í huga stöðu viðkvæmra hópa, svo sem þeirra sem búa við fátækt, fötlun o.s.frv. Samkvæmt samningnum verður húsnæði að vera viðunandi. Þetta þýðir m.a. að íbúar geti treyst á lagalega vernd gegn ólögmætum útburði, að aðgengi sé að vatni, hita, orkugjöfum o.s.frv., að húsnæðið sé öruggt og nægilega stórt til þess að fólk geti notið mannsæmandi lífs. Til þess að teljast viðunandi þarf húsnæði einnig að vera á viðráðanlegu verði (e. affordable). Nefnd SÞ hefur tekið fram að kostnaður vegna húsnæðis megi ekki stofna öðrum grunnþörfum í hættu. Það sé ríkisins að grípa til aðgerða til þess að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í eðlilegu hlutfalli við tekjur. Ríkið eigi að koma til móts við þá sem ekki geti aflað sér húsnæðis á viðráðanlegu verði auk þess sem tryggja verði að fjármögnunarkostir samrýmist húsnæðisþörfum. Þá skuli vernda leigjendur gegn óeðlilega háum leigukostnaði og hækkun á leigu (General Comment 4 frá 1991, mgr. 8(c)). áhugavert að horfa til suður-afríku Þótt enginn haldi því fram að húsnæðismál á Íslandi séu í jafnslæmu ástandi og í Suður-Afríku er áhugavert að horfa til þess hvernig Stjórnskipunardómstóll Suður-Afríku hefur fjallað um réttinn til húsnæðis, enda hefur líklega enginn dómstóll fengið jafnmörg mál af þessu tagi á sitt borð. Í máli frá 2004 sem kennt er við stefnandann Maggie Jaftha komst dómstóllinn meðal annars að þeirri niðurstöðu að tiltekin takmörk væru á því að framkvæma nauðungarsölur á húsnæði vegna skulda þegar slíkt myndi leiða til þess að skuldarinn yrði heimilislaus. Dómstóllinn benti meðal annars á eftirfarandi, sem hlýtur að teljast jafnsatt á Íslandi og í Afríku þótt aðstæðurnar þar séu vissulega öfgakenndari: „People at the lower end of the market are quadruply vulnerable: they lack income and savings to pay for the necessities of life; they have poor prospects of raising loans, since their 03/05 álit
only asset is a state-subsidised house; the consequences of inability to pay, under the law as it stands, can be drastic because they live on the threshold of being cast back into the ranks of the homeless in informal settlements, with little chance of escape; and they can easily find themselves at the mercy of conscienceless persons ready to abuse the law for purely selfish gain.“ (Mál nr. CCT 74/03, 8. október 2004, mgr. 30) ríkinu er skylt að grípa til aðgerða Réttindi sem eru sérstaklega vernduð í stjórnarskránni og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum hafa í för með sér stjórnskipulega aðgerðarskyldu ríkisins. „Nefndin telur að Og sú staðreynd ætti reyndar að auðvelda lífið, enda hefur stjórnekki megi túlka stjórnmálamönnum arskráin nú þegar tekið ákvörðun um forréttinn svo þröngt gangsröðun – mannréttindi njóta forgangs. Þótt stjórnvöld bjóði í dag ýmis úrræði að einungis sé átt verður að hafa í huga að hér er um að ræða við að fólk verði réttindi en ekki einungis fallegar hugsjónir að hafa skjól fyrir eða langtímamarkmið. Það er áleitin spurnveðri og vindum.“ ing hvort úrræði stjórnvalda og lagasetning séu fullnægjandi í ljósi þeirra aðstæðna sem fjallað er um hér í upphafi. Þótt ríkið hafi skyldur til að tryggja mannréttindi eru auðvitað ýmis takmörk á þeim skyldum sem ekki verður fjallað um hér. En það mannréttindasjónarhorn sem hér hefur verið útskýrt ætti að mínu mati að fá mun meira vægi en verið hefur. Eru til peningar? Mannréttindavernd er oft kostnaðarsöm. Það er til dæmis rándýrt að reka dómstóla sem uppfylla kröfur um réttláta málsmeðferð. Að sama skapi getur verið kostnaðarsamt að tryggja réttinn til húsnæðis. Stundum eru til peningar í ríkissjóði og stundum ekki. Þetta gerist reyndar furðuoft samtímis, allt eftir því hvort viðkomandi stjórnmálamaður hefur áhuga á því að eyða 04/05 álit
peningum í verkefnið sem er til umræðu. Forgangsröðun er auðvitað aðalatriðið en sem fyrr segir hjálpar stjórnarskráin stundum til í þeim efnum. Og þá má spyrja sig: Er kannski stjórnskipulegt vandamál fólgið í því pólitíska vali að niðurgreiða húsnæði þeirra sem ekki þurfa á því að halda á meðan fjöldi fólks nýtur ekki einu sinni lágmarksinntaks réttarins til húsnæðis?
05/05 álit
kjarninn 30. janúar 2014
01/04 Tækni
risasjónvörp og klæðanleg tækni Kjarninn fór á CES, stærstu raftækja- og tæknisýningu í heimi
tæKni Guðmundur Jóhannsson
C
ES (Consumer Electronics Show) er stærsta raftækja- og tæknisýning í heimi. Þar má sjá alla helstu framleiðendur heims og minni spámenn sýna það allra nýjasta sem þeir hafa á boðstólum ásamt frumgerðum af vörum sem mögulega seinna gæti komið á markað. Risarnir Apple, Google og Microsoft láta þó ekki sjá sig þarna nema í mýflugumynd, þeir vilja hafa stóra sviðið út af fyrir sig og halda bara sína eigin viðburði þegar þeir hafa frá einhverju að segja. Stóra fréttin þetta árið er klæðanleg tækni (e. wearable computing), sem Kjarninn hefur fjallað um áður. Snjallúr, 01/04 tæKni
lífsstílsmælar sem mæla allar hreyfingar, svefnmynstur og flest önnur lífsmörk, ásamt auðvitað hálsbandi fyrir hunda, voru kynnt á CES þetta árið. Af öllu því sem kynnt var má fyrst nefna Pebble Steel, uppfærða útgáfu af snjallúrinu vinsæla Pebble sem virkar bæði á iOS og Android. Svo er Razer Nabu, sem sameinar snjallúrið og lífsstílsmælinn í eitt armband. Sony SmartBand er líka áhugavert, en Sony hefur áður gefið út tvær útgáfur af snjallúrinu sínu sem kallast SmartWatch. LG kynnti armband-snjallúr sem kallast Lifeband Touch. Jaybird Reign er lífsstílsmælir sem fylgist með hreyfingum þínum en minnir þig líka á að hreyfa þig meira ef þess þarf og hvenær þú þarft lengri nætursvefn. Þó að öll þessi klæðanlega tækni hafi verið kynnt er ekki mikið um nýjungar, því þessi úr og armbönd bæta engu við það sem fyrir er á markaðnum. Hér virðast allir telja skipta mestu að taka þátt.
razer nabu Armbandið sameinar í raun snjallúrið og lífsstílsmælinn í einn hlut.
