04. tbl. apríl 2020
Geðheilsa er líka heilsa
COVID-19 setur mark sitt á starf Klúbbsins Geysis
Það er margt völundarhúsið. Núna miða allir sem vettlingi geta valdið að því að einangra smitleiðir Covid-19 vírussins sem herjar á heimsbyggðina og fer ekki í manngreinarálit frekar en mörg önnur hörmungin sem heimsækir einstaklinga og þjóðfélög. Þessi Litli-Hver fer því eðlilega engra varhluta af þessu ástandi. Í Geysi er fylgt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og teknar ákvarðanir um daglegan rekstur klúbbsins á þeim forsendum. Búast má við að ný sjónarmið verði uppi þegar þú lesandi góður færð hverinn í hendur. Upplýsingar til félaga varðandi framhaldið verður hægt að sjá á kgeysir.is Myndin hér að ofan er fengin á vefsíðunni:https:// unascuantasverdades.com/
Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir