Litli-Hver apríl 2021

Page 1

04. tbl. apríl 2021

Geðheilsa er líka heilsa

Gleðilega páska

Það fór ekki svo að þjóðin fengi ekki páskagosið sitt. Með það í huga minnum við á að nú fer í hönd ein mikilvæg hátíð kristinna sem er páskahátíðin og líka mikil ferðahelgi Íslendingsins. Myndina hér að ofan tók Helgi Halldórsson félagi í Geysi sem lagði land undir fót fyrstu goshelgina með ljósmyndagræjur sínar. Klúbburinn verður lokaður á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Dregið úr starfsemi Geysis vegna hertra sóttvarna Ekki lætur hún að sér hæða veiran coviðs. Í ljósi hertra reglna um sóttvarnir, sem tóku gildi frá og með miðnætti síðastliðnu og eiga að gilda til 15. apríl eru félagar hvattir til að halda sig heima við á meðan þetta ástand varir. Við ætlum að hafa opið frá 10.00— 14.00 þennan tíma. Þó aldrei fleiri en tíu manns fá að vera í húsinu í einu. Aðeins verður unnið að verkefnum sem þola enga bið og haldið úti sambandi á samfélagsmiðlum við félaga. Ekki verður heldur eldaður hádegismatur á meðan þessar takmarkanir gilda. Að sama skapi fellur niður öll félagsleg dagskrá á vegum klúbbsins. Auk þess verður fyrirhuguð páskaveisla laugardaginn 3. apríl felld niður. Fylgist með fréttum á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum.

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.