__MAIN_TEXT__

Page 1

01. tbl. janúar 2021

Geðheilsa er líka heilsa

Farsælt nýtt ár 2021

Margir fagna því að árið 2020 sé nú loksins liðið og að við sjóndeildarhringinn renni upp ár pestarleysis og endurheimt samskipta, knúss og nándar. Látum gott á vita að bóluefnið sem nú er í farvatni og reyndar farið að setja í fólk muni skila þeim gifturíka árangri sem vonina dreymir. Með þeim fagnaðarorðum óska félagar, starfsfólk og stjórn klúbbsins öllum farsældar á nýju ári. Opnum kl. 10.00 4. janúar 2021 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Sjálfstykjandi eilífðarvél framtíðarinnar Sigríður Nanna Gunnarsdóttir Þá hefur þetta undarlega ár liðið sitt skeið. Þetta bölvaða, kvíða- og streituvaldandi ár sem hefur einkennst af óvissu og breytingum. Sigga Nanna glaðleg og björt skrifar pistilinn Þetta ár hefur lagst þungt á okkur sem einstaklinga og hæfileikum til þess að takast á samfélag. við breytingar, við kunnum nú að Árið 2020 liðið í aldanna skaut aðlaga okkur að nýjum og við getum loks byrjað upp á aðstæðum með breyttum nýtt. 2021 hlýtur að færa okkur áherslum í samskiptum og ný tækifæri á einhvern hátt. Ég varkárni; við sýnum meiri spyr því hvað við þurfum að taka virðingu í garð náungans. með okkur í nesti inn í þetta nýja ár til þess að hreinlega lifa af á Við lærðum tveggja metra þessum undarlegu tímum þar regluna í leik og starfi og gátum sem við þurfum að sætta okkur átt góð samsæti í við að sóttvarnareglur munu kurteisisfjarlægð hvort frá öðru. gilda langt fram á næsta ár. Allt í einu uppfærðist samskiptahæfni okkar og við Ég held að svarið sé einfalt; við fórum að tjá kærleika og lærðum að lifa í samfélagi okkar vinsemd með orðum frekar en upp á nýtt og nýr raunveruleiki með knúsum, kossum og blasti við okkur. Við bjuggum til snertingu. Við urðum opnari, annars konar samfélag þótt við notuðum orðin okkar sem allt í höfum stundum upplifað okkur einu fengu meira vægi en áður. vera í annarri vídd undarleikans. Það varð einhvern veginn meira Í þessu nýja samfélagi höfum við úr samtölum okkar. séð hvað við búum yfir miklum


3

Þessi mikilvægu atriði gátum við tileinkað okkur og þau skulum við nota áfram inn í framtíðina. Þegar þetta er skrifað eru fjórir dagar til jóla og það kann að vera að hugur minn og hjarta séu loðin af kærleika og hlýju í aðdraganda hátíðanna. Ég hóf störf í Klúbbnum Geysi í september á þessu ári eftir að hafa setið heima og beðið eftir að fá að byrja á nýja vinnustaðnum sem var lokaður um sinn vegna faraldursins. Það var þó ekki liðin vika frá því að ég byrjaði að vinna í Geysi þegar ég sá að þessi nýja forskrift að samfélagi var í fullri virkni í Klúbbnum Geysi og ég velti því fyrir mér hvort gildi klúbbsins, Fountainhousehugmyndafræðin og vinnan samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum gefi ekki góðan grunn til aðlögunar. Kæru félagar, við erum sjálfstykjandi eilífðarvél framtíðarinnar, -ykkar, Sigga Nanna

Snúlli kom í heimsókn

Páfagaukurinn Snúlli var á leið til dýrlæknisins á Þorláksmessu. Hann rann á skötulyktina í klúbbnum og ákvað að staldra við. Ekki er annað vitað en að lækisheimsókin hafi tekist vel.

Mynd frá afmælisveislu félaga í Desember

virðing – víðsýni - vinátta samvinna - samræður samhljómur Myndin sýnir örlítið fullt jólatungl á milli trjáa í Breiðholtinu.


4

Matseðill fyrir janúar 2021 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Mán. Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

Lau.

Alla daga er hægt að panta sér salatskál al a grande. Muna bara að panta samdægurs fyrir klukkan 10.00 1. Nýársdagur LOKAÐ

2.

4. Pasta með skinku ofl.

5. Soðin ýsa

6. Gullas með kartöflumús

7. Hlaðborð

8. Tartalettur og eplagrautur

9.

11. Grjónagrautur

12. Fiskibollur

13. Svikinn héri

14. Hlaðborð

15. Slátur og mangógrautur

16.

18. Risotto með sveppum

19. Steiktur fiskur

20. Hakk og spaghetti

21. Hlaðborð

22. Pizza og bláberjagrautur

23.

25. Sveppasúpa

26. Plokkfiskur að hætti Tótu

27. Kálbögglar

28. Hlaðborð og sveskjugrautur

29. Kjötsúpa

30.

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.


5

Bratti klúbbfélaginn Enn á ný skal leggja land undir fót

Heyrst hefur að öflugur og ötull félagi í Klúbbnum Geysi hyggist leggja á vit ævintýranna og koma á fót krókódílabúgarði í Ástralíu. Leiðin er býsna löng en það stoppar okkar mann alls ekki. Líkast til hefur hann átt þennan draum síðan hann í æsku heyrði sögur af víðförlu ættmenni sínu sem stundaði þrælaverslun og komst í álnir með hraði en féll í hinum kapitalíska þjóðfélagsstiga með ekki minni hraða en hann fór upp hann. Hafin er hlutafjársöfnun innan hins mikla breska konungsríkis. Því miður hafa Íslendingar með viðurkenndri kennitölu á evrópska efnahgssvæðinu ekki tækifæri til að taka þátt í þessari hlutafjársöfnun.

Spurning mánaðarins

Einhver áramótaheit?

Marta Sóley: Ég ætla að vera ástfangin að eilífu.

Einn fiskur: Ég er að leggja drög að stærra húsnæði

Helgi Halldórsson: Ég ætla að halda uppá 50. afmælið mitt í september og komast á Reykjavíkurleikana í janúar og febrúar.

Speki ársins Ekkert er fjær því að komast í snertingu við listaverk en umsagnir um þau. Meira eða minna vel heppnaður misskilningur er allt og sumt sem á þeim er að græða. Rainer Marie Rilke

Steinar Almarsson: Engin áramótaheit hjá mér.


6

Ljóð og myndir eftir Rabba Gabríel máttur Guðs Í ljósaskiptunum Í himinhöfunum Engillinn sem stendur Frammi fyrir Guði Ég taldi mig Engilinn Gabríel En var aðeins ormur Í Sláturhúsinu og á regnvortum strætunum Ég hélt mig langaði í kristalsnjóinn En mig langaði bara í kærleiksbálið Gabríel fer á undan þeim sem boða góðu fréttirnar Þeir taka enga fanga


7

Svona var árið Það ætti að vera mjög létt verk að rifja upp árið sem er nýliðið þar sem einn (mjög langur) viðburður setti svip sinn á allt árið með tilheyrandi afleiðingum og röskunum á lífsmynstri okkar. Þessi heimsfaraldur, sem er kenndur við sjúkdóminn COVID-19, hófst í lok þarsíðasta árs og er Myndin er af síðunni https://www.thepoultrysite.com/ sjúkdómurinn þess vegna news/2020/03/coronavirus-causing-global-pandemic-notkenndur við það ártal (heitið related-to-those-commonly-seen-in-poultry-other-foodanimals er stytting á ‘Corona Virus Disease’ og síðan kemur ártalið þegar allt byrjaði í Kína og stjórnmálanna voru gripnir dreifðist síðan um heiminn). Það gloðvolgir við að brjóta lög og má segja að við höfum lært af reglur og við að segja ósatt. Mér þessum heimsfaraldri er að við vitanlega sagði aðeins einn þeirra höfum ekki leyst allan (mætvælaráðherra Danmerkur) heilsuvanda þrátt fyrir af sér, en fyrirvarinn er sá að stórkostlegar framfarir sem hafa vitundin um afsagnir þingmanna orðið í tækni og vísindum á og ráðherra og annars fólks sem síðustu öldum. Þetta er stærsta hefur verið kosið til áfallið og lærdómurinn að annað ábyrgðarembætta út um víða slíkt getur gerst aftur. veröld er takmörkuð. Það er sagt Á unglingsárum mínum var að vika sé langur tími í mikið kjarnorkuvopnakapphlaup í stjórnmálunum og aldrei að vita heiminum og óttaðist ég nema Ísland gangi í Evrópukjarnorkustríð þar til þeir sambandið á næsta ári og taki Gorbatsjov og Reagan funduðu í upp Evruna sem gjaldmiðil þó að Reykjavík sem dró úr óttanum ekkert sem bendi til þess þegar um að gereyðingarstríð gæti átt þetta er ritað. Það er eins og með sér stað. Í lok nýliðins árs varð allt okkar líf að við vitum ekkert álíka léttir þegar bólusetning hvað á eftir að gerast. Í lokin, þá gegn heimsfaraldrinum vegna lést elskan okkar allra, Raggi kórónuveirunnar hófst. Bjarna, á síðasta ári og við Heimsfaraldurinn er þó enn í syrgjum hann eins og aðra sem gangi í byrjun nýs árs og skal enn fóru frá okkur á hinu nýliðna ári. fara í öllu með gát. Steinar Almarsson Annað sem gerðist á árinu var að Íslendingur fékk Óskarsverðlaun og leiðtogar


8

Félagsleg dagskrá í janúar „Skötuveislan“ æðisleg

Félagsleg dagskrá í janúar verður rædd og ákveðin miðvikudaginn 6. janúar sem vill svo skemmtilega til að er síðasti dagur jóla. Þann sama dag verður og fyrsti húsfundur ársins haldinn og þess vegna kjörið að félagar mæti að taka þátt.

Brotist inn í Klúbbinn Geysi um jólin

Að sjálfsögðu var heilagur Þorlákur blótaður með skötu að hætti þeirra sem það vilja. Því miður varð að takamarka þátttöku blótenda vegna sóttvarnaákvæða. En haft var á orði að þeir sem skötuna fengju þyrftu ekki að óttast veiruna.

Vísuhornið

Iðrunn Ég særi og móðga og segi sorry. Meint´ekkert með því. Don´t worry. Þórunn og Arnar

Á jóladag eða aðfaranótt annars í jólum var brotist inn í Kúbbinn Geysi. Talsverðar skemmdir voru unnar og ýmissa hluta saknað rótað og ruslað út. Vakti einnig athylgi að ummerki voru eftir sprautunálar og notkunar á slíku. Málið var kært til lögreglu og er í rannsóknin í höndum hennar.

Janúarfrasinn

Nýjir möguleikar góðir förunautar

Endilega lærið og munið

Afmæli félaga í janúar verður haldið hátíðlegt þriðjudaginn 26. janúar kl. 14.00

Profile for kgeysir9

Litli-Hver janúar 2021  

Litli-Hver, fréttabréf Klúbbsins Geysis.

Litli-Hver janúar 2021  

Litli-Hver, fréttabréf Klúbbsins Geysis.

Profile for kgeysir9
Advertisement