__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

04. tbl. apríl 2021

Geðheilsa er líka heilsa

Gleðilega páska

Það fór ekki svo að þjóðin fengi ekki páskagosið sitt. Með það í huga minnum við á að nú fer í hönd ein mikilvæg hátíð kristinna sem er páskahátíðin og líka mikil ferðahelgi Íslendingsins. Myndina hér að ofan tók Helgi Halldórsson félagi í Geysi sem lagði land undir fót fyrstu goshelgina með ljósmyndagræjur sínar. Klúbburinn verður lokaður á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Dregið úr starfsemi Geysis vegna hertra sóttvarna Ekki lætur hún að sér hæða veiran coviðs. Í ljósi hertra reglna um sóttvarnir, sem tóku gildi frá og með miðnætti síðastliðnu og eiga að gilda til 15. apríl eru félagar hvattir til að halda sig heima við á meðan þetta ástand varir. Við ætlum að hafa opið frá 10.00— 14.00 þennan tíma. Þó aldrei fleiri en tíu manns fá að vera í húsinu í einu. Aðeins verður unnið að verkefnum sem þola enga bið og haldið úti sambandi á samfélagsmiðlum við félaga. Ekki verður heldur eldaður hádegismatur á meðan þessar takmarkanir gilda. Að sama skapi fellur niður öll félagsleg dagskrá á vegum klúbbsins. Auk þess verður fyrirhuguð páskaveisla laugardaginn 3. apríl felld niður. Fylgist með fréttum á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum.

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Páskar í Condino Ítalíu eftir Lucia Mazzocchi

Á Ítalíu eru páskar mikilvæg hátíð en þó ekki eins og jólin. Vikan fyrir páska er mikilvæg fyrir trúaða og eru miklar samkomur í kirkjum. Þessi vika er kölluð; Heilaga vikan. Lucia Mazzocchi Á páskum safnast fjölskyldur saman og snæða páskalambið með kartöflum. Hefðbundið sætabrauð um páskana er svipað og á jólum kallað „panettone“ en heitir „colomba“ á

gamla daga. Ein vinsælasta hefðin um páska er að fá súkkulaðiegg. Venjulega fá börnin stærsta Kinderegg sem fáanlegt er. Í ár fékk ég mitt egg fyrir fram því ég verð á Íslandi um páskana, en ég fékk Ferrero egg. Önnur hefð er að börn trúa því að páskakanína feli súkkulaðiegg Kinderegg í garðinum og á páskadag skemmta börnin sér við að leita þeirra. Dagurinn eftir páska er kallaður „pasquetta“ á Ítalíu þá er algengt að vinir hittast og grilli, fari í

Colomba páska sætabrauð.

páskum sem þýðir dúfa á ítölsku. Þetta er dúnmjúkt sætabrauð með rúsínum að innan og sykurhúð á toppnum. Því miður vegna Covid er þetta annað árið sem fjölskyldum er meinað að hittast. Þess í stað hefur fólk gripið til tækninnar til að hittast og þóst snæða saman eins og í

Ítalskt barn leita súkkulaðieggja í garðinum.

fjallgöngur eða lautarferð á ströndina, njóta sólarinnar og sumarkomunnar. Höfundur er sjálfoðaliði í Klúbbnum Geysi Þýðing: Benni


3

Hlaðvarp Geysis í mikilli uppsveiflu Við minnum á nýju þættina „Ný kynni“ í hlaðvarpinu. Þar gefst félögum kostur á að koma í viðtal og segja frá sjálfum sér á sínum eigin forsendum þannig að úr verði þægilegt og áhugavert spjall á milli félaga. Nýlega tók Fannar Þór Bergsson viðtal við Huldu Ósk Traustadóttur, félaga í Geysi til sautján ára. Þar segir Hulda frá áhugamálum sínum, fjölskyldulífi og starfinu í Klúbbnum. Þau spjalla svo einnig um eldgosið í Geldingadölum, gosgöngu og þau atriði sem væntanlegir gosfarar þurfa að hafa í huga. Þátturinn Spilafíkn fellur undir seríuna #GeðvarpGeysis. Þar tekur Kári Ragnars nærgætið viðtal við Mörtu Sóleyju Helgadóttur um spilafíkn hennar. Í viðtalinu segir Marta frá þeim aðgerðum sem hún hefur gripið til í þeim tilgangi að halda sér frá spilakössum. Þátturinn er afar fróðlegur og varpar skýru ljósi á þá andlegu vanlíðan sem fíknin veldur. -Við hvetjum alla til að hlusta á Hlaðvarp Geysis á heimasíðunni eða á https://soundcloud.com/ utvarp-geysir

Töframættinum frestað Fyrirhuguðum tónleikum Töframátta tónlistar sem vera áttu 29. mars og 12. apríl hefur verið frestað enn um sinn vegna hertra sóttvarnaraðgerða.

