Litli-Hver október 2021

Page 1

10. tbl. 2021

Geðheilsa er líka heilsa Kynningar á Batastjörnunni Batastjarnan skín skær í hausthúminu

Á myndinni er starfsfólk Hraunbæjar 153—163. Starfsmaður og félagi í Klúbbnum Geysi fóru og kynntu þeim Batastjörnuna og tækifærunum sem felast í henni fyrir fólk með geðrænar áskoranir.

Á myndinni eru starfsmenn Íbúðakjarnans Hraunbæ 107 ásamt fulltrúum frá Vettvangsgeðteymi Reykjavíkur á Batastjörnukynningu 23. september síðastliðinn.

Batastjarnan (Recovery Star) er verkfæri sem notuð hefur verið fyrir Geysisfélaga sem vilja gera markmiðsáætlanir. Hún er mjög auðveld í útfærslu og notkun, bæði myndræn og greinir vel stöðu þess sem á hana stígur í nútíð og markar farveg til að vinna með fram í tímann. Batastjarnan hefur verið vinsæl til markmiðssetninga og notuð í Geysi frá 2010. Hér er skorað á félaga að kynna sér möguleikana sem á stjörnunni má finna og marka sér stöðu í nútíð og framtíð.

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.