06. tbl. Júní 2021
Geðheilsa er líka heilsa
Grímulaus tilvera ...loksins Nú er loksins búið að gefa út þá góðu yfirlýsingu að grímulaus tilvera sé í lagi á flestum stöðum út í samfélaginu. Þó mun notkun covidgríma vera valkvæð ef svo ber undir. Í ljósi þessa hefur verið létt á grímunotkun í Geysi. Með það í huga göngum við út í daginn og sumarið í þeirri von að vírusar þessa heims játi sig sigraða og ný jákvæð veröld rísi. Myndin hér að ofan er tekin í eldhúsinu í Geysi á vonandi síðasta og lengsta covidgrímudansleik sem haldinn hefur verið í heiminum. Klúbburinn hefur einnig verið opnaður að fullu eins og fyrir covid frá 08.30 til 16.00 og til 15.00 á föstudögum. Einnig er búið að opna eldhúsið og framreiddir þar dýrinds réttir sem fyrr. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir