Litli-Hver ágúst 2019

Page 1

8. tbl. ágúst 2019

Geðheilsa er líka heilsa Sumar, hamingja, glaumur og lífsgleði

Myndin hér að ofan er tekin á Geysisdaginn sem haldinn var 15. júní síðastliðinn. Hann tókst með endæmum vel. Sérstakur heiðursgestur var Eliza Reid fosetafrú, en hún ræsti hið ört stækkandi örþon, auk þess að meta þátttakendur, enda var hún formaður dómnefndar. Myndin sýnir hluta þess hóps sem tók þátt í örþoninu í ár. Föngulegt fólk sem fullt er af krafti og vilja til þess að láta gott af sér leiða og ekki síst að að efla þátttöku geðsjúkra í samfélaginu.

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


2

Góður innblástur að vera á Íslandi segir Dario Korlija

Dario, Þórður, Gulli og Sigrún mæla hlutföllin í Makedóníu réttinum. Hér er ekki verið að taka sjálfu.

Það er nýr sjálfboðaliði hjá okkur í Klúbbnum Geysi en hann hóf störf 24. júní síðastliðinn og heitir Dario Korolija. Þetta er viðtalið mitt við hann. Dario er 19 ára og er frá Kumanovo en það er borg í Makedóníu þar sem búa um 70.000 manns. Í Makedóníu sjálfri er 2,1 milljón íbúa. Dario finnst vera unaðsleg, einstök og góð orka í Klúbbnum Geysi. Venjulega er hann ekki með miklar væntingar. Dario ímyndaði sér Geysi sem vinalegan og góðan stað til að vera á og eftir fyrstu tvær vikurnar er Dario mjög sáttur. Dario byrjaði að starfa í eldhúsinu en þegar þetta eintak Litla Hvers kemur út hefur hann fært sig upp á skrifstofuna. Hann hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni og tilbúinn að

reyna sig í fjölbreyttum verkum sem í boði eru. Dario er í stjörnumerkinu Voginni og spurður um uppáhalds lit þá finnst Dario lífið vera fullt af lit og að það sé ekki hægt að gera upp á milli lita. Tónlist er í miklum metum hjá honum og er hugtakið alternative tónlist og poptónlist í miklum metum. Hann heldur mikið upp á hlljómsveitir eins og Coldplay og svo elskar hann hljómsveitina Retro Stefson af því íslenska efni sem hann hefur heyrt. Dario les mikið þá sérstaklega um tækni og tölvur og svo líka um veraldleg málefni. Önnur áhugamál Dario eru ljósmyndun, eldamennska og góðgerðarstarfsemi. Dario stefnir að því að bæði bæta heiminn og að leita lausna á málefnum hans. Dario er hógvær þegar kemur að


3

uppáhaldsmat, en það er pasta með tómatsósu. Dario elskar Ísland og finnst hann fá góðan innblástur hér á landi. Hasar, glæpamyndir og góðar gamanmyndir auk sjónvarpsþátta eins og 24 með Keifer Sutherland (þar sem hann leikur Jack Bower) og CSI Miami eru í miklum metum hjá Dario. Dario verður í Geysi fram í ágúst, og að lokum segir hann að félagar í klúbbnum séu mjög jákvæðir, glaðir og friðsemdarfólk. „Það er fyrir öllu“, bætir hann við. Dario er ekki alveg ákveðinn með hvað hann tekur sér fyrir hendur, en hann muni byrja á því að taka sér frí

Dario við á húsfundi

og stefnir svo á frekara nám og þá ekki í Makedóníu, heldur í einhverju af hinum góðu löndum Evrópusambandsins. Og já Dario er á facebook. Viðtal: Arnar Laufeyjarson

Alþjóðleg myndlistsýning klúbbhúsafélaga Klúbbnum Geysi barst erindi frá Klúbbúsinu í Jerúsalem sem langar að koma myndlist klúbbhúsafélaga á framfæri. Áhugi er á því að fara í samstarf við Jerusalem ART Gallery og gengur undirbúningur vel. Þess má og geta að frumkvöðlar þessa starfs hafa velvilja CI við að koma þessu á koppinn, en þeir munu gefa út fréttabréf um væntanlega sýningu. Áhugasamir geta skoðað vefsíðu undirbúningshópsins: https://

jerusalemclubhouse.wixsite.com/art1 Þeir sem hafa áhuga á að senda inn efni geta sent það á: jerusalem@clubhouseamit.org

Skjáskot af heimasíðu verkefnisins

Frekari upplýsingar veitir Benni.

Afmælisfundur Afmælisfundur miðvikudaginn 7. ágúst kl. 10.00 Nú er komið að því að fastmóta dagskrá afmælisveislunnar. Hnýta lausa enda og staðfesta atriði og jafnvel bæta inn nýjum atriðum. Allir hvattir til að mæta, taka þátt og koma með hugmyndir.

Tölvuverið aftur í gang eftir sumarpásu Eftir pásu í sumar byrjar tölvuverið aftur Þriðjudaginn 27. ágúst. Starfsmaður á staðnum sem leiðbeinir áhugasmömum félögum.


4

Matseðill fyrir ágúst 2019 Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Mán.

Þri.

Mið.

Fim.

Fös.

1. Hlaðborð

5. Lokað. Frídagur verslunar manna

6.

12 Brauðsupa með rjoma .

Lau.

2. 3. Burek með nautakjoti

7. Bjugu með kartoflustoppu

8. Hlaðborð

9.

13. Rækjurettur

14.

15. Hlaðborð

16. Píta með hakki og græm,eti

17.

19. Aspassupa

20. Sursætur pottrettur

21. Ronasteik

22. Hlaðborð

23. Beikonborgari með fronskum

24.

26. Ommiletta með grænmeti

27. Fiskipottrettur með rækjum og surimi

28. Spaghetti bolognese

29.

30.

31.

Fiskur í grænmetissosu

Pylsupottrettur

Hlaðborð

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að fjörga matseðil Klúbbsins Geysis. Mættu þá á eldhúsfund kl. 10:30 síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.

10.

Kjuklingapottrettur

Svikinn heri


5

Styttist í 20 ára afmælisveisluna 6. september

Keli á nikkunni ásamt Benna og Óðni sem spila á gítara. Á myndina vantar Gulla sem trommar og Pétur á bassa.

Haldið verður upp á 20. ára afmæli Klúbbsins Geysis föstudaginn 6. september næstkomandi. Fyrirhuguð er móttaka, skemmtidagskrá og fagnaður á Hard Rock frá kl. 16.00 til 20.00. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því á síðasta ári og er dagskráin að mótast í rólegheitum. Veislustjóri hefur verið ráðinn, en það er Stefán Helgi Stefánsson söngvari og uppistandari. Einnig hefur húsband Geysis, Keli og kiðlingarnir ákveðið að koma saman á ný í tilefni dagsins og þessara tímamóta. Dagskrá nánar auglýst síðar. Takið daginn frá.


6

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema föstudaga þá er opið frá 8:30 - 15:00 Óskum eftir félögum til að leiðbeina í tölvuverinu á þriðjudögum kl. 11.15

Sumarfrí starfsmanna

Reykjavíkurmaraþon Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 24. ágúst í sumar í þrítugasta og sjötta sinn. Skráning er þegar hafin og rétt að benda áhugasömum sem áhuga hafa og vilja til þess að hlaupa eða skokka til styrktar Klúbbnum Geysi að huga að skráningu. Nú er lag að fjölmenna og taka þátt í áheitahlaupinu í tilefni 20 ára afmælis klúbbsins á árinu. Hægt er að skrá sig á maraþon.is og skrá áheit á hlaupastyrkur.is, og velja þar Styrktarfélag Klúbbsins Geysis.

Gulli: 29. júlí—5. ágúst Grace kemur úr fríi 6. ágúst

Útvarp Geysis Ákveðið hefur verið að hafa fasta upptökutíma fyrir útvarp Geysi. Þriðjudagar kl:14-15 Fimmtudagar kl:10-11 Þegar félagar óska eftir upptökutíma þurfa þeir að skrá sig í Klúbbnum Geysi á þartilgerðan lista.

Pabbinn: „Sonur minn hlustar aldrei á neitt sem ég segi.“ Vinurinn: „Nú, er hann svona þrjóskur?“ Pabbinn: „Nei, bara heyrnarlaus.“

Spurning dagsins Hvernig er froðan á kókzéró á litinn?

Kveðjupartý Darios Föstudaginn 16. ágúst ætlum við að halda Dario dálitla kveðjuveislu, Eins og allir vita hefur hann verið sjálfboðalið í Geysi frá 24. júní, en síðstliðnn vetur vann hann sem sjálfboðaliði í Grunnskólanum á Þórshöfn. Við hvetjum alla til að mæta og kveðja Dario með köku og ræðuhöldum.


7

Skandinavíska síðan

Ferð í Gautaborgarhúsið Kveðja frá Gautaborg

Dagana 23. til 27. júní fóru þeir Fannar Þ. Bergsson og Guðlaugur Júníusson í heimsókn í Gautaborgarhúsið. Þangað var haldið til þess að kynna sér starfsemina og þá sérstaklega starf með ungu fólki. Ferðin reyndist mjög skemmtileg og gagnleg. Það var tekið vel á móti íslensku gestunum og þeir fengu að taka þétt í vinnumiðuðum degi í öllum deildum hússins, Þá daga sem heimsóknin stóð yfir. Hér má sjá myndasyrpu frá ferðinni.

Á myndinni lengst til vinstri eru Guðlaugur og Fannar ásmt eiginkonu Guðlaugs, Perlu Torfadóttir. Í miðið er mynd frá deildarfundi og til hægri er hópmynd af nokkrum félögum Gautaborgarhússins ásamt íslensku gestunum.

Jacky og Kári fara á heimsráðstefnuna í Lilleström Jacky Moreno verkefnastjóri í eldhúsdeild og Kári Ragnars félagi verða fulltrúar Klúbbsins Geysis á Kári og Jacky í heimsráðstefnu startholunum. Clubhouse International sem haldin verður í Lilleström í Noregi dagana 28. september til 3. október.

Kári hefur áður farið á ráðstefnur fyrir klúbbinn, en Jacky er að fara í fyrsta sinn. Það er ekki oft sem heimsráðstefnur eru haldnar í Evrópu, en það gerðist síðast í Stokkhólmi árið 2011. Við óskum þeim góðrar ferðar og heimkomu, en það er næsta víst að Jacky og Kári mun undirbúa sig af heilum hug og vandvirkni fyrir ferðina.


8

Félagsleg dagskrá í ágúst Fimmtudagur 1. ágúst Farið á kaffihús

Leikrit í útvarpið Einn góður félagi í Geysi á í fórum sínum leikrit sem hann hefur skrifað. Áhugi er fyrir því að leiklesa það í Útvarpi Geysis. Leikritið heitir Spaghettihouse og er ástardrama. Það eru sex persónur í verkinu, þrjár konur og þrír karlar. Þeir félagar sem hafa áhuga á að vera með í upptökum á leikritinu eru beðnir um að hafa samband við Heiðu eða Guðlaug.

Fimmtudagur 8. ágúst Húsdýragarðurinn í Laugardal Fimmtudagur 15. ágúst Farið út að borða Fimmtudagur 22. ágúst Létt ganga frá Perlunni niður að Nauthól Laugardagur 24. ágúst Reykjavíkurmaraþon Fimmtudagur 29. ágúst Höfuðdagur Opið hús

Aðstoð óskast vegna flutnings

Húsfundir eru miðvikudaga kl.14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í opnum umræðum.

Christina Attensberger félagi í Geysi er að flytja til Bifrastar. Hana vantar nauðsynlega aðstoð við flutninginn. Þeir sem gætu rétt henni hjálparhönd eru beðnir að hringja í síma 897-7325 og fá nánari upplýsingar.

Afmælisveisla fyrir félaga sem eiga afmæli í ágúst verður þriðjudaginn 27. ágúst

Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju sinni.

Húsfundir Allir að mæta!

Deildarfundir

Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og ræktum vináttuböndin.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.