11. tbl. nóvember 2018
Geðheilsa er líka heilsa Tónlistarnámskeið Cristinu tókst frábærlega
Það verður varla annað sagt en að Cristina Catalan sjálfboðalinn okkar hafi komið inn í starf Klúbbsins Geysis með krafti. Ásamt öðrum störfum hefur hún verið að undirbúa tónlistarnámskeið sem kynnt var þann 10. október síðastliðinn og hrint í framkvæmd 23. október. Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu og lýstu allir sig fúsa að halda áfram í því. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl 14.30 vikulega og er framtíðarsýnin sú að hópurinn geti komið saman og sungið opinberlega, ef tækifæri gefst til. Við hvetjum félaga sem hafa verið að íhuga þátttöku að láta af því verða. Myndin að ofan er frá námskeiðinu og áhuginn leynir sér ekki eins og sjá má. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir