Litli-Hver september 2021

Page 1

09 . tbl. 2021

Geðheilsa er líka heilsa

Þessa fallegu mynd af Kirkjufellinu við Grundarfjörð tók Óðinn Einisson félagi í Geysi. Ekki seinna vænna að minna okkur á ágætis sumar og hlýindi nú þegar haustið fer að banka að dyrum. Þó Covidfárið hafi nú sett mark sitt á sumarið og starf klúbbsins höfum við haldið sjó og starfið verið með ágætum blóma. Hvetjum félaga til áframhaldandi góðrar þátttöku til að glæða dagana þroska og tilgangi, fanga núið og taka ábyrgð. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Kafbátamyndir (fyrri hluti)

Kafbátamyndir eru þær bíómyndir þar sem sögusviðið er káfbátur. Þessi gerð kvikmynda eru í reynd sérstök grein innan kvikmyndanna. Það sem einkennir sögusvið káfbatamynda er lokun af frá umheiminum og reynt er á önnur skynfæri en á sjónina, eins og við séum að fylgjast með hópi fólks sem er að berjast við drauga, raunverlega ósýnilegan óvin. Það kom mér á óvart þegar ég fór að skoða þennan flokk kvikmynda er hinn mikli fjöldi þeirra, þær eru ekki allar breskar eða bandarískar (eða þýskar) og að þær eru næstum því jafngamlar talmyndunum og ekkert mikið yngri en nútímaútgáfan af þessari uppfinningu sem á sér miklu lengri sögu en það má í fyrstu halda eða allt aftur til fimmtándu aldar. Fyrir þá sem hafa áhuga á kafbátamyndum eða að skoða kafbátamynd skal benda á nokkrar kvikmyndir. Helsta kafbátamyndin og flestir benda á er hin þýska Das Boot (ísl. Báturinn) frá árinu 1981 sem sýnir heim Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Ekkert er skafið undan öllum skíti kafbátalífsins og hryllingi stríðsins.

Atburðarásin er bæði einföld og flókin: Það sem átti að vera leiðangur til að elta uppi breska skipalest og reyna að sökkva henni breytist í martraðarsiglingu þegar skipun kemur um að sigla til Ítalíu og fylgjast með starfsemi og aðgerð breska flotans í Miðjarðarhafi með tilheyrandi átökum sem reyna á þolrif bátsverja. Ofan á bætist að engan langar að takast á við óvini sína á þessum tímapunkti heldur fara aftur til hafnar og lifa hinu góða lífi þar. Heimþrá í bland við baráttuþrek yfirgnæfa atburðarás kvikmyndarinnar með kraftaverki og kaldhæðnum endi.

Kafbátur: Myndin er fengin af síðunni https:// theconversation.com/submarines-are-designed-tohide-so-what-happens-when-one-goes-missing159634. Myndin tengist greininni óbeint.

Vitaskuld er varið í fleiri kafbátamyndir og má segja að þessi flokkur kvikmynda séu í sjálfum sér áhugavekjandi. Fleiri kvikmyndum í þessum flokki verður gerð skil í síðari hluta þessarar umfjöllunar um kafbátamyndir. Steinar Almarsson


3

Hlauptu þína leið Þótt að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hafði verið aflýst í ár, var samt hægt að láta gott af sér leiða. Átakið "Hlauptu þína leið" var sett af stað þar sem hægt var að hvetja hlaupara til að hlaupa sjálfir og styrkja í leiðinni sitt góðgerðarfélag að eigin vali á vefnum hlaupastyrkur.is. Helgi Halldórsson hlaupagarpur hljóp 10 km 28.ágúst síðastliðinn frá Gróttu og að Perlunni. Tóta Helga ætlar einnig að ganga 16. september heiman frá sér á Kirkjusandi, að Sólfarinu við Sæbraut og til baka til styrktar Klúbbnum Geysi. Þegar þetta er skrifað höfðu safnast 52.000 kr. hjá Helga og 5000 kr. hjá Tótu. Aldrei að gefast upp og horfa þau bæði með bjartsýni fram á veginn. Hægt verður að heita á þau bæði til 20. september 2021. Helgi Halldórsson

Vinnan mín Þórunn Helga Hrönn Garðarsdóttir

Ég byrjaði að vinna í mötuneyti Þjónustu- og umhverfismiðstöðvar vesturbæjar þann 15 júní. Ég fékk þessa vinnu í gegnum Klúbbinn Geysi og Vinnumálastofnun. Ég hafði verið án vinnu í ár vegna slæms heilsufars. Ég kom og skoðaði aðstæður viku áður og leist vel á. Hugsaði mig ekki tvisvar um og þáði vinnuna strax. Þegar ég mæti byrja ég á því að setja uppþvottavélina í gang og næ í hjólaborð með óhreinum bollum og glösum, svo næ ég í annað hjólaborðið til að setja hreinu bollana og glösin á þegar þeir eru búnir að fara í gegnum uppþvottavélina. Stundum þarf ég að hella upp á kaffi fyrir strákana en það er misjafnt hvort það er ein eða tvær könnur. Ég þurrka af borðunum eftir morgunkaffið og hendi blöðum ef einhver blöð eru. Svo er yfirleitt rólegt fram að 11:15 en þá kemur maturinn og ég aðstoða við að skammta matinn. Við erum tvær konur sem sjáum um matinn sem kemur tilbúin til okkar. Við þvoum upp jafn óðum þá diska, hnífapör og glös sem koma. Eftir matinn þá þurrka ég af borðunum, geng um og spritta alla snertifleti, hurðarhúna o.fl. Ég vökva blómin sem eru úti þegar er ekki rigning og svo vökva ég blómin inni líka. Auðvitað baka ég annað slagið vöfflur handa þeim og eru allir mjög ánægðir með það. Ég er að vinna frá 9:30 til 13:06 og er það mjög góður tími, þá hef ég daginn fyrir mig. Ég er afar ánægð hér og líður vel.


4

Matseðill fyrir september 2021 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar Alla daga er hægt að panta sér salatskál al a grande. Muna bara að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00

Mán.

Þri.

Mið. 1 Hakk og spaghettí.

Fim. 2. Hlaðborð

6. Pylsupartí

13. Pastasalat

20. Aspassúpa

27. Ommiletta

7. Steiktu fiskur með salati og kartöflum

8. Lasagna

9.

14. Soðinn fiskur kartöflur og lauksmjör

15. Kjúklingnúðlu súpa

16.

21. Fiskibollur með salati og kartöflum

22. Súrsætur pottréttur

23.

28. Fiskur í ofni

29. Kjúklinga kúskús

Fös. 3. Parmesan Kjúklingur Aprikósugrautur

10. Pizza Eplagrautur

Hlaðborð

Hlaðborð

Hlaðborð

30. Hlaðborð

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.

17. Eyvindur á sparifötunum / grænar og rauðkál Ávaxtagrautur 24. Kjúklingur og franskar Berjagrautur

Lau.


5

Bratti klúbbfélaginn Ólyginn sagði að ólseigur og öflugur félagi í Klúbbnum Geysi hyggist leggja land undir fót og koma á laggirnar tungumálaskóla í Southampton, á Englandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort hann haldi með samnefndu knattspyrnufélagi í borginni en vitað er að hann hélt mikið upp á dýrlinginn Matt Le Tissier. Kennd verður enska í tungumálaskólanum og hefur hann þegar sett sig í samband við sex kennara sem eru jákvæðir fyrir atvinnutækifærinu. Hver staðan er með húsnæði skal ekki segja en það gæti kostað sitt að leigja miðsvæðis í borginni.

Spurning mánaðarins Hver er Dódó á Dalatanga?

Lucia: Álfur

Fannar: Saga Emilía

Óðinn: Rithöfunda dulnefni Benna

Helgi: Geimvera frá Plánetunni Nexus

Kort af Englandi sem sýnir hvar Southampton er. Gott fyrir þá sem huga að fara í tungumálaskólann góða.

Rabbi: Fugl


6

Frægir í Geysi

Ásmundur Friðriksson þingmaður og Benni

Hilmir Snær leikari og Kári

Guðmundur Franklín Jónsson undirbýr pólitískt faðmlag með Tótu Ósk Ebba Guðný sjónvarpskokkur með meiru ásamt Helga.

Karl Ágúst leikari ásamt Kára, Fannari, Kristjönu og Elísabettu.

Elisabetta tók viðtal við Valdimar

Geysir 22 ára Klúbburinn Geysir fagnar 22 ára afmæli sínu mánudaginn 6. september. Þeir sem áhuga hafa á að gleðja afmælisbarnið er velkomið að mæta í kaffi kl. 14.00. Nýir og eldri félagar eru havttir til að kíkja við og minnast góðra stunda í réttindabaráttunni og bara gleðjast yfir því góða og jákvæða sem alltaf er gott veganesti í lífinu.


7

Póstinum bárust spurningar Ó, vá hvað þið eruð frábær, takk fyrir svarið með buxurnar. Ég frétti um daginn að það væri hægt að koma með alls konar mál til ykkar. Sko ég er með smá persónulegt mál og er alltaf að pæla. Þannig er málið að hér á Dalatanga eru ekki margir menn, en samt er einn sem ég er smá skotin í en ég þori ekki að tala við hann. Ég ætla að kalla hann X. Sko X er frekar lítill og með rosalega krúttlega bumbu, hann er dökkhærður og smá farinn að missa hárið. Vandamálið mitt er sko það að ég er svo hrædd við að fólkið hér á Dalatanga hlæi og geri grín að mér ef við byrjum saman. Öllum finnst hann vera sveitalegur en ekki mér. Hafið þið einhver ráð fyrir mig? Bæ bæ Dódó á Dalatanga Svar: Kæra Dódó. Þegar þú lýsir þessum manni er eins og ég sjái ykkur fyrir mér, ástfangin og sæl með hvort annað. Gefðu skít í það sem fólkið segir. Talaðu við X og segðu honum frá tilfinningum þínum. Ég finn það að þið eigið eftir að ná vel saman og allir á Dalatanga eiga eftir að sjá hvað þið eruð góð saman. Ástin er sterk og ástin sigrar allt. Spurning: Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr? Kæri sendandi eftir mikinn lestur og rannsóknir, höldum við hjá Póstinum að... -Bæði sé rétt. Eins og við vitum er verið að spyrja um orð í fleirtölu og í eintölu er orðið augabrún. Svo til að koma með skemmtilega ábendingu um hvernig ekki eigi að forma augabrúnirnar:

Kæri póstur: Hvort snýst jörðin rangsælis eða réttsælis?

Aldrei undir neinum kringumstæðum skaltu: Reyna fjalægja umframhár með rakvél það mun gera lögun augabrúa óeðlilega.

Svar: Jörðin snýst rangsælis eins og meirihluti reikistjarna í sólkerfi okkar. Það hefur 23o axial halla í átt að framvindu.

Þessi skemmtilega spurning barst póstinum.

Afmælisveisla félaga sem eiga afmæli í september verður haldin þriðjudaginn 28. september


8

Félagsleg dagskrá í september Ljóðahornið Horft út um glugga í myrkrinu

Allt er kyrrt og hljótt Þytinn í trjánum heyrum við ekki. Hvíti snjórinn er úti. Bílarnir þeytast framhjá Húsin eru eins og gullhús Það er frost úti Fólk gengur Og það er kveikt á ljósastaurunum. Margir eru vakandi Sumir eru sofandi. Nokkur börn eru úti að leika sér Samt er þytur í trjánum. Aðalheiður Erla Davíðsdóttir

Fimmtudaginn 2.sept. Farið á Ljósmyndasafn. Lagt af stað kl. 14.45. Fimmtudagur 9. sept. Farið á kaffihús. Lagt af stað kl. 16.00. Sunnudaginn 12. sept. Farið í berjamó klukkan 14.00. Hittumst í Geysi. Fimmtudaginn 16. sept. Tóta Helga hvött áfram í maraþongöngunni sinni. Fimmtudaginn 23 sept.

Á húð mína lék sér eitt lúsmý svo lítið og minnti á Bruce Lee í kjöt mitt það stakk Það kraft í sig drakk Og hvíslaði síðan ,,Excuse me“ Höfundur: Kristján Hreinsson

Gamanmál Í nótt, sagði hann, „dreymdi mig að ég væri að ganga um á þessari líka fallegu sandströnd.“ „Einmitt!“ stundi hún. „Þá er komin skýringin á fótsporunum í kattarkassanum.“

Ganga á Úlfarsfell.

Fimmtudaginn 30. sept. Opið hús í Geysi frá kl 16.00 til 19.00

Sóttvarnir vegna félagslegrar dagskrár Á síðast húsfundi var ákveðið að keyra félagslegu dagskrána í gang. Margt er hægt að gera án þess að vera innanum fjölda manns og erum við ákveðin að vera passasöm bæði gagnvart öðrum og sjálfum okkur. Við kunnum þetta: Þvo og spritta hendur og snertifleti, nota grímur þar sem við á.