11 tbl. nóvember 2020
Geðheilsa er líka heilsa
Séð til lands Klúbburinn Geysir verður opinn á ný þriðjudaginn 26. október frá klukkan 10.00 til 14.00 fyrst um sinn. Biðjum félaga að nota grímur, virða 2 metrana, þvo sér um hendur og spritta.
Þessa skemmtilegu mynd tók hún Tóta Helga félagi í Geysi af Helga Halldórssyni þeim góða ljósmyndara sem einnig er félagi í Klúbbnum Geysi. Myndina má túlka á margan hátt. Meðal annars að nú fari að sjá til lands í Covid-19 pestaróþveranum sem hefur valdið armæðu, óþoli og óáran á öllum sviðum samfélagsins. Varla til sá kimi í þjóðfélaginu sem ekki stynur undan veirunni með einum eða öðrum hætti. En með bjartsýni og samstöðu að vopni stöndum, við þessa pestaránauð af okkur og getum farið að halda út í vinnumiðaðan daginn á ný í Klúbbnum Geysi. Megi heilsan vera með okkur öllum.
Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir