__MAIN_TEXT__

Page 1

02. tbl. fbrúar 2021

Geðheilsa er líka heilsa Klúbburinn opinn frá 8.30 til 16.00 á ný

Eftir ýmsar takmarkanir á opnunartíma klúbbsins vegna Covid hefur öllum slíkum takmörkunum verið létt frá og með 18. janúar. Lengst af opnuðum við klukkan 10.00 og var opið til 16.00 en nú erum við aftur kominn á eðlilegan opnunartíma, eins og tíðkaðist fyrir Covidfárið. Þrátt fyrir þessar léttanir verður áfram grímunotkun, handþvottur og sprittun skylda í klúbbnum, auk þess sem tveggja metra regluna ber að virða. Boðið verður upp á morgunverð en ekki á hlaðborði. Hádegisverður hefur verið í boði frá 23. nóvember og gengið mjög vel. Leggjumst öll á árarnar svo pestinni verði hrundið. Þetta er ekki búið en vonandi upphaf að covidlausri tilveru. Myndina hér að ofan tók Tóta Helga, félagi í Geysi einn spegilsléttann dag síðastliðið haust. Í fjarska fyrir miðju er Esjan. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Jólaferð Luciu

Veðurteppt á Akureyri Jólin 2020 voru öðruvísi fyrir margra hluta sakir vegna covid. Allir urðu að ögra sjálfum sér til að finna nýjar leiðir til að fagna jólum og virða reglurnar á sama tíma. Þess vegna breytti ég áætlun, sem hafði verið að fljúga heim til Ítalíu og dvelja þar í nokkra daga. Í staðinn ákvað ég að fara til Akureyrar með enskum sambýlingi mínum, sem reyndist svo ótrúlegt

Lucia

Fagur og lygn Eyjafjörður

ævintýri. Við kusum Akureyri þar sem við höfðum heyrt að hún væri gjörólík Reykjavík. Allt annað landslag og mikill snjór. Um leið og við lögðum á stað fylltist ég gleði, landslagið var hrífandi, snjór yfir öllu og fjöllin stórbrotin. Þegar við bókuðum gistingu skipti mestu máli fyrir okkur að hafa heitan pott og við hlökkuðum til að eiga afslappaðar

Jólahúsastemnig

stundir í heitum pottinum. Við vorum gríðarlega heppnar og fundum fallegt sumarhús með nuddpotti og stórbrotnu útsýni gegnt snævi þöktum fjöllunum. Við eyddum mestum tímanum í sumarhúsinu, til að slaka á, elda mat saman, spila á spil og hlusta á jólalög. Í staðinn fyrir dæmigerðan ítalskan mat á jóladag borðuðum við á aðfangadagskvöld. Við borðuðum því enskan rétt, sem saman stóð af rækjusalati með kokteilsósu og kalkún með kartöflum. Á jóladagskvöld ákváðum við að skoða mjög frægt jólahús rétt fyrir utan Akureyri. Andrúmsloftið þar var töfrum líkast. Jólatónlist er allt árið um kring og húsin eru skreytt ljósum. Það var mjög notalegt sérstaklega þar sem það byrjaði að snjóa á meðan við vorum þar sem skapaði dæmigerð hvít jól. Á laugardaginn eftir allan matinn frá gærdeginum gengum við um í Kjarnaskógi. Það var nístandi kuldi en mjög hressandi fyrir líkama og sál. Að loknu þessu fríi hafði ég nokkra reynslu af íslensku veðri og þeim vandræðum sem það getur valdið


3

Einn fiskur stækkar við sig Eftir 4 ára dvöl í fæðingarbúri sínu hefur Einn fiskur nú hleypt heimdraganum og flutt sig á víðáttumeiri lendur vatnsheima. Þessi atburður átti sér stað þriðjudaginn 18. janúar við fjölmenni og áhugasama eldhuga um gullfiska. Hér á síðunni má sjá myndir frá athöfninni. Einn fiskur unir sér nú mjög vel og syndir búrenda á milli. Samt sem áður eru sumir sem sjá tár á hvarmi og telja það vera saknaðartár til dýrðar uppeldishögunum. Hann var hins vegar mjög ánægður með nýtt botnlag sem nú er orðið blátt. Skreytingar og búrgögn tók hann með sér úr fyrra aðsetri. Við óskum Einum fiski til hamingju með nýja bústaðinn og vonum að hann verði áfram sá mikli gleðigjafi og elska sem fyrr.

Hamingjusamur Einn fiskur

en að þessu sinni urðum við að fresta brottför um einn dag vegna þess að hætt var við ferðina vegna ófærðar. Að endingu get ég sagt án þess að hika að þrátt fyrir að geta ekki varið jólunum með fjölskyldunni á Ítalíu átti ég góðar stundir á Akureyri. Þýðing: Kári Lucia horfir dreymnum augum til fjalla


4

Matseðill fyrir febrúar 2021 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Mán. Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

La

Alla daga er hægt að panta sér salatskál al a grande. Muna bara að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00 1 Omeletta.

2. Ýsa hrogn og lifur

3. Fylt paprika og kjúklingabrin gur

4. Hlaðborð

5. Þorramatur

6

8. Cous Cous salat með rækjum

9. Steiktur fiskur í raspi

10. Kjötbollur og kartöflumús

11. Hlaðborð

12. Lambavalentinusarpottrettur og kartöflumús

13.

15. Bolludagur Fiskbollur

16. Sprengidagur Saltkjöt og baunir

17. Öskudagur Chilli sine carne

18. Hlaðborð

19. Kjúklingur og franskar

20.

22. Pasta salat

23 Afmæliskaffi Fish and chips

24. Grænmetis Lasagne

25. Hlaðborð

26. Grísa snitsel

27.

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.


5

Bratti klúbbfélaginn Hákarlafriðun í Sviss

Spurning mánaðarins

Hvað dreymir þig um 2021

Alexander Valdimarsson: Að maðurinn læri að minnka mengun á jörðinni.

Myndin er tekin á undirbúningsfundi þar sem öflugir stuðningsmenn hvaðanæva úr heiminum mættu til að kanna öryggi fjáfestingarinnar. Samkvæmt ekki svo ýkja áreiðanlegum heimildum ætlar öflugur félagi í Klúbbnum Geysi að halda til Sviss, land fyrirtækjanna, stofnananna, öflugusta kosningakerfis í heimi, þjóðaratkvæðagreiðslna og súkkulaðis úr bjöllukúm að stofna þar í landi verndar– og friðunarsamtök til að berjast fyrir bættum hag hákarla og að þeir endurheimti þá virðingu sem þeir telja sig hafa verið sviptir. Ekki er nóg með hve illa margur hákarlinn er leikinn heldur hefur bratti klúbbfélaginn einnig áhyggjur af afleiðingunum fyrir lífríki sjávar og tilvist grunnagna og smáfiska í sjó ef ekkert er að gert. Það er huggun harmi gegn fyrir hákarlana að geta reitt sig á eitthvað annað en bara stjórnmálamenn eins ágætir og þeir nú eru.

Vísa Heilalaust af hátækni heldur liðið áfram. Það flestir telja framsækni sem farið getur umfram. Ólafur Stefaníu

Kristján Njarðarson: Hlakka til þegar bólusetningar verða búnar.

Lucia Mazzocchi: Að hægt verði að fljúga.

Tóta Helga: Að árið 2021 verði mitt.

Helgi Halldórs: Að árið 2021 verði grímulaust.


6

Tímavélin

Verum öruggari, sterkari og hraustari saman! Það getur verið erfitt að koma sér af stað í líkamsrækt en það getur líka verið mjög létt og skemmtilegt. Ef við byrjum rólega og með jákvætt hugarfar og njótum félagsskapar hvors annars er mjög auðvelt að stunda og viðhalda léttri líkamsrækt. Fyrsti tíminn okkar var föstudaginn 21. janúar og tóku fimm félagar þátt, við skemmtum okkur, kjörnuðum okkur og reyndum létt á líkamann og silgdum svo ljúf og jákvæð inn í helgina. Til að byrja með stefnum við að því að hittast hvern föstudag klukkan 10.00 og alla þriðjudaga kl. 15.00 Tímarnir eru léttir og hverja æfingu má aðlaga að þörfum og getu hvers og eins, - jafnvel í stól.

