03 tbl. mars 2021
Geðheilsa er líka heilsa
Málað af kappi
Mikill kraftur hefur verið í starfi klúbbsins nú eftir áramótin. Áhugi fyrir að flikka aðeins upp á umhverfið hefur verið snar þáttur ásamt hefðbundnum vinnumiðuðum dagskrárliðum. Myndirnar hér að ofan eru teknar í matsalnum sem nú gengur í endurnýjun lífdaga. Málað er í hólf og gólf og ætlunin er að endurnýja húsbúnað, lýsingu og aðstöðu við afgreiðslu á mat úr eldhúsinu. Alltaf nóg af spennandi verkefnum og skemmtilegum til að gleðjast með vinum og félögum. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir