10. tbl. október 2019
Geðheilsa er líka heilsa
Starfsfólk geðheilsuteymanna komu í kynningu í Klúbbinn Geysi
Föngulegur hópur brautryðjenda frá geðheilsuteymum heilsugæslunnar komu í kynningu í Geysi fimmtudaginn 26. september síðastliðinn. „Í apríl 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Eitt af aðalmarkmiðum þeirrar áætlunar var að þjónusta við einstaklinga með geðraskanir sé samþætt og samfelld. Í því samhengi er tiltekið að fólk sem glímir við geðröskun hafi aðgang að þverfaglegu teymi heilbrigðis- og félagsþjónustu sem komi að greiningu og meðferð. Því verði náð fram með fjölgun geðheilsuteyma á höfuðborgarsvæðinu og nýjum teymum komið á fót í þeim landshlutum þar sem þau eru ekki til staðar. Teymin vinni á grundvelli þarfagreiningar og eftir hugmyndafræði valdeflingar.“ (Úr skýrslu samráðshóps 2017) Á myndinni eru fr.v. Íris, Bergþór, Halldór, Hólmfríður, Mikael félagi í Geysi, Helena og Íris Björk Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir