Page 1

12. tbl. desember 2019

Geðheilsa er líka heilsa

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Okkur leggst alltaf eitthvað til Ólafur Jóhann Kjartansson rifjar upp sitthvað frá æskujólum sínum Jóhann Ólafur Kjartansson er 68 ára og hefur verið félagi í Klúbbnum Geysi frá því 2008. Hann er í eldhúsdeildinni og hefur aðallega unnið í móttökunni og sjoppunni. Við báðum hann um að rifja aðeins upp æskujólin eins og þau eru honum í minni. Það var á jólunum þegar ég var 11 til 12 ára. Heima hjá mér var byrjað að undirbúa jólin svona um 10. desember. Við vorum alltaf með gervijólatré og byrjuðum að skreyta. Á æskuheimili mínu þreif mamma oftast alla íbúðina, svo bakaði mamma mikið af kökum. Stundum fór ég til konu sem bakaði smákökur og seldi fólki. Við vorum alltaf með góðan mat yfir jólin. Ég man eftir því að þegar ég var krakki fór ég á jólatrésskemmtanir, bæði í skólanum og annars staðar. Við fórum einnig öll jól í Ölgerðina með ílát og keyptum jólaöl, yfirleitt vorum við með þrjá 21/2 lítra brúsa. Það var fullt af fólki og löng röð eftir ölinu. Fyrst fór maður og borgaði og fékk miða sem afgreiðslumaðurinn reif svo í þegar hann var búin að dæla ölinu á brúsana. Fjölskyldan var mjög stór, en við bjuggum á Langholtsvegi 18

Jóhann Ólafur í sjoppunni

og þar átti ég heima í 57 ár. Þegar mest var voru 9 í heimili: Pabbi og mamma, amma og afi í móðurætt og svo vorum við 5 systkinin. Mamma missti einn son nokkurra daga gamlan, hann var svo veikburða. „Hann var jarðsettur í Hólavallakirkjugarði í kistu hjá gamalli konu. Við höfum reynt að komast að því hvar gröf hans er en aldrei neitt komið út úr því, segir Jóhann Ólafur. Jóhann Ólafur segir að þó að stundum virtust engir peningar vera til og stundum knappt segir hann að mamma sín hafi iðulega sagt: „Okkur leggst alltaf eitthvað til.“ „Þegar afi dó,“ bætir Jóhann Ólafur við. „Það var rétt eftir jólin 1983 lét hann eftir sig 30 þúsund krónur, en jarðarförin kostaði 60 þúsund. Þá var illt í efni og mamma barmaði sér mjög. Stuttu síðar er bankað á


3

dyrnar og maður stendur fyrir utan og spyr hvort að Ágústa Jónsdóttir búi hér. Ég játti því og bauð manninum inn. Hann sagðist vera sendur frá Þorvaldi í Síld og Fisk og afhenti mömmu umslag sem í reyndist vera 30 þúsund krónur. Það dugði þá til að borga fyrir jarðarförina. Eftir að ég eltist man ég eftir því að einhvern tíma þegar hart var fórum við til Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og Fisk, sem reyndar var stórfrændi okkar og spurðum hann ásjár með jólamat. „Hann brást mjög vel við,“ segir Jóhann Ólafur, og bætir við „ að í 25 ár eftir það kom alltaf pakki frá honum á Þorláksmessu eða aðfangadag. Fólkið byrjaði svo að taka hann upp og þar var þá hamborgarhryggur, svínahryggur, pylsur, sulta, kæfa og beikon, sem kom sér vel yfir hátíðarnar.“ „Þegar allir voru búnir að borða og jólamessunni í útvarpinu var lokið fórum við í stofuna og opnuðum jólagjafirnar. Oftast í seinni tíð var alltaf horft á aftansöng jóla. Þetta er það helsta sem ég man eftir núna frá jólum æsku minnar,“ segir Jóhann Ólafur glaður í bragði. Texti Jóhann Ólafur og Benni

Jólaspurningin Á ekki að fara að drífa sig?

Mikael Hreiðarsson. Nei, ég er ekki að drífa mig.

Kári Ragnars. Drífa mig, hvað hvert. Ég er ekki alveg að tengja.

HelgHalldórsson. Jú Drífa sig? Undirbúa jólin og svo dreif ég mig á jólatónleika á sunnudaginn

Saga Emelía Sigurðardóttir. Ekki nema heimurinn flýti sér.


