Litli-Hver maí 2022

Page 1

Harpa: Eins er hann (Hörpumánuður) nefndur yngismeyjardagur og þeim helgaður rétt eins og fyrsti dagur einmánaðar var helgaður sveinum og nefndur yngissveinadagur.

Tengslanet: Við þurfum að láta vita af okkur svo að fleiri geti nýtt sér úrræðið. Ein leið til þess er að efla tengsl.

Litli Hver

05. tbl. 2022


2

Harpa

Mynd á forsíðu

Snert hörpu mína... Nei ég ætla ekki að detta í gryfju Davíðs Stefánssonar og yfirskyggja með honum ímynd hörpunnar, með fullri virðingu þó fyrir því ágæta skáldi. Harpa hefst á sumardaginn fyrsta, fimmtudag í fyrstu viku sumars og lýkur 25. maí. Hið forna heiti Hörpu er gauksmánuður eða sáðtíð 12. apríl til 11. maí.. Harpa er haldin hátíðleg sem sumardagurinn fyrsti nú á tíð. Eins er hann nefndur yngismeyjardagur og þeim helgaður rétt eins og fyrsti dagur einmánaðar var helgaður sveinum og nefndur yngissveina-dagur. (https://

Forsíðumyndina að þessu sinni tók Kristjana Guðmundsdóttir félagi í Geysi. Á myndinni er Gróttuviti í öllu sínu veldi ásamt húsakynnum í Gróttu Við fyrstu sýn virðist ekki vera margt að gerast á þessari mynd nema kyrrðin ein og stillan en ef nánar er að gáð virðist gámaskipið í baksýn vinstra megin vera á leið upp í kálgarð vitavarðarins. Glöggir lesendur munu nú telja næsta öruggt að eitthvart vitafetish sé í gangi á ritstjórninni, og vísa þá í forsíðu aprílheftis Litla Hvers hver státaði líka vita. En svona skipast nú mál á stundum þegar fegurðin ein fær að ráða.

is.wikipedia.org/wiki/Harpa_(m%C3%A1nu% C3%B0ur).

Rómantíkerar munu líklega vilja tengja mánuðinn hljóðfærinu hörpu og skáldlegum vessum á meðan aðrir vilja tengja það felli manna og skepna, harðindavorum, vesöld og vosbúð og harpa því frekar skylt herpingi, sem merkir harka. Hvað sem því líður bjóðum við sumarið velkomið og njótum þess að eiga svo milt orð sem sumar er. Benni

Hlaðvarpið málað

Hlaðvarpsmenn Íslands eru nú í óða önn að mála hlaðvarpsaðstöðuna í Geysi. Í framhaldi af því verki verðan settar upp hljóðvistarbeturumbætur og borð og vonir standa til að ný tölva bætist í tölvuflota klúbbsins. Frábært hjá öflugu liði

Litli HverÚtgefandi: Klúbburinn Geysir. Framkvæmdastjóri: Þórunn Ósk Sölvadóttir. Þeir sem unnu þetta blað: Helgi Halldórsson, Kári Ragnars, Benedikt, Sigga Nanna, Fannar, Haleem, Mikael, Rúnar, Fia. Heimilisfang: Skipholt 29. Sími: 551-5166, tölvupóstur kgeysir@kgeysir.is www.kgeysir.is. Facebook: Klúbburinn Geysir, Instagram: klubburinn_geysir


3

Tölfræði fáránleikans

Bratti klúbbfélaginn London Calling

https://www.pinterest.com/adimaria227/ beckenbauer/ Franz Bechenbauer hleypur boltalaus um völlinn, aldrei þessu vant.

Mynd: https://www.numisbids.com/n.php? search=pl&p=sale&sid=3274

Já það er harla athyglisvert að framan af átti stórveldið ekki svo ýkja marga fulltrúa á HM. Einungis einn þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn. Hins vegar voru kapparnir orðnir sjö þegar V-Þýskaland vann mótið í annað sinn tuttugu árum síðar. Í hin tvö skiptin, 1990 og 2014 hafa leikmenn Bayern verið sex og sjö auk þess sem þeir hafa átt sjö fulltrúa 2010 og 2018. Veit það á árangur að skipa marga leikmenn stórliðsins?

Hlutfall leikmanna Bayern Munchen í þýska landsliðinu 1934 1938 1954 1958 1962 1966 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2010 2014 2018

21 21 22 22 22 22 22 22 22 22 22 22 22 22 23 23 23 23 23 443

1 2 1 0 1 2 3 7 3 3 4 6 3 5 4 4 7 7 7 70

16 %

Sagan segir af ólseigum og öflugum félaga. Sá ætlar að leggja land undir og fót og opna sixpensaraverslun, í London. Verslunin verður ekki á Oxford Street. Þar er leigan helst til há og verður hún því á Bond Street. „Mér er alveg sama um þessa sixpensara, aðalatriðið er að búa í London og borða enskan morgunmat“ er haft eftir kappanum sem sér fyrir að vinna aðallega í fartölvunni og ráða vanan mann í verlsunina. Hann er búinn að kanna innkaupin ofan í kjölinn, hvað hann getur lagt á vöruna og hvað hann getur greitt í laun og leigu. Félaginn reiðir sig á að talsvert mikið verði að gera. London er enda ein fjölmennasta borg í Evrópu. Allt frá unglingsárunum hefur sá bratti verið mikill aðdáandi pönkrokksbandins Clash. Meðan hann spælir sér egg á morngnana má búast við því að hann verði með plötuna Combat Rock á fóninum að hlusta á lagið Should I Stay or I go.


4

Matseðill fyrir maí 2022 Matseðill er birtur með fyrirvara um breytingar Alla daga er hægt að panta sér salatskál a la grande. Munið að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00

Mán.

Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

Lau.

2. Pasta með kjötbollum

3. Steiktar kjötbollur með sósu sultu og mús

4. Hakk og spaghetti

5. Hlaðborð

6. Ofnbakaðar kjúklingabringur með hrísgrjónum, grænmeti og ostrusósu. Aprikósugrautur.

7.

9. Mexíkókjúklinga-súpa

10. Steiktur fiskur

11. Chilli sine carne carne

12. Hlaðborð

13. Pizza. Bláberjagrautur.

14. Opið hús í Geysi

16. Eggjakaka

17. Djúpsteiktar gellur.

18. Lasagna

19. Hlaðborð

20. Grísasnitsel með frönskum og brúnni sósu að hætti Andreu. Eplagrautur.

21.

23. Hrossabjúgu með uppstúf og grænum.

24. Soðin langa og meðlæti

25. Hamborgari og franskar

26. LOKAÐ vegna uppstigningardags

27. Grillaður kjúklingur, franskar og kokteilsósa. Sveskjugrautur

28.

30. Pylsur í brauði

31. Steiktar heimalagaðar fiskibollur

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.


5

Opnunartími og aðrar upplýsingar varðandi vinnumiðaðan dag og sóttvarnir Öll starfsemi klúbbsins hefur verið með eðlilegu móti frá 2. febrúar eftir lokun og covidleiðindi í lok desember 2021 og janúar 2022. Morgunmatur er eins og áður frá kl. 8:30 til 9:15 og auðvitað kostar hann ekkert, hádegismatur verður eldaður, félagsleg dagskrá byrjar, auk hlaðvarps, tölvuvers og atvinnuleitarhóps.

Spurning mánaðarins Trúir þú að Elon Musk muni vernda málfrelsi í heiminum eftir kaup sín á Twitter?

Andrea: Ég vona það en ég trúi ekki að það verði, en fylgist með.

Tölvuverið er á þriðjudögum kl: 11:15.

Atvinnleitarhópurinn er hálfsmánaðarlega á mánudögum kl: 14:00

Gísli Rich: Veit það ekki

Aðrir fundir verða á sama tíma og þeir hafa verið á. Við munum auglýsa alla fundi á heimasíðunni.

Við fylgum sóttvörnum og verðum áfram með grímur þegar við náum ekki að viðhafa eins metra regluna Handþvottur og spritt er eitthvað sem við kunnum að nota og við höldum áfram að sótthreinsa alla snertifleti.

Ásta: Ég kann ekkert á þetta, hef enga skoðun á þessu.

Félagar eru minntir á það að koma ekki í klúbbinn ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum s.s. kvefi, hálsbólgu, beinverkjum og ýmiss konar annari vanlíðan sem tengja má covid Óðinn: Já ég trúi því.


6

Samtök evrópskra klúbbhúsa: Að breyta viðhorfum til geðheilbrigðis

Mikilvægi tengslaneta Á heimsráðstefnu klúbbhúsa fyrir nokkrum árum kom fram að klúbbhús virtust vera heimsins best geymda leyndarmál og það er nokkuð sem okkur líkar ekki – algerlega þvert á móti. Við þurfum að láta vita af okkur svo að fleiri geti nýtt sér úrræðið. Ein leið til þess er að efla tengsl. Evrópusamtök klúbbhúsa hafa gengið til liðs við þrenn samtök til að geta eflt tengslanet á Evrópuvísu og ná til annarra hagmsunaaðila í geðheilbrigðisgeiranum. Samtökin eru Mental Health Europe, The European Association for the Education of Adults og World Psychiatric Association.

(fyrri hluti)

glíma við geðrænar áskorani heyrist í Evórpu. The European Association for the Education of Adults ( EAEA ) er rödd þeirra sem ekki hafa formlega menntun í Evrópu. EAEA eru frjáls evrópsk félagasamtök sem samanstanda af 120 samtökum í fjörtíu og þremur löndum. Þau eru fulltrúar fyrir fleiri en sexítu milljón nemendur út um alla Evrópu. EAEA er evrópsk frjáls félagasamtök og tilgangur þeirra er að tengja saman og vera fulltrúi evrópskra samtaka sem eiga beina aðild að fullorðinsfæðslu. EAEA kynnir möguleika í fullorðinsfræðslu og aðgengi og þátttöku í óformlegri menntun fyrir alla, sér í lagi fyrir þá sem eiga á brattann að sækja. EAEA er í samstarfi við mörg frjáls félagasamtök og stofnanir sem á sviði fullorðinsfræðslu og nær tengslanet EAEA til meira en 130 samtak um alla Evrópu.

Mental Health Europe (MHE) eru óháð og sjálfstætt starfandi evrópsk samtök staðráðin í að styðja jákvæð viðhorf til geðheilsu. Þau stefna að því að fyrirbyggja andlegar þjáningar, bæta meðferð, berjast fyrir því að fólk sé ekki útilokað félagslega, vernda réttindi fyrrum notenda og notenda fólks með geðrænar áskoranir innan heilbrigðiskerfisins, fjöldskyldur þeirra og aðstandenda. Mental Health Europe vinnur náið með evrópskum samtökum og alþjóðlegum stofnunum að efla umræðu um að geðheilsa sé sjálfsögð og eigi að vera hluti af annarri heilbrigðisþjónust og binda enda á skömmina sem fylgir geðsjúkdómum. Mental Health Europe er fulltrúi samtaka og einstaklinga í geðheilbrigðisgeiranum þar á meðal notenda, fagmanna, þeirra sem veita þjónustu og sjálfboðaliða. Ásamt Þýðing: Kári og Benni samstarfsaðilum sínum, skipuleggur MHE Framhald í næsta tbl. Litla Hvers og er ráðgefandi í stefnumörkun til að þróa nærgætna geðheilsustefnu. MHE setur notendur geðheilbrigðisþjónustunnar í forgang til að tryggja að rödd þeirra sem


7

Pósturinn

fjaran á ferð okkar um fjöruna finnum við marglita steina. við handleikum þá stóra sem smáa, suma færum við ögn úr stað aðra látum við liggja svo öldur megi brjóta þá niður í tímans rás. á morgun koma börnin okkar í fjöruna og steinarnir hvíslast á um okkur. Rúnar Einarsson

Sumarnámskeið Fjölmenntar Fjölmennt-Geðrækt er nú farin að huga að sumarnámskeiðum og verða þau haldin á tímabilinu 18. maí til 30. maí og er umsóknarfrestur til 6. maí. Námskeið í boði eru eftirfarandi: Frisbígolf, ganga í náttúrunni og jóga, nestibiti í lautarferðina, rafíþóttir tölvuleikir, stafganga - göngum inn í sumarið, vísindasmiðja. Hvetjum alla til þess að kynna sér námskeiðin á heimasíðu Fjölmenntar: https:// www.fjolmennt.is/is/namskeid/ flokkur/sumarnamskeid-gedraekt

Hæ hæ elskur. Mikið er nú gaman að finna að vorið er að koma og ástarlíf náttúrunnar er komið á fullt. Það er algjörlega á hreinu að vorið virkar vel á mig og kæró. Baðbomburnar slóu í gegn og vitið þið það að kæró bað mín þetta kvöld og auðvitað sagði ég JÁ. Brúðkaupið er ekki ákveðið en ég læt ykkur kæru vinir vita. Mig langar svo að kanna hvort þið eigið góða uppskrift af Rabbabarasultu því nú ætla ég að verða góð húsmóðir og sulta og búa til kæfu, slátur og allt. En elsku vinir ef þið lumið á góðri uppskrift að rabbabarasultu þá endilega sendið hana á mig í næsta blaði. Bæ bæ ykkar vinkona Dódó á Dalatanga

Dalatangi. Myndin er fengin á síðunni:https://

www.researchgate.net/figure/The-picture-showsDalatangi-which-is-the-outermost-point-betweenMjoifjoerdur-and_fig1_273123767


8

Litli Hver

Geðheilsa er líka heilsa

Félagsleg dagskrá í maí

Nýr starfsmaður

Fimmtudagur 5. maí: Listasafn Reykjavíkur Erró Fimmtudagur 12. maí: Ljósmyndaganga um miðbæinn Laugardagur 14. maí: Opið hús í Geysi Fimmtudagur 19. maí: Farið í bíó Lokað á uppstigningardag fimmtudaginn 26. maí Góð heimsókn í Ljósmyndasafnið

Fimmtudaginn 7. apríl síðasliðinn héldu nokkrir galvaskir félagar í Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar í Kvosinni, þar sem haldin var sýning blaðaljósmyndara undir yfirsjkriftinni Myndir ársins. Mjög áhugaverð sýning eins og ávalt í Ljósmydasafninu. Á myndinni er Hlín Gylfadóttir lengst til vinstri. Hún tók mjög vel á móti hópnum og leiðsagði félögum um sýninguna. Mjög vel heppnuð heimsókn og frábærar móttökur.

Afmælisveisla félaga sem eiga afmæli í maí verður haldin þriðjudaginn 31. maí kl. 14:00

Andrea glaðleg á svipin í vinnunni

Nýr starfsmaður hóf störf í Klúbbnum Geysi um miðjan apríl síðastliðinn. Hún heitir Andrea Mannhardt. Hún er næringarráðgjafi og kökugerðarkona. Hún lítur á matargerð sem listgrein og finnst gaman ef fólk nýtur sín við að elda og að borða. Hún er mikill náttúruunnandi og finnst gaman að ferðast jafnt innanlands sem utan. Andrea segir að henni líði mjög vel í Geysi og finnst hún vera mjög velkomin og vaknar brosandi á hverjum morgni og hlakkar til þess að fara í vinnuna. Við bjóðum Andreu velkomna til starfa.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.