Page 1

HÓLAVATN, KALDÁRSEL, VATNASKÓGUR, VINDÁSHLÍÐ OG ÖLVER

SKOÐA ÞÚ VERK GUÐS FRÆÐSLUEFNI FYRIR SUMARBÚÐIR KFUM OG KFUK 2010

VIKA A


SKOÐA ÞÚ VERK GUÐS - Fræðsluefni fyrir sumarbúðir

KFUM og KFUK 2010 1. útg. 2003 2. útg. 2010 Ritstjóri: Gyða Karlsdóttir Höfundar efnis: Sigríður Schram, Gyða Karlsdóttir, Bjarni Guðleifsson, Halla Jónsdóttir og Ragnar Snær Karlsson. Höfundarréttur: KFUM og KFUK á Íslandi Holtavegi 28 104 Reykjavík Sími: 588 8899 Netfang: kfum@kfum.is Veffang: www.kfum.is

2


INNGANGUR Fræðsluefni sumarbúðanna að þessu sinni er endurútgáfa þess efnis sem upphaflega kom út fyrir sumarið 2003. Efnið var lesið yfir og má í stuttu máli segja að það hafi staðist skoðun og er það mat okkar að það hafi staðist vel tímans tönn enda byggir það á þeim boðskap sem var og er og mun vera. Í fræðsluheftinu eru tillögur að sex biblíulestrum og sjö hugleiðingum fyrir viku dvalarflokk. Þetta er fyrra heftið af tveimur, en gert er ráð fyrir að þau séu notuð til skiptis til að koma í veg fyrir að börn sem dvelja tvær vikur fái sömu fræðsluna. Markmið KFUM og KFUK með sumarbúðastarfi er samhljóða markmiði alls starfs KFUM og KFUK, en það er að stuðla að þroska mannsins í heild sinni; líkama, sál og anda. Með fræðsluefninu viljum við gera andlega þáttinn markvissari. Meginþema efnisins er Skoða þú verk Guðs: Í sjálfum þér, í umhverfinu, í náttúrunni, í Jesú. Með fræðslunni viljum við að krakkarnir finni útrétta hönd Guðs og uppgötvi þá staðreynd að Guð ER og að það er gott að eiga Guð sem lífsförunaut og vin í lífinu. Það er óþarfi að lifa í tómarúmi og tilgangsleysi af því að höfundurinn á bak við allt sem lifir, höfundurinn á bak við mig, hefur áhuga á mér og elskar mig nákvæmlega eins og ég er. Guð varðar um mig og það hvernig ég lifi og hefur gefið með vegvísi um hvernig er best að lifa. Í fræðsluheftinu eru biblíutextar til að vinna út frá þessum þemum og hugmyndir og hugsanir sem hægt er að styðjast við. Þemasöngur vikunnar er „Þakkir fyrir hvern fagran morgun“ og er gert ráð fyrir að hann sé sunginn á hverjum morgni þannig að börnin læri hann utanað og kunni þegar þau fara heim. Kristnihátíðarsjóður var styrktaraðili þessa fræðsluefnis þegar það kom fyrst út árið 2003. Verkefnisstjóri þá var Gyða Karlsdóttir. Samning efnis var í höndum Gyðu og Sigríðar Schram kennara, sem einnig sá um myndavinnu og glærugerð. Að samningu efnis komu einnig Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur, Halla Jónsdóttir kennari og Ragnar Snær Karlsson æskulýðs-fulltrúi KFUM og KFUK. Hafa ber í huga að fræðsluefni verður þá fyrst gott ef vandað er til undirbúnings og flutnings. Mikilvægt er að lesa í hópinn og skynja hversu djúpt og ítarlega hægt er að fylgja eftir boðskapnum án þess að tapa athygli og áhuga áheyrenda. Ef skjávarpi og tölva eru notuð er mikilvægt að allt sé klárt þannig að ekki þurfi að láta börnin bíða á meðan tæknin er græjuð. Leggjum metnað okkar í hverja stund og væntum þess að börnin upplifi nýja hluti með Guði. Með ósk um Guðs blessun, Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi

3


Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2010 (A)  

Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2010 (A)