Páskaveisla fellur niður vegna covid en dregið verður í páskagetraun á húsfundi miðvikudaginn 7. apríl Enn á ný fer páskagetraun Litla Hvers af stað og nú í samvinnu við Skjáfréttir. Getraunin er nú með aðeins breyttu sniði en undanfarin ár, því aðeins verður spurt einnar spurningar. Í verðlaun verða veglegt páskaegg og stytta eftir félaga okkar Fannar, sem getið hefur sér gott orð fyrir myndir sínar mótaðar í leir. Svör skulu sett í svarkassa í teríunni merkt nafni og símanúmeri. Spurningin er: Hvað voru margir til borðs í síðustu kvöldmáltíð Jesú? Gangi ykkur vel og gúglið að vild. Gleðilega páska.


4

Matseðill fyrir apríl 2021 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Mán. Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

Lau

Alla daga er hægt að panta sér salatskál al a grande. Muna bara að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00

1. Skírdagur LOKAÐ 5. Annar í páskum LOKAÐ

6.

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.

2 Föstudaguri nn langi. LOKAÐ


5

Bratti klúbbfélaginn

Hótel í Madrid

Spurning mánaðarins -Hefur þú einhvern tíma upplifað jarðskjálfta?

Þórður: Já margoft Heimavöllur Real Madrid. Myndin er fengin af síðunni: https://www.headout.com/ bernabeu-stadium/real-madrid-cf-museumtour-bernabeu-stadium-skip-the-line-tickete-3646/

Kvisast hefur út í klúbbnum að einn ötull félagi ætli sér til Madrid og opna hótel. Sagan segir jafnframt að félaginn sé mikill stuðningsmaður spænska stórliðsins, Real Madrid. Hann gælir við að fá ársmiða á Santiago Bernabeuo heimavöll Real Madrid. Ferðaiðnaðurinn liggur vafalaust niðri í spænsku höfuðborginni eins og annar staðar en einhvers staðar segir að það er aldrei betra að opna fyrirtæki en í kreppu.

Fannar: Já nema að maður væri á tunglinu

Guðný Inga: Já lenti í því 2006 að ég var heima hjá vinkonu minni að telja peninga fyrir pizzu og greip í hillur áður en þær hrundu yfir okkur.

Jörðin er kyrr Jörðin er kyrr núna sem áður fyrr kyrrir dagar kyrrar nætur kyrr jörð við mínar fætur Arnar Laufeyjar

Gunnar: Já en bara svona hristingur.

Jacky: Já svo er svo mikið af jarðskjálftum á Filipseyjum


6

Tækifæri fyrir fatlað fólk innan nýsköpunnar

Að ofan eru skjáskot frá einum fundanna. Á neðra skotinu er einn höfunda skýrslunnar Stefan Hardok lektor í fötlunarfræði við HÍ

Klúbburinn Geysir hefur tekið þátt í Zoom fundum þar sem fjallað hefur verið um niðurstöður skýrslu um tækifæri fyrir fatlaða innan nýsköpunnar. Fundirnir hafa verið mjög áhugaverðir og margt athyglisvert komið í ljós varðandi tækifæri fatlaðra til vinnu og ekki síður hvaða tækifæri og hindranir felast í þátttöku í nýsköpunarverkefnum. Niðurstöður þessara zoomfunda ferða svo notaðar til að móta stefnu um þennan mikilvæga þátt í réttindabaráttu fatlaðra.

Tímavélin Mynd þessi er tekin árið 2003 af Þorkeli Jóhannessyni sem var einn af frumherjum í stofnun viðhaldsdeildarinnar á sinni tíð. Þarna mundar Þorkell borinn með það fyrir augum að hengja upp tússtöflur í eldhúsinu. Þorkell er einn af mörgum ötulum félögum sem haldið hafa upp merki viðhaldsdeildarinnar og gert sér grein fyrir mikilvægi hennar í fjölbreyttum verkefnum klúbbsins. Minnisvert er þegar aðalstöðvar viðhaldsdeildarinnar voru í fyrrum reykherbergi klúbbsins. Er talið ljóst að þaðan sé kominn frasinn: „Að taka ákvarðanir í reykfylltum bakherbergjum“. Þó er deilt um upprunan, en uppruninn sem hér er nefndur þykir mjög sannfærandi.


7

Fimmtugar bíómyndir 1:

Anderson-böndin Anderson-böndin (Anderson tapes) fjallar um John ‘Duke’ Anderson (Sean Connery) sem við gætum kallað siðblindan og lítur á það sem skyldu sína að brjóta lög og reglur. Sjálfur telur hann sig vera Hróa Hött samtímans, en gefur ekki endilega hinum fátæku eftir að hafa stolið frá hinum ríku. Viðhorfið sem ‘Duke’ heldur fram er að lögin og reglurnar séu aðeins gerð fyrir hagsmuni ríka fólksins og þess vegna skal hvíla skylda á öllu láglaunafólki og almúga að taka auðæfi ríka fólksins til sín aftur. Já, hann telur sig ekki vera að stela. Eftir tíu ára vist í fangelsi fer ‘Duke’ aftur til kærustunnar (Dyan Cannon) sem hefur beðið eftir honum. Sem sagt, ‘Duke’ kemur á nýtt heimili hennar í íbúðabyggingu þar sem býr margt velstætt fólk. Þar með er hann kominn aftur á bragðið. Eftir að hafa gist eina nótt hjá kærustunni fer hann að skoða bygginguna og byrjar að safna liði til að ræna allar íbúðirnar í byggingunni. Hann byrjar að ræða við þá sem hann þekkir og var einnig sleppt úr fangelsi daginn áður. Þar er á fyrstur ungur maður, kallaður er ‘strákurinn’ (Christopher Walken), sem á erfitt með að lifa því sem hægt er að kalla eðlilegt líf. Hann þekkir aðeins afbrotalíf og að sitja inni. Þó að hann hafi upphaflega verið yfir sig glaður frelsinu en hið daglega líf fer að vefjast fyrir honum. Það á einnig við einn gamlingja í hópi þeirra sem yfirgáfu fangelsið en frelsið er honum ógnvekjandi og hann vill snúa aftur í öryggi fangelsisins.

Þessi bíómynd er full af heimspeki sem kennd er við David Hume (1711-1778) um að stjórnvöld hefðu tilhneigingu til að setja lög og reglur til þess eins að tryggja völd sín og sinna auðugu og voldugu stuðningshópa frekar en að vera fyrir almannahag. Ríkið er stofnað af hinum ríku og er fyrir hina ríku. Að sama skapi er eftirlitsþjóðfélagið umlykjandi í þessari bíómynd. Sýnt er hvernig yfirvöldin fylgjast með borgunum og hafa eftirlit með borgurum sínum. Þaðan kemur titill bíómyndarinnar sem vísar í segulbönd sem geyma samtöl á milli fólks sem er talið ógna almannaöryggi. Steinar Almarsson

Afmæli félaga í apríl verður auglýst síðar vegna hertra sóttvarna í apríl. Afmælisveislu félaga sem afmæli áttu í mars og halda átti 30. mars verður sameinuð aprílveislunni.


8

Félagsleg dagskrá í apríl Félagar brugðu sér að gosinu

Öll félagsleg dagskrá á vegum klúbbsins fellur niður í apríl vegna hertra sóttvarna. Lucia, okkar ástkæri sjálfboðaliði komin aftur frá Ítalíu

Safnaheimsóknir Skipulagðar hafa verið safnaheimsóknir í samvinnu við Borgarsögusafn. Heimsóknirnar verða á eftirtöldum tímum:

8. apríl kl. 15.00 Fellur niður Hafnarhús - Ragnar Axelsson: Þar sem heimurinn bráðnar 6. maí kl. 15.00 Listasafn Reykjavíkur Kjarvalsstaðir – Kjarval og samtíminn 3. júní kl. 15.00 Árbæjarsafn

Lucia hóf störf á ný í Klúbbnum Geysi eftir að hafa tekið síðbúið jólafrí sitt á Ítalíu nú í mars. Hún segir að gaman hafi verið að komast til Ítalíu og hitta fjölskyldu sína þrátt fyrir miklar takmarkanir vegna covid. Hins vegar segist hún ánægð með að vera komin aftur til Íslands þar sem hún finni sig örugga enda búin að vera 5 daga í sóttkví og farið í 3 covid-próf.

Lucia Mazzocchi sjálfboðaliði í Geysi

Profile for kgeysir9

Litli-Hver apríl 2021  

Fréttabréf Klúbbsins Geysis

Litli-Hver apríl 2021  

Fréttabréf Klúbbsins Geysis

Profile for kgeysir9
Advertisement