Lilti-Hver maí 2020

Page 1

05. tbl. maí 2020

Geðheilsa er líka heilsa

Geysir opnar aftur 5. maí

með fyrirvörum sem sóttvarnir setja Þessa hlýlegu rósemdarmynd af þresti á grein hér til hliðar tók Helgi Halldósson ljósmyndari og félagi í Geysi. Vonandi að hún sé forboði og vorboði um að COVID-19 hafi nú náð þeim hæðum sem eru viðráðanlegar og hægt að mjaka sér í átt að nýju upphafi góðra fyriheita. Gleðilegt sumar. Klúbburinn verður opnaður á ný þriðjudaginn 5 maí. kl. 10.00. Opið verður frá kl. 10.00 til 14.00 til að byrja með. Leyfilegur hámarksfjöldi í húsinu verður takmarkaður við 15 manns hverju sinni og 2 metra fjarlægð milli fólks.

Nokkrar notalegar leiðbeiningar vegna komu í klúbbinn:

1. Allir sem koma í hús verða að byrja á því að gefa sig fram við móttöku, þvo sér um hendur og spritta. 2. Ekki verður boðið upp á mat í hádeginu fyrst um sinn, en hægt verður að kaupa samlokur á kr. 200. 3. Engin sjálfsafgreiðsla verður á kaffi eða veitingum, nema sala á gosi úr kæliskáp í matsal. 4. Haldinn verður sameiginlegur deildarfundur í upphafi dags til að skipuleggja vinnumiðaðan dag eins og hægt er. 5. Reglan um 2 metra fjarlægð og fjölda á einnig við á pallinum fyrir framan húsið. 6. Virðum hvort annað og munum að því betur sem við fylgjum þessum leiðbeiningum, þeim mun fyrr verður hægt að hefja rekstur klúbbsins af fullum krafti. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Lilti-Hver maí 2020 by kgeysir9 - Issuu