Kjarninn - 11. útgáfa

Page 59

Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum matur Berglind Guðmundsdóttir

Á

haustin er gott að fá sér matarmikla og seðjandi pastarétti. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á ferðinni sannkallaður sælkeraréttur, fljótlegur og einfaldur í gerð. Uppskrift fyrir fjóra (eldUnartími 20 mínútUr): 400 g spagettí 1½ kjúklingateningur 2 dl vatn 100 g rjómaostur 2 dl matreiðslurjómi pipar 2 msk. steinselja, þurrkuð

2 tsk. óreganó, þurrkað 150 g beikon, smátt skorið 120 g sveppir, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð 100 g valhnetur, skornar í tvennt 300 g rauð vínber, skorin í tvennt 180 g döðlur, steinlausar, saxaðar

aðferð: 1 Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. 2 Hitið vatnið í potti og setjið kjúklingateninga út í. Bætið rjómaosti og rjóma saman við og hitið að suðu. Kryddið með pipar, steinselju og óreganó. takið til hliðar. 3 Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið því næst við smá olíu og 01/01 kjarninn matur

látið sveppi og hvítlauk saman við. 4 Hellið rjómaostasósunni út á pönnuna ásamt valhnetunum og látið malla í um 5 mínútur. 5 Bætið vínberjum og döðlum saman við sósuna og sósunni síðan saman við pastað. 6 Piprið ríflega, berið fram og njótið vel!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.