steambox að koma Intel kynnti spennandi nýjung sem kallast Edison og er á stærð við SD-minniskort. Edison er smátölva sem keyrir á tvíkjarna Quark-örgjörva og styður þráðlaus net og Bluetooth. Intel hugsar Edison ekki fyrir smásölumarkað heldur sem farartæki fyrir aðra framleiðendur að láta ljós sitt skína á öflugum og sterkum grunni. Ein hugmyndin sem Intel sýndi með Edison í aðalhlutverki var vatnshelt þroskaleikfang sem tengist nemum á ungbarnasamfellu sem fylgist síðan með öllum lífsmörkum barnsins. Tölvuleikjaframleiðandinn Valve kynnti Steambox, tölvu sem keyrir á SteamOS sem byggir á Linux. Valve keyrir þarna 02/04 tæKni
inn á markað sem það hefur ekki verið á áður. Það rekur eina vinsælustu leikjagátt heims, Steam, þar sem PC-, Appleog Linux-notendur geta keypt tölvuleiki og haldið utan um sína leiki, en nú er væntanleg tölva sem hefur verið kölluð SteamBox og á að halda utan um leikjaspilun gegnum Steam. Hugmyndin er að SteamBox sé tengt við sjónvarp og notaður er stýripinni þó að það virki líka að tengja tækið við tölvuskjá og nota gömlu góðu lyklaborð-og-mús aðferðina sem PC-notendur elska. Valve framleiðir þó vélarnar ekki sjálft heldur treystir á þriðju aðila til að framleiða tölvurnar og sýndar voru fjölmargar útgáfur frá þekktum framleiðendum eins og Alienware, Falcon Northwest og Gigabyte. Svo mun einnig vera hægt að setja SteamOS upp á eigin PC-vél og það frítt, enda fær Valve tekjur sínar af því að selja tölvuleiki.
„Bæði Samsung og LG kynntu risavaxin 4K sjónvörp sem beygjast eftir pöntun. Það er auðvitað eins og tekið úr vísindaskáldsögu að horfa á sjónvarpið teygjast og beygjast eins og pappírsörk.“
risar kynna risavaxin 4K-sjónvörp 4K var aðalfréttin í sjónvörpum sem og myndbandsupptökuvélum. Bæði Samsung og LG kynntu risavaxin 4K-sjónvörp sem beygjast eftir pöntun. Það er auðvitað eins og tekið úr vísindaskáldsögu að horfa á sjónvarpið teygjast og beygjast eins og pappírsörk. Samsung sýndi til dæmis 105 tommu beygjanlegt 4K-tæki sem hefur svo mikil myndgæði að þau eru ekki af þessum heimi en tækið er auðvitað allt of stórt og passar varla inn á heimili meðalmannsins. Myndmál þess (e. aspect ratio), 21:9, er líka annað en markaðurinn og efnisframleiðendur eru vanir, þar sem allt efni er vanalega í 16:9. Samsung segir þetta framtíðina en hvað verður veit auðvitað enginn. Það eru bara nokkur ár síðan þrívídd í sjónvörpum átti að vera málið en það hefur enn ekki ræst af neinu viti.
michael Bay stal senunni Hollywood-leikstjórinn sprengjuglaði Michael Bay stal síðan senunni algjörlega á CES þetta árið þegar hann kom á svið í miðri Samsung-kynningu til að mæra fyrrnefnt sjónvarp og 03/04 tæKni
átti að tala um hvað sjónvarpið breytti og bætti alla upplifun áhorfandans til hins betra. Eitthvað átti hann erfitt með að tala frá hjartanu þegar textavélin bilaði, tafsaði bara eitthvað og stormaði svo af sviðinu. Að lokum er ekki hægt að gera upp CES öðruvísi en að minnast á Oculus Rift. Allir tölvunördar eru hrifnir af þessum sýndarveruleikagleraugum sem færa tölvuleikinn af skjánum og í gleraugun, sem umlykja höfuðið. Nýjasta útgáfan, sem þó er ekki enn komin í almenna sölu hækkar upplausnina í 1080 p og er nú með enn betri hreyfiskynjurum. Þær fréttir sem bárust síðasta haust að guðfaðir PC-leikjanna, John Carmack, hefði hætt hjá id Software (Commander Keen, Wolfenstein, Doom og Quake) og hafið störf hjá Oculus fá menn til að trúa enn betur á að þetta undratæki sé mál málanna. Það verður því kannski ekki svo langt í að ég þurfi að taka af mér leikjagleraugun, ganga varlega framhjá stofunni sem ekkert er í nema 105 tommu sjónvarpstækið og fara út að hlaupa af því að úrið mitt sagði mér að gera það.
04/04 tæKni
kjarninn 30. janúar 2014
01/03 LífsstíLL
Verkir, ógleði og engifer
Grasalæknir fjallar um fjölbreyttan lækningamátt engifers
lÍfsstÍll Anna Rósa grasalæknir www.annarosa.is
E
ngifer (Zingiber officinale) er ekki einungis eitt þekktasta krydd í heimi. Lækningamáttur hans hefur verið þekktur frá örófi alda, en hann er til dæmis algengur í aldagömlum kínverskum jurtaformúlum. Engifer hefur fjölbreyttan lækningamátt og undanfarna áratugi hefur hann verið vinsælt viðfangsefni vísindamanna, en þegar skoðaðir eru gagnabankar á netinu má finna hátt í 1.800 rannsóknir á lækningamætti hans. Margar þessar rannsóknir staðfesta hefðbundna notkun engifers til lækninga, en hann þykir meðal annars 01/03 lÍfsstÍll
bólgueyðandi, verkjastillandi, vöðvaslakandi og bakteríudrepandi og er talinn góður við eftirfarandi kvillum: uppþembu, ristilkrampa, vindverkjum, sýkingum í meltingarvegi og matareitrunum morgunógleði, bílveiki, sjóveiki, ógleði eftir skurðaðgerðir og vegna krabbameinslyfja hósta, hálsbólgu, kvefi, flensu, astma og hand- og fótkulda liðverkjum og gigtarsjúkdómum tíðaverkjum og mígreni Í kínverskum grasalækningum er gerður greinarmunur á virkni engifers eftir því hvort hann er þurrkaður eða ferskur. Þurrkaður engifer þykir betri fyrir liðverki, ógleði og vindverki ásamt því að örva blóðflæði Engiferte en ferskur engifer er talinn betri við hósta, við kvefi og flensu kvefi og flensu og sýkingum í meltingarvegi. Í grasalækningum er sjaldnast unnið með ½ dl af ferskum engifersafa eina jurt í einu heldur er nokkrum tegundum safi úr ½ sítrónu eða límónu jurta blandað saman til að ná fram sem hnífsoddur af cayenne-pipar lífrænt hunang eftir smekk mestum áhrifum. Það hefur lengi verið þekkt að engifer ýtir undir virkni annarra jurta, Pressið safa úr stórri engiferrót í safapressu. meðal annars með því að örva blóðflæði, en Setjið engifersafa í stóran bolla og hellið heitu talið er að engifer sé í allt að helmingi allra vatni á. Bætið sítrónusafa og cayenne-pipar við kínverskra jurtaformúlna. og sætið með hunangi eftir smekk. Drekkið 4-6 bolla á dag. Ef ekki er til safapressa saxið smátt eða rífið 7-10 cm af rótinni í bolla og hellið heitu vatni á. Látið standa með loki yfir í klst. áður en sítrónu, cayenne-pipar og hunangi er bætt við og drukkið. Ferskur engifersafi geymist auðveldlega í ísskáp í nokkra daga.
rannsóknir á engifer Rannsóknir á samtals 415 konum hafa staðfest að engifer dregur umtalsvert úr tíðaverkjum en sumar þessara rannsókna sýndu að engifer var jafn áhrifaríkur og hefðbundin verkjalyf. Einnig hafa nokkrar rannsóknir sýnt verkjastillandi og bólgueyðandi áhrif engifers við liðverkjum, sérstaklega slitgigt, og að auki hafa rannsóknir leitt í ljós að hann dregur úr verkjum tengdum mígreniköstum. Í kínverskum heimildum er varað við notkun engifers á meðgöngu en klínískar rannsóknir á yfir 900 konum sem tóku 1.000-2.000 mg af engifer á dag hafa ekki leitt í ljós nein skaðleg áhrif, 02/03 lÍfsstÍll
en sýnt þykir að engifer dregur úr ógleði og uppköstum á meðgöngu. Áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja hafa líka töluvert verið rannsökuð en niðurstöður hafa sýnt bæði jákvæð og engin marktæk áhrif. Rannsókn frá 2013 á 576 manns leiddi til dæmis í ljós jákvæð áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja, en þar var skammtastærðin 500-1.000 mg á dag. Allar ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar, þ.e. gerðar á mönnum, en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum engifers í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að engifer getur lækkað blóðþrýsting, blóðsykur og kólesteról ásamt því að hafa andoxandi áhrif og bakteríu-, veiru- og sveppadrepandi áhrif. Engifer hefur síðast en ekki síst hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna. skammtastærðir Engiferhylki fást í mismunandi styrkleika í heilsubúðum. Við morgunógleði eru tekin 250 mg tvisvar til fjórum sinnum á dag. Við tíðaverkjum 1.000 mg tvisvar á dag. Við öðrum kvillum 500 mg hylki allt að átta sinnum á dag. Engiferduft ½-2 tsk. á dag. Fersk engiferrót 3-5 g þrisvar á dag sem te eða ½ dl af ferskum safa 4-6 sinnum á dag. Ekki er ráðlagt að sjóða ferska engiferrót heldur hella upp á hana eins og hefðbundið te því við suðu eyðileggjast mikilvægar ilmkjarnaolíur sem eru meðal annars bakteríu- og veirudrepandi. Varúð Þekkt er að stórir skammtar af engifer geta valdið meltingartruflunum, svo sem brjóstsviða. Mjög stórir skammtar af ferskum engifersafa geta valdið munnþurrki, særindum í hálsi, blóðnösum og nýrnabólgum.
Smelltu til að sjá heimildaskrá
03/03 lÍfsstÍll
en sýnt þykir að engifer dregur úr ógleði og uppköstum á meðgöngu. Áhrif engifers á ógleði vegna krabbameinslyfja Botanical Safety Handbook. 2013. AHPA (American Nicollrannsökuð R, Henein MY. en Ginger (Zingiber officinale hafa líka töluvert verið niðurstöður hafa sýnt Herbal Products Association).bæði 2. útg.jákvæð CRC Press, Roscoe): a hot remedy for cardiovascular diseaog engin marktæk áhrif. Rannsókn frá 2013 Florida, USA. se? Int J Cardiol. 2009 Jan 24;131(3):408-9. Epub 576 mannsand leiddi til 2007 dæmis ljós jákvæð áhrif engifers á Ding M, Leach M, Bradley H. Theáeffectiveness Nov í26. ógleði vegna krabbameinslyfja, þar var skammtastærðin safety of ginger for pregnancy-induced nausea Ozgoli G, Goli M,en Moattar F. Comparison of effects 500-1.000 ofangreindar rannsóknir hafa and vomiting: a systematic review. Womenmg á dag. Allar of ginger, mefenamic acid, and ibuprofen onverið pain Birth. 2013 Mar;26(1):e26-30.klínískar, doi: 10.1016/j. in women with primary dysmenorrhea. J Altern þ.e. gerðar á mönnum, en þar að auki hafa verið wombi.2012.08.001. Epub 2012 Aug 28. ComplementáMed. 2009 Feb;15(2):129-32. doi: gerðar ótalmargar rannsóknir áhrifum engifers í tilraunaDrozdov VN, Kim VA, Tkachenko EV, Varvanina GG. 10.1089/acm.2008.0311. glösum og á dýrum.Palatty Þessar rannsóknir hafa meðal annars Influence of a specific ginger combination on PL, Haniadka R, Valder B, Arora R, Baliga MS. leitt í ljós að engifer getur lækkað blóðþrýsting, gastropathy conditions in patients with osteoGinger in the prevention of nauseablóðsykur and vomiting: og kólesteról ásamt því að hafa andoxandi áhrif2013;53(7):659og bakteríu-, arthritis of the knee or hip. J Altern Complema review. Crit Rev Food Sci Nutr. ent Med. 2012 Jun;18(6):583-8. doi: 10.1089/ 69. doi: 10.1080/10408398.2011.553751. veiruog sveppadrepandi áhrif. Engifer hefur síðast en ekki acm.2011.0202. Rahnama P, Montazeri A, Huseini HF, Kianbakht síst hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna. Heimildir
Ghayur MN, Gilani AH, Afridi MB, Houghton PJ. S, Naseri M. Effect of Zingiber officinale R. Cardiovascular effects of ginger aqueous extract rhizomes (ginger) on pain relief in primary and its phenolic constituentsskammtastærðir are mediated dysmenorrhea: a placebo randomized trial. BMC Engiferhylki í heilsubúðum. through multiple pathways. Vascul Pharmacol.fást í mismunandi Complement styrkleika Altern Med. 2012 Jul 10;12:92. doi: 2005 Oct;43(4):234-41. EpubVið 2005morgunógleði Sep 12. eru10.1186/1472-6882-12-92. tekin 250 mg tvisvar til fjórum sinnum Halder A. Effect of progressive muscle Ryan 1.000 JL, Heckler Roscoe Dakhil Kirshner á dag.relaxation Við tíðaverkjum mg CE, tvisvar á JA, dag. Við SR, öðrum versus intake of ginger powder on dysmenorrJ, Flynn PJ, Hickok JT, Morrow GR. Ginger kvillum 500 mg hylki allt að átta sinnum á dag. Engiferduft hoea amongst the nursing students in Pune. (Zingiber officinale) reduces acute chemother½-2 tsk. á dag. Fersk engiferrót 3-5 g þrisvar á dagstudy sem te eða Nurs J India. 2012 Jul-Aug;103(4):152-6. apy-induced nausea: a URCC CCOP dl af ferskum safa 4-6 sinnum dag. Ekki ráðlagt Jenabi E. The effect of ginger for½ relieving of of 576 patients.á Support Career Cancer. 2012að primary dysmenorrhoea. J Pak Med Assoc. Jul;20(7):1479-89. doi: 10.1007/s00520-011sjóða ferska2013 engiferrót heldur hella upp á hana eins og hefðJan;63(1):8-10. Epub 2011 Aug 5. bundið te því við suðu1236-3. eyðileggjast mikilvægar ilmkjarnaMarx WM, Teleni L, McCarthy AL, Vitetta L, Terry R, Posadzki P, Watson LK, Ernst E. The use of olíur sem eru meðal annars bakteríu- og veirudrepandi. McKavanagh D, Thomson D, Isenring E. Ginger ginger (Zingiber officinale) for the treatment (Zingiber officinale) and chemotherapy-induced of pain: a systematic review of clinical trials. Varúð nausea and vomiting: a systematic literature Pain Med. 2011 Dec;12(12):1808-18. doi: review. Nutr Rev. 2013 Apr;71(4):245-54. doi:stórir skammtar 10.1111/j.1526-4637.2011.01261.x. 2011 Þekkt er að af engifer geta valdið Epub meltingar10.1111/nure.12016. Epub 2013 Mar 13. svo sem brjóstsviða. Nov 4. truflunum, Mjög stórir skammtar af Mehdi M, Farhad G, Alireza ME, Mehran Y. Comparis- Thomson M, Corbin R, Leung L. Effects of ginferskum engifersafa geta valdið munnþurrki, særindum í on Between the Efficacy of Ginger and Sumatger for nausea and vomiting in early pregnhálsi, blóð nösum og nýrnabólgum. riptan in the Ablative Treatment of the Common ancy: a meta-analysis. J Am Board Fam Med. Migraine. Phytother Res. 2013 May 9. doi: 2014 Jan-Feb;27(1):115-22. doi: 10.3122/ 10.1002/ptr.4996. [Epub ahead of print] jabfm.2014.01.130167.
Smelltu til að sjá heimildaskrá
03/03 LífsstíLL
Á hverjum degi snerta heimsforeldrar UNICEF líf barna um allan heim. Með mánaðarlegum framlögum gera þeir UNICEF kleift að bæta líf bágstaddra barna til frambúðar. Má bjóða þér að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur? Kynntu þér málið á www.unicef.is
kjarninn 30. janúar 2014
01/01 græjur
CloudSpoTTer birta líf Kristinsdóttir veðurfræðingur „Snjallsíminn minn er iPhone 5.“
Fróðleikur og leikur um helstu skýjategundirnar og ýmis veðurfyrirbæri. Fólk tekur myndir og ákvarðar tegund skýs eða fyrirbæris og sendir inn til að láta samþykkja. Frábært og vel unnið app.
STumble upon Sett eru inn áhugasvið og appið finnur handahófskenndar greinar á netinu á því sviði. Gaman að kynnast nýjum og skemmtilegum síðum, sérstaklega þegar maður fær leið á því sem skoðað er venjulega.
duolingo Ég nota þetta á hverjum degi en þetta er besta app sem ég hef fundið til að læra tungumál á símanum. Það er ókeypis en samt miklu betra en þau sem ég hef keypt.
01/01 græjUr
Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð
6,5 ár eftir af ábyrgð
Kia Rio LX 1,4
Árg. 2012, ekinn 43 þús. km,dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll.
Kia Sportage EX 4wd
Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.*
Verð: 2.190.000 kr.
Verð: 5.590.000 kr.
Greiðsla á mánuði
Greiðsla á mánuði
19.900 kr.
39.900 kr.
M.v.52% innborgun og 74 mán. óverðtryggt lán á 8,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,92%.
M.v.58% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,92%.
5,5 ár eftir af ábyrgð
5,5 ár eftir af ábyrgð
5,5 ár eftir af ábyrgð
Gott eintak
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3
6 ár eftir af ábyrgð
Kia Optima EX 1,7
Kia Sorento EX Classic
Kia Cee‘d Sportswagon LX 1,4
Kia cee‘d LX 1,6
Verð: 4.290.000 kr.
Verð: 5.950.000 kr.
Verð: 3.190.000 kr.
Verð: 2.550.000 kr.
Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,0 l/100.*
Árg. 2012, ekinn 44 þús. km, dísil, 197 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,7 l/100.*
Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll.
Árg. 2012, ekinn 45 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, beinskiptur eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
NOTAÐIR BÍLAR
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
kjarninn 30. janúar 2014
01/01 græjur
tæKni Nýr iPhone væntanlegur í lok sumars Jafnvel þótt við séum nýbúin að taka plastið utan af iPhone 5S er farið að spá í hvernig næsti sími frá Apple muni líta út og hegða sér. Samkeppni Apple við Androidtæki í sama vöruflokki er gríðarleg. Gert er ráð fyrir að næsti iPhone-sími verði jafnvel kallaður iPhone Air og að hann verði sterkbyggðari en forverar hans. Nýr sími kemur að öllum líkindum í september. iPhone 5-símarnir höfðu það orð á sér að vera veikbyggðir og illa samsettir. Apple verður að mæta þessari gagnrýni og gera símana sterkari. Sögusagnir eru um að safír verði notaður yfir skjáinn til að styrkja bygginguna.
Sjötta kynslóð iPhone-síma verður að öllum líkindum stærri en forverarnir. Myndum hefur verið lekið af grind sex tommu síma. Hingað til hafa símar Apple verið í stærðarflokki fyrir neðan keppinauta sína, í fjórum tommum. 01/01 græjUr
VErtU mEð á nótUnUm skráðu þig á póstlista Kjarnans
kjarninn 30. janúar 2014
01/05 Fjölmiðlar
Blaðaljósmyndun er deyjandi stétt Tveir reyndir blaðaljósmyndarar hafa áhyggjur af því
fjölmiðlar Ásdís Ásgeirsdóttir
B
laðaljósmyndarar eru deyjandi stétt hér á landi sem annars staðar. Þetta segja þeir Ragnar Axelsson (RAX) og Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK), sem báðir hafa starfað lengi við fagið. Þeir telja að dagblöð og tímarit séu að gera stór mistök að nýta ekki betur krafta lærðra ljósmyndara og ættu að gefa góðum ljósmyndum meira vægi á síðum blaðanna. Margar ástæður liggja að baki þessari þróun sem orðið hefur í notkun ljósmynda. Efnahagshrunið hafði gífurleg áhrif á dagblaðageirann, sem þurfti að skera niður verulega á ýmsum sviðum, og þar urðu blaðaljósmyndarar hart úti. 01/05 fjölmiðlar
Strax um árið 2000 byrjaði að fjara undan hjá fjölmiðlum, en þá varð mikill samdráttur á auglýsingamarkaði og blöðin urðu þar af mikilvægum tekjum. Tæknin gerir fréttastofum kleift að nota myndir úr myndabönkum, sem er mun ódýrari leið en að hafa ljósmyndara á fullum launum. Myndabankarnir eru orðnir milliliðir milli ljósmyndarans og fréttastofa og fær ljósmyndarinn oft lítið í sinn vasa. Með aukinni tölvutækni er prentiðnaðurinn smátt og smátt að hverfa, þar sem fólk snýr sér frekar að tölvum til að lesa fréttirnar. Stafræna væðingin hefur einnig skemmt fyrir blaðaljósmyndurum, þar sem dagblöð og tímarit hafa dregið úr kostnaði við kaup á ljósmyndum og reitt sig á ódýrara efni sem fæst á veraldarvefnum. Á sama tíma hefur stórlega aukist streymi ljósmynda frá leik„Hugarfarið í blaða- mönnum með myndavélar. Þannig er virði allt í einu mun minna þar sem mennsku er bara rangt alls myndanna framboðið er orðið svo mikið.
staðar í heiminum, það þarf að leggja meiri áherslu á vandaðar myndir. Það mun bitna á blöðunum og verða banabiti þeirra. “
sagan í dag skrifuð á farsíma En hvað segja íslenskir blaðaljósmyndarar sem starfað hafa við fagið á þessum miklu framfaratímum? Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) telur að hið mikla flæði af upplýsingum með netinu og stafræna byltingin hafi í raun gert út af við starfstéttina. „Blaðaljósmyndun eins og hún var er dauð. Blaðaljósmyndari nútímans er bara almenningur,“ segir hann og bætir við: „Þetta er bara ný starfsgrein, eins konar margmiðlunarþjónusta, nú er blaðaljósmyndarinn margmiðlunarupptökumaður.“ Hann bendir á að fyrst hafi stafrænu vélarnar verið svo dýrar að aðeins hafi verið á fárra færi að fjárfesta í slíku tæki, og það hafi stóru blöðin gert fyrst, eins og Morgunblaðið. Nútímaljósmyndun er þróuð af atvinnnuljósmyndurum sem voru notaðir eins og tilraunadýr, segir Þorvaldur. Um árið 2000, þegar símarnir héldu innreið sína með innbyggðum myndavélum og samskiptaforrit voru orðin háþróuð, var í raun búið að „leggja niður“ starf blaðaljósmyndarans, segir hann. „Við 02/05 fjölmiðlar
vorum tilraunadýr framtíðarinnar; fyrst lögðum við línurnar og lærðum á tæknina og svo var hún sett í hendurnar á almenningi,“ segir hann. Þorvaldur segir að sérhæfing blaðaljósmyndarans hafi miðast við að taka myndir á filmu og vinna myndina í myrkrakompu með kemískum efnum. „Á einni nóttu hvarf það, blöðin sáu sparnaðarleið og allir fóru stafrænt. Nú var allt í einu alltaf einhver sem tók myndir og sendi jafnvel frítt á blöðin; þarna fengu blöðin ógrynni af ókeypis myndum.“ Eins og víða erlendis byrjuðu blöðin að nýta sér allt þetta ókeypis flæði mynda og fóru að segja ljósmyndurum sínum upp. Þorvaldur heldur því fram að frá árinu 2004-5 sé búið að segja upp meira en helmingi af öllum blaðaljósmyndurum heims. „Citizen journalism“, eða borgaraleg blaðamennska, hefur tekið yfir, þar sem alls staðar er fólk með snjallsíma og myndavélar. „Upplýsingamiðill veraldar er síminn, sagan í dag er bara skrifuð á farsíma,“ segir Þorvaldur. gæðin hafa dalað Þorvaldur telur að gæði ljósmynda í blöðum hafi dalað mikið í kjölfarið. „Í gamla daga reyndu menn að taka táknrænar myndir, myndina sem lýsti best atburðinum. Það er horfið, núna eru myndirnar bara af mómenti, það skín í gegn að þær eru ekkert ljósmyndalega uppbyggðar og engin hugsun endurspeglast í þeim. Það er engin samfélagshugsjón í myndum lengur, enda eru blöðin að drukkna í myndum, sem gerir það að verkum að þessi „mynd“ mun aldrei finnast.“ Það hefur orðið til þess, að hans mati, að hugsun breytist hjá ljósmyndurum og ritstjórum blaða, sem nú birta myndir sem áður töldust ekki birtingahæfar. Hann tekur dæmi af hinni frægu ljósmynd af manninum sem stóð fyrir framan skriðdrekana á Torgi hins himneska friðar í Kína árið 1989, þar sem herinn skaut þúsundir manna. „Þessi mynd táknar ákveðinn atburð, þarna stendur hann einn á móti heimsveldi. Hvernig heldurðu að þessi atburður hefði verið myndaður ef allir hefðu verið með símana á lofti? Það hefði ekki náðst svona táknræn mynd, hún hefði drukknað í fjölda mynda,“ segir Þorvaldur. 03/05 fjölmiðlar
fækkar stöðugt Víða erlendis hefur ljósmyndurum á fjölmiðlum verið sagt upp í hrönnum. Á tæpum tíu árum er búið að segja upp helmingi þeirra.
Í dag er enginn staður í heiminum sem ekki er hægt að mynda. Jafnvel lönd sem hafa reynt að banna aðgang ljósmyndara geta nú ekki varist því að allt verði myndað á síma og stafrænar vélar og sent jafnóðum á hraða ljóssins á netið. Myndbandspptökur frá borgurum eru einnig mikið notaðar og er ljósmyndari framtíðarinnar með upptökuvél, en einn rammi úr upptöku er í dag í nógu miklum gæðum til að vera nothæfur til birtingar í dagblaði. Þannig geturðu slegið tvær flugur í einu höggi; átt bæði lifandi myndir af atburðinum og eins fryst einn og einn ramma.
Ragnar Axelsson (RAX), sem hefur verið ljósmyndari á Morgunblaðinu síðan hann var unglingur, hefur ekki farið varhluta af breytingunum sem hafa átt sér stað, bæði í fjölmiðlageiranum almennt svo og í blaðaljósmyndun. Ragnari finnst að blöðin mættu standa sig betur í að halda sínu striki og sinna kúnnum sínum með því að hafa áfram gæðamyndir í blaðinu. „Ég er búinn að upplifa ofboðslega góða tíma, jákvæða, þar sem ég fékk að gera eitthvað skapandi, en núna er þetta búið að breytast mikið síðustu ár,“ segir hann. 04/05 fjölmiðlar
Hann segir ljósmyndara í dag ekki lengur fá að vinna eftir hugmyndum sínum og gera flottar greinar. „Hugarfarið í blaðamennsku er bara rangt alls staðar í heiminum, það þarf að leggja meiri áherslu á vandaðar myndir. Það mun bitna á blöðunum og verða banabiti þeirra. Blaðaljósmyndun sem slík er ekki neitt lengur, oft bara blaðamenn með síma og gæðin bara minnka,“ segir Ragnar. Ragnar hefur nú einnig snúið sér að stórum myndaverkefnum sem birtast í bókum. Hann segir það hafa komið til vegna þess að tækifærin hafi svo að segja horfið í blaðaljósmyndun hjá blöðunum. En um leið hafi opnast nýjar dyr og Ragnar segir að kannski eigi góðir blaðaljósmyndarar eftir að snúa sér meira að bókum og netbókum. Bækurnar hans hafa verið gríðarlega vinsælar bæði hér og erlendis. Hann er að vinna stórt verkefni um bráðnun jökla og eins um deyjandi menningu á Grænlandi, en nýjasta bókin er um Landmannalaugar. Bækurnar hafa fengið mikla athygli, ekki síst vísindamanna sem rannsaka hlýnun jarðar, eins og Last Days of the Arctic, og bíða þeir spenntir eftir þeirri næstu. Ragnar var valinn Blaðamaður ársins árið 2012 af Blaðamannafélagi Íslands fyrir grein um bráðnun Grænlandsjökuls. Viðbrögðin sem hann fékk við því eru lýsandi fyrir virðingarleysi blaðamanna fyrir starfi blaðaljósmyndarans, segir hann. „Það rigndi yfir mig svívirðingum frá nokkrum blaðamönnum sem ég þekki lítið sem fannst óeðlilegt að ljósmyndari fengi þessi verðlaun og aðeins örfáir óskuðu mér til hamingju. „Ég var ekkert að biðja um þessi verðlaun en þetta mál með bráðnun jöklanna er og verður eitt stærsta mál í heiminum og ég horfði á þessa bráðnun fimm dögum áður en NASA birti gervitunglamynd sem sýndi að 97% af yfirborði Grænlandsjökuls voru að bráðna. Þetta hefur að gera með líf á jörðu og lífsafkomu fólks í framtíðinni, “ segir hann. Ég hef unnið víða og með mörgum blaðaljósmyndurum og ég get alveg fullyrt það að þetta eru bestu fréttamenn í heimi. Þeir eru á staðnum þegar hlutirnir gerast, og sú upplifun þarf að komast á síður dagblaða og það gerist eingöngu með réttri myndanotkun,“ segir hann. 05/05 fjölmiðlar
kjarninn 30. janúar 2014
01/06 MarkaðsMál
Í krossferð gegn lélegum auglýsingum Luke Sullivan gefur Mr. Whipple og hans líkum
marKaðsmál Kári Sævarsson og Ragnar Jónsson
Þ
egar maður vinnur í auglýsingabransanum koma margar auglýsingabækur inn á borð til manns. Þær eru jafn misgóðar og þær eru margar en engin bók hefur haft eins mikil áhrif á greinarhöfunda og bók Luke Sullivan, Hey Whipple, Squeeze this. Bókin er raunsæ og kaldhæðin lýsing á bransanum og afspyrnu fyndin, enda Sullivan stórskemmtilegur penni. Það má segja að nafn bókarinnar og bókin sjálf sé stríðsyfirlýsing gegn lélegum auglýsingum. Nafn bókarinnar vísar í auglýsingar fyrir salernispappír sem voru gerðar af 01/06 marKaðsmál
stórfyrirtækinu Procter & Gamble. Fyrirtækið er þekkt fyrir að fjöldaframleiða eigin auglýsingar og gæðin geta seint talist mikil á þeim bænum. Dæmigerð auglýsing frá fyrirtækinu sýnir talsmann vöru sem talar til áhorfenda heima í stofu og þylur upp gæði vörunnar ásamt því að prófa hana og sýna. Í einni slíkri var maður sem hét Mr. Whipple. Milli áranna 1964 og 1985 voru gerðar meira en 500 auglýsingar með honum í Bandaríkjunum. Það er auðvelt að skilja að Sullivan hafi fengið leið á þessum karakter. Það má segja að Mr. Whipple sé holdgervingur lélegra auglýsinga. Með nafni bókarinnar er Sullivan að gefa Mr. Whipple og hans líkum fingurinn og hvetur lesendur til að gera betri auglýsingar.
„Það má segja að Mr. Whipple sé holdgervingur lélegra auglýsinga.“
Luke Sullivan hefur áratuga reynslu úr bransanum. Hann hóf feril sinn sem texta- og hugmyndasmiður og varð síðar listrænn stjórnandi á virtum stofum í Bandaríkjunum. Í dag starfar hann sem deildarformaður auglýsingadeildar Savannah College of Art & Design. Hann heldur líka úti skemmtilegu bloggi heywhipple.com þar sem hann hellir úr skálum reiði sinnar yfir því sem honum þykir lélegt. Gott dæmi um þetta er Botn tíu listinn sem hann gefur út með auglýsingum frá Super Bowl-útsendingunni. Í tilefni af komu Luke Sullivan til landsins á vegum Hvíta hússins spurðum við hann nokkurra spurninga. Á hvaða hátt hefur bransinn breyst síðan þú hófst að vinna við auglýsingar? Þegar ég byrjaði að vinna við auglýsingar undir handleiðslu Tom McElliot árið 1979 var sjónvarp aðalmiðillinn. Langstærsta breytingin sem hefur orðið á ferli mínum er stafræna flóðbylgjan. Margir af jafnöldrum mínum hafa annaðhvort reynt að berjast gegn henni af því að þeir hafa ekki viljað takast á við það sem er hreinlega orðið að nýjum bransa eða þeir hafa hreinlega dregið sig út úr faginu. Ég er enginn sérfræðingur í þessu stafræna en ég hef reynt að halda mér á floti.
02/06 marKaðsmál
Internetið hefur sem sagt gjörbreytt faginu. Hvert telur þú að það eigi eftir að þróast í náinni framtíð? Á það eftir að ganga af sjónvarpsauglýsingunni dauðri? „Þetta er spurning sem ég fæ ansi oft. Ég gæti haft rangt fyrir mér en en hingað til hefur sagan kennt okkur að nýir miðlar þurrka ekki út þá gömlu. Útvarpið skaut upp kollinum en dagblöð héldu áfram að dafna. Sjónvarpið drap ekki útvarpið og netið er ekki búið að eyða sjónvarpinu. Hver miðill virðist finna sér einhvern samastað í vistkerfi miðlanna. Að því sögðu hef ég samt smá áhyggjur af því að dagblöð gætu verið á útleið.“ Samkvæmt nýlegri íslenskri könnun er trú markaðsfólks á sjónvarpsauglýsingum vaxandi, eftir að hafa minnkað um skeið. Við teljum að þetta sé vegna þess að internetið hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til þess sem markaðstækis. Heldur þú að þetta geti átt við í Bandaríkjunum líka? Eins og kom fram í svari mínu við fyrri spurningu sé ég miðlana fyrir mér eins og vistkerfi. Sumir eru heitir í fyrstu en kulna með tímanum. Aðrir þróast, enn aðrir stökkbreytast og einhverjir deyja út. En þangað til við getum fengið öllu efni varpað beint á sjónhimnurnar okkar þegar við viljum á mismunandi smekkur fólks á miðlum eftir að tryggja fjölbreytni. Sem dæmi er ég persónulega mjög hrifinn af prentuðum tímaritum. Ég er áskrifandi að nokkrum raftímaritum sem ég les á iPad en það á enginn eftir að sjá mig á ströndinni í Karíbahafinu með spjaldtöldu. Ekki séns. Ég held líka að sjónvarpsauglýsingin eigi eftir að þrauka á meðan fólk horfir á íþróttir í beinni útsendingu. Ég veit ekki hvernig þið hafið þetta en ég get ómögulega horft á upptöku af amerískum fótbolta. Íþróttir á að sjá í beinni útsendingu. stórir hópar geta ekki fengið góða hugmynd Í nýlegu viðtali segir auglýsingamaðurinn George Lois, sem sumir hafa kallað einn af hinum upprunalegu Mad Men, að það sé vonlaust fyrir stóra hópa að fá góða hugmynd. Hann segir að hópfundir séu marklausir og heldur því fram að hugmyndir komi frá í mesta lagi einum eða tveimur einstaklingum. Hvernig rímar þetta 03/06 marKaðsmál
við þína hugmyndafræði um auglýsingar og hugmyndavinnu? Ég er sammála. Jafnvel þótt það sé fræðilega mögulegt að stór hópur af fólki gæti fengið frábæra hugmynd man ég hreinlega ekki eftir neinum dæmum af ferli mínum. Reynsla mín og rannsóknarvinna bendir til þess að sköpun sé galdrar sem geta ekki gerst í fundarherbergi þar sem einhver MBA er með PowerPoint-kynningu eða að skrifa á tússtöflu („Frábær hugmynd, Bill!“). John og Paul sömdu Bítlalögin einir í herbergi. Engin Skype-aði til þeirra hugmyndum að textum. Hver er skoðun þín á auglýsingum sem neytendur sjálfir eiga hugmyndirnar að? Eru þær slöpp afsökun hjá auglýsingastofum sem eru með lélegar/engar hugmyndir eða eru þær skemmtileg leið til þess að fá neytendur til að taka þátt í því sem auglýsandinn er að gera? Ég er persónulega ekki mjög hrifinn af þessu. Það þarf ekki að þýða að þær séu ömurlegar. Mér finnst það sem Goodby, Silverstein & Partners hefur gert fyrir Doritos í kringum SuperBowl gott og John Winsor er alls ekkert flón. Auglýsingastofan hans Victors & Spoils tekur við hugmyndum sjö þúsund manns alls staðar að úr heiminum og gengur býsna vel. Skrílsöfnun (e. crowd sourcing) getur örugglega skilað miklum árangri á sumum sviðum en ef ég á að ráða vil ég ekki láta Jóa á bolnum (John Q. Public) fá stjórn yfir sköpunarverkum mínum. Í bók þinni Hey Whipple, Squeeze This! talar þú um að almannaheillaauglýsingar séu jafn auðveldar og að skjóta fisk í fötu. Af hverju? Áður fyrr gerði ég talsvert mikið af almannaheillaauglýsingum. Nokkrar þeirra birtust í fagbókum og það gerði
04/06 MarkaðsMál
mig stoltan. Ég var líka stoltur af því að geta hjálpað félagasamtökum sem ráku sig fyrir söfnunarfé. En í dag segi ég nemendum mínum að forðast að setja almannaheillaauglýsingar í möppurnar sínar. Þær eru of auðveldar. Mig grunar að flestir listrænir stjórnendur og aðrir sem ráða fólk á auglýsingastofur séu meðvitaðir um að það sé ekkert mjög erfitt að vinna fyrir Nefnd gegn trampi á kettlingum. Hins vegar getur verið mjög erfitt að gera góðar auglýsingar fyrir bankareikninga eða gólfdúka. Það eru hins vegar verkefni sem líkjast meira því sem flest auglýsingafólk fæst við á ferli sínum. Hvaða nýlegar herferðir hafa hrifið þig mest? Ég er virkilega hrifinn af Mayhem-herferðinni frá tryggingafélaginu AllState. Í dag virðast sífellt fleiri fyrirtæki taka upp málefnamörkun (e. cause branding). Dove-snyrtivörurnar hafa verið í því lengi, Nike hefur líka gert það og listinn lengist og lengist. Það hafa verið gerðar herferðir um sjálfsmynd kvenna, umhverfisvernd, lýðheilsu, hreint vatn. Eru að þínu mati einhver málefni sem fyrirtæki ættu að forðast af því að þau gætu snúist í höndunum á þeim? Ég held að það sé vissulega hætta á því að fyrirtæki fái neikvæða athygli, sérstaklega ef þau fara í loftið með mjög tilfinningalega hlaðið efni en það skín í gegn að þau eru bara að því til þess að hagnast fjárhagslega. Mín tilfinning er að neytendur skynji þegar fyrirtæki eru bara að þykjast. Á endanum snýst þetta um hvort fyrirtæki ná að koma skilaboðum frá sér á trúverðugan hátt. Auglýsingar sem vinna auglýsingakeppnir eru jafnan auglýsingar fyrir
05/06 MarkaðsMál
bjór og hreinlætisvörur. Af hverju eru ekki fleiri góðar auglýsingar gerðar fyrir fyrirtækin sem hafa mest ítök, mestan pening og hafa hugsanlega mestu þörfina fyrir góða umfjöllun? Eins og banka og upplýsingatæknifyrirtæki? Ég held að þetta gangi allt í bylgjum. Á tímabili voru allar tryggingaauglýsingar ömurlegar en á síðustu tíu árum hafa nánast öll tryggingafélög sem ég veit um gert eitthvert skemmtilegt efni. Fram að áttunda áratugnum voru bjórauglýsingar líka almennt lélegar. Ég efast samt því miður um að bankar eigi eftir að brjótast úr viðjum meðalmennskunnar. Hver er besta auglýsing allra tíma að þínu mati? Sem textasmiður er ég alltaf hallur undir Appleauglýsinguna Think Different sem Steve Jobs hjálpaði til við að semja. „Here’s to the crazy ones…!“ Ég er líka hrifinn af nokkrum stórum erlendum bjórauglýsingum eins og „Big Ad“ og „Beer Chase“ sem báðar voru gerðar fyrir Carlton Draught. Luke Sullivan heldur fyrirlestur á Hótel Nordica fimmtudaginn 30. janúar. Hér verður hægt að nálgast fyrirlesturinn: www.hvitahusid.is/luke
06/06 MarkaðsMál
kjarninn 30. janúar 2014
01/04 Vísindi
með einkaframtakinu til stjarnanna SpaceX í eigu Elon Musk er fyrsta einkafyrirtækið til að
VÍsinDi Sævar Helgi Bragason
Í
byrjun árs var tæplega 70 metra hárri eldflaug skotið á loft með 160 milljón dollara fjarskiptatungl, Thaicom 6, innanborðs. Þótt gervitunglinu hafi verið skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída stóð Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) ekki að því heldur einkafyrirtæki, Space Exploration Technologies Corporation, betur þekkt sem SpaceX. Forstjóri fyrirtækisins og heilinn á bak við það er fyrirmynd leikstjórans Jon Favreau að Járnmanninum Tony Stark, hinn 43 ára Elon Musk. Musk á reyndar fremur fátt sameiginlegt með glaumgosanum Stark, annað en að vera 01/04 VÍsinDi
milljarðamæringur. Hann er í 61. sæti Forbes yfir 400 ríkasta fólk Bandaríkjanna, með auð upp á rúma sex milljarða dollara.
Elon Musk fæddist í Pretoríu í Suður-Afríku árið 1971. Sautján ára gamall flutti hann til Kanada og hélt fjórum árum síðar í háskólanám til Bandaríkjanna. Þar sótti hann sér tvær háskólagráður frá Pennsylvaníu-háskóla, fyrst í viðskiptafræði og síðan í eðlisfræði. Eftir grunnnám skráði Musk sig í doktorsnám í hagnýtri eðlisfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu en hætti eftir tveggja ára nám til að helga sig því sem átti „Sýn Musks er gerólík. Í stað hug hans allan: Internetinu, endurnýjanorku og geimrannsóknum. örstuttra geimferða í eld- legriMusk er tvífráskilinn fimm barna flaugaknúnum flugvélum faðir sem varð milljónamæringur árið vildi hann smíða einfaldar 1999 þegar Compaq-tölvufyrirtækið keypti og tiltölulega ódýrar, endur- hugbúnaðarfyrirtækið Zip2 sem hann og bróðir hans höfðu stofnað. Eftir það setti nýjanlegar eldflaugar … “ hann annað fyrirtæki á laggirnar, X.com, sem síðar sameinaðist öðru fyrirtæki undir nafninu PayPal. Árið 2002 keypti eBay PayPal fyrir 1,5 milljarða Bandaríkjadala en í stað þess að setjast í helgan stein notaði Musk hagnaðinn af sölunni til að stofna tvö önnur fyrirtæki: Tesla Motors og SpaceX. Hjálparbeiðni frá nasa Á undanförnum árum hafa milljarðamæringar eins og Paul Allen og Richard Branson stofnað fyrirtæki með það markmið að koma ferðalöngum í nokkurra mínútna langar ferðir upp fyrir 100 km mörkin þar sem geimurinn tekur við. Sýn Musks er gerólík. Í stað örstuttra geimferða í eldflaugaknúnum flugvélum vildi hann smíða einfaldar og tiltölulega ódýrar, endurnýjanlegar eldflaugar til að koma bæði mönnum og farmi á braut um jörðina og lengra. Svo heppilega vildi til að um svipað leyti tilkynnti George W. 02/04 VÍsinDi
á Tesla motors og SpaceX Musk ákvað að nota hagnaðinn af uppfinningum sínum til að stofna tvö fyrirtæki, sem nú eru leiðandi hvort á sínu sviði. Það eru Tesla Motors, sem framleiðir rafknúna bíla, og SpaceX, sem vinnur nú að fullkomnun tækninnar við að flytja birgðir og fólk út í geiminn.
Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, að geimferjuáætlunin yrði lögð niður í kringum árið 2010 og að NASA þyrfti að finna nýjar leiðir til að komast út í geiminn. Árið 2006 hóf stofnunin þróun á nýjum eldflaugum en vegna fjárskorts var hætt við smíði þeirra. Stofnunin reri því á mið einkaaðila til að flytja menn og búnað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Í desember 2009 fékk Musk góða jólagjöf þegar NASA veitti SpaceX og öðru einkafyrirtæki, Orbital Sciences, samning upp á að minnsta kosti tólf birgðaferðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar milli áranna 2012 og 2015, með möguleika af einkaframtakinu yrði góð. Samningur NASA við SpaceX hljóðaði upp á allt að 3,1 milljarð dollara. fálkar, dreki og engispretta Á sjö árum hannaði SpaceX Falcon-burðarflaugar og Dragongeimskipið. Í september 2009 flutti SpaceX gervitungl á braut 03/04 VÍsinDi
Vil bera beinin á marS Elon Musk lítur á geimrannsóknir sem nauðsynlegt þróunarskref fyrir mannkynið. „Fyrr eða síðar verðum við að færa lífið út fyrir þennan græna og bláa hnött — eða deyja út,“ skrifaði hann í Esquire tímaritið árið 2008. „Fyrir mér er lykilatriðið að þróa tækni til að
ÍtarEfni Spacex.com
Elon Musk á Twitter Opinber Twitter-straumur Musk
SpaceX á Twitter Opinber Twitter-straumur SpaceX
Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið
flytja fjölda fólks og búnað til Mars,“ sagði Musk í viðtali við Guardian árið 2013. Þar sér hann fyrir sér að menn muni nema land innan tveggja áratuga. Þar vill Musk bera beinin. Og sannast sagna er það alls ekki svo fjarstæðukennt.
um jörðina með Falcon 1-eldflaug og varð þá fyrsta einkafyrirtækið til þess. Ári síðar fór stærri burðarflaug, Falcon 9, í jómfrúarferð sína, en hún er nú aðaleldflaug SpaceX. Í maí 2012 var Falcon 9 skotið á loft í þriðja sinn. Þá flutti Dragon-geimskip fyrirtækisins birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og var það í fyrsta sinn sem einkaaðili gerði það. Eldflaugar SpaceX hafa reynst áreiðanlegar og eru bjartir tímar fram undan hjá fyrirtækinu. Á árinu mun SpaceX skjóta á loft þremur Dragon-birgðaförum til geimstöðvarinnar og nokkrum gervitunglum fyrir einkaaðila og ríki, þar á meðal Turkmensat 1, fyrsta gervitungli Túrkmena. Árið 2014 er einnig fyrirhugað fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugarinnar, en hún verður öflugasta eldflaug heims, fær um að koma 53 tonnum á braut um jörðina eða 16 tonnum til tunglsins og 14 tonnum til Mars. Aðeins Satúrnus 5-tunglflaug Bandaríkjamanna hefur haft meiri burðargetu, en kostnaður við Falcon Heavy verður miklu lægri. Á sama tíma heldur þróun á Dragon-geimskipinu áfram svo hægt sé að senda menn með því til og frá alþjóðlegu geimstöðinni í desember 2015. Síðustu ár hefur endurnýjanleg eldflaug, Grasshopper, verið í þróun hjá SpaceX. Sú flaug á að takast á loft og lenda aftur í heilu lagi á skotpallinum. Sjón er sögu ríkari.
04/04 VÍsinDi
Kjaftæði
Hlédís sveinsdóttir Frumkvöðull
kjarninn 30. janúar 2014
Hvalræði Hlédís Sveinsdóttir skrifar um verksmiðjuframleidd kjúklingalíf og hvali
o
fnbakaður lambaframpartur með sterkri piparostarauðvínsrjómasósu og kartöflum frá Hraunsmúla er uppáhaldsmaturinn minn. Fast á eftir fylgir humar í hvaða mynd sem er, blóðug nautasteik, geitapylsa frá Háafelli, steikt bleikja með roði og svo mætti lengi telja. Á þessum lista er einnig hæfilega grilluð hvalasteik. Þau eru ófá garðpartíin sem ég hef krassað með góðan hvalbita í hönd og eldræðu í brjósti, tilbúin að messa yfir kjúklingabringuétandi sólgleraugum. Þeir sem fást til að smakka samþykkja allir ágæti þessa kjöts og mæta jafnvel með slíkt næst. Þannig lít ég á mig sem sjálfskipaðan talsmann hvalkjöts. Ég tel mig til dýravina því mér er annt bæði um menn og málleysingja. Það gekk svo langt að þegar ég var háseti á netabát stalst ég til að blóðga karfann í pásum, en þannig taldi ég mér trú um að þjáningar hans væru minni í dauðastríðinu. Ég biðst afsökunar hafi ég átt þátt í því að rugla Eyþór Inga Eurovision-fara í vinnsluaðferðum. Eins staðnaði ég í þroska á löngum tímabilum sem barn því ég eyddi svo löngum tíma í að veiða upp flugur úr vatnsstömpunum heima í sveitinni. Hælaskóa-Hlé hefur heldur ekki farið varhluta 01/03 Kjaftæði
af þessari dýraást, því enn þann dag í dag get ég ekki litið í hina áttina verði rammvilltur og niðurrigndur ánamaðkur á vegi mínum. Skiptir þá engu þótt ég sé í hópi fólks í drakt og á hælum. Mér þykir einfaldlega vænt um dýr og er innilega ekki sama um velferð þeirra. Það er ekki þjóðerniskenndin sem er að buga mig þegar kemur að hvalkjötsáti eða það að ég „láti enga fjandans útlendinga segja mér hvað ég megi og hvað ekki“. Hvalkjöt er einfaldlega gott, það er hollt og ég er hlynnt hvalkjötsáti einmitt vegna þess að ég er bæði dýra- og mynduð þið mannvinur.
„Hvort vilja vera hvalur eða kjúklingur? Ég myndi velja að vera hvalur og synda frjáls um heimsins höf.“
Kjúlli gegn hval Í hugum okkar sem teljum okkur til dýravina er ekki nóg að eitthvað sé bæði hollt og gott. Það skiptir líka máli að vel sé farið með dýr meðan þau lifa og vel sé staðið að slátrun þeirra. Hvort mynduð þið vilja vera hvalur eða kjúklingur? Ég myndi velja að vera hvalur og synda frjáls um heimsins höf. Æfa gosbrunninn minn og láta ferðamenn mynda mig í fallegum dýfum. Vissulega eru sigrar og sorgir líka neðansjávar og alltaf einhver hætta á að ég endi sem steik í grillpartíum. Velji ég hins vegar að vera kjúklingur eru yfirgnæfandi líkur á að ég endi í þröngu verksmiðjubúi, velferð mín upp á náð og miskunn starfsmanna þar komin, og alveg víst að ég endi í umbúðum í stórmarkaði.
leður og loðskinn Reglulega lendi ég samræðum (þegar ég segi samræður á ég við að ég ræði og annar hlustar) við mér meiri dýravelferðarsinna. Þeir tilkynna mér hátíðlega, íklæddir leðurskóm og loðkraga, að þeir myndu aldrei láta hvalkjöt inn fyrir sínar varir. Ég efast ekki um það eitt augnablik að hvalir séu skynugar skepnur, en það á líka við um önnur dýr sem við borðum eða nýtum í leður eða loðskinn. Ég sé ekki muninn á hval eða kú – og hafandi alist upp í sveit hef ég þekkt margar 02/03 Kjaftæði
kýr. Þær eru dásamlegar og kannski er einmitt þessi viðmælandi minn íklæddur frænda þeirra á fótunum. Við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvort við ætlum á annað borð að nýta afurðir dýra til manneldis og ef svarið er já þurfum við að tryggja velferð dýra meðan þau eru á lífi og að vel sé staðið að slátrun þeirra. Það tekur 1-15 sekúndur að drepa hval, sem er töluvert styttra dauðastríð en til dæmis karfinn heyr (að undanskildum karfanum mínum og þeim sem lék í Eurovision-myndbandinu). Rökin um að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, því arðsemi af hvalaskoðun sé stefnt í voða með veiðunum, ná heldur ekki til mín. Ég hef í fyrsta lagi fulla trú á að hægt sé að vinna þetta saman. Við höfum fyrirmyndir, til dæmis lambaframpartana mína sem ganga hér lausir um allar koppagrundir á sumrin og vekja eftirtekt og aðdáun ferðamanna. Sömu ferðamanna og setjast síðan yfir hina alræmdu og alíslensku kjötsúpu í vegasjoppum landsins eða snæða lambalund við kertaljós. Í öðru lagi snýst þetta ekki um að græða peninga. Það er einmitt sú hugsun sem færir okkur verksmiðjuframleiddar dýrafurðir. Í lokin langar mig að spyrja: Hversu mörg verksmiðjuframleidd kjúklingalíf þarf til að ná sama magni af kjöti og næra sama fjölda og af einum hval?
03/03 Kjaftæði