Kjarninn - 14. útgáfa

Page 54

kalla fangabúðir – ríkir þó ekkert annað en vinnuþrælkun. Fangarnir þurfa að vinna allt að sextán klukkutíma á dag og til að halda öllum réttindum og óskertum matarskammti þarf hópurinn að skila ákveðnum vinnuafköstum. Þar sem vinnuafköst miðast við hópinn baka þeir fangar sem standa sig ekki sér óvild hinna. Tilfinningin sem bréfið vekur og sem margir fyrrverandi fangar hafa staðfest er að réttarstaða fanganna sé meiri í orði en á borði. Staðreyndin virðist vera sú að fangelsisyfirvöld geti farið sínu fram án þess að þurfa að hafa minnstu áhyggjur af afleiðingum slíks fyrir sig. Fangarnir geta búist við hverju sem er, allt frá því að þeim sé gert lífið leitt frá degi til dags til pyntinga.

annað bréf Eftir miðjan október sendi Tolokonnikova annað bréf sem dagblaðið Novaja Gazeta birti. Það vakti minni athygli en það fyrra og af einhverjum ástæðum var það ekki samstundis þýtt og birt utan Rússlands. Khodorkovskí virðist hafa stolið senunni með tíu ára afmælinu. Og svo hverfur Tolokonnikova. 30/33 kjarninn RúSSLaND


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.