02. tbl. febrúar 2020
Geðheilsa er líka heilsa
Gestakokkur frá Kólumbíu
Starfið í Geysi fer vel af stað á nýju ári, þrátt fyrir flensur og rysjótt veðurfar. Um miðjan janúar kom gestakokkur frá Kólumbíu, sem galdraði fram kjúklingasúpu að þarlenskum sið. Hún heitir Shirlie Patricia Galeano Diaz. Hún hefur búið á Íslandi í 10 ár ásamt íslenskum eiginmanni og dóttur. Annað sem er á döfinni er sláturgerð og Þorrablót sem verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar. Verðið er 4000 kr. Nauðsynlegt er að skrá sig og greiða staðfestingargjald sem er 2000 kr. í síðasta lagi 3. febrúar. Gleðilegan Þorra. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir