Litli-Hver febrúar 2021

Page 1

02. tbl. fbrúar 2021

Geðheilsa er líka heilsa Klúbburinn opinn frá 8.30 til 16.00 á ný

Eftir ýmsar takmarkanir á opnunartíma klúbbsins vegna Covid hefur öllum slíkum takmörkunum verið létt frá og með 18. janúar. Lengst af opnuðum við klukkan 10.00 og var opið til 16.00 en nú erum við aftur kominn á eðlilegan opnunartíma, eins og tíðkaðist fyrir Covidfárið. Þrátt fyrir þessar léttanir verður áfram grímunotkun, handþvottur og sprittun skylda í klúbbnum, auk þess sem tveggja metra regluna ber að virða. Boðið verður upp á morgunverð en ekki á hlaðborði. Hádegisverður hefur verið í boði frá 23. nóvember og gengið mjög vel. Leggjumst öll á árarnar svo pestinni verði hrundið. Þetta er ekki búið en vonandi upphaf að covidlausri tilveru. Myndina hér að ofan tók Tóta Helga, félagi í Geysi einn spegilsléttann dag síðastliðið haust. Í fjarska fyrir miðju er Esjan. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Litli-Hver febrúar 2021 by kgeysir9 - Issuu