4

Matseðill fyrir desember2019 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Mán. 2. Aspassúpa.

9. Blómkálssúpa

16. Brauðsúpa

Þri.

Mið.

Fim.

3. Steiktur fiskur.

4. Kálbögglar

10. Soðinn fiskur

11. Ítalskar kjötbollur og spaghetti

12.

18. Pastaréttur

19.

17. Plokkfiskur

5.

24. Lambalæri

25. LOKAÐ

30. Kjúklingasúpa

Lau.

6. Grillsamloka

7.

13. Kakósúpa

14.

20. Lambapottréttur

21.

27 Tartalettur

28.

Hlaðborð

Hlaðborð

Hlaðborð

23. Skötuveisla

Fös.

26. Kaffi 13:00 – 15:00

31. Áramótasúpa

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að auka fjölbreytni á matseðli Klúbbsins Geysis? Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan


5

Hin klassíska jólagetraun Litlu jóla Hvers Í þessu jólablaði er jólagetraunin á sínum stað sem að þessu sinni snýst um að telja jólapakka sem komið hefur verið fyrir á ýmsum stöðum í blaðinu. Lausnir skilist í skilaboðakassa í sjoppunni merkt nafni, síma og fjölda jólapakka. Dregið verður úr réttum innsendum lausnum á Litlu jólunum sem verða laugardaginn 14. desember kl. 11.00 til 15.00. Vegleg verðlaun að vanda. Undanfarin ár hefur verið leitað ýmissa jólatengdra tákna og undra, en að þessu sinni skal finna jólapakka. Gangi ykkur vel.

Starfsmannamatið 2019

Tölvuverið alla þriðjudaga klukkan 11.15. Leiðbeinandi á staðnum sem aðstoðar áhugasama félaga. Óskum eftir fleiri félögum til að leiðbeina í tölvuverinu á þriðjudögum kl. 11.15

Útvarp Geysis Ákveðið hefur verið að hafa fasta upptökutíma fyrir útvarp Geysi. Þriðjudagar kl:14-15 Fimmtudagar kl:10-11 Þeir félagar sem óska eftir upptökutíma þurfa að skrá sig í á þartilgerðan lista.

Félagar eru hvattir til að taka þátt, enda mjög mikilvægt að félagar hafi tök á því að leggja mat á starfsmenn. Matið er skriflegt og ópersónugreinanlegt, nema félagi óski þess. Tóta Ósk er síðasti starfsmaðurinn sem er metinn og geta félagar metið hana vikuna 2. til 6. des. Matsblöðin liggja frammi í sjoppunni í matsalnum. Nú er bara að taka þátt svo starfsfólk geti bætt sig og þroskast í starfi.

Afmælisveisla fyrir félaga sem eiga afmæli í desember verður mánudaginn 30. desember


6

Uppbyggjandi starf í Geysi segir Gunnnar Geir sjálfboðaliði í Geysi Gunnar Geir Gunnlaugsson 28 ára úr Kópavogi er í tímabundnu sjálfboðastarfi í Geysi. Hann er þrisvar í viku 2-3 tíma í senn og tekur þátt í ýmsum verkefnum, auk þess að halda utan um hreyfi - og liðleikanámskeið á miðvikudögum. Gunnar Geir er í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands og stefnir að kennararéttindum. Einnig er hann í tveggja ára námi til að fá kennsluréttindi. Á meðan á náminu stendur mun Gunnar Geir starfa sem leiðbeinandi í grunnskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Gunnar Geir er í stjörnumerkinu tvíburanum og uppáhalds liturinn hans er bleikur. Gunnar Geir spilar fótbolta með nýju fótboltafélagi sem heitir Kórdrengir en það fótboltafélag fór upp um tvær deildir á þremur árum og spilar í annari deild á næsta ári. Gunnar Geir spilar á gítar og syngur og er hrifinn af

Gunnar Geir leiðir liðleikaæfingar í Geysi

Gunnar Geir lætur til sín taka á skrifstofunni

íslenskri tónlist og þá helst Jet Black Joe, Bubba Morthens og Dimmu. Annars er Gunnar Geir alæta á tónlist og er aðdáandi margra hljómsveita. Erlendir tónlistarmenn sem eru í uppáhaldi eru Nirvana og Queen. Bíómyndin Blow með Johnny Depp og yfirnáttúrulegir sjónvarps þættir eins og Supernatural og Vampire diaries og svo Breaking Bad eru á topp 10 hjá Gunnari Geir. Svo getur Gunnar Geir þulið upp heilu Friends þættina. Gunnar Geir starfar líka með fötluðum sem eru í sjálfstæðri búsetu og hefur unnið þar í rúmt ár. Gunnar Geir


7

Líður að jólum koma þau senn

Gunnar Geir í góðra vina hópi

borðar flest allt en pizza og Íslenska lambið með sveppasósu finnst Gunnari vera best. Að lokum segir Gunnar Geir að það sé gaman að sjá hvað starfið í Geysi er uppbyggjandi fyrir félaga Geysis og honum finnst gaman að fá innsýn í starf klúbbsins. Og já Gunnar Geir er á facebook.

Árleg jólaveisla Klúbbsins Geysis verður haldin föstudaginn 6. desember næstkomandi kl. 18.00 til 21.00. Að venju verður hamborgarhryggur á matseðlinum ásamt meðlæti. Að sálfsögðu verður hið magnaða jólahappdrætti ásamt söng og gleði. Verð 4000 kr. fyrir manninn, en staðfestingargjald 1.500 kr. sem greiða þarf fyrir 29. nóvember. Þetta er sama verð og í fyrra. Innifalið er einn happdrættismiði, en hægt er að kaupa auka happdrættismiða á 1000 kr. Frítt er fyrir 12 ára og yngri, en þeir fá þar af leiðandi ekki happdrættismiða. Litlu-jólin verða haldin laugardaginn 14. desember kl. 11.00 til 15.00. Þá verður boðið upp á hangikjöt, uppstúf, laufabrauð og meðlæti. Að venju mun góður gestur koma í heimsókn. Verð á mann 3000 kr.

Viðtal: Arnar Laufeyjarson

Skötuveislan verður haldin mánudaginn 23. desember í hádeginu eins og venja hefur verið undanfarin ár. Ásamt skötunni verður einnig boðið upp á saltfisk. Verð á mann er 2000 kr.

Laufabrauðsskurður

Marta Sóley í vinnunni

Marta Sóley félagi í Geysi hóf störf í Múlalundi 14. október. Starf hennar felst í að plasta í vél og búa til dagatala möppur og alls konar. Hún segir stafið mjög fjölbreytt og er mjög ánægð í vinnunni.

Árlegur laufabrauðsskurður verður 10. desember kl. 14.00 í Geysi. Hvetjum alla til að mæta og reyna sig við skurðinn. Kakó og piparkökur í boði klúbbsins. Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema föstudaga þá er opið frá 8:30 - 15:00


8

Opnun Geysis yfir jól og áramót 23. desember Þorláksmessa. Skötuveisla kl. 12:30 opið allan daginn 24. desember aðfangadagur Jólahádegismatur opið frá 10.00—14.00 25. desember jóladagur Lokað. 26. desember annar í jólum. Jólakaffi 13.00—15.00 31. desember gamlársdagur. Opið 10.00 til 14.00. Áramótasúpa að venju. 1. janúar 2020. Lokað 2. janúar hefðbundin opnun og starfið fer á fullan skrið.

Félagsleg dagskrá í desember Föstudagur 6. desember Jólaveisla Klúbbsins Geysi Fimmtudagur 12. desember Kringluferð Laugardagur 14. desember Litlu jólin í Geysi 11.00—15.00 Sérstakur gestur Andri Snær Magnason Fimmtudagur 19. desember Ljósaganga Fimmtudagur 26. desember Jólakaffi 13:00-15:00

Húsfundir

Fjölmennt Minnum á að áhugasamir félagar um að ganga menntaveginn hjá Fjölmennt get skráð sig á námskeið vorannarinnar til 15. janúar. Sjá nánar á heimasíðu Fjölmenntar:

http://www.fjolmennt.is/ og https://www.facebook.com/ profile.php?id=100013446541584

Húsfundir eru miðvikudaga kl.14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í opnum umræðum .

Allir að mæta!

Deildarfundir

Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:15 og 13:15.

Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni, starfsandinn efldur og tengslin styrkt. Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.

Profile for kgeysir9

Litli-Hver Desember 2019  

Desember hefti Litli-Hvers

Litli-Hver Desember 2019  

Desember hefti Litli-Hvers

Profile for kgeysir9
Advertisement