Litli-Hver 10 tölublað 2018

Page 1

10. tbl. otóber 2018

Geðheilsa er líka heilsa Nóg að gera á haustdögum í Klúbbnum Geysi

Þessa skemmtilegu mynd tók Einar Sandoz félagi í Klúbbnum Geysi af Steinar Almarssyni og Halldóru Jónasdóttur félaga í Geysi. Steinar er nýbyrjaður að vinna hjá Ferðaþjónustu fatlaðra og vildi svo skemmtilega til að hann var beðinn um að ná í félaga í Klúbbinn Geysi. Með þeim varð auðvitað fagnaðarfundur. Nú er starf Klúbbsins Geysis komið á fullt í haustskrúðanum. Mikil og fjölbreytt dagskrá í boði og verkefni sem félagar ættu að geta fundið sig í. Rétt er að minna á símakönnunina sem byrjar nú í október og gott ef félagar væru til í að taka að sér að hringja út. Einnig er í undirbúningi Evrópuráðstefna klúbbhúsa í nóvember og langtímaverkefnið sem snýr að 20 ára afmæli Klúbbsins Geysis á næsta ári. Munum svo einnig eftir tónlistarnámskeiðinu sem Cristina verður með og ætlar að kynna 10. október kl. 15.00. Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.