Litli-Hver júní 2019

Page 1

6. tbl. júní 2019

Geðheilsa er líka heilsa Geysisdagurinn 15. júní og 20 ára afmælismerki

Í tilefni 20 ára afmælis Klúbbsins Geysis var ákveðið að búa til afmælisútfærslu af merki klúbbsins. Þetta var unnið í góðri samvinnu við Hvítahúsið auglýsinga– og markaðsstofu. Myndin hér að ofan sýnir nýja afmælismerkið og við væntum þess að 20 ára giftusamt starf klúbbsins til þess að efla geðheilbrigði með þjóðinni haldi áfram í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og þá sem láta sér hag geðsjúkra fyrir brjósti brenna um ókomin ár. Geysisdagurinn verður haldinn í 9. skipti laugardaginn 15. júní 2019. Eins og undanfarin ár verður mikið í daginn lagt þar sem saman fer skemmtun, gleði og fagnaður. Í boði verður tónlist, flóamarkaður, veitingar og að sjálfsögðu ÖRÞONIÐ sem ætíð hefur glatt gesti og gangandi. Að þessu sinni mun Eliza Reid forsetafrú ræsa ÖRÞONIÐ og við hlökkum til að taka á móti þeirri góðu konu og meðal tónlistarmanna mun Björn Thoroddsen mæta á svæðið. Munum svo eftir góða skapinu og mætum hver sem betur getur. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Litli-Hver júní 2019 by kgeysir9 - Issuu