Gefum okkur sjálfum tækifæri til teygja og slaka, styrkja og byggja okkur upp. -sjáumst, Sigga Nanna

Tímavélin er nýr þáttur sem fer af stað í Litla Hver í þessu tölublaði. Hugmyndin er að birta gamlar myndir af félögum og starfsfólki klúbbsins frá fyrri tíð. Fyrsta myndin birtist nú og er af Þórunni Ósk Sölvadóttur núverandi framkvæmdastjóra klúbbsins. Myndin er tekin 10. febrúar árið 2004 í eldhúsinu á annarri hæð í Skipholti 29.

Afmæli félaga í febrúar verður haldið hátíðlegt þriðjudaginn 23. febrúar kl. 14.00


7

Staðfesting þriggja ára vottunar Klúbburinn Geysir hefur nú fengið staðfestingu þriggja ára vottunar, en klúbburinn fór í gegnum úttektarferli haustið 2019. Síðan kom upp hið ömurlega covid sem tafði alla afgreiðslu og yfirferð gagna. Þess vegna hefur klúbbhúsum sem voru í vottunarferli á þessum tíma verið veitt eitt aukaár. Þannig að vottunun rennur út 31. maí 2024. Vottunin staðfestir að klúbburinn er Vottunarskjalið sem komið hefur verið upp á góðum stað í húsinu. að starfa eftir þeim alþjóðlegu stöðlum sem honum eru settir. Við þökkum félögum fyrir sitt óeigingjarna starf í þágu klúbbsins, enda er klúbburinn aldrei sterkari heldur en þeir félagar sem halda uppi merki hans og mæta til þess að taka þátt í vinnumiðuðum degi og finna sjálfum sér leið til betri lífsgæða.

Innanhússbreytingar Byrjað á matsalnum

Framkvæmdir eru nú fyrirhugaðar í klúbbnum á næstu vikum. Ætlunin er að byrja á matsalnum en á dagskrá er að skipta út ljósum, setja upp hljóðeinangrun, mála og skipta út húsgögnum. Á myndunum er búið að setja upp litaprufur sem litafræðingar klúbbsins telja að komi til álita.


8

Félagsleg dagskrá í febrúar Flugeldar á þrettándanum

Vegna covid ætlum við að hefja félagslega dagskrá á rólegum nótum. Í boði verða tveir dagar 4. og 18. febrúar.

Fimmtudagur 4. febrúar Sundferð. Lagt af stað klukkan 16.00 frá klúbbnum.

Myndin er fengin: https://vis.is/sund/

Fimmtudagur 18. febrúar Listasfn Íslands. Yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna og Halló geimur sem er heiti sýningar á verkum úr safneigninni. Lagt af stað klukkan 15.00 frá klúbbnum

Í tilefni síðasta dags jóla brugðum við okkur í skoteldaskóna og settum upp skothlífðargleraugun. Þó að dagbjart hafi verið vakti þetta uppátæki nokkra athygli og félagar kunnu vel að meta. Eins og myndin sýnir fylgdi þessu nokkur reykur og hávaði en vindur vinur vor feykti snarlega burtu.

Myndin til hliðar er eftir frumkvöðulinn Finn Jónsson og er á sýningunni Halló geimur í Listasafni Íslands

Profile for kgeysir9

Litli-Hver febrúar 2021  

Fréttablað Klúbbsins Geysis sem er hluti af Clubhouse International

Litli-Hver febrúar 2021  

Fréttablað Klúbbsins Geysis sem er hluti af Clubhouse International

Profile for kgeysir9
Advertisement