Lilti-Hver maí 2020

Page 1

05. tbl. maí 2020

Geðheilsa er líka heilsa

Geysir opnar aftur 5. maí

með fyrirvörum sem sóttvarnir setja Þessa hlýlegu rósemdarmynd af þresti á grein hér til hliðar tók Helgi Halldósson ljósmyndari og félagi í Geysi. Vonandi að hún sé forboði og vorboði um að COVID-19 hafi nú náð þeim hæðum sem eru viðráðanlegar og hægt að mjaka sér í átt að nýju upphafi góðra fyriheita. Gleðilegt sumar. Klúbburinn verður opnaður á ný þriðjudaginn 5 maí. kl. 10.00. Opið verður frá kl. 10.00 til 14.00 til að byrja með. Leyfilegur hámarksfjöldi í húsinu verður takmarkaður við 15 manns hverju sinni og 2 metra fjarlægð milli fólks.

Nokkrar notalegar leiðbeiningar vegna komu í klúbbinn:

1. Allir sem koma í hús verða að byrja á því að gefa sig fram við móttöku, þvo sér um hendur og spritta. 2. Ekki verður boðið upp á mat í hádeginu fyrst um sinn, en hægt verður að kaupa samlokur á kr. 200. 3. Engin sjálfsafgreiðsla verður á kaffi eða veitingum, nema sala á gosi úr kæliskáp í matsal. 4. Haldinn verður sameiginlegur deildarfundur í upphafi dags til að skipuleggja vinnumiðaðan dag eins og hægt er. 5. Reglan um 2 metra fjarlægð og fjölda á einnig við á pallinum fyrir framan húsið. 6. Virðum hvort annað og munum að því betur sem við fylgjum þessum leiðbeiningum, þeim mun fyrr verður hægt að hefja rekstur klúbbsins af fullum krafti. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Lífið og páskar í coronavírusfaraldri eftir Helga Halldórsson

Hlúum að eigin geðheilsu með því að gæta að jafnvægi í lífinu. Við þær aðstæður sem uppi eru samfélaginu og heiminum og þau áhrif sem COVID19 er að hafa er um að gera að leitast enn meira eftir von, gleði, hamingju og líta framtíðina bjartari augum yfir páskahátíðina. Í Helgi kíminn á svip og glaður í hjarta upplifun minni af öllu þessu hef ég reynt að sýna mikla hógværð, stillingu, skynsemi og km í víðavangahlaup ÍR sem átti trú á að okkur muni takast að sigrast á upprunalega að vera á sumardaginn þessum óboðna gesti. fyrsta en var svo frestað til 4. júní og Ég hef verið að horfa á frábæra hinsvegar 21,1 km í Reykjavíkurþætti sem heita Peaky Blinders, góðar marþoni Íslandsbanka þann 22. ágúst bíómyndir, teiknimyndaþætti, auk þess næstkomandi. stofnaði ég stuðningsíðu fyrir félaga og En svo er líka mikilvægt að hlúa að starfsfólk Geysis til að geta verið í eigin geðheilsu með því að gæta að sambandi og hist með því að ganga jafnvægi í lífinu - nærast vel, stunda saman á meðan að klúbburinn er daglega hreyfingu og útiveru, hvílast lokaður, sungið nokkuð og birt það á nægilega og gefa sér tíma til þess að fésbókinni undir: „Syngjum veiruna í njóta tilverunnar með þeim sem manni burtu“. þykir vænt um. Svo sjáumst við hress Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér og kát í Geysi þegar þetta verður allt hlaupaföt, sokka og skó og byrjaði að yfirstaðið. Svo mætti bæta aðeins við skokka og mér hefur tekist að koma að ég og mamma áttum fína páska því inn í mína daglegu rútínu. Þrátt saman og gæddum okkur á páskaeggi fyrir að líkamsræktarstöðin sem ég æfi frá Bónus númer 4. í daglega sé lokuð í samkombanninu er ég líka að undirbúa mig fyrir tvö hlaup í sumar sem er annarsvegar 5


3

Vinnumiðaður dagur og Covid-19 Aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins kemur mjög illa við hugmyndafræði klúbbhúsa þar sem hjarta í starfsemi hvers klúbbhúss slær jafnan í bestum takti á vinnumiðuðum degi. Þátttaka félaga og náin samvinna í verkefnum eru lykilatriði. Þrátt fyrir það hversuklúbbhúsin eru viðkvæm gagnvart smitsjúkdómi eins og þjóðir heims kljást við í dag ætlum við að halda vinnumiðaðan dag eins og hægt er. Félagar geta unnið mörg verk án þess að vera í mikilli nánd við hvert annað og búið er að einangra tölvustarfstöðvar í klúbbnum svo hægt sé að virða 2 metra regluna.

Til þess að halda smitleiðum í lágmarki er nauðynlegt að halda fjarlægð milli fólks og stunda reglulegan handþvott. Nú þegar við opnum aftur þriðjudaginn 5. maí minnum við enn og aftur á að virða nálægð og fjarlægð. Sjá einnig á: https://www.covid.is

Allar nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á kgeysir.is og facebooksíðu klúbbsins.

Evrópuráðstefnan í Róm 2020

Ákvörðun hefur verið tekin um að Klúbburinn Geysir mun ekki þátt í Evrópuráðstefnu klúbbhúsa sem stendur til að halda í Róm 16. til 18. nóvember. Við byðjum þá sem höfðu skráð áhuga sinn á þátttöku að virða þessa niðurstöðu. Við teljum að engum sé gerður greiði með því að leggja í tvísýn ferðalög eins og staðan er nú.


4

Félagsleg dagskrá í maí Afmæliskveðja til Vigdísar Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir fjórði forseti lýðveldisns Íslands og verndari Klúbbsins Geysis frá stofnun hans 1999 fagnaði 90 ára afmæli 15. apríl síðastliðinn. Félagar, starfsfólk og stjórn klúbbsins óskar Vigdísi til hamingju með daginn og velfarnaðar í framtíðinni.

Félagsleg dagskrá í maí verður takmörkuð við útivist og hreyfingu. Þannig verður ekki neina félagsleg dagskrá í klúbbhúsinu. Hugsanlega verður hægt að fara á kaffihús ef í boði er að sitja úti. Að öðru leiti vinnum við þetta eftir stöðunni hverju sinni og skorum á félaga að viðra góðar hugmyndir.

Fimmtudagur 14. maí Ganga kl. 14.00 frá Klúbbnum Geysi Fimmtudagur 21. maí Lokað uppstigningardag Laugardagur 23. maí. Ganga í Öskjuhlíð. Hittumst við Perluna kl. 13.00 Myndin er tekin á tekin á 12. Evrópuráðstefnu klúbbhúsa sem haldin var á Íslandi 2012. Á myndinni spjallar Vidís við Joel Corcoran framkvæmdastjóra Clubhouse International.

Lokað 23. maí Klúbburinn Geysir verður lokaður fimmtudaginn 23. maí, uppstigningardag.

Fimmtudagur 28. maí Ganga/útivist. Nánar auglýst síðar


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.