08. tbl. ágúst 2020
Geðheilsa er líka heilsa Nýtt starfsfólk í Klúbbnum Geysi
Nú á covidtímum gerist margt, nýjar áskoranir og breytingar um allan heim. Klúbburinn Geysir er þar engin undantekning. Tveir starfsmenn létu af störfum í miðju covidinu svo ráða varð nýtt starfsfólk. Annar tveggja nýrra launaðra starfsmanna Halldóra Aguirre lengst til hægri á myndinni hóf störf 13. júlí sl. En Lucia Mazzocchi lengst til vinstri á myndinni er nýr sjálfboðaliði sem byrjaði 6. júlí í Geysi. Á milli þeirra eru frá vinstri Helgi Halldórsson og Kári Ragnars. Annar launaður starfsmaður mun hefja störf í byrjun ágúst. Við bjóðum þær stöllur velkomnar til starfa og ánægjulegrar veru í Klúbbnun Geysi.
Vegna covid—19: Að gefnu tilefni og í ljósi nýlegra frétta um fjölgun smita minnum við á að þeir sem koma í Klúbbinn Geysi virði 2 metra regluna, gefi sig fram í móttökunni, þvoi hendur og spritti. Elhúsið er aðeins fyrir þá sem þar starfa og fylgi ítrustu hreinlætiskröfum. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir